Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 2
- Eftirfarandi grein birtist í ameríska tima:~itinu Time þrettánda ágúst, og s~kýrir frá tilraunum vísindamanna og sóknum á atomorkunni, en árangurinn af þeim tilraunum Ijós, eins og mónnum er kunnugt, þegar bandamenn hófu sprengjuárás á Japan. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1945 Þegar Atomorkan var leyst FRÁSÖGN UM RANNSÓKNIR OG ÁRANGUR þann rann- kom í atom- Þegar hergagnaskipið Mont Blanc sprakk í loft upp í höfn- inni í Halifax N. S. þann 6. des. 1917, urðu menn varir við spreng inguna í 150 mílna fjarlægð. Við sprenginguna fórust meira en 1100 manns og tvær fermílur borgarinnar voru algjörlega í rústum. Skipið hafði meðferðis 3000 tonn af TNT. Einasta atom- sprengjan, sem varpað var á Hiroshima í Japan ekki alls fyr- ir löngu innihélt hér um bil 7 sinnum meiri kraft en sprengi- efnið í Mont Blance árið 1917. Hvernig atomsprengiefnið er framleitt, er hið mesta leyndar- mál. En þau grundvallaratriði, sem framleiðsla þess byggist á, eru skiljanleg hverjum leik- manni. Það var eins og Truman for- seti komst að orði um að ráða "hagnýting á kjarnorku jarðar- innar". Þessi orka er falin í atom- inu, frumeindum náttúrunnar. Atomið er í sjálfu sér óendan- lega lítill hnöttur út af fyrir sig, kjarni úr protonum og neutr- onum, er kringum hann svífa elektrónur ef tir sporbaugum eins og reikistjörnur kringum sólina. Ef einn vatnsdropi væri stækk- aður þangað til hann yðri á stærð við jörðina, mundi hvert atom í honum verða á stærð við appel- sínu. Þó er mestur hluti otoms- ins tóm, sem elektrónurnar svífa í. Kjarninn sjálfur er aðeins miljón biljónustu af stærð at- omsins. Skotmarkið. Kraftur atomsins, "kjarnorku jarðarinnar", er falinn í kjarna þess. Til þess að leysa þann kraft úr læðingi, verður að kljúfa kjarnann. Fyrir þá, sem voru að reyna að kljúfa atomið, varð kjarninn þannig einskonar skot- mark. Aðalvandinn var að finna "kúlu", sem væri nógu lítil til og hörð til að kljúfa hann, og byssu, sem væri nógu kraftmikil og nákvæm til að hægt væri að skjóta slíkri kúlu úr henni. Slíka "byssu" fann hinn stór- gáfaði Ernest Orlando Lawr- ence við California háskólann árið 1932. Hann kallaði hana "cyklotron". En þessi byssa gerði ekki annað en flísa smávegis ut- an úr kjörnunum, sem skotið var á, en skildi meginhluta kjarnans eftir og þannig leystist aðeins lítil orka. Tilraunin hepnast. "Neðanmálssögu höfundar" höfðu löngum haldið því fram, að ef takast mundi að kljúfa atomið, mundi öll jörðin springa í loft upp. Og þó fór svo, að þegar kom að þessum stóra at- burði, var það aðeins vísinda- heimurinn, sem dálítill skjálfti fór um. Það gerðist árið 1939 á efnarannsóknarstofu þýzks vís- indamanns, Otto Hahn, við stofn- un Vilhjálms keisara í Berlín. Honum hepnaðist af því að hann valdi hið rétta skotmark, atom úr ákaflega sjaldgæfri teg- und af uraníum (U235), en það sprengdi hann með neutrona- straumi. Sprengingin, sem varð, þegar uraniumatomið loksins klofnaði, var hlutfallslega mesta sprenging, sem nokkurn tíma hafði verið gerð af mannahönd- um í allri veraldarsögunni. Hún leysti úr læðingi 200 miljón elek- trovolt. En þar sem um svo lítið magn sprengiefnisins var að ræða, varð sprengingin ekki meiri en það, a.ð hún hefði ekki getað drepið flugu á nærliggj- andi vegg. Þegar styrjöldin braust út, var sú spurning enn óleyst, hvernig hagnýta mætti kjarnorkuna í sprengjur og aðra hluti. Kapphlaupið . í rannsóknunum. I augum vísindamanna og leik manna var hin sögulega spreng- ing á Hiroshima fyrsti verulegi árangurinn, sem varð í hinu leynilegasta rannsóknarkapp- hlaupi styrjaldarinnar. Almenn- ingur vissi bókstaflega ekkert um þessar rannsóknir, utan hvað ein hver orðrómur komst á kreik um leyndardómsfulla veggi kringum efnarannsóknarstofur og verk- smiðjur þar sem verkamennirn- ir voru kyrsettir um óákveðinn tíma. Hópur frægra vísindamanna, stórir spámenn eins og Niels Bohr, Lawrence, Arthur Holly Compton og James B. Conant voru nefndir í sambandi við þennan orðróm. Hið svokallaða "Manhattan fyrirtæki" var feikn- arlega leyndardómsfullt fyrir- brigði og hafði bækistöðvar á víðáttumiklum landssvæðum í Tennessee, Washington og New Mexico, þar sem öllum óviðkom- andi var stranglega bannaður að- gangur. Þetta fyrirtæki hafði ekki aðeins forréttindi fram yfir önnur hvað snerti útvegun á öll- um efnivörum, heldur voru því einnig trygðir hinir bestu starfs kraftar. Aðalþakkirnar fyrir þessa stór- glæsilegu uppgötvun, eftir því sem Stimpson hermálaráðherra hefir látið hafa eftir sér, ber að færa "hugvitsmanninum mikla" efnafræðingnum J. Robert Opp- enheimer, sem er 41 árs gamall og starfar við Californía háskól- ann og iðnfræðistofnunina í Californíu. Hann hefir lengi ver- ið í fylkingarbrjósti þeirra, er fengist hafa við atomrannsóknir og félagar hans segja um hann: "Það er enginn vafi á því, að hann er einn af mestu andans mönnum veraldarinnar." Takmarkinu náð. Þegar fundin var upp aðferð til að framleiða atomsprengiefni í marzmánuði 1941, óttuðust vís- indamenn að það mundi taka fjölda ára að fullkomna aðferð til að hægt væri að framleiða það að nokkru ráði. Mælingar, sem voru svo nákvæmar, að þær mæla 3% af einu milligrammi (Hér um bil tvo miljónustu af þunga andardráttar mannsins) varð að gera. Þann 2. júlí siðast- liðinn voru vísindamennirnir til- búnir að reyna framleiðsluna. Hjá gömlum búgarði í New Mexico eyðimörkinni fyrir suð- austan Albuquerque stóð hópur skjálfandi manna og horfði á efnafræðinginn Robert Bacher reyna fyrstu atomsprengjuna. Vísindamennirnir voru sumir hverjir miður sín fyrir hræðslu sakir, en Bacher fullvissaði þá um, að öllu væri óhætt. Þegar þeir höfðu hópað sig þarna sam- an, var hverjum og einum feng- ið sitt hlutverk að vinna. Þegar alt var undirbúið, hófst hin eftir væntingarfulla bið eftir spreng- ingunni. Þrumur og eldingar voru snemma að morgni þess 16. júlí, þegar lokatilraunina átti að gera. Sprengjan var höluð með mik- illi varkárni upp* í stálkrana, sem var útbúinn tækjum til að mæla áhrif sprengingarinnar. 1 fimm mílna fjarlægð lágu vís- indamennirnir á maganum og biðu með öndina í hálsinum eft- ir tímamerkinu, sem tilkynt var frá útvarpsstöðinni í Chicago af dr. Samuel K. Allison. — Minus 15 mínútur, minus 14 mínútur, minus 13 mínútur. — Þegar 45 sekúndur voru til stefnu, tóku sjálfvirk tæki við stjórninni og vísindamennirnir upplifðu hin- ar kvíðvænlegustu sekúndur lífs síns. Skyndilega heyrðist óskapleg- ur hávaði. í Albuquerque varð himinn allur uppljómaður eins og um miðjan dag væri. Vís- indamennirnir sáu gífurlegan, marglitan reykjarstrók, sem lagði 40.000 fet í loft upp. En þar sem stálkraninn hafði stað- ið, var nú aðeins gígur. Hann hafði bókstaflega gufað upp. Nýtt alheims dagatal Árið 47 f. Kr. gerði Júlíus Cæsar breytingar og endurbæt- ur á hinu forna 'rómverska al- manaki, sem byggt var á tungl- mánuðunum. Til aðstoðar sér við þessar lagfæringar hafði hann stjarnfræðinginn Sosigenes frá Alexandríu, og til þess að fá rétt- an grundvöll undir hið nýja dagatal lét hann .445 daga vera í árinu 46 f. Kr. (eða árinu 708 eftir stofnun Rómaborgar, en frá þeim atburði töldu Rómverj- ar árin). Þegar þetta langa "ár ruglingsins" (annus confusionis) var á enda hófst hið svonefnda júlíanska tímabil, kennt Cæsar, og miðaðist það við gang sólar- innar. Var þar ákveðið að árið skyldi vera 365 dagar, en eftir hver þrjú ár skyldi vera hlaup- ár, með 366 dögum, eða þau ár- töl, sem deilanleg væru með fjórum. En nú er lengd ársins, nákvæm lega talið, 365 dagar, 5 tímar og 46 sekúndur, svo að júlíanska árið var 11 mín. og 14 sek. of langt, en sá munur gerir heilan dag á 128 árum. Þessari skekkju höfðu menn veitt athygli á kirkju þinginu í Nikæa árið 325, en það var Gregorius páfi VII., sem réð bót á skekkjunni árið 1582. Þá var skekkjan orðin 10 dag- ar. Leiðrétti hann hana með því að stytta árið 1582 um þessa daga, og skrifa 15. október í stað 5 okt. Þá var og ákveðið að fella niður þrjá hlaupársdaga á hverj- um 400 árum, þannig að þau aldamótaártöl ein, sem deilan- leg væru með 400 skyldu vera hlaupár (1600, 2000, 2400 o. s. frv.) Þetta nýja tímabil sem kallað var hið gregoriska var tekið upp 1582 í hinum kaþólsku löndum ítalíu, Spáni, Portúgal og Frakk- landi. í Sviss komst þaó á smátt og smátt á nokkrum öldum; sumar kantónurnar tóku það upp 1582, en síðustu ekki fyrr en 1812. Flest kaþólsku ríkin í Þýzkalandi, Flandern og Niður- löndum tóku það upp 1583, Ung- verjaland 1587 og Lúterstrúar- ríkin í Þýzkalandi árið 1700. Sama ár var þetta tímabil tek- ið upp í Danmörku, Islandi og Noregi; var þá fyrsti marz lát- inn koma næst á eftir 18. febrú- ar, en dagarnir á milli felldir niður. Stóra Bretland innieiddi gregoriska fimabilið 1752, en Svíar 1753. Napoleon tók það upp í annað sinn 3 Frakklandi 1806 og nam úr gildi tímatal byltingarmanna. Árið 1873 tóku Japanir upp tímatalið. Búlgarar 1916, Sovétríkin 1918, Rúmenía og Grikkland 1924 og Tyrkland 1927. Þó skortir mikið á, að allar þjóðir heims noti þetta tímatal. "Kínverska tímatalið", sem bygg ist bæði á sólári og tunglári, er notað algerlega eða að nokkru leyti — af 450 miljónum manna í Asíu, Múhameðs almanakið af 275 miljónum í Asíu og Afríku; og í Indlandi eru 17 mismunandi tímatöl, sem 320 miljónir manna nota. Tímatal Múhameðsinna hefst með Hdsjira cða flóttaári spá- mannsins frá Mekka til Medina, en miðast þó ekki við sjálfan flóttann, heldur frá fyr§ta degi árs þess er flóttinn varð, nfl. 15.—16. júlí árið 622 e. Kr. 1 Hedsjira-árinu eru 12 tunglmán- uðir og hefst hver mánuður með nýju tungli. Tímatal þetta tekur ekkert tillit til sólarinnar, þann- ig að á 32x/2 ári hefir hver mán- uður hreyfst yfir allar árstíðir. Gyðingar miða ártöl sín við sköpun heimsins, og hjá hinum heittrúuðu er nú árið 5704, því að eldri telja þeir nú ekki heim- inn, hváð svo sem jarðíræðing- arnir segja um þetta mál. Ann- ars var álíka aldur á heiminum tilfærður í íslenzka almanakinu til skamms tíma. Gyðingar byggja tímatal sitt bæði á gangi tungls og sólar. Samræma þeir þetta með því að skjóta inn a«ka mánuðum hvert þriðja ár, sjötta, áttunda, ellefta, fjórtánda og nítjánda ár, á hverju 19 ára milli bili. Mánuðirnir ery ýmist 29 eða-30 dagar, en dagafjöldinn á árinu er breytilegur, eftir því hvort það er 12 eða þrettán mán- uðir. Öll þessi mismunandi almanök valda ruglingt og erfiðleikum, eigi aðeins í alþjóðaviðskiftum heldur einnig innan einstakra landa. Sem dæmi um þetta má nefna Jugoslaviu, þar sem greg- oriska tímabilið gildir, í orði kveðnu og er notað af öllum opinberum stofnunum. En mest- ur hluti þjóðarinnar heldur trú við júlinskatímatalið og notar það í skiftum sín á milli. Einnig eru margir Múhameðsinnar í landinu (að vísu af slafneskum uppruna), og nota þeir sitt tíma- tal, en Gyðingarnir — sem flest- ir eru af sefardiskum (spönsk- um) uppruna, nota tímatal Gyð- inganna. Það væri mikill léttir ef greg- oriska almanakið yrði tekið upp í öllum löndum, en áður þyrfti þó að gera á því ýmsar breytingar, því að skipun þess er alls ekki hagfeld. Aðeins tveir mánuðir saman hafa sama dagafjölda, nfl. júlí og ágúst. Aðeins tveir mánuðir og ágúst, og þó því aðeins að ekki _sé hlaupár. Alltaf verður að líta á almanakið til þess að sja hvaða vikudag hvern mán- aðardag ber upp á. Það væri hag- felt, ef vikudagana bæri upp á sama mánaðardag, ár eftir ár, og þetta er afar auðvelt að gera. Hugsum okkur skólaleyfin, sem sífelt byrja og enda á mis- munandi mánaðardegi, vegna þess að tilit verður að taka til vikudaganna. Eða kaupsýslu- manninn sem hefir fengið verð- mæta reynslu af því, hvernig hann eigi að haga auglýsinga- starfsemi sinni fyrir jólin. Næsta ár getur sú reynsla verið lítils virði, vgena þess að aðfangadag ber upp á annan vikudag. í New York er gefið út tímarit sem nefnist "The Journal of Cal- ender Reform" og gefur sig að þessum málum. Og alþjóðafélag er einnig til, sem berst fyrir lag- færingu á gregoriska tímabilinu, og hefir samið tillögu að hinu svonefnda "Alheims-almanaki". Þar er tólf mánuðum ársins skift í fjóra ársfjórðunga og eru þeir allir jafn langir. Hvert ár byrjar á sunnudegi, og hver árs- fjórðungur líka. Fyrsti rnánuður hvers ársfjórðungs hefir 31 dag, en hinir 30 daga hver. Þannig eru 91 dagur í hverjum árs- fjórðungi og eru þá fengnir 364 dagar. Og í hverjum mánuði eru jafnan 26 virkir dagar og réttar 13 vikur í ársfjórðungi hverjum. Þetta verða 364 dagar. — En dagurinn, sem vantar upp á ár- ið er svonefndur aukalaugardag- ur og er látin koma á eftir laug- ardeginum 30. desember. Þessi gamlársdagur skal talinn "al- heimsfrídagur." Hlaupársdeginum er skeytt inn á eftir laugardeginum 30. júní. Þetta dagatal er einfalt og hag- felt og hefir marga kosti. Þar er samræmi og óbreytileiki. Sá, sem er fæddur á þriðjudegi á jafnan afmælisdag á þriðjudegi, alla æfi. Aðfangadagur og nýárs- dagur verða jafnan á sunnudegi, svo að jafnan verður þríheilagt á jólunum. Fálkinn. Hver fann loftvogina? Torricelli hét maður suður á ítalíu trúmaður mikill, sem árið 1608 eignaðist son, er hann nefndi Evangelisto. Þegar Evan- gelisto Torricelli kom til vits og ára, komst hann í kynni við Galileo Galilei. og varð bráðlega aðstoðarmaður hans. Hann var frábær að þekkingu sinni í stærðfræði og eðlisfræði, og mun hafa átt drjúgan þátt í því, er Galilei húsbóndi hans gerði á ýmsum sviðum. Meðal annars gerði hann ýmsar umbætur á stjörnukíki Galileis, og á heiður af því undratæki, ásamt læri- meistaranum. Svo er talið, að loftvogln hafi orðið til, í framkvæmd manns- andans, árið 1643. Þá var Torric- elli prófessor við háskólann í Firenze, sem ýmsir rangnefna Florenz. Þar var prófessorinn að gera loftvogir. Hann notaði kvikasilfur í mæliásinn, en tveim árum síðar frétti hann, að hinn frægi þýzki eðlisfræðingur, Otto von Guericke, væri að sýsla við samskonar tilraunir. en notaði vatn til að syna útþenslu, við misjafnan loftþunga. En loftvog Guerickes var yfir tíu metra há pípa, hol að innan og með vatns- geymi að neðan. Var hún gerð úr messing að neðanverðu, en úr gleri að ofan. Vatnsgeymir- inn, sem pípan stóð í, var lokað- ur að ofanverðu. Eins og sjá má af lýsingunni var þetta áhald Guerickes svo fyrirferðamikið, að það var vel til þess fallið, að halda á því sýningar fyrir al- menning, svo sem oft hefir verið gert á ýmsu, sem minna máli skifti fyrir framtíðina. En fólki þótti skrítið að sjá, að vatnið í hinni tíu metra háu súlu Gueric- kes steig jafnan þegar gott veð- ur kom á eftir, en hneig fyrir leiðu veðri. Þetta þóttu galdrar. "Veðurmaðurinn" hans Gueric- kes varð töfraþing, fólk trúði á hann — en vitanlega var göldr- um til að dreifa þarna. Guericke hlaut að hafa svarið sig sjálfum djöflinum og lofað honum sálu sinni, fyrir þessa galdra. Þeir voru fæstir, sem gátu látið sér detta í hug, að það væri bara loftþrýstingurinn, sem væri þess um hreyfingum á súlunni í gler- hylkinu valdandi. Súla Guerickes með vatninu, sem þarf yfir tíu metra til að ná að sýna hæðarmun, datt fljótt úr sögunni. En kvikasilfrið hans Torricelli stendur enn við lýði. — Síðan hafa aðrir komið til sögunnar, og gert loftvogir með öðru móti. Þeir hafa notað út- þenslu málmanna til þess, að gera loftvogir — nákvæmar og vissar — með vafningsstreng úr málmi. Á flestum heimilum ver- aldar, þar sem loftvogir eru til, er það þesskonar loftvog, sem sést á veggnum, Aneroid Baro- meter eru þær kallaðar. Þessi loftvog er í rauninni gerð úr blikkdósum, en mismunandi þensla loksins á dósinni, stýrir vísi, sem segir til um loftþyngd- ina, eins og vísir á úri. Þessar loftvogir eru býsna góð ar og ábyggilegar til notkunar almenningi. En veðurstofur og þvílíkar vísindastofnanir, nota enn í aðalatriðum uppgötvun Torricellis: súluna með kvika- silfrinu. Hún verður einn ábyggi legustu, einkum síðan hægt var að gera' glersúluna þannig, að hún yrði ekki fyrir sam- eða sundurdrætti, sem gæti villt sjónir úm þann réttan aflestur, sem veðurfræðingur nútimans þarf að hafa, þegar hann ályktar um örsmáa hreyfingu vindsveipa eða annara fyrirbrigða — í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. En veðursjár og véðurfræði eigum við fyrst og fremst loft- voginni að þakka —og Torricelli. Á KVÖLDVÖKUNNI ' "Mér þykir leiðinlegt að heyra að hann Pétur hefir 'stungið af' með konuna þína. Eg sem hélt að hann væri bezti vinur þinn?" "Hann er það, en hann veit það ekki ennþá." • í borginni Cleveland i Ohio í Bandaríkjunum eru HOþúsund Rauða kross meðlimir. Eru það fleiri en í nokkurri annari borg í Bandaríkjunum. • Vylin, sem býr til eldspýtur, var fundin upp árið 1888 af Ameríkama, Ebenezer Beechex að nafni. Nýiustu slíkar vélar framleiða hvorki meira né minna en 1,250,000 eldspítur á klukkustund. Kaupendur á Islandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ 15. oktober EIRÍKUR STEFANSON íslendingur að ætt Mjólkurbúsma*ður við Oak Poinl. Framsýnn og góðum hæfileikum gæddur. Biríkur- Síefánsson leitar aðstoðar og styrks allra lesenda þessa blaðs í St. George kjórdœmi í fylkiskosningunum, mánudaginn 15. okt. Hann hefir lofast til að gefa bæði tíma og vinnu, og að beita öllum kröftum til þess að vilja fólksins verði framfylgt í þessu fylki eins og honum hefir verið framfylgt í Saskat- chewan undir leiðsögn C.C.F. stjórnarinnar þar. í því fylki hefir C.C.F. stjórnin komið meiru í framkvæmd á einu ári, bændum og verkamönnum til hags, en hin fráfarandi stjórn hafði gert á öllu sínu kjörtímabili. Sú stjórn vann fyrir hag einokunar og auðfélaga. C.C.F. vinnur fyrir hag lítilmagn- ans. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ C.C.F. í St. George kjördæmi, merkið kjörseðla yðar þannig: Lesið stefnuskrá C.C.F. og sannfærist um nauðsynina til að greiða atkvæði með umsækjendum C.C.F. Published by C.C.F. ELECTION COMMITTEE, OAK POINT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.