Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.10.1945, Blaðsíða 6
6 >-=■ ....- "" """' Dulin fortíð 61. KAFLI. Kata Repton gaf frá sér lágt hljóð, og hann hélt áfram: “Lafði Damer stóð alveg hjá honum, og heitt blóðið úr Robert Elster spýttist á föt hennar og hendur — sem nú vitnar hræðilega gegn henni. Eg get ekki sagt þér alt, sem á eftir fylgdi, en þetta er afleiðingin af morginu: Lafði Damer sem er alveg saklaus, situr nú í fangelsi, ákærð um morðið.” “Hann dó fyrir fláræði sitt,” sagði hún, eins og sigri hrósandi. “Já, og dauði hans gaf ástæðu til hinnar fölskustu og ósönnustu ákæru, sem nokkurn- tíma hefir átt sér stað. Lafði Daner, sem er sak- leysið sjálft, situr nú fangin í varðhaldi, sökuð um að hafa drepið hann. Eg vildi að eg gæti gert þér skiljanlegt hið hræðilega ástand, sem nú á sér stað á Avonwold. Damer lávarður er eitt- hvert fínasta prúðmenni sem til er á Englandi, heiðraður og virtur af öllum. Á nafn hans hefir enginn blettur fallið. Hann veit að konan sín er saklaus, en hann getur ekki sannað það — blóðsletturnar á kjólnum, sem hún var í, vitna á móti henni. Hugsaðu bara hvernig framtíð ungu stúlkunnar er eyðilögð, og hjarta hennar sundur marið. Eg hef aldrei heyrt né lesið um svo hræðilegar afleiðingar, eins og stafa af dauða : Roberts Elster. Þær eru svo hörmulegar, svo hryggilegar, að ef það væri ekki synd að ljúga, skyldi eg strax á morgun gefa mig upp sem morðingjann, til að frelsa hina góðu og göfugu konu, lafði Damer, sem aldrei hafði gert hin- u mmyrta manni hið minsta til meins.” Hún horfði á hann með órólegu augnaráði. “Því segir þú mér þetta alt saman? Hvað kem- ur mér það við?” “Það veistu bezt sjálf. Eg get ekki sagt þér hvaða grun eg hef. Eg veit að það var ekki lafði Damer, sem drap Robert; eg get ekki sagt það sama um þig. Eg veit hvað Zigöiner blóð mein- ar; eg veit að konur af því fólki, eru ófyrirleitn- ar í að koma fram hefnd, hefnd er ykkur skylda; blóðið vellur sem eldflóð í æðum ykkar; þið eruð heiftugar í lund, en þið eruð ekki ódrengilegar; gallar ykkar eru eins og kostir ykkar, stórir. Eg skil vel að Zigöiner kona hefnir móðgunar, sem henni er sýnd, en eg get ekki hugsað mér, að hún skuli vilja skýla sínum gjörðum með því, að láta saklausa gjalda.” Kata rykkti höfðin aftur á bak, með fyrirlitn- ingu fyrir slíku. “Já, þú segir satt, Zigöiner, þeir eru stoltir og hefnigjarnir, en huglausir og ódrengir eru þeir ekki.” Nú fölnaði hún aftur í andliti,_og augun döpr- uðust. “En segðu mér nú hreint út, hvers vegna þú komst hingað og sagðir mér þetta alt saman?” “Eg hafði góða ástæðu til þess; heldurðu það ekki? Robert féll ekki fyrir hendi lafði Damers, og þú ert einasta manneskjan, sem hann hefir svo sárgrætilega móðgað og táldregið. Þið eruð fljótar til að hefna slíkra mótgerða, en þið eruð engin huglaus lítilmenni, sem viljið láta aðra líða fyrir það, sem þið hafið brotið.” “Hver segir að eg hafi aðhafst eitthvað rangt?” “Það er eg sá eini, sem segi það, og trúi því. Það birtist mér sem opinberun. Robert var í ástum við þig, hann reyndi að draga þig á tálar, að svíkja þig, þegar hann fór að ímynda sér að hann gæti verið sem herramaður, og þú sem Zigöiner stúlka, þú hefndir þín á honum! Eg skil það svo vel, að þú raktir slóð hans frá Croston til Avonwold; þú sást hann tala við lafði Damer, og svo skaustu hann til þess að koma fram blóðugri hefn* sem þú áleizt rétt- láta. Var það ekki?” Hann beið um stund eftir svari, og sagði svo: “Eg vildi leggja líf mitt í sölurnar ef þú vildir segja mér eins og er.” Hún bara hló kæruleysislega. “Setjum svo, að alt sem þú hefir sagt, sé satt, þá meinar það, að eg verð tekin af lífi.” “Það er eitt, sem göfug kona metur meira en lífið. Zigöiner kona metur sitt góða nafn tíu- þúsund sinnum meir en alt, sem lífið getur gefið henni. Ef eg áfrýjaði til kaldrar, rólega sinn- aðrar enskrar konu, hefði eg litla von, en eg sný mér til hugaðrar konu, sem tilheyrir þeim þjóð- 4 flokki, sem aldrei lætur neitt standa í vegi fyrir gjörðum sínum, hverjar sem kunna að verða af- leiðingarnar. Kata Repton, Eg bið þig í nafni þjóðar þinnar og sóma, að segja mér hvort þú ert sek eða ekki. Ef þú ert, þá vertu sjálfri þér trú, frelsaðu lafði Damer frá því að verða fyrir óréttinum, svo hún verði sýknuð af því að eiga nokkurn þátt í dauða Robert Elsters.” Hann lækkaði róminn svo varla heyrðist til hanfe; hann var lamaður af þeirri sorg og kvíða, sem hann undanfarna daga hafði séð svo mikið LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER, 1945 - ..................... Kata gekk nú rólega til hans og kraup við hlið hans. “Þú ert góður maður,” sagði hún. “Eg óska, já, hve innilega eg óska, að eg hefði elskað mann sem væri eins og þú ert. Eg skal segja þér eins og er, fyrst þú biður mig um það. Eg mundi hvort sem er ekki lifa lengi, því þegar alt kemur til alls, þá elskaði eg Robert. Það getur skeð að enginn vilji trúa mér, en, mér þótti ósköp vænt um hann. Eg drap hann, og enginn annar átti neinn þátt í því!” Verner leit framan í hana, og sagði: “Þú ert svo ung — Guð varðveiti þig! — svo ung.” “Eg var ekki of ung til að hefna fyrir mig, og þú skalt sjá, að eg er nógu gömul til að þola mína hegningu fyrir það.” “Eg get ekki beðið þig um að gefa þig upp til yfirvaldanna; þú ert svo ung, og straffið er svo hræðilegt.” “Það er ekki verra en lífið,” sagði hún og stundi við. “Eg elskaði Robert; “eg hefi aldrei lifað glaðan dag síðan hann sveik mig og yfirgaf mig. Lífið var mér eftir það einkis virði. Eg hefi hefnt mín, og Robert er dauður! Eg hugsaði ekki út í þetta alt, þegar eg drap hann; eg hugs- aði bara um að hefna mín og drepa hann þar sem hann stóð, og það á sama augnablikinu sem eg vissi að hann var mér ótrúr. Um það, hvort það kæmist upp hver hefði drepið hann, hugsaði eg ekki, enda var mér það alveg sama — eg hugsaði ekki vitund út í það. Alt sem þú hefir sagt er satt. Frá því fyrst eg vissi að hann hafði svikið mig, hafði eg fastlega ákveðið að engin skyldi njóta hans. Eg gat ekki fundið neitt út um hans leyndarmál. Hann kom hér til Croston, fínt klæddur og með mikið af peningum; fólk gerði þá gys að mér og sagði að hann kærði sig ekki framar u mmig. Við höfðum þá mikinn á- greining okkar á milli. Eg spurði hann hvort hann vildi sýna trúlyndi sitt og einlægni við mig, og gj^tast mér strax, en hann vildi það ekki, og þá sór eg að hefna mín á honum. Eg fylgdi honum til Avonwold; gætti svo að segja hverrar hreyfingar hans og fylgdi á eftir honum þegar hann fór að hliðinu, og beið eftir lafði Damer; eg hafði ekki augun af honum meðan hann var að tala við hana, og eg sigtaði byssunni minni stöðugt á hann. Eg heyrði þau tala um stúlku, sem hann sagðist elska, en eg gat ekki heyrt alt sem þau sögðu -+- eg ímynd- aði mér að lafði Damer hefði gefið sitt sam- þykki — eg hefi áreiðanlega misskilið það sem hún sagði. Hann sagði nokkuð sem æsti tilfinn- ingu mína, og eg lét skotið ríða af, og hann féll. Þegar eg heyrði að lafði Damer' var sökuð um morðið, þótti mér vænt um það, því mér fanst þá, að eg hefði drepið tvo óvini í staðinn fyrir einn. “Nú sé eg þetta altsaman frá annari hlið. Hún skal ekki líða fyrir yfirsjón mína; eg skal fara með þér til London og líða fyrir mína yfir- sjón.” Hann leit mildilega til hennar og sagði: “Þú verður fyrst að ráðfæra þig um það við föður þinn og vini þína.” “Faðir minn er undir það búinn. Eg sagði honum frá því í gær, að eg hefði drepið Robert Elster.” Verner fann sárt til með þessari ungu stúlku, þrátt fyrir þetta morð, sem hún hafði framið; en sú saklausa var þó frelsuð með hennar játn- ingu. 82. KAFLI. Verner og Kata Repton voru samferða til London, og hann gerði alt sem hann gat fyrir hina ungu og af sorg beygðu stúlku. Hún svaraði engu því sem hann talaði við hana; hún sat alla leiðina þegjandi og starði framundan sér. Loksins strauk hún sína svörtu hárlokka frá andliti sér og leit eins og dreymandi augum á hann. “Hvert erum við að fara?“ spurði hún, “eg gét ekki munað það.” Alt andlits útlit hennar benti til þess að hún væri að segja satt, og að hún hefði sem sönggv- ast gleymt öliu. “Til London,” svaraði hann með hægð. “Þú ert að fara þangað til að frelsa konu, sem er sak- laus af því afbroti sem hún er kærð fyrir.” “Já, nú man eg það. Eg skal ákæra mig sjálf, og líða dauðann fyrir það.” Verner komst sárt við af ógæfu þessarar ungu stúlku. “Hvað hörmulegt þetta alt saman er. Eg þoli ekki að hugsa um það. Ó, að við gætum vaknað og fundið, að þetta væri aðeins draumur.” “Draumur,” endurtók hún, “hver var það sem einu sinni sagði við mig, að draumur væri náðar- gáfa í lífi voru. Eg hefi ekki sofið, og ekki heldur dreymt, síðan Robert dó. Eg hefi ekki sagt þér neitt um það ennþá.” “Eg vil biðja þig að gera það ekki. Eg gæti kannske verið kallaður til að bera vitni, sem gæti orðið þínum málstað til ills, og eg hefi enga löngun til að leika njósnara hlutverk.” Hún roðnaði ofurlítið í andliti við þessi orð. “Þú ert engin njósnari. Væru allir menn sem þú, þá sæti eg ekki hér sem morðingi. Eg vil ekki leyna þig neinu, sem þú hefir rétt til að vita. Eg elskaði Robert! Guð hjálpi mér! Eg elskaði hann!” “Já, eg er viss um það,” sagði Verner. “Guð er ríkur af náð; hann þekkir afbrot þitt og hann þekkir líka orsökina.” “Eg neyddist til þess. Eg elskaði Robert. Hann kom til mín, þegar margir ungir menn sóttust eftir mér, eg hændi hann ekki að mér. Mér leist vel á hann. Hann elskaði mig og bað mín, eins og Zigöiner stúlkum líkar að vera beðið.” Hún þagnaði, og andlit hennar bar vott um margar sárar minningar, sem nú framkölluðust í huga hennar. Svo hélt hún áfram: “Eg aðvar- aði hann oft, og sagði honum, að hann kæmist kanske af með það að gabba og narra stúlkurnar í Croston, en slíkt þyrfti hann ekki að ætla sér að gera við mig; því eg þyldi honum það ekki. Hann tók þessar aðvaranir mínar ekki alvarlega. Eg sagði honum að hann skyldi strax hætta að hugsa um mig, og koma aldrei til mín aftur, nema hann væri alveg viss um að vera mér trúr alla æfi sína; en hann hló bara að því. Hann kom mér til að elska sig, og hann elskaði mig líka. Faðir minn sagði stundum, að Robert Elster áliti sig langt upphafinn yfir mig, og að eg skyldi heldur hugsa um einhvern ungan bóndason þar í nágrenninu; en mér sárnaði æfinlega þegar hann sagði það, og gerði gys að því.” “Robert lofaði mér, að eg skyldi verða hefðar- frú og lifa í ríkidæmi og allsnægtum, og að við yrðum svo hamingjusöm. Eg trúði honum, og þó eg elskaði hann sjálfs hans vegna, hélt eg að það væri svo gaman að vera herramanns kona. “En hann breyttist fljótt, eg varð þess brátt vör. Hann fór að vera klæddur í fínan fatnað og bera á sér gullstáss og líta niður á mig. Hann var farinn að vera í burtu frá Croston fleiri daga í senn, og þegar hann kom heim, kom hann ekki til að sjá mig. Eg skildi þá, að hann skoðaði mig eins og byrði, sem hann vildi losast við. Eg gerði það sem mitt Zigöiner eðli krafðist. Eg krafðist að hann skyldi giftast mér strax og þannig halda loforð sitt við mig, en hann hló bara fyrirlitlega að slíku, þá vissi eg að það mundi aldrei verða alvara úr því, að hann giftist mér. i “Faðir minn aðvaraði mig, vinkonur mínar gerðu narr að mér og sögðu að Robert meinti ekki að giftast mér. Þær gerðu mig nærri því brjálaða, og eg ásetti mér að hefna mín á honum. “Eg fylgdi á eftir honum þegar ha^n fór síðast frá Croston, hann varð mín ekki var, og vissi ekkert um að eg hafði gætur á honum. Eg fór með sömu járnbrautarlest og hann, og eg misti aldrei sjónar á honum. Eg rakti slóð hans til Avonwold listigarðsins, og sá hann mæta þar fríðri konu, klæddri í viðhafnar skrautbúning; hún virtist vera hrædd við hann og hörfa til baka. Eg gat ekki heyrt alt sem þau sögðu, en hann talaði altaf um giftingu, og það sem mér gramdist mest var, að hann sagði, að eg væri ekki verð að vera þjónustustúlka hjá sér, undir hinum breyttu kringumstæðum sínum, nefnilega ríks herramanns. “Þá skaut eg hann á sama augnabliki með skammbyssu, sem eg hafði keypt í Croston; eg sá hann falla dauðan að fótum konunnar. “Þegar hún var farin þaðan, með blóðbletti á kjólnum sínum, fleygði eg byssunni í litla tjörn, sem var þar nálægt og fór að líkinu. Mér var alveg sama hvort eg yrði fundin þar eða ekki. “Þar lá Robert Elster með bleikar varir og lokuð augu. Þar lá minn misti, minn dauði, minn myrti elskhugi! Eg lagðist niður við hlið hans, og lá þar fleiri klukkutíma, svo kvaddi eg lífið. Þessir fáu tímar voru mörg ár æfi minnar. “Það kom enginn þangað til að gæta að hvað skeð hefði. Nóttin leið og morguninn kom, en enginn maður kom þangað. “Eg kysti þetta dauða andlit og læddist burt þaðan. Enginn grunaði mig. “Eg hélt mig í nágrenni við hús skógvarðar- ins þar sem þeir geymdu líkið; eg sá móður hans og svo mikið skildi eg, að lafði Damer var grunuð um morðið. “Nú er lífið einskis virði framar fyrir mig; eg hefi drepið manninn sem eg elskaði. Eg hefi sagt föður mínum frá því, og eg er á.leið til London til að úttaka hegningu mína.” I 83. KAFLI. I Þegar Verner kom til London, vissi hann ekki til hvers hann ætti að snúa sér; en hann afréð að fara til Damers lávarðar, sem var í London; hann tók Kötu með sér. Þegar þjónninn hafði fært Damer lávarði nafnspjald hans, voru þau bæði beðin að koma inn. Verner var vísað inn í lestrarsalinn, þar sem lávarðurinn sat einsamall, hryggur og með örvæntingar blæ á andlitinu. Hann leit upp er Verner kom inn, en nú var ekkert bros á andliti hans. “Eg færi þér njar fréttir, Damer lávarður,” sagði Verner; “lafði Damer á sitt góða nafn ó- flekkað.” “Það er nú of seint tií þess; öll blöðin hafa útbreitt þessa sögu. Eg er búinn að tala við alla beztu lögmennina, en enginn þeirra heldur að það sé hægt að bjarga henni.” “En hún er saklaus, og skal verða viðurkend að vera saklaus, því eg kom með þá persónu sem myrti Robert Elster, og hún er nú hér í hús- inu.” Damer lávarður þaut upp úr stólnum, sem hann sat á. „ “Er það satt? Getur það verið satt? Ham- ingjunni sé lof! Sá, sem drap hann? Hver er það? Segðu mér það strax, eg verð að fá að vita það strax!” “Ung stúlka — sem var kærasta Roberts, og hann sveik. Þú verður að vera umburðarlyndur við hana, Damer lávarður; hún er svo ung og elskaði hann svo mikið, að hún varð nær frá- vita af sorg, þegar hann yfirgaf hana.” “Eg get aldrei fyrirgefið henni þá sorg, sem hún hefir bakað mér og fjölskyldu minni. Hvar er hún? Láttu mig sjá hana.” Ekki sagði lávarðurinn eitt einasta ásökunar- orð til hennar, þegar hún kom inn og hann sá þessa ungu stúlku, náföla og yfirbugaða af tak- markalausri sorg og vonleysi; þetta andlit, sem fyrir fáeinum vikum hafði ljómað af fegurð og hamingju. Hún gekk inn og leit á lávarðinn. “Það var eg sem skaut Robert Elster,” sagði hún formálalaust. “Vesalings barn!” sagði hann í þvinguðum róm. “Vesalings, óhamingjusama barn, hrakin frá ást til örvæntingar, frá örvæntingu til brjál- æðis og morðs!” “Eg vona að eg verði strax líflátin,” sagði hún sorgmædd. Svo var sent boð eftir rannsóknar lögreglunni, sem kom og fór með hana með sér á lögreglu- stöðina. % Að yfirheyra hana tók ekki langan tíma; hún sagði viðstöðulaust alla söguna, og lýsti staðn- um þar sem hún hafði fleygt byssunni, og iög- reglumennirnir fundu hana þar, eftir tilvísan hennar. Nú var lafði Damer látin laus, það fljótasta. Lávarðurinn beiddi Verner að fara og segja henni alt saman, og taka hana heim með sér. “Þetta er þér einum að þakka; þú einn upp- götvaðir sannleikann í þessu máli og frelsaðir líf hennar, sem eg kalla konuna mína og þú uoour þina. Þú befir áreiðaniega íreisaö nana frá dauðanum.” Þegar Verner sagði móður sinni hvað hann hefði uppgötvað, svo sakleysi hennar yrði sann- að, féll hún grátandi um háls honum og blessaði hann; það var hin átakanlegasta sjón sem hægt er að hugsa sér. “Að hugsa sér, að það varst þú, sonur minn, sem varðst til að frelsa mig,” sagði hún, “þú, sem eg hélt altaf að værir dáinn.” Það var Monsieur Dupre, sem opnaði fang- elsishurðina fyrir henni og gerði auðmjúka af- sökun við hana, fyrir þeim misgrun sem hann hafði og þeim misgripum sem hann hafði gert. Sama kvöldið fór lafði Damer til Avonwold ásamt manninum sínum. Kata Repton var sett 1 Newgate fangelsið. Það var mikið umtal um hana, bæði fyrir og eftir að mál hennar kom fyrir dómstólana. Hún var svo ung, svo óstilt, svo aðdáanlega fríð, framburður hennar fyrir réttinum svo ólíkur annara, hún reyndi ekki að draga dulur á neitt, löngun hennar til að lifa var horfin, en þrá henn- ar eftir dauðanum svo sterk. “Robert var dauð- ur!” Það var fulikomin ástæða fyrir hana að vilja deyja líka. Ekkert var lesið með meiri áhuga og hlut- tekningu um alt England, en yfirheyrslan í rétt- inum yfir Kötu Repton; það var átakanlegt sorgar-æfintýri, en það var ekki auðvelt fyrir neinn að giska á, hvernig lafði Damer hafði ver- ið grunuð í sambandi við þetta morðmál. Það var fenginn bezti málafærslumaður sem til var á Englandi til að verja mál Kötu Repton; hún hafði sjálf af frjálsum vilja meðgengið að hafa drepið Robert Elster, svo það eina, sem hann gat gert fyrir hana var, að fá hana af réttinum viðurkenda sem geðveiklaða. Það voru líka sumir af nágrönnum hennar sem vildu sverja, að hún hefði aldrei verið eins og annað fólk. Bæði dómarinn og kviðdómarnir komust við af æsku hennar og fríðleik, sem nú bar svo djúp merki sorgar og örvæntingar. Dómurinn féll þannig, að hún væri sinnisveikluð, og að hún skyldi vera undir þeirri gæzlu, sem drottningin sjálf vildi ákveða, og þessum dómi var alment fagnað, sem hinni bestu úrgreiðslu þessa máls. Jafnvel þó hún væri með óskertum vitsmun- um, þótti það óþolandi, að taka nítján ára gamla stúlku af lífi, með því að hengja hana í gálga. Enginn vissi neitt um, hvort Kata Repton, meðan hún var í fangelsi og undir gæzlu, angr- aðist nokkurntíma yfir ástandi sínu; hún talaði ekki við neinn, hvorki um það né annað.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.