Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 4
' LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 I--------------------------Högberg-----------------------------------------------------------~i . Qefiö út hvern fimtudag af j THE COLUMBIA PRESS, LIMITED j 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba , j Utanáskrift ritstjórans: , , EDITQR LÖGBERG, \ . 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON \ \ Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram j The “Dögberg” is printed and published by | j The Columbia Press. Lámited, 695 Sargent Avenue > Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 llilllillillllllllllllllilliilllllllilllll(llli!IUillUllillilllli!illl!lllllill!illUI!!llllllllllll>lllllllll!llll!lllllllllllllllllllllllllllllliillllllllliUllliUllllPlllliiiIliÍ Viturleg forsjá og athafnalíf WlliiUIIII!llllllllillllillllllllllllllli;!l!!IIIIIIIUIIIUIIIIIlllllillllll[ll!IIIU[IUIIIIlUIIII!llll!llllllllllllllllllll[ll[lllllllllllllllliniinil[IIIIHIlllllll)lil!lllllllll Styrjöldinni er lokið, og viðreisnartímabilið þegar hafið, og slíkt tímabil má engan enda taka; það verður að njóta viturlegrar forsjár vorra traustustu og beztu manna, er hagkvæma reynslu hafa að bakhjarli og þora að horfast í augu við framtíðina og þau margþættu verkefni sem úrlausnar bíða. Það er ekki heyglum hent, að hafa málafor- ustu með höndum eins og nú horfir við á vett- vangi umborðsstjórnar og athafnalífs; það er margt, sem kallar að, og margt, sem þannig verður umsvifalaust að sinna, að fólkið í Mani- toba hendi eigi það slys á ný, að atvinnuleysi skapist og ótti og örvinglan nái yfirtökunum á vitundarlífi megin þorra manna; slíkt átti aldrei að henda, þurfti í rauninni aldrei að henda, og má líka heldur ekki undir neinum kringumstæð- um endurtaka sig með alla þá feikna auðlegð, sem Manitobafylki býr yfir, sé hún hagnýtt sem vera ber, og dreifingu afrakstursins skynsam- lega jafnað niður; á þessu hefir því miður stund- um orðið misbrestur, er fylkisbúar hafa sopið hið beizkasta seyði af. Samvinnuátjórnin í Manitoba, sú, er endur- kosningar leitar þann 15. þ. m., á með litlum undantekningum, einvalaliði á að skipa; hún nýtur forustu eins hins allra hæfasta stjórn- málamanns yngri kynslóðarinnar. ^sem nú er uppi í þessu landi; og það er í rauninní opin- bert leyndarmál, að Liberalflokkurinn hefir fyrir all-löngu haft augastað á Mr. Garson sem eftirmanni Mr. Kings í Ottawa, er að því kemur að hann láti af flokksforustu, sem vonandi verð- ur þó eigi fyr en við lok þess kjörtímabils, er hófst að afstöðnum sambandskosningunum þann 11. júní; af því, sem nú hefir sagt verið og mörgu fleira, er engan veginn víst, að Manitoba- búum haldist lengur á Mr. Garson en eitt kjör- tímabil; hann er, öllum öðruin mönnum frem- ur, forvígismaður þeirrar miklu og umfangs- miklu nýsköpunar, sem þegar er hafin á vett- vangi athafnalífsins í þessu fylki; hann er mála- fylgjumaður mikill, og lætur ógjarna nokkurt það tækifæri sér úr greipum ganga. er miðar að því að hefja fylki vort til öndvegis; hann hefir þegar haft víðtæk áhrif í umbótaátt á gang stjórnmálanna í þessu landi; hann bar í rökfestu og viturlegum málaflutningi, höfuð og herðar ýfir alla ráðherra Vesturfylkjanna á Ottawaráðstefnunni í sumar, ef ekki alla for- sætisráðherra canadisku fylkjanna í heild, og það verður hans hlutskipti, að komast að hag- feldum og skynsamlegum samningum við stjórn arvöldin í Ottawa varðandi þann hagsmuna- grundvöll, er Manitobafylki verður að byggja framtíð sína á; viturleg lausn, jafnvel þessa eina máls, er svo mikilvæg og svo knýjandi vegna samtíðar og framtíðar, að slíkt sýnist í raun- inni óhugsanlegt að kjósendur þessa fylkis snúi baki við þeim manninum, Mr. Garson, er lengst hefir komist í þá átt, að leysa þennan margum- rædda Gordions knút, sem staðið hefir í vegi fyrir heilbrigðri og eðlilegri efnafarsþróun fylkis búa um svo langan aldur. En það eru fleiri mál, en þetta síðastnefnda, sem samvinnustjómin undir forustu Mr. Gar- son, hefir tekið sér fyrir hendur að framkvæma og þola enga bið; má þar enn til nefna endur- skipulagningu heilbrigðis og mentamálanna, raflýsingu til sveita, umfangsmiklar lagningar bílvega, ásamt mörgu fleira, er til almennra hagsbóta miðar; allar þessar risavöxnu fram- kvæmdir lúta að því, sem er mest um vert, eða því, að tryggja atvinnu í fylkinu, og útiloka það, að sorgarsaga hinnar mannsköpuðu kreppu- ára endurtaki sig, og er þá ekki til einkis bar- ist. íbúarnir í Manitoba verða að vinna friðinn, og hrinda í framkvæmd nýsköpun athafnalífs- ins með Mr. Garson í fararbroddi. Mr. Farmer leiðir þá aldrei að eilífu út úr eyðimörkinni með skrúðmælgi sinni og hylliboðum. ....... Það bjarmar af degi llllllll||lll|lll[lllliillillilllllllllilllllillllllllll!!llllllll!lll!lii|[líllllillil!illiillll!!ll!llllilllllllllil!lllill!llllllll[lllll|l|lilllll!illlll![illlllllllllllllllllllllllll[ll Þó íslendingar í þessu landi hafi að vísu tekið nokkurn þátt í meðferð opinberra mála, þá hefði þó vitanlega mátt betur vera, og áhuginn al- mennari; í lýðræðislöndunum er það á valdi fólksins sjálfs, hvernig málefnum þess er stjómað, hvort það býr við vakandi og athafna- sama stjórn, eða fálmstjórn, sem þjáist af svefn- sýki og úrræðaleysi. Þingmensku framboð manna af íslenzkum stofni við fylkiskosningar þær í Manitoba, sem nú fara í hönd, benda ótvírætt til þess, að tekið sé að bjarma af degi aukins áhuga, og að eld- móðs nokkurs verði vart á vettvangi stjórnmál- anna, og verður slíkt að teljast góðs viti. í sambandskosningunum, sem fram fóru þann 11. júní, s. 1., var íslenzkur lögfræðingur, William Benidickson, kosinn í Kenora-Rainy River kjördæminu, og hefir hann þegar sýnt það í verki með því að vera valinn til þess að svara hásætisræðunni, að hann sé líklegur til mikils frama. Á síðasta fylkisþingi áttu þrír Islendingar sæti; þeir Skúli Sigfússon þingmaður St. George kjördæmis, er nú leggur niður sín póli- tísku hertýgi eftir fjórðungs aldar dygga og gifturíka þjónustu, og þeir Paul Bardal og G. S. Thorvaldson, sem báðir fóru með umboð fyrir hönd Winnipegbúa; þeir leita báðir endurkosn- ingar, og þeir verðskulda báðir einhuga og ó- skipt fylgi íslendinga í þessari borg. St. George kjördæmi sendir Islending á þing í næstu kosn- ingum hvernig sem viðrar og hvernig sem hjól- ið snýst. Fyrir hönd samvinnustjórnarinnar býð- ur sig þar fram Chris Halldórsson bílakaupmað- ur í Eriksdale, harðsnúinn málafylgjumaður, er sver sig í ætt til fornra víkinga; hann er borinn og barnfæddur í kjördæminu, og mun eiga þar alveg vísa kosningu; af hálfu C.C.F. býður sig einnig fram í áminstu kjördæmi íslendingur, Eiríkur Stefánsson, bóndi við Oak Point, hinn mesti skýrleiksmaður að sögn; að Gimli sendi og íslending á þing, verður og naumast dregið í efa; þar býður sig fram af hálfu Garson stjórn- arinnar, Dr. S. O. Thompson, sem gegnt hefir um langt skeið héraðslæknisstörfum í Nýja ís- landi og er búsettur í Riverton. Dr. Thompson hefir löngum verið áhugasamur um landsmál, og getið sér jafnframt ágætan orðstír sem sam- vizkusamur og hæfur læknir; hann er fjölles- inn og víðskygn maður, og sannkallað valmenni; það yrði íslenzka þjóðarbrotinu til stórsæmdar og Gimli kjördæmi til ómetanlegra hagsmuna, að fá slíkan mann kosinn á þing. 1 Gimli kjördæmi leitar og kosningar fyrir hönd C.C.F. fylkingarinnar, oddviti sveitarinnar Bifröst, Snæbjörn S. Johnson, stórþóndi 1 grend við Árborg; hann er glöggur maður og góðgjarn, og vel liðinn í héraði; þá er það ennfremur haft fyrir satt, að Oddur Ólafsson í Riverton, bjóði sig fram í Rupertsland kjördæmi, en áður hafði hann í eitt kjörtímabil farið með umboð þess á fylkisþingi. íslenzkir kjósendur í Winnipeg þurfa að verða samtaka, og fylkja sér fast um þá Mr. Bardal og Mr. Thorvaldson. Mr. Bardal á sér langan og athafnaríkan stjórnmálaferil að baki; hann átti sæti í bæjarstjóm um tíu ára skeið, og þá stund- um er harðast var í ári; hann var formaður þeirrar nefndar, er um mál atvinnuleysingja fjallaði, og sýndi í reynd slíka samúð og festu, er aðdáun hvarvetna vakti; hann átti sæti á fylkisþingi síðastliðið kjörtímabil, og kom þar fram eins og annars staðar sem glöggskygn og stefnufastur maður; hann hefir tekið mikinn og glæsilegan þátt í félagslífi íslendinga, og fyrir það standa þeir við hann í djúpri þakklætis- skuld. Mr. Thorvaldson er gáfumaður, sem getið hef- ir sér ágætan orðstír á þingi sakir gerhygli sinn- ar og samvinnu þýðleiks; að þeir Bardal og hann verði báðir endurkosnir, ætti ekki að þurfa að draga í efa; en til þess að tryggja slíkt, verða íslendingar í þessari borg, að ganga heilir til verks. Fylkjum liði um samvinnustjórnina, og sigr- um með Garson! Þunglegar horfur Frá London bárust þær fregnir á þriðjudags- morguninn, að utanríkisráðherra fundinum í London væri í þann vegiftn að verða slitið, án þess að samkomulag hefði náðst um þau grund- vallaratriði, er mestu þótti máli skipta,' þessi fundur átti að eiga frumkvæði að sáttmálsgerð, er væntanlegt friðarþing síðar skyldi byggjast á; nú hafa sérhagsmunir, eða réttara sagt sér- hagsmunakröfur þeirra aðilja, er að fundinum stóðu, orðið þess valdandi, að myrkur hvílir yf- ir djúpinu, dapurlegt myrkur sívaxandi ágrein- ings; fróðir menn segja, að það séu einkum Balkanmálin, sem alt hafi strandað á. Rússar telja Balkanríkin til áhrifasvæðis síns; þessu kunna Bretar og Bandaríkjamenn illa, og ásaka rússnesku stjórnina um ásælni. Stúdentar hefja útgáfu nýs tímarits Stúdentaráð Háskóla íslands og Stúdentafélag Reykjavíkur hafa í sameiningu ákveðið að hefja útgáfu nýs tímarits á næstkomandi hausti. Heftir Ragnar Jóhannesson cand, mag. verið ráðinn ritstjóri að tíma- ritinu, en auk hans hafa verið kosnir í útgáfunefnd þeir Björn Þorsteinsson stud. mag. af hálfu Stúdentaráðs og Benedikt Bjark- lind lögfræðingur af hálfu Stúd- entafélags Reykjavíkur. Ritinu hefir verið valið nafn- ið “Garður” og á það að fjalla um háskóknám, félagslíf stúd- enta og stúdentalíf almennt, fyrst og fremst hér á landi, en einnig nokkuð erlendis o. fl. Hugmyndin að stofnun tíma- ritsins kom fyrst fram hjá Stúd- entaráði 1943, eða fyrir um tveimur árum og var það sam- þykkt einróma af fulltrúum allra pólitískra fiokka innan háskólans, að ráðast í útgáfuna. Þegar málið var síðar rætt nán- ar þótti rétt, að Stúdentaráð stæði ekki eitt að útgáfunni og þótti hlýða að bjóða elzta og lang fjölmennasta stúdentafé- laginu á landinu, það er að segja Stúdentafélagi Reykjavík- ur, sem nú er 75 ára, þátttöku í útgáfu ritsins, Stjórn stúdenta félagsins tók þessu strax vel, og var þá strax ákveðið að hefj- ast handa um útgáfuna. Ritinu er ætlað að fjalla um háskólanám og stúdentalíf, fyrst og fremst hér á landi, en einn- ig nokkuð erlendis. Það mun gera sér far um að fylgjast vel með öllum málum Háskólans, þróun hans og þroska. Það mun birta frásagnir og fræðilegar greinar frá hinum ýmsu náms- mönnum. Það mun rekja öll helztu tíð- indi af félagslífi stúdenta, þar með talin pólitísk hvörf og bylt- ingar. Það skal þó skýrt fram tekið. að “Garður” er óháður allri flokkapólitík, enda stofnað til útgáfu hans með einróma samþykki Stúdentaráðs, en það er, eins og menn vita, skipað fulltrúum frá öllum pólitískum flokkum. Auk þess verða einnig birtar ritgerðir og kvæði frá eldri stúd- entum eftir því, sem efni fellur til og rúm leyfir. Fyrsta hefti mun væntanlegt seint í næsta mánuði. Ráðgert er að út komi 4 til 5 hefti á ári og verður hvert hefti 5 arkir í heldur minna en Skírnisbroti. Þakkarorð Við undirrituð vottum þakk- læti öllum hinum mörgu vinum er sýndu hluttekningu við frá- fall okkar hjartkæra föðurs, Kristjáns E. Fjeldsted.. Við þökk um þeim sem heiðruðu minn- ingu hans með nærveju sinni við útförina, fyrir öll fögru blómin, og fyrir samúð auðsýnda á svo margvíslegan annan hátt. Einnig viljum við þakka öll- um þeim sem með kærleiksríku viðmóti veittu okkar aldurhnigna föður óteljandi ánægjustundir hin síðustu æfiár hans. Vinir! Við þökkum ykkur hjartanlega, og biðjum Guð að blessa ykkur. Fjelsted, fjölskyldan. ORKU VEITT í húsagarð YÐAR Og ÞER BORGIÐ EKKERT fyrirvírinn r EFTIR-STRIÐS MARKMIÐ Samvinnustjomarinnar • Það er ófrávíkjanlegt markmið samvinnusljórnarinnar að hlutast til um, að sérhver bóndi í Manilobafylki, sem vill fá raforku. fái henni veiit inn í húsa- garð, ÁN ÞESS HANN BORGI FYRIR VÍRINN. • Að því er stefnt, að raflýsa meirihlula þeirra 58,686 býla, sem í fylkinu eru. • Þetta verk verður unnið, ásamt því að raf- lýsa að auki 40 þorp og bæi árlega. Atvinca og iðnaður • Árleg vinna að þessu heldur áfram unz framkvmd fyrirtækisins er lokið, en það samsvarar beinni línu héðan til Brazilíu — eða 4000 mílna líriu. • Þella útheimtir 2.300,000 vinnustundir; 72,- 000 staura; 3.500,000 pund af vírslrengjum, og yfir 2000.000 hnotur og bolia á ári. • Fyrirlæki þetta. eða réttara sagt efnið, sem til þess þarf, nemur $3.500,000 á ári. Vinna við þetta stórfyrirtœki hófst 15. júní 1945. KNÍJUM VERKIÐ ÁFRAM! Endurkjósið SAMVINNUSTJORMNA HON. D. L. CAMPBELL landbúnaðarráðherra Ön tlte Rac&ca .... . . . Hon. J. S. McDiarmid - - Hon. Ivan Schullz, K.C. - Hon. J. C. Dryden - Hon. Errick F. Willis - - Hon. W. Morton - - - - Hon. Sluart S. Garson - - CKY, CKX. CJGX—Oct. 6. at 9.15 p.m. CKY—Oct. 8, at 7.30 p.m. CKRC—Oct. 9, at 10.15 p.m. CKY, CKX, CJGX—Oct. 10. at 9.30 p.m. CKRC—Oct. 11, at 9.20 p.m. CKY. CKX. CJGX—Oct. 12, ai 7.30 p.m. Published by authority of THE COALITION GOVERNMENT ELECTION COMMITTEE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.