Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 George Gordon Byron lávarður Um síðustu jól kom út á íslenzku snilldarfalleg bók um eitt glæsilegasta Ijóðskáld Englendinga, Lord Byron, samin af franska höfundinum André Maurois. Hér verður sagt nokkuð frá skáldinu, þó ekki eftir heimild bókar þessarar. En greinin ætti að geta orðið til þess, að les'andann fýsti að kynnast skáldinu. Árið 1785, þegar William, fimmti lávarður Byron, sem gekk undir nafninu “vondi lá- varðurinn”, stytti sér stundir við að kappsigla krakkaskipum og láta kakarlakka þeyta veðhlaup í Newstead Abbey. kvæntist “Vitlausi Jack” Byron, frændi hans Catherine Gordon í Bath. Þetta var fyrsta hjónaband “Vit- lausa Jacks”. Tíu árum áður hafði hann komist upp á milli Carmarthens lávarðar og konu hans, og eftir að hún hafði erft tign og 4.000 punda árslífseyri eftir föður sinn, hafði hún hlaup- ist á brott með “Vitlausa Jack". Carmathen fékk lagaskilnað; en Jack eða John Byron giftist kon- unni og fór með hana til Frakk- ' lands, og þar fæddist þeim dótt- ir, sem skírð var Augústa. En 1784, skömmu eftir að hún fædd- ist, dó móður hennar, og nú stóð John Byron uppi konulaus og auralaus. Hvarf hann þá til Englands og settist að meðal hefðarfólksins í baðstaðnum Bath, og þar hitti hann Catherine Gordon, sem komin var af tiginni skotskri ætt, og það sem betra var — átti pen- inga. Þau voru gefin saman á “ógæfudegi ógæfumánaðarins”, 13. maí, og 22. janúar 1788 fædd- ist þeim sonur, sem skírður var George Gordon Byron. Tveimur árum síðar hafði “Vitlausi Jack” sólundað eigum konu sinnar, svo að nú hafði hann ekki nema 150 pund á ári til lífsviðurværis. Laug hann þá peninga út úr kunningjunum og flýði til Frakk lands. Ári síðar var hann dauð- ur, aðeins 36 ára gamall. Frú Byron, sem var viðkvæm og ljúflynd, en í hina röndina skapmikil og ofsafengin, sat eft- ir í Aberdeen með soninn unga. Hann virtist hafa fengið að erfð- um úr báðum ættum geðofsa og blíðlyndi. Hann var snúinn á fæti svo að hann gekk haltur, og þessi helti bakaði honum mik- inn sársauka í æsku og sálar- kvöl alla æfi. Hann gekk í barnaskóla í Aberdeen. “Eg var sendur, fimm ára í skóla, sem Bowers nokkur stýrði. Þar voru bæði stelpur og strákar. Þar lærði eg fátt nema að þylja utan að einsat- kvæðisorð (God made man. Let us love Him), sem höfð voru fyrir mér, án þess að eg lærði að þekkja nokkurn staf. Þegar verið var að grennslast eftir heima, hve mikið eg hefði lært, þuldi eg þéssar romsur í belg og biðu, en þegar blaðinu var flett við í bókinni, hélt eg áfram að þylja sömu orðin, svo að það komst upp hve lítið eg hafði lært, og fékk eg þá löðrung á eyrað (sem það ekki hafði unnið til, því að með eyrunum hafði eg lært orðin), og var uppfræðsla mín fengin fræðara í hendur. Þetta var guðhræddur og dug- andi prestur, sem hét Ross. Hjá honum tók eg furðulegum fram- förum, og eg minnist en'í dag ljúfmennsku hans og góðlátlegr- ar ástundunarsemi. Undir eins og eg var læs, varð mannkyns- sagan mitt uppáhald og — ekki veit eg hversvegna — mest dá- læti hafði eg á frásögninni um orustuna við Regilluvatn í Róm- verjasögunni, sem eg var látinn lesa fyrst. Síðar varð lærifaðir minn ungur maður og dugandi, sem Paterson hét, alvörugefinn og fáskiftinn. Hann var sonur skóarans okkar, en góður kenn- ari, eins og margir Skotar. Hjá honum byrjaði eg að læra latínu, Ruddimans máifræði, og hélt því áfram þangað til eg fór í latínu- skólann.” Árið 1796 fór hann með móð- ur sinni upp í Hálöndin nýstað- inn upp úr skarlatssótt, og í þeirri ferð vaknaði fyrst hjá honum ástin til fjallanna. Um sama leyti varð hann líka ást- fanginn í fyrsta sinn — í frænku sinni, Mary Duff. Hann var ekki nema átta ára þá, en samt sagð- ist honum svo frá, að er hann heyrði um giftingu hennar, átta árum síðar, “var það eins og elding lysti mig; mér fanst eg ætla að kafna. Móðir mín varð óttaslegin en aðrir steinhissa og ætluðu varla að trúa þessu.” Þegar Byron var tíu ára gamall dó “vondi lávarðurinn”, frændi hans, og erfði hann þá tign hans. Lávarðssetrið, Newstead, var í mestu niðurníðslu, en frú Byron fékk styrk úr konungssjóði, 300 pund á ári, og fjarlægur ættingi, Carlisle lávarður, var skipaður fjárráðsmaður Byrons. Móðir Byrons vildi umfram allt lækna heltina í honum og sendi hann til skottulæknis í Nottingham sem kvaldi hann óskaplega, án þess að nokkur bót fengist. Síðan var hann settur í skóla 1 Dulwich, en móðir hans dekraði við hann og skammaði á víxl. “Byron”, sagði einn af skólabræðrum hans, “hún móðir þín er flón.” “Eg veit það”, svar- aði hann þungbúinn. 1801 var hann sendur á hinn fræga skóla í Harrow og skaraði þar fram úr í leti. Hann iðkaði hnefaleika og synti ágætlega þrátt fyrir fótinn, og tók þátt í cricketkeppni við Etonskóla 1805. Saga er til frá þessum ár- um, sem sýnir drenglyndi Byr- ons. Svaðastrákur í skólanum réðst á Robert Peel og barði hann. Byron var ekki svo vel að manni, að hann treysti sér til að hjálpa Peel, en sneri sér að svað- anum með tárin í augunum og spurði hve mörg högg hann ætl- aði að berja. “Hvað varðar þig um það, auminginn þinn?” svar- aði óþokkinn. “Eg ætlaði að biðja þið að láta helminginn lenda á mér,” svaraði Byron. í sumarleyfinu þegar hann var 16 ára, varð hann gagntekinn af ást til Mary Ann Chaworth. Hún var tveimur árum eldri og öðr- um heitin, og þessi ógæfuást hafði slæm áhrif á hann. Úr Harrowskóla innritaðist hann í Trinity College Cambr- idge-háskólans. Dvaldi hann nú ýmist í háskólanum, London eða hjá móður sinni í Southwell og svallaði mikið. En hann iðkaði hnefaleik af kappi og tókst á þann hátt að ná af sér fitunni, sem var orðin honum til útlits- spillis. Hann var farinn að gera sér það til gamans að yrkja ljóð, og 1807 gaf hann út fyrstu ljóða- bók sína, sem hann kallaði “Hours of Idleness’ (Iðjuleysis- stundir). Þetta var ekki meira en miðlungs kveðskapur en gaf þó fyrirheit um meira. En í Edin- burgh Review voru ljóð þessi tætt í sundur. Þegar Byron las hinn ósanngjarna dóm reiddist hann og ætlaði að svara í ljóð- um þegar í stað, en hætti við og afréð að bíða og semja verulega napurt og þaulhugsað kvæði til andsvara. Og ári síðar kom þetta svar, háðkvæðið “English Bards and Scotch Reviewers”. Það féll í góða jörð og varð að endur- prenta það mánuði eftir að það kom út. v Nú varð Byron fullveðja, tók sæti í efri málstofunni og skemti sér á lénsherra vísu á aðalsbóli sínu í Newstead. Hann hafði slitið öllu sambanai við móður sína vegna geðofsa hennar, en ekki ætlaði hann sér hinsvegar að verða mosavaxinn í Newstead. iann var skuldunum vafinn en tókst þó að særa sér til meira án, og í júní 1809 yfirgaf hann ^ondon og lagði í ferð til aust- urlanda, ásamt John Hobhouse, vini sínum frá Cambridge. Sigldu þeir frá Falmouth til Lissabon, þar sem Byron synti ána Taggus, þaðan fóru þeir ríð- andi til Cadiz og svo sjóleiðis til Gibraltar. Eftir þriggja vikna dvöl á Malta fóru þeir til Alban- iu. Hreifst Byron af hinum tign- arlegu fjöllum þar og hálfviltum lýðnum, sem byggði landið, og hafði gaman af að koma á fund ræningjahöfðingjans Ali Pasha, sem “spurði mig að öllu, hvers- vegna eg færi í önnur lönd svona ungur, og það án þess að hafa með mér fóstru? Hann kvað enska sendiherrann hafa sagt sér, að eg væri af tignum ætt- Um, og bað mig þvínæst að bera móður minni kveðju sína. Hann sagðist þora að fullyrða, að eg væri ættstór maður, því að eg hefði svo lítil eyru, hrokk- ið hár, og hvítar hendur. Bað hann mig að skoða sig sem föður sinn, meðan eg væri í Tyrklandi, og sagðist líta á mig sem son sinn. Hann fór með mig eins og krakka og sendi mér möndl- ur, ávexti og sætindi tuttugu sinnum á dag.” Þessi ástúðlegi bófi, sem beitti pyndingum og eitri þegar svo bar undir, sá þeim Byron fyrir vopnuðu fylgdarliði, og á leið- inni til Grikklands fór Byron að skrifa ferðasöguna, sem geym- ist í hinu heimsfræga ljóðasafni “Childe Harold.” Komust þeir nú til Mesolongi og þaðan — um Patras, Delfi og Þebu — til Aþenu. Hann var hrifinn af Attiku, en virðist ekki hafa orðið fyrir miklum áhrif- um af hinum forngrísku minj- um í Aþenu. “Ósköp líkt ráðhús- inu,” skrifar hann um Parthen- on-hofið. Eftir þriggja mánaða dvöl í Aþenu fóru þeir til Smyma, og þar lauk Byron við annan flokk- inn af Childe Harold. Hobhause vini hans fanst lítið til um kvæð- ið. En á leiðinni frá Smyrna til Istanbul synti Byron yfir Hellu- sund, ásamt enska lautinantin- um Ekenhead. Var hann montinn af því af- reki og kvað það lofsverðara en nokkurt afrek í stjórnmálum, ljóðagerð eða mælskulist. Þeir félagar skildu í Istambul. Fór Hobhouse til Englands en Byron aftur til Grikklands og samdi þar “Hints from Horace” og “Curse of Minerva”. En nú var lánardrotna hans farið að lengja eftir honum og hótuðu honum öllu illu ef hann kæmi ekki heim. Kom hann til London í júlí 1811 eftir tveggja ára úti- vist. Sama árið dó móðir hans, án þess að hann sæi hana áður. Byron sýndi vini sínum, Dall- as, “Hints from Horace” og var hann mjög ánægður með verk- ið. “Er þetta allur árangurinn af ferðinni?” Byron lét lítið yfir því en rétti honum tvo fyrstu flokkana af “Childe Harold”. Dallas sá þegar hvers virði þeir voru og fór með þá til útgef- andans, John Murray. Hinn 27. febrúar 1812 hélt hann jómfrúarræðu sína í lávarðadeild inni; var hún gegn tillögu um að dæma vefstólabrjótana í Nóth ingham til dauða. Vakti ræðan athygli. Tveim dögum síðar komu tveir fyrstu flokkamir af “Childe Harold” ' út. Kvæðin flugu út og komu sjö útgáfur á einum mánuði. “Eg vaknaði einn morguninn og fann að eg var orðinn frægur maður,” skrifaði Byron þá. Fyrirfólkið í London opnaði allar gáttir fyrir Byron, en fríð- leiki hans var þó ekki síður dáð- ur en ljóðlist hans. Hann varð gimsteinn hvers samkvæmis og lenti nú í fjölda ástamála — með lafði Caroline Lamb, lafði Ox- ford, og, það virðist vafalaust, með Augústu hálfsystur sinni. En jafnframt streymdu frá hon um ljóðin, og fólk gleypti þau í sig jafnharðan og þau komu út. “The Waltz” kom í apríl 1813, “The Giaour” í maí og “The Bride of Abydos” í desember. Næsta ár komu út “The Corsair”, “Lara” og “Hebrew Melodies”. í janúar 1812 kvæntist hann Annabelle Lamb. Hafði hann beð ið hennar 1813 en fengið hrygg- brot, en í september 1814 trú- lofuðust þau. Þetta hjónaband er eitt af hinum dularfullu fyrir- brygðum í lífi Byrons — hann er ekki ástfanginn af konunni, og þarna var ekki til verulegs fjár að vinna. Hlaut ráðahagurinn að fara illa. í desember fæddist þeim dóttir, sem skírð var Aug- ústa Ada; fimm vúkum síðar skildi lafði Byron við mann sinn og kom aldrei aftur Það hefri verið deilt um á- stæðurnar til hjónaskilnaðarins til þessa dags, og hægt væri að skrifa heila bók um málið, án þess að lesandinn yrði nokkru nær. En einn greinilegur árang- ur varð þó af þessu: ofsafengin gremja almennings. Blöðin, flug- ritahöfundar og almenningur réð ust heiftarlega á Byron. Gjald- þrota — því að hann taldi það undir virðingu sinni að taka við fé af útgefanda sínum — og hataður af öllum, nema fáein- um vinum, svo sem Hobhouse, var hann hrakinn úr landi. 1 apríl 1816 hélt hann í nýja ferð: Childe Harold til nú upp aftur pílagríms göngu sína. Hann tók land í Ostende í Belgíu og hélt þaðan til Genf; þar hitti hann síðustu ástmey sína. Claire Clairmont, sem hafði farið í ferðalag með Mary God- win hálfsystur sinni, og elskhuga hennar, skáldinu Shelley. Þó að skáldin tvö væru gerólík að inn- ræti og skoðun féll vel á með þeim og þeir viðurkenndu yfir- burði hvors annars. Hann réri um Genfarvatn með Shelley, og orkti “Bandingjann í Chillon”. í júlí lauk hann við þriðja flokkinn af “Childe Har- old”, samdi fjölda af styttri kvæðum og byrjaði á “Manfred”. Þegar Shelley og Claire hurfu til Englands í ágúst fór Byron í stutta ferð upp í Alpafjöll með Hobhouse og síðan um Norður Italíu og settist loks um kyrt í Venezia. Lifði þar í glaumi og gleði en starfaði þó mikið, því að frá þessum tíma eru “Beppo”, “Mazeppa” og fyrstu tveir flokk- arnir af “Don Juan”. Claire Clairmont hafði eignast dóttir, sem var skírð Allegra, 1817, og þegar hún fór með Shelley til ítalíu árið eftir var Allegra send til Byrons. Honum var nú kalt til móðurinnar, en telpunni kom hann fyrir í klaustri. Móðir hennar hafði ósk- að þess að telpunni yrði komið fyrir hjá fjölskyldu, einhvers- staðar þar, sem loftslag væri holt, og studdi Shelley það mál, en Byron skeytti því engu. En því meiri varð harmur hans er telpan dó, árið 1822. Vorið 1819 kynntist Byron greifafrú Puiccioli. Hún var ung, en giftist sextugum manni. Gerð- ist hún fylgikona Byrons í Ven- ezia, og þegar hún fór með bónda sínum til Ravenna, bað hún Byron um að koma á eftir. Og frá Revenna fylgdi hann henni til Bologna, og fór með henni þaðan til La Mira, skammt frá Venezia; bjuggu þau saman þar og hneyksluðu allt nágrennið þangað til greifinn kom. Frúnni tókst að jafna málið og fór með bónda sínum til Ravenna, en eftir nokkra mánuði bað hún Byron að koma til sín aftur! í júlí 1820 skarst í odda. Páfinn leyfði hjónaskilnað en frúin hvarf heim til föður síns, Gama greifa. Árið eftir, meðan hann var að semja “Sardanapalus” og “Cain”, átti Byron þátt í undirbúningi samsæris gegn Austurríki ásamt ýmsum úr Gambafjölskyldunni, en þetta rann út í sandinn. Ekki var hægt að koma fram lögum gegn Byron út af þessu, en Gambafjölskyldan var bann- færð. En mikil veður stóðu um “Cain”. Þegar bókin kom út í Englandi, og réðust heittrúaðar- menn heiftarlega á Byron. Til eru tvær glöggar lýsingar á Byron frá þessum tíma. Fom- vinur hans, skáldið Tomas More, heimsótti hann í Venezia 1819 og skrifar, að “hann sé orðinn feitari á skrokk og í andliti en áður var, og sé það síðarnefnda til óprýði.” En Shelley sem heim sótti hann í Ravenna 1821, segir að “Byron hefir farið mikið fram í öllu tilliti — í snilli, skaplyndi, og siðferðishugsjónum, hei’ibrigði og gæfu. Samband hans við La Guicioli hefir orðið honum til ómetanlega mikils góðs. Hann berst mikið á en þó ekki um- fram efni. ...” lífi og hann — og snilld hans markaði tímamót í bókmenntum Evrópu. Hugo, Lamartine, Heine og Pushkin töldu hann meistara sinn, og enn í dag vitnum við til ritsnildar hans og ádeilu. Mikil- leikur hans liggur, eins og Scotts eigi síður í áhrifum hans en í ritum hans sjálfs, og enginn gnæf ir hærra í bókmenntum Evrópu á fyrri hluta 19. aldar en George Gordon, Byron lávarður. Fálkinn. Undir árslokin fór Byron með fylgikonu sinni til Písa, og þar var Shelley nágranni hans. Shelley dáðist að skáldinu Byr- on, en Byron að manninum Shelley. Ýmsir Englendingar voru þarna fleiri, svo sem Leigh Hunt, sem Shelley hafði boðið til sín. Var í ráði að hann stofn- aði tímarit með Byron. Eftir dauða Shelley — hann drukknaði 1822 — fluttust Byron og Huntsfjölskyldurnar til Gen- ua. Tímarit þeirra, sem hét Lib- eral, gekk illa, og útgefendun- um kom illa saman, en samt hélt Byron Hunt uppi þangað til hann fór frá Genua 1823. Byron fór nú aftur að vinna að “Don Juan”, sem hann hafði lagt til hliðar áður, og nú miðaði verkinu vel áfram. Nú voru Grikkir farnir að berjast gegn Tyrkjum fyrir frelsi sínu, og Byron, sem brann af áhuga fyrir því að hin forna menningarþjóð yrði aftur frjáls, gat ekki látið þetta mál afskipta- laust. Hann átti bréfaskifti við grísku frelsisnefndina í London, sendi henni peninga af mikilli rausn, og lagði sjálfur af stað til Grikklands í júlí 1823. Áræði hans, göfuglyndi, skarp- skygni og nafn kveikti eldmóð í grísku uppreisnarmönnunum — en nú átti hann skamt eftir. Fá- einum mánuðum eftir að hann sameinaðist her Mavrcordato fursta við Mesolongi bilaði heils- an, og 19. apríl barst sú harma- fregn um endilangt Grikkland: “Byron er dáinn!” Þannig fór þessi einkennilegi, göfugi hugsjónamaður, sem hafði farið eins og vígahnöttur yfir endilanga Evrópu Ljóð hans höfðu farið eins og eldur um sinu — aldrei hefir skáld borið eins mikið úr býtum í lifanda Kennari einn sannaði það fyr- ir nemendum • sínum, hvað það er hæpið að trúa því, sem geng- ið hefir munnlega manna á milli. Hann tók einn nemanda sinn afsíðis og sagði honum eft- irfarandi sögu: — Skömmu eftir dagrenning einn kaldan vetrarmorgun árið 1899 heyrðust þrjú skammbyssu- skot frá veiðisetri Rudolfs, krón- prins Austurríkis. Vinir Rudolfs brutust inn í húsið. Þeir fundu alt á tjá og tundri, vínflöskur á gólfinu og kvenmansföt á bekk fyrir framan arininn. í rúminu lá Rudolf alklæddur, en' skotinn gegnum höfuðið. Við hlið hans lá nakirm kvenmanslíkami. — •Var andlit hennar hulið brúnu hári hennar. Kennarinn sagði nemandan- um að segja sessunaut sínum söguna og síðan átti hver mað- ur að segja söguna í eyra næsta manns. Kennarinn sagði tuttug- asta og fjórða nemandanum að skrifa söguna á skólatöfluna. Hann skrifaði: Fjórir karlmenn og fjórar kon- ur fóru inn í klefa kvöld eitt og er þau komu út aftur, höfðu þau gleymt, hversvegna þau fóru inn. • Af Magnúsi sálarháska. Þegar Magnús var að brýna ljái sína, valdi hann sér venju- lega einhverja vissa þúfu á teignum til að sitja á. Þegar svo börnin þyrptust kring um hann með æslum, bað hann þau að hafa ekki hátt, því að hann þyrfti að heyra, hvernig brýn- ið “skrafaði við eggina.” Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. B. S. Thorvarðson Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bantry, N. Dak. Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Cavalier, N. Dak B. S. Thorvarðson Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Dafoe, Sask. Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn. Miss P. Bárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask Kandahar, Sask. Lundar, Man Minneota, Minn. Miss P. Bárdal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Mozart, Sask Otto, Man Dan. Lindal Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Revkjavík, Man Árni Paulson Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash J. J. Middal Selkirk, Man S. W. Nordal Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Upham, N. Dak Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Wynyard, Sask

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.