Lögberg - 30.08.1945, Síða 3

Lögberg - 30.08.1945, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. ÁGÚST, 1945 3 Nokkrar smágreinar um drauma Spádraumur. Þótt undarlegt megi heita, þá vilja sumir færa það gegn draumaskýringu dr. Helga Pét- urss, að menn dreymi fyrir ó- orðnum atburðum. Gæta þeir menn þess ekki, að sambandið, sem dr. Helgi talar um milli draumgjafa og draumþega er eina leiðin til þess, að draumar geti falið í sér slíkar vitneskj- ur. Vit eða vitneskja, sem mað- ur aflar sér ekki sjálfur, hlýtur æfinlega að stafa frá einhverj- um öðrum, einhverjum persónu- legum vitanda, rétt eins og birta stafar ekki nema frá birtugjafa, og skal hér víkja að því lítið eitt, hvernig eg hugsa mér, að ákveðnir hlutir eða staðir, sem manni í draumi þykir vera, geti stundum verið fyrirboðar. Þegar mann dreymir, þá þýðir hann, af skiljanlegri ástæðu, jafnan draumsýnfr sínar fyrir eitthvað kunnugt sér úr vöku, og munu tilsvaranir eða líking- ar ráða miklu um það, hvað hann ætlar hvað eina vera. En þó getur þar fleira komið til greina eins og t. d. það, að auk áhrifa frá aðaldraumgjafa, sem venjulega mun ekki vita af sam- bandinu, berist manni hugboð frá aeðri vitund, sem ekki kom- ist í gegn á annan hátt en þann að hafa áhrif á þetta. Þannig get eg t. d. hugsað mér, að vegna slíks hugboðs um yfirvofandi veður úr einhverri átt, veður, sem dreymanda skipti ef til vill nokkru að vita fyrir, þýði hann draumsýnirnar fyrir menn eða staði í einmitt þessari átt, og ráði drauminn svo fyrir því, sem varð eða verður. En um drauma sem mönnum virðast koma fram eins og xeir voru dreymdir, hygg eg að sé reyndar oft þannig, að eins og þeir voru dreymdir, hygg hverja vökusýn og litast þar af í vitund dreymandans, minni vökuatburðurinn á einhvern draumatburð, svo að manni finst draumurinn rætast eða koma fram. Svefn og hvíld. Það er talið, að við erfiði og starf myndist eiturefni í líkam- anum; sem hann svo losni við, þegar sofið er. En með því að líta á svefninn sem mögnunar- ástanda, eins og dr. Helgi Pét- urss gerir, verður fyrst ljóst, hvernig svefnhvíldin fer að því að eyða þreytuefnum og bæta upp slit. Eftir þeim skilningi er svefnhvíldin aðeins aðstreymi krafta, sem skipar niður efnum frumanna og bætir sambönd þeirra, en þreytan eða þreytu- efni líkamans ekki annað en af- leiðing þess að raskazt hefir úr þeirri skipan, meðan vakað var. Og það er í þessu sambandi, mjög athyglisvert, að börn skuli þurfa meiri svefn en fullorðnir, þótt þau erfiði ekki, og er þess einmitt að vænta, vegna þessara nýbygginga, sem þar fer fram. Hefi eg líka lesið í framlífslýs- i'ngu þar, sem út frá þessu mátti einnig búast við, að meðan hinir nýju líkamir hinna framliðnu voru að styrkjast, hafi þeir sofið mjög mikið fyrst í stað. Gef- ur slík frásögn mér nokkra á- stæðu til að ætla, að ekki muni allt vera svik og* vitleysa, sem haft er eftir miðlum um líf eftir dauðann, því að auðséð var, að ritari bókar þeirrar, sem þetta var í, eða höfundur, hafði enga hugmynd gert sér um mögnun- arástand svefnsins. Réð eg það af því, hve ómerkilegan skiln- ing og auðhrekjanlegan hann lét í ljós á öðrum stað í bókinni um orsakir drauma. Langsögulegir draumar. Það hafa sumir viljað halda því fram, að í draumi geti mað- ur á stuttri stundu lifað atvik og atbutrðí, sem taka mundu yfir langa tíma í vöku. En ein- hverntíma dreymdi mig draum, sem gerði mér, er eg vaknaði, ljóst, hvernig slíkir draumar eru eða geta verið tilkomnir. Draum- inn man eg nú ekki allan, því að eg sofnaði aftur eftir að eg var að athuga hann; man ekki Ijóst nema það, sem eg þá þekkti eða athugaði. En það var, að eg rifjaði upp andurminningu um mann, sem eg þóttist hafa þekkt fyrir löngu, en eg á þó enga vökuminningu um. Gerði eg mér þ|að Ijóst, er eg vaknaðj, og líka, að þessar endurminningar, sem voru nokkurnveginn ljósar, voru ekki draumurinn, ekki það sem var að ske. En eg get búizt við, að í draumi eða eftir að dreymt var blandi menn því oft saman, sem þá dreymir, og hinu sem þeir minnast í draumi, og ætli svo drauminn ná yfir lang- sögulega atburði, sem í vöku kæmust ekki fyrir nema á löng- um tíma. Væri slíkt mjög eðli- legt, þar sem þær endurminn- ingar eru ekki til í vökuvitund þeirra, og þeir hafa einmitt ekki áttað sig á því, að svefnvitund þeirra og vökuvitund eru sitt hvað. Draumur um hröp. Fróður maður hélt því fram við mig, að draumar um hröp í klettum eða á annan hátt væru, einkum þó hjá börnum og ung- lingum, miklu tíðari, en slíkt ætti eða gæti átt sér stað í veru- leika, og að þessir draumar gætu því a. m. k. ekki allir átt rót sína að rekja til sambands við einhverja hrapendur. Talaði hann um, eg held samkvæmt skoðun, sem hann hafði heyrt eða séð haldið fram, að ef til vill bæri að líta á þessa drauma sem endurminningar fró forfeðr- um, sem héldu sig uppi í trjám og hröpuðu stundum til jarðar eða áttu það á hættu. Varð mér •við þessu svarafátt í svip, því að.um staðrjeyndina gat eg ef til vill verið sammála, þó að mér hinsvegar kæmi ekki til hugar að taka skýringuna gilda. En seinna sá eg betur, hversu óþörf þessi leit til forfeðranna er, því að hafi þessir hrapdraumar ver- ið veruleiki hjá þeim, þá væri ekkert því til fyrirstöðu, að þeir ættu nú sinn veruleik á öðrum, lítið eitt skemmra lífþróuðum jarðstjörnum. En þó þykir mér Hklegt, að nokkuð beri að líta á þessi draumahröp, ef þau eru -þá svo tiltakanlega algeng, sem rangþýðingar á skyldum atburð- um, og var það ef til vill bend- ing til hins rétta, að það var útfrá lýsingu viðtalanda míns á eigin ferðalagi í flugvél, að þau bar á góma. Man ef eftir, að draumur um flug eða svif þótti mér stundum í byrjun vera hrap, og má vel vera, að slíkra rang- þýðinga gæti meira hjá hörn- um og unglingum. En um flug- draumana er það að segja í þessu sambandi, að þá er varla hægt að skoða sem endurminningar frá forfeðrum, þó að slíkt eigi sér ekki stað hér á jörðu, sem rpanni virðist þeir vera. Flugdraumar. Sagt hefir mér verið um kunn- an menntamann, sem hallast mjög að andatrú og guðspeki, að hann viti sig stundum í svefni yfirgefa líkamann og fara til fundar við sálir kunningja sinna, er eins standi á fyrir. Var mér sagt að hann þættist stundum, er hann lagði upp í þessar svefn- farir, sjá líkama sinn liggja eftir í rúminu, og skal eg auðvitað ekki fortaka, hvað manni kann að geta þótt í draumi. En vegna ástæðu, sem öllum athugendum drauma mætti vera ljóst, og þar sem eg veit heldur ekki til, að þeir, sem maður þessi þykist hafa hitt í draumi, hafi samtím- is þótzt hitta hann, þá leyfi eg mér að efast um, að það hafi nokkru sinni verið hans eigin líkami, sem hann sá liggja eftir, og mennirnir, sem hann þóttist hitta, þeir sem hann ætlaði þá vera. Og til stuðnings þeim efa, sem er nú ekki einungis efi, er það sem segir á einhverjum stað í framlífsriti því, sem eg vitnaði til í annarri smágrein minni hér að framan, að fyrst eftir and- látið séu menn ókunnandi eða ómegnugir þess, sem síðar lærist, að svífa eða fljúga. Mættu und- arlegt heita, að menn skuli þó, og það undireins í bernsku, megna slíkt í draumi, og sam- ræmist það ekki framlífsfrétt- inni, nema svo sé litið á, að um annan mann sé þá að ræða og á annarri jörð, þar sem dreym- andinn ætlar vera sjálfan sig. Er þess einmitt getið þarna í framlífsritinu, að þetta flug eða svif hinna framliðnu manna, sé alveg eins og það, sem maður þykist stundum lifa í draumi. Minnir mig, að því sé þar lýst á þann hátt, sem eg kannast svo vel við úr draumum mínum, að huganum sé í byrjun beint að etnhverjuim stað, sem svo sé svifið til, og þannig frá einum stað til annars. Og einhverntíma þóttist eg í draumi vera að æfa það að breyta um stefnu á flug- inu — þótti það fara fram í löng- um krókóttum gangi — og man eg vel eftir ánægjunni, sem fylgdi getunni til þess. Draumur fíjörns Björnssonar. Vorið 1940 átti eg eitt sinn tal við Pétur Benteinsson skáld frá Grafardal, og sagði hann mér þá meðal annars, að hann hefði — eg held þá nýlega — verið á miðilsfundi. En eitt af því, sem* framliðinn sagði þar fyrir munn miðils, var það, að hann hefði vaknað þar til fram- lífsins í bláu herbergi með gyllt- um stjörnum. En áður um dag- inn hafði eg átt tal við annan mann. Björn Björnsson að nafni, og sagði hann mér þá frá draumi, sem hann hafðj dreymt einhverr^ tímann. Var draumurinn á þa leið, að Björn þóttist vakna eins og af svefni í rúmi á ókunnum stað. Fannst honum það helzt vera í einhvers konar sjúkrahúsi, og sá hann þar fólk, og þótt- ist þekkja sumt af því. En það var eins og fólkið vildi leyna hann einhverju eða vera í vanda með, hvað segja skyldi. Þótti Birni sér þá koma í hug, að hann væri dáinn og í öðru lífi, og spurði hann fólkið, hvort svo væri ekki. Sagði það þá, að svo væri. — Eftir þetta þóttist Björn fara á fætur og vera alheill heilsu og með styrkan líkama, og allt þótti honum vera líkam- Jegt og jarðlegt, sem fyrir augu bar. En stofan, sem hann þóttist vakna í, var blá með gylltum stjörnum eins og sú, er Pétur fékk lýsinguna af gegnum mið- ilinn. Draumur Péturs Benteinssonar. Ekki hafði eg veitt því eftir- tekt fyrr en annar maður vakti athygli mína á því, að fjarlægð- armun staða eða hluta skynjar maður síður eða ekki, nema neytt sé beggja augna. En þó skynjar maður ekki með sínum tveimur augum fjarlægðarmun hinna fjærstu hluta, sem sjá má, stjarnanna. — Verður því að ætla, að það hafi verið fyrir sam- skynjan við einhvern betur skyggnan en nokkur íbúi þess- arar jarðar er, að Pétur Ben- teinsson þóttist einu sinni í draumi glögglega geta greint einnig þann fjarlægðarmun. Sleppi eg að gizka á, hvers vegna sú skyggni hafi verið svo full- komin, en læt hér koma draum- inn eins og Pétur sagði mér hann í bréfi til mín haustið 1941. “Aðfaranótt 13. júlí síðastl. dreymdi mig, að eg virti fyrir mér shðurloftið hér um bil í nónsstað. Heiðríkt var og blik- andi stjörnur í heiðinni. En stjörnur þessar sá eg ekki með venjulegum hætti sem blikandi ljósdepla á sléttum fleti, heldur í mismunandi fjarlægð eins og við greinum jarðneska hluti. Blik þeirra var óvenju skært og ljós- magnið margfalt við það, sem eg hefi séð í vöku. — Á meðan eg virti þetta fyrir mér, heyrði eg einhvern segja fremur en að eg segði það sjálfur: Það er ekki fyrirhafnarlaust að kanna þess- ar leiðir. (Hvort þetta var orð- rétt svona, man eg ekki með vissu) ”. Sannleikseinkenni draumsagna. í bernsku heyrði eg einhvern- tíma sagt, líklega samkvæmt einhverri gamalli trú, að ein mesta lygasynd væri að segja viljandi rangt frá draumum sín- um eða ljúga þeim upp. En margt 'er, sem veldur því, að sú lyga- synd er stundum framin óvilj- andi, eins og t. d. oftrú á spá- gildi draumanna, sem mörgum hættir við. Þykir mér sem oft megi finna, ef draumsaga hefir aflagast á þennan hátt, vansagzt eða aukizt, og sé eg ekkert, sem bendir til slíks í draumsögum þeim, sem sagðar voru næst hér að framan. Þykir mér t. d. sann- söguleikinn sanna sig vel í því, hve draumsýn Péturs Benteins- sonar verður honum miklu ljós- ari en það, sem hann heyrir vera sagt eða þykist segja. Er skilj- anlegt, að miklu auðveldlegar framleiðist í vitund dreymanda sýnir draumgjafans heldur en hugmyndin, einkum þó, ef mikill er munur vitunda þeirra. Má vera, að Pétur hafi greint svo óljóst, hvort það var hann, sem sagði setninguna eða einhver ann ar, vegna þess, að þar sem draum gjafinn átti heima, hafi hugsana skipti farið fram með nokkuð öðrum hætti en hér gerist. — Annars eru það mér beztu raun- veruleikaeinkenni draumsagna, að vel komi fram í þeim það sem er, að draumsýnirnar séu jafnan ókunnar dreymandánum úr vöku, og að svefnvitund hans sé önnur en hans eigin, þótt honum finnist ekki svo, og er hin eðlilega ástæða til þess sú, að draumgjafanum finnst auð- 'Vitað, eins og er, að hann sé enginn annar en hann sjálfur. Hefir vegna vanþekkingar á þessu aðalatriði jafnvel ekki beztu skáldum tekizt að búa til drauma eða draumsögur, svo að ekki væri á þeim nokkur óveru- leikablær eða skortur veruleika- einkenna, sem þó komu oftast fram, þegar sagt var frá raun- verulegum draumum. En eins og sýnt er fram á í ritum dr. Helga Péturss, þá hefir hinn rétti skiln- ingur á raunveruleik draumanna aðra og meiri þýðingu en það eitt að læra aðgreining réttra og rangra draumsagna. Verður ljóst af að sjá þá þýðingu, að lognar draumsögur, sem spilltu þarna eða töfðu fyrir framgangi hins rétta, væri ekki eins sak- lausar og í fljótu bragði kann að virðast. Vænti eg þess, að ein- hvern tímann muni menn sjá, að meira máli hafi skipt framgangur sannleikans í þessu efni en allur árangur þess leiks, sem menn færa nú stærri fórnir en nokkru sinni hafa verið færðar á þessari jörð. Þorsteinn Jónsson, á Úlfsstöðum. Vísir 3. júl. QF MIKIÐ AÐ GERT Einn af lærisveinum Sókrates- ar hafði löngun til þess að taka lærimeistara sínum fram um það að fyrirlíta jarðnesk gæði og gekk því í rifinni og götóttri kápu. — Heyrðu, kæri lærisveinn, sagði Sókrates við hann. — Hé- gómagirnin gægist út um götin á kápunni þinni. Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann**«on Physician St Burgeon 216 RUBY STREBT 608 MEDICAL ARTS BLDQ (Beint suður a.f B&nnlng) Talaími 30 877 Slmi 9 3 996 HelmiU: 108 Chatawa y • Stmi 61 028 VtOtalstiml 8—6 *. h. DR. A. V. JOHNSON Dentist • SOMERSET BI.DQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Fiá vini DR. ROBERT BLACK SérfræCingur ! Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimaslmi 42 154 Dr. E. JOHNSON 804 Eveline St. Selkirk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone offiee 26/ Re*. 880 Office Phone Res. Phon« 94 762 72 40» Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDO. Office Houre: 4 p.m.—6 p.m. and by appotntment DRS. H. R. and H. W. TWEED TannUutcnar • 466 TORONTO OEN. TRO«Tí BTJILDXNO Portage Ave. og KniiLh Bi PHONE 9ti 952 WINNIPBO EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D tslenzkur IpfsaH P6lk getur pantaC meCul ok annaC meO pðstl. Fljöt afgreiOsla. PHONE 96 647 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklatnr og annast um ðt- farir. Aflur ÚtbflnaOur sá bestt Hnnfremur sstur hann allskonar mlnnlsvarOa og legsteina. Skrlfstofu talslmi 27 324 HelmlUs talstml 26 444 Ltgsteinar sem skara framúr Orvals blágrÝtl og Manltoba marmarl BhrifiB eftir verOskrá GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Slmi 88 8»8 Winnipeg, Man. HALDOR HALDORSON bj/opingameistari 23 Music and Art Bullding Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 J. J. SWANSON & CO. LIMTTED 801 AVENÚE BLDO., WPO • Fasteignasalar. Leigja hös. Ot- vega peningalán og eldsftbyrft*. bifreiOaábyrgO, o. s. frv. Phone 97 538 LIST your property for sale with ANDREWS. ANDREW8 THORVALDSON AND HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON 468 MAIN ST. LOpfrcetllnoar Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. 80» Bank of Nova Scotl*. M&B- Portage og Qarry 8t. * Phones Bus. 23 377 Res 39 433 Simi »8 291 TELEPHONE 96 0X0 Blóm stundvíslega afgreldd H. J. PALMASON & CO. THE ROSERY ltð. Chartered Accountant* StofnaO 1905 1101 McARTHUR BUILDINO WINNIPEQ, CANADA 4 27 Portag’e Ave. Slml 17 4€i Winnipeg. Phone 49 46» Radlo Servlce Speclallsts ELEGTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEQ GIINDRY PYHORE LTD. British Quality — Fiah Netttag 66 VICTORIA STREHJT Phone 98 211 Vlnnipeg Manaocr, T. R THORTALDMOM Your patronage wUl be ippreciated Q. F. Jonaason, Prea. ðt Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slmi 95 227 Wholesale Distributors »f FRESB AND rROZEtf FIBB CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J H, Page, Manapino Dtrmotor Wbolesale Dlstrlbutors ef Fresh and Froaen YXsh. 811 Chambers St. Office Phone 26 328 Ree Phone 78 91T. MANITOBA FISHERIES WINNIPEQ, MAN. T. Bercovitch, framkv.st). Verzla ! heildsölu meO nýjan o* frosinn flak. 202 OWENA 8T. Skrlfatofusfmi 86 866 Heimaslmt 56 462 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loane Act, 1939. PEOPLES FINANCE OORP. I/TD. Llcensed Lend-rs Established 1929 402 Tinie Bldg. Phone 21 482 Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financial — and Insurance Lombard Building, Winnlpeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 Hhagborg u fuel co. n Dial 21 331 21 331

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.