Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 a ÁtiLGAHÁL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON The Manitoba Health Plan Eftir Andreu Johnson III. 1 síðasta kafla voru útskýrðar þær ráðstafanir, sem fyrirhug- að er að innleiða í Manitoba til þess að fyrirbyggja sjúkdóma og varna útbreiðslu þeirra. Nú vil eg leitast við að útskýra þá hlið málsins, sem lýtur að lækning- um og hjúkrun. I fylkinu eru fjórir allfull- komnir spítalar: Winnipeg, St. Boniface, Brandon og Dauphin; þeir yrðu miðstöðvar fyrir 30 smærri sjúkrahús út um sveitir, (The Community Health Centr- es). Þessi smærri sjúkrahús hafa frá sex til tólf rúm og munu verða þannig í sveit sett að almenningur geti hæglega náð til þeirra. Þangað geta konur í um- hverfinu farið til að fæða börn sín; þangað er farið með fólk, sem verður fyrir slysum og þarna getur læknirinn fram- kvæmt lækninga aðgerðir. Eg vil nú leitast við að lýsa eipu af þessum fyrirhuguðu smá- sjúkrahúsum. Fyrst er komið inn í móttökuherbergi, þar er hjúkr- unarkona til staðar til þess að taka á móti sjúklingum. Þar næst er stofa læknisins, á bjart- asta stað og útbúin með öllum þægindum; inn af henni er lítið herbergi, þar sem sjúklingurinn er skoðaður; þetta herbergi er þannig útbúið að læknirinn geti framkvæmt smá uppskurði. Þar verður að vera X-ray vél til stað- ar og herbergi þar sem hægt er að framkalla myndirnar. Þótt ætlast sé til að aðeins smávægi- legir uppskurðir séu framkvæmd ir þarna, þá geta komið fyrir þau tilfelli, að framkvæma verður stærri uppskurði í hasti, ef t. d. brautjr eru ófærar, verður því að vera fullkomin útbúnaður við hendina svo þetta sé hægt. Þar næst er fæðingarstofan. Að fæðingunni afstaðinni er móð urin flutt inn í eitt af tveggja rúma herbergjunum, en barnið inn í barnaherbergið. Þar eru sex lítil rúm fyrir nýfæddu börnin. Verður alt gert, sem hægt er, til þess að hlynna sem bezt að móðurinni og marninu með- an þau eru á sjúkrahúsinu. Áður en þau fara heim, er þeim báð- um veitt fullkomin læknisskoð- un og skýrslur varðandi fæðing- una eru geymdar á staðnum. Á neðstu hæð eða kjallarahæð- inni er borðstofa, eldhús, þvotta- hús og upphitimartæki. Þar eru einnig íbúðir fyrir starfsfólk sjúkrahússins. Talið er að kostnaður við stofn un smásjúkrahúss (Community Health Centre) eins og því er hér hefir verið lýst, nemi í kring- um $25.000.00. Ætlast er til að þær fjórar sveitir, sem samein- ast hafa í Health Unit, eins og þeim er skýrt var frá í II. grein, beri þennan kostnað. Byggja má smásjúkrahús (Health Centre) þar sem ekki hefur verið stofn- að Health Unit. Samþykkji heilsufarsráðherrans verður að fást áður en lagt er út í að byggja. Ætlast er til að þessi sjúkrahús verði sem fullkomn- ust og að þau verði öll eins. Samkvæmt lögum fylkisins er hægt að hrinda þessum málum í framkvæmd ef þrír fimtu skatt greiðenda eru því fylgjandi. Stjórnin hefir boðist til að lána fé, með mjög vægum skilmálum, til þess að stofna sjúkrahús. Leit- ast verður við að endurbæta þau sjúkrahús, sem þegar hafa ver- ið byggð, og fullkomna þau þannig að þau geti komið að fullum notum sem Health Cen- tres. Nú sem stendur, eru aðeins 4 Health Centres starfrækt í Manitoba. Það fyrsta var stofn- að í Dauphin, sem tilraun, og hefir reynslan sannað að slík smásjúkrahús eru nauðsynleg og í raun og veru ómissandi. Hin þrjú eru í St. James, St. Vital og Brandon. Fyrirhugað er að byggja mörg slík Health Centres í nálægri framtíð, en alt tekur tíma. Mesti örðugleikinn í þessu sambandi er sá að fá hæft starfs- fólk fyrir sjúkrahúsin. Alt starfs fólkið verður að fá sérstaka upp- fræðslu viðvíkjandi starfinu. Á þessum síðustu árum hefir verið svo mikil lækna og hjúkrunar- kvenna ekla að ekki hefir enn verið hægt að byrja á kennsl- unni en reynt verður að bæta úr því eins fljótt og mögulegt er. Ef þið hafið áhuga fyrir því að bæta heilsufarið og tryggja heilbrigði í ykkar fjölskvldu og þjóðarinnar, með því að stofna Health Unit og ef þið hafið á- huga fyrir því að þið og sam- sveitungar ykkar fái notið þeirra hlunninda er Health Centres veita, ættuð þið að sýna þann áhuga í verkinu. Fyrsta sporið í þá átt er það að kjósa nefnd og senda hana á sveitarráðsfund til þess að leggja þetta mál fyrir sveitarráðið. Sé það andvígt málinu, gætuð þið farið í kring með bænaskrá. Ef 10 af hverjum 100 sveitarbúa lýsa yfir fylgi sínu við málefnið með því að skrifa undir bæna- skrána, getið þið krafist þes* að sveitarráðið leiti samvinnu við nærliggjandi sveitir til þess að hrinda málinu í framkvæmd. Fjórar sveítir verða að sam- einast um málið, til þess að kostn aðurinn verði ekki of mikill. Því fleira fólk sem er í hverju um- dæmi því minni verður kostn- aðurinn fyrir hvern einstakling. Ef þið æskið upplýsinga um þetta mál, skuluð þið skrifa Miss Margaret Nix, Director of Health Education, 212 Sherbrook St., Winnipeg og mun hún fúslega láta ykkur þær í té. Ef þið kall- ið til fundar, til þess að ræða þessi mál, mun hún koma á fund- inn og útskýra þau fyrir ykkur ef þið æskið þess, og eg ráðlegg þá öllum, sem geta komið því við, að sækja fundinn, því Miss Nix er framúrskarandi greinar- góð og skemtileg á ræðupalli. Við erum lánsöm að eiga slíkan skör- ung og hæfileika konu í okkar hóp til þess að leiðbeina okkur í umbótaviðleitni okkar í heilsu- farsmálum í Manitoba. í hverju bygðarlagi og hverri sveit eru starfandi margskonar félög, ættu sem flest þessara fél- aga að taka heilbrigðismálin upp á stefnuskrá sína, því það eru mál, sem allir ættu að vinna að í sameiningu. í meir en fimm ár fórnuðu synir okkar og dætur öllu sínu til þess að vernda frelsi okkar. Nú er Jaetta unga fólk óð- um að koma til baka. Hvernig gætum við betur látið í ljósi þakklæti okkar til þess, heldur en með því að byggja upp varn- ir gegn sjúkdómum og sorgum? Og væri ekki tilhlýðilegt að sjúkrahúsin (Health Centres) væru byggð sem minnisvarðar í minningu um þau ungmenni, sem ekki koma til baka? Þau hafa fórnað lífinu til þess að tryggja frelsi okkar og frið í framtíðinni. Guð blessi minningu þeirra allra. Alt, sem er þess virði að eign- ast er þess virði að vinna fyrir því; þegar okkur skilst að með því að vinna saman getum við yfirbugað alla erfiðleika, þá get- uni við framkvæmt stórvirki. Við- skulum því vinna af alhug og í sameiningu að öllum þeim mál- um sem eru þjóðfélagi okkar til sóma og uppbyggingar. (Eg þakka Mrs. Johnson fyrir þrjár ágætar greinar um heil- brigðismálin, hefir hún góðfús- lega lofast til að senda smágrein- ar af og til, er eg viss um að þær munu vel þegnar af lesend- um kvennadálks Lögbergs). I. J. Nýja sálmabókin komin út Nú um langt skeið hefir verið von á nýrri sálmabók. Munu vera sex ár síðan skipuð var nefnd manna til þess að hefja undir- búning að þessari nýju sálma- bókarútgáfu. Voru upphaflega þrír menn í nefndinni — herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, séra Hermann Hjartarson og séra Jakob Jónsson. En síðar voru kvaddir til samstarfs Jón Magnússon skáld og Páll ísólfs- son, er skyldi leiðbeina nefnd- inni um það, er laut að sálma- lögum. Mun meginstarfi nefnd- arinnar hafa verið lokið og sálmabókin nýja fullmótuð, er Jón Magnússon féll frá fyrri hluta árs 1944. Alls .eru 687 sálmar í bókinni, og er því sálmafjöldinn svipaður og í gömlu sálmabókinni. En talsverðar breytingar hafa verið gerðar á efni hennar — gamlir sálmar, sem þótt hafa miður vel ortir eða falla mönnum nú orð- ið ekki lengur í geð, hafa ver- ií felldir niður og inn teknir í staðinn nýir sálmar, bæði eftir látin höfuðskáld þjóðarinnar eins og Hallgrím Pétursson og Matthías Jochumsson, og ýms hinna yngri skálda. Eru þessar breytingar yfirleitt til mikilla bóta. Þá hefir líka verið tekin upp sú nýbreytni að prenta nöfn höfundanna undir sjálfa sálm- ana, og er það miklu viðkunn- anlegra heldur en að láta þeirra aðeins getið í skýringum eða efnisyfirliti annars staðar í bók- inni. Séu sálmarnir þýddir, er bæði getið hins erlenda höfund- ar og þýðanda. 1 þessari nýju sálmabók sjást nöfn skálda eins og Einars Benediktssonar, Bólu- Hjálmars, Einars H. Kvaran, Gríms Thomsens, Jónasar Hall- grímssonar, Bjarna Thoraren- sens, Sveinbjarnar Egilssonar, Davíðs Stefánssonar, Stefáns frá Hvítadal, Guðmundar Guð- mundssonar og margra fleiri hinna ástsælustu Ijóðskálda ís- lendinga. Alls munu vera nálega 150 nýir sálmar í bókinni. Hingað til hefir það viljað við brenna við val sálma í sálma- bækur okkar, að hinar fegurstu ljóðperlur, þrungnar tilbeiðslu og kærleika, yrðu að víkja fyrir andlitlu stagli, þar sem meira voru þræddar götur hefðbund- I ins orðalags. Og enn getur verið vafamál, hvort nógu djarfmann- lega hefir verið breytt til í þessu efni við sálmavalið, þótt lofs- verð breyting hafi átt sér stað. Framvegis verður að gera þær kröfur, að ekki þyki sæma, að í sálmabókum okkar séu aðrir sálmar en þeir, sem eiga lífs- mátt skáldlegrar fegurðar. Þá má geta þess, hinni nýju sálmabók til hróss, að þar er á höfð sú sjálfsagða skipan, að sálmarnir eru prentaðir eins og önnur Fjóð, hv^r hending fyrir sig, en ekki í belg og byðu, eins og löngum hefir verið gert í sálmabókum, en er hvimleitt. Þessi nýja sálmabók verður vafalaust fljótt tekin í notkun í kirkjum landsins, en hins veg- ar er ekki ráðgert að hún verði lögtekin til fulls íyrr en eftir fimm ár. Eiga þau að vera eins konar reynslutími, svo að mönn- um veitist ráðrúm til þess að kynnast henni til hlítar og koma fram með þá gagnrýni, er hún kann að sæta, áður en notkun hennar verður fyrirskipuð. Gamla sálmabókin er orðin um sextíu ára gömul, og því að vonum allúrelt, enda nýlega gefinn út sérstakur viðbætir til þess að bæta úr ágöllum hennar. Útgáfan er kostuð af Prest- ekknasjóði Islands í samvinnu við ísafoldarprentsmiðju. Bókin er alls 766 blaðsíður og kostar 20.00 krónur í skinnbandi. Tíminn, 28. ág. Björn Kristjánsson vrað sjálf kjörinn Framboðsfrestur til þingkosn- inga í Norður-Þingeyjarsýslu rann út 17. þ. m., og hafði þá ekki borizt framboð, nema frá Birni Kristjánssyni kaupfélags- stjóra, og verður hann því sjálf- kjörinn. Þær spár reyndust því réttar, að stjórnarliðinu myndi ekki þykja fýsilegt, að sýna fylgi sitt í sveitunum um þessar mund ir og kysu því heldur að láta frambjóðanda Framsóknarflokks ins verða sjálfkjörinn, en freista gæfunnar. Stjórnarliðið reyndi að vísu að færa sitthvað annað til afsök- unar því, að það býður ekki fram í Þingeyjarsýslu, t. d. að fráfarandi þingmaður hafi orð- ið að hætta vegna veikinda og skammt sé til kosninga. Senni- legt er þó ekki, að margir fáist til að trúa því, að hjartagæzka og tillitssemi stjórnarliðsins í garð Framsóknarflokksins hafi frekar ráðið þessari ákvörðun þess en óttinn við fylgisleysi þess í sveitunum. Björn Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri, sem nú verður í ann- að sinn þingmaður Norður- Þingeyinga, er fæddur 22. febr. 1880. Hann hefir verið kaupfé- lagsstjóri hjá Kaupfélagi Norð- ur-Þingeyinga síðan 1916, og gegnt fjölmörgum öðrum trún- aðarstörfum heima í hraði. Þingmaður Norður-Þingeyinga var hann 1931—’34, en skorað- ist þá undan endurkosningu. Hann hefir átt sæti í stjórn S. I. S. síðan 1937. í miðstjórn Framsóknarflokksins hefir hann átt sæti síðan 1933. Ýmsum fleirum trúnaðarstörfum hefir Björn gegnt utanhéraðs, m. a. setið í síldarútvegsnefnd. Starf Björns í þágu Norður- Þingeyinga hefir bæði verið mik- ið og gifturíkt, enda eru vin- sældir hans miklar og traustar í héraðinu. Hefir það að vonum vakið mikla ánægju meðal Norð- ur-Þingeyinga, að Björn skyldi aftur gefa kost á sér til þing- mennsku. Tíminn, 22. ág. Stafsetningarorðabók með uppruna skýringum orða Halldór Halldórsson kennari í íslenzku við Menntaskólann á Akureyri vinnur nú að samningu íslerizkrar Stafsetningaorðabók- ar með upprunaskýringum orða. Fyrir nokkrum dögum átti tíð- indamaður Alþýðublaðsins við- tal við Halldór, en hann hefur nú í 9 ár stundað íslenzku kennslu við Menntaskólann. “Eg hef unnið að samningu stafsetningarorðabókarinnar um nokkurn tíma og eg mun ljúka við hana í sumar. Geri eg ráð fyrir að útgefandinn Þorsteinn M. Jónsson muni koma henni út í haust. — Bókin verður 16 arkir að stærð og er hún að því leyti öðru vísi en aðrar staf- setningarorðabækur, sem út hafa verið gefnar að hverju orði fylgja skýringar upprunna þeirra. Er það gert til þess að sýna hvaða ritháttur er réttur. í þessu efni vitna eg aðallega til skyldra mála norsku, dönsku, sænsku, þýzku, ensku og latínu. — Eg taldi rétt að taka upp þessa nýbreytni og ástæðan til þess er sú að eg á- lít að stafsetningin festist bezt í minni, ef menn vita ástæðuna fyrir því hversvegna skai rita orðin þannig. — Eg hef líka veitt því athygli við kennslustörf mín á undanförnum árum að nemendur hafa mjög gaman af upprunaskýringum orða, en til þessa hefir engin handbær bók til skýringar fræðslu verið til — Eg hef fyrir nokkrum árum áður ritað stafsetningaorðabók, en hún var lítið kver. Þessi verð- ur allmikið verk, eins og eg hef áður skýrt frá.” Halldór Halldórsson er einn af fræðslu íslenzku fræðimönn- um okkar og munu menn fagna því að fá þessa nýju bók hans Hún á að uppfvlla brýna þörf. Gjafir til Betel í september 1945 Lutheran Ladies Aid, Gimli, Man, í minningu um Mrs. Önnu Jónasson, sem var ein af fyrstu vistkonum á Betel, sem dó á Betel 6. sept. 1945 $5.00. Dr. Helgi P. Briem. gefið er hann ásamt konu og dóttur heimsótti Betel 29. sept. 1945 $10.00. Elfros Icelandic Ladies Aid, in memory of Mrs. J. Magnús Bjarnason late of Elfros, Sask. $5.00. Mr. og Mrs. George Freeman, Bot- tineau, N. D. Five Doz Oranges. Mr. og Mrs. Carl Goodman, Wpg. $25.00. Kærar þakkir fyrir þessar gjafir. J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg, Wpg. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á lslandi snúi sér til hr. Bjöms Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri x Grœnmetisverzlun ríkisins. C.C.F. ASAKAR Samsteypustjórnina HÉR ER FRAMKVÆMD CC.F. I SASKACHEWAN —hefir veitt iryggingu fyrir alla bændur að meiru leyti en þekkist í nokkru öðru fylki. —hefir þegar byrjað á stórri vega- og landbúnaðar um- bótaákvörðun. —hefir hækkað gamalmenna- styrkinn og útvegað öllum sem þurfa, fulla læknis og spítala hjálp ókeypis. —v e i t i r endurgj aldslaust lækningu við tæringu, krabba, bilun á vitsmunum og kynferðissjúkdómum. —hefir stofnað samvinnufé- lagadeild í stjórninnL Við ásökum stjórnina um að vera að draga borgara Manitobafylkis á tálar. Lesið stefnuskrá Samsteypustjórnarinn- ar og þar sjáið þið, að hún ætlar sér í raun og veru gvarla að gera nokkuð. Stefnuskrá hennar miðast mestmegnis við það sem hún VONAR að sveitaráðin og Sambandsstjórnin geri. Hversvegna: —hafa bændur enga verulega tryggingu á löndum sínum? —eru vegir og framræslur í niður- níðslu um alt landið? —er svo skammarlega farið með gamalmennin? —eru skólar í niðurníðslu og kenn- urum svo illa borgað? Stjórnin hcelir sér af að hafa nokkrar miljónir dollara til góða. En til hvers er að hafa peninga i sjóði ef að þeir eru þar á kostnað fólksins? C.C.F. vill nota alt ríkidæmi Manitoba yður til hagnaðar og fyrir fræðslu barna yðar og heilsu þeirra til varnar. Greiðið atkvæði með: S. S. JOHNSON í Gimli kjördæmi EIRÍK STEFÁNSSON í St. George kjördæmi og í Winnipeg með: S. J. FARMER GEORGE STAPLETON M. A. GRAY L. C. STINSON A. N. ROBERTSON DON SWAILES GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐC.C.F.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.