Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1945 7 Á mynd þessari sjást hjúkrunarkonur a& verki í Leather- head sjúkrahúsinu á Englandi. ISLAND og AMERlKA Nú hefi eg sagt ykkur frá fundi íslands og fyrsta land náms- manninum, Ingólfi Arnarsyni. Eg sagði ykkur líka, fyrr nokkr- um mánuðum, frá Haraldi hár- fagra konungi í Noregi. Hann lagði undir sig allan Noreg, og vegna þess að margir lands- rnanna þoldu ekki harðstjórn hans, fóru þeir burt úr Noregi og fjöldi þeirra settist að á Islandi. Fyrstu 56 árin (874—930), eft- ir að Ingólfur settist að á Is- landi, er kölluð landnámsöld. Að þeim tíma liðnum, var talið, að landið væri albygt orðið. Enginn veit hvað þá var margt fólk á Islandi, sumir halda að lands- menn hafi verið 20 þúsundir en aðrir halda að þeir hafi verið 60 þúsundir. Seinna ætla eg að segja ykkur sögur af landnámsmönnum ís- lands; Agli Skallagrímssyni, Auði djúpúðgu , Ingimundi gamla, Helga magra og fleirum. En áður en eg segi ykkur þær sögur, ætla eg að segja ykkur þann part úr sögu íslands, sem sérstaklega snertir sögu Norður- Ameríku — Canada og Banda- ríkjanna. Þið lesið í skólunum, daglega, sögu okkar eigin lands — Can- ada og Bandaríkjanna. Þess- vegna er engin þörf á því að eg segi ykkur sögu þessara landa, nema þann part af henni, sem íslendingar þekkja betur en nokkur önnur þjóð. Vitið þið það, að Islendingar námú land á vesturströnd Græn- Þannig fórust Gunnar Thor- oddsen prófessor orð í gær á blaðamannafundi. Hann fót út fyrir hönd ríkisstjórnar og stjórnarskrárnefndar í sumar til að kynna sér stjórnarskrár og stjórnarhætti ýmsra ríkja, en hann á sæti í stjórnarskrárnefnd alþingis. Nefndirnar eru tvær, önnur skipuð af alþingismönn- um, en hin af flokkunum. Er Gísli Sveinsson formaður þing- nefndarinnar, en Sigurður Eggerz formaður hinnar nefnd- arinnar. Báðar nefndirnar hafa mjög náið samstarf. Er gert ráð fyrir að nefndirnar hafi skilað álitum sínum fyrir áramót og munu þá hefjast umræður um stjórnarskrá lýðveldisins. Gunnar Thoroddsen sagði enn- fremur: “Eg er mjög hrifinn af Sviss, landinu, þjóðinni og stjórn- arháttum hennar. Hins vegar segi eg ekki, að eg telji að við eigum í einu og öllu að semja stjórnarhætti okkar að dæmi Svisslendinga, en ef við þurfum á fyrirmyndum að halda, þá eru þær þar.” Gunnar Thoroddsen rakti ferðasögu sína: Hann fór utan 14. júlí til að kynna sér stjórn- arskrár Evrópuríkja og kom heim fyrir viku. I Stokkhólmi og í Uppsölum dvaldi hann í þrjár vikur. En frá Svíþjóð fór hann til Oslo. Þar var hann í fáa daga, en fór því næst til Kaup- mannahafnar og dvaldi þar í tvær vikur. Þar sat hann fund lands árið 986 og þar bjó íslenzkt fólk í 500 ár? Vitið þið það, að fyrsta Evrópu tungumálið, sem heyrðist talað í þessari álfu var íslenzka; að íslendingar bjuggu á austurströnd Ameríku árin 1003—1006; að fyrsta hvíta barn- ið, sem hér fæddist, var íslenzkt? Þetta var mö.rgum öldum áður en Columbus kom til vesturálf- unnar. Þennan þátt úr sögu Vestur- álfunnar eigið þið að þekkja vel, vegna þess að þið eruð í ætt við hina miklu landfinnendur og landkönnuði þessara tíma — Eirík rauða, Leif hepna og Þor- finn karlsefni. * ♦ * Orðasafn: fundur—discovery landnámsmaður—settler lagði undir sig—conquered landsmenn—inhabitants harðstjórn—tyranny fjöldi—many settist að—settled landnámsöld—the era of settle- ment sérstaklega—particularly snertir—concerns, touches on þessvegna, vegna þess—because daglega—daily engin þörf—not necessary að þekkja—to know tungumál—language fæddist—was born vesturálfa—western hemisphere í ætt við—related to, to claim kindred with þáttur—part landfinnandi—discoverer landkönnuður—explorer. norræna þingmannasambandsins og var formaður íslenzku þátt- takendanna á þeim fundi. Frá Kaupmannahöfn fór hann til Stokkhólms, því að það var eina leiðin fyrir hann til þess að kom- ast til Sviss um París. I fimm daga dvaldi hann í París. I Sviss dvaldi hann í Bern, höfðuborg- inni, Genf og Zurich, en frá Sviss flaug hann til London og fór svo heim flugleiðis um Prestwich. Kona hans var með í förinni. Miklir erfiðleikar eru á öllum ferðalögum á þessum leiðum, sérstaklega á meginlandinu. Frá París til Sviss gengur til dæmis aðeins ein lest. För hennar tekur 14 stundir í stað 7 áður. Brautir eru eyðilagðar, brýr skotnar í loft upp. I þessum lestum eru öll pláss upppöntuð mörgum vikum fyrirfram. Fjöldi fólks fer með, sem ekki hefir neitt sæti, en verður að hafast við í göngum vagnalestanna og leggja sig þar til hvíldar. Einnig er ákaflega erfitt að fá flugfar þessar leiðir. Það má segja að engar samgöng- ur séu við Danmörku nema á vegum hersins. UM FERÐALAGIÐ Gunnar Thoroddsen sagði enn fremur: “Ferðalag mitt var mikl- um erfiðleikum bundið. En alls staðar, þar sem við eigum ekki neina fulltrúa sneri eg mér beint til utanríkisráðuneytanna og fékk fljótlega hina ágætustu af- greiðslu. I Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn og í London veittu sendisveitir okkar mér hina á- gætustu hjálp. Tilgangurinn með för minni var, að fá stjórnarskrár og önn- ur stjórnarlög og hin beztu fræði- rit um þessi efni. Eg átti mörg og ýtarleg viðtöl við sérfræðinga, háskólakennara í lögfræði og þjóðrétti, stjórnmálamenn, ráð- herra og þingmenn. Eg lagði aðaláherzlu á það, að fá skýring- ar og upplýsingar um ýms atriði stjórnskipunarlaga þjóðanna, hvaða þýðingu þau hefðu og hvernig þau hefðu reynst í fram- kvæmd; einnig reyndi eg að grenslast fyrir um það, hvort uppi væru raddir um breytingar. Þá vann eg einnig í bókasöfnum og keypti allmikinn bókakost fyr- ir stjórnarskrárnefnd og þar á meðal 23 gildandi stjórnarskrá frá einu ríki. Eg hefi nú gefið stjórnarskrárnefnd bráðabirgða- skýrslu, en auk þess er eg að vinna að skýrslugerð fyrir hvern einstakan meðlim nefndarinnar. Auk þess keypti eg allmikið af lögfræðiritum fyrir háskólabóka- safnið, en öll stríðsárin hefir ekki verið hægt að ná í slík rit. Þá aflaði eg mér gagna um réttar- stöðu opinberra starfsmanna, en dómsmálaráðherra hefir falið mér að undirbúa löggjöf um það efni. STJÓRNARHÆTTIR HINNA ÝMSU RÍKJA Um stjórnarhætti þeirra landa, sem'eg heimsótti, vil eg segja þetta: Svíar hafa ekki eina stjórnarskrá, heldur fern lög, sem gilda sem grundvallarlög. Elztu, og aðallögin, eru frá 1809; þeim hefir þó verið breytt í ýms- um atriðum síðan. I stjórnar- lögum Svía er margt frábrugðið okkar aðstæðum. Eg tel það at- hyglisvert, að þar ríkir kyrð um þessi mál og engar verulegar breytingar virðast vera í vænd- um. f Noregi virðist sú stjórnlag*"- breyting aðallega vera rædd að færa kosninga- og kjörgengis- aldurinn niður úr 23 árum í 21 ár. Annars virðist stjórnarskrá- in, sem sett var á Eiðsvelli 1814 eiga mjög sterk ítök í þjóðinni. 1 Danmörku er nú mest rætt um niðurfærslu kosningaaldurs- ins, en þar er hann enn bundinn við 25 ár. Þá er einnig mjög rætt um gjörbreytingu á Lands- þinginu. Breyting Landsþingsins var samþykt nokkru áður en stríðið brauzt út í báðum deild- um þingsins, en hún var feld við þj óðaratkvæðagreiðslu. I Frakklandi er nú bráða- birgðaástand, sem byggist ekki nema að nokkru leyti á stjórn- arskrá þeirri, sem gilti þegar stríðið hófst. Til dæmis er de Gaulle bæði forseti og forsætis- ráðherra. Þar standa fyrir dyr- um almennar kosningar og eru mjög skiftar skoðanir um það, hvaða stjórnlög skuli upp taka. Þá er og deilt um það, hvort kalla skuli saman sérstakt stjórnlaga- þing. I Frakklandi hafa undan- farið staðið mjög harðar deilur um kosningalög og kosninga- skipun. Vinstri flokkarnir hafa krafist aukinnar þingmannatölu fyrir borgirnar. Konum var þar fyrst veittur kosningaréttur við héraðsstjórnarkosningarnar. En þrátt fyrir allan ágreining virð- ast allir flokkar vera sammála um það, að meiri festa þurfi að koma í stjórnmál Frakklands en áður var. Það er ekki óeðlilegt. Frakkar höfðu 40 ríkisstjórnir 20 árin milli heimsstyrjaldanna, eða hver stjórn að meðaltali sat í 6 mánuði. í Englandi er það sérkenni- legt, að þar er engin skrifuð eða lögformlega staðfest stjórnarskrá og stjórnlögin njóta þar ekki meiri verndar en önnur lög. Nú er þetta í endurskoðun og fékk eg í hendur meðan eg dvaldi í London* nefndarálit um endur- skoðun þessara laga. UM SVISS Um Sviss verð eg kanske fjöl- orðastur. Sviss er fagurt land og yndislegt. Þar er almenn vel- megun og mikil kyrð í þjóðlíf- inu. Hvergi mætti eg annari eins velvild, hjálpfýsi og kurteisi. Svisslendingar þekkja að sjálf- sögðu ekki mikið ísland. Mér vitanlega dvelur þar ekki nema einn Islendingur, Ögmundur Jónsson verkfræðingur — og hann er þar til lækninga. Eg dvaldi lengst af í höfuðborginni Bern, það er fögur og gömul borg með 120 þúsundum íbúa. I Genf dvaldi eg í 2 daga. Þar stóð hin gamla höll þjóðabanda- lagsins lokuð. Svisslendingar eru frægir fyrir listiðnað sinn og úra og klukkusmíði og annan iðnað, annars eru erlendir ferða- menn helzta tekjulind þeirra, enda kpnna þeir að taka á móti erlendum ferðamönnum. Sviss- lendingum tókst að vernda hlut- leysi sitt í styrjöldinni, en þeir bjuggust þó við því, að Þjóðverj- ar myndu gera innrás í land þeirra. Herskylda er lögboðin í landinu og Sviss hefir ágætan og vel búinn her. Það er siður þar að piltar eru sendir til heræfinga til ókunnra staða og er það talið hafa mikil áhrif til aukinnar samvinnu innan lands og skiln- ings. I Sviss eru þrjú ríkismál: þýzka, franska og ítalska. Sviss er skift í 22 kantónur og hver þeirra hefir sitt þing og sína stjórnarskrá og stjórn. En kan- tónurnar mynda svo sambands- ríkið, sem hefir sína stjórnarskrá sitt þing og stjórn. Þing þess er í tveim deildum. Til neðri deild- ar er kosið með almennum hlut- fallskosningum, en efri deildin er skipuð tveim fulltrúum frá hverri kantónu. Ríkisstjórnin er skipuð 7 ráðherrum og eru þeir kosnir af sambandsþinginu, einn í einu. Ráðherrarnir sitja í 4 ár — vantraust þekkist ekki. Þing- menn, sem kosnir eru ráðherrar, verða að segja af sér þingmensku. Ríkisstjórnin er skipuð í hlut- falli við afl flokkanna á þingi, en þó ríkja mjög héfðbundnar venjur um þetta. Þannig lætur enginn ráðherra af störfum nema fyrir aldurs sakir eða af öðrum einkaástæðum, en flokkar fá slíkt uppbætt. Stjórnarfar Sviss- lendinga er mjög frábrugðið stjórnarfari annara landa, en það virðist eiga vel við Sviss- lendinga.” —Alþbl. 10. okt. LOFTLEIÐIR KAUPIR FLUGVÉL AF HERNUM Flugvél þessi er af svonefndri Norseman-gerð, sem reynst hefir mjög vel erlendis til dæmis í Canada. Er hún búin einum hreyfli af Pratt & Whitney gerð. Hann er sex hundruð hestöfl og knýr flugvélina áfram með 200 km. meðalhraða. Hún flytur sex til átta farþega. Flugvél þessi er smíðuð í Can- ada, en Loftleiðir fengu hana hjá ameríska flughernum hér. Enn vantar undir hana flotholt, en hún er tilbúin til notkunar að öllu öðru leyti. Hinn nýi Grumman-bátur Loftleiða er fyrir nokkuru byrj- aður reglubundið áætlunarflug, en veður hefir verið stirt svo sem menn vita og hefir því ekki verið unt að fljúga eins mikið og æskilegt væri. Loftleiðir á nú alls fimm flug- vélar. Ber þar fyrst að nefna Grumman-flugbátinn nýja, tvær Norseman-vélar, Stinson-vél og Vultee-Stinson-vél. Hefir félag- ið mikinn hug á að auka flug- vélakost sinn jafnskjótt og unnt verður. %-Vísir 13. nóv. Þakkarorð Við undirrituð getum ekki lát- ið hjá líða að minnast með þakk- læti minningarguðsþjónustu þeirrar, er haldin var hér síðast- liðinn sunnudag, í minningu þeirra úr þessari sveit, er lífið létu fyrir land og lýð í nýafstað- inni heimsstyrjöld. Við þökkum sveitungum okk- ar og nefnd þeirri, er um undir- búning sá, fyrir að heiðra á þennan hátt minningu okkar elskaða sonar og bróður, Her- berts. Einnig viljum við þakka fyrir þá hluttekningu, er okkur var sýnd með þessari minningar- stund, fyrir huggunarorðin, er viðstaddir prestar mæltu, og fyr- ir hina fögru umgjörð um mynd okkar látna sonar, sem okkur var afhent, 'og sem tveir aldraðir snillingar í þessum bæ höfðu lagt hönd á að gjöra. Vigfús J. Guttormsson hafði ort hið fagra erindi, sem hér með fylgir, en Louis van Coillie hafði skraut- ritað það undir myndina. Báðum þessum mönnum erum við þakk- lát fyrir að gefa af list sinni til að heiðra drenginn okkar og veita okkur huggun. Með þakklátum hjörtum biðj- um við Guð að blessa ykkur öll. Mr. og Mrs. J. B. Johnson og fjölskylda. Lundar, Man. 28. nóvember, 1945. + Þann orðstír gat sér mannvalið, sem meta verður hátt, Og minningarnar frjálsir lýðir geymi: Það upphefð er og harmabót, að hafa dreng þann átt, Sem hetja féll til bjargar öllum heimi. iiliiiiiliillillll ii u iiii TIL MÓÐUR MINNAR Hrjósturströndin taldist harðbýl löngum. Hafið duldi feigð og björg í senn. En fremd og sæmd sér gátu í störfum ströngum stórlátar konur, hraustir afreksmenn. Til eru þeir, sem kjósa í kjörum þröngum kóngsríki dáða og starfs að hljóta enn. Af leiti dagsins lítur þú til baka, í Ijúfum draumi gistir foma slóð. Ennþá munu minningarnar vaka í muna þér og vermast helgri glóð. Þœr sýnir hljóta fanginn hugann taka, sem hópast fram á sviðið, móðir góð. Þú lítur ótal sýnir sagnafróðar, þótt sumar kunni að minna á harm og þraut, sem birtust þér á foldu gadds og glóðar í gæfuleit á hálli œvibraut, og sérð í reynzluspegil þeirrar þjóðar sem þetta land um aldir byggja hlaut. ....... Manstu, þegar sólin skein á sæinn um sumardag, og gróður prýddi svörð, veitti yl og Ijós í litla bæinn, leysti úr dróma vetrar Móður Jörð? Lézt þú á slíkum stundum blíðan blæinn bera til himna varma þákkargjörð? Manstu þig líta ferleik hafsins hranna, sem hrundu að klettum marga nœturstund, elskhuga vita meðal fiskimanna á miðum úti, þegar lukust sund? Veittist þá drottning erfiðleika og anna örðugt að festa hvíldarþurfi blund? Eg geymi í minni glaða bemskudaga, en get ei munað þeirra frost né él, því forðum gerðist hugljúf sólskinssaga, er saklaus drengur lék að öðuskel. Jafnan verður bjart um Baldurshaga. Á barnsins vísu ann eg Háamel. Er lítill drengur heima draumsins gisti, þá dagur feigur rann í svalan mar, mamma léttum kossi soninn kyssti, kœrleikshönd að fölum vanga bar. Ef hann í raunum leiksins móðinn missti, til mömmu sinnar jafnan leitað var. Eg man, er fullgert var mitt fyrsta kvæði, eg flutti mömmu það í eldhúsreyk. En snáðann raunar skorti skáldafræði. Skapandi snilli orðasmiðinn sveik. Að kvæðislokum mægðin brostu bœði. Það bar mér vitni um þökk og feginleik. Árin liðu. Skilja leiðir hlutu. Löngum hefur skipzt á sæld og tál. En flestum verður þeim, sem brýrnar brutu að baki sér, að vemda leyndarmál. Þeir, sem mildrar móðurástar nutu, munu vermast þakkarkennd í sál. I muna þínum minningarnar vaka, og minning hver er vörm og reynzlufróð. Fagrar sýnir fanginn hugann taka. Farinn vegur líkist rósaslóð. Af leiti dagsins lítur þú til baka. Um leiksvið starfans skyggnist, móðir góð. —Helgi Sœmundsson. ^..........iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii.............. )iroWHIffiWinHflMIIIII!lllll!!!llll!l!!1' ItlllllHHIIIHIIIIIHffillllHI ii!ll!ll!!ll!l!ll!l!l iiiiiiiiiiiiinni IHIIIIIIH ininwiiiinniiiiiiiiniiiDii niiiiiiiniiiiiiii Stjórnarskrá íslands og stjórnarskrá annara ríkja HVAR ER FYRIRMYNDA AÐ LEITA? f Viðtal við Gunnar Thoroddsen prófessor. * * * “|7G TEL að eg hafi fundið margt athyglisvert í stjórnarskrám " og stjórnskipunarháttum þeirra landa, sem eg heimsótti í sumar á vegum ríkisstjórnar og stjórnarskrárnefndar, ekki sízt í Sviss. I þeim er margt til fyrirmyndar fyrir okkur íslendinga. Eg álít hins vegar, að þó að margt sé í stjórnarskrám annara ríkja, sem megi verða okkur til fyrirmyndar, þá verðum við að byggja á eigin reynslu og þróun. Það eru fjölda atriði, sem hafa gefist vel í hinum ýmsu löndum, en það er ekki víst að hin sömu atriði gefist jafn vel í öðrum jarðvegi. Sums staðar er glímt enn við atriði, sem við höfum fyrir löngu leitt til lykta, til dæmis kosninga- og kjörgengisaldurinn og kosningarétt kvenna.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.