Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1945 3 Óbrotgjarnt gler Eftir Laurence N. Galton. í framtíðinni mun glerið verða notað sem byggingarefni í stór- um stíl ásamt hertu tréni, al- míni og öðrum léttum málmum. Á síðustu árum hafa vísinda- menn framleitt hvert kynjaefnið af öðru. Eitt slíkra kynjaefna er gler, sem enginn kísill er í. Með rönt- gengeislum hefir loks tekist að komast til botns í því, hvað gler er í raun og veru. Þetta harða, brotgjarna efni er að mestu leyti úr lofti. Um 95 hundraðshlutar af rúmfangi þess er súrefni eða ildi, en aðeins einn hundraðs- hluti er kísill, sem hefir ekki annað hlutverk en að binda súr- efniseindirnar og þjappa þeim saman í gler. Það var þegar ljóst, að önnur efni geta komið þar í staðinh fyr- ir kísilinn. Nú eru Ijósgler í flug- myndatækjum úr nýrri glerteg- und, sem gerð er úr tungspati og efni því, er tantalum nefnist. Enn fremur hefir að mestu leyti verið komið í veg fyrir hinn gamla agnúa glersins, að það endurkasti nokkru af ljósgeisl- um í stað þess að hleypa þeim öllum í gegn. Flúorsýrugufa er látin verka á yfirborð glersins og myndar hún örþunna. gegn- sæa himnu úr flúorkalsíum á því, sem hindrar því nær alveg endurkast. Slíkt gler hleypir því meira ljósi í gegnum sig eða verður ljósnæmara en venjulegt gler, og kemur það einkum að góðu haldi í myndatækjum og sjónaukum. Með nákvæmum útreikningi á efnasamsetningu glersins má ýrnist láta það stöðva eða hleypa í gegnum sig ákveðnum bylgju- lengdum ljósgeislanna. Til dæm- is eru ljóskúlur, sem notaðar eru til þess að sótthreinsa loft- ið í skurðarstofum í sjúkrahús- um, gerðar úr gleri, sem hleypir í gegnum sig sóttkveikjueyðandi geislum. Önnur tegund glers skilur hina ósýnilegu hitageisla úr sólarljósinu, svo að sólskinið lýsir aðeins, en vermir ekki gegnum gluggann, þótt um há- sumar sé. Hleðslusteinar úr gleri eru eitthvert bezta byggingarefni, sem hægt er að hugsa sér. Bæði kemst birta í gegnum þá og auk þess eru í þeim speglandi fletir, er beina ljósinu upp á við, svo að það fellur á loftið og efri hjuta veggjanna. Á þann hátt nýtist dagsljósið betur og birtan verður þægilegri en frá venju- legum gluggum. Enn fremur er svo um búið, að ekki sézt inn um veggina, þótt birta falli í gegnum þá. Þeir einangra gegn öllum veðurbreytingum, og bendir alt til þess, að þeir verði mikið notaðir í íbúðarhús eftir stríðið. Gömlu gluggarúðurnar hafa líka tekið breytingum. Þær eru nú gerðar úr tvöföldu gleri með algerlega þéttu og þurru loft- rúmi á milli. Þessi breyting á að geta sparað um 30% af upphit- unarkostnaði á heimilunum. Glervefnaður er sú nýjung, sem mesta undrun og eftirtekt hefir vakið. Úr bráðnu gleri eru dregnir hárfínir þræðir og undn- ir í hespur, sem síðan er spunn- ið úr í venjulegum spunavélum og ofin úr teppi, fataefni og alls konar dúkar. Er glerþráður nú þegar mjög notaður í glugga- tjöld, dyratjöld, leiktjöld og enn fremur sem einangrunarefni í rafmagnstæki, flugvélar, herskip o. þvl. Síðast, en ekki sízt, er farið að nota glerþráð í stað manilla- hamps, sem nú er næsta torfeng- inn, svo að kaðlar eru meira að segja búnir tli úr gleri. Ein tegund af nýju gleri virð- ist eiga gamla og ævintýralega sögu að baki. Þegar Tíberíus var keisari í Rómaveldi, veitti hann eitt sinn áheyrn glergerðar- manni, er sýndi honum undra- verða nýlundu. Glergerðarmað- urinn tók glerílát úr vasa sín- um og grýtti því af öllu afli á marmaragólf hallarinnar. Glerið brotnaði ekki. Þá tók hann ham- ar og lamdi á það. En samt brotnaði það ekki. Keisarinn varð sem steini lost- inn af undrun. Því næst spurði hann glergerðarmanninn, hvort hann væri eini maðurinn, sem þekti aðferðina til að gera þetta kynjagler. Hinn játaði því all- hreykinn. “Ágætt,” sagði Tíber- íus, og skipaði hann svo fyrir, að glergerðarmaðurinn skyldi umsvifalaust tekinn af lífi. — “Því að hvers virði mundi alt gull Rómaveldis, ef slíkt efni væri á boðstólum.” — Óbrjótan- legt gler mátti alls ekki verða verzlunarvara. Þetta gerðist árið 34 e. Kr. Nú hafa amerískir vísindamenn gert sams konar gler. Glerplötur eru stæltar með því að hita þær þangað til að þær eru komnar að bráðnun. Þá eru þær skyndi- lega kældar, svo að ytra borðið herpist ákaft saman og þrýstir geysilega á miðbik plötunnar. Gler, sem þannig er meðhöndl- að, fær mikið þanþol, og má beygja það og mishita furðu mikið, án þess að það springi. Það má leggja slíka glerplötu á ís og hella bráðnu blýi ofan á hana, án þess að hún láti á sjá. Venjulegt gler mundi splundr- ast. Átta millimetra þykk gler- plata þolir, að járnkúla, sem vegur 1 kg. detti á hana úr 2 metra hæð. Rúða, sem er 1 ferh.- metri að stærð og 18 mm. á þykt og hvílir á stöplum til beggja enda, þolir þriggja smálesta þunga, án þess að brotna. Þess konar gler er notað í hurðir á bökunarofnum, svo að hægt sé að sjá hvað bökuninni líður, án þess að opna hurðina. Það er líka notað í búðarhurðir og leikhúshurðir. Gler er líka notað í stað almíns í útvarpstæki og hefur þar marga kosti fram yfir málminn. Gler- hillur hafa komið í stað hillna úr stáíi eðJ^ré í eldhúsum, kæli- skápum o. þh. Það er notað í dansgólf, þakhellur, og glugga á geðveikrahælum í stað járn- rimla. Gormfjaðrir úr gleri hafa sama styrkleika og málmfjaðrir, en ryðga ekki. Það hefir verið komist svo að orði, að æfintýri Aladdíns kom- ist varla í hálfkvisti við hin nýju furðuverk, sem vísindi og tækni hafa framleitt á síðustu árum. Og þar eru samt engan veginn öll kurl komin til grafar. —Samvinnan. Öháð blað hefur göngu sína í gæ hóf göngu sína hér í hœnum nýtt fréttablað, Út- sýn. Ábyrgðarmaður þess er F. R. Valdemarsson, fyrv. ritstjóri Alþýðublaðsins. í ávarpsorði blaðsins til les- endanna segir svo um tilgang þess: “Blaði þessu er ætlað að flytja fréttir, innlendar og útlendar, greinar um þjóðfélags- og menn- ingarmál, svo sem bókmentir, listir, tækni og vísindi. Ennfrem- ur, þegar hún leyfir, framhalds- sögu og stuttar smásögur og ann- að til skemtilesturs og dægra- styttingar. Þá hafa og verið gerðar ráðstafanir til þess, að blaðið gæti flutt meira af mynd- um með efninu, þegar fram líða stundir. Stjórnmál mun blaðið ekki láta afskiftalaus með öllu, en er þar óháð öllum flokkum. Hefir blaðið að því leyti sérstöðu meðal þeirra blaða, sem nú koma út hér, þeirra sem nokkuð láta stjórnmál til sín taka. Blaðið er að þessu leyti, og ýmsu öðru, tilraun og hlýtur reynslan að skera úr því, hvern- ig lesendunum geðjast að slíkri nýbreytni.” I fyrsta blaðinu birtast grein- ar um herverndarmálin, grein um húsnæðismálin eftir Arnór Sigurjónsson, Innlendar fréttir, Erlendar fréttir, Vettvangur vik- unnar, Nýjungar í tækni og vís- indum, Bækur. — Frágangur blaðsins er hinn snyrtilegasti. í blaðinu er skýrt frá því, að dr. Eiríkur Albertsson, Jóhann Sæmundsson læknir, Jón Blön- dal hagfræðingur, Klemens Tryggvason hagfræðingur, Sig- fús Halldórs frá Höfnum og fleiri þektir menn muni skrifa í blað- ið. —Tíminn 16. okt. DÁNARFREGN Þann 23. júlí 1945 andaðist í Cavalier, N.D., öldungurinn Gísli Gíslason; hann var fæddur 27. júlí 1850, á Þórsholti í Mýrdal í Vestur-Skaftafellsýslu. Foreldr- ar hans voru Gísli Einarsson og JÖN EINARSSON F. 15. ágúst 1871 D. 18. október, 1945 Þar sem torfan föl og fögur fagnar sínum jurta-arð, eftir sjötíu ár og fjögur ertu kominn þann í garð. Þegar mannlífsins lestaferð hefir runnið skeið sitt til enda, verður síðasti áfangastaðurinn okkar flestra í garði hjá henni Torfu. Annálar þjóðanna geta þess hvergi, að hún hafi úthýst þeim, sem hjá henni hafa leitað skjóls og gistingar, hún þekkir ætterni sitt og hveitikorn og veit að það á þar lögfest óðalsheimili. Og nú ert þú, kæri samtíðarbróð- ir minn, einn af þeim, sem straumur tímans hefir borið þangað; góð verði þér og ástúð- leg, gistingin þar í faðmi jarðar. Jón Einarsson var fæddur 15. ágúst 1871, í bænum Kollavík í Þistilfirði, í Norður-Þingeyjar- sýslu, foreldrar hans voru þau hjónin Einar Eiríksson og Malin Sigurðardóttir, alsystir Vigfúsar prófasts á Sauðanesi á Langanesi í sömu sýslu. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum í Kollavík og Fjallalækjarseli í sömu sveit, til tvítugs aldurs, vistaðist þá sem bústjórnarmaður til frúarinnar Sigríðar Guttormsson, sem þá var orðin ekkja eftir áður nefnd- an prófast. Árið 1894 fluttist hann frá gamla íslandi til Nýja íslands í Manitobafylki í Canada, tók þar heimilisrétt í svo nefndri Árnesbygð og nefndi heimili sitt þar Búastaði. Árið 1895 giftist hann heitmey sinni, Sigríði Jónsdóttur Einars- sonar frá Skarði 1 Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Frá Búastöð- um í Árnesbygð fluttust þau Guðlaug Jónsdóttir, er áttu 1903 Red j)eer Point við bæ- heima í Þórsholti í Mýrdal V:nn Winnipegosis í Manitoba. Vestur-Skaftafellssýslu. Til Ame-' ríku kom Gísli árið 1884 (þá fulltíða maður) settist að í Pembina, N.D., U.S.A., og vann þar við smíði þar til heilsa og sjón bilaði. í nærfelt 3 síðustu árin var Gísli til heimilis hjá Jóni og Björgu Hannesson í Svoldar-bygð, N.D., er önnuðust hann með alúð og umönnun. Hann var jarðsunginn frá Picoes Funeral Parlors í Cavalier, N.D., af Rev. W. L. T. Patterson, og jarðaður í grafreit Péturssafn- aðar í Svoldarbygð. Vinur. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á Islandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. Business and Professional Cards Mynd þessi er af húsi í Baggeridge á Englandi, þar sem velferðarmál námumanna eru skipulögð, og tillögur gerð- ar námuiðnaðinum til trausts og halds. Heimili sitt þar nefndu þau Brautarholt; þar bjuggu þau til vorsins 1913; fluttust þá til bæj- arins Winnipegosis. Þar í bæn- um og á eignarjörð sinni þar í nágrenninu bjuggu þau snotru búi í allmörg ár; atvinna þeirra var mest kvikfjárrækt. Þeim búnaðist vel. Samstörf þeirra voru bygð á kristilegu hugarfari til orða og verka, enda voru þau vel metin í nágrenni sínu, þau eignuðust 5 börn, eitt þeirra dó í fyrstu æsku. Þau, sem lifa eru þessi: 1. Margrét, nú ekkja eftir Bjarna Kristjánsson (Walters), á 2 sonu; 2. Einar Malvin, giftur Sigurborgu Þorvaldsdóttur; hún ættuð úr Vopnafirði. Þau eiga 3 börn, búa í Winnipegosis. 3. Sigurþór, giftur Vigdísi Stefáns- dóttur, fóðurætt hennar úr Skagafjarðarsýslu, þau hafa eign- ast 6 börn, Sigurþór stundar fiskveiði við Flin Flon. 4 Guðjón Ólafur, tvígiftur, fyrri kona hans var af enskum ættum, nú dáin, þau eignuðust 2 sonu, seinni kona hans heitir Edna, íslenzk að ætt- um, þau eiga 1 son og eru búsett í Flin Flon, hér í fylkinu Mani- toba. Öll eru börn og barnabörn Jóns og Sigríðar prýðilegt mynd- arfólk, og yndi foreldra sinna. Þegar fjör og starfskraftar gömlu hjónanna fóru að hrörna, hættu þau búskap og áttu eftir það heimili hjá Margréti dóttur sinni. Nokkur síðustu ár æfinn- ar, var Jón þrotinn að heilsu- fari og blindur Nú lifa hann Sigríður kona hans, háöldruð og blind, 4 börn þeirra og 13 barnabörn. Kæri reisubróðir, nú hafa önd- vegissúlur feðra þinná vísað þér til hinztu hvíldar hjá þeim í gröf, verði þér grafarróin vær. Manna endar œfiskeið eftir bendingunni; þig ei hendir nokkur neyð náðir lendingunni. F. Hjálmarsson. DR. A. V. JOHNSON Denttot >•« SOMERSET BI.IX3 Thelephone 97 932 Home Telephone 202 SM Talsími 95 826 Heimilis 53 893 Dr. K. J. Austmann SérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Porage & Main Stoíutími 4.30 — 6.30 Laug-ardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK SérfrnOtngur I Augna, Eyrna, nef o* h&lesjúkdömum 416 Medic&l Arts Bullding, Graham and Kennedy St Skrifstofuslmi 9 3 851 Helmastml 42 164 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D tslenzkur lyfsatt Pdlk getur ' pantaO meCul ok annaO meS pðsti. Fljðt afgrelOsla A. S. BARDAL 848 8HERBROOK 8T. Melur llkkietur og annast ura 4t- farlr. AÍÍúr atbnnaOur s4 bestl Bnnfremur setur hann allskonar mlnnlsvarOa ec legatelna. Skrifstofu talslml 27 824 Helmllls talstml 2« 444 HALDOR HALDORSON byggingameistari 23 Muslc and Art Bulldin* Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 A e INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 4(8 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. M*r. Phones Bus. 23 377 Rea. 39 433 TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON 8f CO. Chartared Accovntantt 1101 McARTHUR BUILDING ^INNIPEG, CANADA Phone 49 489 Radio Servlce Speciallsts ELECTRONIO LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equlpment System. 1M OSBORNE 8T., WINNIPEO Q. F. Jonasson, Pree. A Man. Dlr. Keystone Fisheriee Limited 404 Scott Block Slmi 85 217 Wholatala DUtributort af rHESH AND TRÖZEN FIBH MANITOBA FISHERIES WINNlPttO, maS. T. Btrcovitch. fratnhveti. Versla I heildsttlu mstt ntjan efl frnsinn flsk. 808 OWENA ST. Skrlfstofuelml 16 811 Heimaslml 55 4<t Hhagborg FUEL CO. H Dial 21 331 kaFí}> 21 331 Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financlal — and Insurance Lombard Bulldlng, Wlnnipe* J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Phytician A Burgeon 4*2 MEDICAL ART8 BLDO Slmi 93 996 Helmlll: 108 Chataway Slml 61 028 Dr. S. J. Johanneeson 215 RUBT STREHT (Beint sutlur af Bhnnlngr) Tslelml 30 877 Vltttalstlml 8—8 e. h Dr. E. JOHNSON 804 Eveline St. Selkirk Offlce hrs. 2.30—8 P.M Phone offiee 26. Ree. 88« OfTice Ptione 94 762 Rei. PhoM 72 409 Dr. L. A. Sigurdeon 116 MEDICAL ARTS BLDO. V Offlce Houre: 4 p.m.—8 R.sa. and by appolntment DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlaknar • 401 TORONTO GKN. TRCMT8 BUILDINQ - Oor Portage Ave. o* 8œ)tk 8V PHONE 96 952 WINNIPEQ Dr. J. A. Hillsman SURGEON 308 Medical Arts Bldg. PHONE 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. L«git«lnir sem skara framúr Orvais bl&grFtl og Manltoba marmarl BkrifiO eftir verOshri GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Slml II 191 Wlnnlpeg. Man. J. J. SWANSON A OO. LIMITED 808 AVENUE fiLDG., WM. • Fastelgnasalar. Lelgja htts. Ot- vega penlngal&n o* eldedbyrg*. blfreiCaAhyrgC, o. s. fry. Phone 97 688 ANDREWS. ANDRBWi THORVALDSON AJfD EGGERTSON UigfræOlngar 109 Bank 6? ííovg ðootla Mdl Portage og Gfcpry ■«. Slmi 88 Ml Blóm stundvislega tigreUi THIROSERY LTD. StofnaC 1101 4 27 Portage Ave. Slml 97 489 Wlnnlpeg. GUNDRY PYMRRE LTO. Brltteh Quallty — Fieh N 80 VICTORIA STRHHT Phone 98 211 Vlnnipe* Hanaoer, T. R. THORYA Tour patronage wUl • pprecUited CANADIAN FI8H PRODUCERS, LTD. / R. Page, Sfanaging Wfeolesale Distrlbutore e« Freeh and Frosen FWh. U1 Chamben 8L Office Phone 2« 121 Phone 71917.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.