Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21374 j r.\ V\ttu' D„ gjs&e* Ij<vu«der S A A orttOe Complete Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR PHONE 21374 A Complete Cleaning: Institution WINNIPEG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR, 1946 NÚMER 2 Vestur-íslenzkar hljómlistarkonur “Þær munu komast langt á listabrautinni,” sagði fólkið í vestur-íslenzku þorpunum Ár- borg og Riverton, er það hlýddi hugfangið á tvær litlar telpur leika á píanó til skemmtunar í þorpunum við margs konar tæki- færi. En skyldi þá nokkurn hafa grunað, að önnur þeirra, Agnes Sigurðsson er orðin svo fullkom- inn píanó-leikari, að hún verður 1 dag að leita til eins af frægustu Pianókennurum heimsins til þess að geta lært eitthvað nýtt í sinni list, og að hin, Snjólaug Sigurðsson, skipar langsamlega veigamesta organistaembætti vestur-íslenzku kirkjunnar? Hin síðustu ár hafa þessar tvær íslenzku stúlkur átt svo mikinn þátt í hljómlistarlífi Vestur-íslendinga, þar sem þeir eru fjölmennastir, að varla hefir einn hljómleikur farið fram með- ol þeirra, svo að ekki hafi önnur vor þeirra lagt hönd að verki. n þar með er þó ekki alt sagt, Pví að rneð list sinni hafa þær eillað hugi fjölda fólks, er nær angt út yfir tölu Vestur-Islend- lnga. Agnes og Snjólaug eru mjög samrýmdar. Þær hafa verið það ^a því þær muna eftir sér. Er ^tti heima í Riverton þá \ai njólaug í Árborg. Á sunnu- oogum höfðu þær það fyrir VenJU að heimsækja hvor aðra V skiftis í fylgd foreldra sinna. ^að var heldur ékki svo undar- |®gt, þar sem feður þeirra eru ræður og mæður þeirra systur. Frá þvf ag þær báðar til Winnipeg hafa þær notað hvert tækifæri til þess að vera saman. Þær gleðjast á víxl yfir unnum sigrum á sviði listarinnar og hvor vill framgang hinnar sem naestan. í einu orði sagt, þær eru ^veg eins og systur eiga að vera. fiv skyldleika sinn hafa þær nýtt orðatiltæki á ensku og kalla S1g úouble-cousins.” Agnes Sigurðsson er dóttir ígurbjörns Sigurðssonar skrif- 0 ustjóra og Kristbjargar konu ans’ Lenore Street, Winni- Peg- I Winnipeg stundaði Agnes pianoleik hjá vel þekktum kenn- ara Þar’ Mlss Evu Clare. Sýnir þa vel hæfileika Agnesar, að einmitt kennari hennar skyldi ver a til þess að hvetja hana til nams í New York hjá einum af rægustu píanókennurum, sem nu eru uppi, Olgu Samaroff. Þar velur Agnes um þessar mundir °g fullnumar sig í sinni list. Nám hennar þar er mjög kostn- aðarsamt. T. d. má geta þess, að kennarar með álíka frægð og Olga Samaroff taka $20 til $40 fyrir klukkutímann við kensl- una. Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir gengist fyrir því, að Vestur-íslendingar styrki ungfrú Agnesi fjárhagslega til þessa náms. I ávarpi frá Stjórn- arnefnd félagsins segir í þessu sambandi m. a. svo: “Agnes á sér glæsilega lista- braut að baki. Hún hefir við ýms tækifæri hrifið hugi áheyrenda sinna í Winnipeg og víðar. Veld- ur því fyrst og fremst glæsileg Persóna hennar, frábær tækni, °g unaðsleg túlkun verkefna Þeirra, sem hún hefir tekið til jneðferðar og þá einnig festa ennar og hógvær framkoma. Engum, sem skyn ber á, getur dulist, að hún býr yfir óvenju- lega miklum hæfileikum á sviði listar sinnjar.” — Þeir, sem þekkja Agnesi og hafa heyrt hana spila, finna glöggt, að henni er rétt lýst í þessum orðum. Snjólaug Sigurðsson stundaði nám hjá píanóleikaranum Miss Evu Clare í Winnipeg. Tók hún þátt í námskeiði, er haldið var í New York fyrir píanóleikara, ekki alls fyrir löngu. Hefir Snjó- laug hlotið há mentastig við nám sitt og hvarvetna getið sér mikið orð fyrir framúrskarandi hæfi- leika. Er hún dóttir Sigurjóns Sigurðssonar heitins og ekkju hans Jónu Guðríðar Vopni. And- aðist Sigurjón 18. sept. s.l. á heimili þeirra 605 Banning St. í Winnipeg eftir langa og erfiða vanheilsu, er hann bar með mik- illi hugprýði. Snjólaug lærði ekki einungis að leika á píanó, hún lagði einnig fyrir sig orgelleik og söngstjórn. Sýnir hún greinilega mikla hæfi- leika í þeim greinum, sem organ- isti Fyrstu lútersku kirkjunnar í Winnipeg. Mun ekki vera neins staðar í íslenzkri kirkju jafn mikil söngstarfsemi eins og í þeirri kirkju. Eru tveir kórar starfandi við kirkjuna. Stjórnar Paul Bardal fylkisþingmaður eldri kórnum, en ungmennakórn- um er stjórnað af frk. Snjólaugu. Þá er ætíð einsöngur í guðsþjón- ustunum, er frú Pearl Johnson að mestu leyti annast. Ungmennakórinn hefir um 30 meðlimi, og syngur hann að mestu leyti við ensku guðsþjón- usturnar. Árangurinn af starfi Snjólaug- ar og hæfileikar hennar komu skýrt fram á hátíðaþingi Kirkju- félagsins í sumar sem leið og haldið var í Fyrstu lútersku kirkjunni. Var þá eitt kvöld sér- staklega helgað kirkjuhljómlist. Má telja það alveg einstakt hversu þar alt var fagurlega fram sett og vel af hendi leyst. Snjólaug lék þar undir sönginn á pípuorgelið, lék ennfremur ein- leik á píanó og stjórnaði ung- mennakórnum. Auk orpanista- starfsins annast Snjólaug m. a. píanókenslu. Báðar leggja þær Agnes og Snjólaug mikla rækt við kirkj- una. Þær hafa ekki aðeins erft það frá ágætum foreldrum, held- ur sjá þær að þar auðgast list þeirra af hinni sönnu fegurð, og að þar hlýtur hún blessun, sem hvergi annarsstaðar. P. —(Kirkjubl. 3. des.). BRITISH COUNCIL VEITIR NÁMSSTYRK British Council hefir ákveðið að veita íslenzkum kandidötum ferna námsstyrki fyrir háskóla- árið 1946—47. — Tveir styrkirn- ir verða fullir námsstyrkir, en tveir að upphæð 100 sterlings- pund hvor. Með hærri námsstyrkjunum reiknast skóla- og prófgjöld, ferðakostnaður til Bretlands og heim aftur og 30 sterlingspund á mánuði í dvalarkostnað, ef nám er stundað í Oxford, Cambridge eða London, en 25 pund á mán- uði, ef það er stundað annars- staðar. Miðast styrkirnir við kandídat frá háskóla eða menn með svipuðum prófum. Styrk- þegum er ekki heimilt að taka með sér konur sínar (eða eigin- menn), né annað skyldulið. Umsóknareyðublöð fást hjá fulltrúa British Council, Lauga- veg 34, Reykjavík, og er um- sóknarfrestur til 15. janúar 1946. —(Mbl. 8. des.). LJÓÐ KÁINS Á LEIÐINNI Innan skamms kemur á mark- aðinn ný útgáfa af ljóðum Káins, eða Kristjáns Júlíusar, hins kunna vestur-íslenzka skálds. Það er Bókfells-útgáfan, sem gefur bókina út, og mun verða í henni alt það, sem til hefir náðst að kveðskap Káins. Richard Beck hefir annast útgáfuna og ritar hann formála um skáldið og æfi þess, en séra Haraldur Sigmar ritar nokkrar minningar sínar um Káinn. Útgáfan verður mjög skraut- leg, prentuð á ágætan pappír, og mjög vandað til bandsins. Bók- in er nokkuð yfir 300 síður að stærð. Mynd fylgir af höfund- inum og rithandarsýnishorn hans. Prentsmiðja Jóns Helga- sonar prentar bókina. Það mun öllum ljóðavinum þykja eigi lítill fengur í að fá þessa útgáfu af ljóðum Káins. Áður hefir ekki komið út nema lítið sýnishorn af ljóðagerð hans, Kviðlingar, lítið kver, og kom út i Winnipeg 1920 og mun óvíða vera til hér. En allir, sem til Káins þekkja, hljðta að unna hinum sérstæða og hressilega skáldskap hans. Margar af vís- um hans eru landfleygar hér heima, og víst er um að fleiri verða það, eftir að menn hafa lesið þessa nýju bók með kvæð- um Káins niður í kjölinn. — Kristján Júlusíi þótti gaman að yrkja, enda hefir skáldskapur hans mörgurn skemt. Og sjálfur segir hann: Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga; hún hefir verið móðurmjólk mína um lífsins daga. Það hefir liðið of langt frá and- láti Káins og þar til við fengjum fullkomið safn kvæða hans, og er nú vel að úr þessu verður bætt, ekki sízt þegar það er gert á jafn- myndarlegan hátt og í þeirri út- gáfu, sem hér um ræðir og-ber þeim þakkir, sem að henni stóðu. B. —(Morgunbl. 7. des.). !IIIIIIII!!!!IIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIII!II!I!IIIII!IIII!IIIIIIIIIIIIIIIII11IIII JÓLAKV EÐJ U R Símkveðja til Sveins Björnssonar forseta íslands Vestra heit í vorum brjóstum vakir norræn glóð; bróðurhugir brúa hafið, blessa land og þjóð. Jólavísur Til Ingólfs læknis Gíslasonar og frú Oddnýjar, í kynnisför í Washington, D.C. Velkomin heiman um hafið hingað í landnámið nýja; hendi eg rétti’ ykkur hlýja. Verði ykkur vínlenzku jólin vorbjört sem Jónsmessu-dagur íslenzkur, indæll og fagur. Vestan úr vetrarins ríki vængléttar kveðjurnar hljóma. Sitjið í gæfu og sóma! Á jóiaspjald (Til ýmsra) Beri þér Ijós í bœinn, blómin sín, friðar-jól. Gjöful þig gleðji, sól, gangi þér alt í haginn! RICHARD BECK. Illllimilllllllllllllllllllffillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllll ÚR BRÉFI Eftirfarandi línur eru teknar úr bréfi í leyfisleysi; en þess er vænst að bréfritarinn stökkvi ekki upp á nef sér út af því gjör- ræði: “Eitt verð eg að minnast á, það er Sagan okkar. Það er nú meira verkið, sem hann er að leysa af hendi hann Þ. Þ. Þor- steinsson. Þessi líka óskiljan- lega þolinmæði: að safna fyrst og viða að sér öllum þessum ó- sköpum; og svo að lesa það alt. Að því búnu verður að flokka það í sundur og flétta það saman eftir því sem við á. Eg sannfær- ist um það betur og betur með hverju bindinu, sem út kem- ur, að við höfum engum öðrum á að skipa hér vestra, sem eins vel hefði getað leyst af hendi þetta mikla vandaverk. Eg sagði hér vestra. Eystra eða heima á Islandi er nóg af ritsnillingum, ekki vantar það, en þeir hefðu ekki getað unnið þetta verk svo vel færi. Til þess skortir þá persónulegan kunnugleika. Nei, Þorsteinn er eini maðurinn.” Þannig farast honum orð, þess- um landanum, og hann er ekki sá eini. Sig. Júl. Jóhannesson. LÍTIL BÓK EN LAGLEG Nýlega er komið út ljóðakver á ensku eftir prófessor Richard Beck, sem hann kallar “A Sheaf of Verses.” Það er eins með bækurnar og mennina: Gildi þeirra fer ekki altaf eftir stær.ðinni. Þessi litla bók er aðeins 23 blaðsíður og flytur 10 kvæði. Þau eru öll stu'tt, en öll fögur og fáguð. Þau hafa flest birzt í bók- mentalegum ritum í Canada, Bandaríkjunum og Englandi. Bókin er prentuð hjá Columbia Press og vönduð að öllum frá- gangi. Sem sýnishorn af þessum kvæðum birti eg hér eitt þeirra í íslenzkri þýðingu: PÁSKA LILJUR Hrein eins og hugsanir barnsins, hvít eins og nýfallin mjöllin breidd yfir háfjalla herðar: — hugljúfu upprisu blómstur. Imynd hins eilífa lífsins, önd vorri lyftið til hæða; veturinn lýsið þið liðinn, lofsyngið komanda sumri. Páskar! — Þið Ijósbjörtu liljur, lýsið upp fornhelgar sýnir: Gröf, sem af almætti’ er opnuð, árdag í landinu helga. Sig. Júl. Jóhannesson. UNDIRBÚNINGSFUNDUR Nú í dag (fimtudag) hófst í London hinn fyrsti allsherjar- fundur sameinuðuþjóðanna, er það markmið hefir, að leggja grundvöll að skipulagningu nýs þjóðabandalags heimsfriðnum til öryggis í framtíðinni; af fund- inum hafa enn engar fregnir borist aðrar en þær, að kosið hafi verið í ýmsar mikilsvarðandi nefndir; meðal þeirra héðan úr álfu, er fund þenna sitja, er frú Eleanor Roosevelt, ekkja Roose- velts forseta. INFLÚENZA Frá Edmonton er símað þann 5. þ. m., að inflúenzufaraldur hafi grafið svo um sig í borginni, að þriðjungur starfsfólks hjá ýmsum félögum hafi ekki komið í vinnu. KOSINN í SKÓLARÁÐ Við bæjarstjórnarkosningarn- ar, sem fram fóru í Vancouver í desember síðastliðnum, var í- þróttakappinn og flugmaðurinn víðkunni, Mr. Frank Frederick- son, kosinn í skólaráð borgar- innar með miklu afli atkvæða. Hinn nýi skólaráðsmaður er bor- inn og barnfæddur í Winnipeg, og vakti snemma á sér athygli vegna frækni í íþróttum, og þá einkum við hockey, en þar setti hann snemma met. Mr. Frank Frederickson, er harðsnúinn við sérhvert það verk er hann tekur sér fyrir hendur, og mega Vancouver-búar vafa- laust mikils af honum vænta í hans nýja verkahring. NÝ ATÓMSPRENGJA írskur vísindamaður hefir ný- lega látið sér þau orð um munn fara, að hann hafi við hendi sannanir fyrir því, að Rússar hafi fundið upp nýja kjarnaorku- sprengju, sem sé margfalt mátt- armeiri en atómsprengjan, sem Bandaríkjaherinn beitti gagn- vart Japönum; ekki er enn vitað hvar íri þessi hefir fengið heim- ildir sínar, ef þær þá á annað borð eru til. Friðvænlegra í Kína Sendiherra Bandaríkjanna í Kína, hefir komið því til leiðar, að foringjar kommúnista hafa átt viðtal við yfirstjórn landsins, sem líklegt þykir að leiði til inn- byrðis friðar. PRESTSKOSNING í REYKJAVÍK Kirkjublaðið frá 3. desember, s.l., lætur þess getið, að séra Jón Auðuns, prestur Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík, hafi verið kosinn 2. prestur við dóm- kirkjuna í stað séra Friðriks Hallgrímssonar, er beðist hafði lausnar frá embætti frá 1. des- ember að telja; hinn nýi dóm- kirkjuprestur er fæddur á ísa- firði 5. febrúar 1905. Foreldrar hans eru Jón Auðunn Jónsson, forstjóri á ísafirði og fyrverandi alþingismaður og kona hans Margrét Jónsdóttir, systir séra R. Magnúsar Jónssonar fyrrum prests að Stað í Aðalvík. Séra Jón Auðuns lauk em- bættisprófi í guðfræði við Há- skóla íslands 1939. Fór hann þegar utan til framhaldsnáms; er heim kom, gerðist hann frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði, og 1941 jafnframt prestur við Frjáls- lynda söfnuðinn í höfuðstaðn- um. Hinn nýi dómkirkjuprestur er forseti Sálarrannsóknarfélags Islands og ritstjóri tímaritsins “Morgunn.” TVÍHÖFÐAÐ MEYBARN Þann 3. þ. m. fæddist í borg- inni Birmingham á Englandi tví- höfðað meybarn, 13 merkur að þyngd; móðirin er ensk, 21 árs að aldri, en maður hennar ame- rískur hermaður; undrabarn þetta lifði aðeins 50 klukkustund- ír. iHiiiiiniiiiiiiiiii ...........1HIIII)III1I!IH1I1IIIIII!II!1 ll!lll!ltlil!lllliil!li!limillljll!llllll!!ltllllll!lll!l!l!!llll!!liiliill!! [lllllllllll!lll|l!l|!lffill!!!l!ill!llllll! lílillllllllllllUlllllllllipinilMlli HIROSHIMA Lá í ryki efst á himinhillu herrans lögbók þykk og látúnspent. Heilagt orðið, hafið yfir villu, hér var skráð, sem fyrst af drotni kent. Orð hans fest á skinn og skorðað spjöldum skar úr því, sem tvísýnt var og dult, letrið var af óratíð og öldum orðið máð og skinnið hart og gult. Hálfa eilífð engilmeyjar höfðu ekki sópað þennan helga stað, ynnu þær ei alt, sem skyldur kröfðu, ei var drottinn hót að fást um það. Þó að legðist ryk á grænar rúður ríkti kyrð um himins mikla garð. Drottinn sat á sínum stóli prúður, sá of jörð og himna, það er varð Árla dags er Herrann hlýddi bænum, hásætið um stund á þræði lék, reykir stigu upp af grundum grænum, gerðist allur himinn skýjablek. Heyrði af jörðu hvelli, bresti, dunur, — himni skulfu súlnagöng og rið — runnu andvörp, ekkasog og stunur inn í djúpan, þungan, sáran klið. Hver var þar á harmsins jörð, er hafði hrifsað til sín drottins skapamátt; hver var sá er mannheim voða vafði veldi guðs síns rauf og himins' sátt. Höfðu að lokum brekabörn á jörðu bók hans náð og snefjað launráð hans; mörg og fáheyrð fólskuverk þau gjörðu, flóði í blóði allur heimur manns. Herrann sjón að hillu sinni rendi, hvort var bókin mikla á sínum stað, eða hafði erkiþjófa hendi opnað spennu og hrifsað til sín blað. Spöngin virtist hrokkin upp við hristing; hissa drottinn leit á blöð og spjöld. Hví var leyfð á hungurjörðu gisting hroka þeim er krafði guð um völd. Páll Guðmundsson. llllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllHllllíllllttllilllillttillilllllUllllllllllllllUlllilllilllllllllllllllllllllllHliillllllllllilllllllililiiiilillllllUIIIPllli iinnniiiimimuinnimiumniHttf

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.