Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGIJNN ö. DESEMBER, 1945
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Avenue, Mrs. F.
Thordarson, 996 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
- •
Þann 6. október síðastliðinn
voru gefin saman í hjónaband
þau Helgi Halldór Austman frá
Víðir og Lillian Jean Arnason
frá Teulon. Hjónavígslan fór
fram að heimili foreldra brúðar-
innar, Mr. og Mrs. M. Árnason,
Teulon, Man., og var þar setin
myndarleg veizla af nánustu
ættingjum og nokkrum vinum.
Séra B. A. Bjarnason gifti. Fram-
tíðarheimili þessara ungu hjóna
verður að Víðir, en sem stendur
eru þau búsett í Winnipeg, þar
sem brúðguminn stundar nám
við búnaðarskóla fylkisins.
4-
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
sinn næsta fund að heimili Mrs.
J. P. Markusson, 524 Ash St., á
miðvikudagskveldið, 12. desem-
ber, kl. 8 e. h.
4*
Laugardaginn þann 20. októ-
ber síðastliðinn, gaf séra B. A.
Bjarnason saman í hjónaband
þau Thomas John Henry Elm-
hurst frá Melbourne, Man. og
Ingibjörgu Sigvaldason frá Víð-
ir. Hjónavígslan fór fram að
heimili foreldra brúðarinnar, Mr.
og Mrs. Sigurður Sigvaldason, og
var þar mjög myndarleg veizla
setin af ættingjum og vinum
brúðhjónanna. Framtíðarheimili
ungu hjónanna verður að Mel-
bourne.
4-
ICELANDIC CANADIAN
EVENING SCHOOL
Mrs. A. Wathne flytur fyrir-
lestur um “Homecrafts and
Social Customs” (in Iceland), í
neðri sal Fyrstu lútersku kirkju
ó þriðjudagskveldið 11. desem-
ber, kl. 8.
Mrs. Wathne er mjög fróð um
þessi efni, þar sem hún hefir
gefið sig að því um margra ára
skeið að kynna sér þau. 1 sam-
bandi við erindin sýnir hún yfir
30 skuggamyndir (slides), sem
hún lét búa til á eigin kostnað
fyrir þetta tækifæri. Myndirnar
eru af alls konar handiðn og
listasmíði, o. fl. Einnig hefir hún
með sér sýnishorn af íslenzkum
hannyrðum og öðru því viðvíkj-
andi.
Það verður áreiðanlega fróð-
legt og skemtilegt fyrir yngri og
eldri, að hlusta á erindið og skoða
munina.
íslenzkukenslan hefst kl. 9.
Aðgangur fyrir þá, sem ekki
eru innritaðir, 25c.
4-
Mr. Gunnbjörn Stefánsson,
skáld, er nýlega kominn til borg-
arinnar eftir nokkurra ára dvöl
vestur í British Colpmbia fylki;
mun hann dvelja hér um slóðir
fram yfir nýárið.
Mes8ubað
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur.
Guðsþjónustur:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
•
Gimli Prestakall—
9. des.—messa að Husavick kl.
2 e. h. Ensk messa að Gimli kl.
7 e. h.
Skúli Sigurgeirson.
*
Lúterska kirkjan í Selkirk—
Sunnudaginn 9. des.—
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa og altarisganga,
kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir!
S. Ólafsson.
*
Messur í prestakalli
H. E. Johnson—
Á Lundar sunnudaginn þ. 23.
des., 1945, kl. 2 e. h.
Á Oak Point þ. 30. des. kl. 8.30
e. h. (á ensku).
H. E. Johnson.
*
Messur í North Dakota sunnu-
daginn 9. þ. m.: Péturskirkju kl.
2 e. h., guðsþjónusta og safnað-
arfundur, en á Garðar, kl. 8 e. h.
Mr. og Mrs. G. J. Thorkelson
urðu fyrir því sorgartilfelli að
missa 7 mánaða gamla dóttur
sína s.l. fimtudagsmorgun. Út-
förin fór f.ranjj frá heimili for-
eldranna 1. þ. m. Séra Skúli
Sigurgeirson jarðsöng.
Ambassador Beauty Salon
Ni/tíeku
snyrtistofa
Allar tegundir
af Permanents
tslenzka töluí5 á st.
257 Kennedy St.
sunnan Portage
Slmi 92 716
S. H. JOHNSON, eigandi
2 TO 3 DAY SERVICE
MOST
SUITS-COATS
DRESSES
"CELLOTONE” CLEANED
72c
CASH AND CAERY
FOR DRIVER PHONE 37 261
PERTHfS
Bók þessi hefir hlotið góða
dóma hjá þeim gagnrýnend-
um, sem að þessu hafa getið
hennar. Hún er yfir 300 bls.
að stærð með rúmlega 100
myndum. Prentun og band
ágætt. Tilvalin jólagjöf. Kost
ar $3.00. — Pantanir sendist
til féhirðis kirkjufélagsins,
Mr. S. O. Bjerring, 550 Bann-
ing St., Winnipeg.
888 SARGENT AVE.
Hjá QUINTON’S
stendur yður til boða
FULLKOMIN LOÐFATA
AFGREIÐSLA
Nýjar loðyfirhafnir
Látið Quinton's mæla og
búa tjl yðar nýju loðyfir-
höfn.
Flýtið
loðfata aðgerðinni
Slfkum aðgerðum er fljótt
og vel aint hjá Quinton’s.
Loðföt hreinsuð
Quinton’s hreinsar Loðyfir-
höfn yðar svo hún sýnist
ný.
Sími 42 361
CLEANERS - DYERS - FURRIERS
Við minningarathöfnina um
Pétur Hallgrímsson Hoffman,
sem haldin var í kirkju Bræðra-
safnaðar í Riverton síðastliðinn
sunnudag, voru viðstödd frá
Winnipeg, frú Margrét Perry,
Miss Thorey Palmason, Mr. Roy
Parks, Mr. Hugh L. Hannesson,
og Mr. og Mrs. Einar P. Jónsson.
4-
Mr. Guðjón Ingimundsson
byggingameistari frá Riverton
var staddur í borginni í lok fyrri
viku.
4>
Dr. Richard Beck kom hingað
á mánudagsmorguninn til þess
að flytja fyrirlestur í tilefni af
100 ára afmæli Jónasar Hall-
grímssonar, og halda fund með
framkvæmdarnefnd Þjóðræknis-
félagsins.
syni, 1. þ. m. Brúðguminn er af
enskum ættum og tilheyrir flug-
her Canada, en brúðurin er dótt-
ir þeirra Mr. og Mrs. B. Peterson,
er eiga heima mílu fyrir sunnan
Gimli.
4-
Jónas Jónasson Bergman,
1444 Wellington Cres. lézt 29.
nóv. s.l. eftir langvarandi véik-
indi. Hann var fæddur á bæ
þeim, er nú heitir að Uppsölum
í Miðfirði, Húnavatnssýslu, 17.
júlí 1863. Fluttist til Canada ár-
ið 1887 og átti heima í Winnipeg
ávalt síðan. Hann lætur eftir sig
ekkju, Sigríði Jónsdóttur, ættaða
úr Eyjafirði, og tvö börn Walter
og Jónu, bæði í Winnipeg. Jarð-
arförin fór fram á mánudaginn
frá útfarafstofu Bardals.
TIMARITIN
eru ódýrasta íslenzka lesmálið nú á tímum. Þau eru fróð-
leg og skemtileg. Pantið tímaritin frá undirrituðum, sem nú hefir útsölu á þeim. Verð þeirra er, sem hér segir:
Eimreiðin árg. $4.50
Nýjar kvöldvökur árg. 3.00
Samtíðin 3.00
Morgunn árg. 3.00
Gangleri árg. 3.25
Dvöl árg. 3.25
Gríma XX árg. 1.50
BJÖRNSSON’S BOOK STORE
702 SARGENT AVE., WINNIPEG, MAN.
Utsala Islenzku blaðanna
4-
Mrs. Eastman frá Víðir,
Man.. var stödd í borginni í fyrri
viku. «,
Oliver E. Phillips og Ellen
Peterson voru gefin saman í
hjónaband á prestssetrinu að
Gimli, af séra Skúla Sigurgeir-
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
NÝAR BÆKUR Til Jólagjafa
í bandi óbundin
Alþingishátíðin 1930, Próf. Magnús Jónsson,
300 myndir ...........................$23.00 $18.50
Vasasöngbókin, 300 söngtextar ............ 1.60
Á heiðarbrún, ljóðmæli, Dr. Sveinn Björnsson 3.75 2.50
Ritsafn I., Br. Jónsson................... 9.00
Saga íslendinga í Vesturheimi, Þ.Þ.Þ., III. b. 5.00
Björninn úr Bjarmalandi, Þ.Þ.Þ............ 3.25 2.50
Grammar, Text and Glossery, Dr. Stefán
Einarsson............................. 8.50
A Primer of Modern Icelandic, Snæbjörn
Jónsson ................................ 2.50
Lutherans in Canada, Rev. V. J. Eylands,
107 myndir .......................... 3.00
Björnson’s Book Store
702 SARGENT AVE., WINNIPEG, MAN.
Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á
blöðunum og greiðslum fyrir þau.
LÖGBERG og HEIMSKRINGLA
No. 19—VETERANS' LAND ACT (continued)
Small Holdings—II
The maximum assistance for all purposes is $6,000.00. The
veteran deposits 10% of the cost of land and permanent improve-
ments and contracts to repay two-thirds of such cost on the
amortization plan with interest at 3 V2 % over periods up to
twenty-five years.
To qualify for this type of enterprise the veteran must be
in employment that is likely to be continuous.
Under this feature of the Act veterans may establish homes
in healthful surroundings away from crowded and high taxation
centres.
Applications should be made to the nearest office at Winni-
peg, Brandon, or Dauphin.
VINSÆLASTA JÓLAGJÖFIN
This space contributed. by
THE DREWRYS LIMITED
MD142
Nú fer óðum að líða að jólum, og kemur þá
vitaskuld að því, að fólk svipist um eftir jólagjöfum,
því allir vilja gleðja vini sína um jólin.
Naumast mun unnt að velja vinsælli og betur
viðeigandi jólagjöf, en árgang af Lögbergi, hvort
heldur sem sent skal vinum á íslandi, eða í þessari
álfu.
Lögberg kostar $3.00 um árið. Sendið pantanir
að blaðinu við allra fyrsta tækifæri til —
COLUMBIA PRESS LIMITED
SARGENT & TORONTO - WINNIPEG MANITOBA
VERZLUNARMENNTUN
Hin mi’kla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út-
heimtir á vettvangi iðju og framitaks, krefst hinnar
fullkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt-
un veita verzkmarskólarnir.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra hags-
muna, að spyrjast fyrir hjá oss, munnlega eða bréf-
lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla
borgarinnar.
TILKYNNING
til kaupenda LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU á íslandi
Frá næstu áramótum hækka áskriftargjöld að blöð-
unum úr kr. 20,00 í kr. 25,00 á ári. Þótt þetta sé lítil hækk-
un frá því fyrir stríií, og upphæð, sem engan einstakling
munar um, þá er ætlunin að þetta nægi til þess að mæta
auknum kostnaði við útbreiðslu blaðanna hér, innheimtu
og póstgjald. Eg er ekki í vafa um að kaupendur blaðanna
á íslandi verða vel við þessari hækkun, á áskriftargjaldinu
og greiða það skilvíslega. Mikilsvert er að menn greiði
áskriftargjaldið á fyrra hluta hvers árs, (tímabilið jan,-
júní) án þess að sérstaklega þurfi að kalla eftir því, því að
það á að greiðast fyrirfram. Öllum má á sama standa, hvort
þeir greiða þessa upphæð á fyrri eða síðara hluta hvers
árs, en það skiftir nokkru máli fyrir mig til þess að geta
gert upp við blöðin á réttum tíma. Þetta vildi eg biðja
heiðraða kaupendur blaðanna að athuga.
Björn Guðmundsson.
—Reynimel 52, Reykjavík.
THE COLUMBIA PRESS LtMITED
TORONTO ANO 8ARGENT, WINNIPEQ
The Fuel Situation
Owing ío shorlage of miners, strikes, elc„ cerlain brands
of fuel are in short supply. We may nol always be able
to give you jusl Ihe kind you wanl, bul we have excellent
brands in slock such as Zenith Coke, Berwind Briqueties,
Elkhorn and Souris coal in all sizes.
We suggest you order your requirements in advance.
McCurdy Supply Co. Ltd.
BUILDERS' SUPPLIES AND COAL
Phones 23 811 —23 812 1034 Arlington St.