Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1945
5
ÁHI I AViAI
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
EINSPIL
(Solitaire)
Nú. fer veturinn að ganga í
garð. Stundum á hinum löngu
vetrarkvöldum, þegar of kalt er
fyrir þig að fara út, eða fyrir
kunningja þína að heimsækja
þig, þá langar þig til þess að gera
þér eitthvað til skemtunar. Þú
ert þreytt á að hlusta á útvarp-
ið, lesa, prjóna eða sauma; þig
langar til að spila, en hefir eng-
an til að spila við. Jæja, þá
skaltu bara spila við sjálfa þig.
Þú kant sennilega “Klondike”.
Margir hafa gaman af að spila
það; það er mjög algengt spil.
Fyrsta spilið, sem þú leggur á
borðið snýr upp, en næstu 6 spil-
in snúa niður, svo leggur þú spil
upp í loft á annað spilið, og svo
5 spil sem snúa niður, þannig
heldur þú áfram þar til efstu
spilin á hinum 7 stöflum snúa
upp. Ef eitthvað af þessum spil-
um eru ásar, þá leggur þú þá á
borðið fyrir ofan, og snýrð upp
næsta spili. Takmarkið er að
byggja upp alla litina í röð frá
ásum upp í kóng.
Nú gefur þú þrjú spil í einu,
ef að þú getur ekki lagt spil á
ásana, þá reynir þú að koma því
*á hin spilin í borðinu; þú spilar
rauða litnum á svarta litinn, í
röð niður, t. d. svartri tíu á rauð-
an gosa, rauðri níu á svarta tíu,
o. s. frv. Ef að eitt plássið er
autt má leggja þar kóng, þannig
heldur þú áfram að gefa þrjú og
þrjú spil þar til þú ert búin að
koma öllum spilunum á ásana,
eða eins mörgum og hægt er.
“Klondike” spilið er að mestu
lukkuspil, en til eru önnur spil,
sem þú getur spilað við sjálfa
þig, sem æfa minnið, venja þig
við að einbeita huganum og
skerpa hugsunina. Eitt slíkt spil
heitir Útreikningur; það er spil-
að svona:
Legðu ás, tvist, þrist og fjarka
á borðið í hvaða lit sem er»
Stokkaðu hin 48 spilin, sem eftir
eru, og snúðu einu spili upp í
einu. Takmarkið er að koma öll-
um spilunum á hin fjögur, sem
eru á borðinu í þeirri röð, sem
hér segir;
Á ásinn — 2, 3, 4, 5, o. s. frv.
upp að kóng.
Á tvistinn, (sleptu öðru hvoru
spili í röðinni) — 4, 6, 8, 10,
drotning, ás, 3, o. s. frv.
Á þristinn (sleptu þriðja hvoru
spili) — 6, 9, drottning, 2, 5, 8,
o. s. frv.
Á fjarkann — 8, drotning, 3, 7,
gosi, 2, 6, 10, ás, 5, 9, kóngur.
Ef ekki er hægt að koma spil-
unum, sem þú dregur ofan af
stokknum í þessar fjórar spila-
raðir, þá lætur þú þau á borðið
fyrir neðan, og snýrð þeim upp.
Ekki má hafa nema fjóra slíka
úrgangsstafla. Efstu spilunum
af þessum stöflum er spilað upp í
spilaraðirnar þegar tækifæri
gefst. Þú skalt varast að leggja
ofan á þau spil, sem þú þarft að
nota á undan öðrum spilum.
Kóngarnir t. d. mættu vera neðst
í stöflunum því þeim er spilað
síðast.
Eins og nafnið bendir til, er
það mest undir útreikningsgáfu
þinni komið, hve vel þér gengur
við þetta spil; þeir sem spila það
rétt, geta oftast komið öllum spil-
unum upp í spilaraðiirnar. Nú
skaltu prófa sjálfan þig til að sjá
hvað þú ert góð í útreikningi.
iaill!
Æskuminningar
Eftir Kristínu í Watertown
Fólkinu þótti líka gaman að
kveða fallegar vísur á sumar-
daginn fyrsta um sumarið og hin
fögru landspláss á íslandi. Pilt-
ar gengu fram og inn kveðandi:
Ljósið fæðist, dimman dvín,
dofnar næðið fróma;
loftið glæðist, láin skín,
landið klæðist blóma.
Lifnar hagur, hýrnar brá
hindrast baga gjörðin;
ó, hvað fagurt er að sjá
ofan í Skagafjörðinn.
Fyrir handan mold og mar,
mér þegar heimkvæmt yrði;
ó, að landið eilífðar
Eyja- líktist -firði.
Sigfús í Fagraskógi orkti vís-
ur þessar, ásamt fleirum.
Þá var hátíðarmikill fögnuður
fyrir ungdóminn, er við byrjuð-
um að hugsa til jólanna með
gleði og tilhlökkun. Með vetrar-
komu sáum við í anda bjarta og
ljómandi borg, með stjörnu dýrð-
arinnar yfir sér.
Fermingarvorið mitt var lengi
andlegur sólargeisli í hjarta
mínu; eg hafði svo mikla ánægju
af að uppfræðast í guðsorði.
Presturinn, sem fræddi okkur
fermingarbörnin, var séra Páll á
Völlum, bezti prestur, góðmenni
og skáld. Hann setti mig efsta
af stúlkunum við ferminguna.
Þetta var þá kirkjusiður, en mér
líkaði það ekki, því eg vorkendi
börnunum, sem neðst voru sett
í hringinn. Vona eg að þetta sé
lagt niður í kirkjunni löngu síð-
an, að setja eitt barnið efst en
annað neðst.'
Mig langaði mikið til að halda
áfram að læra andleg fræði; eg
hafði svo margar sannanir fyrir
guðs náðar nálægð, hjálp og
handleiðslu. Guð hafði læknað
mig af sjúkdómi, sem var álitinn
innvortis meinsemd, fyrir mínar
barnalegu bænir. Þessi meinsemd
hefir aldrei gjört vart við sig
síðan. í æsku var eg oft vakandi
á nóttum og sá í anda ljóshim-
inn svo skínandi og fagran, að
ekki er hægt að lýsa því með
orðum. Vissulega var Drottinn
að sýna mér dýrð sína og nálægð,
og alt í gegnum lífið, sem oft
hefir verði þyrnum stráð, eins
og sumra, hefir önd Drottins
leitt mig, og hann hefir verið
mér faðir, leiðtogi og fræðari.
Nokkru fyr en hér er komið,
hófust Ameríkuferðir á íslandi.
Guðlaugur móðurbróðir minn
var þá vinnumaður á Kjarna i
Eyjafirði, hjá Páli Magnússyni,
sem þá var agent vesturfara, og
tók á móti innskriftargjaldi.
Guðlaug frænda fýsti nú vestur
um haf og vildi hjálpa okkur
með ráðum og dáð, en peningar
voru ekki fyrir hendi og fargjald
afardýrt á þeim tíma. Guðlaugur
fór svo vestur árið 1874, og settist
að í Toronto, en seinna fór hann
til Winnipeg. Eftir tvö ár sendi
hann okkur peninga, svo for-
eldrar mínir gátu komist vestur
með tvö yngri börnin, Pétur og
Rósbjörgu, en við tvö hin eldri
urðum eftir heima og fórum í
vist.
Guðlaugur frændi var góður
maður, bókhneigður og trúræk-
inn. Hann átti bók, sem hann
unni og las í daglega jafnframt
biblíunni. Bók þessi var Njóla
eftir stjörnuspekinginn hann
Björn Gunnlaugsson. Þar voru
margar fallegar vísur og kunni
hann fjölda af þeim. Ein vísan
er þessi:
Eilífð fríð og alvídd kær,
á það skulum hlýða,
sitja eins og systur tvær,
sem guðsríki prýða.
Fyrirhyggjan fögur þín
finnur tryggar leiðir;
ástin, sem um eilífð skín
um allan heim sig breiðir.
Við sögðum Gulaugi að hann
væri með hugann uppi í stjörn-
unum meir en á jörðu. “Já, þar
vil eg vera, sagði hann, þar er
engillinn hans Björns Gunn-
laugssonar.”
Á þeim árum var glatt í sveit-
um; mest talað um vesturfarir.
Bændur kornu hver til annars og
sögðu frá því, sem þeir höfðu
heyrt um þetta blessaða land
með sínar allsnægtir, frelsi og
mentun. “Alt er lagt upp í hend-
urnar á okkur,” sögðu þeir:
“garðjurtir, aldini, rúsínuflekkir
og blóm verða alt í kringum
okkur. “Já, eina eða tvær kýr
verðum við að hafa,” sagði þá
ein konan, “þær eru blessaður
búbætir hvar á jörðu sem eru.”
“Þá líka verðum við að hafa
hesta okkur til skemtunar, þegar
grasið sprettur vetur og sumar.”
Svona talaði fólkið og hló og
spaugaði. Sumt af þessu var
agenta-skr um, en oft hefir mér
komið í hug að glaðlyndi íslend-
inga hafi létt þeim byrði lífsins
að stórum mun. Hitt vissi eg
með sanni, að þeir, sem fluttu af
landi burt á þeim tíma, gjörðu
það af hinni langþráðu ástæðu
eða löngun, að bæta kjör sín og
sinna, losast við baslið og arð-
laust strit. En við öll fundum
það út, eftir að hingað var kom-
ið, að við sjálf þurftum að erfiða
fyrir nægtum okkar, og er það
mikil blessun.
Kaupmannahafnarbréf
Á slóðum íslendinga við
Eyrarsund.
Árið 1936 stofnaði íslenzkur
prentari er býr við Engtoftsvej
í Kaupmanna höfn, Þorfinnur
Kr:,stjánsson að nafni, íslenzka
fréttastofu þar í borg og nefncii
hana “Presseburauet Island.”
Sendi, hann dönskum blöðum,
ríkisstjórn Dana og ýmsum
sfofnunum, sem skifti hafa við
Íslendinga, fréttatilkynningar
tvisvar í mánuði. Eftir hernám
Þjóðverja 1940 varð hann að láta
þessa starfsemi falla og sat við
það öll stríðsárin. En í júlí-
mánuði í sumar hóf hann þetta
starf að nýju. Heimildir þær,
sem hann byggir þessar frétta-
tilkynningar sínar aðallega á,
eru íslenzk blöð og opinberar
skýrslur. Væri þess vert, að ís-
lenzkir aðilar styddu hann í
sjálfsboðsstarfi hans og létu
honum ókeypis í té blöð og tíma-
rit og önnur gögn, sem honum
mætti að haldi koma. Það væri
sú minnsta uppörfun, er við
heima-íslendingar gætum veitt
h.onum. — í eftirfarandi frétta-
bréfi, sem hann hefir sent Tím-
anum, lýsir Þorfinnur ýmis
konar félagsstarfsemi íslendinga
í Danmörku á stríðsárunum.
Örðugleikarnir á stríðsárunum.
Ekki verður talið annað en
íslendingum hér í landi hafi liðið
vel á stríðsárunum. Þeir munu
flestir hafa haft vinnu, og aldrei
hefir okkur vantað mat. En það
kom fljótt 1 ljós vandkvæði á
því að halda uppi reglubundnum
fundum meðal íslendinga, ein-
kum vegna hernaðarástandsins.
Hættan á loftárásum, útgöngu-
bann og seinna skömtun á ljósi
og afli til strætisvagna olli vand-
ræðum og heilabrotum, hvað
fundi snerti. Varð stundum að
byrja fundi á hádegi á sunnu-
dögum, t. d. nýársfagnað og aðr-
ar samkomur, en stundum kl. 4,
enda urðu menn að hætta stund-
um kl. 4, en oftast þó ekki fyrr
en kl. 8.45. Af þessum ástæðum
urðu fundir oft ekki eins vel
sóttir og ella hefði orðið. Myrkr-
ið á götum úti og óvissan um
að komast heill á húfi heim, olli
því oft, að fólk sótti fundi illa.
Eftir því sem á leið, uxu líka
örðugleikar á því að fá húsnæði,
Þjóðverjar lögðu hömlur á hús-
næði, tóku samkomuhúsin, svo
nærri var ómögulegt að lokum
að fá húsnæði.
íslendingafélagið.
Elsta félag meðal íslendinga
hér og stærsta er íslendingafé-
lagið. Félagatala þess á stríðsár-
unumhefir verið hæst um 500.
Af þeirri tölu munu um 60—70
manns vera búsettir í kaupstöð-
um og sveitum í Danmörku. Það
sem olli því að félagar fengust
utanbæar, voru aðallega fréttir
þær af íslandi, sem félagið sendi
ókeypis, en sendiráð Islands
samdi eftir íslenzkum blöðum
eða fékk á annan hátt. Þótt oft
liði langt á milli, voru þesar
fregnir að heiman íslendingum
kærkomnar. Annars var aðal-
starfsemi félagsins vitanlega
skemmtisamkomur, fyrirlestrar
og upplestrar. Það var að vísu
ekki mörgum íslenzkum lista-
mönnum á að skipa, og var því
oft níðst meira á þeim, er völ
var á, en skyldi. Meðal þeirra
voru Stefán íslandi, frú Anna
Borg, Elsa Sigfúss, Haraldur Sig-
urðsson, frú Dóra Sigurðsson,
Axel Arnfjörð og frú Mímí Elias,
gift Knudsen. Meðal fyrirlesara
voru þessir helztir: Jón prófess-
or Helgason, Jakob Benediktsson
bókavörður og frú hans (fyrir-
lestur um Grundarkirkju), dr.
Sigfús Blöndal, Guðmundur pró-
fessor Kamban, Steingrímur
Matthiasson læknir, Gísli Krist-
jánsson landbúnaðarkandidat,,
Kristján Albertson dósent, dr.
Magnús Z. Sigurðsson, dr. Mat-
thías Þórðarson ritstjóri. Auk
þessara töluðu líka nokkrir Dan-
ir á fundum félagsins.
Það varð Islendingafélaginu
mikill styrkur á þessum árum,
að ríkisstjórn íslands veitti fé-
laginu fé til starfsemi sinnar,
svo ekki þurfti að hækka ár-
gjöldin, þótt fréttabréfin tækju
mikið af tekjum félagsins. Fé-
lagið veitti þá líka öðrum fé-
lagsskap íslendinga styrk, og
varði meðal annars fé til sund-
kennslu, þótt ekki væri mikið,
því að Jón Helgason heildsali
kenndi um eitt skeið ókeypis.
Söngfélag íslendinga í Kaup-
mannahöfn
Söngfélagið mun hafa verið
stofnað árið 1942. Hafði verið
rætt um stofnun söngfélags einu
sinni í stjórn íslendingafélags-
ins, en að það var stofnað, er
mest að þakka Jóni Hergasyni
heildsala. íslendingafélagið og
Stúdentafélagið lögðu því fé, svo
að það gæti ráðið söngstjóra og
greitt húsaleigu. Réði það þegar
Axel Arnfjörð píanoleikara söng-
stjóra, og hefir hann verið það
síðan. Félagið hefir oft sungið
á fundum íslendingafélagsins og
hefir því stundum verið greitt
fyrir það, til þess að styrkja það
fjárhagslega, en meðlimir söng-
félagsins greiða því iðgjöld.
Þannig hefir það komizt yfir
mestu byrjunarörðugleikana. Ax-
el Arnfjörð hefir reynzt dugleg-
ur söngstjóri og kórinn syngur
orðið prýðilega. Hann söng einu
sinni í útvarpið danska, svo vel
má vera, að íslendingar heima
hafi heyrt það. í fyrra efndi
það til happadrættis og aflaðist
vel í því, svo að það kemst þol-
anlega af fyrst um sinn. For-
maður þess er nú Hjörtur Þor-
steinsson verkfræðingur.
Róðrarfélagið Hekla.
Róðrarfélagið Hekla var stofn-
að 1942. Hugmyndina að þeim
félagsskap átti Jón Helgason
heildsali. Hann hefir líka verið
formaður þess frá byrjun og líf-
ið og sálin í þeim félagsskap.
Það á nú tvo báta og er allfjöl-
mennt og líklega sá félagsskapur
meðal íslendinga hér, er ber
mestn lífsþrótt í sér, enda hefir
Jón athugasama menn á þessu
sviði í stjórn með sér, þá Guðna
Guðjónsson cand. mag., Berg
Jónsson járnsmið, Agnar Trygg-
vason forstjóra og Hjört Þor-
steinsson verkfræðing. Vinnur
félagið nú af kappi að því að
koma upp nausti fyrir báta sína,
og mundi ekki hafa á móti því,
að íslendingar heima, sem áhuga
hafa á róðraríþrótt, hugsuðu til
félagsins, ef þeir hefðu peninga
aflðgum. Þessir menn hafa unn-
ið svo vel á þessu sviði, að þeir
ættu skilið, að hugsað væri til
þeirra í peningum frá íslandi.
Að svo hefir náðst langt, sem
raun er á, er dugnaði félags-
manna að þakka. Hafa verið
haldnar skemmtanir, er gáfu vel
af sér.
Félag íslenzkra stúdenta
í Kaupmannahöfn.
Félag íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn hefir á stríðs-
árunum átt við sömu örðugleika
að etja og íslendipgafélagið, en
fundi hefir það þó ávallt haldið,
þó færri en fyrir stríðið, og
Þorrablótið varð það að hætta
við. Það hefir seinustu árin
haldið hér íslendingafundi, er
það nefndi “kvöldvökur.” Þar
þar aðallega lesið upp úr ritum,
fornum eða nýjum, einkum sög-
um og tímaritum, er komu að
heiman. Þeir, sem aðallega báru
þetta starf á herðum sér, voru
þeir Jón prófessor Helgason og
Jakob Benediktsson bókavörður.
Varð þetta vinsæl kvöldskemmt-
un, og oft var þar um og yfir 100
manns á kvöldi. Upp á síðkastið
var sameiginleg kaffidrykkja á
undan eða eftir upplestrinum
eða fyrirlestrinum. Kvöldvökur
þessar voru oft bæði skemmti-
legar og fróðlegar. Hér komu
bæði ungir og gamlir og stund-
um fólk, sem maður hvergi hafði
séð annars staðar. Oft stafaði
birta af þeim í öllu hversdags-
myrkrinu.
Minningartaflan á bústað
Jóns Sigurðssonar.
Loksins er komin minningar-
tafla á hús það hér í Höfn, er
Jón Sigurðsson forseti bjó í
lengst veru sinnar hér. Fyrir 10
—15 árum kom fram tillaga um
það, að Alþingi léti setja minn-
ingartöflu á húsið, svo að Is-
lendingar, sem hingað kæmu,
gætu séð hvar “sómi íslands,
sverð þess og skjöldur” bjó. Nú
gaf Jón Helgason heildsali Fé-
lagi íslenzkra stúdenta minning-
artöfluna. Skyldi það svo láta
setja hana á húsið. Þetta gerðist
Yl. júní í ár, að viðstöddum 70
til 80 íslendingum. Nú geta ís-
lendingar, sem hingað koma,
fundið húsið, sem merkast er í
sögu Islendinga í Danmörku.
Bók um Islendinga
í Danmörku.
Árið 1939 var Georg heitinn
Ólafsson bankastjóri hér á ferð.
Fór hann þess á leit við höfund
þessa bréfs, að hann gerði til-
raun til þess að safna æviatriðum
íslendinga hér í Danmörku, eins
konar áframhaldi af bók Jóns
biskups. Lofaði ég að athuga
málið. Svo kom ófriðurinn, og
engum skeytum varð komið til
íslands. Barst svo fregnin um
andlát Georgs, og þótti þá lík-
legt, að þessu máli væri lokið.
En í fyrra vetur fóru nokkrir
íslendingar hér í Höfn þess á
leit við mig, að ég gerði þessa
tilraun. Sendi eg þá bréf til Is-
lendinga hér á landi, þar sem
eg bað um nauðsynlegar upp-
lýsingar og mynd af viðkom-
anda. Hefir mér gengið seint að
fá svörin. Munu vera komin um
100, en ættu að minnsta kosti að
vera 500. Þetta á því enn langt
í land.
Þorfinnur Kristjánsson.
Tíminn, 116. okt.
“Það er óleyfilegt,” segir í lög-
reglusamþykt borgarinnar Lin-
coln í Nebraska-ríki í Banda-
ríkjunum, “að menn aki bíl, þeg-
ar þeir halda utan um einhvern
eða halda á einhverjum í fang-
inu.”
%ö°
V
Minniál
BETEL
í erfðaskrám yðar
NÝ
ERU
ÖRYGGIS
TRYGGINGAR
GENGIN í
• •
LOG
GILDI!
Eigið þér bíl? Sé svo, vitið þér þá,
að ef einhver er drepinn eða meidd-
ur í slysi, eða eignatjón fer yfir $25,
getið þér verið svipt ökuleyfi fyrir
mánuði eða jafnvel ár? Og falli
dómur yður á hendur vegna bílslyss, er
ekki hægt að endurnýja skrásetning bíls
eða ökuleyfi, fyr en fullar bætur hafa
verið greiddar, eða samið um afborg-
anir, og sannanir fengnar fyrir f járhags-
legu öryggi af yðar hálfu.
Þetta er yðar eigið áhættuspil,
nema þér njótið verndar með Pub-
lic Liability og Property Damage
tryggingu; eða þér hafið lagt fram
fullnægjandi veð; eða þér hafið
lagt inn hjá fylkisféhirði peninga
eða tryggingarskírteini, er nema $11,000.
Þessi nýju lög þröngva yður ekki til
fjárhagslegrar öryggisábyrgðar. En án
hennar eigið þér á hættu, ef þér bein-
línis eða óbeinlínis verðið viðriðnir bíl-
slys, að sæta þungum afleiðingum.
Getið þér átt annað eins á hættu? Auðskilinn bœklingur um áminst
efni fæst ókeypis hjá öllum bílastöðvum í Manitoba, eða hjá Motor
Vehicle Branch, Revenue Building, Winnipeg.
MOTOR VEHICLE BRANCH - PROVINCE OF MANITOBA