Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 ,raOe tfi.^ í^* A Complete Cleaning Institntion PHONE 21374 lotA t>^ JÍ*' t.aii"' í*Stt A Coii/] dete Clean ng Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1945 NÚMER 41 Frambjóðandi sam- vinnustjórnarinnar í Gimli Dr. S. O. Thompson Hinn nýi frambjóðandi Lib- eral-Progressive flokksins í Gimli kjördæmi, Steinn Ólafur Thompson, B.A. M.D., er fæddur í Winnipeg þann 23. nóvember 1893. Foreldrar hans, þau Sveinn og Sigurlaug Thompson, fluttu til Selkirk, er Steinn sonur þeirra var 5 ára að aldri; þar naut hann alþýðuskólamenntunar; hugur hins unga pilts stefndi brátt til hærra menntamarkmiðs; varð það því að ráði, að hann skyldi befja nám við Wesley College; árið 1914 lauk Steinn B.A. prófi við áminsta menntastofnun, og síðasta námsár sitt þar hlaut hann gullmedalíu fyrir kunnáttu í stærðfræði; ári síðar innrit- aðist þessi glæsilegi menntamað- ur við læknadeild Manitobahá- skólans, en gekk þá brátt í her- þjónustu, og dvaldi á vígstöðv- um austan hafs frá 1916—1918. Er Steinn kom heim úr styrj- öldinni, hóf hann nám sitt í læknisfræði á ný, og lauk em- bættisprófi með hárri einkunn árið 1921. Árið eftir að Dr. Thompson lauk embættisprófi, fluttist hann til Riverton, og hefir gegnt þar héraðslæknisstörfum jafnan síð- an; mun það ekki ofmælt,að hann sé svo elskaður og virtur í þeim bygðarlögum, sem hann hefur veitt læknisþjónustu, að þar komist fáir til jafns við; hann hefir um langt skeið tekið virkan og giftudrjúgan þátt í mann- félagsmálum umhverfis síns við vaxandi orðstír. Dr. Thompson er kvæntur glæsilegri ágætiskonu. Þórdísi, dóttur Gunnsteins Eyjólfssonar rithöfundar og tónskálds; þau eiga vel gefin og mannvænleg börn. sýslu; fluttist hann til þessa lands ásamt foreldrum sínum, þeim Guðmundi Hávarðssyni og Maríu konu hans, er settust að í Lundarbyggðinni. Guðmundur er látinn fyrir þremur árum. Hinn nýi frambjóðandi er gildur bóndi, sem komið hefir ár sinni vel fyrir borð; hann er kvæntur dóttur þeirra merkis- hjónanna Mr. og Mrs. J. K. Jónasson, sem bjuggu um langt skeið við Vogar, en eru bæði látin. Öháður Liberal Mr. J. A. Hávarðsson bóndi við Clarkleigh, býður sig fram til fylkisþings sem óháður Liberal í St. George kjördæmi; framboð hans mun mörgum hafa komið nokkuð á óvart, eftir að Chris Halldórsson hafði form- lega verið útnefndur sem merkis beri Liberal-Progressive flokks- ins í því kjördæmi sem ákveð- inn stuðningsmaður samvinnu- stjórnarinnar. Mr. Hávarðsson, eða Varði, eins og kunningjar hans almennt nefna hann, er fæddur í Hnefils- dal á Jökuldal í Norður-Múla- Dœmdur til dauða fyrir landráð "Mest hataði maðurinn" á Frakklandi, Pierre Laval, hefir verið fundinn sejtur um landráð og dæmdur til dauða; réttarhald- ið gekk ekki af alveg þrauta- laust, og varð margsinnis að fresta því vegna óspekta í réttar- salnum. Laval var, eins og kunn- ugt er, um eitt skeið forsætisráð- herra leppstjórnarinnar í Vichy, og lýsti því yfir í útvarpsræðu, að hann óskaði einskis fremur, en fullnaðarsigurs þýzkra Nazista. Dönsk skólabörn fá Íslenzkt lýsi 1. ágúst s. 1. birtist í danska blaðinu "Kristiligt Dagblad" fréttagrein undir eftrifarandi fyrirsögn: "Ókeypis "Vitamínol" í vetúr. Sökum hinnar rausnarlegu gjaf- ar íslendinga, samtals 200 smá- lestir þorskalýsis." Heilbrigðisnefnd skýrir okk- ur svo frá, að í vetur verði Vitamínol-skamti úthlutað á lík- an hátt o'g undanfarin ár, en þó á öðrum grundvelli, þar eð þorskalýsi það, sem nota skal, er nú þegar fyrir hendi. Þetta lýsi hefir danska þjóðin fengið gefins frá íslenzku þjóðinni, og er sú gjöf með afbrigðum rausn- arleg. Hinar miklu lýsisbirgðir eru nú þegar komnar. Vitamínolinu verður úthlutað á sama hátt og undanfarin ár, með þeirri einu breytingu, að börnin fá það algjörlega ókeypis. • Úthlutunin hefst að vanda í nóvember og desember og held- ur áfram alla vetrarmánuðina. Mbl. 20. ágúst. Á leið til sigurs Chris Halldórsson íslenzkir kjósendur í St. George! Fylkið yður einhuga um Chris Halldórsson, frambjóðanda Liberal-Progressive flokksins þann 15. þ. m., og tryggið honum sigur! Mr. Halldórsson hlaut útnefn- ingu með ákveðnum meiri hluta á fjölmennum framboðsfundi á Lundar, og þess vegna gengur enginn að því gruflandi, að hann sé í kjöri að yfirlýstum vilja kjósenda. Raf magnsstjóri kominn heim úr vesturför Steingrímur Jónsson rafmagns stjóri kom í fyrrakvöld heim úr ferð til Ameríku. Vann hann þar að undirbúningi fyrirhugaðrar gufutúrbínustöðvar við Elliðaár og virkjunar við Kistufoss. Steingrímur lagði af stað í vesturförina 7. júlí s. 1., og skýrði hann blaðinu svo frá í gær, að árangur af förinni hefði verið góður, en bæði málin væru enn á undirbúningsstigi. Að sjálf sögðu yrði unnið af krafti að þeim. Er vonast til, að hægt verði að taka gufutúrbínustöð- ina í notkun fyrir haustið 1946, en virkjumin við Kistufoss á lengra í land. • Mbl. 15. ágúst. Býður sig fram í Gimli SKRITINN KOSNINGASIGUR Ráðherra opinberra verka,, Errick Willis, var kosinn gagn- sóknarlaust í Turtle Mountain kjördæminu, er framboðsfrest- urinn rann út; þetta gerðist með þeim hætti, að frambjóðandi C.C.F., hafði ekki nema 16 nöfn á meðmæla skjali sínu af 25 er lög mæla fyrir. HREIÐAR E. GEIRDAL: Swain Swainson iox 4 jan 45 Sneglu-Halli (Hirði ek eigi hvat Haraldr klappar ...) Eftir heimild okkar sagna ertnismál á Halla dundu. Aðköst manna urðu að þagna, orðagarpsins mátt þeir fundu. Og með hlutarhæð frá borði, Halla enginn stóð á sporði. Einurð kemur oft að haldi eignalausum gáfumanni. Halh tæpa veginn valdi viðnám sýndi konungs banni„ Hart á móti hörðu setti, hluta sinn með djörfung 'rétti. Sjóli jafnan einmælt etur Öðrum fyrr að máltíð settur, einn úr vistum valið getur; verður fyrstur allra mettur. Illan kurr og andúð vekur, er hann menn frá borðum rekur. Eitt sinn hann um máltíð miðja merki gaf, sem þekkt var orðið. Út skal vistum öllum ryðja, er hann knífi slær á borðið. Sárir menn við siði stranga, soltnir burt frá matnum ganga. Allir þeir, sem uppreisn styðja, á sér konungs reiði vita. Þegar borðin þjónar ryðja, þrífur Halli vænan bita. Hrollur fór að friðarmálum. Flestir stóðu sem á nálum. "Ei skal sleppa hönd af happi." Halli kvað og brýndi róminn. "Met eg smátt, þótt kóngur klappi; kutinn birti sultardóminn. Mínar læt eg granir gnauða, geng á snið við hungurdauða " "Ekki er mörgu úr að velja. Örbirgð kemst á hæsta toppinn. Skortur knýr mig skjótt að r-elja skjöld og syerð, en fita kroppinn. Kóngur ógnar oss með sveltl. ört mér dregur hrygg að belti." Meðan æðir orðaflaumur, enginn sig úx sporum hrærir. Loks er knappast stæður straumu':, stjórn og siði Halli kærir; svangra manna raunir rekur, reiði konungs á sig tekur. II. (Grís þá greppr at ræsi .. .) Kóngur leynt á hefndir hyggur; heimtar jafnan yfirtökin. Ekki er friður öllum tryggur. Oft er lítil dauðasökin. Um sig grefur úlfaþytur. Yfir borðum hirðin situr. Þegar menn að máltíð gengu, misjafn reyndist vistaforði. Margir snarl af fiski fengu, en feitur grís á konungs borði. Halli ræðst á harða fiskinn, horfir þó á konungs diskinn. Fyrir hirðmenn listir leikur lítill dvergur, nefndur Túta. Hann er títt í vörnum veikur. velti til hans orðahnúta. Eigi að hrekja hann í skarnið, Halli svarar fyrir barnið. Engum leynist öfund Halla, yfir matnum sig hann skælir. Dverginn lætur kóngur kalla, kröfustrangur við hann mælir: "Hratt er sótt á hála ísinn. Halla færðu steikta grísinn. Þegar leið er hálfnuð héðan, honum birtu skipun mína. Hann skal laga ljóð, á meðan labbar þú með byrði þína. Síðust lína ljóðs skal falla, er liggur grísinn fyrir Halla. Þannig launuð vetrarvistin verður samkvæmt boði mínu Bregðist honum bragalistin, borgar hann með lífi sínu. Eg hef kynnt þér kjörin, drengur. Krókalaust þú til hans gengur." Túta finnur illri iðju að sér þrengt, en skapið dylur. Hljóðna menn, er hann á miðju hallargólfi dóminn þylur. Kjörin vá í vændum lýsa. Vinir Halla úr sætum rísa. • Réttir Halli úr bognu baki, brosir móti sendingunum, og með léttu tungutaki tyllir saman hendingunum. íslenzkt skáld með óðarsnilli aftur vinnur konungs hylli. .1 Snæbjörn S. Johnson Frambjóðandi C.C.F. flokksins í Gimli kjördæmi, Snæbjörn S. Johnson, er fæddur að Fjöllum í Kelduhverfi í Norður-Þingeyj- arsýslu árið 1882, og kom til þessa lands með foreldrum sín- um, þeim Snorra Jónssyni og Kristjönu Sigurðardóttur, þá ársgamair að aldri; settist fjöl- skyldan fyrst að í Isafoldarbygð- inni; er Snæbjörn var 19 ára fluttist hann í Árborgarbyggð, og hefir búið ágætu búi í grend við Árborg jafnan síðan. Mr. Johnson er kvæntur Sig- ríði Jónsdóttur Jónassonar; þau eiga þrjá fulltíða sonu, er búa félagsbúi við foreldra sína. Mr. Johnson er vinsæll maður í héraði; hann hefir lengi verið við samvinnufyrirtæki riðinn, og verið meðal annars forseti North Star samvinnu-smjörgerð ar fyrirtækisins í síðastliðin 14 ár; hann hefir gegnt oddvitasýsl- an í Bifröst um sex ára skeið. Vinnur námsverðlaun Sigrid Margaret Bardal Þessi kornunga og glæsilega stúlka, Sigrid Margaret Bardal, vann nýlega I.O.D.E. Coronation námsverðlaunin við hljómlistar- deild Manitoba háskólans, fyrir framúrskarandi túlkun og tækni í píanóspili; hún er dóttir Paul Bardal fylkisþingmanns og konu hans Oddnýjar Sigríðar Bardal, sem látin er fyrir nokkrum ár- um. Laugardagsskólinn Kensla við Laugardagsskólann hefst í Fyrstu lútersku kirkju, laugardaginn 13. október kl. 10 f. h. Valdir kennarar starfa við skólann. Sendið börnin og gefið þeim kost á að læra íslenzku; þau munu verða ykkur þakklát fyrir það seinna meir. SAMTÍÐIN. Síðan stríðið brauzt út, hafa 57 þúsund bækur verið gefnar út á Rússlandi í samtals milljarð eintökum. Bækurnar eru á 100 mismunandi tungumálum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.