Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold a meeting in tl)e Church Paflors on Tuesday, October 9th at 2.30 p.m. It is imperative that all members attend this meeting, as an important matter is to be discussed and voted on. Rev. Eylands will give an address on Christian Reconstruction in China. Members of the Women’s Missionary Society and all those interested in hearing this talk are cordially invited to attend. • Ársritið Árdís, þrettánda ár, 1945, er nú fullprentað. Mikið stærra og efnismeira heldur en nokkru sinni fýrr, en þó selt fyr- ir sama verð og áður, aðeins 35 cent. Fæst nú hjá Finnur John- son, 14 Thelmo Mansions, Winni- peg, og innan fárra daga hjá útsölukonum víðsvegar í Canada og Bandaríkjunum. Jón Sigurðson Chapter, I.O. D.E., heldur næsta fund sinn á fimmtundaginn, 4. október í Board Room 2. Free Press Bldg., Carlton St., kl. 8 e. h. Hostesses will be Mrs. B. Thorpe og Miss Vala Jonasson. • Mimið eftir að Thanksgiving Tea undir umsjón Jón Sigurðson Chapter, I.O.D.E., sem haldið verður í The T. Eaton Co. Ass- embly Hall, 7th floor á laugar- daginn 6. okt. frá 2.30 til 5.30 e.h. • Gjafir í minningarsjóð Bandalags lúterskra kvenna Mrs. Sesselja Oddson, Wpg. $25.00, í minningu um son henn- ar Hjaltalín Oddson, fallinn í hinu fyrra heimsstríði. Mr. G. J. Johnson, Wpg. $2E^00, í minningu um bróðurson hans Sgt. Pilot Julius Björn Johnson, Gimli. Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. Stúkan Skuld heldur fund á þriðjudagskvöldið þann 9. þ. m., á venjulegum stað og tíma. • Hin árlega sjúkrasjóðs tombóla stúkunnar Heklu, verður haldin mánudagskvöldið 5. nóv. n. k., er almenningur beðinn að festa þetta í minni. • Sunnudagsmorguninn, 23. sept. andaðist á heimili sínu í Selkirk, Ingveldur Jónsdóttir Berentson, 91 árs að aldri. Hún var fædd í Pétursey í Mýrdal í Vestur- Skaftafellssýslu, dóttir þeirra hjónanna Jóns Ólafssonar og Elínar Bjarnadóttur. Systkinin voru 14, og eru nú á lífi Þórdís í Swan River og Sesselja í Van- couver. Ingveldur var jarðsungin fimtudaginn 27. sept. og fór at- höfnin fram í lútersku kirkjunni og Anglican grafreitnum. Hún var lengi búsett í Selkirk og Is- lendingum kunn fyrir atorku og öll gæði. Athöfnin var fram- kvæmd af séra Rúnólfi Marteins- syni í fjarveru sóknarprestsins. • Mr. Ragnar H Ragnars pían- isti, sem um all langt skeið gengdi liðsforingjastöðu hjá ameríska setuliðinu á íslandi, kom hingað í fyrri viku, á leið suður til North Dakota; bar hann heimaþjóðinni forkunnar vel sög una. Til móts við Ragnar kom hingað Guðmundur bróðir hans, sem verið hefir að kynna sér bankamál í Bandaríkjunum um hríð. • Mr. G. A. Williams kaupmað- ur frá Hecla, dvaldi í borginni nokkra undanfarna daga. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Guðsþjónustur: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Séra Rúnólfur Marteinsson flytur þar þakkargjörðar guðs- þjónustu, á ensku máli, kl. 7 e. h. næsta sunnudag. • Gimli prestakall. 7. október. — Messað að Lang- ruth, kl. 2 e. h.. ensk messa kl. 7,30 e. h. 14. október. — Messað að Ár- nesi kl. 2 e. h., ensk messa að Gimli, kl. 7 e. h. Skúli Sigurgeirson. • Árborg—Riverton prestakall. Þakkargjörðarguðsþjónustur í tilefni af stríðslokum, sigri og friði. 7. okt. — Geysir, messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. (Dedication of Honor Roll). 14. okt. — Víðir, kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 eö hö B. A. Bjarnason. • Þakkargerðar messur áætlaðar í október í grend við Church- bridge: í Hólaskóla þann 7. kl. 2 e. h. í Concordia kirkju þann 14. í Lögbergs kirkju þann 21 kl. 2 e. h. í Þingvallakirkju þann 28; messutími klukkan eitt í Þing- valla og Concordia kirkju. S. S. C. Matvælabirgðir og bændur SléttufyIkjanna Eftir Dean R. D. Sinclair Svín, sauðfé og alifuglar Hin stórkostlega framleiðsla svína í Sléttufylkjunum á tíma- bilinu frá 1939 til 1944, ber þess glöggt vitni, hve vesturlandið er vel fallið til slíkrar framleiðslu tegundar; hinar hrjúfu kornteg- undir, sem þar eru ræktaðar í stórum stíl, eru hv'er annari betri til svínafóðrunar; enda er cana- diskt flesk fyrir löngu orðið frægt um allan heim; svínafram- leiðslan í þessu landi átti mikinn þátt í því, að viðhalda þreki og heilsu brezku þjóðarinnai meðan á heimsstyrjöldinni stóð, og hef- ir birgðaráðuneyti Breta opin- berlega viðurkent þetta og þakk- að. Stjórnin í Canada er bundin samningi við brezku stjórnina um að selja henni á næstu árum ákveðnar birgðir af fleski héðan úr landi, en til þess að svo megi verða, nægja ekki þáer birgðir, sem nú eru framleiddar, heldur þurfa þær að aukast að mun. Vitaskuld hagar hver einstak- ur bóndi framleiðslu sinni á þann hátt, er honum bezt líkar og hann telur arðvænlegast; gild- ir þetta vitanlega jafnt um svína Messur í prestakalíi séra E. H. Fáfnis, nœsta sunnudag. Vídalíns kirkja, kl. 11 f. h. Fjallakirkja, kl. 2 e. h. Garðar, kl. 8 e. h. • Mr. Skúli Sigfússon fyrrum þingmaður Gimli kjördæmis, var staddur í borginni í byrjun yfir- standandi viku. VIÐURSTYGÐ Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum, höfðu Þjóðverjar myrt 4 miljónir fanga í einum af þeirra djöfullegustu þrælakvíum í Póllandi. rækt sem aðra framleiðslu; en engu að síður hefir reynsla bú- vísindanna yfir síðastliðinn ald- arfjórðung leitt það ábyggilega í ljós, að eftirspurn eftir fleski hefir verið mikil, og verðlag að jafnaði sæmilegt, þó nokkuð hafi það verið mismunandi; að slík eftirspurn haldist framvegis, eða jafnvel aukist stórkostlega, verð- ur eigi efað. Eins og gefur að skilja, er það afar mikilvægt, að lögð sé á það full áherzla, að vanda sem allra bezt þessa tegund framleiðslunn- ar engu síður en annara fram- leiðslugreina; það skyldi einnig fest í minni, að vel tilreitt flesk er auðflutt þótt um óravegu sé að ræða, og að það heldur sér og geymist flestum útflutnings- vörum betur. Víða í Sléttufylkiunum er að finna stór landflæmi sem eru sérstaklega vel fallin til sauð- fjárræktar. Sauðakjötsneyzla í Sully Election Committee Minniát BETEL í erfðaskrám yðar þessu landi, er tiltölulega lítil; þó einkum, að því er lambakjöt á- hrærir; má sjá það af hagskýrsl- um, að árleg neyzla lambakjöts á mann, nemur ekki nema eitt- hvað frá fimm til sex pundum; þessa neyzlu ætti að auka, því hollari fæðu getur vart. Kynbætur sauðfjár hafa all- mikið farið í vöxt hin síðari ár, er borið hafa mikinn og góðan árangur. Alifuglaræktin í Vestur-Cana- da hefir mjög fært út kvíar upp á síðkastið, og gefið af sér mik- inn arð. Með hliðsjón af því, sem viðgekst árið 1940, mun nærri láta, að 40,000,000 mæla korns, hafi verið varið til fóðrunar ali- fuglum. Vera má að eitthvað verði að draga úr alifuglarækt hér um slóðir eftir að þær þjóð- ir, sem sárast voru ieiknar af völdum stríðsins, hafa á ný kom- ið fótum undir sig, þó telja megi víst, að á næstu árum verði eftir- spum á alifuglakjöti til útflutn- ings, næsta mikil og verðlag dá- gott, Allmiklu af þeim tekjum, sem bændur fengu fyrir svín, sauðfé og alifugla, vörðu þeir til kaupa á Sigurláns veðbréfum, og kem- ur það sér vafalaust vel, að geta gripið til þeirra peninga nú, að loknu stríði, til nauðsynlegra um bóta á býlum þeirra, sem af óum- flýjanlegum ástæðum vegna stríðsins, urðu að dragast á lang- inn. Your Number One Choice TH0RVALDS0N CONSER V ATIVE * SUPPORTING * COALITION For Proggresive Competent Adminisfration MARK YOUR BALLOT: THORVALDSON 1 VOTE FOR OTHER COALITION CANDIDATES IN ORDER OF PREFERENCE. lf°C ÞAKKARHATIÐ heldur Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar á samkomusal kirkjunnar, mánudagskvöldið 8. okt. n. k. Forseti: Séra V. J. Eylands. SKEMTISKRÁ: O, Canada. 1. Bæn og ávarp ........... Séra V. J. Eylands 2. Fiðluspil ........... Mrs. Frank Thorolfson 3. Ræða ..................... G. F. Jónasson 4. Einsöngur ............... Margrét Helgason 1. Tvísöngur ..... Margrét Sigmar, Alvin Blöndal 6. Fiðluspil..............Mrs. Frank Thorólfson 7. Söngflokkur ....... Undir stjórn Paul Bardal Byrjar klukkan 8.15. — Samskot tekin. Veitingar í neðri salnum. J — ATTENTION — Now is the time to piace your order for a new Chevrolet, Olds- mobile car, or Chevrolet truck. Permits for new trucks are now granted to farmers, fishermen, lumbering, freighting and many other occupations. Place your order now with E. BRECKMAN Direct General Motors Dealer Phone 28 862 646 Beverley St., Winnipeg This series of advertisements is taken from the booklet "Back to Civil Llfe,#' published by and available on request to the Department of Veterans* Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. NO. 10 —RE-ESTABLISHMENT CREDIT (Continued) This credit may be used at any time within a period of 10 years for the following purposes: (i) The acquisition of a home, to an amount not exceeding 2/3 of the equity as deter- mined under the act; (ii) the repair or modernization of his home, if owned by him; (iii) the purchase of furniture and household equipment for his domestic use, to an amount not exceeding 2/3 of the cost; (iv) working capital for his profession or business; This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD133 RE-ELECT PAUL BARDAL GOALITION CANDIDATE City Council, 1931-41 Legislature, 1941-45 Merits Your Continued' Support Experienced Fairminded BARDAL 1 CKRC — THURSDAY, 8 P.M. CKRC — MONDAY, 1.35 P.M. Committee Room—674 SARGENT AVE. PHONE 31107

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.