Lögberg - 04.10.1945, Side 1

Lögberg - 04.10.1945, Side 1
PHONE 21374 t..w\ \j$Z A ,raOe Complete Cleaning- Institution Cleanng Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 NÚMRR 40 Frambjóðandi sam- vinnustjórnarinnar í St. George Chris Halldórsson Hinn nýi merkisberi samvinnu stjórnarinnar í St. George kjör- dæmi, Chris Halldórsson, er fæddur að Lundar þann 27. febrú ar 1891. Foreldrar hans voru hin merku landnámshjón þar í bygð- inni, Halldór Halldórsson og Kristín Pálsdóttir ættuð af ísa- firði. Chris naut barnaskólament unar í heimabygð sinni, en stund- aði nám við Manitoba Agricult- ural College 1910—1911. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni, gekk í 108 herdeildina, og fór til vígstöðva með 3. Cana- dian Engineers sveitinni; hann kom heim aftur í maí 1919, og gekk brátt í þjónustu Confedera- tion lífsábyrgðar félagsins. Heim ili hins nýja frambjóðanda hefir verið í Eriksdale síðan 1934, þar sem hann rekur bíla og bensín- sölu, ásamt bílaviðgerðum. Chris er kvæntur Guðlaugu, dóttur j>eirra Mr. og Mrs. Jón Eyjólfsson að Lundar; þau Chris og frú Guðlaug eiga tvö mann- vænleg börn, Roy Oscar, sem því nær árlangt var í þjónustu canadiska flugliðsins austan við haf, en er nú nýkominn' heim, og Doris, er starfar í þjónustu Trans Canada Airlines í Winni- peg- Chris Halldórsson er hinn mesti atorkumaður, og mun reyn ast kjördæmi sínu liðtækur full- trúi á fylkisþingi, en fyrir kosn- ingu hans verða íslendingar í St. George að beita sér af ráði og dáð. ■ . i lilillllilllliiillll Farinn til London Forsætisráðherrann, Mr. King, er nýfarinn til London að því er nýjustu fregnir herma, í þeim tilgangi, að ræða við brezk stjórnarvöld og kynnast með eig- in augum stjórnarfarslegu og hagsmunalegu viðhorfi Norður- álfuþjóðanna, sem vera mun harla ískyggilegt vegna vista- skorts og pólitískrar togstreitu; um leið og Mr. King gerði þing- inu aðvart um för þessa til Lon- don, létu allir foringjar þing- flokkanna í ljósi ánægju sína yf- ir þeirri ákvörðun. Mr. King lét í hafa frá New York á sunnudaginn, en áður átti hann stutta viðdvöl í Washing- ton og ræddi þar við Truman forseta um ýmis sameiginleg vandamál. 1 fjarveru Mr. Kir.gs gegnir fjármálaráðherrann, Mr. Ilsley, forsætisráðherra embættinu. Fræðsluvika um krabbamein Það hefir orðið að ráði, að tímabilið frá 1 til 6. yfirstand- andi mánaðar, að báðum dögun- um meðtöldum yrði helgað al- mennri fræðslu um krabbamein og varnarráðstafanir gegn. út- breiðslu þessa sjúkdóms, er svo hárra skatta hefir krafist af börn- um jarðarinnar upp á síðkastið. Forustumönnum læknavísind- anna ber saman um það, að krabbamein megi lækna, sé lækn is leitað meðan sjúkdómurinn er á byrjunarstigi; þess vegna er það í rauninni lífsnauðsyn, að upplýsinga sé þegar leitað hjá læknum, auk þess sem jafnan má snúa sér bréflega til Manitoba Canc^r Insititute, Winnipeg. Til þess að afla þessari þörfu mannúðarstofnun fjár, er svo til ætlast, að seld verði á götum borgarinnar merki einhvern hinna áminstu daga, og er þess að vænta, að borgarar bregðist drengilega við slíkri málaleitun. lllllllllillilill Tilkynning Áætlað er að Laugardagsskóli Þjóðræknisfélagsins byrji á laug ardaginn 13. okt. kl. 10 f. h. 1 Fyrstu lútersku kirkju. Meðal annara ágætra kennara, sem nefndin hefir fengið til að kenna við skólann, er hr. Ólafur Páls- son kennari frá íslandi, en hann sem kunnugt er, dvelur hér um skeið til þess að kynna sér skóla- fyrirkomulagið í Manitoba. Skólanefndin hvetur nú for- eldra og aðstandendur barna að nota sér þetta góða tækifæri og senda börn sín í skólann til ís- lenzkunáms. Áríðandi er fyrir nefndina að vita hvað mörg börn munu sækja skólann, því tala kennaranna fer eftir því; þeir, sem hafa í hyggju að senda börn sín, eru því vinsamlega beðnir að tilkynna það einum nefndar- manna. Ennfremur æskir nefnd- in álits foreldra um það hvort það myndi heppilegra að breyta til um kennslutíma og kenna heldur eftir hádegi á laugardög- um. A. P. Johannsson, sími 71 177 V. J. Eylands, sími 29 017. Bergthor E. Johnson sími 87 987 G. L. Johannsson, sími 28 637 Ingibjörg Jónsson, Ste. 12 Acadia Apts. iiilliillliilliiill Hörmulegur atburður Nýlega vildi sá hörmulegi at- burður til, að íslenzk stúlka 28 ára að aldri, Miss Sigríður Gísla- son, var myrt í Chicago, og hefir 19 ára amerískur sjóliði, Daniel P. Hurley að nafni verið sakaður um morðið. Miss Gíslason var gáfuð og vinsæl stúlka, er dval- ið hafði um átta ára skeið í Chicago og vann þar í lyfjabúð. Foreldrar Sigríðar heitinnar eru þau dugnaðar og sæmdarhjónin, Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason, sem um langt skeið hafa búið rausn- arbúi í Reykjavíkurbyggðinni við Manitobavatn; auk foreldra sinna lætur Sigríður heitin eftir sig mörg systkini. Lík Sigríðar var flutt hingað norður og jarð- sungið í Reykjavíkurbygð á þriðjudaginn, af séra Philip M. Péturssyni. Lögberg vottar sifjaliði hinnar látnu stúlku innilega hluttekn- ingu vegna þess þunga harms, sem því hefir að höndum borið. Laugardagsskólinn Nú hefir svo skipast til, að Laugardagsskóli Þjóðræknisfél- agsins taki til starfa kl. 10 ár- degis í Fyrstu lútersku kirkju, laugardaginn þann 13. þ. m. Munu margir fagna þessari ráð- stöfun, því skóli þessi á djúp tök í hugum þeirra manna og kvenna, er unna íslenzkri tungu og ant láta sér um viðhald henn- ar sem mælts, lifandi máls; á öðrum stað hér í blaðinu mun fræðslumálanefnd Þjóðræknis- félagsins skýra nánar frá kenslu- kröftum og tilhögun kenslunnar. Laugardagsskólinn hefir fag- urt menningarhlutverk með höndum, sem íslenzkir foreldrar hér í borg ættu alment að meta og sinna, barnanna vegna og sjálfra sín vegna. Aðsókn að skólanum ætti að fara sívaxandi; fólk verður al- mennt að láta sér skiljast, að við- hald íslenzkunnar hér um slóðir sé menningarleg nauðsyn, sem auki á manngildi hinnar upp- rennandí æsku vorrar. Iiiiiiiiilinilliiiili Orðsending til íslendinga í St. George Eins og kjósendum þessa kjör- dæmis er þegar kunnugt, var eg á framboðsfundi, höldnum að Lundar þann 24. f. m., valinn til þess að vera merkisberi sam- vinnustjórnarinnar í St. George kjördæmi við kosningar þær til fylkisþings, sem fram fara þann 15. yfirstandandi mánaðar; eg er borinn og barnfæddur í þessu kjördæmi, og mér þykir vænt um fólkið, sem þar býr. Eg er sannfærður um, að við njótum góðrar og framtakssamr- ar stjórnar þar sem Garson stjórnin er; mér er ant um að hún verði endurkosin, og hún á ósíciptan stuðning minn. Eg get fullvissað kjósendur mína um það, að nái eg kosningu þann 15 þ. m., og taki sæti á þingi, mun eg leitast við að vinna af fremsta megni að hagsmun- um allra stétta jafnt er innan vébanda kjördæmisins dvelja, og þá ekki hvað sízt þeirra heim- komnu hermanna, er svo fræki- lega hafa varið frelsi okkar og fósturland. Mér liggur það ríkt á huga, að geta orðið ykkur og kjördæm- inu í heild til nokkurrar nytsemd ar, og með það fyrir augum leyfi eg mér að leita fulltingis ykkar og fylgis á kosningadaginn. Eriksdale, 2. október 1945. Virðingarfylzt, Chris Halldórsson. iiliiiiiiíiiiilil Tilkynning frá rœðis- mannsskrifstofunni Hr. Grettir L. Johannson ræð- ismaður íslands, hefir látið Lög- bergi þær upplýsingar í té, að úr þessu sé hægt að senda bréf héðan úr landi flugleiðis um Bretland til Islands; burðargjald nemur 35 cents á hálfa únzu, eða brot úr þeirri þyngd. IIIIIIIIIIIIHIIIM JAKOB MÖLLER GERÐUR SENDIHERRA Þau tíðindi spurðust í bænum í gær og vöktu sérstaka athygli, að ríkisstjórnin hefði skipað Jakob Möller sendiherra í Kaup- mannahöfn. Jakob mun vitanlega láta af þingmennsku. Varamaður hans á þingi er Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður. Tíminn 21. ág. Merkur lœknir kominn heim Dr. J. A. B. Hillsman Þessi kunni og merki skurð- læknir, er nú nýlega kominn heim eftir 5 ára herþjónustu; dvaldi hann í hálft þriðja ár á hinum ýmsu vígstöðvum Norð- urálfunnar, og gat sér í hvívetna hinn bezta orðstír fyrir dugnað sinn og tækni á sviði læknavís- indanna. Dr. Hillsman hefir nú opnað lækningastofu að 308 Medical Arts Building, en þar starfaði tengdafaðir hans, hinn víðfrægi skurðlæknir, Dr. B. J. Brandson; kona Dr. Hillsman er Margaret, áður Brandson; þau eiga tvö börn Deane og Nönnu Margaret. Dr. Hillsman á meðal íslend- inga stóran hóp vina, sem hann vonast eftir að fari stækkandi í framtíðinni. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Yfirlýsing um fræðslumál Stjórnarnefnd Þjóðræknisfél- agsins lætur í ljósi ánægju sína yfir þeim áhuga á íslenzku- fræðslu í landi hér, sem fram hefir komið í greinum um það efni í íslenzku vikublöðunum undanfarið. Óþarft er að fjölyrða um það, hvert grundvallaratriði ís- lenzkukennsla barna og unglinga er í allri þjóðræknisviðleitni vorri, enda mun félagið leggja alt kapp á að efla þá hlið starf- seminnar með því að hlynna sem mest að starfi laugardagsskóla félagsins og deilda þess í ís- lenzku, jafnframt og það heldur áfram samvinnu við Icelandic Canadian Club um íslenzku nám- skeið fyrir eldri nemendur. Með tilliti til umræðna um stofnun kennaraembættis í ís- lenzkri tungu og bókmentum við Manitoba-háskóla, leyfir nefndin sér að draga athygli að því, að Þjóðræknisfélagið hafði þetta mikilvæga mál árum saman á stefnuskrá sinni. þó það hafi ver- ið í annara höndum hin síðari árin. En þar sem félagið telur sér viðkomandi öll þau mál, er varða viðhald íslenzkra menn- ingarverðmæta í landi hér, og sérstaklega umrætt mál, þar sem í raun og veru er um að ræða beint framhald af íslenzku- kennslu þess, tjáir nefndin sig fúsa til samvinnu um það má. við aðra hlutaðeigendur og er reiðubúin að leggja það fyrir næsta Þjóðræknisþing til frek- ari fyrirgreiðslu. í umboði stjórnarnefndar Þjóð ræknisfélagsins. H. E. Johnson, nefndarskrifari. Kosningar í Danmörku í október Vilhelm Buhl, forsætisráðherra Dana, flutti ræðu um stjórnmála- ástandið í Danmörku á flokks- þingi danska Alþýðuflokksins í dag. Buhl sagði, að í þessi stríðslok væri ekkert landamæraspursmál uppi í Danmörku, — Danir ósk- uðu þess ekki að fá þau héruð Suður-Slésvíkur, sein væru bygð Þjóðverjum, inn fyrir landamæri sín. Forsætisráðherrann sagði, að landvarnir Danmerkur myndu verða teknar til rækilegrar at- hugunar með það fyrir augum að koma í veg fyrir, að nýr 9. apríl geti skollið yfir þjóðina. : sambandi við þetta gat for- sætisráðherrann þess, að 14.400 manns hefðu nú verið teknir fastir í Danmörku fyrir óþjóðlega framkomu á hernáms árunum. Buhl boðaði almennar þing- kosningar í Danmörku í lok okt- óbermánaðar í haust og myndi íosningarréttaraldurinn að lík- indum verða lækkaður niður í 21. ár. Taldi forsætisráðherrann líklegt, að landsþingið yrði með öllu afnumið. Engu vildi forsætisráðherr- ann spá um það, hvort kom- andi stjórn í Danmörku yrði samsteypustjórn eða hrein jafn- aðarmannastjórn, en lét þá von í ljósi, að hún yrði hið síðar nefnda. Alþbl. 23. ág. Mr. og Mrs. Sigvaldi Nordal frá Selkirk, voru stödd í borg- inni í gær. Verkföllin magnast Undanfarna daga hafa verk- föll í Canada og Bandaríkjunum svo margfaldast, að til raun- verulegra vandræða horfir; eins og nú standa sakir, er áafetlað að tala verkfallsmanna í Canada nemi nítján þúsundum, en í Bandaríkjunum nokkuð á þriðja hundrað þúsund; í Canada eru það einkum þeir menn, sem vinna í kolanámum og bilaverk- smiðjum, sem nú sitja auðum höndum. IIIIIIIIIIUIIIIIIIiiH Hij5 eldra kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, er nú í óða önn að und- irbúa hina árlegu þakkargerð^r- samkomu, sem haldin verður í kirkjunni á mánudagskvöldið þ. 8. okt., n. k.; verður venju seim- kvæmt hið bezta til samkomu þessarar vandað; eru slíkar sam- komur jafnan skemtilegar og fjölsóttar. • Mrs. G. Grímsson frá Van- couver. var nýverið stödd hér í borginni; kom hún hingað úr heimsókn til Fargo, N. D. • Mr. Einar Haralds málarameist ari frá Vncouver, er staddur í borginni um þessar mundir. • Mr. Walter Samson fyrrum lögregluþjónn, er nýlega kominn til borgarinnar vestan frá Van- couver til framtíðardvalar ásamt fjölskyldu sinni. • Mr. Jón J. Johnson frá Vogar, var staddur í borginni í fyrri viku ásamt frú sinni. KÁRI TRYGGVASON: Horfin Yrsa Danadrottning Harmur er í höllu Helga konungs. — Drúpa lögur og láð — Horfin er hin unga Yrsa drottning, ’ — alt er örlögum háð. — Hvílir einn í útiskemmu mæringur bleikur á brá. Daprir eru dögglings draumar og þungir. — Sár er saknaðarþrá. Sér hann í anda saxneska hjarðmey ganga um grænklæddan skóg. er hann sem stafkarl ókunnur leyndist. — Blærinn í bjarkviði hló. Bjart var um blómskóg, er þau bundu tryggðir. — Freyja ástarvef óf. Dagaði í Danmörk, er drottning unga gylfi í hásæti hóf. Harmur er í hjarta Helga konungs. — Drjúpa dimmbrýn ský. Hvílir nú hin unga Yrsa drotting fjandmanns faðmi í. Skjálfa stormar við skemmu þiljur. — Dimmt er um Danaláð. — Sigurglöð fagnar Saxa drottning. — Köld eru kvenna ráð.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.