Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGIN M 10. JANÚAR, 1946 3 LÖGFRÆÐISLEGT AFREKSVERK (Frh. af bls. 2) niður í leðjuna og lá þar skjálf- andi eins og hrísla meðan hýð- ingin fór frarn. Hljóð hans und- ir vopni böðulsins gleymast mér aldrei. Næst var saklaus maður barinn, en ekkert hljóð heyrðist frá vörum hans, meðan það fór fram. - y , i Mig verkjaði í alla limi. Regn- ið féll þungt og margfaldaði vinnu erfiðleikana; augu mín flutu í vatni af kvölum í höfð- inu. Að lokum var dagurinn á enda og miskunnsama kvöldið kom, en svo uppgefnir vorum yið, að klukkutími fór í að staul- ast til lestarinnar, sem flutti okkur heim. Þegar heim kom, féll eg út af vagninum og vegna þess að mér var ómögulegt að ganga eins. hratt og varðmann- inum líkaði, hjálpaði hann mér með nokkrum vel úti látnum fótaspörkum; en þegar það frek- ar seinkaði mér en flýtti, greiddi Higginbotham mér þungt högg aftan á hálsinn og spurði varð- manninn um leið: “Hver djöfull- inn er eiginlega að þessum hel- vítis Gyðing?” Eg hafði enga matarlyst og skalf af kuldahrolli. Þegar fé- l&gar mínir sáu ástand mitt, af- klæddu þeir mig og þöktu mig með fötum á strádýnunni minni, ei þeir lögðu á gólfið. Næsta morgun hafði eg megna hitasótt °g þegar eg freistaðist að rísa á fmtur, svimaði mig svo eg féll. Félagar mínir drógu á sig Jautu fatagarmana og fóru til vinnu út í fenin, til þess að skapa gróðahluti fyrir Putnam timbur- felagið. Eftir morgunverð kom Gv«am' “.fIVað y ingur, spurði hann. o vei ur til að svara, 1; kyr a gólfinu þar sem ( faíhð. “Eg skal láta þi mer> sagði hann og g kom aftur að vörm eð svipuna í hendinni grúfu á gólfinu, sv w>nrkað! óÞyrmilega í ehi mér þannig við. 1 ®g var of veikur til að ge íra mér> sá hann að ga- Var að berja mann, se reyfði legg eða lið, hæ: oraðlega og fór með þe nurn’ að annaðhvort yr< er a hressari að morgni revnd aUðUr’ 6n hvorUi yndin, mór 1/-»** Þó lifanki lð VGr’ e/ÍUn fanganna, er ótt, hLT*ndi deyfa um neimtaði að eg gæfi „ nutt og K , æíl s aðl hann að láta va° m“a vita ™ nstand „ Jg heyrði Hisginbotha gegnum grindurnar til ( negra er J,j6naði sem dj U ' . ^ymdu gleraugu Gyðingsins þegar hann er synist vera gull í u mni. + Grímson lögmaður f Elorída til að hefja : eigin persónu. Hann að í janúar 1923, me skjalatösku. hegar hann freistaði að fá upplýsingar hjá Jones fógeta við- komandi endursendingu bréfsins eg avísunarinnar, rauk fógetinn a fmtur, skelti skrifborðinu í lás °g gekk burtu. Mr. Grírnson uppgötvaði, að Jones var aðalmaður í vissu sam- s*ri, í hverju járnbrautarmenn a flutningalestum gjörðu honum aðvart um alla menn, er tækju ser far með járnbraut endur- gjaldslaust, svo hann gæti gjört raðstafanir til handtöku þeirra; Þa voru þeir dregnir fyrir hér- aðsdómarann er gaf þeim kost á a játa sekt sína og dæmdi þá svo an allra umsvifa í fésekt eða o°—-90 daga fangelsi. Þeir, sem ekki gátu borgað sekt innan tveggja daga, voru sendir Putnam timburfélaginu, er tók þá á leigu fyrir 25 dali á mánuði, samkvæmt gömlum á- kvæðum í lögbókum Florída ríkis. Sem þóknun, borgaði fé- lagið Jones fógeta 20 dali fyrir hvern mann þeim afhentan, án þess lög mæltu svo fyrir. Ef Martin hefði fengið pen- •ingana að heiman, hefði héraðið fengið sitt 25 dala sektarfé og hann verið látinn laus. En vegna þessað fógetinn sendi bréfið til baka og hann til félagsins, fekk héraðið sína 25 dala leigu frá Putnam og Jones sína 20 silfur- peninga. Við nánari rannsókn kom í ljós að Putnam var 8,000,000 dollara hlutafélag frá Wisconsin og græddi stórfé á nauðungarvinnu stolinna ógæfumanna er félag- inu voru fengnir í hendur fyrir örsmátt afbrot á ríkislöggjöf Florída. Mr. Grímson fór kyrlátlega út í flóa og skógalöndin, þar_ sem félagið hafði bækistöð sína og Martin leið og dó. Lögmaðurinn leitaði uppi sjónar votta og náði skjallegum, eiðfestum vitnis- burðum þeirra. Þessi varfærni undirbúningur var hyggilega ráðinn, því það fyrirbyggði að verjendur gætu látið vitnin breyta framburði sínum síðar. Fullyrðingar vitnanna reyndust réttar og staðreyndirnar urðu blakkari en hann hafði búist við. Grímson lögmaður gat engan fundið, er gæti vísað á gröf Martins, eða vissi hvort hann hefði hlotið virðulegri útför en húsdýr vanalega fá. Hann var jarðaður rannsóknarlaust, án greftrunarleyfis og dánarvott- orðs, það sönnuðu heilbrigðis- skýrslur Florída ríkis. Þessi málsgögn voru lögð fyr- ir ríkisstjórann og lofaði hann að láta lögmann ríkisins leggja þau fyrir yfirkviðdóminn . í febrúar. Yfirkviðdómurinn í Florída kom saman eins og lofað var, en gjörði ekkert í rnálinu. Þing stóð þá yfir í Bismarck, N. Dak- ota. Málsástæður voru lagðar fyrir þingheim af Grímson lög- manni, með þeirri ósk að þingið sem heild, samþykti áskorun til ríkisstjórnar Florída að hefja rannsókn í fráfalli Dakota pilts- ins og hlutast til um að sakborn- ingum yrði refsað. Efri málstof- an samþykti fúslega þessa áskor- un — hina fyrstu þeirrar teg- undar í sögu Bandaríkjanna. Þetta vakti almenna athygli, en sumir iðjuhöldar reyndu að breyta þessu í skrípaleik og töldu þingmönnum N. Dakota — er flestir voru bændur — sæmra að snúa heimleiðis og gæta svína sinna. Ríkisstjórinn í Florída, Cary A. Hardie, lét í ljósi óánægju sína í bréfi til Mr. Grímsons, er hljóðaði þannig: “Áskorun N. Dakota þingsins til yfirvaldanna í Florída er ó- tímabær og óréttlát gagnvart rík- inu. Hinn eini tilgangur virðist vera að sýna það í röngu ljósi. Hér er tekin ein tilviljun sem heildarundirstaða fyrir ákæru á ríkið í heild. Þar sem um 1500 sakamenn er að ræða, er vel mögulegt að misjöfn meðferð hafi átt sér stað. En hvergi í Bandaríkjunum er meðferð fanga mannúðlegri en í Florída.” Grímson lögmaður var kom- inn í litlu héraðsskrifstofuna og braut heilann um hver leið væri greiðust í sókn þessa máls, en allar áætlanir, er komu í huga hans, kostuðu mikla peninga. Hann hugsaði um Martin Tabert og hina drengina er þjáðust und- ir svipu böðulsins, hann dró jafnvel upp mynd af sínum eig- in sonum í þeim kringumstæð- um. Skrifborð hans var hlaðið lög- bókum og skjölum. Hann hafði vanrækt sín eigin viðskifti af því hann lofaði Tabert fólkinu að skiljast ekki við málið, fyr en yfir lyki. Honum kom í hug, að á dögum Horace Greeley, Charles A. Dana og Henry Watterson, gjörð- ust sum voldug dagblöð formæl- endur fólksins. Hann áleit mögu- legt að enn mætti finna sum er fylgdu þeim erfikenningum. Að svo hugsuðu, sendi hann tafar- laust símskeyti til tíu áhrifa- mestu stórblaðanna í Banda- ríkjunum. < Þrjú þeirra svöruðu tafarlaust og New York World tók áskor- uninni að rita um málið. Blaðið sendi strax mann til að kynna sér allar kringumstæður. Með þetta afl að baki sér, fór Mr. Grímson aftur suður til Florída, til þess í eigin persónu að leggja fram sönnunargögn sín fyrir viðkomandi yfirvöld og ríkis- þingið, jafnvel þó hann áður væri aðvaraður um að koma ekki suður í annað sinn, án þess að hafa líkkistu sína með í förinni. Mr. Grímson flutti þjáninga- félaga Martins suður til Florída. Kostnaður, sem af því leiddi var borgaður af samskotasjóði, er fólkið í N. Dakota stofnaði í fé- lagi með mörgum öðrum víðs- vegar að, er þráðu að sjá sak- borninga leidda fyrir lög og dóm og hið viðurstyggilega fyrir- komulag afnumið. Lögmaðurinn vissi vel að hin harðasta hríð í hans lögmanns- tíð var í aðsigi. Stafford Cold- well, ungur og efnilegur lög- fræðingur frá Jacksonville, Florída, var ráðinn honum til að- stoðar við framlagningu vitnis- burða. Samúel McCoy var-sendur frá New York World, til að vera með Mr. Grímson og skrifa ein- göngu um málið. Það var fyrir hina ágætu lýsingu þessa máls, að blaðið hlaut hina eftirsóttu Pulitzer viðurkenningu fyrir ár- ið 1923. Frank Webb ritaði um málið fyrir United Press, I. O. Irvin fyrir Associated Press og Cole Morgan fyrir Universal Press. Með þessum dagblaða fulltrú- um, flutti hér um bil hvert ein- asta blað í Bandaríkjunum, Can- ada og Mexico, fréttir um Tabert málið. Með slíkri athygli beindri að ríkinu, sáu yfirvöldin og löggjaf- arnir ekki annað fært en gjöra eitthvað í málinu. Áskorun N. Dakota sem ríkis- stjórinn mintist á í bréfi sínu, var hið fyrsta skjal, er kom fyr- ir þingið í Florída í apríl. Gremja mikil var í borginni, yfir því sem kallað var slettirekuskapur N. Dakota fylkis og lögmannsins er nefndur var Mr. Grímson. Ef nokkur maður var óvinsæll í Tallahassee, þá var það hann. Alt nema líkamlegar misþyrm- ingar var notað til að draga úr hugrekki hans og fá hann til að stinga pappírum sínum ofan í beigluðu skjalatöskuna — sem hann ætíð bar undjr hendinni — og halda heimleiðis til N. Dakota. En hann var óttalaus. Hann vissi að fólkið í héraðinu heima, stóð með honum sem einn mað- ur. Hann hafði þegar sannað með sjónarvottum að föngum var misþyrmt, þar á meðal Martin Tabert, Glen Thompson, Isaac Herman Schwartz og mörgum fleiri. Vinir ríkisstjórans, timburfé- lagið og þess auðugu bandamenn voru sérstaklega gramir og reið- ir, en Mr. Grímson hafði undir- tökin og var albúinn í lokasókn- ina; hugsunin um unga manninn frá heimabænum hans, sem böð- ulsverkfærið drap, hvatti hann. Orðrómur var á sveimi í and- dyrum Tallahassee hótelsins, þess efnis að Mr. Grímson mundi vera flugumaður frá Californíu, send- ur til að sverta hið góða nafn keppinautar þess — Florída. En menn komust brátt að raun um að hann var enginn leikbrúða í höndum Californíumanna. Svertingi nokkur, Arthur Johnson að nafni, er var eitt réttarvitnið, kvaðst geta fundið grafarstað Martins. Nefnd í málinu lét því hefja leitina með Arthur í fararbroddi. Mr. Grímson hafði mikinn á- huga fyrir árangrinum og hafði Degar varið miklum tíma í þá leit. Vandamenn Martins þráðu að fá lík hans flutt heim í héraðið. Þegar leitarmenn komu að götuslóða þeim er lá inn í fenja- löndin, snöruðust átta menn fram með skammbyssur við belti. Einn þeirra mælti við Johnson: “Ef þú hefir vit á að meta hvað jér er fyrir góðu, þá segir .þú ekki hvar þú grófst Tabert.” Leitarstjóri kvað þennan mann vera Capt. Bill Fisher, umsjón- armann timburfélagsins þar í héraðinu. Svertinginn varð mjög ótta- sleginn, en gekk þó fram og aftur og litaðist um eftir grafarstaðn- um. Að lokum kvaðst hann gef- ast upp við leitina. Til þessa dags er gröf Martins Tabert ófundin. Eitt aðalvitnið, Jerry Poppell, er áður kom fram fyrir rannsókn- arnefndina, dó af eitri á leiðinni fyrir yfirkviðdóminn, til að stað- festa framburð sinn. Málið í heild vakti slíka al- menna athygli, að fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sendi hvatningarskeyti. S a n n a^p i r þyrptust að og uxu eins og snjó- bolti í þýðviðri. Margir er höfðu lent í sömu ógæfunni, undan- farin ár, skrifuðu um sína eigin reynslu. Sumir viðurkendu að hafa gengið undir fölsku nafni til þess að smán þeirra félli ekki á vini og vandamenn. Meðal margra annara bréfa, fékk Mr. Grímson eitt frá Max Grimm, 23 ára gömlum kynd- ara á Mohawk hátelinu í Brook- lyn. Hann var fangi í vinnubúð- um T. J. Knabb, ráðherra og efri deildar þingmanns, hér um bil 30 mílur frá Jacksonville. í dagbók sína reit hann 25. desember 1921: “Jólin eru kvala- staður hinna fordæmdu, með fá- fræði, lijátrú, ótta og grimd alt umhverfis. Getur þetta verið í siðmentuðum hluta heimsins? Ef svo er, fari þessi menning norður og niður.” Þessi athugasemd var rituð 6. janúar 1922: “Núerum við leigð- ir Putnam timburfélaginu í Clara, Florída, 23 mílur frá Perry. Komum til vinnubúðanna í gærkveldi.” Knabb senator var kallaður fyrir rannsóknarnefndina til að gefa skýringar á hans eigin fangabúðum. J. B. Thomas eftirlitsmaður ríkisfangelsanna sagði nefndinni að meðferð fanga í vinnubúðum Knabbs væri mjög ómannúðleg. Paul Revere White frá Wash- ington, D.C., sagði frá sinni eig- in reynslu í búðum Knabbs. Jacksonville Journal flutti lýs- inguna með svohljóðandi fyrir- sögn, þvert yfir fyrstu síðu blaðs- ins: “Uppljóstranir gegn ríkisþing- “manni. Ákæra um djöfullega “meðferð í fangabúðum Knabbs. “Húðstrýkingar; hold unglings “rotnar.” Svo heldur blaðið áfram: “Vinnulaus unglingur var send- ur þangað í sex mánuði af því hann gat ekki borgað 25 dollara sekt. Handtekinn þegar hann var að leita að vinnu. Grimmi- lega barinn af því hann gat ekki dregið vagn gegnum fenin, jafnt sterkari mönnum. Hýddur með átta punda leðuról; blæddi und- an hverju höggi. Hold á hönd- um og fótum rotnaði af illri með- ferð og klæðleysi. Alt þetta gjörðist í fangabúðum T. J. Knabb senator frá Macclenny.” Mrs. Thelma Franklin, kona póstmeistarans og kaupmannsins í Glen St. Mary, sagði nefndinni að algjör villimenska væri mann- úðleg í samanburði við ástandið í fangabúðum Knabbs. Allar til- raunir verjanda að flækja hana í framburði sínum, reyndust á- rangurslausar. Hún kvaðst vita um 9 dauðsföll meðal leigufanga Knabbs. Nefndin var búin að hlusta á (Frh. á bls. 7) Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Dr. S. J. Jóhannesson Sérfrœðingur í augna, eyma, nef 215 RUBY STREET og kverka sjúkdómum. (Beint suður af Banning) 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Talsími 30 877 Stofutími 4.30 — 6.30 Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegi Laugrardög-um 2 — 4 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG Offiee Phone Res Phone PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409 islenzkxir lyfsali Dr. L. A. Sigurdson F61k getur pantað meðul og 116 MEDICAL ARTS BLDG. annað með pósti. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljót afgreiðsla. and by appolntment A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W. 848 SHERBROOK STREET TWEED Selur ltkkistur og annast um út- Tannlœknar farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar 406 TORONTO GEN. TRUSTS minnlsvarða og legsteina. BUILDING Skrifstofu talsínii 27 324 Cor. Portage Ave. og Smlth St. Heimilis talsími 26 444 PHONE 96 952 WINNIPEG Haldor Haldorson DR. J. A. HILLSMAN byggingameistari Surgeon Cor. Broadway and Edmonton Winnipeg, Canada 308 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 055 Phone 97 329 INSURE your Property with Dr. Charles R. Oke HOME SECURITIES Tannlœknir Limited For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 468 MAIN STREET 404 TORONTO GEN. TRUSTS Leo E. Johnsom, A.I.I.A. Mgr. BUILDING Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 Legsteinar, sem skara fram úr. H. J. PALMASON Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. and Company Skrifið eftir verðskrá Chartered Accountants Gillis Quarries, Limited 1101 McARTHUR BUILDING 1400 SPRUCE ST. SIMI 28 893 Winnipeg, Canada Winnipeg, Man. Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radio Service Specialists LIMITED ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG., WPG. H. THORKELSON, Prop. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð. Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 Lögfrœðingar Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. i Sími 98 291 Manitoba Fisheries Blóm stundvíslega afgreidd WINNIPEG, MAN. THE ROSERY, LTD. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu með nýjan og Stofnað 1905 frosinn fisk. 303 OWENA STREET 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Skrifst.sími 25 355 Heima 55 462 Slml 97 466 TJ HAGBORG IV n FUEL CO. n GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting • 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Dial 21 331 koHD 21 331 Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlll be appreciated Argue Brothers Ltd. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. Real Estate, Financial, Insurance J. H. PAGE, Managmg Director LOMBARD BLDG., WINNIPEG Wholesale Distributors of Fresh J. Davidson, Representative and Frozen Fish. Phone 97 291 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.