Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.01.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR, 1946 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON Það virtist að þau væru ákveðin í því, að búa hana sem bezt undir að taka þátt í félagslífi fína fólksins, ekki ein- ungis vegna ánægjunnar af að ríða á hestbaki, heldur og fyrir vitsmunalega þroskun. Hún var látin sækja dýra- fræðis og líffræðislega fyrirlestra, sem nafnkendir fræðimenn fluttu í menta- stofnun M. Legouvé, og auk þess er kom fram í desember, hafði stúpa hennar tvisvar á mánuði dálítil samkvæmi, til að kynna hana álitlegustu ungu mönn- unum. Auk þess var hún boðin í hús- samkvæmi fína fólksins. í stuttu máli, henni fanst hún vera að hækka í tign og að áliti, en það fyrsta, sem vakti þá tilfinningu hjá henni var, að Fred hafði kosið hana til að vera sinn bókmenta- lega gagnrýnanda. Hún var honum mjög þakklát fyrir það, og vissi ekki hvernig hún gæti betur á annan hátt sannað honum að hún verðskuldaði slíkan heiður, en að segja honum hrein- skilnislega hvað henni fyndist um kvæð- in hans. Þau voru mjög, já, mjög falleg. Hann hefði skáldgáfu, já, mikla skáld- gáfu. Þegar hún var í skóla hjá M. Regis, hafði hún fengið dálitla þekk- ingu á skáldskap og bragfræði, hún varaði hann við að þjarma ekki hugs- uninni vegna rímsins, og benti honum á nokkra slíka staði í kvæðum hans, og endaði bréfið á þessa leið: “Þér tekst aðdáanlega vel að lýsa sólsetrinu, mánaskininu, afturelding- unni, hinni djúpu þögn, stjörnuhimnin- um og hinum silfurgljáandi sæ — allar slíkar lýsingar eru hreinasta meistara- verk; manni finnst maður sé þar, og maður getur öfundáð þig af þessari dýrðlegu sjón á sjónum. En um fram alt, láttu ekki tilfinningasemina fá yfir- höndina í huga þínum. Það er veiki parturinn í kvæðum þínum, eftir því sem mér finst, og spillir þeim að stór- um mun. En má eg spyrja þig, hver eru þessi mildu augu, þetta silkimjúka hár, þetta geislandi bros og þessi hunangs sæti ilmur og kórallar, sem koma svo oft fyrir í vísunum þínum? Stundum virðist eins og draumadísin þín sé hvít, þá dettur mér í hug að þú sért að mála mynd af Isabel Ray. Allar gömlu vin- stúlkurnar þínar, sem eg hefi sýnt ljóð- mæli þín, sem þú kallar “Á sjónum,” senda þér blessunaróskir og þakklæti fyrir kvæðin þín, og eg sömuleiðis. Þær biðja þig að yrkja kvæði um sig; en vegna okkar gömlu vináttu finst mér, að þú eigir fyrst að yrkja kvæði til mín.” Jackueline. Svo hún hefir sýnt öðrum það, sem var meint bara fyrir hana sjálfa! Og það sem var ennþá óþolanlegra, að hún lézt ekki skilja eða vita, að hann var einmitt að tala um hana í vísunum sín- um. ó, það var nú ekkert framar fyrir hann að gera en gleyma henni. Hann reyndi að gera það, að því leyti sem honum var mögulegt, meðan hann var á sjónum, en á sama augnablikinu er hann var stiginn á land og hafði séð Jackueline, varð hann hertekinn af fegurð hennar og yndisleik. 9. KAFLI. Á bazarnum. Nú leit hún út miklu fallegri en áð- ur, og fyrsta ávarp hennar er hún sá hann var ætlað að vera sem smjaður: “Ó, Fred, hvað þær hefir farið fram! Hvílík breyting! Hvílík ótrúleg breyt- ing! Bara lítið á hann! Það er þó hann sjálfur, en hverjum hefði dottið í hug að það væri Fred!” Hann varð ekkert uppnæmur við að heyra þessi skjallyrði, því hann hafði vanist við að verða ekki uppnæmur við alt, á ferð sinni í kringum jörðina, en hann leit næstum raunalega til hennar, er Madame de Nailles sagði ofur rólega: “Já, hann hefir breyzt. Hvernig líður þér, Fred? Þér fer vel að vera úti- tekinn í andliti. Þú hefir þreknað um herðarnar, og ert nú orðinn maður — dálítið meira en maður, æfður sjómað- ur, nærri því gamall sæhundur.” Hún hló, en bara ósköp milt, því annars hefði sézt ofurlitlar hrukkur undir augunum á henni, sem voru stöð- ugt að verða meir áberandi. Hún var í nærskornum búningi, sem féll þétt að henni, og gerði hana svo miklu unglegri, eða eins og Raoul Wermant sagði, svo ágætlega, “að hún liti ekki út fyrir að verða lögð upp á hilluna í bráð.” Hún stóð upp og laut yfir borðið, sem var alsett allslags glingri, sem henni var ætlað að selja fyrir hæsta verð sem hægt var að fá fyrir það, því þetta var útsala til styrkt- ar fátækum. Undir eins og hann kom til Doris, var hann svo að segja tekinn hershönd- um. Honum var strax fengið skraut- prentaður miði og beðinn um að koma á þessa útsölu, sem færi fram í einu skrauthýsi borgarinnar, og undir eins gleymdi hann þeirri ákvörðun sinni, að koma ekki nálægt Nailles fjölskyldunni fyrir langan tíma. “Þetta er alt annað,” hugsaði hann. “Maður má ekki láta aðra hugsa að maður sé svo nískur að koma ekki á útsölu, sem er höfð fyrir fátæklinga.” Með þessa hugsun í huga sínum fór hann á útsöluna, glaður yfir að geta haft það fyrir afskun fyrir því, að brjóta ákvörðun sína. Bazarinn átti að vera til að hjálpa fátæku fólki, sem hefði biðið eignatjón í eldsvoða einhversstaðar, en ótiltekið. Nú á tíð er fólk stöðugt háð allslags hættum, allslags sprengingum, alt springur sem sprungið getur, því öfl eyðileggingarinnar virðast vera í óeðli- legri æsingu, eins og mennirnir. Ef til vill hafa dauðir hlutir aldrei virst vera í eins miklu samræmi við anda tímans og nú. Fred sá stóra mynd, sem sett var upp við innganginn að bazarnum, sem sýndi hörmulegt ástand fátækra náma- manna, og til annarar handar voru stór- ir fánar, sem blöktuðu fyrir hægri vind- golunni, sem var prentað á stóru gyltu letri: Bazar til hjálpar fátækum, og í kringum bygginguna þar sem útsalan fór fram, voru fleiri vagnar en maður nokkurn tíma sér við hæst móðins gift- ingu. í forstofunni voru margir þjónar, sem tilheyrðu útlendum sendiherra- sveitum, og tóku á móti gestunum með allslags afkáralegum beygingum og við- höfn, og innan frá salnum, þar sem útsalan fór fram heyrðist hávaði, sem líktist fossanið. Fred fann að hann var þarna kominn í hringiðu Parísar-lífsins, en fanst hann ætti þar þó ekki heima. Munirnir á hverju söluborði gáfu til kynna dálítið af smekk og karakter þeirrar frúar, undir hverrar umsjón það var. Madame Sterny, sem hafði falleg- astar hendur allra kvenna í heiminum, hafði tekið að sér að selja glóva. með þeirri fullvissu að karlmennirnir mundu keppast um að kaupa þá, ef hún passaði þá á hendurnar á þeim. Madame de Louisgrif, sem var kanonessa, skýldi fegurð sinni undir kirkjulegri slagkápu svo sem minst bæri á því, hún hafði allslags kniplinga og bródíer-verk á boðstólum, og annað, sem var einungis ætlað kvenfólki að kaupa — og auðvit- að einungis þeim alvarlegustu og sið- fáguðustu; við borð sem munir af ýms- um tegundum voru á, svo sem regn- hlífar, sólhlífar og annað, sem hæfði hvoru kyninu sem var, og hvaða aldri sem var, hafði ung stúlka verið valin. Hún virtist ekki hugsa um neitt annað en hversu mikla peninga hún gæti feng- ið fyrir það, sem hún hafði á boðstól- um. Madame Strahlberg, sem var elzt þeirra Odinskas systra, hafði einungis þá muni á sínu borði, sem beinlínis voru ætlaðir fyrir karlmenn að kaupa; henn- ar borð var hlaðið háum pýramídum af vindlum og vindlingum, annað hafði hún ekki á boðstólum. Hún var heldur veikluleg og alls ekki ásjáleg, en miklu hættulegri en þó hún hefði verið fallegri. Hennar sérstaka óútreiknanlega augna- ráð er hún horfði á menn með hálf-lok- uðum augunum, en sem voru þó svo gegnum smjúgandi, og hið grimma bros á vörum hennar svo skein í skjallahvít- ar, hárbeittar tennurnar. Hún var í svörtum silfur-bródéruðum kjól. Hún bar að hálfu leyti sorgarbúning, til að gefa til kynna að hún væri ekkja, í þeirri von að það kæmi í veg fyrir ill- viljað slúður um, að Strahlberg greifi væri lifandi, og hefði skilið við hana, og þakkað sínum sæla fyrir að losna. Það var mikið talað um hana, en enginn var viss um hvað aðallega var haft á móti henni, því þó hún væri grunuð um ýmis- legt, þá var engin vissa fyrir neinu. Hún átti aðgang að og var jafnvel eftir- sótt í fínasta samkvæmislífið, sökum listræni sinnar og aðdáanlegra náttúru- gáfna, sem hún notaði illa, eins og alla aðra hæfileika sína, en sumir kölluðu hana Judic des salon. Wanda Strahl- berg hafði á milli varanna, sem voru málaðar rauðar, í algjörðri mótsetn- ingu við hinn græn-fölleita andlitslit hennar, sem gaf öðrum ástæðu til að kalla hana leður blöku, eina af þessum sígarettum, sem hún var að selja. Með annari hendinni lék hún eins fimlega og köttur við síðasta pakkann “Re- galias”, sem hún átti eftir að selja, og lét bjóða í hann, þar til hún að síðustu seldi hann fyrir óheyrilega hátt verð. Colette systir hennar var að selja blóm, eins og svo margar aðrar stúlkur, en þar sem þær seldu sína vöru hávaða- laust, var Colette framgjörn og hávaða- söm og aldeilis ófeimin að ögra mönn- um til að kaupa af sér. Hún var orðin hættulega falleg. Fred varð hálf feim- inn þegar hún kom til hans, lagði hend- ina á öxl honum og bað hann að lofa sér að stinga rós í hnappagatið á treyj- unni hans, og þegar hann var búinn að borga fyrir rósina, gaf hún honum aðra, og sagði: “Hér er önnur, sem eg ætla að gefa þér fyrir gamlan kunnings- skap.” “Ástúðin virðist víðfeðm,” hugsaði hann er hann fór frá henni, en honum fanst hann aldrei hafa séð neina svo lokkandi meðal hinna svörtu, gulu, grænu og hörunds-flúruðu stúlkna, sem Jackueline hafði ánægju af að stríða honum með. “Fred!” Það var málrómur Jackueline, ó- vanalega hvell og hastur. Hún var líka að selja blóm, og hjálpa Madame de Nailles þess á milli við leikfangasöluna; en hún var svo hæversk, yndisleg og látprúð að allir sóttust eftir að kaupa af henni. “Fred, eg vopa að þú berir enga rós nema mína. Þessar, sem þú hefir eru bara hræðilegar. Þú lítur út með þær eins og sveitaþorps brúðgumi. Fleygðu þeim strax; komdu! Hérna er falleg boutonnieré, og eg skal festa hana í hnappagatið og láta hana fara miklu betur — lofaðu mér það.” Yrangurslaust reyndi hann að sýn- ast kaldur og fálátur við hana; hann bráðnaði upp mót vilja sínum, eins og smjör. Hún hélt honum svo yndislega að sér meðan hún var að festa rósina í hnappagatið. Nú hafði hún uppsett- hárið, svo hennar fagurbygði háls sást, og hann sá stöku óhlýðin hár, sem stóðu niðurundan og hringuðu sig al- frjáls á hinu hreina og mjúka hörundi á hálsinum á henni. Hann dáðist með sjálfum sér að hennar tignarlega vaxt- arlagi og granna mitti. Hann gleymdi allri gremju til hennar, og fyrirgaf henni á sama augnablikinu. Rétt í þessu kom maður, stór vexti, glæsilegur, með brúnt hér og mikið yfirskegg snúið upp til end- anna, að gömlum sið aðalsmanna. Hann kom rakleitt upp að borði Madame de Nailles. “Jómfrú Jackueline,” sagði hann og beygði sig að sið herramanna, “Madame de Villegry sendi mig til að biðja þig að hjálpa henni við borðið sitt. Hún kemst ekki yfir að afgreiða fólkið, og óskar eftir að fá sjálfboða hjálp.” Þetta var sagt með svo kunnug- legum blæ, að Fred varð alveg hissa. “Þú gefur þitt samþykki, madame?” Barónessan hneígði sig og brosti, sem meinti, ef hann hefði kært sig um að þýða það, eg gef þér leyfi til að fara með hana núna — og fyrir alla tíma, ef þú óskar þess.” Þegar þetta samtal fór fram var hún að fá Herbert Marien stóran tog- leðursbolta, sem hann virtist ógjarnan vilja taka við. Jackueline hafði ekki beðið eftir leyfi stjúpu sinnar, hún þaut á stað með manninum, sem kom til að sækja hana, en Colette, sem kanske hefir tekið eftir að Fred hafði skift um rósir, hvíslaði að honum í mjög tilgerð- arlegum málróm: “Monsieur de Cymier.” Vesalings Fred hrökk við, eins og maður, sem er hastarlega vakinn upp frá sælum draum, til þess að mæta óvel- komnum virkileika. Knúin af hinni eðli- legu löngun, sem við öll höfum til að vita það versta, fór hann á eftir þeim. Hann varð að beita öllu viljaþreki sínu til þess að láta ekki bera á þeim geðs- hræringingum sem hann var í. Á leið- inni gaf hann hverri stúlku sem harfn þekti peninga, en stansaði ekki til að gefa þeim tækifæri til að þakka sér fyr- ir, eða velja sér neitt af varningi þeirra. Honum fanst gólfið rugga undir fótum sér, eins og hann væri að gang a á skips- þilfari úti á sjó. Loksins kom hann að útskoti byggingarinnar, sem var skreytt pálmum; þar var Madame de Villegrv í allri sinni dýrð, í rauðum guðvefjar-kjól af hinni allra nýjustu gerð, skreyttan gimsteinum, gull og silfur leggingum, sem glitruðu við hverja hreyfingu henn- ar; hún var að hella rússnesku te og spnsku súkkulaði, tyrknesku kaffi í bolla gestanna. Allra augu störðu á hana, og allir dáðust að góðvild hennar og hluttekningu í kjörum fátækling- anna og annara, sem bágt áttu. Hópur ungra hefðarmeyja voru sem hirðmeyj- ar í kringum þessa gyðju, henni til að- stoðar. Jackuelin'' ^ar ein þeirra, og er Fred kom þangað, var hún að rétta Monsieur Cymier kampavínsglas, sem á sama tíma var í ákafa að segja henni eitthvað, sem hann vildi fá hana til að trúa, en sem hún bara hló að og hristi höfuðið við. Vesalings Fred, hann vissi ekki hvað hann átti að gera, hann þjáð- ist af afbrýöi, og til að hressa sig tók hann tvö glös af sherry, sem hann þó varla gat komið ofan í sig. “Sá, sem er reglulega góðhjartað- ur,” sagði M. de Cymier, sérstaklega þegar borgað er fyrir hvert hár, ef þú óskar þess. Bara lítinn lokk úr hárinu þínu — til hjálpar fátæklingunum. Það er oft gert: alt er leyfilegt að gera til hjálpar fátæklingunum.” “Það má vel vera, eins og þú segir, að það sé oft gert, en eg geri það ekki,” sagði Jackueline hlæjandi. “Eg er á- kveðin í að gera ekki það sem aðrir hafa gert.” “Jæja, við skulum sjá,” sagði M. de Cymier, eins og hótun, sem ekki var til annars en hún bara hló þeim mun meir. Fred hraðaði sér í burtu, svo hann freistaðist ekki til að blanda sér inn í samtal þeirra. Þegar hann var kominn út á stræt- ið, var hann í vafa um hvert hann ætti að fara. Hann var svo gramur í geði út af því sem hann hafði heyrt og séð, hon- um fanst að hann gæti ekki leynt þeirri gremju, sem var í *huga hans. Hann vildi ekki fara til móður sinnar og segja henni frá því, sem særði svo huga hans, og þó hann væri stórreiður við Jackue- line, hefði hann ógjarnan viljað heyra móður sína hallmæla henni, né dæma hana hart, svo hann ákvað að bera þetta með þögn og þolinmæði. Honum datt í hug að fara og heimsækja Giselle, sem var ólíklegust allra þeirra, sem hann l>ekti, til að fara í nokkra deilu við hann. Hann hafði heyrt að Madame de Tal- brun færi ekkert út, en lægi mest allan tímann veik uppi í legubekk, veikindi, sem fólk vonaðist til að henni batnaði, og skum þeirrar vissu, að hún væri heima, afréð hann að fara þangað. Síð- an hann kom til Parísar hafði hann ekki gert annað en útbýta nafnspjöld- unum sínum, því hvar sem hann kom, var aldrei neinn heima. En nú var hann viss um að ktnan, sem hann ætlaði að heimsækja væri heima. Þegar hann kom þangað sem Gis- elle var, var honum strax fylgt inn til hennar. Þegar hann kom inn, lá hún uppi í legubekk, þakin í dún-sessum; hún leit veiklulega út, en var þó að fitla við að búa til eitthvað af barnafatnaði. Hann sá strax að hún varð afar glöð að sjá sig. Hún varð að einu gleðibrosi er hann kom inn í stofuna, og lagði frá sér það sem hún var að sauma, og rétti báðar hendur móti honum, sem voru glærar eins og vax. “Sestu hérna á stól hjá mér, hvað mér þykir vænt um að sjá þig aftur!” Hún var nú miklu upplitsdjarfari en hún hafði áður verið; það var sem hún hefði öðlast meira þrek og sjálfstæði við meiri kynningu af heiminum, en hún var engu síður varfærin. Fred horfði þegjandi á hana nokkur augnablik, hon- um virtist hún svo breytt, er hún lá þarna í víðum slopp, úr bláum ullar- vefnaði, sem náði náði niður fyrir fætur hennar og virtist gera hana miklu stærri en hún var. Á sessunum kringum hana láu allslags smámunir, sem tilheyrðu ungbarni. “Þú sérð,” sagði hún, með sínu milda brosi, “að eg hefi nóg að gera og hugsa um, og eg vona að eg megi vera stolt af því sem eg er búin að gera” Er hún sagði þetta, handlék hún ofurlitla húfu, sem Fred fanst varla sýnileg nema í smásjá. “Hvað!” sagði hann, “býstu við að hann verði svo lítill að hann geti brúk- að þetta?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.