Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINM 9. MAÍ, 1946 Straumhvörf í bókmenntum Bókmenntirnar hafa löngum gert garð íslendinga frægan — og má með nokkrum rétti segja, að svo sé enn. Um það leyti sem Eimreiðin hóf göngu sína, var rómantíska stefnan að hverfa af sviðinu — um hríð — en real- isiminn setztur í öndvegið. Svo einkennilega hittist á, að í I. hefti Eimreiðarinnar mætast tveir þjóðfrægir fulltrúar þess- ara tveggja stefna í bókmennt- unum, þar sem eru þeir Stein- grimur skáld Thorsteinsson með “Nokkur kvæði” og Þorsteinn skáld Erlingsson með “Brautina,” “Á spítalanum” og fleiri kvæði. Hugsjónastefna sú, sem ríkir mestan hluta 19. aldarinnar og er tekin við hér heima ó íslandi upp úr júlíbyltingunni frönsku 1830 af fræðslustefnu upplýsing- araldarinnar, fær fyrst byr und- ir báða vængi í ljóðum Bjarna Thorarensen og síðan Jónasar Hallgrímssonar og annara Fjöln- ismanna. ídealismi þeirra ríkir í íslenzkri ljóðagerð út alla öld- ina og lengur. En um 1880 fer realisminn að, hrífa hugi nokk- urra hinna yngri skálda. Verð- andi- menn koma til sögunnar. Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson og Hannes Hafstein eru allir snortnir af anda reahsmans. Hann hefst í Danmörku um 1870, og er eðlilegt, að ungir hugir ís- lenzkra námsmanna í Kaup- mannahöfn hrífist af honum. Aldrei virðist þó realisminn hafa náð neifct svipuðum tökum á ís- lenzkum skáldum og rómantíkin áður. Mesti realistinn í þessum hópi, Gestur Pálsson, deyr áður en aðrir straumar í andans heimi ná að hrífa hann. Einar H Kvar- an hrífst fljótlega af öðrum nýj- um hugðarefnum. Hannes Haf- stein og Þorsteinn Erlingsson fá hvorugur fullnægju til lengdar í lífsskoðunum realismans. ídeal- isminn ymur öðru hvoru undir í ljóðum þeirra eins og dimm- rödduð knéfiðla í hljómsveit. Tímarnir, sem vér lifum á, eru að því leyti mjög líkir itímabil- um fyrir hálfri öld, að straum- hvörf í bókmenntum og listum eru enn á ný hafin. Og hvað er það þá, sem heillar hugi höfimda og skálda um þessar mundir? Sé hægt að finna viðunandi svar við því, má verða margs fróðari um bókmenntasmekkinn á næstu árum. Eins og stendur eigum vér íslendingar einkum tök á að kynnast samtíðarbókmenntum Breta og Bandaríkjanna, og svo Rússa, að svo miklu leyti sem hægt ier að ná til þýðinga úr sam- tíðarbókmenntum þeirra á ensku. Því sárfáir hér á landi munu lesa rússnesku sér að notum. Bækur frá meginlandi Evrópu — og þar með Norðurlöndum — hafa verið ófóanlegar um fimm ára skeið. Rithöfundarnir eru beztu veð- urvitarnir í heimi andans, eink- um þeir, sem kallast mega stefnu- höfundar (tendenz-höfundar). Það, sem mesta athygli vekur um stefnubreytingu í skáldskap engilsaxneskra þjóða, bæði í bundnu máli og óbundnu, er sú leit nýrra verðmætg, eða öllu heldur gamalla, en gleymdra, sem er að hefjast. Eitt af snjöll- ustu ljóðskáldum Breta, sem nú re uppi, er talinn að vera skáldið W. H. Auden. I síðustu ljóðabók hans, For the Time Being, eru trúmálin meðal tíðustu yrkis- efnanna. En fyrir fáum árum Var Auden yfirlýstur efnishyggj- umaður og mjög róttækur í þjóð- félags- og stjórnmálum. Sami maður hefur nýlega komizt þann- ig að orði, að það kemur álíka flatt upp á ýmsa aðdáendur hans eins og sumt í síðustu ljóðabók hans. Hann segir t. d. um rit danska guðfræðingsins Sörens Kierkegaard, að Bretar eigi svo mikið að þakka þýðendum og út- gefendum þessara rita á ensku, “að vér og börn vor gætum aldr- ei endurgoldið þeim það verk eins vel og vert væri, enda þótt vér hefðum vit ó að reyna það.” Og meðal skáldsagnahöfundanna margra kennir sama hljóm- grunns. Mest lesna skáldsagan um margra mánaða skeið í Band- aríkjunum er Kyrtillinn eftir Lloyd C. Douglas. Sú saga er frá dögum Krists. Bækurnar Óður Bernadettu eftir Werfel, Postulinn eftir Asch og Time Must Have a Stop eftir Aldous Huxley eru sæmilega glögg dæmi þess, að nýjar byltingar fara fram í huganheimum skáld- anna. Þeitta umrót leynir sér ekki. Bókmenntirnar eru eins og jarðskjálftamælir. Þær skrá byltingarnar, jarðskjálftana í hugsanalíf þjóðanna. Og hve- nær hafa stórkostlegri andlegir jarðskjálftar ætt um mannheima en nú? Meðan núverandi styrjöld var á uppsiiglingu, vísaði jarðskjálft- amælir bókmenntanna á rautt. Byltingakenndur kommúnismi hafði yfirhöndina í stefnubók- menntum heimsins. Skáldin voru á móti fasisma og styrjöld- um, en með lýðræði og friði. En þegar styrjöldin skall á, var and- úðin gegn ofbeldi og fasisma orð- in að baráttuvilja gegn þessu tvennu. Barátta gegn fasisma var eina lausnin itil að útrýma honum. Friður og undanhald gerði illit verra. Þannig var af- staðan sumarið 1939. Þeir skyggn- ustu höfðu séð það, að friðar- stefnan var blekking. Sum frið- arvinafélögin svonefndu höfðu að leiðtogum úlfa í sauðargær- um, sem blekktu auðtrúa sálir, unnu markvisst fyrir einræðis- stefnur á uppsiglingu undir yf- irskyni friðar og bræðralags. I stefnubókmenntum stríðsáranna ber eðlilega mest á áróðrinum gegn óvinaþjóðunum. En jafn- framt flytja þessar bókmenntir boðskap um frelsi og lausn. frá böli skorts og ótta. Leiðin að þessari lausn er langmerkasta og skýrasta einkennið í fari þeirrar rithöfundakynslóðar, sem nú er að byrja að kveða sér hljóðs með- al þjóða bandamanna um þessar mundir. Sú leit skýrir þá einnig trúarþel það; sem einkennir skáldrit sumra þeirra höfunda, sem mesta athygli vekja um þessar mundir. Sú leit skýrir einnig þær mörgu árásir, sem bókmennitir fyrirstríðsáranna verða nú fyrir vegna þess, hvað þær séu andlausar og ófrjóar. Skáldið Arthur Köstler, sem er ungverskur, en á heima 1 Bandaríikjunum, hefur ritað bæk- ur um kynni sín af ástandinu í Evrópu undanfarið, bæði á frið- ar- og styrjaldartimum. Einhver bezta skáldsaga hans er sagan Hádegismyrkur (Darkness of Noon). í henni lýsir skáldið innri baráttu flokksbundins kom- múnista. Hann hefur áður verið stranglega rétttrpaðluT í anda stjórnmálaflokks síns, en hefur lent í fangólsi, bíður þar dóms og notar tímann til að endurskoða liðinn lífsferil sinn og draga upp sanna mynd af sjálfum sér. Sú mynd verður allt annað en skemmtileg. Meginviðfangsefni sögunnar er: persónuleg sam- vizka og sannfæring einstakl- ingsins gagnvart utanaðkomandi kröfum flokkshyggjunnar — hvort samvizkan og sannfæring- in eigi að þoka fyrir valdboði flokksins eða ekki. 1 þesari sögu Köstlers er flett ofan af hræsninni í stjórnmálum og bókmenntum samtíðarinnar. Hegðun þraélbundinna * flokks- þýja er sýnd í réttu ljósi og um- komuleysi ungra óreyndra rit- höfunda, sem hvorki skilja stjórn málaleg né þjóðfélagsleg vanda- mál til nokkurrar hlítar, en láta teyma sig út í öfgar í þessum málum, er lýst átakanlega. Við allt þetta kannast menn, og mætti nefna mörg dæmi, bæði innlend og eblend. 1 bókum þeim, sem Köstler hefur ritað um stefnur og straumhvörf í andlegu líifi nútímans, heldur hann því fram, að það sé jafn- vægið í þjóðmálunum, sem eitt geti bjargað. En byltingin, bíði jafnan ósigur, og svo hafi einnig orðið í aðalheimkynni hennar, Rússlandi. Það er í fljótu bragði dálítið broslegt; að Köstler skák- ar Stalin og öðrum leiðtogum Rússlands nú í flokk íhaldsman- na. En af því hvernig hann rök- styður mál sitt, sést fljótt, að þetta má til sanns vagar færa. Köstler fer á einum stað þess- um orðum um tilraunir sínar til að kryfja til mergjar hin marg-' vísilegu fyrirbæri samtíðarinnar: “Fyrir nokkru reyndi ég að lýsa í stuttu máli gjaldþroti vin- stri-höfnudanna svonefndu. Ég er einn þessara mörgu hælis- lausu vinstri-höfunda, sem Stal- inistarnir kalla Trotskyista, Trot- skyiistarnir kalla imperíalista og imperíalistarnir kalla blóðrauða bolsevíka. Síðan eg lýsti þessu gjaldþroti, hefur það versnað margfaldlega. Rotnuð lfk stjórn- skipulagsbyltingarmanna eru grafin og gleymd. Refskák verk- amannaforingjans Lewis í upp- steytingum gegn Roosevelt for- seta var táknræn fyrir ástandið í verkamannahreyfingu Banda- ríkjanna. Og brezki verkamanna flokkurinn sleppti síðasta tæki- færinu til þess að geta borið það nafn óflekkað, þegar hann lét Vansittard fá sig til að lýsa þýzku þjóðina ábyrga fyrir glæpum nazista, og þar á meðal þær 13 milljónir þýzkra verkamanna, sem greiddu atkvæði gegn naz- istum síðast, þegar frjálsar kosn- ingar fóru fram í Þýzkalandi.” Köstler bendir á, að sem stend- ur ríki millibilsásitsand í heimi þjóðfélagsmálanna og bókmennt- anna. Mannkynið bíður þess með eftirvæntingu, að nýtt skipulag komist á. Þetta er óljóst skipulag, eitthvað sem þó hlýtur að koma áður en varir, og hann lýsir komu þess þannig: ‘.‘Ég trúi því; að sá dagur sé ekki alls fjarri, er núverandi millibilsástandi lýkur og ný skip- an kemst á — ekki nýr flokkur eða sértrúarhreyfing, theldur mun ómótstæðilegur nýr geðblær fara um heiminn, andlegt vor, líkt og frumkristnin eða endurfæðingin (Renaissancen). Með því mun að líkindum lokið því tímabili sög- unnar, sem hófst með þeim Gali- leo, Newton og Columbusi, þessu bernskutímabili mannkynsins, þegar allt átti að flokkast í vísin- dakerfi, allt átti að mælast og vegast á kvarða og vogir efnis- heimsins, þegar veraldarvizkan átti að skipa æðra sess en andinn. Þess nýja ihreyfing mun koma á jafnvægi og nýrri skipan hinna vitsmunalegu og andlegu verð- mæta lífsins.” Meðan vorið færist nær, er það hlutverk rithöfundanna að und- irbúa jarðveginn, gr^óðursetja vinjar í eyðimörk nútímans og búa sig og aðra undir að taka á móti vorinu, þegar það kemur. Þessi skoðun Köstlers einkennir í höfuðdráttum fjölda annarra rithöfunda samtíðarinnar, þó að sjónarmiðin séu annars margvís- leg. Það eru vitaskuld margir, sem ekki treysta sér til að varpa fyrir borð verðmætum vinstri- stefnu-rithöfundanna eins ákveð- ið og Köstler gerir. Ágætir höf- undar eins og André Malraux telja sig ekki enn undir slíkt búna. En hjá þeim er ekki leng- ur að finna þá leiftrandi bjart- sýni og þann eldmóð, sem áður einkendi verk þeirra. Aftur á móti bergmálar hvaðanæfa sam- úðin með skoðunum manna eins og Köstlers. Og þó að enn haldi margir uppi málstað hinnar efn- islegu hagsældar Marxismans, sem allt sé undir komið, þá er siður en svo að þeir neiti mikil- vægi hinna andlegu verðmæta, sem hinir nýju trúmenn rithöf- unda og skálda boða. Rithöf- undurinn Harold Laski hefir í bók sinni “Trú, skynsemi og menning” haldið því fram, að eigi mannkynið að lifa af, verði það að öðlast aftur máttinn til að trúa. Og Laski bendir jafnframt á, að þetta sé einmitt það, sem bjargað hafi rússnesku þjóðinni; hún hafi öðlast máttinn til trúar upp úr þrengingum sínum, og þess vegna geti hún einmitt þar orðið öðrum þjóðum til fyrir- myndar. Þannig virðist sú skoðun ryðja sór til rúms, að meiri áherzlu beri að leggja á trúarvitundina en áður. Trúin hefir í sér falin eilíf og óforgengileg verðmæti, sem mennirnir verða að læra að tileinka sér. Þessi verðmæti við- halda bjartsýninni, þó að þjóð- irnar reyni að tortíma hver ann- ari ií þrotlausum styrjöldum. Hugarstefna i þessa átt birtist á margvíslegan hátt hjá rithöfund- um samtíðarinnar, sýnilega tii orðin á flótta þeirra frá þeim hörmulega heimi, sem blasir við í ljósi styrjaldarinnar. Sá heim- ur virðist þeim óbærilegur og öllu sviptur, sem geri lífið bjart og fagurt. Hin tímanlegu og sýnilegu verðmæti þessa styrj- aldar heims eru öll tortímingunni undirorpin. Og enn á ný leggja veðurvitarnir í heimi andans út á ómælisdjúpin til að leita týndra verðmæta og bera þau á ný út í birtu og ljós komanda dags. Sv. S. —Eimreiðin. GAMAN 0G A L V A R A Business and Professional Cards Fréttaritarinn kom inn á svip- inn. “Jæja,” sagði ritstjórinn, “hvað gat hann sagt þér merki- legt í dag, háttvirtur ráðherr- ann ?” “Ekkert.” “Jæja, þá skrifar þú ekki meira en einn dálk um það.” Fyrir rúmum sex mánuðum bætti lögreglan í borginni St. Louis í Bandaríkjunum við sig bifhjóli. Það kostaði 500 dali. Síðan hafa tekjurnar af hjólinu — sektir úr vasa ökumanna, sem fara of hratt — numið 2675 döl- um. Það er óhætt að segja að hjólið hafi orðið arðbært. + Allt eins og í gamla daga Gamal'l embættismaður kom inn í stúdentabústað og skoðaði herbergið, sem hann hafði sjálf- ur búið í á stúdentsárum sinum. Pilturinn, sem þar var nú, s ndi honum allt, sem inni var, og gamli maðurinn athugaði það vandlega og sagði: “Hér er flest eins og það var þegar ég var hér. Sama gamla gólfábreiðan, sama gamla borðið, sömu gömlu stólar- nir, sömu gömlu gluggatjöldin og sami gamli fatskápurinn”.En um leið, og hann opnaði skápinn stökk ung stúlka blóðrjóð og feimin út úr honum. Það kom vandræðasvipur á stúdentinn og hann stamaði í mesta fáti: “Þe- þetta e-er fræ-ænka mín, sem er að heimsækja mig í frístundum sínum.” — Gamli maðurinn brosti við og sagði: “Og sama gamla afsökunin”. Síðan kvaddi hann ungu hjúin og bað þau að fyrirgefa sér ónæðið, sem hann hafði gert þeim. Því meiri sem maðurinn er, því meira traust ber hann til mannkynsins. Gamalt spakmæli. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Teíephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG, Sími 93 996 Heimili: 108 CHATAWAX. Sími 61 023 Talsimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur í augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHDR BUILDINQ Cor. Portage & Main Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laug-ardögrum 2 — 4 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ' STREET (Beint suCur af Banning) Talsími 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur í augna, eyma, nef og háJssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fðlk getur pantað meðul og annað með pðsti. Fljðt afgreiðsla. Office Phone Res Phone 94 ?62 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- faiir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Phone 31 400 DR. J. A. HILLSMAN Electrical Appliances and Radio Service Surgeon Furniture and Repairs Morrison Electric 308 MEDICAL ARTS BLDG 674 SARGENT AVE. Phone 97 329 . PRINCEÍÍ Dr. Charles R. Oke MESSENGER SERVICE Tannlæknir Við flytjutn kistur og töskur, For Appointments Phone 94 908 húsgögn úr smærri íbúCum, Office Hours 9—6 og húsmuni af öllu tæi. 404 TORONTO GEN. TRUSTS 58 ALBERT ST. — WINNIPEG BUILDING Sími 25 888 283 PORTAGE AVE. C. A. Johnson, Mgr. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 Degsteinar, sem skara fram úr. Orvals blágrýti og Manitoba H. J. PALMASON marmari. and Company Skrifið eftir verðskrd Chartered Accountants Gillis Quarries, Limited 1101 McARTHDR BUILDING 1400 SPRUCE ST. SIMI 28 893 Winnipeg, Canada Winnipeg, Man. Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radio Service Speciaiists LIMITED ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG 'ÁPG. H. THORKELSON, Prop. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð. Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Lögfrceðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BO. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Portage og Garry St. Simi 98 291 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu með nýjan og froslnn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 65 462 HHAGBORG II FUEL co. n Dial 21 331 NaFlí) 21 331 CUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. TBORVALDSON Your patronage will be appreciated Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Daiidson, Representative Phone 97 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.