Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JANÚAR, 1946 --------------Hogbers---------------------------■>. Gefið út hvern fimtudag af ( THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjórans: i EDITOR LfiGBERG 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram 8 The “Lögberg” is prínted and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent ’ Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. | PHONE 21 804 | MUII)l!lll!l!:ííii!ll!ilí;i,iiiiiilllll,i:;li ... ...a r- l.iiilliuí.u di., Þjóðkunnur og virtur samtíðarmaður ................... 'n:ir'l;:;ii’i;i|ii ,!'ii::;i,,,,;i;;![;|i|!,!l||ii;:l',t|iinil"!||i|i|l,;,li:i!liii[||;|!||||||||||lUN Einn þeirra manna, er djúpstæð á- hríf höfðu á þróunarsögu íslenzku þjóð- arinnar frá því um síðustu aldamót, var fyrrum forsætisráðherra, Sigurður Eggerz, sem nú hefir fyrir skömmu safnast til feðra sinna freklega sjötug- ur að aldri; hann var tiginborinn þjón- ustumaður hárra hugsjóna. víðsýnn stjórnmálafrömuður og merkilegt skáld; hann var bardagahetja, er jafnan tók þann kostinn fremur, að falla með sæmd, en hopa af hólmi með vanvirð- ingu. Sigurður Eggerz var fæddur á Borð- eyri þann 28. dag febrúarmánaðar, árið 1875. Faðir hans var Pétur Eggerz kaupmaður, en móðir Sigríður Guð- mundsdóttir; að Sigurði stóðu traustir stofnar í bæði kyn; hann lauk stúdents- prófi við Latínuskólann 1895, og fór þá utan og nam lögvísi við Kaupmanna- hafnar háskóla; að loknu embættisprófi hvarf Sigurður brátt heim og tók að gegna ýmsum embættum, var meðal annars settur sýslumaður í Barða- strandasýslu, en fékk því næst veitingu fyrir Rangárvallasýslu; eftir að hafa starfað um hríð í stjórnarráðinu, gerð- ist Sigurður sýslumaður Skaftfellinga, en um sumarið 1914 varð hann ráð- herra; ekki varð hann þó ellidauður í þeim sessi, því fyrir málstað þjóðarinn- ar sagði hann af sér embætti vegna á- greinings við konungsvaldið danska, er það synjaði staðfestingar stjórnarskrár- frumvarpi, er lagt var fyrir konung og ekki fann náð í augum hans. Sigurður var eldheitur sjálfstæðismaður og þráði þann dag heitast, er ísland losaði að fullu um síðustu tengslin við Dani og endurreisti lýðveldi sitt; og hann bar til þess gæfu að lifa það, að sá dagur rynni upp og varpaði ljóma um landið. Sigurður Eggerz var um hríð bæj- arfógeti í Reykjavík, en árið 1920 var hann skipaður f jármálaráðherra f ráðu- neyti Jóns Magnússonar, en tveimur árum seinna var honum falin á ný for- sætisráðherratign, og gegndi hann því embætti til ársloka 1924, en þá gerðist hann bankastjóri við íslandsbanka, og veitti forustu þeirri stofnun fram til árs- ins 1930, er hann var skipaður sýslu- maður í EJyjafjarðarsýslu og bæjarfó- geti á Akureyri; af þessu, sem nú hefir sagt verið, er sýnt, hversu starfsferiil þessa merka manns var fjölþættur og viðburðaríkur; hann naut allsstaðar trausts, og var elskaður og virtur af heilli þjóð. Eg kyntist ekki Sigurði Eggerz fyr en hann var kominn heim sem kandidat í lögum frá Kaupmannahafnar háskóla; láu leiðir okkar þá talsvert saman vegna samstarfs og sameiginlegra átaka varðandi framgang sjálfstæðismálsins; mér fanst brátt mikið til um glæsileg- an persónuleika þessa háttprúða há- vaxna manns, en þá eigi síður um hitt, hve orð hans og athafnir mótuðust af sannfæringarhita og drengskap. En Sigurður Eggerz var annað og meira en djarflyndur stjórnmálamaður; hann var hugsjónamaður og skáld, og rit- verk hans mörg hver, eru líkleg til þess að eignast fjölgandi vini á kom- andi árum eftir því, sem þau verða gaumgæfilegar rannsökuð; hann var mótaður af rómantískum hugsunar- hætti og víðfeðmri fegurðarþrá. Dr. Richard Beck ritaði með ágæt- um um bókmenntaferil Sigurðar í Lög- berg í fyrra vegna sjötugsafmælis hans, og til þeirrar greinar skal vísað lesend- um til glöggvunar. Sigurður átti ára- tugum saman sæti á Alþingi, og stóð þar jafnan í fremstu röð; hann var kvæntur ágætri konu, Sólveigu Krist- jánsdóttur dómstjóra, er lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra hjóna, Pétri sendiráðsritara í London og Ernu, bankaritara í Reykjavík. Útför þessa ágæta ættjarðarvinar fór fram frá dómkirkju íslands á kostn- að ríkisins. Ritstjóri blaðsins Vísir, Kristján Guðlaugsson, lýkur minningargrein um hinn látna foringja með eftirgreindum orðum: “í dag (24. nóv. 1945), kveður þjóð- in einn af sínum beztu sonum. Lífið er orðið auðara en það áður var, með því að hugsjónamenn eigum við of fáa, en svo er guði fyrir að þakka, að^hugsjónirnar deyja ekki þótt holdið deyi. Hugsjónir Sigurðar Eggerz, barátta hans og störf, verða þjóðinni það veganesti, sem verð- ur henni drýgst, meðan sótt er í átt til sjálfstæðis og framfara. Alfaðir ræður, — öldurnar hníga.” Ill!llli!lllll!!lllllll!ll!i!!lll!l!1llll!i!l!l!lil!lll!!!ll!!lll!lllilllllil!1lllt!lllili!ll!!llllil!lll!i!i!!!llllill!!l!i!ill!lil||||iillil||||iil!ll!l!ill!il||||!iilliiil!!l!l||||||il|| Lögfræðilegt afreksverk WllllllliMillllllillllllllllllillllllllllllHllillllllllllllllllllllllllllllillllllllilllllilllillllillliillllillllilllillllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiMi í ameríska tímaritinu “True Crime,” desember 1945, birtist löng og ýtarleg ritgerð, sem þýðindi hefir gefið ofan- greinda fyrirsögn, en maður sá, sem þýðinguna annaðist af mikilli nákvæmni og snild, er Húnvetningurinn Jónbjörn Gíslason, sem lesendum Lögbergs er fyrir löngu að góðu kunnur vegna þess ágæta og fróðlega lesmáls, sem hann undanfarin ár hefir lagt blaðinu til. Áminst ritgerð er í rauninni skrá- setning staðfestra atburða, varðandi hið svonefnda Tabert-mál, er lýtur að þungum örlögum og hörmulegum endi- lokum unglingspilts, Martins Tabert, sem átti heima í grend við bæinn Munieh í North Dakota ríkinu; en með því að saga málsins, eins og hún er birt hér, mælir bezt með sér sjálf, er óþarft að endurrekja viðburðakeðju hennar; fram hjá hinu verður þó ekki gengið, að ís- lenzkur lögfræðingur verður söguhetj- an, er með glöggskygni sinni, samvizku- semi og þoli, skildist eigi fyr við þetta flókna mál, en sannleikurinn var að fullu og öllu leiddur í ljós og þeim refs- að, sem refsa skyldi. Það segja fróðir menn, að meðferð málsins og sókn þess öll, af hálfu hins íslenzka lögfræðings, hafi haft djúp- stæð áhrif á réttarfarslega þróun og kjölfestu Bandaríkjaþjóðarinnar varð- andi rekstur glæpamála. íslendingurinn, sem hér átti hlut að máli, var Guðmundur héraðsdómari Grímson, sem nú er búsettur í borginni Rugby í North Dakota; hann er ættað- ur úr Borgarfirði hinum syðra og kom ungur af íslandi; róðurinn framan af í þessu landi, var næsta þungur; en með frábærri árvekni og alúð lánaðist hinum unga manni, að ryðja sér mestmegnis af eigin ramleik glæsilega braut hinnar æðri mentunar, unz hann á sínum tíma, lauk með ágætri einkunn fullnaðarprófi í lögvísi, en sú fræðigrein hefir jafnan síðan verið hans megin lífsstarf. Guðmundur dómari hefir í ýmsum erindum farið nokkrar ferðir til íslands; hann ann landi og þjóð hugástum, og hefir í ræðu og riti unnið mikið að kynn- ingu íslands og íslenzkra menningar- erfða í þessari víðáttumiklu álfu, því víða hafa spor hans legið; hvorki vel- gengni né víðfrægð hafa stigið Guð- mundi dómara til höfuðs; hann er ávalt sama, sannmentaða prúðmennið, sami brosmildi og hógværi mannvinurinn, sem hefir leitað hamingjunnar og fund- ið hana í manndygð og kærleiksríkum verknaði. Guðmundur dómari hefir varpað mildum, en varanlegum bjarma á nafn stofnþjóðarinnar, engu síður en kjör- þjóðar sinnar; hann er gæfumaður, sem notið hefir langrar og ástúðlegrar sam- fylgdar mikilhæfrar konu; þau eiga tvo mannvænlega sonu, sem við nám og herþjónustu, hafa getið sér frægðarorð. Ritgerð þeirri, sem hér hefir stutt- lega verið gerð að umtalsefni, lýkur með svofeldum orðum: “Þegar hin gömlu norrænu skáld þreytast á að syngja lof og dýrð hinum sögulegu fornhetjum og afreksmönn- um í Valhöll og hefja leit að nýju sagna og söngvaefni, þá er viðfangsefnið reiðubúið, íklætt holdi og blóði í per- sónu hins yfirlætislausa íslandssonar, lögmannsins frá litla sléttubænum í North Dakota — stríðshetju mannúðar og réttlætis.” í þessum fögru ummælum felst sannmat á ævistarfi Guðmundar dóm- ara Grímssonar, og hinni norrænu, drengilegu skapgerð hans. Frá Vancouver, B.C. 3. janúar, 1946. Tíðarfarið hefir verið líkt og það er oftast á þessum tíma árs- ins, meiri og minni þokur og vot- viðri. Það hafa verið meiri stormar hér en vanalega, sem hafa valdið slysförum á sjó og landi. Nokkrir fiskibátar hafa farist og í sumum tilfellum hefir skipshöfnin drukknað. Það eru samt ekki margir tiltölulega, við allan þann fjölda, sem, stunda hér fiskiveiðar. Það fjölgaði íbúatalan í Van- couver á nýársdaginn, tuttugu og fjögur börn fæddust þá um morguninn. Það fyrsta fæddist tuttugu sekúndum eftir að nýja árið byrjaði, var það stúlkubarn, svo fæddust tvö önnur á sömu mínútunni, en nokkrum sekúnd- um á eftir því fyrsta. Nú er á- kveðið að hafa betri reglu við þetta “Baby Derby” næsta ár. Þá á að brúka “stop-watches” svo allar fæðingar næsta nýárs morgun verði áreiðanlega rétt- ar, í röð og reglu. Það hefir ver- ið regla hér um nokkur undan- farin ár, að barnið, sem fyrst fæðist á árinu, fær gjafir úr ýms- um áttum, svo nú er það baby Gilmon, sem fær þessar gjafir, því hún varð fáum sekúndum j undan hinum. Þann 28. nóvember hélt ís- lenzka lút. kvenfélagið sinn ár- lega “bazaar” í fundarsal dönsku kirkjunnar. Var þar fjölmenni samankomið. Konurnar höfðu þar á boðstólum kynstur af hannyrðum, svo það var líkast því að maður væri kominn inn í keðjubúð. Það voru þrír hlutir sem vöktu mesta eftirtekt; það var mjög vandað rúmteppi, að efni og tilbúningi, annað var rúm-ábreiða mjög vönduð, hver sem keypti happadrátt á hana fékk nafn sitt saumað á ábreið- una, þar var til sýnis uppdrátt- ur af ábreiðunni, eins og hún á að vera, og var því öllu vel fyrir- komið. Þriðji hluturinn var hárprúð brúða, sem Mrs. Jónína Johnston hafði dubbað upp í ís- lenzkum búningi, með skotthúf- una og á bryddum sauðskinns skóm. Brúðan hafði verið heimu- lega skírð af Mrs. Johnston og skímarvottum, eins og lög gjöra ráð fyrir, Nafni brúðunnar var haldið leyndu. Það kostaði 25 cent að geta upp á nafni brúð- unnar og sá sem gæti upp á réttu nafni hennar átti að eiga hana. Margir urðu til að reyna sig á þessu, en aðeins tvær persónur gátu upp á rétta nafninu, það voru Mrs. W. Mooney og S. Guð- mundsson. Nafnið var “Hallgerð- ur langbrók.” Svo var aftur dregið um það hvort þeirra skyldi eiga brúðuna, og varð Mrs. Mooney þá hlutskarpari og fékk hana. Jólamessa, sem fram fór í dönsku kirkjunni 23. des., var mjög vel sótt. Kirkjan var skreytt blómum og grænviðar sveigum. Stórt jólatré með marglitum ljósum, sem var gjöf frá félag- inu “ísafold” með öllum trimm- ings. Þessi athöfn var að mestu leyti jóla-prógram, sem um þrjá- tíu ungmenni tóku þátt í, flest ef ekki öll, voru þau íslenzk. Þessi ungmenni höfðu verið æfð af Mrs. H. Sigmar 'og Mrs. H. Sumarliðason með aðstoð Mrs. Gíslason, Mrs. Oleson og Mrs. P. Guttormsson. Prógrammið var mest jólasöngvar og upplest- ur biblíu-texta, sem áttu við setta tækifæri. Fór þetta alt vel fram, sérstaklega þótti söngur aarnanna góður, sem bar vott um alúð og vandvirkni þeirra, sem höfðu æft þau. Mrs. Sigmar og Mrs. Sumarliðason aðstoðuðu við hljóðfærið. Það er vert að geta þess, að Mr. B. Thorlacius íafði séð um það, að öll börnin Jéngi dálitlar gjafir til minning- ar um þetta jólakvöld. Djákna- nefndin undir forstöðu Einars Haralds, hafði séð um að börnin fengju einhverja hressingu við æfingarnar. “Loudspeaker” hafði verið settur upp í kirkjunni, svo betur heyrðist til barnanna. Mr. Bjarni Friðleifsson lánaði öll þau tæki. Alt fór hér fram á ensku nema sálmurinn, “Heims um ból” var sunginn á íslenzku, og tókst þeim það vel. Nokkrum hefir eflaust komið það til hugar, “því eru ekki þessi íslenzku ungmenni látin hafa meira yfir á móður- máli sínu, því það hefði átt að vera hægt.” Á annan í jólum var messað í dönsku kirkjunni, bæði á ensku og íslenzku. Söngflokkurinn var sérstaklega vel æfður fyrir þetta tækifæri, þar er um talsverða framför að ræða í seinni tíð. Eins og kunnugt er, þá er söng- stjórinn Mr. L. H. Thorlakson og Mrs. H. Sumarliðason organisti. Þá hafði íslenzka söngkonan Mrs. Thora Thorsteinson Smith, L.R. S.M., verið fengin til að syngja þar til hátíðabrigðis. Söng hún eina sóló með sínum velþektu hæfileikum og tækni á þeim sviðum. Á eftir messu var hald- ið samsæti í fundarsal kirkjunn- ar og þar söng Mrs. Smith tvær sólós og var henni þar fagnað með fjörugu lófaklappi. Mrs. Sumarliðason aðstoðaði hana'við píanóið. Mrs. Smith er íslenzk í báðar ættir, dóttir Mr. B. L. Thorsteinson, sem hér býr, og flestir Islendingar kannast við. Mrs. Smith tilheyrir söngsveit- inni “The Oratorio of Vancou- ver.” Hún er þar sólóisti og syng- ur soprano. Þann 28. Des. söng þessi söngsveit hátíðasönginn “Messiah” eftir Handel, í Christ Church Cathedral. I söngsveitin- ni var yfir hundrað manns. Söngfræðingurinn Stanley Bligh einn af ritstjórum við blaðið Vancouver Sun skrifar um þessa söngsamkomu í blaði sinu næsta dag, og getur hann sérstaklega um söng Mrs. Smith á þessa leið: “Particularly effective was the singing of the soprano, who sang with intelligence and under- standing.” Eg veit það fyrir víst, að það er einlæg ósk allra Islend- inga í Vancouver að við fáum sem oftast hana til að syngja fyrir okkur. Mrs. Guðrún Grímson, sem á heima hér í borginni, hafði fyrir nokkrum tíma síðan heklað vandaðan borðdúk, sem hún hef- ir selt happdrætti á; hún lét þess strax getið, að alt sem kæmi inn fyrir þennan borðdúk, gæfi hún til íslenzka elliheimilisins í Van- couver. Nú hefir verið dregið um þennan dúk, og hreppti hann kona í Campbell River, B.C. Það kom inn fyrir dúkinn $236.00. — Hver vill gjöra betur? I borgarkosningunum, sem fóru fram hér í desembermán- uði sóttu tveir landar um sæti í skólastjórn borgarinnar. Annar þeirra var hinn velkunni hockey- leikari og flugmaður Frank Frederickson og náði hann kosn- ingu með miklu atkvæða magni. Hinn, Magnús Elíasson tapaði, eins og allir hans flokksmenn, nema einn, sem komst að. Dr. S. E. Björnsson skáld og frú hans voru hér á ferðinni ný- lega, en höfðu hér svo stutta dvöl, að þau voru komin og farin aftur, áður en flestir vissu um það. Það eru margir hér, sem hefðu óskað þess að hafa mætt og kynst þeim hjónum. Af elliheimilismálinu er það að segja, að nefndin hefir nú boðað til almenns fundar þann 17. jan- úar, þar sem þetta málefni verð- ur tekið til ýtarlegrar umræðu. Er vonandi að þá takist að koma skútunni á réttan kjöl, og fá duglegan skipstjóra og stýri- menn, þá fer alt að ganga betur á þeim sviðum. Æskilegt er að fólk sæki vel þennan fund, og láti skýrt og skorinort álit sitt í ljósi um þetta elliheimilis mál. S. Guðmundsson. Refsingin, sem allir lygarar hljóta, er sú, að á endanum trúa >eir sínum eigin lygum. — Elbert Hubbard AFMÆLISKVEÐJA til vestur-íslenzkra Goodtemplara Eftir prófessor Richard Beck (7. janúar, 1946) Kæru félagssystkin! Eg þakka ykkur hjartanlega fyrir ágætt boð um að vera gest- ur ykkar á þessari árlegu af- mælishátíð Goodtemplara-stúkn- anna íslenzku, og feginn hefði eg viljað geta þegið það boð, því að fátt er ánægjulegra eða fremur uppörvandi heldur en einmitt það að gleðjast í góðum hópi samherja, er bera fyrir brjósti hugstæð áhugamál manns. En skrifað stendur, að sá, er em- bættis hefir að gæta, hann skuli gera það, og svo fer mér nú, því að í dag hófst háskólakennslan að nýju eftir hátíðahvíldina, og verða skyldustörfin því að ganga fyrir öðru. I samstiltum huga liggur meg- instyrkur, er ber félagsmálin fram til sigurs. Það skildi hann vel hin mikli og langsýni leið- togi okkar Islendinga, er hann mælti sín alkunnu orð og ætíð tímabæru: “Sameinaðir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér.” Það á sannarlega eigi sízt við á víðtæku starfssviði okkar bind- indismanna. Þjöppúm okkur saman um merki hugsjóna okkar og mun þá áfram miða. Óneitanlega er saga íslenzkr- ar bindindis-starfsemi vestan hafs hvorki lítill né ómerkilegur þáttur í sögu menningarlegrar viðleitni Islendinga í Vestur- heimi, og sé þeim öllum heiður og þökk, Iífs og liðnum, sem þar lögðu hönd á plóg. Þau gleym- ast svo oft hin nytsömu verkin, sem unnin eru í kyrrþei, og ekki er hrópað um á gatnamótum. En þó sjálfsagt sé á afmælis- hátíð sem þessari, þegar manni verður eðlilega horft yfir farinn veg, að minnast þess sem áunnist hefir að göfugu marki og þeirra, er fært hafa málefnið nær tak- markinu, þá er hitt eigi síður holt að horfa fram á við. Minnast þess, hvernig knýjandi viðfangs- efnin kaRa að og hversu langt er enn á áfangastað. “Vinur aftan-sólar sértu, sonur morgun-roðans vertu.” sagði hið djúpvitra skáld. Það er hyggilegt að horfa um öxl til liðinnar tíðar og læra af sög- unni og reynslunni, en hitt er eigi síður nauðsynlegt að hafa gát á því, sem er að gerast í samtímanum, og horfa fram á við. Læra af fortíðinni, lifa i samtíðinni, byggja fyrir fram- tíðina og komandi kynslóðir, með það þrennt í huga mun vit- urlegast og farsællegast til verka gengið. Sannleikurinn er þá einnig sá um bindindismálin, hvort sem itið er til Canada eða Banda- ríkjanna, að á því sviði hefir sjaldan verið meiri þörf vak- andi og markvissrar starfsemi og sameiginlegra átaka heldur en einmitt nú. Á því megum við ekki missa sjónir og það ætti að vera okkur eggjan til dáða. Á brattan er að sækja í allri menningarlegri baráttu, marga Illubrekku upp að klífa. Látum það eigi aftra okkur frá að sækja fram, minnug orða skáldsins: “Sé takmark þitt hátt, þá er alt- af örug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, sem mætir þér.” Farsælt nýbyrjað ár! Megi það verða sigurár málstað vor bindindismanna og öllum góð- um málum!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.