Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR, 1946 7 Eiríkur rauði siglir til Grænlands Eiríkur siglir skipi sínu í vestur frá Snæfellsnesi. Finnið Snæfellsnes og Snæfellsjökul á ortinu. Þegar hann nálgaðist austurströnd Grænlands, sá hann a.ð landið var þakið miklum jöklum og ís var á sveimi með- ram ströndinni, og vegna þess, var ekki mögulegt að komast í enda mun Eiríkur hafa séð a þarna var óbyggilegt sökum lsa og jökla. Eiríkur siglir nú suður með- rann ísbreiðunni. Hann varð að ara Varlega, því oft eru þarna Pokur og ef skipið hefði rekist a ísjaka, þá hefði það brotnað °§ alt fólkið farist. Það hefir sjalfsagt tekið margar vikur að erjast þarna áfram suður með ströndinni og komast fyrir syðsta hófðann á Grænlandi — Cape F arewell. Lítið gat fólk gert sér til s emtunar á svona ferðalagi. kki mátti kveikja eld á skipi; menn lifðu mest á þurmeti: rauði> smjöri, harðfiski og kjöt- meti- Til drykkjar höfðu þeir vatn og öl, sem flutt var í tunn- Um- En þrátt fyrir öll óþægindi, u da, þokur, hættur og vosbúð, Sl§ di Eiríkur ótrauður áfram, þar til hann komst loks fyrir Cape Farewiell og sigldi þaðan norður með landinu að vestan- verðu. Þarna var landið alt öðruvísi á að líta en að austanverðu. Engin ís var þarna fyrir landi; inn af hinum mörgu löngu fjörð- um gengu dalir, fagrir og grös- ugir. Þarna var vel byggilegt. Skepnurnar voru reknar í land; fólkið byrjaði strax að reisa hús, heyja fyrir skepnurnar og búa sig undir veturinn. (Framh.). Orðasafn: / að nálgast—to come near to þakið—covered jökull—glacier á sveimi—drifting óbyggilegt—uninhabitable varlega—carefully að brotna—to be wrecked að farast—to be lost sjálfsagt—no doubt syðsti höfði—southernmost cape skemtun—recreation kveikja eld—light a fire þurmeti—dry food harðfiskur—dried fish tunna—barrel óþgindi—discomfort vosbúð—fatigue (from bad weather) ótrauður—intrepid. Frá Seattle, Washington 10. desember, 1945. Þjóðræknisfél. “Vestri”, sem er einn liður og starfandi deild í Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi, hélt sinn síðasta fund á þessu ári miðvikudaginn 4. desember; fundurinn var vel sóttur, og fór skipulega fram undir stjórn forsetans, Kolbeins Thordarsonar, ræðismanns Is- lendinga í Seattle. K. Thordarson hefir verið for- seti félagsins í síðastliðin tvö ár, og sýnt mikinn áhuga fyrir þjóð- ræknismálum okkar hér á strönd- inni; hann skilur og þekkir kjarnan í bókmentum þjóðar vorrar og menningu og er því stöðunni vel vaxinn. Eitt af aðalverkefnum þessa fundar var kosning nýrra em- bættismanna fyrir komandi ár, og hlutu þessir kosningu: H. E. Magnússon, forseti; J. J. Middal, ritari (endurk.); Halldór Sigurdson, gjaldkeri (endurk.); varamenn: Kristinn Thorsteins- son, Jón Valfell og Hannes Krist- jánsson. Það er flestum kunnugt, að þjóðræknisdeildin “Vestri” hefir verið starfandi á meðal íslend- inga hér í Seattle yfir fjörutíu ár; á stórt, íslenzkt bókasafn, og hefir oft átt mörgum ágætis- mönnum á að skipa. “Vestri” hefir haldið úti mánaðarriti, sem kallast “Geysir” undir ritstjórn Jóns Magnúsonar; flytur það al- mennar fréttir af Islendingum í Seattle og nágrenni, er fult af kveðskap og “comic”; þess utan eru þar skrásett öll dauðsföll, allar giftingar, allar fæðingar og allir hjónaskilnaðir íslendinga hér um slóðir, öll samkomuhöld, minningar góðra gesta og m. fl. Ritið er yfir höfuð stórmerkilegt, og verður einskonar annáll Is- lendinga hér á Kyrrahafsströnd- inni, þegar fram líða stundir, og á ritstjórinn, Jón Magnússon, heiður og þakkir skilið fyrir þarft og vel unnið starf. Eins og mörg önnur félög með- al Vestur-íslendinga, þá hefir “Vestri” átt erfitt uppdráttar með köflum, sökum þess, að ís- lendingar hafa fækkað hér um slóðir, bæði dáið og svo flutt í önnur bygðarlög, en nú sýnist horfa betur við en mörgu siuni áður, sökum þess, að landar eru að flytja hingað vestur í stórhóp- um frá North Dakota, ganga þeir margir í þjóðræknisdeildina “Vestra”, eru í þeim hóp margir ágætismenn og -konur, sem færa nýtt líf og fjör í félagið, og mun því anda blítt um hinn íslerizka reit í framtíðinni, hér í vestrinu; við hið stærsta haf heimsins. Við höfum átt því láni að. fagna nú í seinni tíð, og sérstak- lega síðan Bandaríkin og ísland urðu nákomnari þjóðir, í sam- bandi við stríðið, að góðir gestir frá Islandi og margir þeirra námsmenn í ýmsum greinum, hafa heimsótt okkur og talað til okkar á íslenzkri tungu; hefir það vermt okkar taugar og hleypt nýjum straumi í blóðið; þeir hafa flestir orðið undrandi yfir því að finna hér vestur á Kyrrahafsströnd svo vel íslenzk- an, starfandi félagsskap. Við horfum því með von og fullu trausti til framtíðarinnar, og vitum með vissu að íslenzk tunga á enn langt líf fyrir hönd- um hér á Kyrrahafsströnd. .H E. Magnússon. GAMAN 0G A L V A R A Einhverjar stærstu skips- skrúfur í heimi eru smíðaðar í Filadelfíu í Bandaríkjunum. Þær eru 22 fet í þvermál, hafa fjögur blöð og vega 34 smálestir. * I Bandaríkjunum eru 1125 flugvellir, sem póstflugvélar lenda á, en auk þess eru þar rúmlega 26.000 smáflugvellir. Amerískur hermaður, George Smith að nafni, sagði í bréfi til foreldra sinna, að hann sæi mest af stríðinu í gegnum glugga sjúkrabíla. Hann hefir særzt fimm sinnum. + Páskarnir hafa borið upp á 1. apríl árin 1804, 1866. 1877, 1888, 1923, 1934 og bera einnig upp á þann dag árið 1956. Páskarnir eru jafnan á fyrsta sunnudegi eftir fullt páskatungl. LÖGFRÆÐISLEGT AFREKSVERK (Frh. af bls. 3) hýðinga- og misþyrmingasögur í sex vikur, en þegar þeir heyrðu frásögn Mrs. Franklin frá henn- ar eigin héraði, stóðu þeir á önd- inni, færðu stóla sína nær og báðu hana að halda áfram; hún var fús til þess og mælti svo: “Mér er ekkert persónulega illa við Knabb senator; það sem eg segi hér, segi eg í nafni mann- úðarinnar, svo héraðsbúar fái að vita sannleikann. (Knabb sat andspænis Mrs. Franklin í rétt- arsalnúm). Eg sá að Paul Revere White leit út eint og liðið lík, þegar hann vann í búðum Knabbs. Honum var bjargað af eftirlitsmanni fangelsanna, Mr. T. B. Thomas og Jones fógeta í Baker héraði. (Villist ekki á hon- um og Jones fógeta í Leon hér- aði). Þegar hann var fluttur úr vinnubúðunum til héraðsfangels- isins, mætti Knabb þeim og reyndi að taka fangann af þeim. Þetta gjörðist framundan póst- húsdyrunum. I vitna viðurvist reyndi Knabb að múta eftirlits- manninum. Eg tilkynti foreldrum piltsins allar ástæður. Hann sjálfur sagði mér, að matur sá, er föngunum var borinn, hefði verið fyrir sinn smekk óætur; oftast nær aðeins gróft mjöl og grænmeti. Warden Thompson, verkamað- ur Knabbs skaut og drap negra- konu, Mary Sheffield að nafni, og dóttur hennar, síðasta mið- vikudag, í einni af vinnubúðum Knabbs. Thompson meiddist eitthvað af völdum konunnar áður en hún var drepin, og er nú á spítala.” Grímson lögmaður uppgötvaði enn eitt misþyrmingar tilfelli. Senator nokkur, er átti terpen- tínu framleiðslustöðvar og hafði marga fanga á leigu, hitti eitt sinn mann á förnum vegi með bagga á baki. Hann bauð mann- inum flutning sem hinn þáði fús- lega, en í stað þess að gjöra manninum þann greiða, sem hinn bjóst við,' fór hann með manninn beint til héraðsdómar- ans, kærði hann fyrir flakk og bað um hann sendan til vinnu- búða sinna, og var svo gjört. Innan sex vikna var hinn æfin- týra leitandi ferðamaður dauður og liggur í ómerktri gröf í einka- kirkjugarði nálægt þrælabúðum senatorsins, sem var meðlimur í rannsóknarnefndinni er fjall- aði um Tabert málið. Hann hlaut slíka vansæmd af sinni írammi- stöðu, að hann féll við næstu kosningar. Þegar Mr. Grímson hafði kom- ið málum sínum í það horf, er honum líkaði, var lögð fram kæra gegn böðlinum Higginbot- ham fyrir morð. Grímson tók vitni sín til Tallahassee, höfuð- borgar ríkisins og lagði máls- ástæður sínar fyrir hina sam- einuðu löggjafarnefnd. Nýjar sannanir komu sífelt inn eftir því sem málið varð þjóðkunnara. Yfirheyrslur stóðu yfir í 30 daga. William Jenning Bryan var áhugafullur áheyr- andi. Alt fyrirkomulag fangels- anna mætti hörðum ásökunum. Hinn ákveðni og einbeitti lög- maður frá litla sléttubænum sannaði niðurstöður sínar svo rækilega, að hver einasti nefnd- armaður var fyllilega ánægður. Formaður nefndarinnar lýsti því yfir, að lokinni vitnaleiðslu, að allar ákærur frá hendi Mr. Grímsons hefði að sínum dómi og allrar nefndarinnar reynst sannar og óhrekjandi og mál- höfðun frá N. Dakota réttmæt og tímabær. Yfirlýsing þessi var mjög ánægjuleg fyrir Mr. Grím- son. Að þingslitum — eftir tveggja mánaða tíma — beindi hann at- hygli sinni að" morðákærunni gegn böðlinum, er átti að kalla fyrir rétt í júlí. Sú viðureign var bæði hörð og illvíg; vitnum var haldið hræddum og allavega hindruð. Allar tegundir tillagna komu fram til þess að tefja mál- ið. Sakayfirfærsla var að sjálf- sögðu trygð frá Dixie-héraði, þar sem húðstrýkingin og manndráp- ið var framið, til Columbía hér- aðs, hér um bil 150 mílur í burtu. Grímson og félagar hans skildu fullvel að sektardómur var ó- hugsandi 1 Dixie-héraðinu, þar sem auðug timburfélög áttu 75% af öllu landi, réðu öllum stefn- um í pólitík og höfðu líf og vel- ferð íbúanna í hendi sinni. Rannsóknin stóð yfir í tvær vikur. Mr. Grímson tók alls- konar móðgunum brosandi dag eftir dag, en sagði fátt. Stór hóp- ur lögmanna er vörðu böðulinn, vitnuðu til sómatilfinningar héraðsbúa og reyndu á allan hátt að eitra hugarfar þeirra gegn framlögðum ákærum og sönnun- um. Þeir töluðu stöðugt um “aðskotadýr” í því skyni að æsa upp íbúana. I eyrum áheyrenda líktist þetta meira því, að Mr. Grímson væri hinn ákærði, en ekki böð- ullinn. Verjendur viðurkendu að vísu húðstrýkinguna og töldu hana innan ramma daganna, en héldu fram að ungi maðurinn hefði dá- ið eðlilegum dauða. Jones fógeti viðurkendi að hafa samið við timburfélagið um framsal fanga, gegn 100 dollara þóknun fyrir hvern. Kviðdómurinn skilaði úrskurði sínum eftir tveggja klukkutíma íhugun, er hljóðaði: “Sekur um manndráp.” Dómurinn var 20 ára fangavist. Jones fógeti og Willis dómari, er handtóku og dæmdu Martiri Tabert, voru báðir reknir úr em- bættum. Thomas eftirlitsmaður var þvingaður til að segja af sér embættinu. Dr. Jones, læknir timburfélagsins, var brenni- merktur sem svívirðing sinnar MACLEDD’S L I M I T E D stéttar af löggjafarnefndinni. Putnam félagið borgaði 20,000 dali til foreldra Martins, sem skaðabætur; af þeirri upphæð voru þeir peningar borgaðir til baka, er lagðir voru fram af hér- aðsbúum til rannsóknar og máls- höfðunar. Til málsmeðferðar, endurskoð- unar og breytinga fangelsislag- anna fóru 60 þingdagar. Að loknum réttarhöldum, var sýnd hreyfimynd með nafninu “The Whipping Boss”, voru þar framkölluð mörg atriði er komu í ljós við vitnaleiðslur. Skrifstofa dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington, sendi Mr. Grímson svohljóðandi boðskap: “Staðfesta og harðfylgi N. Dakota í málssókninni gegn böðl- um Martins Tabert og sakfelling þeirra fyrir réttvísinni í Florída ríki var glæsilegt afreksverk og brýn þjóðamauðsyn. Það var gæfuspor fyrir framtíðar öryggi hinnar amerísku þjóðar.” Lögmenn böðulsins báðu um nýja rannsókn í málinu. Hæsti- réttur kvað sannanir í málinu nægilegar til að réttlæta áfall- inn dóm, en taldi þó hinsvegar nauðsynlegt að taka málið upp að nýju í Dixie héraði, vegna staðhátta vinnubúðanna og ýmsra lagalegra formsatriða. Tveimur árum síðar var Higg- inbotham sýknaður. Dagblöð víðsvegar um landið töldu þetta rangan dóm. Mörg þeirra bentu þó á, að dauði Mar- tins Tabert hefði ekki orðið á- rangurslaus, þar sem rannsókn og málshöfðun Grímsons lög- man hefði leitt af sér gagngjörða endurbót á fyrirkomulagi og rekstri fangelsa um öll Banda- ríkin, að því ógleymdu að leigu- máli á föngum til emstakra fé- laga og húðstrýkingar saklausra manna og kvenna var bannað með lögum. Dagar böðlanna voru taldir. * Þegar hin gömlu norsku skáld þreytast á að syngja lof og dýrð hinum sögulegu fornhetjum og afreksmönnum í Valhöll og hefja leit að nýju sagna og söngva efni, þá er viðfangsefnið reiðu- búið, íklætt holdi og blóði í per- sónu hins yfirlætislausa íslands- sonar, lögmannsins frá litla sléttubænum í Norður Dakota — stríðshetju mannúðar og rétt- lætis. ENDIR. HIGGINS AVE. og MAY ST. Skamt austan Tið C.P.R. stöðina Sími 94 303 llll|iiiiiiiii|i|iiiiiiiiiiiiiiiiii!!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii :l!!lll!l!l!lllllllllllllll!l!llllllllllllll!l!lll!ll|l!llllllllllllllllllllll!llllllllll VETRAR-SÓLRIS Með geislasverði sólin myrkrið klýfur og sökkvir því í dagsins bjarta haf, úi’ fjötrum nætur foldu bleika hrífur og fléttar henni morgunroða-traf. En álög húms af hugum manna falla og heimur fegri sjónum þeirra skín; hin týndu draumalönd af djúpi stíga, með dýrð um brá, við nýja röðulsýn. Richard Beck. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson ra. N. Dak. B. S. Thorvarðson r 01 g, Man K. N. S. Fridfinnson rues, Man............................ M. Einarsson a dur, Man. O. Anderson antry, n Dak. Einar J. Breiðfjörð e mgham, Wash....... Árni Símonarson ame, Wash. Árni Símonarson ava íer, N. Dak. B. S. Thorvarðson ypress River, Man..................... O. Anderson e-nurchbridge, Sask.... S. S. Christopherson Dafoe, Sask. ... Edinburg, N. Dak .......... Páll B. Olafson res> Sask. Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson ?rald’ Sask........ C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Man.................... O. N. Kárdal Glenboro, Man o. Anderson Hallson, N. Dak............ PáU B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man................ 0. N. Kárdal Ivanhoe, Minn. Miss p Bárdal angruth, Man....... John Valdimarson Leslie, Sask... Kandahar, Sask. Lundar, Man..... Minneota, Minn....... Mountain, N. Dak.... Mozart, Sask... Otto, Man....... Point Roberts, Wash. Reykjavík, Man...... Jón Ólafsson Dan. Lindal Miss P. Bárdal Páll B. Olafson Dan. Lindal S. J. Mýrdal -r,. . Árni Paulson *1VZ J K- N- S- Friðfinnson Seik t’ ZaSh■ J- J' Mlddal Ttk.lrt Man' S. W. Nordal HWh U°m ................... J' Kr' Johnson vP*.am’N- Dak...... Einar J. Breiðfjörð ■»! an................ K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man...... Jón Valdimarson Wmmpeg Beach, Man.... o. N. Kárdal Wynyard, Sask........ HOMEGUARDINSULATIO m YEARROUNDCOMFOR pekur 20 ferfet mrð 4 þml. þykt. Homeguard tróð fyrri loft og veggi, er hið allra ódýrasta meðal, sem hugs- ast getur til þess að . haída húsum hlýjum yfir veturinn. Homeguard tróð líkist þykkum ábreiðum, sem enginn súgur kemst í gegnum. Viður- kent tróð samkvæmt National Hous- ing lögunum. Við afgreiðum pant- anir strax hvort heldur ræðir um poka eða vagnhlass. Homeguard tróð er notadrjúgt; þyngdin er aðeins 13 únzur á ferfet, 4 þml. þykt; í það kemst enginn saggi,' og það gerir húsin margfalt end- ingar betri og vist- legri. Stoppið á þennan auðvelda veg — margir notendur segj- ast spara alt að þriðjungi eldiviðar á vetri. Viðurkent tróð til notkunar í hús bygð að fyrirmælum National Housing Act.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.