Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBMIG, FIMTUDAGIJNN 10. JANÚAR, 1946 LOGFRÆÐISLEGT AFREKSVERK Eftir MILO RENO og LEONARD ROSBOROUGH JÓNBJÖRN GISLASON þýddi lauslega úr “True Crime.” ÞAÐ VAR EINN KALDAN DESEMBERDAG 1921, að John Tabert á Tabert búgarðinumí nálægt Munich í N. Dakota, hengdi upp heyrnartólið á símanum með vandræðalegum og áhyggju- fullum svip. Faðirinn leit spyrjandi til hans, og móðir hans spurði: “Hvað er það, John, er eitthvað að?” John hikaði við, en sagði að lokum: “Það er símskeyti frá Martin, hann er í Tallahassee suður í Florída.” “Er eitthvað að honum? spurði móðirin áhyggjufull. “Hann segist hafa verið sekt- aður fyrir flakk,” sagði John tregðulega, “og biður okkur að senda 50 dali til viðkomandi fógeta, á sitt nafn.” “Ó! hefir hann virkilega verið tekinn fastur?” hrópaði móðirin í skelfingu. Hér var gjörsamlega ný trufl- un í daglegu lífi hinnar iðjusömu og löghlýðnu fjölskyldu. Martin var aðeins tuttugu og tveggja ára gamall — yngstur systkina sinna. Sjóndeildarhringur hans var takmarkaður við búgarðinn að mestu, þar til hann afréð fyrir tveimur mánuðum síðan, að sjá sig ofurlítið um í heiminum, sem hann var svo gjörsamlega ó- kunnugur; og nú átti hann í höggi við landslögin, var tekinn fastur á fjarlægum stað — suður í Florída. Strax er bankar voru opnaðir næsta morgun, var ávísun fyrir 70 dölum send með bréfi til fó- getans í Leon héraði í Talla- hassee. Áhyggjufull og eins þol- inmóð og búast mátti við, beið fjölskyldan eftir frekari skeyt- um frá Martin. Samtímis skólanámi sínu, hafði Martin aðstoðað föður sinn við búskapinn á 560 ekru bújörð- inni og sífelt dreymandi —• eins og alla unga menn — um stóru veröldina handan við öldóttu grasslétturnar í hinu kyrláta Dakota héraði. Systkini hans fóru að heiman jafnótt og þau náðu fullorðins- árum. Ottó bróðir hans hafði inn- ritast í herinn og tekið þátt í vopnaviðskiftum í Argonne. Hann kom aftur heim og sagði margar æfintýrasögur frá fram- andi stöðum, er hleyptu í ljósan loga öllum þeim skáldlegu draumum er þróast höfðu og dafnað í brjósti Martins síðustu árin. Nú þegar Ottó var kominn heim aftur og því meiri aðstoð í vændum fyrir heimilið, áleit Martin að hann mætti fara að heiman í nokkra mánuði. Nú var tækifærið komið til að láta draumana rætast með litlum til- kostnaði, því auðvelt var að vinna fyrir sér jafnóðum á ferða- laginu. Á þann máta gafst tæki- færi til að sjá sig um og kynn- ast lifnaðarháttum bænda í fjar- liggjandi héruðum frá hinu mikla hveitilandi Ameríku. Hann þóf hinn mikla leiðang- ur ríkari af björtum vonum en peningum. Alt gekk að óskum þar til hann kom til Florída. Þar voru atvinnuskilyrði önnur en hann hafði áður þekt. Hann var fús til hinna erfiðustu verka, ef nauðsyn kreíði, en hér var öll slík vinna ætluð svertingjum. í skóla verklegrar reynslu, við hlið síns iðjusama föður, hafði Martin numið þá dygð að gefast ekki upp að lítt reyndu. Einhver vinna hlaut að vera fáanleg, áleit hann, en reynslan varð önnur. Að lokum framdi hann þann glæp að taka far með flutninga- lest án farseðils og var tekinn fastur. I fangelsinu var honum ljóst að eina úrræðið væri að biðja um peningahjálp að heim- an — og hann gjörði það. Heima í Norður Dakota beið Tabert fjölskyldan áhyggjufull eftir frekari skeytum frá Martin. Innan fárra daga kom bréf það er honum var sent, til baka óopn- að, með svofeldum stimpli: “Sent til baka til ritara, enginn viðtakandi í Tallahassee, Flor- ída.” Þvert yfir umslagið var skrifað með bleki: “Endursent eftir fyrirmælum fógetans; mað- urinn farinn.” Koma bréfsins var reglulegt reiðarslag fyrir fjölskylduna, þar til sumum kom í hug að Martin mundi hafa verið sleppt lausum. Vikur liðu og áhyggjurnar uxu þegar engin skeyti komu frá drengnum. Snemma í febrúar kom svohljóðandi bréf er batt enda á óvissuna í hræðilegri skyndingu: i “Clara, Florida 2. jebr. 1922. Mr. E. D. Tabert. Munich, Norður Dakota. Yður tilkynnist hér með að Martin Tabert, sem var dæmdur í þriggja mánaða jangelsi 15. desember í Tallahassee, Leon héraði, dó í vinnubúðum vorum þann jyrsta, úr hitaveiki og jleiru. Félag vort hejir alla sakamenn á leigu jrá héraðinu, og það er ástæðan til þess að hann kom hingað. Oss var ómögulegt að haja upp á œttingjum hans, jyr en í gærdag. Vér álítum að þér séuð bróðir hans. Yður er hér með tilkynt að hann hlaut kristilega grejtrun í grajreit hér í grendinni undir umsjón vígðs sálusorgara. Vér hörmum ajdrij þessa unga manns og biðjum yður að veita viðtöku einlægum samúðarskeytum vorum við ást- vinamissi yðar. Yðar einlægir. Putnam Lumber Co.” V. Eftir að fyrsta reiðarslagið, sem þetta bréf olli, var liðið hjá, kom sú spurning upp í huga f jöl- skyldunnar: Hversvegna var Martin dæmdur eftir að honum voru sendir peningar til að borga sektina? Og hversvegna sendi fógetinn bréf þeirra til baka ó- lesið? Þetta var alt mjög dular- fult. í sinni saklausu einfeldni var fólkið sannfært um að til- hlýðilega kosinn fógeti í Leon héraðinu, mundi ekki hafa að- hafst neitt óheiðarlegt, að minsta kosti eftir þeirra reynslu af opin- Derum embættismönnum í Cava- ier héraðinu í N. Dakota. Ekki mundu heldur fulltrúar þessa volduga timburfélags lúta svo lágt, að draga neinn á tálar. Vinur þeirra, Mr. Norris H. Nelson í Munich, bauðst til að gjöra frekari fyrirspurnir. Til svars bréfi hans til félagsins, kom svohljóðandi greinargjörð: “Að sjMfsögðu verðum vér að klæða, fæða og hýsa þessa fanga. Einu sinni á mánuði kemur eftir- litsmaður fangelsanna og rann- sakar vinnubúðir vorar vendi- lega Vér höfum einnig lækni. Þegar Martin veiktist kvað læknirinn hann ekki vilja taka meðölin reglulega. Veikindin byrjuðu með hitaveiki, en breytt- ust í lungnabólgu; hann lá aðeins skamma hríð og einn fanganna var tekinn frá vinnu, til þess að stunda hann. Vér skiljum ekki hversvegna fógetinn í Leon héraði lét ekki vandamenn hans vita, eða því rann veitti ekki viðtöku pening- unum, svo Martin yrði látinn laus. En þér verðið að snúa yður til fógetans gagnvart upplýsing- um þar að lútandi.” Hér var engin undirskrift frekar en á fyrra bréfinu, aðeins nafn félagsins vélritað undir og vélritað V þar fyrir neðan. Daginn eftir komu þessa bréfs, barst annað bréf frá fógetanum, dagsett 17. febrúar 1922, í Talla- hassee og hljóðaði þannig: “Meðtók bréf yðar ritað 9. febrúar 1922. Eg leyfi mér að láta yður vita að Martin Tabert var tekinn fastur eftir að hafa án leyfis tekið far með járn- brautarlest, sem er brot á lög- um ríkisins. Hann var sektaður um 25 dali og málskostnað, eða 3 mánuði í fangelsi. Allir vinnufærir fangar, sem ekki geta borgað sekt sína, eru leigðir til Putnam timburfélags- ins í Clara, Florída, sem er 60 mílur héðan. Þeir eru sendir þangað tafarlaust ef læknir tel- ur þá full vinnufæra og'þeir hafa ekki borgað sektina innan tveggja daga. Þessi maður var dæmdur vinnufær af Dr. B. J. Bond, svo þér sjáið af því að hann var við góða heilsu þegar hann fór héð- an til vinnubúðanna í Clara, Florída. Hann var ekki fluttur til baka hingað, eftir að hann var afhent- ur Putnam timburfélaginu. Peningaávísun kom hingað eftir að hann fór, en eg gat ekki tekið peningana út; ávísunin var á hans nafn, þessvegna sendi eg hana til baka. Virðingarfylst, (Undirskrifað) J. R. JONES, fógetinn í Leon héraði, Fla.” Hið hugsjúka Tabert fólk áleit frekari rannsóknir þýðingarlaus- ar, nema til að ýfa ógrónar und- ir. Því var nokkur huggun í þeirri fullyrðingu Putnam fé- lagsins, að Martin hefði þó hlot- ið kristilega greftrun, að presti- viðstöddum. Þannig hvíldi þetta mál, þar til einn dag í júlí, að póstmeist- arinn í Munich kom í flýti til Taberts með bréf er hann hafði fengið frá manni að nafni Glen Thompson, er hljóðaði þannig: “Vilduð þér gjöra svo vel og grenslast eftir hvort vandamenn Martins Tabert vita, eða vilja vita tildrög að dauða hans. Eg var vitni að endalokum hans og efast mjög um að sú lýsing hafi verið send í einstökum atriðum.” Mr. Thompson var beðinn um gleggri lýsingu á þessum atburði. Svar kom í skyndi og var löng saga af slíkri grimd og mann- vonsku, að vinir og nábúar Ta- bert voru efasamir hvort trúa bæri. Hið ráðvanda og iðjusama fólk er var vant við að umgangast sína jafningja, ákvað að réttvísi skyldi mæld út til þeirra, er voru ábyrgðarfullir fyrir drápi sonar þess og bróður, fyrir þá einu ástæðu, að taka sér ’far með Florída járnbrautarlest án far- seðils. Það vissi aðeins af einum manni er það treysti til að fá þessum glæpamönnum hegnt, ef það annars væri mögulegt. Sá maður var Guðmundur Grímson. Mr. Grímson var málafærslu- maður ríkisins í Cavalier héraði í Norður Dakota. Áður en hann tók það embætti, átti hann heima í Mtrnich og var persónulega kunnugur Tabert fjölskyldunni. Héraðsbúar höfðu endurkosið Grímson lögfræðing mörgum sinnum. Mr. Grímson áleit að virðingu ætti að bera fyrir landslögum og hlýða þeim; að lögbrjótar, bæði hærri og lægri, skyldu af- plána misgjörðir sínar að fullu; að framkvæmd réttvísinnar ætti að vera ráðvandleg, óttalaus og óhlutdræg. Grímson lögfræðdngur var fæddur úti á Islandi og hlaut mentun sína við hörð skilyrði. Hann varð að vinna fyrir skóla- námi sínu, en þeir örðugleikar gáfu honum æfingu og skilning sem hefir orðið honum svo gæfu- ríkt og gefið honum næma og djúpa þekkingu á eðlisfari mann- anna. Ávöxtur af reynslu hans við að brjóta sér veg til virðingar og frama varð sá, að hann gjörð- ist forvígis- og svaramaður al- þýðunnar. Á háskólaárum sínum átti hann heima í litlum timburkofa í grend við háskólann, í félagi með hinum heimsfræga landkönnuði, Vilhjálmi Stefánssyni. Vikuleg fjárhagsáætlun þeirra var $1.60. Það var Guðmundur Grímson lögfræðingur í litla þorpinu, sem Tabert fjölskyldan leitaði til. Hún sjálf hafði gjört alt, sem henni sjálfri var mögulegt. 1 fyrstu var dálítið örðugt fyr- ir lögmann að trúa að svo ógur- legir atburðir gætu átt sér stað hér í Ameríku nútímans. En ef slíkt ásigkomulag fyrirfindist, varð að taka í taumana. Það var ekki einungis pynting- ar og dauði Martins, sem vöktu fyrir honum, heldur einnig hvað henda kynni aðra æfintýra leit- andi drengi í líkum kringum- stæðum, þar með talda hans eig- in syni, er voru þá 10 og 12 ára. Mr. Grímson lagði málið fyrst fyrir þingmann N. Dakota, með þeirri uppástungu að þingnefnd rannsakaði málið. En þegar til kom hafði þingið ekki dómsvald þar í. Þá ákvað Mr. Grímson að taka málið í sínar eigin hendur og skiljast ekki við fyr en hinum seku væri refsað og lög þau er leyfðu slíka meðferð á mannleg- um verum, afhjúpuð og auglýst rækilega fyrir alþjóð. Hið fyrsta verk hans var að komast í samband við eins marga menn og mögulegt væri, er ver- ið hefðu sjónarvottar að pynt- ingum Martins Tabert. .Upplýs- ingar Glen Thompson reyndust þar mjög mikils virði. En jafn- vel þó hann væri minnugur á nöfn margra annara er einnig voru sjónarvottar, mundi verða torvelt að finna suma þeirra, að því ógleymdu að ýmsir þeirra gátu ef til vill notað fölsk nöfn. Að hér átti í hlut ríkt og vold- ugt félag og í öðru lagi lög og venjur voldugs ríkis eins og Florída, var ekkert óttaefni í huga Mr. Grímssonar. í hans augum var dráttur réttvísinnar neitun á framgangi hennar. Sóknin var hafin. Lögmaðurinn trygði sér vitn- isburð annara fórnardýra sömu böðlanna, er ekki einungis voru samhljóða frásögn Thompsons, heldur sönnuðu þeir að Martin Tabert var einn af mörgum er hlaut misþyrmingar. Eftir eið- festum yfirlýsingum náði hann glöggri mynd af hinni síðustu grimdarfullu húðstrýkingu er .Martin hlaut. Þetta febrúarkvöld var Martin og félagar hans fluttir frá vinnu- stöðvunum úti í eitruðum fúa- fenjum eftir fimtán stunda vinnu, heim til þrælabúðanna, þar sem Putnam félagið geymdi fórnardýr sín í lélegu saman- safni timburkofa, innan staura- girðingar, úti í ógeðslegri flóa eyðimörk. Fórnardýrunum var gefinn hinn venjulegi fátæklegi kvöld- verður, er samanstóð af maís- brauði, ertum, ofurlitlu feitu, söltuðu svínakjöti og svörtu kaffi. Eftir máltíð voru fang- arnir kallaðir út til að vera vitni að þeim hræðilega sorgarleik, er batt enda á æfi bóndadrengsins frá N. Dakota. Þetta gæti vel hafa verið helgi- siða galdrasýning blökkumanna frá dimmustu fylgsnum eyjar- innar Haiti. Innan hrings skugga- legra furutrjáa, lýstu varðeldar upp óttafull andlit 85 sakamanna, ötuð í svita og óþverra úr fló- unum. Þeir biðu skjálfandi af ótta eftir hinum hræðilega sjón- leik. Flöktandi rauða ljósið skein á andlit hins hálfdrukkna böðuls, Thomas Walter Higginbotham, hvers eina verk var að fram- kvæma refsingar fyrir Putnam timburfélagið. Hann var vopnaður embættis- einkenni sínu og píningaráhaldi, er var svipa ein mikil úr ósút- uðu leðri. Ólin var fjögurra þumlunga breið og fimm feta löng, þreföld við handfangið, en mjókkaði í eina samfelda ól til endanna og vóg sjö og hálft pund. Hann kallaði Martin fram úr hópnum. Sjúki og holdlausi drengurinn gekk fram fullur ótta, hann vissi hvað var í vænd- um, hann hafði áður fengið að kenna á svipunni og einnig séð hana húðfletta félaga sína. Hann var þrekvaxinn piltur áður en yfirvöldin í Leon héraðinu seldu hann í ánauð, en nú var hann lítið annað en lifandi beinagrind, vegna undanfarandi veikinda og húðstrýkinga, þak- inn í sárum og kýlum vegna langrar vinnu í mittisdjúpu, eitruðu fenja vatni. “Leggstu niður,” urraði drukni böðullinn. “Eg hefi ekkert gjört,” svaraði drengurinn skjálfandi. “Það segir Cap Willis líka, hann segir að þú hafir unnið illa,” jnælti böðullinn. “Eg er veikur og get ekki unn- ið meira,” sagði Martin. “Cap Willis segir að þú sért heilbrigður, þú ert djöfuls slæp- ingi. Leggstu niður.” Yfirkominn af örvæntingu hneig hann til jarðar að fótum böðulsins. Higginbotham vætti varir sínar með tungunni, glotti með illmannlegri ánægju og rétti úr þungu leðurólinni. Hann tók sér þægilega stöðu og sveiflaði svipunni yfir höfði sér o'g lét höggið ríða á varnarlaust bak drengsins. Martin engdist sam- an og stundi af kvölum. Svipan féll aftur og aftur. Blóðið gegnvætti óhreina fata- ræflana. Lögin í Florída leyfðu 10 svipuhögg, en hér hélt húðstrýk- ingin áfram, 35—40 högg, er hvert um sig þvingaði kvala- stunum frá hinum saman kipraða líkama á jörðinni. Hinir skelfdu áhorfendur þorðu ekki að skerast í leikinn eða hlaupa á brott frá þessum helvíska sjónleik. Martin var næstum á takmörk- um lífs og dauða, hinn píndi lík- ami engdist sundur og saman. Böðullinn skifti þá um stöðu og steig öðrum fæti á háls drengsins. “Ó! Guð, miskunnaðu mér,” bað drengurinn. Böðullinn þrýsti fæti sínum harðar á háls drengsins. Varir hans héngu slapar og augun brunnu í grimmdarfullri ölvan. “Ákallaðu ekki Guð,” urraði hann, “kallaðu mig, það er eg sem er að refsa þér.” Höggin féllu með endurnýj- aðri grimd. Böðullinn var froðu- fellandi, bölvandi vitfirringur, blandandi höggin með verstu for- mælingum; 40—50 höggum var bætt við þau fyrri. Nokkur vitni fullyrtu að Martin hefði með- tekið á annað hundrað svipu- högg. Að lokum var honum leyft að rísa upp. Þó ótrúlegt megi virð- ast, tókst honum að staulast á fæturna. Hann tautaði eitthvað um að finna meðalaglas er fallið hafði úr vasa hans. Þegar hann fór að líta í kringum sig eftir glasinu, vék böðullinn sér að honum og barði hann enn á ný um höfuð og herðar og rak hann inn í hinn óttaslegna þrælahóp. Martin var að lokum aðstoð- aður inn í óhreina og lúsuga fletið sitt. Næsta dag kom böð- ullinn enn og hýddi hinn bjarg- arlausa dreng og sendi hann síð- an út í fenin til vinnu. Glen Thompson segir nú frá í sínum vitnisburði, hvað gjörðist eftir þetta: “Næsta dag (laugardag) hjálp- aði eg Martin ofan af flatvagni, pegar hann kom heim frá vinnu. Á sunnudg var hann fárveikur og blindur af hitaveiki. Við fé- lagar hans hjálpuðum honum að borða, en kaffi, sem Var of heitt fyrir okkur, fanst honum kalt Martin borðaði aldrei fulla máltíð, svo eg vissi til, í heilan mánuð, eða að minsta kosti ekki í þær tvær vikur sem eg þekti hann. Hann kom ekki að borð- inu, en gaf mat sinn öðrum. Þennan umrædda sunnudag var leyft að láta Martin inn í rúmfletið sitt; hann var þá með- vitundarlaus. Frá þeim tíma gat hann ekki sagt okkur nafn sitt eða hvaðan hann var; hefðum við ekki fundið bréf í vasa hans, hefði enginn vitað hvað um hann varð, því félagið kærir sig ekki um slíka smámuni. Síðustu dagana bað Martin aðeins um vatn. Læknirinn kom á mánudag, að mig minnir og skildi eftir einhver meðöl; hann lagði áherzlu á quinine. Hann kom aftur á miðvikudag, leit á sjúplinginn og sagði að hann mundi ekki.lifa til næsta morg- uns. Martin dó fáum mínútum eftir átta, án þess að hreyfa sig hið minsta. Við vorum allir kring- um fletið hans. Fáum mínútum fyrir andlát hans, báðum við böðulinn að koma og líta á hann, en hann virtist ekki óska þess og álitum við það stafa af samvizkubiti; en hann fyrirskipaði einhver meðöl sem Martin gat ekki kom- ið niður og soguðust þau upp og niður í lungnapípunum. Hann hafði aldrei neina aðhlynningu og vegna óþefs var ómögulegt að sofa í nálægð; hann froðufeldi á koddann og engan hreinan hægt að láta í staðinn. Læknarnir sögðu að hann hefði dáið úr verstu tegund af hitaveiki. Einn fanginn — Bob Harris — sagði mér að Martin hefði verið grafinn í einhverj- um fötum er varðmennirnir gáfu, að undanteknum buxum, er teknar voru úr fataböggli er svertingi einn átti, er strauk fá- um dögum áður.” Þegar Martin dó, var allur líkami hans marinn, skorinn og bólginn. Þegar líkið var hreyft, toldu holdin við rúmfötin. Óþef- urinn var svo voðalegur bæði áður og eftir að hann dó, að fé- lögum hans verður það lengi minnisstætt. Vitnisburður var lagður fram af Isaac Herman Schnartk, sem var dæmdur fyrir sama glæp og Martin, pr hljóðaði svo: “Eftir kvöldverð voru fangarnir lokað- ir inni í stauragirðingunni, sem þénaði bæði sem fangelsi og svefnpláss. Þeir þyrptust kring- um mig og sögðu mér að eg væri hér kominn í reglulegt helvíti. Þeir sýndu mér hendur sínar uppblásnar og bólgnar. Nokkrir þeirra höfðu verið húðstrýktir þann morgun og til sanninda- merkis sýndu þeir mér bök sín rauð og bólgin. Klukkan 5.30 næsta morgun var risið úr rekkju. Eg hafði voðalegan höfuðverk, en klæddi mig þó og skipaði mér í röð með hinum. Tveir þvotta- stampar voru við dyr matarskál- ans er þénuðu sem dagleg hrein- lætistæki, en tíminn til máltíð- ar var svo skammur, að jafnvel þessi munaður kom ekki að not- um. Engin handklæði eða sápa, höndum aðeins dýft ofan í vatn- ið og þá til borðs. Hinn fyrsta dag var hellirign- ing, en við vorum reknir áfram við vinnunaí hnédjúpu vatni og leðju. Eftir miðdagsverð kom Higginbotham og húðstrýkti tvo fangana; hann notaði leðuról, fjögurra feta langa, fimm þuml- unga breiða og fullan hálfan þumlung á þykkt. Sá fyrri til að úttaka refsingu, var ungur drengur, er bað grát- andi um vægð. Böðullinn reidd- ist þessu þrályndi og skipaði honum að leggjast niður, ef hann vildi ekki kenna á svipu- skaftinu. Drengurinn lagðist þá (Frh. á bls. 3)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.