Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 7 Innsetning í Vancouver Dr. Haraldur Sigmar Fimtudagsmorguránn, 6. sept., var eg enn einu sinni kominn til Vancouver. Þetta var níunda ist fólki hans: konu og börnum. Safnaðarkvenfélagið bar fram. ríflegar góðgerðir og ágætar öll- um sem þarna komu. Mikill fögnuður ríkti við þessa athöfn alla og góðar vonir um drengilega og athafnaríka fram- sókn. Söfnuðurinn er smár og verkið stórt. Hann á enn enga kirkju, en margir eru fslending- arnir í Vancouver, og mikið má framkvæma ef unt er að ná sam- vinnu þeirra um þetta göfuga starf. Um leiðsögn Heilags anda í starfinu bið eg af öllu hjarta. Þetta er hin eina útfærsla Kirkju félagsins um langan langan tíma. Guð gefi þessu nýja landnámi þess sigur. Rúnólfur Marteinsson. írskir einsetumenn fara til Islands Grikkinn Pytheas fann óbyggt land norður við íshafið, sumarið 325 árum fyrir Krists burð, sem hann nefndi Ultima Thule. Sumir halda að þetta hafi verið ísland, en aðrir halda að það hafi verið norðurhluti Noregs. Nú líða margar aldir og ekki er þess getið í sögunni að nokk- ur hafi farið til hinnar óbygðu eyjar norður við íshafið, en þó getur það verið að einhvern bát hafi hrakið þangað á þessu tíma- bili. Bátarnir, sem fólk ferðaðist á í þá daga voru litlir og ef þeir lentu í óveðri, þá hrakti þá oft undan vindi og hafstraum- um. Á sjöundu öld er þess getið að írskir einsetumenn hafi farið til stórrar eyjar norður við íshaf- ið. írar voru þá kristnir og munk arnir voru svoleiðis gerðir að þeir vildu sem minst vera með öðrum mönnum; þeir vildu vera þar sem þeir höfðu kyrð og næði við bænahöld sín. Fyrir þessa á- stæðu leituðu þeir að eyjum og afskektum stöðum. ísland var afskekt og þar var því tilvalinn staður fyrir einsetu- mennina, en mikið lögðu þeir á sig til að komast þangað. Sagt er að þeir hafi ferðast þangað í skinnbátum, líkum þeim er Eski- móar ferðast á. Milli Islands og írlands eru í kringum sex hundr- uð mílur, svo ekki hafa þetta verið neinar skemtiferðir, ef að þetta er satt. Þegar Norðmenn komu til ís- lands í kringum 850 þá voru þar nokkrir kristnir menn. Norð- menn kölluðu þá Papa. Þegar Hinir norrænu víkingar komu til landsins, þá var vitanlega allur friður úti fyrir vesalings einsetu- mennina og sízt af öllu vildu þeir búa innan um heiðna menn. Þeir höfðu sig á burtu það snarasta en skildu eftir írskar bækur og bjöllur og þess vegna vissu Norð- menn að þeir voru írskir. » Orðasafn. einsetumenn — hermits óbyggt — uninhabited saga — history að hrekja — to drift tímabil — period of time óveður — storm hafstraumur — ocean current að hafa kyrð og næði — to be undisturbed bænahald — prayers. ástæður — reason afskektur — isolated tilvalin — excellent, ideal að leggja mikið á sig — to toil hard skemtiferð — pleasure trip heiðinn — heathen snar — fast, quick bjöllur — bells fer^in mín í þessa borg. Og það var gaman að koma á þessar gömlu slóðir. Vancouver hefir átt sterkari ítök í huga mmum því oftar sem eg hefi komið þang að. Nú var viðdvölin þar stutt. Aðeins frá fimtudegi til næsta þriðjudags; en allir þeir dagar voru yndislegir sólskinsdagar. Þó bar sunnudagurinn, 9. sept., af öllum hinum: heiðríkt um tinda fjallanna, og geislaflóð yf- ir öllu útsýninu Svo var,í Vancouver að koma til samverkamanna, vina og skyldfólks: sonar, tengdadóttur og sonardóttur. Sonur minn, Hermann að nafni, er læknir og Wing Commander í flugliðinu. Hjá þeim dvaldi eg meðan eg var í Vancouver í þetta sinn. Það var samt ekki þetta, sem eg ætlaði að segja; það aðeins fléttaðist saman við unun dags- ins. Klukkan 7 að kvöldinu, þenn an áminsta dag var danska kirkj- an í Vancouver, þar sem ís- lenzki söfnuðurinn heldur guðs- þjónustur sínar, alskipuð fólki. ISöngflokkqr safnaðarins undar stjórn Mr. L. H. Thorlakssonar, söngstjóra, og Mrs. H. N. Sumar liðason, organista, söng fagran kórsöng meðan fimm prestar gengu inn kirkjugólí, upp að •«ltari. Prestarnir voru: Dr. Har- aldur 'Sigmar, sem átti að setja í prestsembætti í bessum söfn- uði, séra Rúnólfur Marteinsson frá Winnipeg, sem stýrði inn- setningar athöfninni, séra Harald S. Sigmar, frá Seattle, Wash., sonulr Dr. Sigmars, séra Guð- mundur P. Johnsor. frá Blaine, Wash., og séra T. A. Hartig, prest ur þess ensk-lúterska safnaðar í Vancouver, sem tilheyrir Sam- einuðu kirkjunni lútersku eins og við. Séra Haraidur Sigmar stýrði fyrra hluta guðsþjónust- unnar og flutti ávarpsræðu til safnaðarins. Séra Harting las pistil og guðspjall. Séra Guð- mundur P. Johnson las ritningar- kafla, sérstaklega valinn fyrir innsetninguna, Jóh. 10:1—1, og flutti bæn. Skrifari safnaðarins, Mr. Cornell T. Eyford, las upp bréf, frá séra Valdimar J. Ey- lands, varaforseta Kirkjufélags- ins, með blessunaróskum til prests og safnaðar, sömuleiðis samskonar bréf frá öðrum manni. Einnig las hann umsögn um köll- un séra Haraldar til starfs í þess- um söfnuði. Séra Rúnólfur fram- kvæmdi innsetningarathöfnina sjálfa. Svo tók hinn nýi prestur safnaðarins við, ávarpaði söfnuð- inn og stýrði guðsþjónustulok- um. Offur safnaðarins var ríflegt. Á eftir offrinu, söng söngflokk- urinn annan fagran kórsöng. Þó þrjár ræður væru þarna fluttar voru þær til samans, ekki mikið lengri en vanaleg prédik- un, lítið yfir hálfan klukkutíma. I Um 260 manns sóttu guðsþjón- ustuna. Að henni lokinni gengu menn niður í neðri sal kirkkunnar. Þar færði guðsþjónustufólkið nýja prestinum heillaóskir og kynnt- VIÐ GETUM EKKI LAGT ARAR I BAT ... að hálfnuðu verki CANADA er kjörland vort. Úr öllum átt- um heíir fólk streymt hingað og gert Can- ada að heimkynni sínu. Fólk af öllum hugsanlegum þjóðflokk- um, hefir rent augum til Canada, sem "lands vona og sæmdar," og það hefir síður en svo orðið fyrir vonbrigðum; á þúsund iungumála blæbrigðum hafa innflytjend- ur hingað, dáð fegurð, frið og farsæld hins nýja föðurlands. Vér erum nú allir Canadamenn ... sumir ungir . . . aðrir aldnir, og sem slíkir deil- um vér örlögum við Canada. Vér höfum unnið stríðið gegn Þýzka- landi og Japan, en vér höfum enn þá mik- ið verk að vinna . . . mikið og þý*6ingar- mikið verk. Vorar fyrstu skyldur liggja í því, að tryggja hag hinna heimkomnu hermanna vorra og kvenna. Þúsundir þeirra eru nú að koma heim frá Evrópu, er getið hafa sér frægðarorð í hinum hrikalega, nýafstaðna hildarleik. Margir þarfnast læknishjálpar, og aðrir þarfnast aðstoðar til þess að setja sig á laggirnar í hinu borgaralega lífi. Verið viðbúin kaupum VÉR CANADAMENN bregðumst ekki mönnum þeim og konum, er vor vegna tóku þátt í herþjónustu; þetta fólk skal verða aðnjótandi allrar þeirrar aðstoðar, sem nauðsynleg er til þess að lifa hamingju- sömu lífi; fyrir þetta verður að borga, ann- aðhvori í sköttum eða með kaupum Sigur- láns veðbréfa, — eða með hvorutveggja. Það er ánægjulegra að kaupa Sigurláns- veðbréf, en greiða skatta. Kaupið tvisvar sinnum meira í þetta sinn, og feslið í minni, að sömu sparnaðarákvæði og gillu um hin sigurlánin, borga fyrir tvisvar sinnum fleiri veðbréf á 12 mánuðum. Sigurlánsbréf má kaupa með fernum hætti: 1. Fyrir peninga út í hönd. 2. Með reglubundnum greiðslum á 12 mánuðum af kaupi yðar. 3. Gegn afborgunarskilmálum; með þeim hætti getið þér borgað fyrir fleiri Sigurlánsbréf jaín óðum og þér fáið peninga handa á milli. 4. Með persónulegum samningi við banka, Trust eða lánfélög. Munið, að sérhver dollar, sem þér leggið í Sigurlánsbréf verður endurgreiddur með vöxtum í réttan gjalddaga. Leggið dollara yðar í yðar eigið Canada. SIGURLANS VEflBRÉFA 9-46 NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE \ _

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.