Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.06.1945, Blaðsíða 7
7 Y ngstu lesendurnir « Haraldur hárfagri Víða í Noregi eru staðhættir líkir og á íslandi. Þar eru líka há fjöll, langir og þröngir dalir og vogskorin strönd. I fornöld voru samgöngur á landi erfiðar milli byggðanna. Hvert hérað var heimur fyrir sig. Yfir því réð einn helzti stórbóndinn og var kallaður fylkiskonungur. Bænd- ur, sem áttu sjálfir bújarðir sín- ar voru kallaðir höldar. Þeir voru einvaldar hver á sinni jörð og vildu ekki lúta boði annara. Árið 860 erfði Haraldur allstórt fylki eftir föður sinn. Hann var þá 10 vetra. Ekki leið á löngu þar til hann átti í bardögum við nágrannakonunga sína, en með tilstyrk móðurbróður síns velti hann þeim úr völdum og lagði ríki þeirra undir sig. Nú liðu nokkur ár. Haraldur sendir menn sína, til að biðja sér til handa meyju einnar, er Gyða er nefnd. Hún var all-fríð en heldur stórlát. Hún sagðist ekki vilja, sem eiginmann, þann kon- ung, sem ekki hefði meira ríki en nokkur fylki til forráða. Hún bað þá að bera þau orð sín til Haraldar konungs að hún myndi því aðeins gerast eiginkona hans ef hann legði undir sig allan Noreg. Sendimenn urðu bæði undr- andi og reiðir og fóru aftur til Haralds konungs og sögðu hon- um orð meyjarinnar. En Haraldur konungur tók þessari orðsendingu vel og sagði að hún ætti mikla þökk skilið fyrir orð sín, því hún hefði mint sig á þá hluti, sem honum hefði ekki áður komið til hugar. Og enn mælti hann: Þess strengi eg heit að aldrei skal eg skera hár mitt né kemba, fyrr en eg hefi eignast allan Noreg. Orðasafn. staðhættir — local conditions líkir — resemble þröngir — narrou vogskorin — indented fornöld — old time samgöngur — communications erfiðar — difficult byggð — district hérað — locality bújarðir — farms einvaldir — having absolute power lúta — bow boði — command erfði — inherited bardagi — battle nágranni — neighbour tilstyrk — assistance leggja undir sig — conquer biðja sér meyjar — propose to a girl allfríð — rather handsome 'stórlát — proud eiginmaður — husband forráð — administration orðsending — message minna — put in mind komið til hugar — thought of að strengja heit — to make a vow skera — cut kemba — comb Fjaðrafok . . . (Frh. af bls. 3) færi en nokkru sinni fyr til að ganga mentaveginn, sem kallað- ur er. Allir skólar eru yfirfullir. Nýjir skólar eru í byggingu, þar á meðal stór og mikill barna- skóli í Reykjavík. Er verið að byggja hann skammt frá Haga á svokölluðum Melum. HVERAVATNIÐ Hagnýting hveravatns til upp- hitunar færist stöðugt í vöxt. Hitaveitan mikla í Reykjavík, sem er mesta mannvirki af sinni gerð í heiminum, er nú senn full- gerð og um 3000 hús í Reykja- vík eru nú eingöngu hituð upp með hveravatni frá Reykjum í Mosfellssveit og Laugunum við Reykjavík. Hitaveitan hefir gaf- ist ágætlega og fólk er ánægt með hana. Nokkra daga í vetur sem leið, þegar kuldar voru mest ir vildi það brenna við, að vatn- ið væri ekki nægilegt til að hita upp húsin. En það stafaði m. a. af því að enn er ekki búið að fullsmíða alla heitavatnsgeym- ana á Eskihlíðinni, sem þar eiga að vera og ennfremur hefir ekki verið lokið við að ganga frá dælustöð, sem er í sambandi við heitavatnsgeymana og, sem sett verður upp á næstunni. Ný blóm, svo sem túlípanar, nellikkur, rósir og önnur skraut- blóm fást nú í blómabúðum í Reykjavík svo að segja allan árs- ins hring. Tómatar, grænmeti vínþrúgur og aðrir ávextir eru ræktaðir í gróðurhúsum, sem hituð eru með hveravatni. í vetur komu í fyrsta skifti íslenzkir bananar á markaðinn í Reykjavík. Þeir voru smá- vaxnir, en þóttu ljúffengir. Þess- ir bananar voru ræktaðir í gróðurhúsum, sem nýlega hafa verið reist við Kleppjárnsreyk’ í Borgarfirði. Hver framtíð er í ræktun suð- rænna ávaxta í gróðurhúsum á íslandi deilir menn um. Það kem ur margt til greina, áður en hægt er að segja um slíkt. En líklegast er að ræktun' suðrænna aldina verði fyrst um sinn mest til gamans eða dundurs á Islandi. Vetrarvertíð er nú nýlega lok- ið á Suðurlandi. Þegar eg fór að heiman í marzlok, hafði vertíð gengið mjög vel. í janúarmán- uði voru gæftir góðar, stillur og hreinviðri. Kom þá land- burður af fiski í verstöðvarnar, svo að flutningaskipin höfðu ekki við að flytja fiskinn á enskan markað. Komu þá hraðfrysti- húsin að góðum notum, en þeim hefir fjölgað mikið í verstöðv- um landsins á undanförnum ár- um. Þykir líklegt, að hraðfrysti- aðferðin verði notuð mikið við fiskflutninga frá Islandi í framtíðinni og ekki líklegt, að horfið verði að saltfisksverkun í jafnstórum stíl og áður þektist. Þá ríkir mikill áhugi fyrir að koma á fót niðursuðuverksmiðj- um, auk síldariðnaðarins, og yfir leitt hlúa að því, að framleiða, sem besta vöru og vinna hrá- efnin, sem mest innanlands og senda þau fullbúin til neyzlu eða notkunar á erlendum markaði. Stríðsárin höfum við selt fisk- inn allan svo að segja eingöngu frystan eða ísaðan til Bretlands | á góðu verði. Um tíma var allur okkar fiskur seldur samkvæmt láns- og leigureglum. Þá var sagt að það væri ágæt samvinna á milli Breta- Bandaríkjamanna og íslendinga. Islcndingar veiddu fiskinn, Bretar borðuðu hann og Bandaríkjamenn borguðu hann. Síðan í ófriðarbyrjun hafa ís- lendingar veitt 75% af öllum fiski, sem Bretar hafa borðað. I marz-mánuði s. 1. voru gerðir samningar milli Breta og Islend- inga, þar sem Bretar ganga inn á að kaupa fiskinn allan á næsta ári fyrir sama sem óbreytt verð, munu þau viðskipti nema um 120 miljón krónum, eða um 22 milljón dölum. Veðurfarið hefir yfirleitt verið milt á Islandi í vetur, eins og undanfarin ár. Við, sem stönd- um á þrítugu og þar um, þekkj- um ekki “landsins forna fjanda” — hafísinn, nema af afspurn. Við vorum of ung til að muna að nokkru ráði eftir frostavetr- inum mikla 1918. Til eru þeir LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNÍ, 1945 menn heima, sem halda því fram, að veðurfar sé mildara á Islandi, en það var fyrr á öldum. Ekki er eg kunnugur því hvort þessi skoðun er bygð á rannsóknum og veðurathugunum, eða hvort um getgátur einar er að ræða. En hitt veit eg, að Islendingar finna ekki eins til fyrir harðri veðráttu nú og áður var. Húsakynni eru alt önnur, hlýrri og betri. Raf- magnsljósið, sem víðast hvar er nú komið í bygð og bæ gerir skammdégið ekki eins‘langt og illbærilegt. Haustið var gott heima og vet- urinn mildur, að undanteknum nokkrum kuldaköstum í janúar. Febrúar var nokkuð umhleyp- ingasamur á Suðurlandi að minsta kosti. I marz-mánuði gerði einmunatíð, hlýindi og stillur, en í páskavikunni gerði allhart páskahret og eftir páska voru rigningar og stórviðri í nokkra daga. Hinsvegar hefir verið bjart- viðri að mestu í apríl og maí, eftir því, sem best verður séð á nýjustu blöðum að heiman. Aukning og endurbygging fiskiflotans íslenzka er það verk- efni, sem mest að kallar fyrir okkur Islendinga. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess, eins og áður er sagt með ný-’ sköpunarráðstöfunum stjórnar- innar. Smíðaðir hafa verið og verið er að smíða fjölda fiski- báta fyrir okkur í Svíþjóð og ennfremur verða smíðaðir 50 vélbátar í íslenzkum skipasmíða stöðvum á næstunni. Fyrir tveimur vikum komu til New York þrír íslendingar, skip- stjórarnir Hafsteinn Bergþórsson og Aðalsteinn, Pálsson og enn- fremur Pétur Sigurðsson sjóliðs- foringi, sonur Sigurðar Péturs- sonar, sem var skipstjóri á Gull- fossi. Þeir munu vera að leita fyrir sér um skipakaup í Banda- ríkjunum. Tilraun er verið að gera með kaup á síldveiðiskipi af þeirri gerð, sem notuð er til síldveiða vestur við Kyrrahafs- strönd. Eru skip þessi að nokkru frábrugðin íslenzkum síldveiði- skipum, þessu skipi verður siglt heim til íslands í sumar af ís- lenzkri skipshöfn um Panama skurð. Er gert ráð fyrir að það langa feralag taki á annan mán- uð. Af þeim tíðindum, sem borist hafa að heiman síðustu vikurn- ar hefir sú fregn vakið einna mesta athygli, að Guðmundur Kamban skáld, hafi verið veginn á veitingahúsi 1 Kaupmannahöfn, sama daginn, sem Danmörk varð frjáls. Engin skýring hafði feng- ist á þessari aðför er síðast frétt- ist að heiman. Guðmundur var vinsæll maður og vel látinn og er öllum óskiljanlegt, að hann skuli hafa verið myrtur. Það hafði ekki fréttst neitt um, að hann hafi verið hlyntur stefnu þýzkra Nazista og er því bezt að gera því sem minst skóna, hverjar orsakir lágu til morðs- ins. En það getum við íslending- ar sagt, að með Guðmundi Kamban er fallinn merkt skáld, og verður hann mörgum harm- dauði. BÓKMENTIR OG LISTIR Bókaútgáfa hefir verið mikil á Islandi undanfarin ár. Fyrir hver jól er nú talað um “bóka- flóðið”. Margar ágætar bækur hafa komði út á íslandi upp á síðkastið, bæði þýddar og frum- samdar, en margt er hálfgert rusl, sem slæðist með. Eg mun ekki hér geta einstakra bóka, bæði vegna þess, að hætta er á að eitthvað verði útundan, sem vert væri að minnast. En þess má geta að mikill áhugi ríkir fyrir útgáfu fornrita. Heims- kringla Snorra hefir nýlega ver- ið gefin út í skrautútgáfu með ágætum myndum. Ennfremur hefir Flateyjarbók verið gefin út á ný og fleiri fornrit eru á leið- inni. En ekki er það gefið. Það • er varla gefið út það kver á Is- landi, að það kosti ekki stór- fé, það er lítilfjörleg skrudda, sem ekki kostar 50—70 krónur eða, sem svarar til 8 til 10 dala. En bækurnar ganga út og það er útgefendum fyrir mestu. HVAÐ ER FRAMUNDAN ? Það er ein spurning, sem eg hefi þráfaldlega verið spurður að síðan eg kom til Bandaríkjanna, og þó einkum til Canada, bæði af íslendingum og vinum íslands. Spurningin er þessi: Hvað tekur nú við á íslandi? Því miður get eg ekki svarað þessari spurningu og eg hygg, að það séu fáir menn, sem geta svarað henni. Unga kynslóðin heima á íslandi er full af fjöri og lífskrafti, og það vitum við öll, að “eyjan hvíta á sér vor, ef fólkið þorir”. örlög smáþjóðanna eru nú samtvinnaðri gjörðum og athöfn- um stórveldanna en nokkru sinni fyr í mannkynssögunni. Fjar- lægðirnar eru nú ekki lengur nein vörn eða trygging, þegar (Frh. á bls. 8) HAFIÐ ÞÉR SKRÁSETT BÖRN TÐAR Vegna FJÖLSKYLDUSTYRKSINS? iv». L/V U.va *__J____/J. /'« V* -X-í A*/v „ - , vi (j 0* ■ 1,200,000 FJÖLSKYLDUR hafa þegar látið skrásetjast vegna fjölskyldu styrksins. Því nær 100,000 fjölskyldur, sem tilkall eiga til þess styrks, hafa enn eigi skrásett sig. Fyrstu greiðslur hefjast 1. júlí. Ef þér viljið verða aðnjótandi fyrstu greiðslunnar, verðið þér að skrásetjast strax. Dragist þetta á langinn, er ekki víst að hægt sé að af- greiða yður í tæka tíð. Ef þér eigið börn, sem eru innan við 16 ára aldur, og tekjur yðar eru innan við $3,000 á ári, hagnist þér af fjölskyldustyrknum. Ef þér eruð eigi skrásett nú, þá eigið þér að gera það umsvifalaust. Eyðublöð hafa þegar verið póstuð til hverrar fjölskyldu; þau fást á næsta pósthúsi, eða með því að skrifa Regional Director of Family Allowances í fylkis höfuðborg yðar. FJOLSKYLDUSTYRKUR og HAGNAÐURINN: Fjölskyldustyrkslöggjöfin var afgreidd til þess að auka jöfnuð varðandi uppeldi barna. Þessi mánaðar- styrkur stuðlar að því, að greiða fyrir læknishjálp, tannaðgerðir, hjúkrun, betri fatnað, fæði og húsnæði. TEKJUSKATTURINN Fjölskyldustyrkur er viðbót við framfærslustyrk til hermanna- fjölskyldna og eftirlaun hermanna. Þegar fjölskyldustyrkslöggjöfin var afgreidd, var fallist á þá grundvallarreglu, að enginn skyldi hljóta hagnað bæði af fjölskyldustyrknum og þeim undanþágum frá tekjuskatti, sem gerðar eru vegna barna. Fjölskyldustyrkur verður greiddur að fullu mán- aðarlega. En fyrir síðari sex mánuðina af 1945, verða gerðar ráðstafanir til þess, að fyrirbyggja tvöfaldan hagnað. Taflan hér að neðan, gerir skatt- greiðendum ljóst, hvern hagnað þeir hljóta vegna fj ölskyldustyrksins. Taflan sýnir jöfnunaraðgerðir fyrir 1945 - Percent by which taxpayers AMOUNT OF will benefit from Famili Allow- TAXABLE INCOME an<=e in addition to present income tax credits, for 1945. Not over $1200 . 100% Over $1200 but not over 1400 . 90% of U 1400 << << << 1600 . 80% the << 1600 << << << 1800 . 70% actual << 1800 << << << 2000 . 60% Family << 2000 << << << 2200 . 50% Allowances << 2200 << << << 2400 . 40% received << 2400 « << << 2600 . 30% in the << 2600 << << << 2800 . 20% year << << 2800 3000 << << << 3000 . 10% 0% 1945. NOTE :-This table i ipplies to marriec l persons and others havinB the status of married persons for income tax purposes. For the relatively small number of single persons supporting children and not having married status for income tax purposes, and for members of te Ahrmed Forces, special tables can be obtained from the Regional Director of Family Allowances in each provincial capital. Þar að auki er fjölskyldustyrkurinn undanþeginn skatti; þér bætið ekki við hinum mánaðarlega fjölskyldustyrk, er þér teljið fram tekjur yðar. I dálknum til vinstri er skýrt frá afstöðunni milli fjölskyldu- styrks og tekjuskatts vegna bama. Taflan skilgreinir ljóslega þann hagnað, er þér verðið aðnjótandi. SKRÁSETJIST NÚ ÞEGAR! Ef þér hafið í hyggju að skrásetjast vegna fjölskyldustyrks barna, en hafið eigi gert það, ættuð þér að gera það strax — vegna velfarnan barna yðar. Munið að fyrstu ávísanirnar verða póstaðar í júlí, og þá einungis til þeirra, sem hafa látið skrá- setjast, og fullnægja ákvæðum fjölskyldustyrks löggjafarinnar. SCALE OF MONTHLY ALLOWANCES FOR THE FIRST ROUR CHILDREN For each child Under 6.................$5.00 From 6 to 9 (inclusive) . 6.00 From 10 to 12 (inclusive) . 7.00 From 13 to 15 (inclusive) . 8.00 VVhere there are more than four children under 16 in the family, the monthly allowance for each child after the fourth will be reduced in accordance with the provisions of the Family Allowances Act Publishcd under the authority of Hon. BROOKE CLAXTON, Minister, Department of National Health and Welfare, Ottawa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.