Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 1
PHuiSH 21 374 ,«<1 **r A Complete Cleaning Institution 59. ARGANGUR PHONE 21374 lioi 8* i I.»«1'<ler< A Complete Cleaning Institution WINNIPEG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ, 1946 NÚMER 19 Frétta skeyti frá utanríkisráðuneyti íslands til sendiráðsins í Washington 29. apríl, 1946. Forsætisráðherra gaf í útvarps- umræðum á föstudaggkvöld eft- irtfarandi upplýlsinigar í bæiki- stöðvamálinu: Síðastliðinn okt- óber barst ríkisstjórn íslands er- indi frá ríkisstjórn Bandaríkj- anna, þar sem fyrirspurn var gerð, hvort ríkisstjórnin muni vera fús að hefja umræður við fulltrúa ríkisstjórnar Bandaríkj- anna varðandi leigu á langstíma bækistöðvum á þeim tilgreindu stöðum hér. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna ítrekaði jafnframt til- boð til ríkisstjórnar íslands að hún mundi eindregið styðja um- sókn íslands um að verða ein hinna sameinuðu þjóða. Tilboð þetta var fyrst gert meðan San Francisco ráðstefnan stóð yfir í september 1945. í þessum til- lögum Bandaríkjanna var ráð gert að ef og þegar ísland verður meðlimur í bandalagi sameinuðu þjóðanna gætu bækistöðvar, sem Bandaríkin kynnu að öðlast á Is- landi orðið heimilaðar öryggis- ráðinu til efnda skuldbinding- um, sem ísiland mundi taka sam- kvæmt sáttmála sameinuku þjóð- anna. Ríkisstjórn Bandaríkj- anna tfuilvissaði ísland ennfrem- ur um að Bandaríkin mundu bera allan kostnað á byggingum og rekstri bækistöðvanna, og þeirra réttinda( sem Bandaríkin kynnu að öðlast mundi verða neytt með fullri virðingu fyrir sjálfstæði og fullveldi Islands án afskipta af innanríkismálum. Eftir að netfnd umboðsmanna allra þing- tflokka hatfði rætt málið ítanlega ákvað ríkisstjórnin 6/11 að af- henda sendiherra Bandaríkjanna erindi þar sem segir: “25. febr- úar s.l. lýstu allir /flokkar Al- þingis yfir að þeir óskuðu að Is- lendingar yrðu þá þegar viður- kenndir sem ein hinna samein- uðu þjóða enda þótt ísland hafi enn eigi öðlast þessa viðurkenn- ingu þykir mega treysta að mjög bráðlega komi að því að svo verði og er ríkisstjórn íslands þakk- lát ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir það fyrirheit, er hún hefir gefið um að stuðla að því. ís- lendingum er ljóst, að ein af- leiðing þess að þeir verði viður- kenndir ein sameinuðu þjóð- anna sé sú, að þeir takist á hend- ur þær kvaðir þátttöku ráðstöf- unum til tryggingar heimsfriðn- um„ sem sáttmáli sameinuðu þjóðanna ráðgerir. Með tilvísun til þessa er ríkisstjórn Islands reiðubúin að ræða skipun þess- ara mála við ríkisstjórn Banda- ríkjanna.” Þessu fylgdi munn- leg yfirlýsing um að slíkar við- ræður gætu ekki hafizt á þeim grundvelli, er Bandaríkin hefðu óskað í erindi sínu dags. 1/10, enda vildi Island ekki fyrirfram gefa nein vilyrði um lausn máls- ins. Hinn 12/11 skýrði ríkis- stjórn Islands að gefnu tilefni ríkisstjórn Bandaríkjanna frá því hún hefði ekki heimild til að ræða málið á öðrum grund- velli en um ræðir i ofannefndu erindi ríkisstjórnar Islands dags. 6/11 og þeim munnlegu um- mælum er því fylgdu, sentf að framan greinir. Um miðjan nóv- ember fól ríkisstjórn Íslands sendiherra íslands í Washington að eiga viðræður við ríkisstjórn Bandaríkjanna um málaleitun þeirra; leiddu þær viðræður til þess að sendiherra símaði ríkis- stjórn íslands 8/12 að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði áfallist stöðva málið að minnst-a kosti í bili; síðan hefir ekkert gerzt í málinu. Utanríkisráðuneytið. FRÁ ÍSLANDI Skáldkonurnar þjóðkunnu, Hulda (Unnur Benediktsdóttir) og Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrurn, eru nýlega látnar, að því er ný blöð frá íslandi herma; ennfremur Ingi Lárusson tón- skáld. DÁNARFREGN Þann 13. apríl s.l., lézt að heim- ili Arnórs sonar síns í Wadena, Sask.( Mrs. Sigurbjörg Friðriks- dóttir Jóhannson, því nær 84 ára að aldri, velgefin sæmdarkona og bókhneigð mjög; hún var ætt- uð úr Skagafirði. Foreldrar hennar voru Friðrik Stefánsson alþingismaður og kona hans Guð- ríður Gísladóttir, er lézt í Winni- peg 1918. Maður Sigurbjargar, Sigmundur Jóhannson, dó það sama ár og var jarðsunginn í grend við Mozant, Sask. Þau Sigmundur og Sigurbjörg áttu fimm börn, en af þeim eru nú tveir synir á lífi, Arnór í Wadena og Friðrik búsettur í Bucþanan, Sask. Auk áminstra sona lætur Sigurbjörg eftir sig sjö barnabörn og eitt barna- barnabarn; bróðir hennar, Frið- rik prentsmiðjueigandi, er lát- inn fyrir nokkrum árum( í Win- nipeg, en annar bróðir, Björn, gegnir tollvarðarembætti í Reyikjavík. Útför þessarar merku land- námskonu fór fram frá United Church í Eltfros. Rev. Marland flutti kveðjumálin. Tengdasystir hinnar látnu, frú Anna Stephenson frá Winnipeg, var meðal þeirra mörgu, er komu til útfararinnar. 0r borg og bygð Samskot í útvarpssjóð - Fyrstu Lútersku kirkju— Jón Guðmundsson, Gimli $1; Mrs. María Danielson, Gimli, $1; Mr. og Mrs. Helgi Danielson; Gimli, $2; Mr. og Mrs. T-h. Ól- afson, Antler, Sask., $1; frá Lög- bergssöfnuði í Saskatchewan: J, Einarson Jr. $3; Mrs. E. Egils- son $2; H. Egilsson $2; I. Einars- son $1; G. Einarsson $1; J. Ein- arsson Sr., $1; A. P. Anderson $1; Th. Anderson $3. Kærar þakkir. V. J. E. x VEITIÐ ATHYGLI — 15. maí, sem ber upp á mið- vikudaginn í næstu viku, heldur kvenfélag Fyrsta láterska safn- aðar, sinn árlega vor-“Bazaar” í samkomusal kirkjunnar. Eins og að undanförnu hefir félagið þar rtiil sölu með vægu verði ýmsa vandaða muni, heimatil- búna, og kventfélags kaffið þekkja allir, sem hver getur drukkið af sem hann lystir, og borgað fyrir sem hann vill og getur. Einnig verður þar á boðstólum heima- tilbúinn matur af beztu tegund, svo sem rúllupylsa, lifrarpylsa og kaf fibra-uð! Eins og allir vita er þetta bezti staðr;r fyrir kunningja að hittast °g skemta sér við samræður og sýna sig og sjá aðra. Komið því ^kr sem unnið málefninu og góðum félagskap. Á mánudagsmorguninn lögðu af stað vestur til Vancouver, þau hjónin Thorsteinn J. Pálsson og Ingibjörg Bogadóttir Pálsson; eru þau bæði fædd og uppalin í Mikley og hafa notið þar sem annarsstaðar, mikilla vinsælda, • Rétt áður en þessi mætu hjón lögðu upp frá Mikley, héldu eyj- arbúar þeim fjölment og ánægju- iegt ikveðjusamsæti, og stýrði því Helgi K. Tomasson; auk hans tóku til máls frú Emma Sigur- geirsson og Jóhann K. Johnson; þau Thorsteinn og frú voru leidd út með fögrum minjagjöf- um tfrá söfnuði og eyjarbúum, er þau þakka og geyma sem helga dóma; þau báðu Lögberg að skila hjartans kveðjum eigi aðeins til Mikleýinga, heldur og til allra þeirra mörgu vina á öðrum stöð um, er auðsýndu þeim frábæra gestrisni og góðvild í tilefni af ferðalaginu -vestur. 4- Þann 27. apríl síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku ikirkju, þau Miss Margaret Grace, einkadóttir þeirra Mr. og Mrs. K. G. Finns- son og Vernon Raymond Jones Séra Valdimar J. Eylands fram- kvæmdi hjónavígslu athöfnina Miss Barbara Goodman var við hljóðfærið, en Mrs. John Hewlett söng einsöng. Að lokinni vígslu- athöfn, var setin vegleg veizla í Moores gildaskálanum. Heimili ungu hjónanna verð ur að Crystal Beach, Ont. VIÐ SAMA HEYGARÐSHORNIÐ Skattamálafundurinn í Ott- awa, milli sambandsstjórnar ann- arsvegar og stjórna hinna ein- stöku fylkja hinsvegar, hefir enn á ný farið út um þúfur, eða réttara sagt, strandað á sama skerinu, vegna óbilgirni tveggja manna, að því er bezt verður séð, þeirra Duplessis forsætis- ráðherra Quebecfylkis, og Col. Drew, stjórnarformanns í Ont- ario; þetta verður því ömurlegra, sem vitað er, að þrátt tfyrir all- víðtækan og beizkan ágreining( höfðu hin fylkin sjö komist að þeirri niðurstöðu, að eining þjóðarinnar og fjárhagsleg vel- faran fylkjanna krefðist þess, að komist yrði niður á fastan grund- völl varðandi skattmálin og valdsvið hvors aðilja um sig. Úr því, áem komið er, má þess fyillilega vænta, að sambands stjórn fari sinna eigin ferða, að því er Skattheimtu áhrærir, og getur slikt til þess leitt, að fylk- in verði itil þess neydd, að leggja á sinn eigin tekjuskatt, og er þá ver farið en heima setið. FUNDARBOÐ: Safnaðarfundur Fyrsta Lút erska safnaðar verður haldinn sunnudagskveldið 12 maí eftir messu. Fundur þessi er kallaður saman til þess: 1. Að kjósa 4 erindreka og tvo varamenn til að mæta fyrir safn- aðarins hönd á 62. ársþingi lút- erska kirkjufélagsins, sem halda á í júní mánuði n. k. að Minne- ota, Minn. 2. Að ræða um boð frá íslandi varðandi prestaskifti til árs við Fyrsta Lúterska söfnuð. 3. Að ræða og afgreiða þau önnur mál sem löglega geta kom- ið upp á fundinum. Grettir Leo Jóhannsonr Skrifari safnaðarins. Grundvöllur friðar er kærleikurinn Er nú fullkominn friður feng- inn? Getum við í alvöru talað um frið í Evrópu? Hefir kær- leikurinn fest rætur í Evrópu? Fyr getfim við ekki fagnað full- komnum friði enn mennirnir elska hver annan. En friður sá, sem okkur hefir verið boðaður; er ennþá vopnaður friður. Sum- staðar er hann samningsbundinn. Enn er hnefarétturinn víða tal- inn réttlátari en elskan til ná- ungans, herstyrkurinn öflugri cærleikanum. Samt hljótum við að fagna því, sem áunnizt hefir, en við getum ekki fagnað full- komnum friði — slíkt væri hræsni. En sá friður, sem feng- inn er, getur íært okkur skrefi nær hinum sanna friði. — Fögn- uður sá( sem varð svo sameigin- legur fjölda þjóða, hefir bent okkur á það, að í raun og veru erum við systkin, börn hins sama föður. Við eigum öll sömu, djúpu þrána — þrá eftir friði og frelsi. Við erum öll á sömu ferðinni, börn, sem eiga að leiða ’hvert annað. Um miðja síðustu öld var skozkur kristniboði á ferð upp með Gangesfljóti. Þar kom hann í borg eina, þar sem var eitt hið veglegasta musteri Múhameðs- trúarmanna. Inni í því var fag- urt hlið, þar sem rituð voru á arabisk ummæli, sem eignuð voru Jesú. Letrið var þetta, þýtt á tungu okkar: Jesús — og friður sé með hon- um — sagði: “Veröldin er ekki nema brú; þér eigið að fara um brúna, en eigi reisa bústað yðar á henni.” — Heimurinn er brú. Líf okkar er tferð yfir þá brú. Og það er einmitt mikilvægt fyrir þá sök. Hvert augnablik á að nota vel, meðan verið er á ferð inni. Hver stund er dýrmæt, því að það, sem ávinnst á ferð- inni, á að flytja inn í eilífðina, sem er lokamarkið við brúar- endann. En sá ávinningur er ekki fólginn í því, sem jarðneskt er, heldur í þeim þroska, sem sálin tekur á- ferðalaginu. Við þörfnumst leiðsagnar á ferð okk- ar. Þar er bezta leiðsögnin kenn- ing Krists, kærleikur, samúð og hjálpfýsi. Jesús Kristur var boð- beri kærleikans — og kærleikur- inn er sterkasta aflið á jörð. Það eru ekki glæstu hallirnar, tígu- legu skipin, fínu fötin, glitrandi perlur vínsins, hergögnin og ann- að því um líkt, sem varir, heldur “trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikur- inn mestur.” Þegar við minnumst fengins friðar, hljótum við að minnast þess, að hann kostaði þúsundir mannslífa. Þessi friður krafðist stórra fórna. Jafnvel fámenna þjóðin ok'kar varð fyrir djúpum sárum. Hinir föllnu eru farnir yfir brúna. Lík þeirra ættu að vera þjóðunum leiðarmerki á vegferð þeirra — leiðarmerki, sem vara við skelfingum styr- jalda. Þeirra hlýtur að verða minnzt með þökk. Þeir hafa bent okkar á það, að óflekkaður friður fæst ekki með vopnum. Sannur friður næst því aðeins, að hann sé grundvallaður á kærleika. En gagnvart stofnun slíks tfriðar er um við enn næsta ráðvilltir. Við horfum þá mest til þeirra tækja, sem mannsandinn hefir framleitt. Við lítum aðallega á það, sem næst okkur er. Við verðum að horfa til þess, sem Kristur bendir okkur á. Þegar við minnumst friðarins í Evrópu( skulum við íhuga að- stöðu okkar. Við erum nú stödd á brúnni. Við vitum ekkert okk- ar, hve langt hver okkar hefir farið af þeirri leið. Ef til vill sru aðeins fá skref eftir fyrir eitthvert okkar — ef til vill eitt skref fyrir mig eða þig. — Mað- ur nokkur segir tfrá því, að hann hafi verið á gangi á fjölfarinni götu á gamlárskvöld. Hann seg- ir svo frá: “Eg leiddi litlu telp- una mína mér við hönd, en hún freistaðist til þess að sleppa hendi minni við og við, því að margt var að sjá í búðargluggunum. Áður en mig varði, heyrði eg rekið upp hljóð. Það hafði ein- hver ekið á barn skammt frá mér. “Guð hjálpi mérl’Lhrópaði eg, “þetta er barnið mitt.” Eg snaraðist til ihennar og tók hana Upp. Hún var lítið meidd, og náði sér fljótt eftir hræðslukast- ið. Eg leiddi hana nú eins og áður. En nú sleppti hún ekki hendi minni. Oft etftir þetta fór- um við út, og hún bað þá: “Leiddu mig, pabbi. Þú mátt ekki sleppa mér.” Eitt það síð- asta, sem eg heyrði hana segja var þetta: “Pabbi, leiddu mig. Slepptu mér ekki.” Já, hún er dáin, en þessum orðum hennar gdeymi eg aldrei. Líf mitt hefir otft tfært mér hættur og órósemi, en af ástvininum mínum ditla hefi eg lært, að ómögulegt er að komast einn síns liðs þetta líf á enda, eg þurfti æðri og mátt- ugri hönd til að leiða mig, föður- hönd Guðs. I erfiðleikum lífs míns hefi eg beðið með barns- legu trausti: Faðir, haltu í hönd mér! Faðir, slepptu mér ekki.” Það er einmitt þetta( sem við mennirnir þörfnumst til þess að finna friðinn, bæði hið innra og ytra. Við þurfum að geta leitað til hans: sem bylgjur getur bundið og bugað stormaiher. Því að: Hann fótstig getur tfundið, sem tfær sé handa þér. Við innsiglum ©kki friðinn með fallbyssum og vígvélum — held- ur með kæiieika Guðs og manna. — Það er sannur friður. Við þökkum föðurnum fyrir þann frið, sem fenginn er, og biðjum hann að blessa hann, svo að hann verði sannur friður, grundvallaður á kærleika. Jón Kr. ísfeld. —-Kirkjuritið. lllllllllll!llltílllllllllHIIIIWIlltmilllllHII!IHIIIIII|lllllllllllll!lllllllllllllllllllllll!l!llllll|l|||l||líl!í!ll!llllllllllllll|llllll|l|||l|ll||I!lll|!!li!ilI'lllllllll!lll!lll|l|||l!llllllllllll!lllllllllll!lllll| imiiDWiiinniffliiiiniiiiiiiiiiniinitiiuiiiiiiiiniiniimiiiiiiiiiiiiniiimitmiiinniniimiiiiniiHimnmmiiiMHmnnminiiimmiiiiiiiuiiimmiimiHnimiiiHiiiiiimitiiHinimiiiHtii SUMARMÁL (Lítið til fugla loftsins) * Nú sumar í íslands sveitum— Um sviðholt og móa og tún er vanburða-gróður á gægjum til gjafa. Á dagsins brún er loforð um heiðríkju-himinn —með hækkandi sólargang, og góðviðri. Gróðrarskúrir gæla, við kalinn vang. Enn: yfir þeim ástgjöfum lífsins ómar; í “Hörpuslag fögnuður Fjallkonunnar,” hinn fyrsta sumardag, sem vængjaðir vorboðar stilla— um vegleysur komnir “heim.” Vort annmarlka ráð oss rænir þeif rétti, að fagna með þeim. Við gleymum — Ein vögguvísa varð okkur hugstæð þó: Vorljóðið: “Dirrin dí dirrin— við dyngjuna kvakað d mó. Við skidjum, þeir vilja véra— Því við erum farfuglar — Islendingar. Allir eru þeirs fæddir þar. Þótt “9yngi hver sínu nefi ” samræmir undir slag; frelsinu, ilífinu lofgerð, hinn langa sunnudag, þá vist fæðir vitaðsgjafi— Hin víðlenda Þelamörk: sem ósáin, ár hvert sprettur og angar af reyni og björk. Sjá: Milljónum þeirra á mildi, af möðkum og frækornum nóg! En, maðurinn einn býr við ósköp, óvissu kvíðann. Þó hann sái, uppskeri og safni í sjóði: Hans lokast brár, með allflestar óuppfylltar óskir og vonir og þrár. Vér biðjum þig, Meistarinn mezti, minnsta bróðurinn leið þú út i ljósið, lítfið, fögnuð þinn! Vorri þjóð( — svo hún viti vitjunartíma sinn.— Gef þú með sumargróðri, góðvildarskilninginn. Á. B. ummmmmmmmmmmmmmmmm iiiiiíiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii IIIHIIIIlHHIIIIIIIIIIIIWlllllllllllllllllllHIHIIHIIIIIIHIIIilHillllllllil!'lll!IIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIÍK!,i;!!li!!liiil!iillll'liiHIII!i!l'iiillllllllllflllllllilillll!irilllliillllllliHIIHIillllll!IHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIII—BIIIIIWI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.