Lögberg - 24.01.1946, Síða 5

Lögberg - 24.01.1946, Síða 5
» LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1946 - 'AHI I AHAL rVENNA Bitstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON PIPARMEYJAR Það eru ekki ýkjamargir ára- tugir síðan að fólk almennt leit niður á þær konur, sem ekki giftust. Ef þær voru komnar yfir þrítugt og höfðu ekki orðið fyrir því láni, eða óláni, að eign- ast eiginmann, var skelt á þær í skopi titlinum piparmey. Þetta heiti var í vissum skilningi graf- skrift stúlkunnar; það þýddi, að hún hafði tapað, hún var komin á hilluna og búin að vera, því i þá daga voru fáar stöður utan heimilanna, sem stóðu konum til boða. Einstaka ógiftar konur fengu vinnu við kennslustörf og gátu þannig verið sjálfstæðar, en flestar urðu að sætta sig við að hýrast á heimilum einhverra skyldmenna sinna; vera þar sem uokkurskonar vinnukonur og þola háð, spott og meðaumkvun samferðafólksins. Er engin furða þótt þessi aðbúð gerði margar hverjar geðstirðar og beiskar eins og pipar, og þaðan mun nafnið komið. Hinsvegar datt engum í hug að álíta það óeðlilegt þótt karl- niaður giftist ekki. Honum voru allir vegir færir og enginn leit niður á hann fyrir þá sök, að hann var einhleypur; vinsældir hans jukust með árunum og hann var eftirsóttur í félagslífinu. Honum var ekki skipað í neina sérstaka stétt. “Hann giftist aldrei,” sagði fólkið, og það var ^.alt og sumt. Nú er þetta alt breytt. Sá, sem nú talar með lítilsvirðingu um ógiftar konur, aðeins fyrir þá sök, að þær hafa aldrei gifst, gef- ur til kynna, að hann er langt á eftir tímanum. Almennings- álitið gagnvart ógiftum konum hefir gjörbreyzt á árunum síðan um aldamótin. Nú er ekki leng- ur hægt að hræða stúlkur á því að þær verði piparmeyjar, ef þær taki seinustu kökuna af diskinum, því nú eru þeim allir vegir færir, engu síður en karl- mönnum, þótt þær giftist ekki. Nú geta þær sjálfar valið hlut- skifti sitt í lífinu. Konur hófu mótmæli gegn kúgun kvenna fyrir meir en hálfri öld síðan; þær raddir urðu háværari eftir því, sem árin liðu; þær kröfðust jafnréttis við karl- menn. Árangurinn af baráttu þeirra er sá, að nú geta konur fengið margvíslegar stöður og atvinnu utan heimilisins. Þótt þær séu ekki enn búnar að ná fullkomnu jafnrétti við karl- menn á öllum sviðum, þá standa þeim nú til boða allskonar störf og stöður í viðskiftaheiminum, þær geta orðið lögmenn, dómar- ar, þingmenn, læknar, prestar, kennarar, hjúkrunarkonur, o. s. frv. og verið algerlega óháðar og sjálfstæðar. Fyrir þessa ástæðu er viðhorf almennings gagnvart hinni ó- giftu konu alt annað, heldur en það var fýrir hálfri öld síðan. Hún’er ekki álitin neitt afbrigði lengur; hún er einhleyp og við það er ekkert að athuga. Fyrir eina eða aðra ástæðu hefir hún ekki gifst, og það er ekki álitið neitt tiltökumál. Hin breyttu kjör ógiftu konu nútímans hafa breytt henni sjálfri. Hún.er í raun og veru nýtt fyrirbrigði í mannfélagi tuttugustu aldarinnar. Hún er frámunalega vel klædd og snyrtileg og frjálsmannleg í. framkomu; sjálfstraust það, sem ^ún hefir öðlast, lýsir sér í svip- krigðum og hreyfingum. Hún veit að það sem hún er, og það Sem hún hefir, er hennar eigin afrek — heimili hennar, smekk- ur hennar og skoðanir eru henn- ar eigin. Vegna þess að hennar áhuga- mál eru ekki eins einskorðuð, er hin ógifta kona nútímans oft skemtilegri í félagsskap heldur en hin gifta systir hennar; sjón- deildarhringur hennar er víðari; hún hefir meiri tíma og vilja til þess að menta og þroska sjálfa sig; hún á fleiri áhugamál. Og nú er svo komið að margar kon- ur vilja ekki breyta um nafn þegar þær giftast, og sýnir það bezt hve mikils álits hin ógifta kona hefir aflað sér og hve af- staða almennings gagnvart henni hefir tekið miklum breytingum. Sú var tíðin að stúlkum var það kappsmál að fá “Mrs.” titilinn fyrir framan nafn sitt, vegna þess að “Miss” titillinn varð nokkurs konar brennimark eftir vissan aldur. En hvað sem öllum breyting- um á almennings skoðunum líð- ur, þá er það nú samt öllum kon- um eðlilegt að vilja eignast maka, stofna heimili og ala börn. Frá lífeðlislegu sjónarmiði séð, er það köllun konunnar, og ef hún einhverra orsaka vegna fer á mis við það, veldur það henni sársauka og vonbrigða. Það er fagnaðarefni að nú á tuttugustu öldinni er mannkynið loks kom- ið á það menningarstig að kon- an fær valið sér það hlutskifti að vera einhleyp og taka að sér óháða stöðu án þess að tapa sjálfsvirðingu og virðingu sam- félagsins. Piparmeyju heitið er nú fallið úr málinu, og á von- andi aldrei afturkvæmt. • BÓKAHILLUR Ef þú ert eins og fólk er flest, þá er það fyrsta, sem þú gerir þegar þú heimsækir kunningja þína, að ganga að bókahillunum til þess að athuga nýjustu bæk- urnar, sem þeim hefir áskotnast. Margt fólk nú á dögum er tekið upp á því að hafa bókahillur hingað og þangað um húsið — í dagstofunni, eldhúsinu, gangin- um, gesta-svefnherberginu og jafnvel í stiga-uppgöngunni. Bækur setja vingjarnlegan og aðlaðandi svip á heimilið. Bókahillur geta prýtt heim- ilið eins og fallegar myndir, og hægt er að búa til bókahillur í horn á herbergjunum; þar fara þær sérstaklega vel. Þægilegt er að hafa bókahillu fyrir ofan eldhúsborðið eða undir glugg- anum. I sumum húsum eru radiators í ganginum. Hægt er að draga athygli frá þeim og gera gang- inn heimilislegri með því að setja bókahillur fyrir ofan “radiatör- inn”. Og hvernig væri það, að setja lítinn bókaskáp í eitt hornið á svefnherberginu; sem þú ætlar gestum þínum, með vasa og blómum, sem eru í samræmi við veggfóðrið. E. t. v. þykir gesti þínum gaman að líta í bók áður en hann fer að sofa. Börnin eiga sínar uppáhalds- bækur. Það myndi veita þeim mikla ánægju ef að fóðrað sæti væri undir glugganum og bóka- hillur beggja megin við sætið og gluggann. Þarna myndu þau hafa gott næði og góða birtu til að lesa. Undir hillunum mætti byggja skáp, sem hægt væri að loka og þar myndu börnin geyma leikföng sín. Bezt er að byggja hillurnar jafnóðum og bókaforði unglingsins stækkar, því leiðinlegt er að sjá tómar hillur. Oftast eru þessir bókaskápar án hurða. Umbúðir bókanna nú á dögum eru svo litfagrar, að þær prýða stofuna, þær eru því ekki teknar af bókunum og bæk- urnar óhreinkast ekki þótt þær séu í opnum skápum. Ef þér finst stofan þín of löng og mjó, þá er gott ráð að byggja bókahillur þvert yfir annan endavegginn, tvö til þrjú fet fyrir ofan gólf, þá mun stofan sýnast styttri. Ef þér þykir svona hillur of langar, gætir þú auð- veldlega útbúið tveggja feta skáp við annan enda þeirra, fyrir tímarit og blöð, þau gera stof- una stundum svo ruslaralega. Þægilegt er að hafa bókahill- ur fyrir ofan eða hjá rúminu, sérstaklega fyrir þá, sem eiga vanda fyrir því að verða and- vaka. • Mataræði og heilbrigði Leynt hungur Árið 1939 og 1940 fóru fram rannsóknir á heilsufari cana- disku þjóðarinnar. Við þær rann- sóknir kom það í ljós, að við borðuðum ekki nóg af þeim fæðutegundum, sem við þörfn- umst til þess að vera heilbrigð. Sex af hverjum tíu manns, sem skoðaðir voru, áttu það á hættu að kenna til langvarandi þreytu, óljósra verkja og þrauta, tauga- óstyrks, og vera móttækilegir fyrir sjúkdóma, vegna þess að þeir borðuðu of lítið af neðan- greindum fæðuefnum: 1. kalkefni (calcium) 3. Vitamin A. 2. B Vitamins 4. járnefni (iron) 5. eggjahvítuefni (protein) 6. Vitamin C. Þótt við borðum' þrjár stórar máltíðir á dag og seðjum þann- ig það hungur, sem við finnum til dagsdaglega, getum við þjáðst af leyndu hungri, ef nægileg málmefni og fjörefni eru ekki í fæðunni, sem við neytum. Mjólk og mjólkurmatur Mjólk er fullkomnasta fæðan; hún er rík af kalkefni, B- vita- mins og proteins, og á sumrin er mikið af vitamin A í henni. Það er áríðandi fyrir fólk að muna það, ^ð ef mjólk eða ost- ur er ekki framreiddur með mál- tíðunum er erfitt fyrir jafnvel fullorðið fólk að fá nægilegt kalkefni fyrir líkamann. Full- orðnir þurfa að drekka að minsta kosti eitt glas af mjólk á dag, helzt tvö og börn tvö til fjögur glös af mjólk á dag. Mjólk er ekki aðeins drykkur, heldur á- gæt og nauðsynleg fæða. Hvert einasta heimili ætti að verja eins miklu fé til mjólkur, rjóma og osta kaupa eins og var- ið er fyrir kjöt og fiskmeti — og meiru þar sem eru mörg ung börn. Mjólkin byggir upp vöðvana, beinin og tennurnar og styrkir taugakerfið. Langvarandi skort- ur á kalkefni í líkamanum, verður oft áberandi á efri árum, þannig að beinin í eldra fólki verða stökk. Margar konur forðast að drekka mjólk vegna þess að þær halda að hún sé fitandi, Miklu vitur- legra væri þeim að neita sér um sætindi, kökur, feitt kjöt og sós- ur, því slíkur matur er miklu meira ^fitandi og hefir ekki að geyma þau málmefni og fjörefni sem eru í mjólkinni. Að minsta kosti gætu þær drukkið áfir eða undanrenningu. (Framh.). Frjettablað nokkurt birti and látsfregn Jóns Jónssonar og komst að raun um, að fregnin ver á misskilningi byggð. Næsta dag kom eftirfarandi í blaðinu í gær birtum við fyrstir blaða dánarfregn Jóns Jónssonar. í dag berum við fyrstir fregnina til baka. Blað okkar er altaf fyrst með frjettirnar. Það var bjartsýnn maður, sem fann upp gufuvjelina, en raun- sæismaður, sem setti á hana ör- yggisventil. Tveir íslendingar, sem hittust í Honolulu Nýlega er komið bréf hingað frá Manilla á Pilipseyjum frá Geir Jónssyni, stýrimanni á amerísku sjúkraskipi, “Chateau Tierry”. Bréfið er til foreldra hans, Jóns Árnasonar, skipstjóra frá Seyðisfirði, og Guðbjargar Guðmundsdóttur. Segir'Geir frá ástandinu í Manillá, sem er mjög slæmt og frá fundum sínum og Vestur - Islendingisns Jakobs Árnasonar, sem hann hitti í Honolulu. Fer hér á eftir útdráttur úr bréfinu, með leyfi föður Geirs: Alt í kalda koli. “Hér í höfninni liggja 96 sokk- in skip og borgin er öll í rúst- um. Það er ekkert hægt að fá í landi. Það er auðvitað hægt að fá allskonar skran, en ekki er örugt að kaupa neitt til að borða. Fólk, sem fer í land, hefir með sér vatn og kaffi, því ekki er hættulaust að drekka vatnið í landi. Japanar höfðu yfirráðin í Manilla í 2 ár og hér bjuggu fyrir stríð 800,000 manns. En fyrstu vikuna, sem Japanar voru í borginni, drápu þeir 100 þús- und manns. I einum elsta hluta borgarinnar, sem var kallaður “Vallarborg” bjó efnaðasta fólk- ið. Japanarnir voru hræddir um að þeir myndu hafa vandræði ai þessu fólki og gerði sér þá lítið fyrir og lokuðu þeim hluta borg- arinnar og drápu hvern einasta mann, karl og konu, ungan og gamlan. Þarna bjuggu 80,000 manns. Síðan jöfnuðu þeir öllu við jörðu . . .” íslendingurinn í Honolulu “Þegar við vorum í Honolulu síðast, hitti eg íslending, sem er fæddur í Ameríku, en foreldrar hans eru að heiman. Hann heit- ir Jakob Árnason og er í sjó- hernum. Hann var á íslandi 3 ár, og var um alt land, meira að segja á Seyðisfirði, og hann trú- lofaðist eða giftist á Siglufirði. Þegar hann fór frá Islandi, var hann sendur til Kyrrahafsins og er nú á Honolulu. Honum hund- leiðist þar. Hann kom um borð með ein- hverjar fyrirskipanir til skip- stjórans og einhvern veginn barst það í tal, að skipstjórinn væri sænskur. Þá sagði Jakob honum, að hann væri íslending- ur. Eg var á verði uppi í brú, þeg- ar skipstjórinn hringdi og bað mig að koma og tala við sig. Þegar eg kom, sagði karlinn: “Talaðu við hann íslenzku”. Eg vissi ekki hvað um var að vera, en sagði þó: “Sæll og blessaður. Ertu íslendingur?” sagði hann. Við urðum báðir steinhissa og vissum ekki hvort við áttum að tala íslenzku eða ensku. Eg hitti hann svo í landi um kvöldið og við skemtum okk- ur prýðilega við að tala íslenzku. , * * Geir Jónsson stýrimaður er 27 ára og hefir stundað sjómensku, m. a. á Eimskipafélagsskipunum. Síðan gekk hann á sjómanna- skóla í New York og útskrifaðist þaðan 20. febr. s.l. — (Mbl. 6. des.). Tveir Skotar sátu undir hús- vegg og töluðu og reyktu pípur sínar. “Eiginlega er nú ekki mikil ánægja af að reykja, Sandy”, sagði Donald. Og hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu?” spurði Sandy. “Nú,ef þú ert að reykja þitt eigið tóbak, nýtur þú þess ekki, þegar þú gerir þjer ljóst, hvað það er rándýrt. Og ef þú ert að reykja tóbak einhvers annars, seturðu svo mikið í pípuna, að þú nærð ekki einum einasta reyk”. Söfaun þjóðlegs fróðleiks og íslenzkra sögugagna vestan hafs I viðtali, er birtist í vestur- íslenzku viðublöðunum fyrir stuttu síðan, vék dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður Islands í New York að því, hver nauð- syn bæri til að varðveita íslenzk menningarverðmæiti, þjóðlegan og sögulegan fróðleik, bréf og handrit, sem til eru hér vestan hafs, frá því að lenda í glatkist- una; og kom hann fram með at- hyglisverðar bendingar í því sambandi. Er hér um að ræða hið tíma- bærasta og þarfasta verk, enda hefir Þjóðræknisfélagið um all- mörg undanfarin ár unnið að söfnun slíkra verðmæta, þjóð- legra og sögulegra, og haft milli- þinganefnd starfandi að því máli og er svo enn. Jafnframt má geta þess, að Menntamálaráð ís- lands og Hið íslenzka þjóðvina- félag hafa nú einnig látið sig þetta söfnunarmál skifta og boðið Þjóðræknisfélaginu mikil- væga aðstoð í því efni, sem nán- ar verður getið annarsstaðar, og félagið mun vafalaust notfærg sér eftir því sem unnt er. For- maður Menntamálaráðs er Val- týr Stefánsson ritstjóri, en for- seti Þjóðvinafélagsins er Bogi Ólafsson yfirkennari. Núverandi milliþinganefnd Þjóðræknisfélagsins, sem hefir söfnun þjóðlegs fróðleiks og sögulegra gagna með höndum, er skipuð eftirfarandi mönnum: Séra Sigurður Ólafsson, Selkirk, Man., formaður; séra Halldór E. Johnson, Lundar, Man.; G. J. Oleson, Glenboro, Man.; Gam- alíel Thorleifsson, Garðar, N.D.; og Páll Guðmundsson, Leslie, Saskatchewan. Vil eg hvetja fólk, sem slíkan fróðleik kann að eiga í fórum sínum, hvort sem er frásagnir, bréf eða dagbækur, til að láta ofantöldum nefndarmönnum það í té, og má treysta því, að þeir komi slíkum gögnum til varð- veizlu með þeim hætti sem gagn- legast og varanlegast þykir. Richard Beck. GAMAN 0G ALVARA Vinna. — Stúlka óskar eftir hússtörfum hjá góðri fjöl- skyidu. Getur matreitt og sjeð um börn. (Auglýsing í Banda- ríkjablaði.) * Bostonbúi var að sýna Eng- lendingi það markverðasta í borg sinni og sýndi honum að lokum minnismerkið á vígvelli þeim, sem þekktur er undir nafninu Bunker Hill. “Hjerna fjell Warren höfuðs- maður”, sagði Bostonbúinn. Englendingurinn horfði alvar legur á hinaháu steinsúlu. “Langt fall! Hann hefir auð- vitað dáið?” “Heyrðu, Hoskins, kokkurinn var að segja mjer, að þú hafir verið mjök drukkinn í nótt og verið að burðast við að velta tunnu Upp kjallaratröppurnar. Er þetta satt?” “Já, lávarður minn”. “Og hvar var jeg, meðan þes- su fór fram?” “I tunnunni, lávarður minn”. * Presturinn: — Mjer þótti leitt að sjá þig ekki í kirkju í gær, Jón. Jón: — Ja, prestur minn, það var svo mikil djeskotans rign- ing, að eiginlega var ekki hundi út sigandi. — En jeg sendi þó konuna mína, eins og þú sást. M inniáV BÉTCL í erfðaskrám yðar HUMPHREY ALULLAR TWEED LONGS Þetta er sá tími ársins, sem mest þörf er fyrir longs — veljið yðar úr gráu eða brúnu tweed. Full stærð, faldaðir að neðan. Stærðir fyrir 8 til 18 ára. Parið á .95 Boys’ Clothing Section, Fifth Floor. T. EATON C? LIMITED 3,000 STÖÐUR við hendi í timbur og pappírsviðar vinnustöðvum í Sléttufylkjunum. ‘ CANADISKIR SKÓGAR KVEÐJA TIL STARFS MENN ÓSKAST nú þegar í vinnu HEILSUSAMLEGT FÆÐI — GOTT KAUP ÁGÆTUR AÐBÚNAÐUR Ferðalög skipulögð Æfðir menn við góða heilsu, sitja fyrir við útivinnu. Ráðið yður hjá næsta National Employment Office

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.