Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGIMN 28. MARZ, 1946
7
Þórey Oddleifsson í Haga
Fædd 2. júlí 1867
Dáin 15. okt. 1945
“Móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!”'
Langur og bjartur æfidagur
glæsilegrar og ágætrar konu átti
sitt upphaf og endir á þeim tím-
um sem að ofan er greint. Að
vinna á meðan dagur er, í trú,
von og kærleika, virðist hafa
verið kjörorð hennar og lífs-
stefna; slík er a.m.k heildar út-
koman af dvöl hennar í Ný-
íslandi, alt frá landnámstíð. Sem
frábær “móðir, kona, meyja,”
lifir hún í kakklátri minningu
hjá sínum mörgu afkomendum
og vinum.
Þórey var fædd að Vatnsdals-
gerði í Vopnafirði, ár og dag sem
að ofan er greint. Foreldrar
hennar voru Stefán Þorsteinsson,
ættaður frá Ljósalandi í Vopna-
firði, og Sigurborg Sigfúsdóttir,
frá Hroðlaugsstöðum á Langa-
nesi.
Eftir tíu ára búskap í Vatns-
dalsgerði, við fátæklinga kjör,
snerist hugur Stefáns til Vestur-
heims; og flutti hann þangað af
sjálfsdáðum ásamt konu sinni og
tveimur dætrum, Þóreyju og
Sigríði. Með þeim hópi land-
nema, sem kallaður hefir verið
“stóri hópurinn,” komu þau til
'Gimli árið 1876. Eftir vetrar-
dvöl þar, fluttu þau norður með
Winnipeg-vatni, og nam þá Stef-
án land er hann nefndi eftir
fæðinganstað sínum, Ljósaland,
í Hnausabygð. Eftir þriggja ára
dvöl þar,.fluttu þau út í Mikley
og voru þar í tvö ár, síðán tvö
ár í Selkirk, en settust svo að í
Winnipeg, þar sem Stefán stund-
aði almenna daglaunavinnu.
Snemma á æfinni kom í ljós
einn megin eiginleiki Þóreyjar,
viljinn til að vinna. Tólf ára
gömul fór hún að ganga í vist.
Eftir fermingu og fram að gift-
ingu, var hún stöðugt í vist hjá
enskumælandi fólki, lærði þar
málið og vinnubrögð. Þótt hjá
enskum væri, hélt hún ætíð sam-
neyti við Islendinga, sótti ís-
lenzkar messur og samkomur er
hún átti kost á því. Fátækum
foreldrum sínum reyndist þórey
ágæt hjálp í bardaganum um lífs-
viðurværi. Á þeim árum var
kaupgjald mjög lágt, og erfitt
uppdráttar fyrir efnalítið vinnu-
fólk, en þó mun Þórey hafa ðtt
heldur afgang en skuldir. Glað-
iynd og fjörug var hún, en þó
lítið gefin fyrir glaum og léttúð.
Meiriháttar spusmál lífsins sá
hún að væru alvarlegs eðlis, og
hfsins gæði of dýrkeypt til þess
að þeim mætti sóa. Þórey var
bæði þá og síðar þrekmikil og
föst í lund og trygglynd, og
neyndist ætíð vönduð og trúverð-
ug í lífi og starfi.
Gæfuspor var það fyrir þór-
eyju og Gest Oddleifsson, er þau
bundust trygðaböndum og giftu
sig þ. 11. nóvember 1885. Þótt
bæði væru þau þá innan við tví-
tugsaldur, voru þau vej, þroskuð,
stórhuga og vongóð, og máttu
ekki vamm sitt vita. Fyrstu tvö
ár sambúðar sinnar voru þau bú-
sett í Winnipeg. En ákjósanlegri
°g frjálsari framtíð hugsuðu þau
uð finna mætti meðal samlanda
sinna í landnáminu nýja í Nýja
íslandi. Samkvæmt þessari á-
kvörðun, fluttu þau um haustið
1887 norður í frumskóga og
keldur nýlendunnar, og settust
að á Ljósalandi, þar sem þau
voru vetrarltngt. Með þeim fóru
og foreldrar Þóreyjar, og dvöldu
hjá þeim síðan til æfiloka.
Um veturinn leitaði Gestur
vestur í óbygðir, þar til hann
fann land sem honúm leist vel á,
nam það og bygði bjálkakofa.
Þangað flutti hann að vorlagi
með konu og barn og tengdafor-
eldra sína, og byrjaði búskap á
landnámsjörð sinni að Haga, á
grænum grundum hjá hægt-
rennandi vötnum íslendinga-
fljóts.
Efnin til að byrja búskap voru
afar lítil, eftir sögn: Þriggja
mánaða matarforði, ein kýr, einn
uxi og 75 cent í peningum. Svo
var bújörðin næstum því hulin
kargaskógi, með bleytu og for-
arpollum á víð og dreif. Ná-
grannar voru þá fáir og langt
húsa á milli, óraleið til bygða og
vegleysur einar til umferða. Svo
voru einnig villidýr í skógum og
fuglavargur, miklar vetrarhörk-
ur og sumarsvækja, sem áreiðan-
lega gerðu ekki líf frumbyggj-
anna neitt léttara.
En torfærur og erfiðleikar gátu
ekki yfirbugað dugandi fólk eins
og Gest og Þóreyju í Haga. Dugn-
aður og drífandi vilji, ásamt hug-
sjónaríkri lífsstefnu, veittu þeim
þrek og þolgæði til mikilla fram-
kvæmda.
Á fyrstu árunum mátti Gestur
oft fara langar leiðir burt frá
heimilinu í atvinnuleit, og var
hann þá langtímum fjarverandi.
Reyndist þó Þórey því hlutskifti
fullvaxin að vera bæði bóndi og
húsfreyja, — að stjórna gripa-
hirðingamönnum, annast um inn-
anhússtörf einsömul og ala upp
stóran hóp barna, auk þess að
sinna með nærgætni öldruðum
foreldrum sínum. Þótt heimilið
væri -umfangsmikið og stórt en
efnin lítil, var engum úthýst né
neitað um beina sem þar bar að
garði. Dæmafá hjálpfýsi ein-
kendi þau Hagahjónin, svo að þau
töldu sjálfsagt að hjálpa þurfandi
náunga hvað sem það kostaði.
Til dæmis, tóku þau inn á heim-
ili sitt Pál nokkurn Gíslason,
sem hafði búið um stund í ná-
grenni við þau, og sóttu upp á
eigin ábyrgð og kostnað mál út
af landareign hans, og hjálpuðu
honum þannig að ná rétti sínum.
Var Páll hjá þeim til dauðadags,
naut ágætrar umönnunar, og
reyndist þeim einnig handhægur
á heimili. í þakklætisskyni gaf
Páll Þóreyju land sitt í arf; þó
höfðu Gestur og Þórey aldrei
farið fram á neitt endurgjald
fyrir greiðann.
Gestur Oddleifsson var vel-
metinn og snjall bygðarhöfðingi,
sem skipaði formannsstöðu í um-
fangsmiklum framfarastörfum,
stjórnaði oft mannfundum, og
átti sæti í stjórnarnefndum í
fyrirtækjum svo sem rjómabús-
ins og bændaverzlunarinnar í
Árborg. Góð fyrirtæki var hann
ætíð fús og reiðubúinn til að
styðja sem óbreyttur liðsmaður,
en var oft af starfsbræðrum sín-
um talinn sjálfsagður til forustu.
Lá því leið manna oft að Haga
heimilinu, og voru viðtökurnar
þar ætíð höfðinglegar, samræður
skemtilegar og samfélagið upp-
byggjandi. Húsbóndinn og hús-
freyjan, Gestur og Þórey Odd-
leifsson, voru í öllu dásamlega
samhent; og heimili þeirra var,
(eins og svo vel er komist að
orði í æfiminningargrein sem
séra Sigurður Ólafsson ritaðt um
Gest sál.), “jafnan meðfram al-
faravegi, þar sem virk góðvild og
hjálpsemi samfara höfðingslund
ríkir og ræður — eins og jafnan
átti sér stað í Haga.”
Þessa göfugu éiginleika sýndu
Gestur og Þórey Oddleifsson
bæði utan heimilis og innan, og
ekki sízt í félagslegum samtök-
um bygðarinnar. Þar voru þau
máttarstoðir. Lúterskum söfn-
uði tilheyrðu þau æfilangt, á
fyrri árum í Geysissöfnuði, en
síðar í Árdagssöfnuði. Gestur var
oft í safnaðarráði, og um tíma
safnaðarforseti. Þórey ver vel
starfandi í söfnuði og kvenfélagi.
Á síðari árum og fram að æfi-
lokum var hún heiðursmeðlim-
ur í kvenfélagi Árdalssafnaðar,
—sæmd sem félagssystur hennar
veittu henni í viðurkenningar-
skyni fyrir langt og áhugamikið
starf í þágu félagsins.
Afkomendahópur Gests og Þór-
eyjar er stór og mannvænlegur.
Börnin eru hér talin eftir aldurs-
röð:
Oddleifur, fyrrum eimlestar-
stjóri (locomotive engineer), en
síðar og nú járnsmiður og verk-
færasali f Árborg, á fyrir konu
Sigrúnu Martin frá Garði í
Hnausabygð.
Una, kona Guðmundar Jakob-
sonar bónda í Framnesbygð.
Stefanía Sigurbjörg, gift Jóni
B. Pálmason, fyrrum í Riverton,
en nú búsett í Athalmer, B. C.
Ingibjörg Arín, Mrs. Walter
Baldwin, í Winnipeg
Gestur Stefán, kvæntur Minnie
Koblun, í Árborg.
Sigurður Óskar, býr góðu búi
í Árdalsbygð, giftur Ólöfu Önnu
Jónasson. Faðir hennar var Ein-
ar læknir Jónasson á Gimli. Bróð-
ir hennar, Einar, var áður bæjar-
stjóri á Gimli, síðar fylkisþing-
maður, en nú dáinn. Annar
bróðir, Baldur, er bæjarskrifari
á Gimli.
Þórey Sigríður, ekkja eftir
P e r c y C. Jonasson, fyrrum
verzlunarstjóra í Árborg. Percy
var af brezkum ættum, en var
uppalinn af Capt. Sigtryggi Jón-
asson og konu hans, og varð
íslendingur í anda, góður hæfi-
legamaður. Þórey lifir nú og
starfar í Sudbury, Ont.
Sigurberg, var keyrslumaður
í Canada hernum, en nú heim-
kominn til fjölskyldu sinnar í
Ásborg. Kona hans er Ruby Ber-
nice, dóttir Brynjólfs og Sæunnar
Anderson, sem bæði eru látin,
en áður voru hótel-eigendur í
Árborg.
Jóhannesína, gift E. Guðna
Ingjaldson, áðúr búandi í Vatna-
bygðum í Saskatcheæan, en nú
búsett í Árborg.
*
Mabel Laura, kona kolbeins
(Benny) Goodman; búa þau á
föðurleifð hennar í Haga, og
hafa þar reist nýtt og myndarlegt
íbúðarhús sem þau dvelja í, en
Minningarstef um Þóreyju og Gest Oddleifsson í Haga
GESTUR
Nú skal í óði ynna
eitthvað um látinn frænda,
örlítið á hann minna,
áður í liði bænda
vann hann og hélt þar velli,
vini hann studdi glaður,
- dó svo við dyr hjá elli
Dáðrökur landnámsmaður.
Foringi fær var talinn,
framgjarn með vilja sterkum,
oft var því einum falin
umsjón á miklum verkum.
Aðferðir út hann skýrði,
yfir því stóð á verði,
haglega hugur stýrði
hverju því sem hann gerði.
Þreklega var hann vaxinn,
vekjandi rómi snjöllum,
oft hér um æfidag sinn
uppi á ræðupöllum;
myrkur var ekki’ í máli,'
mælti hann kátt á stuiídum,
stappaði í aðra stáli,
styrkur á manna fundum.
Nú er hann Gestur genginn
götuna fram til hvarfa,
hvílandi friður fenginn,
• fær mun hann því að" starfa,
stórhuga sterkur andi
starfa mun líkt og forðum,
honum mun víst ei vandi
að vekja upp dáð með orðum.
Böðvar H. Jakobsson.
J
* o
ÞÓREY
Látin er landnámskona,
lifir þó enn í hjörtum
dugandi dætra’ og sona,
drauma í'heimi björtum
um hana ástúðlega
endurminningar vakna,
ekki fær tungan trega
túlkað hér hvað þau sakna.
Fljóð átti fáa líka,
fundust þar kostir góðir,
ætíð hin elskuríka
umhyggjusama móðir,
heimilið hennar bjarta
* hýsti ei sorg né kvíða,
hún var svo hlý í hjarta,
húsfreyjan yndisblíða. /
Löngum eg lítill drengur
lagði mín spor að Haga,
fanst mér það vera fengur
fyr um þá æskudaga,
móðurástin þá mætti
mér þar, að hverju sinni,
eins og mig líka ætti,
ætla eg börn það finni.
Því mega hjörtu hlýna,
hún mun í draumalöndum
vitja um vini sína,
vefja þá kærleiksböndum,
til þess að styrkja í stríði
styðja um dimmar slóðir,
víkja svo verði kvíði,
vera þeim eins og móðir.
Böðvar H. Jakobsson.
Y ngstu
lesendurnir
Guðríður
Veturinn, sem Þorbjörn og
dóttir hans, Guðríður, voru í
Herjólfsnesi, var mikið hallæri
á Grænlandi. Þar í byggðinni
var spákona. Bóndinn bauð
henni heim í Herjólfsnes til þess
að vita hvort hún gæti ekki séð
hvenær hallærinu myndi létta.
Þegar spákonan kom í Herjólfs
nes, var henni tekið fjarska vel
og alt fyrir hana gert til þess að
henni gæti heppnast að spá. Hún
er þar um nóttina, en næsta dag
segir hún bónda að hún geti
ekki spáð nema því aðeins að
hún gæti fengið konu til að
syngja vist kvæði. Guðríður var
þá fengin til að syngja kvæðið
og hún kvað það svo.fagurt og
vel að spákonan komst þegar í
spádómsástand.
Spákonan segir nú bónda að
hallæri muni létta þegar vorið
komi og að fólki muni batna
veikindi þau/sem hafi þjáð það
um veturinn. •
Þvínæst snýr spákonan sér að
Guðríði og segjir henni að hún
vilji launa henni aðstoð hennar,
því hún geti glöggt séð forlög
hennar. “Þú munt fá gjaforð
hér í Grænlandi, það er sæmi-
legast er, þótt þér verði það ei
til langæðar, því vegir þínir
liggja út til íslands og mun þar
koma frá þér bæði mikil og góð
ætt, og yfir þínum ættkvíslum
skína bjartari geislar en eg get
lýst.” v
Síðan fór spákonan á annan
bæ. En veðuráttan batnaði fljótt
eins og hún hafði sagt.
Um vorið siglir Guðríður með
föður sínum til Eiríks rauða í
Bröttuhlíð. Hann fók vel á móti
þeim og þar kyntist Guðríður
Þorsteini eldra syni Eiríks og
þeim leist vel hvort á annað.
Þegar Þorsteinn kom til baka
úr Vínlands leit sinni, sem eg
hefi áður sagt ykkur frá, þá bað
hann Guðríðar og hún og faðir
hennar tóku því máli vel, því
Þorsteinn var af göfugustu ætt-
inni í Grænlandi. Um haustið
héldu þau veglegt brúðkaup í
Bröttuhlíð. En um veturinn tók
Þorsteinn sótt og andaðist stuttu
síðar. Þannig hafði rætzt nokk-
uð af spádómi spákonunnar.
Orðasafn—
hallæri — scarcity of food
byggð — settlement
spákona — fortuneteller
að létta — to end
að heppnast — to succeed
víst — certain
kvæði — verse, poem
að kveða — to chant or croon
spádómsástand — fortijnetelling
mood.
að batna — to recover
veikindi — sickness
aðstoð — assistance
að launa — to reward
glöggt — clear __
forlög — fate
gjaforð — match
sæmilegast — best kind, most
suitable.
ekki til langæðar— will not en-
dure.
ættkvíslir — descendants
bjartari geislar — brighter rays
að lýsa — to describe
að kynnast — to become ac-
quainted.
brúðkaup — wedding
andaðist — died
að rætast — to come true
láta þó gamla heimilið standa
óskert.
Barnabörn Gests og Þóreyjar
eru 45 að tölu, en barnabarna-
börnin 19.
Fjör og gleði og sæmilega góðri
heilsu hélt Þórey í góðum mæli
fram til vorsins 1945, en þá varð
hún að leita læknishjálpar. Um
tíma lá hún á heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar í Winnipeg,
en hrestist aftur svo að hún gat
farið heim aftur að Haga. Senn
lagðist hún aftur á sjúkrabeð, og
átti síðan ekki fótavist. Lífs-
kraftar hennar fóru þverrandi,
unz hinir fáú’mánuðir sem hún
átti eftir ólifað, ag hinn “þögli
gestur” heimsótti hana þ. 15.
október s.l. að aftni dags. And-
látið var friðsælt, og fyrir jafn
mæta og kristna konu sem Þórey
var mun það hafa verið sigur-
sæl stund í fylsta máta.
Jarðarförin, sem var afar fjöl-
menn fór fram þ. 17. október frá
heimilinu að Haga og kirkju Ár-
dalssafnaðar, undir stjórn sókn-
arprestsins séra B. A. Bjarna-
sonar. Til hvíidar var hún lögð
í hinum fagra landnema graf-
reit í grend við Haga. Hlið við
hlið hvíla þar jarðneskar leifar
hinna mætu hjóna, Gests og Þór-
eyjar Oddleifsson, sem á sam-
vistar árunum hér voru samhent
og samstilt í góðu og giftudrjúgu
lífi og starfi. Tðknrepnt fyrir-
brægði má ef til vill telja það, að
jarðarfarardagar þeirra beggja
hvor um sig, voru einstaklega
bjartir, sólríkir og fagrir dag^r,
annar um hávetur, hinn á miðju
hausti. Þannig var æfidagur
Gests, og þannig var æfidagur
Þóreyjar einnig, hvor um sig
einstaklega bjartur, sólríkur og
fagur. Þannig einnig mun vænt-
anlega hinn þrotlausi, eilífi dag-
ur verða, sem upp yfir þau er
runninn í landnáminu nýja á
furðuströndum dýrðarlandsins.
Blessuð sé minning Þóreyjar
Oddleifsson.
“Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.”
Leiðirnar skiljast að sinni; en
fagrar endurminningar lifa og
varðveitast sem helgur dómur í
hugum og hjörtum eftirskilinna
ástvina og vina, unz samleið er
hafin á ný.
Þakklætisboðum á eg að skila
frá börnum og öðrum aðstand-
endum til vandamanna, nágranna
og margra vina, fyrir samhygð
og kærleika í þeirra garð, og
fyrir alla aðstoð og samúð er
hjálpuðu til að lina þjánmgar
Þóreyjar og veita henni ánægju-
legar stundir í banalegunni.
— B. A. Bjamason.
— Hvaða munur er á strúti og
einum pakka af haframjöli?
— Það get eg ekki giskað á.
— Strúturinn verpir eggjum,
en haframjölspakkinn fæðir lif-
andi böm.
+
Blaðamaðurinn: — Svo þjer
eruð 100 ára í dag. Hverja telj-
ið þjer aðalástæðuna fyrir því,
að þér hafið náð þessum aldri?
Öldungurinn: — Að jeg hefi
ekki bragðað hveitibrauð síðast
liðinn tvö ár.
— Ef þú ekki vilt giftast mér
þá hengi eg mig.
— En í guðanna bænum, gerðu
það ekki hér. Pabbi sagði í gær,
að hann vildi als ekki hafa þig
hangandi hér allan daginn.
+
Hún: Eitt sinn sagðirðu mér, -
að eg væri þér allrar veraldar-
innar virði.
Hann: Já, en sjáðu til, síðan
hefi eg aukið miklð landafræðis-
þekkingu mína.
+
Hættu nú að gorta af hugrekki
þínu. Þegar ræningjarnir skip-
uðu þér að rétta upp hendurnar,
gerðirðu það tafarlaust.
— Já, en eg krefti hneíana.
+
— Hvenær hefir systir þín
eiginlega hugsað sér að gifta sig?
— Altaf.