Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 3 Frá sjónarmiði Íslenzks nemanda í Vesturheimi Eftir Pétur Pétursson frá Mýrdal Við íslendingarnir að heiman, sem erum hér vestra við nám, erum nú orðnir allmargir. Aðal- ástæðan til þessa straums er auð- vitað sú, að tæplega er um aðra leið að ræða til náms erlendis, en iðulega þurfum við að sækja ýmsa sérmenntun til annarra landa og þá sérstaklega nýjung- ar á sviði tækninnar, en þar standa Ameríkumenn einmitt mjög framarlega. Peningaflóðið í okkar landi er nú meira en áður hefur þekkzt og af þeim mokstri leiðir m. a. það, að hingað slæðist fólk, sem ekki ætti að hugsa til utanferða, ýmissa ástæðna vegna. Stundum gefst það upp í náminu og fer síðan heim, eftir að hafa eytt bæði peningum og tíma og segir vandamönnum, að það hafi ekki fengið skóla í samræmi við áhuga mál sín. Við þetta fólk miða eg ekki, þegar eg segi frá sjónar- miði íslenzkra nemenda hér. Margir heima hafa mjög rang- ar hugmyndir um nám okkar hér, hald^ að skólarnir geri litl- ar kröfur og að við eyðum tím- anum til lítils. Sannleikurinn er sá, að svo framarlega sem við viljum ekki verða sjálfum okk- ur og þjóð okkar til minnkun- ar, verðum við að vinna eins mikið og við getum, til að full- nægja kröfum skólanna. Þeir, sem hafa stundað nám í Dan- mörku eða annars staðar erlend- is, munu kannast við, hvaða vinna liggur í því að komast svo vel niður í því máli, sem numið er á, að full not verði að kennslunni. Nú vill svo við brenna stöku sinnum, að hingað koma íslend- ingar til náms með mjög tak- markaða kunnáttu í enskri tungu. Erfiðleikar þeirra í nám- inu verða auðvitað margfalt meiri en hinna, er betri tök hafa á tungunni, og verða þeir oft að byrja á því, að eyða allmikl- um tíma í nám, sem þeir hefðu að miklu leyti getað lokið í tóm- stundum sínum, áður en þeir fóru að heiman. Þeir, sem ætla sér að nema á erlendum tungum, þurfa að gera sér fyllilega ljóst, hver kunnátta þeirra er í mál- inu, og haga utanförum sínum eftir því. Þegar við komum hingað til Bandaríkjanna, er hraðinn og tæknin meiri en við höfum gert okkur í hugarlund. Við sjáum alls staðar eitthvað nýtt, og við öðlumst tækifæri til að nema, hvar sem við förum og hvert sem við lítum. Ef við höfum augun opin fyrir slíku,. reynum við að læra allt, sem við teljum, að koma megi að gagni heima — og tími okkar líður, svo að segja án þess að dagarnir finnist. Skemmtanalífið er eitt mesta vandamál sumra okkar. Auðvit- að þurfum við, eins og annað ungt fólk, að skemmta okkur, það er að segja hæfilega mikið. Næturklúbbarnir eru freistandi, en mjög dýrir, og mörg okkar hafa ekki of mikla peninga. ís- lendingarnir reyna því að halda sérstakar skemmtanir, “landa- messur” svokallaðar, og stilla kostnaðinum í hóf, svo sem unnt er, enda þótt hann geti stundum orðið allmikill hjá sumum. Heil- brigð skynsemi og íslenzkur á- hugi ræður samt oft í skemmt- analífinu sem öðru, og sum okk- ar láta sér nægja að fara í bíó, skoða listasöfn sýningar o. s. frv., því að alltaf virðist vera nóg nýtt til að sjá í hinum “nýja heimi.” Þegar við erum komin langt áleiðis með nám okkar, förum við að hugsa til heimferðar og um leið að hugsa um það, hvort við munum fá að starfa heima að þeim málum, sem við höfurn mestan áhuga á og höfum lagt mesta áherzlu á að kynna okk- ur. Það hefur komið fyrir, að duglegir og mjög vel menntað- ir fslendingar hafa kosið að starfa í öðrum löndum, ekki af því að þeir vilji ekki fara heim og vinna fyrir þjóð sína, heldur vegna hins, að þeir óttast, að störf þeirra verði ekki metin að verðleikum né að þeim verði gefnar frjálsar hendúr til að starfa, eins og þeir álíta happa- drýgst. Þetta þarf að koma í veg fyrir með því að veita hinu unga fólki tækifæri til að sýna, hvað það hefur lært og hvað það getur gert, þegar það kemur heim aftur. Við gerum okkur ljóst, að við erum að eyða dýrmætasta tíma ævinnar og allmiklu fjármagni. Það, sem við gerum ráð fyrir að fá í staðinn, er kunnátta á ýms- um sviðum og gagnger þekking í þeirri sérgrein. sem við höfum valið okkur að lífsstarfi. Við viljum, að íslenzka þjóðin fylgist með straumi tímans, hvort heldur er á sviði lista, tækni eða annars, en þjóðin get- ur ekki fylgzt með menningu samtíðarinnar, nema hinir yngri, sem taka eiga við, fari utan og afli sér hennar. Sjónarmið okkar eru sennilega eins mörg og við erum mörg hérna vestra. En eitt sjónarmið höfum við þó ef til vill sam- eiginlegt, og það er, að við get- um komið áhugamálum okkar á framfæri meðal almenmngs og geturn sýnt, að þau miði til heilla bæði landi og lýð. Ameríkumenn vilja miðla okkur af nægtabrunni tækni sinnar og menningar með því að veita okkur tækifæri til að nema hér, og okkur ber skvlda til að nota þetta tækifæri sem allra bezt. Mættu sem flestir íslendingar sækja menntun og menningu til Vesturheims. Samtíðin. Bæjarrústir grafnar upp á Hrunamannaafrétti Undanfarna 10 daga hafa ver- ið gerðar rannsóknir á merki- legum miðaldabæ á Hrunamanna afrétti. Var Kristján Eldjárn magister fyrir rannsóknunum, en með honum unnu þeir dr. Jón Jóhannesson dósent, Magnús G. Jónsson mentaskólakennari og Bjarni Vilhjálmsson eand. mag. Allir þessir menn unnu kaup- laust, sem sj álfboðaliðar og þess vegna var kleift að fara förina, en Þjóðminjasafnið stóð straum af öðrum kostnaði, enda var rannsóknin gerð að áeggjan Þjóð minjavarðar. ‘Blaðið hefir haft tal af Krist- jáni Eldjárn og segir, hann svo: — Bær sá, sem við rannsök- uðum heitir Þórarinsstaðir og er á Hrunamannaaafrétt um 30 km frá efsta bæ í Hrunamanna- hreppi, Tungufelli. Bærinn er talinn með mörgum öðrum eyði- býlum í Jarðabók Árna Magnús- sonar, þó að raunar sé óvíst, hvort nokkurn tíma hafi verið nema tveir bæir, Laugar og Þór- arinsstaðir, á þessum slóðum. Þorsteinn skáld Erlingsson athug aði þessa eyðibæi rétt fyrir alda- mótin, en nú rannsökuðum við bæinn á Þórarinsstöðum eins vandlega og kostur var á. Rústir þær, sem við fundum voru af skála, stofu, búri, fjósi, hlöðu og hesthúsi, og verður ekki annað sagt en að vel hafi verið hýst á Þórarinsstöðum, auk þess sem rústirnar hafa varðveitst furðu vel, því að þær hafa snemma fylst af vikri" og mold, sem varið hafa veggina hruni. I skála voru svefnbálkar meðíram báðum langveggjum og eldstæði á miðju gólfi, eins og títt var til forna. Tveir stórir skyrsáir höfðu verið ríiðurgrafnir í búrgólfið, líkt og í Stöng. Fjósið var tvístæðufjós fyrir 12 nautgripi. Var flórinn hellulagður fram úr dyrum og hellur reistar á rönd milli bása. Bak við fjósið var heyhlaða. í stofu voru bekkir meðfram báð- um langveggjum og hlóðir í horni. f öðru horni voru margir kljásteinar, og mun vefstóll hafa staðið þar. Nálægt bænum var hesthús og fjárhús, sem tekið hefir um 70 fjár á jötu. öll hafa hús þessi verið vel gerð og snyrtileg og minna að mörgu leyti á bæinn í Stöng, nema hvað alt er stærra og höfðinglegra þar. En Þórarinsstaðabærinn er engu síður merkilegur fyrir sögu íslenzkra bæja og má telja ár- angurinn af rannsókn hans mjög góðan. Dr. Sigurður Þórarinsson telur, að bærinn muni hafa eyðst í Heklugosi árið 1300, sama ár og Þjórsárdalur. VirðLst mér kenning hans sennileg, en eng- ir munir fundust í rústunum, sem af mætti ráða aldur bæj- arins. Fleiri rannsóknir þyrfti að gera á Hrunamannaafrétti, t. d. Laugum. En það verður að bíða síns tíma. Eg vil að lokum nota tækifær- ið til að þakka félögum mínum fyrir áhuga sinn á rannsókninni og einstæðan dugnað við mokst- urinn. Það er ekki víst, að allir geri sér ljóst, hve miikð púl það er, og grafa upp fornleifar af þessu tagi. En þetta hafa þeir nú gert með miklu.m skörungs- skap, auk þess sem þeir eru vafalaust lærðustu verkamenn, sem nokkur maður hefir haft í þjónustu sinni á þessu landi. Mbl. 29. ágúst. Borgið LÖGBERG TRAINING for BUSINESS You may register at the MANITOBA at any time as classes are now open in both Day School and Night School. You may choose a course that will fit you for business employment and know that your training will be personal, courteous, and thorough. Write or call for our booklet, “Training for Business.” m flniTOBfl commeRCiAL COLL€G€ 300 ENDERTON BLDG. — 334 PORTAGE AVE. (4 doors west of Eaton’s) Telephone 97 002 “The Business College of Tomorrow -- Today ! Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannasson Phj/aician & Surgeon 215 RUBT 8TREET (Beínt suður af Bhnnlngt) 401 MEDICAL ARTS BLDQ. Taleíml 30 877 Stmi 93 996 Helmiii: 108 Chataway 8tml 61 023 VlOtalstiml 3—I e. h. DR. A. V. JOHNSON DentUt , !•« SOMERSETT BLDQ. Thelephone 97 93 2 Home Telephone 203 398 Dr. E. JOHNSON 104 Evellne St. Selklrk Offlce hra. 2.30—* P.M. Phone office 26. Rea. Itð * Frá vini Oíflce Phone Res. Phone 94 762 72 40» Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Houra: 4 p.m.—( p.na. ond by appolntment DR. ROBERT BLACK DRS. H. R. and H. W. Sérfræðlngrur I Augna, Eyrna, nef TWEED og h&lssjúkdömum Tannhmtcnar 416 Medlcal Arts Buildlng, • Graham and Kennedy St. «0« TORONTO QEN. TROtST,' BUILDINQ Skrlfstofusimi 93 861 ^mi port&ge Ave. og Smtth 8t Helmaslmi 42 154 PHONÉ 96 952 WINNXPEQ EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenatfcur Ivfaall TOlk getur pantaC meSul or annaS meS pðati. Fljðt afgrrelðsla. A. S. BARDAL 148 SHERBROOK ST. Selur Ukkletur og annaat um ttt- farlr. Allur ðtbúnaður aS beetl Bnnfremur aelur hann allekonar minntevarSa og legsteina. Skrifatofu talsimi 27 324 Helmille talafml 26 444 Itoeuets éHONE ^ 96 647 y Lvgstelnar sem skara framúr Úrvals blágrytl og Manitoba marmarl BkrifiO eftir verOslcrA GILLIS QUARRIES. LTD. 14 00 Spruce St. Slml II Winnipeg, Man. HALDOR HALDORSON bvooinpamHstari 23 Muslc and Art Bullding Broadway and Hargrave * Winnlpeg, Canada Phone 9 3 056 J. J. tOI SWANSON A CO. ltmiteÐ AVENtfE BLDQ., WPQ Faeteignaealar. Lelgja hús. Ot- Y«ga penlnffalAn og ©lðaábyrgl, btfreiðaé.byrgð, o. s. frv. Phone 97 638 IN8URE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Rea. 39 433 ANDREWS. ANDREW8 THORVALDSON AND ÉGGERTSON LOofrcsOinoam 10» Bank of Nova Scotlg BUft Portage og Garry 8t Simi 98 391 . — TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON 8* CO. • Ghartered Accouhtanti 1101 McARTHUR BUILDXNQ WINNIPEQ, CANADA Blóm stundvíslega aígrgldd THt ROSERY lto. Stofnað 1906 427 Portage Ave. Simi 97 4*1 Wlnnipeg. Phone 49 469 Radio Service Specialiata ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON. Prop. The most up-to-date Sound Bqulpment System. 130 OSBORNE 8T., WINNIPEQ GÍINDRY PYMORELTD. Brltteh Quallty — Fish Netlisg 10 VICTORIA 8TRKHT Phone 98 211 Vlnnlpeg Uanaoer, T. R. TBORTiLMOÍ íour patronage wtll b« ippreclated Q. F. Jenaaaon, Pres. tt Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Simi 95 237 Wholeeale DUtrtbutore of trebb AND frozrn fibb CANADIAN FI8H PRODUCERS, LTD. 9. & fW, Uanaoino DUaeAm Wholesaie Dlatributors of Fresh and Froaen Ftoh. Hi Chjunbera St. Office Phone 26 828 Ree Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPEQ, MAN. T. Beroovitch, framfev.stl. Verzla i hetideölu með nýjan o* froeinn ftsk. 103 OWENA 8T. Skrlfetofustml 36 366 Hetmaalmi 65 463 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loane Act, 1939. PEOPLES FTNANCE CORP. IfTD. Licensed Lend-rs Established 1929 40S Tlme Bldg. Phone S1 4St Argue Brothers Ltd. Real Estato — Financlal — and Insurance Lombard Bullding, Wlnnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 11 HAGBORG U n fuel co. n • Dial 21331 {£Fíí)' 21331 - . '

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.