Lögberg - 08.11.1945, Page 1

Lögberg - 08.11.1945, Page 1
PHONE 21374 and r*' ^ V***« fVR s A Complete Cleaning Institution PHONE 21374 uoViol^ YVOOV' og-^oe ^urv^*’ fVJ* A Complete Cleaning Institution 58. ARC-ANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1945 NÚMER 45 LEITAR ENDURKOSNINGAR í BÆJARRÁÐ • , X Victor B. Anderson BÝÐUR SIG FRAM I SKÓLARÁÐ Séra Philip M. Pétursson LEITAR KOSNINGA TIL LEITAR ENDURKOSNINAR BÆJARRÁÐS í BÆJARRÁÐ Paul Bardal Nýr viðskiptasamningur Nýjar fregnir frá London láta þess getið, að King forsætisráð- herra hafi gert þann lang um- fangsmesta viðsk\ptasamning við Bretland, er nokkru sinni hafi undirritaður verið í verzlunar- sögu þessara tveggja aðilja; á- kvæði þessa samnings hafa enn eigi veríð birt. SILKISIF (Vísur Örvar-Odds) Eftir víðförullt líf mitt milli landa kom eg loks í þá sólroðnu borg, þar sem ungmær í yndisleik sínum hefur orðið mín gleði og sorg. Því að undrunarverð eru hjartans hrif. Hvar sem geng eg og fer, aldrei gleymi eg þér, drottning æskunnar Silkisif. Þótt eg sniðbeiti langt fjarri löndum og í löðrandi brimhnútum sé, yfir stafninum svipur þinn stendur, og hann stafar á unnir í hlé. Gegnum rjúkandi hrannir og drafnar drif hef eg fundið þann yl, sem er fegurstur til, voryl hjarta þíns, Silkisif. Eg hef unnið mér hetjunnar hróður, þannig handlék eg örvar og sverð. Og með ljóðfrægð og loggyllta bauga kom eg lofsæll úr Bjarmalandsferð. Því að gullblær um nafn mitt og sagna svif. En eg léti þá frægð og þá fjármuna gnægð fyrir hönd þína, Silkisif. Þó er lán mitt við haf og við hernað. Þar á heimurinn fullkominn svip. Engin ró, engin borg, engin brúður getur bundið mitt víkingaskip. Og hin leitandi sál er sem bárubif. Því er ástin til þín bæði ógæfa mín og mín hamingja, Silkisif. Guðmundur Ingi. —Sjómannablaðið. Hitler ábyggilega dauður Brezk rannsóknarlögregla, sem lengi hefir verið að grafast fyr- ir um það, hvort Adolf Hitler Væri á lífi eða ekki, hefir nú, að því er Berlínar fregnir herma síðastliðinn föstudag, sannfærst um að nú leiki ekki nokkur minsti vafi á því, að hann hafi skotið sig til dauðs í ríkiskanzlara byggingunni, klukkan hálf þrjú síðdegis þann 30. apríl síðastlið- inn, og að kona hans, Eva Braun, er hann gekk að eiga kvöldið fyrir, hafi á sama stað og tíma, og maður hennar skaut sig, fyr- irfarið sér á eiturblöndu; var Berlín, er þetta gerðist, umlukt á alla vegu af herjum hinna sameinuðu þjóða, og kanzlara- byggingin svo að segja í björtu báli. Það fylgir sögu, að Joseph Goebbels, áróðursráðherra Naz- istastjórnarinnar, hafi hlutast til um að líkin yrði brend. Frá Englandi Síðastliðinn fimtudag, fóru fram sveita og bæjarstjórnar- kosningar í Bretlandi hinu mikla og lauk þeim með slíkum geisi- sigri fyrir verkamanna flokkinn, að conservatívar og Liberalar mega í raun og veru teljast úr sögunni á þessum vettvangi hins brezka stjórnmálalífs. Hugh Dalton, fjármálaráð- herra Breta, lýsti yfir því í þing- ræðu á miðvikudaginn í fyrri viku, að hin nýja verkamanna- stjórn hefði þegar einsett sér, að þjóðný^ alt tal- og ritsíma- kerfi landsins, og að virkar at- hafnir varðandi framkvæmd þessa mikla nauðsynjamáls, væri þegar hafnar; áður hafði stjórn- in kunngert, að ráðstafanir varð- andi þjóðnýtingu Bank of Eng- land, væru í þann veginn að verða fullkomnaðar. Svó stormasamt var við strend- ur Englands í nokkra daga í fyrri viku, að siglingar að miklu leyti tepptust. Húsnæðismálin r í Winnipeg Nýlega varð það að ráði að til- hlutan bæjarstjórnarinnar í Winnipeg, að Mr. H. B. Scott, bæjarráðsmaður fyrir 2. kjör- deild, yrði sendur austur til Ottawa með það fyrir augum, að reyna að knýja sambands- stjórnina til nokkurrar úrlausn- ar varðandi húsekluna hér í borg inni; enn er eigi að fullu kunn- ugt um árangur fararinnar, þó víst sé, að hann verði nokkur. Seinni part fyrri viku komu þær fregnir frá Ottawa, að birgðaráðherrann, Mr. Howe, hefði fallist á að reist yrðu 400 ný hús hér í borginni, eins fljótt og því yrði við komið, og að vinna við 150 af þeim skyldi taf- arlaust hafin; hét hann því, að nægt byggingarefni yrði við hendi, svo auðnast mætti að halda áfram vinnu við áminsta húsagerð slindrulaust; það fylg- ir sögu, að Mr. Scott hafi ekki verið myrkur í máli við þá höfð- ingja austan lands, er hann komst í tæri við, og kemur það kjós- endum hér um slóðir engan veg- inn á óvart, því þeir hafa nokk- ura reynslu fyrir því, að hann hafi munninn fyrir neðan nef- ið. NÝ ÚTGÁFA AF LJÓÐUM BPARNA THORARENSEN Bókfellsútgáfan hefir nýlega sent frá sér nýja útgáfu af ljóð- um Bjarna Thorarensen. Er hún ljósprentuð eftir fyrstu útgáf- unni, sem út kom 1847. Hefir Bókfellsútgáfan fengið leyfi Bók mentafélagsins til endurprentun- •ar þessarar. — Bókin er prent- uð í Lithoprent, frágangur henn- ar og band er mjög prýðilegt. — Munu margir fagna því, að fá aftur ljóð Bjarna. Mbl. 3. okt. Kveðjuorð Eg sá það í síðustu íslenzku blöðunum, að Dr. Sveinn Björn- son er sextugur. Helminginn af þeim aldri hefir hann verið starf- andi læknir. Við hér samankomin í dag ámum honum til lukku og blessunar á þessum afmælisdegi og óskum að hann eigi marga fleiri fyrir framan sig. í þessu lífi, sem við lifum hér„ eru menn altaf að mætast, og svo líka altaf að skilja. Vanalega mætast menn fyrst undir hversdags kringumstæð- um, og það er kynningin, sem á eftir fer, sem gerir það mót á- hrifaríkt í hugskoti þínu eða það gagnstæða. Öðru máli er að gegna með skilnaðinn: hann fær misjafnlega mikið á þig, eftir því hvað sá er þú skilur við, hefir fest djúpar rætur í meðvitund þinni. Þegar þú skilur við mann, sem þú hefir ekki getað samrýmst í hugsunum eða gjörðum, þó eftir langa kynningu sé, er söknuður- inn ekki sársauka blandinn. Öðru máli er að skifta, þegar um skilnað náins skyldfólks er að ræða, þá er allur skilnaður sársauka bundinn, en nær þó ekki nema til tiltölulega fárra. En þegar maður tapar góðum vin og félagsbróður og starfs- manni úr því bygðarlagi, sem maður ann, þá er söknuðurinn mikill, því hann er almennur. Við erum stödd hér í dag til að kveðja læknishjónin Dr. Svein Björnson og hans ágætu konu; þau hafa starfað á meðal vor í Nýja íslandi um 30 ára skeið, og hvarvetna getið sér hinn bezta orðstír. Af hjarta söknum við þeirra, en við trúum því, að sá hnekkir sem við verðum fyrir við burtför þeirra úr þessu bygðar- lagi, verði gróði einhvers annars bygðarlags, þar sem þau festa fót sinn. Eg hefi tekið að mér að tala nokkur orð í garð læknisins. Mér er það ljúft, þó eg viti fyrir fram að eg geri því máli ekki þau skil, sem við ætti. Eg skal ekki bera hann neinu oflofi, og ekki vildi eg lasta hann. Það fyrra yrði honum ógeðfelt; það síðara ætti hann ekki skilið. Eg vil þá bara minnast á hann nokkrum orðum, eins og hann hefir komið mér fyrir sjónir á þessu tímabili, sem við höfum verið samtíða hér í Árborg. Dr. Björnson kom frá Islandi 18 ára gamall, með tvær hendur tómar, en óþrjótandi löngun til að mentast og verða nýtur mað- ur. Þetta hvorutveggja öðlaðist hann. Með frábærri þrautseigju barðist hann áfram þrátt fyrir það þótt brekkan væri brött og erfið upp í móti að sækja, og mun hann hafa orðið að ganga að al- gengri daglaunavinnu til að geta kostað mentun sína. Viljinn var óbilandi og með þreki og iðni tókst honum að ná markinu. Hann vann sig áfram í gegnum háskóla og læknaskóla. Eg veit ekki hvaða örlög hafa ráðið því, að hann varð læknir í Nýja Islandi, en eg get þess til að hann sjálfur hafi helzt kosið að vinna meðal Islendinga, þó flest önnur starfsvið hefðu orðið honum happadrýgri peningalega. Fyrst var hann nokkur ár læknir að Gimli, þar til hann flutti til Árborg árið 1919, og hefir verið lænkir okkar síðan. Við höfum verið happadrjúg með Dr. Björn- son sem lækni okkar. Ýmsir hafa sagt að hann hafi ekki verið nógu áræðinn og hafi sent fólk frá sér á betri læknastofnanir, en mitt álit er, að hann hafi þar haft ykkar hag fyrir sjónum sér en ekki sinn eiginn. Og það get eg sagt ykkur með sanni, að enginn læknir hefði tekið á sig meiri á- byrgð en hann hefir gjört, með engin tæki við hendina nauðsyn- leg við lækningar, svo sem Hos- pital, X-ray og Laboratories. Það er ekki mikill vandi að vera læknir í stórbæjunum, þar sem þú getur rétt út hendina eftir öllu, sem þig vanhagar um. En það er mikill vandi að vera lækn- ir úti á landsbygðinni, þar sem þú hefir ekkert, sem þig vanhag- ar um, nema reynsluna. Dr. Björnson hefir unnið vel úr þeim tækifærum, sem hann hafði, og ekki skil eg í því að nokkur mað- ur hafi honum last að bera. Eg má geta þess, að í 29 ár, sem hann hefir verið læknir, að aldrei hefir honum mistekist og mun það vera einsdæmi. Ekki flytur hann auð með sér frá okkur Ný-íslending- um; inntektir hans hafa ekki far- ið fram úr því, að sjá sómasam- lega fyrir fjölskyldu sinni og menta börnin. En það er annað, sem hann flytur með sér héðan, og það er óskift þakklæti fólksins, sem hann starfaði fyrir, og hann flyt- ur með sér líka blessunaróskir vesalinganna, sem ekki höfðu ráð á að borga fyrir sig, en fundu þó að þeir voru stundaðir með sömu alúð eins og þeir, sem meira máttu sín. Hver einn af okkur sem höfum haft kynni af honum, megum leita aftur í tímann, og skrifta fyrir sjálfs okkar hug- skoti og mun þá ýmislegt koma í ljós, sem minnir okkur á mann- kærleika og hjálpsemi þessa góða vinar okkar. Allir vita hvað hann hefir verið trúr kalli sínu og með afbrigðum duglegur og samvizkusamur; hann hefir hvorki látið ófær veður né ófær- ar brautir hamla sér frá að vitja sjúkra, jafnvel þótt hann þyrfti að kosta miklu til, en hefði litla von um endurgjald í aðra hönd. Það er því með sárum trega, að við kveðjum hann, sem lækni okkar; vér þökkum honum fyr- ir vel unnið starf vor á meðal og árnum honum alls góðs í fram- tíðinni. Eg veit þið minnist þess öll, að við hvaða tækifæri hér um slóð- ir, og hvers sem varð að minnast, hefir verið farið til Dr. Björnsons og hann fenginn til að yrkja ljóð í minningu þess. Margt af þessu og ýmsu öðru, hefir komið á prent í íslenzku blöðunum, og má teljast í flokki með því bezta, sem út hefir komið í ljóðagerð hér vestan hafs. Allan þann tíma, sem hann hefir verið hjá okkur hér í Árborg, hefir hann auðgað anda sinn með því að kveða ljóð. Mig breztur þekkingu til að dæma um ljóðagerð hans, enda skal það látið ógert, en eitt hefir vakið sérstaka eftirtekt mína, og það er, að ljóðin hans eru gjör- samlega laus við persónulegar ádeilur. Kveðskapur allur frum- legur og andinn háfleygur. Það er ómögulegt að það hafi ill áhrif á nokkurn mann, að lesa ljóðin hans eða kynnast þeim, miklu frekar mundi það vekja yl í sál þinni, heldur en það gagnstæða. Dr. Björnson mun nú alment vera álitinn að standa framar- lega í röðinni sem vestur-íslenzkt ljóðskáld. Við vonum að hann megi framvegis hafa tækifæri að leggja meiri rækt við þá gáfu, því þar er brfiutin endalaus, og eg hygg að hann eigi eftir að leggja drjúgan skerf til íslenzkra bókmenta hér vestan hafs. Sem félagsmaður hefir hann unnið vel og dyggilega að þeim málum sem hann hefir látið sig skifta; persónulega hefi eg haft kynni af honum innan vébanda frímúrarar-reglunnar hér í Ár- borg, og svo í deild Þjóðræknis- félagsins hér í Árborg. Eg vil segja, að fáir hafi unnið íslenzkri þjóðrækni þarfara verk hér um slóðir heldur en hann hefir gjört, og eg er sannfærður um, að það hefir verið honum ljúft verk, af því að hann er svo sannur Islend- ingur. Eg minnist, að einu sinni í sam- tali við hann, sem hneigðist að þjóðrækni, gat eg þess að eg væri Canada-maður fyrst, og þar næst íslendingur. Hann svarar og Seg- ir: “Ekki er eg það; eg er íslend- ingur fyrst og æfinlega.” Afstaðan hjá okkur báðum er mjög svo eðlileg, þegar að því er gáð, að alt hans veganesti upp að 18 ára aldri var alíslenzk menn- ing; aftur á móti upp að þeim aldri var eg undir canadiskum áhrifum. Við virðum hann fyrir hvað hann er trúr sonur íslands. Það ættu allir að vera, sem fyrst hafa séð þar sól. Nú er Dr. Björnson að hverfa frá okkur eftir langt og strangt starf. Nú er starfið að verða hon- um um rnegn, missvefn og vetr- arkeyrslur hefir hann orðið að berjast við nú samfleytt nær 30 ár, og á þarafleiðandi heimting á gagnvart sjálfum sér, að fá hvíld frá þessu erfiða starfi. Samt sem áður vonumst við eftir að hann beri hlýjar endur- minningar til Árborg. Hér hefir hann átt fyrirmyndar heimili og hér hafa börnin hans fæðst og verið alin upp; hér hefír hann eignast vini, sem hafa glaðst með honum á góðum stundum, en sem líka hafa tárfelt með honum þeg- ar sorgir hafa barið að dyrum. Og þegar við kveðjum lækninn okkar góða, þökkum við honum af hjarta fyrir alt gott af hendi leyst í vorn garð. Við þökkum honum fyrir skyn- samlegar og góðar ráðleggingar. Við þökkum honum fyrir sam- vizkusemina í starfinu. Við þökkum honum fyrir dugn- aðinn og þrautseigjuna. Við þökkum honum fyrir alla kímni og gaman, sem við höfum orðið aðnjótandi í hans félags- skap. Við þökkum honum fyrir kur- teisa og prúða framkomu. Við þökkum honum fyrir hvað hann hefir verið hreinskilinn við oss. Við þökkum honum fyrir fram úrskarandi gestrisni og allar glaðar stundir, sem við höfum notið á heimili hans. Við þökkum honum fyrir alla vináttu oss auðsýnda. Og lengi munum við muna Dr. Björnson. M. M. Jónasson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.