Lögberg - 10.01.1946, Page 8

Lögberg - 10.01.1946, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JANÚAR, 1946 0r borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kveníélags Fyrsta lúterska safnaðar 1 Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Avenue, Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. * Deildin “Isafold” heldur al- mennan (ársfund) í Parish Hall 21. janúar n.k. kl. 8.30 e. h. Auk kosninga embættismanna verða mörg mikilsvarðandi mál tekin til umræðu. Að endingu verður stutt skemtiskrá. Allir velkomnir! + Fréttst hefir frá Cranberry Lake, B.C., að nýlega er látinn Jón Sigurðsson, 73 ára. Hann kom ungur maður til þessa lands úr Borgarfirði, sonur Sigurðar hreppstjóra Sigurðssonar á Kárastöðum, en bróðursonur Kristjáns og Daníels Sigurðsson- ar, frumbyggja í Grunnavatns- nýlendu. Eftirlifandi kona er Guðrún systir Kjartans og Þuru Goodman, og þeirra systkina, er ólst upp í Winnipeg. * Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudagskvöldið þann 16. þ. m. á heimili Mr. og Mrs. E. Breckman, 646 Beverley St., kl. 8. + Mr. Magnús Anderson frá Ár- borg, dvaldi í borginni nokkra daga í vikunni sem leið; kom hann hingað til fundar við Njál son sinn, er þá var að koma heim eftir því nær fimm ára þjónustu í canadiska flughern- um. M essuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Guðsþjónustur: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. * Messur þrjá síðustu sunnudagana í janúar hjá ísl. lút. söfnuðinum í Vancouver: 13. .janúar—Guðsþjónusta helg- . uð unga fólkinu, fer fram á ensku kl. 7.30 e. h. 20. janúar — Guðsþjónusta á ensku helguð minningu prest- anna í kirkjufélagi voru, sem nú eru látnir, séra N. S Thor- lakssons sérstaklega minsit þá á afmæli hans. Offur í Minning- arsjóð presta. 27. janúar—Messa í Pt. Roberts kl. 11 f. h. íslenzk messa í Vancouver kl. 7.30 e. h. Allir boðnir og velkomnir. Messurnar fara fram í dönsku kirkjunni, Corner E. 19th Ave. og Burns St. + Næstkomandi sunnudag verð- ur messað í Lundar kirkju kl. 2.30 e. h. B. T. Sigurdsson. + + Síðastliðinn föstudag varð bráðkvaddur við vinnu sína hjá Jewel Stores Limited hér í borg, Jón Magnússon, 1856 William Ave., 51 árs að aldri, hinn ágæt- asti maður, er eigi vildi vita vamm sitt í neinu; hann fluttist af Islandi með foreldrum sínum um aldamótin, og átti um hríð heima í Álftavatns-nýlendunni; hann lætur eftir sig ekkju, Ár- nýju, dóttur Guðlaugs Sigurðs- sonar að Lundar og tvö börn, Margréti og Jón. Útför þessa mæta manns fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn, að viðstöddu fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. + Mr. og Mrs. Gordon Josie frá Ottawa, dvelja í borginni um þessar mundir; er Mrs. Josie Svanhvít lögfræðingur, dóttir þeirra Dr. Sigurður Júl. Jó- hannessonar og frú Jóhannesson. + Stúkan Skuld hbldur sinn næsta fund á venjulegum stað og tíma á mánudaginn kemur. + Mr. Gunnbjörn Stefánsson skáld frá Salmon Arm, B.C. dvaldi hér ^ borginni um hátíð- irnar; hann lagði af stað heim- leiðis seinni part fyrri viku. Mr. Stefánsson er frænd- og vin- margur í þessari borg, og var þar af leiðandi mörgum það mikið fagnaðarefni, að eiga þess kost, að taka í hönd honum á ný. Mr. Stefánsson bað Lögberg að flytja hinum mörgu vinum sín- um hér um slóðir alúðarþakkir fyrir ástúðlegar viðtökur. * Icelandic Canadian Club News The Icelandic Canadian Club will hold it’s annual meeting Monday, Jan. 14th, at 8.15 in the lower auditorium of the First Federated Church. Reports will be given by officers and com- cittees. Election of officers will take place. All members are urged to make every effort to be on hand. An interesting movie will be shown.—Refreshments. — Every- body welcome. M. Halldorson, Sec’y. j Árborg - Riverton prestakall — 13. jan. — Riverton, íslenzk messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. + Lúterska kirkjan í Selkirk — Sunnudaginn 13. janúar: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Islenzk messa kl. 7 síðd. Ársfundur safnaðarins þriðju- daginn 15. jan. kl. 8 síðd. S. Ólafsson. + Gimli prestakall — 13. jan. — að Gimli, ensk messa kl. 7 e. h. Skúli Sigurgeirsson. Ungmenni, sem hafa í hyggju, að leggja stund á nám við verzlunarskóla í Winnipeg, ættu að leita upplýsinga á skrifstofu Lögbergs; þeim getur orðið að því hreint ekki svo lítill hagur. Það fólk, sem hefir aflað sér verzlunarmentunar, á margfalt hægra með að fá atvinnu, en hitt, sem slíkra hlunninda fer á mis. Spyrj- ist fyrir um kjör á skrif- stofu Lögbergs nú þegar; það getur margborgað sig. The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 ÞURHREINSUNAR KOSTABOÐ Karlmannaföt, tvær ogþrjár flíkur Karlm. buxur og kjólar Karlmanna hattar 59c 69c 39c Kjörkaup á allri annari þurhreinsun. CASH and CARRY PERTH’S 888 SARGENT AVE. ÍSLENDINGAR! ELLIHEIMILISFUNDUR! Almennur fundur verður hald- inn í Swedish Community Hall, 1320 E. Hastings St., Vancouver, B.C., fimtudagskveldið 17. jan. Fundurinn byrjar kl. 8. Er þessi fundur kallaður til að ræða elli- heimilismálið og til að kjósa nefnd fyrir þetta ár sem nú er að byrja. Það er áríðandi að sem flestir sæki þennan fund, því hér er brýn þörf á að stofna heimili fyrir eldra fólkið. Magnús Elíasson. skrifari nefndarinnar. + Stúkurnar Hekla og Skuld héldu mannfagnað mikinn í Goodtemplarahúsinu á mánu- dagskvöldið var; fór þar fram margt til skemtana, svo sem ræðuhöld, söngvar og hljóðfæra- sláttur; að lokinni skemtiskrá voru veitingar framreiÖdar. Samkomustjóri var Mr. Jón Halldórsson. + The Icelandic Canadian Club will hold a “Tally-Ho” party at Silver Heights Riding Academy, Deer Lodge on Saturday, Jan. 12th. Cost will bé $1.00 per per- son. All those attending are asked to meet in Waiting Room at the end of Portage Ave. car line at 8.15 p,m. sharp. After “Tally-Ho” the remain- der of evening will he spent in dancing. Refreshments will be served. — For further informa- tion phone George ÁSgeirsson, 71 182 og Miss Steinunn Bjarna- son, 61 284. Kanínuungi tvöfaldar þyngd sína á 7 dögum, en það tekur barn 180 daga að tvöfalda þyngd sína. ÞEIR VITRU SÖGÐU: TÓMAS GUÐMUNDSSON: “Þegar tíminn hefir gengið af einhverju listformi dauðu, getur það upp frá því ekki svarað öðr- um tilgangi en þeim, sem beinist gegn því sjálfu.” FRANK L. McVEY: “Háskóli er staður; hann er andi; hann táknar lærdómsmenn, bókasafn; hann er uppspretta fræðslu um fegurð þá, er býr í bókmentum og listum. Hann verndar erfða- kenningarnar, virðir nýjungar og sannprófar gildi þeirra. Hann trúir á sannleikann, andmælir staðleysum og leiðbeinir mönn- um með skynsemd, en ekki með ofbeldi.” A. LUNT: “Eg þarfnast einskis eins og næringar fyrir sjálfs- traust mitt og sjálfsvirðingu.” ALEXANDER WOOLCOTT: “Alt, sem mig langar verulega til, er annaðhvort ósiðlegt, ólög- legt eða fitandi.” WENDELL L. WILLKIE: “Fjarlægir og afskekktir staðir eru ekki framar til á jörðunni. ... 1 framtíðinni verðum við því að miða hugsun okkar við heiminn allan.” HJÖRVARÐUR ÁRNASON: “Margar eru skilgreningarnar á því, hvað sé listaverk, en sú al- gengasta og sú, sem jafnframt er mest tæmandi, er þessi: Lista- verk er verk manns, sem lýsir á skiljanlegan hátt einhverjum þeim sannleika, sem hann hefir orðið áskynja á lífsleiðinni.” OVID: “Menn girnast meira annað en það, sem þeir eiga sjálfir.” —(Samtíðin). Utsala Islenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á íslandi er Bjöm Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA “You Can Whip Our Cream, But You Can’t Beat Our Milk” PHONE 201 101 MCDERN IAII1EI _____________ L I M I T E' D MILK - CREAM - BUTTER - ICE CREAM Saga VESTUR ÍSLENDINGA Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur- heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að stærð, og í fallegu bandi. Þetta er bók, sem verðskuldar það að komast inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof- um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win- nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu bygðarlögum. FRÁ VANCOUVER Victory Bond 100.00 Eg sendi hér með lista, sem eg bið þig að gjöra svo vel að birta við fyrsta tækifæri, og hafðu góða þökk fyrir. Gefið til að stofna íslenzkt elliheimili í Vancouver. B.C.: Mr. G. J. Oleson, Glenboro, Man., í heiðraðri minningu fjög- urra íslendinga, er létu líf sitt fyrir frið og frelsi þessa heims: F.O. Turner Frederickson, Theo- dor Jónsson, Barney ísleifsson og Paul Pennycook, allir frá Glenboro, $25.00; Mr. og Mrs. K. Einarsson, Osland, B.C., í minningu Jóhannesar Lárus- sonar, d. 29. júlí 1945, í Vancou- ver, B.C., $10.00; Mr. L. H. Thor- lakson, $23.00; Mr. og' Mrs. B. Eyjólfsson, $2.00; Raymond Eyj- ólfsson, $1.00; Hilmar Eyjólfs- son, $1.00. Með þessu samanlögðu ernúísjóði $672.97 Samtals ........ $772.97 Votta eg samúð og innilegt þakklæti, S. Eymundsson féh. 1070 W. Pender St. Vancouver, B.C. Minniát BETEL í ©rfðaskrám yðar THE IDEAL GIFT ICELAND#S THOUSAND YEARS A series of popular lectures on the History and Literature of Iceland. 172 pages — 24 illustrations Price $1.50 Send Orders to: MRS. H. F. DANIELSON, 869 Garfield St., Winnipeg, Canada. All Gift Orders Sent Promptly, With Gift Cards No. 15 —VETERANS' LAND ACT With men returning in ever increasing numbers from overseas everyone should become familiar with details of the Veterans’ Land Act. The Winnipeg District Office of the Veterans’ Land Act gives the following outline of the various benefits of this Act. The Act covers: (a) full time farming—for those qualified to carry on the particular type of farming contemplated; (b) small holding — for those whose main source of income is other than from the operation of the holding; (c) small holding coupled with commercial fishing—for those whose normal occupation is in the commercial fishing industry and who have the requisite experi- ence; and (d) first mortgage loans on farms already owned by veterans. It should be clearly understood that (b) does not mean urban housing. This space contribuf ed by THE DREWRYS LIMITED MD138 VERZLUNARMENNTUN Hin mikla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út- heimtk á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt- un veita verzkmarskólamir. Það getur orðið unga fólki til verulegra hags- muna, að spyrjast fyrir hjá oss, munnlega eða bréf- lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LIMITED TORONTO AND SARGENT, WINNIPEQ The Fuel Situation ♦ Owing to shortage of miners, sirikes, etc., certain brands of fuel are in short supply. We may not always be able to give you just the kind you want, but we have excellent brands in slock such as Zenilh Coke, Berwind and Glen Roger Briquettes made from Pocohontas and Anthracite coal. We suggest you order your requirements in advance. McCurdy Supply Co. Ltd. BUILDERS' SUPPLIES AND COAL Phones 23 811 —23 812 1034 Arlington St. r

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.