Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNI, 1945
Kirkjuþingsboð
Hið sextugasta og fyrsta ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi verður haldið í kirkju Fyrsta lúterska
safnaðar, Winnipeg, Manitoba dagana 21.—26. júní 1945. Á undan
þingsetningu fer fram guðsþjónusta og altarisganga, sem byrjar
kl. 8 e. h. Prédikun flytur séra E. H. Fáfnis, skrifari kirkjufélags-
;ns. Ársskýrsla forseta verður og flutt þetta kvöld. Áríðandi að
allir fulltrúar og prestar verði komnir til þings.
STARFSSKRÁ ÞINGSINS:
Föstudaginn 22. júní:
Kl. 9—12 þingfundir. 2—6 þingfundir.
Kl. 8 e. h. “Sextíu ára minning Kírkjufélagsins” og kveðjur.
Ræðumenn: Séra K. K. Ólafson, séra G. Guttormsson og
séra S. Ólafsson.
Laugardaginn 23. júní:
Kl. 9—12 þingfundur. Kl. 2—3 þungfundur.
Kl. 3 e. h. Enskar kveðjur.
Kl. 8 e. h. Fyrirlestur: Rev. F. C. Fry, D.D., Pres. U.L.C.A.
Sérstakt kórsöngs prógram. Kveðjur. Rev. J, A. Aasgaard,
forseti Norwegian Luth. Church.
Sunnudaginn 24. júní:
Kl. 11. f. h. Útvarpsguðsþjónusta yfir CKY. Prédikun: Rev.
Franklin C. Fry, D.D.
Kl. 8 e. h. Hundrað ára minning Dr. Jóns Bjarnasonar”.
Ræðumenn: Séra Rúnólfur Marteinsson B.A., B.D. Kveðjur:
Próf Ásmundur Guðmundsson, fulltrúi þjóðkirkju íslands
til júbil-þingsins.
Mánudaginn 25. júní:
Kl. 9—12 þingfundur. Kl. 2—6 þingfundur.
Kl. 8 e. h. Æskulýðsmót. Ræðumenn: Rev. H. S. Sigmar.
Rev. B. A. Bjarnason. Cand Theol. Pétur Sigurgeirsson.
Ungmennafélag safnaðarins sér alveg sérstaklega um skemti-
skrána.
Þriðjudaginn 26. júní:
Kl. 9—12 þingfundur. Kosningar.
Kl. 2—4 þingfundur. Þinglok.
Glenboro, 9. júní 1945. /
Séra Haraldur Sigmar, D.D. Séra Egill H. Fáfnis
forseti. skrifari.
Úr borg og bygð
Sunnudaginn 17. júní kl. 2,30
e. h., heldur Þjóðræknisdeildin
í Wynyard samkomu í Sambands
kirkjunni, til að minnast lýð-
veldisdags íslands.
Inngangur ókeypis. Allir land-
ar velkomnir.
Veitingar seldar á staðnum.
Nefndin.
•
Samkvæmt símskeyti til skrif-
ara kirkjufélagsins, séra E. H.
Fáfnis frá biskupi íslands, mun
prófessor Ásmundur Guðmunds-
son, Reykjavík, verða fulltrúi
þjóðkirkjunnar á sextugasta og
fyrsta ársþingi þess, og við sex-
tíu ára minningarsamkomur þess.
•
Gefið í byggingarsjóð
Bandalags lút. kvenna.
MLss Vala Jonasson, Winni-
peg $10.00. Kvenfél. Bræðrasafn.
Riverton $25.00. Gjafir frá ein-
staklingum í Langruth: Mrs. S.
B. Benedictson $1.00. Mrs. B.
Halldorson $1.00. Mrs. R. Bott
$1.00. Mrs. J. Johannson $1.00.
Mrs. H. Jackson $1.00. Mrs. C.
Harding $1.00. Mrs. O. Oddson
$1.00. Mrs. P. Johnson $1.00. Mrs.
Geo. Scott $1.00. Mr. og Mrs.
S. Johnson $2.00. Violet Helga-
son $1.00. Mrs. G. Thorleifson
$1.00. Frá vini $1.00. Albert
Thordarson $1.00. Kvenfélag
Selkirk safnaðar $25.00.
Meðtekið með innilegum þökk-
um.
H. D.
•
Þessi ungmenni voru fermd í
Mikley, 27. maí, s. 1.
Lilja G. Johnson
Pamelia Dall
Sessilja U. Jonasson
Harold E. M. Jones
William E. Bell
Harald G. Magnússon
Milhelm S. J. Helgason
Jonas S. Dall
S. J. Sigurgeirson.
lcelandxc Canadian Club News
The next meeting of The Ice-
landic Canadian Club will be
held Saturday, June 16th., at
8.15 p.m. in the lower auditorium
of The First Federated Church.
The executive decided to close
the season with a social meeting
and has arranged a pleasant
evening. Bring your friends and
join in the games, Stc.
Remember the notice of mot-
ion re changing the day of meet-
ing next fall.
Refreshments.
Everybody welcome.
•
Mánudaginn 11. þ. m. lézt að
heimili dóttur sinnar, Mrs. Dr.
Fenton í Struthers, Ohio, merkis-
konan Ingibjörg Björnsdóttir,
ekkja eftir Benedikt heit. Frí-
mannsson, sem lengi átti heima
á Gimli og dó þar fyrir allmörg-
um árum síðan.
Líkið verður flutt hingað norð
ur og jarðsett í grafreit Gimli-
bæjar, þar sem maður hennar
hvílir.
•
Frú Lovísa Guðmundsson frá
Berkley, Cal., kom hingað í lok
fyrri viku ásamt tveimur sonum
sínum, í heimsókn til foreldra
sinna, þeirra Mr. og Mrs. N.
Ottenson, og mun dvelja hér um
slóðir í nokkurn tíma. Frú
Lovísa er frábærilega vel að sér
í hljómlist, og hefir samið eigi
allfá verulega fögur sönglög; það
er langt síðan að hún var hér
síðast, og munu því margir fagna
komu hennar.
•
Athygli skal hér með leidd að
því, að á laugardaginn kemur
fer héðan kl. 10 að morgni norð-
ur til Hnausa til afnota fyrir þá
mörgu gesti, sem lýðveldishátíð-
ina sækja, sérstök járnbrautar-
lest frá C.P.R. Lestin leggur af
stað heimleiðis frá Hnausum kl.
6.15 á laugardagskvöldið.
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Sími 29 017.
Guðsþjónustur á sunnudögum.
Kl. 11 f. h. á ensku.
Kl. 12.15 sunnudagaskóli.
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Söngæfingar:
Yngri söngflokkurinn á fimtu-
dögum kl. 8.
Eldri söngflokkurinn á föstu-
dögum kl. 8.
•
Prestakall Norður Nýja íslands.
17. júní—Víðir, ensk messa kl.
2 e. h.
Árborg, ensk messa kl. 8 e. h.
B. A. Bjarnason.
Prestakall Norður-Dakota.
Sunnudaginn 17. júní.
íslenzk guðsþjónusta í Brown,
kl. 2. e. h.
Ensk messa í Vídalinskirkju
sama dag kl. 8 að kveldi.
Ensk messa í Mountain kirkju
sama dag kl. 8 að kveldi. Rev.
Patteson frá Vavalier flytur þar
prédikun.
H. Sigmar.
Nýkomnir eru hingað til borg-
ar frá íslandi til flugnáms við
skóla Konna Jóhannessonar, þeir
Kjartan Þórarinsson og Niels
Nielsson, báðir ættaðir úr Rykja-
vík, hinir efnilegustu menn.
•
Séra Valdimar J. Eylands vara
forseti Þjóðræknisfélagsins, fór
norður til Árborgar á þriðju-
daginn ásamt frú sinni, til þess
að flytja erindi fyrir deildina
“Esju” í tilefni af uppsögn laug-
ardagsskólans þar í bænum.
Fjaðrafok . . .
(Frh. af bls. 7)
hægt er að skreppa milli heims-
álfa fram og aftur á sama sólar-
hring.
En fáum við að búa í friði og
stjórna okkar málum mun ný
öld renna upp á íslandi og við
þurfum ekkert að óttast fram-
tíðina.
Það er sannarlega hressandi
fyrir okkur, sem enn viljum telj -
ast ung, að koma hingað vestur
um hafið og sjá hvernig Islend-
ingar hafa komið sér fyrir og
að finna og heyra hve vel þeir
eru metnir í þeim löndum, sem
þeir hafa gerst borgarar í, það
er okkur sannarlega mikil hvatn-
ing til aukinna dáða og dreng-
skapar.
Undanfarnar vikur höfum við,
kona mín og eg, verið á ferða-
lagi víðsvegar um Bapdaríkin.
Við höfum hitt fjöldann allan af
ágætisfólki, íslenzku og erlendu.
Við höfum talað við stúdenta,
sem dvelja vestan hafs til að
búa sig undir æfistarfið heima.
Við höfum glaðst þegar við höf-
um frétt að einhverjum landan-
um hefir gengið vel við nám.
Okkur hefir fundist það eins og
okkar eigin heiður, ef löndum
okkar hefir verið hælt fyrir á-
stundun og góða hæfileika, því
við vitum að það kemur -okkar
þjóð að gagni. Eins höfum við
orðið hrygg er við höfum heyrt
einhverjum landa okkar hall-
mælt. En, sem betur fer hefir
það ekki komið oft fyrir. Við
höfum glaðst með íslendingum í
góðum vina hópi. En það var
ekki fyrr en við komum hingað
til Winnipeg, að okkur fanst við
vera komin heim. Það voru ekki
eingöngu hianr hlýju viðtökur,
sem því hafa valdið. Það ligg-
ur eitthvaó íslenzkt hér í loftinu
og umhverfis ykkur, sem hér
búið.
r X
Það var hérna einn morguninn,
að eg var á gangi með ræðis-
manninum okkar, að eg heyrði
til tveggja drenghnokka, sem
gengu framhjá, þeir töluðu
ensku sín á milli og mér varð
hverft við. “Hvaða barn eru
þetta, sem tala erlent tungumál”,
hugsaði eg ósjálfrátt, áður en eg
áttaði mig á að eg var staddur í
erlendri borg þúsundir mílna
frá Islandi.
Og svo er það svo dásamlegt
að heyra ykkur tala íslenzkuna.
Sum ykkar hafið aldrei til ís-
lands komið. Mörg ykkar hafið
verið hér vestra í marga áratugi.
Samt get eg frætt ykkur á því,
Ambassador Beauty Salon
Nýtizku sni/rtiatofa
Allar tegundir af Pérmanents.
Islenzka töluð á ítaðnum.
257 KENNBDY STREET,
fyrir sunnan Portage
Simi »2 71«
S. H. Johnson, eigandi.
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðar
að þið talið mörg betra mál, en
við gerum í Reykjavík.
Mörg ykkar talið miklu betur
og slettið minna, en námsmenn-
irnir okkar, sem hafa verið hér
vesturfrá í eitt eða tvö ár. Það
getur vel verið að þið segið við
og við well og well, en þið gerið
ekki það, sem eg heyrði suður í
Bandaríkunum, tilraun til að
kalla stefnumót “dagsetningu”,
þið mynduð heldur kalla það
hreinlega “date”. Eg skal segja
ykkur í hjartans einlægni, að
sumir landarnir okkar suður í
Bandaríkjunum eru farnir að
tala um að “falla í ástina” eftir
tveggja ára dvöl í Ameríku. En
þessir ungu menn hafa eina góða
afsökun, þeir segja, að það séu
hefndarráðstafanir þegar þeir
“dagsetja” amerísku stúlkurnar
og “falla í ástina” við þær, þá
parfnist pér UfsáhyrgOart
Ef svo er sfáiO pá
F. BJARNASON
UmboOsmaöur IMPE3RIAL/ LIFE
Phonoa 92 §01, 36 264
Lokasamkoma
¥
íslenzka skólans á Gimli, verður haldin
þann 15. júní 1945, og hefst kl. 8,30 síðdegis
SKEMTISKRÁ:
1. O Canada
2. Ávarp forseta
3. Söngur — Litlar stúlkur
4. Samtal — “Busi segir fréttir”
5. Einsöngur — Lorna Stefánsson
6. Framsögn — Nokkrar stúlkur
7. Danz — Gloria McFadzen
8. Leikur — “Gleðilegt sumar”
9. Ræða — Óákveðið-
10. Einsöngur — Lorna Stefánsson
11. Barnakórinn
12. Danz.
Inngangur fyrir fullorðna 35c, fyrir börn 15c
hafa þeir ástandsmálin í huga.
Jæja, öllu gamni fylgir nokkur
alvara.
Hallgrímur Pétursson sálma-
skáld sagði einhverntíma:
“Best er að hætta hverjum
leik, þá hæst fram fer’Vog það
hefir þótt gott hingað til að
fylgja heilræðum þess vísa
manns. En áður en ég kveð ykk-
ur og þakka góða áheyrn langar
mig til að þakka Þjóðræknis-
félaginu fyrir það traust, sem
það bar til mín með því að biðja
mig að taka hér til máls. Eg hafði
heyrt um gestrisni ykkar hér
vesturfrá af afspurn og vissi að
hún var rausnarleg, en eg skil
nú, að þeir menn, sem sagt hafa
frá hafa ekki átt nógu sterk orð
til að lýsa þeim móttökum, sem
þið veitið gestum ykkar hér.
Öll orð verða fátækleg. Eg get
aðeins sagt þakka ykkur kærlega
fyrir konu mína og mig.
Eg veit að það verður drjúgt
veganesti í lífinu, að hafa kynst
ykkur. Eg er hreykinn af því að
vera Islendingur og eiga slíka
frændur hjá erlendri þjóð.
Eg. veit að eg tala fyrir munn
landa minna er eg ber ykkur
öllum beztu kveðjur frá öllum
heima. Eg vildi nefna ykkur sum
með nöfnum, Grettir L. Jóhanns-
son og föður hans Ásmund P.
Jóhannson, það er ekki lítils-
virði fyrir Island að eiga jafn
glæsilegan opinberan fulltrúa og
Grettir er, séra Valdimar J. Ey-
lands, Árna G. Eggertsson lög-
mann, Arinbjörn Bárdal og rit-
stjórana okkar, collega mína, þá
Einar Pál Jónsson og Stefán
Einarsson, sem svo glæsilega
halda við fréttasambandinu
milli gamla landsins að ó-
gleymdu málinu, sem okkur öll-
um er svo kært. Ekki vil eg
heldur gleyma húsmæðrunum ís-
lenzku, sem við hjónin höfum
orðið svo lánsöm að kynnast
hér, þær mega spjara sig heima,
ef þær ætla að standa þeim á
sporði. Þannig gæti eg haldið
áfram að telja, en verð að láta
staðar numið að sinni. Ef til vill
fæ eg tækifæri til að hripa til
ykkar línu síðar.
Þakka ykkur svo kærlega fyr-
ir alt.
Guð blessi Vestur-Islendinga
og þeirra niðja.
Góða nótt.
HOME CARPET
CLEANERS
603 WALL ST.. WINNIPEG
Viö hreinsum gólfteppi yðar
svo þau lita út eins og þegar
þau voru ný. — Ná aftur tétt-
leika sinum og áferCarprýði.
— Við gerum við Austurlanda-
gólfteppi á fullkomnasta hátt.
Vörur viðskiptamanna trygð-
ar að fullu. — Abyggilegt
verk. Greið viðskipti.
PHONE 33 955
Ný ljóðabók
Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem Isafoldar-
prentsmiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu
jól er nú komin hingað*vestur. — Bókin hefir hlotið góða
blaðadóma á íslandi; hún er prentuð á ágætan pappír og
kostar í bandi $5.00, póstfrítt.
4-f-f
• v
Pantanir ásamt andvirði, sendist til
Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.
LÝÐVELDISHATÍÐ
ISLENDINGA
á
HNAUSA, MANITOBA
LAUGARDAGINN 16. JÚNI 1945
SKEMTISKRÁ — hefst kl. 2 e
1. O, Canada — Söngflokkur
2. Ó Guð vors lands
3. Forseti setur hátíðina ..
4. Ávarp Fjallkonunnar ....
5. Söngflokkurinn
6. Ávarp Miss Canada ......
7. Söngflokkurinn
8. Ræða ...................
9. Söngflokkurinn
10. Minni Islands, ræða ....
11. Minni íslands, kvæði ...
12. Söngflokkurinn
13. Minni Canada, ræða .....
14. Minni Canada, kvæði
15. Söngflokkurinn
16. Minni hermannanna, ræða
h.:
....... V. Jóhannesson
... Mrs. Regina Eirickson
.... Miss Solla Lifman
... Hon. Ivan Schultz
Dr. Stefán Einarsson
.. Gutt. J. Guttormsson
.. W. J. Lindal, dómari
.... Ragnar Stefánsson
... Stefanía Sigurðsson
God Save The King
Dansinn byrjar kl. 8 að kveldinu í samkomuhúsunum að
Hnausa og Riverton — Góð músik.
Verðlauna vals kl. 9.30 að Hnausum.
Hlaup fyrir börn og unglinga byrja 10.30 f. h. og
aðrar íþróttir þar á eftir.
Sérstök lest fer frá Winnipeg kl. 10 /. h. frá C.P.R. stöðinni
B. J. LIFMAN, forseti G. O. EINARSSON, ritari