Lögberg - 14.02.1946, Side 3

Lögberg - 14.02.1946, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINW 14. FEBRÚAR, 1948 3 Jólaboð í Argyle-bygð Það var unaðslegt að koma þangað, þessi síðustu jól. Vilj- andi nota eg orðið “boð” í tvenns- konar merkingu. Réttu lagi jafn- gildir það orðinu “veizla.” Og jólin þessi voru konunni minni °g ér það, í bæði líkamlegum og andlegum skilningi. Við nutum kærleiksríks örlætis fólksins, og framkoma þess bar í sér ein- kenni áhuga fyrir andlegum mál- uæ. Ennfremur ber að geta þess að okkur var boðið af öllum söfnuðum prestakallsins, Frí- kirkju, Frelsis, Glenboro og Baldur söfnuðum, að vera með þeim um jólin. Ástæðan fyrir því var sú, að eg var safnaðar- laus prestur og þe ir prestslausir eöfnuðir. Langt er síðan svo hefir verið ástatt fyrir þeim í Argyle-prestakalli. Þeim hefir haldist vel á prestum sínum, og hafa þeir haft orð á sér fyrir að vera prestum sínum sérstaklega góðir. Þeir hafa verið þar: Séra Hafsteinn Pétursson, séra Jón Clemens, séra Friðrik Hallgríms- son, séra Kristinn K. Ólafsson, og séra Egill H. Fafnis. Allir hafa þeir notið góðs í Argyle, og prestarnir þessir, ár eftir ár, hafa gefið þeim yndisleg jól. í þetta'sinn voru þeir prestlausir, því séra Egill Fáfnis flutti frá þeim síðastliðið haust, og tók við prestakalli því, er séra Har- aldur Sigmar sagði lausu til að gjörast prestur íslenzka safnað- arins í Vancouver. Þessu fólki fannst því dapurlegt að hugsa til jóla„án þess að hafa nokkrar hátíðarguðsþjónustur. Þá gjörð- ist það, að söfnuðunum hug- kvæmdist að biðja mig að koma til sín og flytja hjá þeim jóla- boðskapinn. Kusu þeir tvo menn —G. J. Oleson í Glenboro söfn- uði, og Björn S. Johnson í Frels- is-áköfnuði, til að flytja mér boð safnaðanna og vera í samráðum við mig, ef eg aðhyltist boðið. ^að var mér ljúft að þiggja boð- ið, og þessir bræður reyndust mér góðir samverkamenn, enda þekti eg þá báða að þessháttar hæfileikum áður. Þetta starf var því framkvæmt eftir boði safnaðanna, og reyndist okkur hjónunum það verulegt jólaboð. Samin var starfsskrá yfir það, sem átti að fara fram í söfnuðum prestakallsins, og hún birt í ís- lenzku vikublöðunum og aug- lýst í heimahögum. Segi eg svo frá því sem gjörð- ist, í sem einföldustum dráttum. Til upphafs mætti geta þess, að í fjórum kirkjum prestakalls- ins flutti eg 3 prédikanir í söfn- uðunum sem fjarstir eru hvor öðrum, Glenboro og Baldur, not- aði eg sömu prédikunina, en efni hennar var: “Frelsun mann- kynsins.” Hinar tvær voru um: “Hátíð ljósanna” og “Hátíð barnanna.” Við hjónin komum vestur til Glenboro með járnbraut- arlestinni frá Winnipeg laugar- óaginn, 22. desember. Á móti okkur var tekið opnum örmum, °g við flutt heim til Mr. og Mrs. ölafs Arasonar. Hann er sonur eins allra fyrsta landnámsmanns- ius í Argyle-bygð, Skafta Ara- sonar, en kona hans Olga, er dóttir annars frumherja þessar- ar bygðar, Olgeirs Fredrickson. Hau þafa lengi búið á gamla heimili föður hans, en nú hefir sonur þeirra, Skafti, tekið við, en þau flutt í bæinn Glenboro. Sem stendur leigja þau prests- hús safnaðanna. Þar vorum við 1 góðu yfirlæti þann tíma sem við dvöldum í Glenboro. Þar v°ru þá einnig í heimsókn, tengdasonur og dóttir, Arnór og Esther Ingjaldson, og sonur þeira, Freddie. Söng hinn síð- ^stnefndi, þótt ungur sé, á tveim Jólasamkomum: á Grund og í Glenboro. Hyrsta guðsþjónustan var hald- ln í kirkju Glenboro-safnaðar, sunnudagskvöldið, 23. des. For- Setl þess safnaðar er G. J. Ole- ®°n. sem almenningur þekkir af inu marga og fallega, sem hann hefir ritað í blöð vor. Organist- inn er Mrs. Mary Sigmar. Söng- flokkurinn söng hátíðarsöng og Mrs. Esther Ingjaldson einsöng. Við guðsþjónustuna skírði eg eitt barn: Gail Yvonne Mason. Ekki var mikið af hinu nafn- fræga Manitoba-sólskini þann tíma sem við dvöldum í Argyle- bygð. Nokkuð snjóaði flesta dag- ana, og ef vindur hefði komið mátti búast við erfiðum vegum; en það var blæja logn. Snjór- inn féll niður dúnmjúkur og þvíldi eins og hrein og fögur á- breiða yfir öllu útsýninu. Við gátum því ferðast alt, sem við þurftum, í ágætum bílum, á hlemmibrautum. Á aðfangadag jóla var lagt á stað út í sveitina. Mr. Thomas E. Oleson, sonur og verzlunar- félagi Mr. G. J. Otesons, flutti okkur í bíl sínum þangað sem svæðið er kent við Brú póststöð. Þ a r hefir Fríkirkjusöfnuöur starfssvið sitt og kirkju sína. Safnaðarforseti og söngstjóri þar er Óli Stefánsson, en organisti safnaðarins og sunnudagaskol- ans er Conrad Nordman, og mun hann mjög lengi og vel hafa gegnt þeim starfa. Það mun einnig tilfellið, að Mr. Stefáns- son hefir um lang skeið skipað þá stöðu sem hann sómasam- lega rækir. Sálmasöngur og sérstakur hátíðasöngur prýddi guðsþjónustuna. Skömmu eftir að henni sleit hófst jólasamkoma sunnudagaskólans. Þátttakendur í henni voru sunnudagaskóla- nemendurnir. Ljóð voru borin fram bæði á ensku og íslenzku; þar var einnig mikill og góður söngur. Þeir og þær sem höfðu æfingar og annan undirbúning með höndum, voru: Mr. og Mrs. Conrad Nordman, Mrs. Lauga Helgason, Miss Kristín Hall- grímsson og Óli Stefánsson. Eg var beðinn að stýra samkom- unni. Öll börnin fengu gjafir. Að hátíðinni lokinni var okkur boðið á heimili Mr. og Mrs. Hall- dórs S. Johnson, sem búa skamt frá kirkjunni, og flutti hann okk- ur heim til sín. Þar borðuðum við ágætan kvöldverð. Þessi hjón eru bæði ættuð sunnan úr íslenzku bygðinni í Minnesota, en hafa lengi verið í Argyle- bygð. Þau eiga stóra fjölskyldu. Að lokinni máltíðinni flutti son- ur þeirra okkur í bíl suður til Baldurbæjar. Tvær systur hans voru okkur einnig til ánægju samferða. Við fórum rakleiðis að íslenzku kirkjunni þar í bænum, til þess að vera með Immanuels-söfnuði, íslenzka söfnuðinum í Baldur, við jólasamkomu sunnudaga- skólans. Formaður sunnudaga- skólans er Óli Anderson, en org- anisti hans og safnaðarins er Árni Sveinsson. Mr. Anderson hefi eg þekt um margra ára skeið og Mr. Sveinsson hefi eg kynst sérstaklega á ungmennamótum. Báðir leggja þeir fúslega fram það pund sem Guð hefir gefið þeim á vegum hljómlistarinnar. Ásamt þeim, höfðu æfingar með höndum, þær, Mrs. Magnússon, Thora Oliver, Mrs. Peterson, Margaret Andersön, Anna John- son, og Lillian Johnson. Eg var beðinjn að stýra samkomunni. Þar var mikið um að vera: Söng- ur, upplestur, piano-spil, jóla- sýning og fleira. Nokkuð fór þar fram á íslenzku. Öll fengu börn- in gjafir. í samkomulok var okkur boð- ið heim til Mr. og Mrs. Sigurðar A. Anderson. Þar var allstór hópur fólks samankominn og fengu allir ágætar góðgjörðir. Þar var einnig jólatréskemtun. í þessum glaðværðar hópi hitti eg, meðal annara, gamtan vin minn, Thorstein Swainson. Kyntist eg honum fyrst á Gimli, þegar eg átti þar heima. Nú er hann blindur en hress og skýr og skemtilegur. Ekki síður er hann ákveðinn kristindómsmað- ur. Eg hafði mikið yndi af því að hitta hann og tala við hann. Hann á nú heima í Baldur bæ- num. Andersons hjónin, sem við gist um hjá, eiga þrjú börn. Son- ur þeirra, Andrés, sem ber nafn afa síns, Andrésar Andréssonar, er fyrir skömmu kominn heim úr stríðinu. Dætur þeirra tvær heita Sigrún og Margaret. Hin síðari varð í haust fyrir þeim heiðri að ávinna sér verðlaun, sem gefin voru af dagblaðinu Free Press, í Winnipeg, fyrir að skrifa ritgjörð um síðasta sigur- lánið í Canada. Samkeppnin var opin nemendum miðskólanna í Manitoba. Fylkinu var skift í 8 deildir, og verðlaun veitt fyrir beztu ritgjörðina í hverri deild. 1 deildinni þar sem Margaret keppti eru 30 miðskólar, þar með taldir þeir í Brandon. Verðlauna- gripurinn er lindarpenni, sem er nákvæm eftirlíking þess penn- a, sem Sir Arthur William Ted- der notaði, er hann festi nafn sitt á skjal það er gaf til kynna uppgjöf Þjóðverjanna, í Berlín, 8. maí, 1945. Penninn er á fögr- um grunni, með áletrun, sem skýrir viðburðinn. Þökk sé þér, Margaret. Næsta dag, jóladaginn, kl. 11 f.h. hófst jólaguðsþjónustan í kirkju Immanuels-afnaðar. Þar var mikill hátíðarsöngur frá hendi söngflokksins og svo enn- fremur einsöngur Mr. Ander- sons. I guðsþjónustulok, þegar eg var að óska fólkinu gleðilegra jóla, kom til mín öldruð kona og færði mér þetta orð: “Það tekur^gráu hárin að ná dýpstu tilfinningunum.” Engan dóm- legg eg gildi þessara orða, en fyrir tóman barnaskap minn hafði eg ofurlitla löngun til að lyfta svolítið undir vængi þeirra. Eftir guðsþjónustuna og góð- gjörðir heima, fluttu þau And- ersons hjónin okkur í bíl sínum norður að kirkjunni að Grund, þar sem Frelsis-söfnuður heldur guðsþjónustur sínar. Það er elzta kirkjan í bygðinni. Upp- haflega var það ætlun manna, að alt íslenzka fólkið í þessu um- hverfi gæti sótt kirkju þangað, en síðar breyttist hugur manna með þetta, ekki sízt þegar ís- lenzka fólkið tók að fjölga í bæj- unum, Baldur og Glenboro. Björn S. Johnson er forseti þessa safnaðar, og konan hans, Mrs. Þórhildur Johnson, er organisti. Guðsþjónustan hófst þar kl. hálf þrjú. Mrs. Esther Ingjaldson söng einsöng. Sunnudagaskólinn þar er fámennur, en samt var þar undirbúin jólasamkoma, sem hófst í guðsþjónustulok. Miss Sigrún Sigmar stýrir sunnudaga- skólanum, og sá hún um allan undirbúning, og var það sannar- lega vel gjört af svo fáliðuðum hóp. Eg sagði þar jólasögu. Börnin fengu glaðning. Frá kirkjunni þar flutti okk- ur Björn S. Johnson heim til sín, og höfðum við þar kvöldverð. Þau hjón eru gamlir og góðir vinir okkar. Við höfum oft not- ið vinafagnaðar á heimili þeirra. Þau fluttu okkur svo til Glen- boro. Þar átti síðasta jólasam- koman í prestakallinu, að þessu sinni, að fara fram, jólatrésam- koma sunnudagaskólans. Mr. G. J. Oleson er þar skólastjórinn. Ásamt honum höfðu þær kon- urnar, Mrs. Mary Sigmar, Mrs. P. A. Anderson, Mrs. Ben Heid- man, og Miss Lillian Arason annast æfingar og annan undir- búning. Þar var mikil skemti- skrá: söngur, lestur, framsögn, jólasýningar og fleira. Mr. Ole- son stýrði samkomunni og hóf hana með ágætri ræðu. Eg sagði lítilsháttar frá Vancouver-borg og starfi okkar meðal barnanna þar. Unglinga- og barnahópur- inn í Glenboro var álíka stór og hópurinn sem við vorum að vinna með í Vancouver, árið áður., Fólkið í þessu prestakalli gjörði vel við mig eins og það hefir gjört við aðra presta, sem til þeirra hafa komið og hjá þeim unnið. Ekki sízt þakka eg þeim fyrir góða aðsókn að öllum guðs- þjónustunum og samkomunum. Góð aðsókn vermir sál sérhvers prests. Eg varð var við mikinn fögnuð útaf því, að eg skyldi vera með þeim um jólin, og mik- ið þakklæti fyrir það litla sem eg vann þar þessa jólatíð. Al- máttugur Guð launi þessu bless- aða fólki öll gæðin við okkur. Allir þessir söfnuðir eiga á- gætar kirkjur, og munu þær all- ar skuldlausar. í sérhverri þeirra var fagurt jólatré með viðeigandi skrauti. I söfnuðunum er mikið af hæfu og áhugasömu starfs- fólki. Enginn prestur hafði kom- ið nálægt því að æfa eða á nokk- urn hátt undirbúa fyrir jóla- samkomur sunnudagaskólanna. Það var alt leikmannastarf og vel af hendi leyst, sumt af því enda vandasamt. Þetta fólk á þakkir skiliþ fyrir fagurt verk vel unnið. Söfnuðir þessir kölluðu til sín prest frá íslandi, séra Rob- ert Jack. Það mun hafa verið í einu hljóði gjört. Fólkið heyrði svo mikið gott um þennan skota, sem orðinn er íslenzkur prestur. Hann ætlaði að gefa fullnaðar svar í janúar mánuði. Hvernig það hefir verið veit eg ekki. Eg vil vona að það hafi varið eins og fólkið óskaði eftir* Afsökunar má eg biðja á því, að eg nefndi ekki safnaðarfor- setann í Baldur-söfnuði, en það var vegna þess, að eg er ekki alveg viss um hver þar er forseti nú. Eg vissi að Tryggvi Johrrson var það. Ennfremur hefði það verið greinilegra, að nefna alla sér- stöku hátíðarsöngvana, sem sungnir voru, en þar brast mig þekkingu. Á annan í jólum komu þau, tengdasonur okkar, Dr. A. L. Paine og kona hans, dóttir okk- ar, Theodís Paine, að sækja okkur, í bíl sínum til Glenboro. Hafa þau heimili í Ninette. Með þakklæti kvöddum við Arasons hjónin og fleiri góða vini í Glen- boro, fyrir innileg gæði við okk- ur. Hjá fólkinu okkar í Ninette vorum við til láugardags, 28. des., og áttufn indælar stundir, en þann dag voru ferðarlok og við komin. til Winnipeg. Frá þessu jólaboði í Argyle geymum við hlýjar endurminn- ingar og dýrmætar. Af heilum hug og hlýju hjarta biðjum við Guð að blessa þetta fólk og veita því sanna farsæld. “BRAUTIN”, 1. ÁR (Frh. af hls. 2) sýnodunnar sem kirkjulegur kennimaður. Hann kendi í tvö ár við latínuskóla Norðmanna í Decorah, en sagði þeirri stöðu lausri eftir þann tíma og sagði skilið við norsku sýnoduna, eða ef menn vilja heldur þýzk- norsku sýnoduna að fullu og öllu. Stundaði þar eftir ritstörf við “Scandinaven” í Chicago nokkra mánuði, og tók svo að sér rit- stjórn blaðsins “Budstikken í Minneapolis, og hafði hana á hendi í meira en ár, og þaðan kom hann þegar að hann gerð- ist prestur Islendinganna í Nýja íslandi. Á einum stað í ummælum sín- um um prestana séra Jón Bjarna- son og séra Pál Þorláksson kemst séra Halldór þannig að orði: “Báðir trúa þeir á helvíti og eilífa glötun.” Nýjung má þetta eflaust telj- ast til allra þeirra er þektu báða þessa ágætismenn. J. J. Bíldfell. Hvernig líkaði þér samkvæm- ið, Jón? Illa. Þú sagðir að eg gæti drukkið eins og mig lysti. En eg gat það ekki. 4* Tunna, sem er smíðuð úr viði, vegur 65 pund. Þegar hún er smíðuð ur alumíníum, vegur hún aðeins 18 pund. Borgið LÖGBERG Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Denti.it 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Dr. S. J. Jóhannesson Sérfrœöingur í augna, eyrna, nef 215 RUBY STREET og kverka sjúkdómum. (Beint suður af Banning) 704 McARTHUH BUILDING Cor. Portage & Main Talsími 30 877 Stofutimi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 ~ - Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur í augna, eyrna, DK. L. JOHNSON nef og hálssjúkdómum. 304 EVELINE STREET 416 MEDICAL ARTS BLDG Selkirk, Man. Graham and Kennedy St. Skrifstofustmi 93 851 Office hrs. 2.30—6 p.m. Heimasími 42 154 Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone PARK, RIVER, N. DAIC. 94 762 72 409 islenzkur lyfsali Dr. L. A. Sigurdson Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljót afgreiðsla. and by appolntment A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W. 848 SHERBROOK STREET TWEED Selur likkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Tannlœknar Ennfremur selur hann allskonar 406 TORONTO GEN. TRUSTS minnisvaröa og legsteina. BUILDING Skrifstofu talsími 27 324 Cor. Portage Ave. og Smith St. Heimilis talsími 26 444 PHONE 96 952 WINNIPEG Haldor Haldorson DR. J. A. HILLSMAN byggingameistari Surgcon Cor. Broadway and Edmonton Winnipeg, Canada 308 MEDICAL ARTS BLDG Sími 93 055 Phone 97 329 INSURE your Property with Dr. Charles R. Oke HOME SECURITIES Tannlœknir Limited For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 468 MAIN STREET 404 TORONTO GEN. TRUSTS Lco E. Johnson, A.I.I.A. Mgr. BUILDING Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 Legstein.'U', sem skara fram úr. H. J. PALMASON Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. and Company Skrifið eftir verðskrá Chartered Accountants Gillis Quarries, Limited 1101 McARTHUR BUILDING 1400 SPRUCE ST. SÍMI 28 893 Winnipeg, Canada Winnipeg, M.an. ^Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radio Service Specialists LIMITED ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG WPG. H. THORKELSON, Prop. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð. Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SÍMl 95 227 Lögfrœðingar Wholesale Distributors of . 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. FRESH AND FROZEN FISH Portage og Garry St. Sfmi 98 291 Manitoba Fisheries Blðm stundvfslega afgreidd WINNIPEG, MAN. THE ROSERY, LTD. T. Bcrcovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu með nýjan og Stofnað 1905 frosinn flsk. . 303 OWENA STREET 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Skrifst.sími 25 355 Heima 55 462 Sími 97 466 II HAGBORG II n FUEL CO. n GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting • 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Dial 21 331 {jaFíl) 21 331 Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director LOMBARD BLDG., WINNIPEG Wholesale Distributors of Fresh J. Davidson, Representative and Frozen Fish. Phone 97 291 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.