Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.12.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 jS£> r,a^der í^ 8 A Complete Cleaning- Institution PHONE 21374 « 1 A <ott\ VSffíí Ij(lUTv4ere A Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1945 NÚMER 49 Kvartað undan starfs- fólki UNRRA Liðsforingjar í hernámsstjórn bandamanna í Vestur-Þýzka- landi hafíTkvartað undan því, að starfsfólk það, sem UNRRA sendir þangað til þess að aðstoða heimilislaust flóttafólk, sé til lítils gagns. Brezkur major hefir látið svo ummælt nýlega, að svo virðist sem UNRRA hafi ekki völ á öðr- um, en örvasa skólakennurum eða tízkudrósum með rauðlakk- aðar neglur, sem frekar þurfi á aðstoð að halda en geti veitt öðr- um hana. Þeir, sem UNRRA sendir verða að minsta kosti að vera vanir skipulagðri vinnu ef þeir geta ekki skipulagt hana sjálfir, sagði majorinn. Frá Minneapolis, Minn. (2. desember, 1945) Fyrsti Desember var haldinn hátíðlegur af stúdentum Gamla Landsins hér í bæ í gær. Var þetta mót á hinu velþekta heim- ili Ericksons hjónanna, sem eru líklega þau gestrisnustu hjón hérma megin v ið himnaríká. Voru þarna um 30 manns, og er varla nauðsynlegt að segja að það hafi verið “fjör í kálfinum.” En það, sem kemur mér til að minn- ast á þetta er að þarna var að sjá það fallegasta, fínasta, smekklegasta borð, sem eg hefi séð á mínum 35 árum hér í landi. Eg get bara ekki þagað yfir því, og er eg þó ekki sérstaklega þektur fyrir það að blása upp það sem íslenzkt er! Stóðu fyrir þessu fjórar ágæt- ar konur að heiman: Mrs. G. Eyjólfsson, Ruth Gudmunds, Anna Gísladóttir og Gerður Þor- vards, og hengi eg hpr með medalíu Minnesotaríkis á þess- ar góðu íslenzku stúlkur, því þarna voru líka Ameríkumenn og konur, og fór þessi íslenzki myndarskapur ekki fram hjá þeim. Guðmundur Hjálmarsson talaði nokkur orð, og tókst prýði- lega, eins og hans er vandi. Is- lenzkir söngvar hljómuðu um húsið fram á morgun. — Erum við öll hér betri íslendingar fyr- ir vikið. Geri aðrir betur! G. T. A. Jónasarkvöld Síðastliðið mánudagskvöld var hundrað ára dánarafmælis Jónas- ar skálds Hallgrímssonar, minzt í Goodtemplarahúsinu við ágæta aðsókn, og vandaða skemtiskrá; að samkomunni stóðu í samein- ingu framkvæmdarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins og deildarinnar Frón; þetta var ársfundur deild- arinnar, og voru skýrslur em- bættismanna lesnar upp og sam- þyktar; framkvæmdarnefndin var öll endurkosin að öðru leyti en því, að Steindór Jakobsson var kosinn fjármálaritari í stað Karls Jónassonar. Forseti Fróns er Guðmann Levy, og stýrði hann samkomunni. Kvöld þetta, eins og þegar hef- ir verið vikið að, var helgað minningu mesta ljóðsnillings Islendinga, Jónasar Hallgríms- sonar, en í síðastliðnum maímán- uði voru liðin 100 ár frá dánar- dægri hans; hann andaðist á bezta aldursskeiði í Kaupmanna- höfn og ber þar beinin. Dr. Richard Beck flutti á þessu minningarmóti það hið snjalla og glæsilega erindi, um “lista- skáldið góða”, sem birt er á öðr- um stað hér í blaðinu. Ragnar Stefánsson leikari, las upp af mikilli list Gunnarshólma og Litla skattinn eftir Jónas, en Einar P. Jónsson flutti frumort kvæði, sem hér er birt; en með einsöng skemti frú Lilja Thor- valdson; söng hún sex lög við kvæði eftir Jónas, er féllu hlust- endum vel í geð; hefir frú Lilja tæra og styrka rödd; við hljóð- færið var Mrs. S. B. Stefánsson. Yfir samkomu þessari hvíldi mildur blær einhuga virðingar og þakkar við minningu hins ástsæla þjóðskálds. 0r borg og bygð DÁN ARFREGN Skúli Skúlason andaðist í Sel- kirk þann 24. nóv. Hann var fæddur að Presthólum í Norður- Þingeyjarsýslu 3. sept. 1857. For- eldrar hans voru Skúli Metú- salemsson og Guðrún kona hans. Skúli giftist Katrínu Geirsdótt- ur. Þau fluttu til Vesturheims árið 1903. Um hríð dvöldu þau Winnipeg, en síðar nam hann land í Oak Point, Man., og bjó þar um allmörg ár. Katrín kona hans dó 4. jan. 1941. Börn þeirra eru: Guðrún, gift J. McDougall, Winnipeg, Man., og Björn, bú- settur á Oak íVúnt. Útför Skúla fór fram í Selkirk frá Langrill’s útfararstofu þann 28. nóv. Jarð- sett var í grafreit íslenzka safn- aðarins þar. “Þreytti faðir, sof í ró.” S. Ólafsson. + GJAFIR í MINNINGASJÓÐ BANDALAGS LÚT. KVENNA: Kvenfélag Frelsis-safnaðar í Argylebygð $50.00 I minningu um eftirfylgjandi menn, er féllu í hinu nýafstaðna stríði: Turner Frederickson, Ted Jonasson og Paul Pennycook, Glenboro; Herman Jonasson, Ben Johnson og Thomas Thomas- son, Baldur; Barnie Isleifson, Brú; Ivan Isfeld og Joel Björn- son, Winnipeg; William Ander- son, Wynyard, Sask.; Lawrence Thordarson, White Law, Alberta. Mr. og Mrs. Joe Tergesen, Gimli, $20.00 1 minningu um bróður, Flying Officer 'Oscar George Solmund- son, er gaf líf sitt í þjónustu við strendur íslands, 3. apríl 1945, og í minningu um frænda, Flying Officer Kjartan Ara Solmund- son, er kom ekki fram eftir árás á Berlín, 27. jan. 1943. Lieut. Nursing Sister Bára Sólmundson $5.00 í minningu um bróður hennar F.O. Oscar George Solmundson. (Oscar heitinn er sonur Júlíus- ar J. og Helgu Solmundson, Gimli — bæði látin. En Kjart- an heit. er sonur séra Jóhanns P. Sólmundssonar og konu hans Guðrúnar). Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. * HOUSES FOR SALE West End Bungalow Victor St., near Sargent Ave., a very desirable stucco bungalow of 5 rooms and sunroom, oak floors and finish, full basement and furnace. The owner will sell this bungalow for $4,200.00 to anyone who can supply her with a 3-room suite in a block in the west end. Good ca^h pay- ment required. Call Sigmar of J. J. SWANSON & CO., LTD., Phone 97 538 or Evgs. 21 418. Possession May 1 st. Ingersoll St. North, 6 rooms, fully modern, 3 bedrooms and sleping balcony up, 3 rooms down, very modern kitchen, full basement, good furnace, glazed in verandah, garage. All in spot- less condition, Price $4,700.00. Call Sigmar og J. J. SWANSON & CO. LTD., Phone 97 538 or Evgs. 21 418. + Þann 24. nóvember s 1., voru gefin saman í hjónaband að Yellow Knife, Northwest Ter- ritories, þau Miss Margrét Ólöf Ólafson og Mr. Dave Pekary, verkfræðingur. Brúðurin er dótt- ir C. Ólafsonar, 12C Fort Garry Court hér í borginni, og frú Ing- unnar Maríu Ólafson, sem látin er fyrir mörgum árum. Brúð- guminn er ættaður frá Winnipeg, og útskrifaðist í verkfræði af Manitobaháskólanum. Heimili ungu hjónanna verður að Yellow Knife. + Mr. Guðmundur Pétursson frá Geysir, er nýlega kominn hing- að til borgarinnar, og hyggur á vetrardvöl hér; biður hann Lög- berg að flytja vinum sínum að Geysir og í grend, sínar beztu alúðarkveðjur og þakkir fyrir •margháttaða góðvild sér auð- sýnda af þeirra hálfu. * Mr. Halldór B. Johnson frá Churchbridge, Sask., hefir dval- ið hér um slóðir í nokkra daga; hann hélt heimleiðis á þriðju- dagskvöldið. + Mr. G. A. Williams, kaupm. í Hecla, dvaldi í nokkra daga í borginni í vikunni, sem leið, í innkaupaerindum fyrir verzlun sína. ... .i .& + Gjafir í námssjóð Miss Agnesar Sigurdson Mrs. Ásdís Hinrickson, Gimli, Man. ...........$ 5.00 Mr. og Mrs. S. O. Bjerring 10.00 Mrs. W. J. Burns........ 10.00 Mr. og Mrs. Th. J. Gíslason, Brown, Man............ 10.00 Gail Forest and her grand- father Halld. Sigurdson 25.00 Samtals ............$60.00 Áður kvittað fyrir .......$841.50 Alls $901.50 Með þakklæti, f. h. nefndarinnar, G. L. Jóhannson, féh. * Mrs. P. Anderson frá Glen- boro var í borginni í lok fyrri viku. + GJAFIR TIL BETEL I NÓVEMBER 1945 Kristjana Kjernested, Gimli, Man., árgang “Hlín”; Gunnbjörn Stefánsson, Salmon Arm, B.C., 15 boxes apples; Judge G. Grím- son, Rugby, N.D., $5.00; Mr. og Mrs. I. Gíslason, Steep Rock, Man., í minningu um dóttur okk- ar elskulegu, $25.00; Mrs. Sveinn Ólafson, $7.00 og Jóhann Ólaf- son $5.00, bæði að Mildmay Park, Sask., “með blessunaróskum til íbúa Betel.” Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., Winnipeg. Fögur minningarathöfn Síðastliðinn sunnudag, kl. 2 e. h., fór fram í kirkju Bræðra- safnaðar í Riverton, vegleg minn- ingarathöfn um Gnr. Pétur Hoff- man Hallgrímsson, er lézt af slysförum á Hollandi þann 20. október síðastliðinn; kirkjan var þéttskipuð ættingjum og vinum .hins unga, glæsilega manns, er með svo óvæntum atburðum í blóma lífs, var kvaddur á brott af vettvangi hinnar jarðnesku tilveru. Foreldrar hins látna eru þau T. E. Hallgrímsson^ fram- kvæmdarstjóri, og kona hans Elinborg Hoffmann Hallgríms- son, en ekkja hins horfna vinar, Svafa, er dóttir þeirra Jóns og Stefaníu Pálmason, sem nú eiga heima í Athalmer í British Col- umbia fylki. Minningarathöfnin hófst með bæn, er séra Bjarni A. Bjarnason flutti; þá söng einsöng Miss Loa- Davidson, “Hærra minn Guð til þín,” en á eftir var sunginn sálm- ur; að því loknu flutti séra Sig- urður Ólafsson fagra og við- kvæma minningarræðu, en við lok hennar söng söngflokkurinn sálm. Minningarræðu á ensku, þar sem æfiatriðum hins látna samferðamanns var lýst, flutti séra Bjarni, og mæltist honum einnig hið bezta; er máli hans lauk, söng Miss Davidson annað lag, á ensku, og vakti söngur hennar í bæði skiftin djúpstæða hrifningu; við hljóðfærið var frú ^lUióidís Thompson; hvert atriði út af fyrir sig, ræður, einsöng- ur og kórsöngur, tókst hið bezta, og jók mjög á virðuleik athafn- arinnar, er var auðug að hugg- unarverðmætum fyrir hin syrgj- andi ástmenni. Við kórdyr í miðju stóð borð, en á því mynd, fléttuð í yndis- legt blómskrúð frá nánustu ást- vinum, af hinum unga og hug- ljúfa manni, sem verið var að minnast; var þetta í rauninni táknrænt málverk þeirrar ást- úðar, og þeirrar órofa trygðar, er batt Pétur heitinn við ástmenni sín, og þau við hann; táknrænt málverk hins algilda og ævar- andi kærleika. Að sorgar-fjölskyldunum báð- um, Hallgrímsson og Pálmason fjölskyldunum, standa traustar og margmennar fylkingar trún- aðarvina; um það bar hin fjöl- menna og hátíðlega minningar- athöfn glögg merki, þó vitanlega margir vinir þeirra ætti ekki tök á að sækja hana. Auk hins mikla mannfjölda víðsvegar að úr Nýja Islandi, sóttu minningarathöfn þessa, nokkrir vinir frá Selkirk og Winnipeg. Óvenjuleg veðurblíða Veðráttan í haust mun vera mildari en dæmi eru til í manna minnum, því að á öllu haustinu hefir ekki komið hér í Reykja- vík nema ein einasta frostnótt og var frostið þá mjög vægt. Sem dæmi um hina miklu veðurblíðu má geta þess, að kúm hefir verið beitt út til þessa norð- ur í Húnavatnssýslu. Fólk uppi í Borgarfirði hefir farið í berja- heiði í þessum mánuði og tínt marga lítra af berjum á einum degi, vöxtur hefir verið í jökul- ám sem á sumardegi, og garðá- vextir eru jafnvel enn að spretta í sumum görðum.—22./H., 1945. GUÐMUNDUR DANÍELSSON: TÝNDUR Skammdegisnótt, æ, segðu mér hvar eg á heima, — hvar húsið mitt er, því eg er að leita að því. Það er vökunnar þrá og sá draumur, sem mig var að dreyma dimmunnar faðmlögum í. Því nú er eg þreyttur. — Nei, hús mitt er hvergi að finna og hvíldarlaus mœti eg skímu hvers morgundags. Eg er einn úti í löndum, — eg veit ekki hvað að vinna, — en eg vinn fram til sólarlags.— Ó, nótt, gegnum dægrin eg lyki lífsgöngu minni, ef lifði ekki von ein falin að baki þeim um einhvem, sem sé að leita — og að lokum mig finni og leiði mig aftur heim. — IHIIIIIIIIIIIlllll lillllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllll 1111111111111 íHUIilllllil iiiiiiiinini ORKT í MINNINGU UM DRENGINA, SEM FÉLLU 1 STRÍÐINU Þann orðstír gat sér mannvalið, sem meta verður hátt og minningamar frjálsir lýðir geymi. Það upphefð er og harmabót að hafa dreng þann átt, sem hetja féll til bjargar öllum heimi. GESTUR OG ÞÓREY ODDLEIFSSON í HAGA Um tap og söknuð syngur landsins harpa og sigurljóð um fræga landnámsdaga. Á meðal hraustra, glæsilegra garpa var Gestur sterki Oddleifsson í Haga. Og Þórey mikla kostakonan góða, sem kærleiksylinn vildi öllum bjóða. EF GUÐ ER MEÐ ^'pnaó&ur eg forsjón fel framtíð mína í vöku og blund, Ef Guð er með, þá gengur vel gangan fram að dauðastund. BÆN Er neyð og þrenging, ró og gleði rænir og ráðaleysið örvæntingu býr— ó, himna Drottinn heyr þá lýðsins bænir, sem hungraður og nakinn til þín flýr. V. J. Guttormsson. iiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii i!iiiiiiiiiinnnnniinnniiiHnnnnniiiiiuiiiniHiiinnnnniiiiiiiiiuiiiiniiiiiiinini!iiiiiiiiiiiiii!i!iiiiiiiiiiii!i!iiiiiiii!iiiiiii!iiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii.............................. iiniiiiiuuiiiiiuiuiiiiuiiiiiiuHuiiiiiunuuiiu ■nnniMHnHm JÓNAS HALLGRIMSSON (100 ára dánarminning) I erlendri mold hann beinin ber,— á brjósttónsins væng hann lyfti sér til norrænna sólarsala, og fann þdr eldinn í eigin sál og óf inn í draum sinh vorX sterka mál, er útvaldir ðlnir tala. • **■ Hans ríki var fagurt sem fjallasýn, er frelsaudi sól yfir landið skín frá útsæ til innstu heiða; hans bæn var mild eins og blómsins sál, og beitt hans rök líkt og eggjað stál, er knýr fram til söngvaseiða. Hann lagði undir fót sinn landið alt, og lá úti um nætur þó blési kalt og mögnuðust máttarvöldin. Úr landsins fegurð hann Ijóð sín spann í lifandi trú á konung þann, er málaði mannlífstjöldin. Á þroskans leið yfir landnám hans varð laufblað hvert ímynd skaparans og lindirnar Ijóðabrunnar. Hann tvenns konar örœfum tengdur var: — Tvídœgru mislyndrar samtíðar og örœfum einverunnar. í stríðssókn um lífsins stórasand hann studdi til vegs bæði þjóð og land með kvæðunum eilíf-ungu. — Svo kveðjum við öld okkar afreksmanns,— í ástinni geymist minning hans og svip okkar tignu tungu. Einar P. Jónsson. iiiiiiiunuiiiiiiHuiiiiiuiiiiiiuunuuiiiiiuiiuiiiuiiiiiiuiniuiniiiiiiiiiiHuiiiiiiiiuiiuiiuuiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiHiuniiiiHuiiiiiiHiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiHniiuuiiiuiiiiniiiiiiuíiiiiiuiittiiii UltMIIHIIUHIIIIUU!linilllUnilllill11!llllllllltlllllllUIIIIIHIIIHUillllllllll!lll!lllll!!lllll!!<!tlllllllilllllllUillllll!'!lil!!!!IIUH!lillllll!il!llllllll!lll!lllllllll!:il<,n!!l!llllllillllllltlll»!!IIIIUimi!!lllitllllliKai

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.