Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JANÚAR, 1946 IL ÁH UlHil rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hvíld er góð Hinn þrettándi í jólum var síðastliðinn sunnudag og þar með voru hátíðirnar gengnar um garð. Konur margar hverjar, sem eiga mörg börn og stór heimili til að sýsla um, hafa e- t- v. ofreynt sig með vökum °g vinnu, því nú er erfitt að fá nokkrar stúlkur til þess að að- stoða húsmæður. Og svo loks þegar umstanginu um hátíðirnar er lokið, og börnin aftur komin í skólann, eru þær orðnar úr- vinda af þreytu og svefnleysi og þrá það mest að mega hvílast. En ekki er það altaf hægt, því heimilisverkin gera sig ekki sjálf. Mér datt nú í hug að skrifa um ýmislegt, sem eg hefi reynt, heyrt eða lesið, um það hvernig konur geti gert sér heimilisverkin létt- ari og náð aftur tauga-jafnvægi °g hvílst eftir að hafa lagt of mikið á sig með vinnu. Eitt í einu Það sem mest virðist þreyt- andi við heimilisverkin er það hvað þau er margvisleg og snún- ingarnir miklir; húsmóðurin hefir svo margt á huganum í einu. En hversu annríkt sem þú átt, verður þú að muna, að þú getur ekki gert tvennt í einu svo vel fari; þú getur ekki einbeitt huganum að því verki, sem þú ert að gera, ef þú ert á sama tima með áhyggjur út af því, sem þú hefðir att að gera í gær eða ættir að gera á morgun. Gott rað er að skipuleggja vinnuna; skrifa niður það, sem þú þarft a gera og hvenær það þarf að Serast. Að því loknu getur þú atið hendur standa fram úr crmum og hugsað aðeins um það 'er i sem þú ert að gera í það °g það skiftið. Á þennan hátt r*°ur yHr verkunum, en þau e i yfir þér, og í því finnur þu víld og áhyggjurnar hverfa. attu hverjum degi nægja sína Pjaningu. Byrjaðu á ný Stundum kemst þú í tauga- spenning mitt í einhverju verki, sem þú ert að keppast við að koma af; þú gerir allskonar glappaskot; þú kemst í slæmt skap; ennið hrukkast, hendin kreppist. Þegar þannig er kom- íð, þá er um að gera að hætta vinnunni í nokkrar mínútur, hvíla sig og hressa á einhvern kátt; það sparar í raun og veru tima. Stattu upp og gakktu um g°lf; opnaðu gluggann og teig- aðu ferska loftið; taktu bók eða tímarit og lestu, í 5 til 10 mín- utur meðan þú sötrar úr kaffi- ú°lla, eða hlustaðu á eitthvað skemtilegt yfir útvarpið. Ef þú gerir þetta, munt þú komast að raun um að taugaspenningurinn rénar og þegar þú byrjar verkið á ný, mun alt ganga eins og í sögu. Svefnvenjur Djúpur og vær svefn er eina oótin við þreytu; svefninn er ^ka það bezta fegurðarmeðal sem til er. Svefnleysi er fyrsta e'nkenni þess að taugarnar eru í elagi. Þegar svo er komið, að Þu snýrð þér og veltir í rúminu °g ert glaðvakandi strax og höf- ^ð þitt snertir koddann og þú eyrir klukkuna slá í margar klukkustundir, þá er tími til ominn að leita einhverra ráða Vl svefnleysi getur komist í vana. Hér eru nokkrar bendingar, m gætu orðið til þess að koma Per 1 vær£m svefn: (1) Taktu þér nægan tíma til þess að undirbúa þig fyrir svefninn: fáðu þér bað í volgu vatni; taktu til fötin, sem þú ætlar í næsta morgun; skrif- aðu niður það sem þú þarft að muna næsta dag, svo þú hafir engar áhyggjur út af því, ef þú skyldir vakna um miðja nótt. Gott er að lesa eitthvað, svo framarlega sem það er ekki spennandi né útheimtir heila- brot. (2) Rúmfötin ættu að vera hlý en létt — þú sefur betur ef ekki eru of þung föt á fótunum. Þegar þig fer að syfja, er gott ráð að kasta ofan af þér rúmföt- unum, og þegar þér er orðið full- svalt, breiða þau yfir þig og kúra þig niður í rúmið. Um leið og þér hlýnar, sækir svefninn að þér og áður en þig varir ertu kominn inn í draumalandið. (3) Borðaðu ekki mikið áður en þú ferð að sofa. Eitt glas af volg- um drykk er ágætt. (4) Ef alt annað bregst, skaltu biðja lækn- inn að ráðleggja þér eitthvað til þess að koma þér í svefn í nokkr- ar nætur — svo svefninn verði að vana. Svefninn er vani, engu síður en svefnleysi. Matarfriður Hinar reglulegu þrjár máltíðir daglega, ættu að gefa fólki gott tækifæri til að hvílast og endur- nýja kraftana. Áríðandi er að máltíðin sé saðsöm og hafi öll þau næringarefni, sem líkaminn þarfnast, en það er líka áríð- andi að máltíðin sé ánægjuleg að öðru leyti, og að hennar sé neytt í næði. Fólk, sem venur sig á að þræta og jafnvel rífast við borðið og gleypir í sig mat- inn í flýti, má búast við því að fá maga og meltingarkvilla og ekki batnar skapið við það. Líkamsæfing á hverjum degi Holl líkamsæfing er eitt hið bezta meðal við slæmum “nerves.” Á hverjum degi ættir þú að reyna að fá einhverja teg- und af líkamsæfingu: fara í göngutúr; taka þátt í leikjum eða ef það er ekki hægt, opna þá bara gluggann, teygja þig og beygja (eftir líkamsæfinga regl- um) og svelgja í þig ferska loftið. Vonast eg nú til að þessar bendingar komi einhverri þreytt- ri húsmóður að gagni og verði til þess að hún komist aftur í sólskinsskap. H L Ý Ð N I Kona, sem er uppeldisfræðing- ur hefir athugað hegðun margra þúsunda barna á öllum aldri, og hefir komist að þeirri niðurstöðu að undantekningarlaust sé það betra að segja börnunum hvað þau skuli gera, en að segja þeim hvað þau eigi ekki að gera. Hún valdi áttatíu börn og flokkaði þau saman tvö og tvö, og hafði þau sem svipuðust að vitsmunum, framkomu, uppeldi og aldri. Annað af hvorum tveim börnum fékk fyrirmæli sem voru jákvæð, en hitt fékk neikvæð fyrirmæli. Flest þau börn sem sagt var hvað þau ætti að gera hlýðnuð- ust. En allur fjöldinn af þeim sem fengu neikvæð fyrirmæli, snerust öfug við og óhlýðnuð- ust. — (Vísir). • VITUR MÓÐIR Kona ein, sem á óvenjulega elskuleg börn segir svo frá: “Eg læt undan börnunum mín- um, hvenær sem eg sé mér það fært. Eg held það hughreysti þau, styrki lundarfar þeirra, að finna að þau hafi áhrif á mig. Það gefur þeim sjálfstraust. Og þeim mundi vafalaust þykja, að þetta væri ömurlegur heimur, og ósveigjanleikinn óbærilegur, ef þau fengju engu um þokað og gætu aldrei unnið mig til fylgis við sig. Eg held það kenni þeim líka, að hægt sé að láta undan og vera ástúðlegur eftir sem áður, gefa eftir án þess að láta yfirbugast eða missa myndug- leika sinn. Eg reyni að sýna þeim þetta með framkomu minni.” DÁNARFREGNIR Margrét Vigfússon andaðist að gamalmennahælinu Betel, 7. des. s.l. eftir langvarandi legu. Hún var fædd 15. ágúst, 1864, á Auðsholti, Árnessýslu. For- eldrar hennar voru Vigfús Guð- mundsson, fæddur að Hlíð í Gnúpverjahrepp, og Auðbjörg Þorsteinsdóttir fædd að Vatns- dal í Rangárvallasýslu. Til Can- ada kom hún fyrir 34 árum og var lengst af í Winnipeg; hún var til heimilis á Betel tæp 11 ár. Séra Skúli Sigurgeirsson jarðsöng. • Sigurður Sigurðsson andaðist að gamalmennahælinu Betel 17. desember s.l. Hann var fæddur 24. maí, 1855, að Hallárdal í Húnavatnsssýslu. Foreldrar hans voru þau Sigurður Sigurðsson og Ingigerður Þorbergsdóttir. Til Canada kom hann fyrir 57 árum síðan og átti heima í þessu fylki; Björg Jóhannesdóttir, kona Sig- urðar, dó fyrir allmörgum ár- um síðan; þau bjuggu um langt skeið á Gimli. Sigurður hafði verið blindur síðustu árin, en að öðru leyti sérstaklega heilsu- góður. Hann var að eðlisfari hægfara, þýður í viðmóti og átti marga vini. Hann var jarðsung- inn af séra Skúla Sigurgeirssyni. • Sigfús Valdimar Thorsteinssori andaðist á heimili bróður síns, Thorsteins í Víðinesbygð 25. des. s.l. TJtförin fór fram frá Húsavkur kirkju 2. þ. m., undir stjórn séra Skúla Sigurgeirs- sonar. Hún: — Þegar eg giftist þér, hélt eg að þú værir hugrakkur maður. Hann: — Það sögðu líka allir vinir mínir. + Kynbótanaut eitt í Bandrík- junum var nýlega sprautað peni- cillini vegna þess, að það hafði fengið lungnabólgu. Nautinu batnaði, þegar búið var að sprauta í það 3.000.000 einin- gum. + Wall Street, miðstöð allra verðbréfaviðskipta í New York fékk nafn sitt af því, að fyrir hundrað árum byggðu íbúarnir þar háan varnargarð til þess að verjast Indíánum, sem voru oft að herja á íbúana. Nokkur minoingarorð um Margréti Anderson Eftir Jóhannes H. Húnfjörð Hinn 10. okt. síðastliðinn and- aðist á Johnson’s Memorial Hospital, Gimli, Man., konan Ólöf Margrét Anderson af hjarta- slagi. Margrét sál. var fædd á Fremstalandi í Þistilfirði í Þing- eyjarsýslu, 2. júní, 1858, og var því 87 ára, 4 mánaða og 8 daga gömul, er hún lézt. Foreldrar hennar voru þau fræðimaðurinn Gunnar Gíslason Gíslasonar Jónssonar. Móðir Gunnars var Margrét ólafsdótt- ir Guðmundssonar, Ólafssonar, ættuð úr Reykjadal í Þingeyjar- sýslu og fyrri kona Gunnars: Sigríður Eiríksdóttir frá Orma- lóni í Þistilfirði, Eiríkssonar, Þorsteinssonar frá Oddstöðum á Melrakkasléttu. Margrét sál. ólst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára í Þistilfirðinum á ýmsum stöðum, og síðast í Seyðisfjarðar kaupstað; fór svo í vinnumensku sem þá var títt, og þótti dugleg vinnukona; mun fyrst hafa unnið í Stakkahlíð í Loðmundarfirði; þar kyntist hún Jóni Sigurðssyni er seinna tók ættarnafnið Austman. Með hon- um eignaðist hiin dreng, Sigur- geir að nafni. Flutti Jón til Vesturheims litlu síðar, og sá hann að einhverju leyti drengn- um farborða þar til hann var á þrettánda ári. Voru þeir feðg- arnir samferða yfir hafið. Sig- urgeir ólst upp á flækingi mest í Nýja íslandi og Mikley; er nú búsettur í Selkirk, Man., giftur Þóru Sveinsdóttur Skaftfells; háfa þau alið upp dreng, Eugene að nafni. Árið 1884 giftist Margrét sál. Kolbeini Einarssyni Ófeigssonar, ættaður úr Suðurmúlasýslu, móðir Kolbeins var Guðrún Steinmóðsdóttir ættuð af Langa- nesströnd. Nokkur ár eftir það dvöldu þau á Seyðisfirði. Eignuðust hús í samfélagi við Guttorm Jóns- son fyrri mann Kristínar systur Margrétar og bjuggu þar. Árið 1893 seldu þau eignir sínar, og fluttu vestur um haf til Nýja íslands sama ár og dvöldu fyrsta veturinn hjá Jónasi Jónssyni frá Hræleikslæk í Hróarstungu, og Halldóru Arngrímsdóttur konu hans er þá bjuggu í Huldar- hvammi í Árnesbygð. Næsta vor fóru þau til Winnipeg og unnu þar um tíma, en sneru svo aftur til Árnesbygðar og settust að á Einarsstöðum hjá Einari Guð- mundssyni, og höfðu þar aðset- ur unz Kolbeinn (er hafði þá tekið með heimilisrétti land þar í námunda) hafði byggt sér bú- stað og fluttu á landið um haust- ið, en búslóðin var ekki stór. Þau settust að á landinu 5. okt. Þarin 16. febr. um veturinn brann húsið, og þar með þeir fáu inn- anstokks munir, er þau áttu. Þá skaut yfir þau sjólshúsi nágranni þeirra, Einar á Einarsstöðum, og dvöldu þau hjá honrim það sem eftir var vetrarins og þangað til Kolbeinn fékk hrófað upp öðru logga-húsi, en fátt mun hafa ver- ið um innanstokksmuni sem von var, en alt baslaðist það af, og ekki vantaði viljann né atork- una til að bjarga sér. Bæði voru þau dugnaðar manneskjur, þó oft væri hart í búi; eftir 7 ára búskap á Kolbeinsstöðum, misti Margrét sál. manninn sinn, Kolbein, 30. marz 1902; hafði þeim búnast furðu vel, höfðu komið sér upp talsverðum gripastofni. Þau Kol- beinn og Margrét eignuðust 9 börn, og dóu flest þeirra á unga aldri, aðeins tvö þeirra eru nú á lífi: Gunnar Friðrik, stundar mestmegnis fiskveiðar, til heim- ilis á Gimli, Man., einhleypur, og Guðrún ísfeld, gift Sigurði ís- feld, til heimilis í Winnipeg, eiga þau einn son að nafni Sigmar, og hafa alið upp annan dreng, Tómas að nafni. Eftir að Margrét sál. misti mann sinn, komst nokkurt los á > búskapinn, börnin voru of ung til að verða henni að liði, kom hún þá fyrir skepnunum og leigði út landið, og var svo hingað og þangað með börnin, þar til að hún gekk að eiga Árna Björns- son, Árnasonar, er hafði ættar- nafnið Anderson, þann 10. júlí 1903. Hafði hann stundað mat- reiðslu fyrir fiskimenn á Win- nipegvatni á vetrum, en unnið við landbúnaðarvinnu sumar og haust, þá undan farið, og þótti með afbrigðum trúr en ekki að sama skapi afkastamaður. Eftir giftinguna settust þau Margrét aftur að á Kolbeinsstöðum, bú- skpurinn gekk tregt, enda þótt Margrét ynni eins og víkingur. Árni maður hennar reyndist framkvæmdarlítill búmaður og fóru svo leikar að þau hættu bú- skap, losuðu sig við skepnurnar, og leigðu út landið, og settust að á Gimli, en það var sízt heppilegt Árna vegna, því honum þótti Bakkus girnilegur, svo þótt hann ynni eftir beztu getu, varð arð- urinn smár er heim kom. Mátti því Margrét ganga út í þvott og vinna baki brotnu, svo þau gætu haft þak yfir höfuðið og eitthvað til að borða, en börnin urðu að vinna fyrir sér sjálf eins fljótt og þau komust á legg og gátu það. Nokkrum árum síðar tókst Margréti að selja Kolbeinsstaði og keypti þá lóð í Riverton og lét byggja lítið laglegt hús þar, og þangað fluttu þau Árni ásamt Gunnari syni hennar. Þar hélt Margrét uppteknum hætti að vinna meðan kraftarnir entust, og þar misti hún mann sinn eftir langvarandi veikindi þann 8. apríl 1920. Árið 1929 seldi Mar- grét húsið í Riverton og flutti til Selkirk, Man. Þá bjó þar Guðrún dóttir hennar, ásamt manni sínum Sigurði ísfeld. Gunnar sonur Margrétar hafði fest kaup á húsi og í það hús fluttu þau í maí það ár. Lifðu þau mæðginin í því húsi um 12 ára bil, þar til þau töpuðu því fyrir vanskil á borgun, því Gunnar reyndist lítt fær til fé- sýslu, og þar fyrir utan hafði hann ekki lag á að passa centin er hann innvann sér. Eftir það leigðu þau sér íbúð í kringum ár, á öðrum stað í bænum, síðan fluttu þau til Gimli, Man., og leigðu sér þar íbúð um tveggja ára tímabil, eða þar um bil, unz Gunnar réðist í að kaupa kofaræfil, og að vor- lagi settust þau þar að. Var þá oft hart í búi hjá Margréti, sem ekki hafði á annað að treysta en ellistyrkinn, því nú var svo kom- ið að hún gat ekki gengið út í vinnu og þoldi ekki nema annað veifið að sitja við tóskap, sem hún hafði þó mikið iðkað um dagana. Kofinn reyndist svo kaldur að Margrét gat ekki hald- ist við í honum um veturinn, svo Guðrún dóttir hennar sótti hana og tók hana með sér til Winni- peg, en hún var þá flutt þangað ásamt manni sínum; hjá henni var þá líka til húsa Sigríður móðir Sigurðar manns hennar, og voru báðar gömlu konumar látnar vera saman í herbergi, og undu þær sér þar allvel; þegar heilsa leyfði, unnu þær báðar við tóvinnu sér til afþreyingar, en virtist ernari þótt eldri væri, og þó sérstaklega Sigríður, sem var ekki frítt við að Margrét öf- undaði hana af dugnaðinum. Þar dvaldi Margrét rúm tvö ár og þá oft lasin. Hún hafði reynt að komast á elliheimilið Betel á Gimli, meðan hún dvaldi þar, en ekki fengið inngöngu, en síðast- liðið vor fékk hún lofun fyrir því að hún gæti fengið inngöngu þar 15. okt. síðastl. Vildi hún því uppvæg komast þangað, og fór til Gimli síðast í apríl; hafði þá ekki þreyju í sér lengur að vera í Winnipeg og settist að hjá Sig- ríði Sveinsson og dvaldi þar til 4.—5. ágúst; þá flutti hún til Björns Stefánssonar frá Kirkju- skarði, og þar fekk hún slag á sunnudagsmorgun 7. ágúst, og var samstundis flutt á spítalann og andaðist þar miðvikudags- morguninn þann 10. okt. síðastl. sem fyr segir. Þann 13. s. m. var hún jarðsungin af sóknarprest- inum á Gimli, Skúla Sigurgeirs- syni, að viðstöddu fjölmenni, og lögð til hvíldar í Gimli grafreit. Margrét varð síðust af 6 syst- kinum, sem öll voru farin á und- an henni, hin fimm voru: (1) Jó- hann Friðrik, dáinn í Pembina, N. Dak. fyrir fjölda mörgum ár- um. (2) Sigmundur, bóndi á Grund í Geysirbygð fjölda mörg ár; kona hans var Jónína Jóns- dóttir; eru þau bæði dáin; einn af sonum þeirra er Gísli Sig- mundsson kaupmaður að Hnaus- um, Man. (3) Gísli, dvaldi hann um 20 ár í Svíþjóð, lærði þar til prests og giftist sænskri konu, kom vestur um haf og þjónaði í mörg ár sænskum söfnuði í grend við Hill Top, Man., dáinn fyrir nokkrum árum. (4) Þóra, tvígift, fyrri maður hennar var Jakob Þorsteinsson, dó í Winnipeg fyr- ir mörgum árum; seinni mað- ur Þóru var Jósef Scram, jám- smiður, eru þau bæði dáin fyrir alllöngu síðan. (5) Kristín Lilja, einnig tvígift; fyrri maður henn- ar var Guttormur Jónsson fyr- nefndur mun hafa dáið um alda- mótin. Seinni maður hennar var Jón Jónsson bóndi á Birkivöllum í Árnesbygð, dáinn fyrir all- mörgum árum; Kristín dó á elliheimilinu Betel á Gimli fyrir allmörgum árum líka. Svo pú eru þær þrjár systurn- ar allar lagstar til hinstu hvíld- ar í sama grafreit, hlið við hlið, er þær allar kusu að mætti fram koma. Allar undu þær sér bezt í Nýja íslandi, en þó sérstaklega Margrét sál. er hvergi undir sér betur en þar. Þar hafði hún stritað mest og einnig marga sólskinsbletti séð. Þökk fyrir manndáðina, Mar- grét! og kærleikann til með- bræðra og systra, hugulsemina við hina bágstöddu. Þú skarst aldrei við neglur þér góðgerðir þínar, þó ef til vill lítið væri þá eftir handa þér sjálfri. Svo er þeim, sem mannlundaðir eru. Þú gast kent mörgum, er margra ára skólamentunar nutu í skólum landsins, hvernig ætti að haga sér í framkomu við þá, sem lent höfðu í volki lífsins og voru minni máttar, þótt þú aldrei nytir annarar fræðslu en í reynsluskóla lífsins, sem því miður er hlutskifti margra og oft happadrýgstur. Hér skilja leiðir að sinni. Hjartans þakkir fyrir samúðina og samvistirnar. Farðu svo í friði, friður Guðs þig blessi. K V E Ð J A ( tileinkuð börnum hinnar látnu) Sofðu, mamma, sjúkdómsböli fjarri, svifin inn á dýrðarríkan stað. Hvíld er þreyttum unun öllu kærri, svo ekkert getur jafnast á við það. Vegur þinn frá vöggunni til grafar var ógreiður, enda brautin löng; lýist sá í kviksyndi er kafar, og klungrum fjalls á víxl, og efnaþröng. Þú varst hetja þótt við rosann glímdir, þér gat jafnan leikið bros um vör. Af kveifarskap í höfn þú aldrei hýmdir, með hlýleik bættir smælirigjanna kjör. Því minnast þín svo margir huga klökkum, og muna þig að hinstu lífsins stund. í einingu við öll af hjarta þökkum hvert ylkent bros, og þráum næsta fund. J. H. Húnfjörð. IIIIIII>IIIHIIIIIIIlllllllllllllllllllllUllllllllli;illllllllllllllllllllil!lllUlllllllllllillllll1lllllllillllllllllllllllllll!l!llllill>ll!l!!llllllll!l!!lilllllllllllil!lllllllll!!ll!lll!llllll!lIIIIIIIIII!lllllllll|lljl!llll!!lllllll!!lllllll!IIIIW

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.