Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ, 1946 VALDA MISBEITING Þýtt úr Winnipeg Free Press af Jónbirni Gíslasyni Guy de Maupassant: ‘ HAMINGJA Verkamannaráðherra Hum- phrey Miehell, útskýrði nýlega í , Ottawa þinginu, fyrir hönd stjórnarinnar, hvers vegna nauð- syn bæri til að Canadiskir borg- arar bæru á sér skrásetningar- spjöldin (regiscation cards). Röksemdir Mr. Mitchell voru í stuttu máli þær, að skrásetn- ingarspjöldin gjörðu yfirvöldun- um auðveldara að finna atvinnu og^ heimili fyrir menn og konur er væru á ringulreið frá stríðs- lokum — en hann útskýrði ekki hvernig — einnig veittu þau góða aðstoð við rannsóknir stroku- manna úr hernum og aðrar mis- gjörðir í sarhbandi við herútboðs- lögin, sagði hann. Engar þessara ástæðna eru nægilegar til þess að þvinga Can- adiska borgara til að bera á sér skrásetningarspjöld á friðartíma. Mr. Mitchell er að afsaka það sem er óafsakanlegt, þegar hann getur þess að lögreglunni sé með þvi gjört auðveldara um vald- boð; það er auðvitað satt, en hann gleymdi að geta þess, að dögreglunni er þar með fengin handhæg ástæða til að fengelsa menn, þegar skort hefir sannan- ir fyrir fyrir nokkrum öðrum sakargiftum. Sannleikurinn er sá að Can- adamönnum hefir ekki í lið- inni tíð verið boðið að bera á sér nein sérstök kennimerki til á- góða og þæginda fyrir R.C.M.P.. Lögreglunni ber að framkvæma fangelsanir þegar glæpir eru framdir^ eða þegar hún hefir nægileg rök fyrir að slíkt sé í ráðagerð. Handtaka manna og vörpun í fangelsi, fyrir þann eina glæp að lögreglunni falla þeir ekki í geð, verður ekki fyrirgefið undir neinum kringumstæðum, en þetta var gjört í Vancouver og réttlætt á þann hátt að viðkom- andi maður. hefði gleymt skrá- setningarspjaldi sínu í vasa buxn- anna sem voru heima. Mr. Mitchell telur fáar fang- elsanir hafa átt sér stað eftir þessum reglugjörðum, en þær hafa verið of margar og vér höf- um nægileg dæmi hér í Winni- peg svo ekki verður vitað, hvað skeð getur undir þessari tegund laga. Njósnarrannsóknin hér í Can- ada, er prýðilegt dæmi um hand- töku einstaklinga fyrir grun, með löngum og margföldum flækju- heyrsium og “Star Chamber” réttarreglum.* Skrásetningarspjalda aðferð- in er sama eðlis: einstaklingar eru teknir fastir fyrir grun og tafarlaust spurðir um skýrteini sitt; vilji svo til að það sé ekki í vösum þeirra í svipinn, er á- stæða fengin til fangelsunar og sakargifta, jafnvel þó grunsemd um aðra glæpi hafi misfarist í meðferðinni. Ekkert er finnanlegt í sögu þessa lands, er réttlætt getur skrásetningarspjöldin; slíkt til- heyrir frekar einræðisfyrirkomu- lagi. Enginn maður með fullu viti og réttum skilningi á þýð- ingu þeirra, mundi mæia með þeim fyrir þjóð vora, að undan- teknum Mr. Mitchell. Hættuleg stefna er á uppsigl- ingu >í þessu landi. Sum viðhorf í njósnayfirheyrslunum, skrá- setningarspjöldin, og leynileg skyndilög stjórnarinnar er alt þess eðlis. Það er auðvelt að telja þessar kvartanír hégóma og heimsku eina og fullyrða að Can- adiskt frelsi sé óhult og vel varð- veitt í höndum núverandi stjórn- ar, en reynzlan sýnir og sannar að svo er ekki. Vér ættum að athuga í fullri alvöru, hvort heilbrigt sé að leifa slíka ráðsmensku. Þessi venja getur vel haldið áfram þar til sá ógæfudagur rennur upp — og hann er þegar hér fyrir suma Canadamenn — að borgarar þessa lands uppgötva að frelsi þeirra, er þeir töldu bygt á bjargi, fyrirfinst ekki lengur. Daufheyrn við hættunni ringar ■hana ekki hið minsta. Mikillátar lýðveldis þakkar- gjörðir samrýmast fremur ó- þægilega nýjustu aðferðum stjómarinnar; nú er tíminn fyrir þegna þessa lands að taka á- kveðna afstöðu og upplýsa hana urn að slík valda-misbeiting verði ekki legnur tekin með þökkum. Það er ofurlítið kaldhæðnislegt að samtímis þessu verðfalli þegn- réttar vors, skuli liggja fyrir Ottawa þinginu frumvarp til laga um canadiskan borgararétt. Þingið hefir 9ýnt mikið hirðu- leysi í því að leyfa stjórninni að hegða sér á þann máta sem hún hefir gjört; þingmenn eru meðal annars kosnir til að vaka yfir frelsi kjósendanna. Hryggileg vöntun hefir verið á fullum skiln- ingi á þessum málum á síðasta þingi. Það var te-tími, rétt áður en ljósín voru borin inn. Himininn glitraði rauður og gylltur af glóð sólarlagsins. Úr sumarbústaðn- um var útsýni yfir Miðjarðar- hafið, en ekki var nokkur gári á sjónum. — Þetta var eins og ó- endanlegur flötur úr skínandi kopar, skær og fagur í dagsbirt- unni sem var að hverfa. Tind- óttu fjöltin í fjarska í vestri gnæfðu dimm og dökk við bleik- rauðan grunn vesturhiminsins. Samtalið snerist um ástir, þetta æfagamla umræðuefni og maður heyrði oft athugasemdir sem sagðar höfðu verið oft áður. Hin milda angurblíða rökkursins hafði í för með sér stemningu þróttleysis og töfrunar, tilfinn- inga og. viðkvæmni. Orðið kær- leikur var endurtekið hvað eft- ir annað, stundum af sterkri karlmannsrödd, stundum af mjúkri kvenrödd, þetta orð virt- ist drotna yfir allri stofunni, það sveif um eins og fugl og því skaut upp í samtalinu hvað eftir annað. — Er mögulegt að vera trúr sömu ástinni ár eftir ár? Sumir sögðu já, en aðrir nei. Það komu fram tillögur, tak- mörkin voru dregin og sagt frá ýmsum dæmum úr daglega líf- inu. 1 allra hugum, bæði manna og kvenna, s'kaut upp margvís- legum truflandi. endurminning- um, sem titruðu á vörum þeirra, en sem fólkið þorði eklki að segja frá. Tilfinningar fólksins þarna \komu fram í hinum djúpa og ákafa áhuga, sem það hafði fyrir þessari algengu en þó háfleygu ástríðu, sem kölluð er ást, þessu næma og dularfulla bandi milli tveggja sálna. Allt í einu hrópaði- einhver sem sat og starði út í fjarskann: — Sjáið þið þarna! Hvað get- ur þetta verið? Út við sjóndeildarhringinn steig stórt ógreinilegt, grátt hrúgald upp úr hafinu. Kven- fólikið spratt upp og starði for- viða á þetta fyrirbrigði, sem það hafði aldrei séð áður. — Þetta er Korsíka, sagði ein- hver. Eyjan sést tvisvar til þrisvar sinnum á ári þegar á- kveðin skilyrði eru fyrir hendi í loftinu. Þegar loftið er alveg tært, lyftast vætuskýin upp, sem annars byrgja sjóndeildarhring- inn að öllúm jafnaði. Nú sásit nokkurnveginn móta fyrir fjallatindunum og þeir sem bezta sjón höfðu gátu greint snjóinn á hæstu tindunum. Þessi snögglega tilkoma eins- konar afturgöngulands, sem reis upp úr sjónum hafði mikil áhrif á alla þá, sem viðstaddir voru, og það greip þá einskonar óhug- ur og ráðaleysi. Gamall maður, sem hafði set- ið þegjandi, tók nú til máls: — Þessi sama eyja, sem reis parna upp úr sjónum, eins og hún hagaði sér eftir samtal okkar, minnir mig á undarlegan atburð. Það var í sambandi við hann, sem eg sá fyrst órjúfandi ást, ást sem var ótrúlega farsæl. Sagan er svona: Fyrir fimm árum kom eg til Korsíka. Jafnvel þó að hún sjá- is't endrum og eins, eins og í dag, 'frá strönd Frakklands, þá þekkir maður minna til þessarar viltu eyjar en til Ameríku, og hún virðist liggja ennþá lengra burtu. ííugsið þér ykkur heim, sem enn- >á er í óskapnaðarástandi, með æðandi hafi af fjöllum, sundur- skornum af þröngum dölum með fossandi ám. í staðinn fyrir slétt- urnar eru þessir gífulega stóru breikkuflákar úr graníti, grónir kjarri og stórum skógum kast- aníu- og furutrjáa. Þetta er ó- snortið land, eyðilegt og óræktað, >rátt fyrir smáþorp hér og hvar, sem hafa verið sett eins og vörð- *)“Star Chamber” var illræmdur enskur dómstóll frð. tlma Henriks sáöunda. Af- numinn ári8 1640.—pýöandinn. ENDIR The Shrine Circus opens in Winnipeg this Saturday morning at 10.00 a.m. with a Big Opening Performance for children—Matinees commence at 2.15 Wednesday and both Saturdays—evening shows, May llth to 18th at 8.15. This year’s Shrine Circus is really colassal, packed to the brim with spine-tingling acts featuring lions, elephants, seals, camels, etc., and death-defying aerialists, plus many other thrilling shows. Tickets on sale at Winnipeg Piano Co., daily to 6.00 p.m. and at the Amphitheatre to 10.00 p.m. HELP CRIPPLED CHILDREN BY SEEING THE SHRINE CIRCUS ur á fjallatindi. Þarna er enginn landbúnaður, enginn iðnaður, engin list. Þarna sést aldrei tré- skurðarmynd eða höggmynd eða önnur arfleifð, sem gæti borið því vitni að meðal hinna gömlu Korsíkubúa hefði dafnað list eða hagleikur, og smekkur fyrir því sem fallegt er. Það er þetta sem maður tekur mest eftir í þessu stórfenglega og strangá landi: arfgengt afskiftaleysi gagnvart lei'tinni að háleitu formi . . . . þessu sem við köllum list. Á Ita'líu er ekki aðeins hver höll full af listaverkum, heldur er höllin sjálf listaverk fyrir sig. Á litalíu vitnar marmarinn, tréð, bronze, járn, máilmar og steinn allt um snilld mannsandans, og jafnvel lítilfjörllegustu fornleifar frá frægðaröldinni lýsa þessari guðdómlegu fegurðarþrá. ítalía er okkur ölium heilagt og elskað land, af því að hún sýnir okkur á svo sannfærandi hátt orkuna, stórleikann, kraftinn og sigur- hrósið hjá hinni skapandi sál. Og skamt undan strönd henn- ar er hin villta Korsíka, í alveg sömu mynd eins og í upphafi vega sinna. Þar lifir maðurinn sínu 'eigin frumstæða lífi í lé- legum kofa, og lætur sér standa á sama um alltf sem ekki kem- ur honum eða fjölskyldu-þræt- um hans við. Og Korsíkubúinn á énn þá galla og kosti, sem frumstæðir menn hafa. Hann er ástríðufullur, hefnigjarn, sann- ast 'að segja blóðþyrstur, en um leið er hann gestrisinn, örlátur, tryggur og hreinskilinn. Hann opnar óikunnugum allar sínar dyr og endurgeldur hvert vinar- mót með tryggð og vinfesti. 1 heilan már>uð hafði eg reik- að þarna um þessa tilkomumiklu ey, og mér fanst einhvernveginn að eg væri kominn á heimsenda. Þarna voru engin véitingahús, engar krár, engir vegir. Upp að smáþorpunum liggja múldýra- slóðir; þau hanga á klettasyllun- um yfir þröngum dölunum, en neðan úr þeim heyrðist niður- inn í ánni. Ferðamaðurinn ber að dyrum á einhverju húsinu og biður um að lofa sér að vera. Hann sest við fábreytilegt mat- borð húsbóndans, sefur undir lágu þaki hans, og daginn eftir fylgir húsbóndinn gesti sínum út fyrir þorpið og þar kveðjast þeir með handabandi. Eitt kvöld, eftir tíu tíma göngu kom eg að iitlu afskektu húsi efst uppi í dal, sem einni mílu neðar snarlækkaði niður að sjón- um. Dalurinn var eiginlega ekki annað en venjuleg gjá með hrjóstrugum fjöllum, sem risu brött á báðar hliðar og uxu þar runnar og tré en víðast var grjót- urð. Við kofann var nokkuð af vínviði og lítill garður, en nokkru fjær uxu stórar kastaníur. Þetta var nóg til að viðhalda lífinu, og mátti heita að það væri fjársjóð- ur á þessari hrjóstrugu eyju. Eg hitti gamla konu, strang- lega og alvarlega yfirlitum, þokk- alega að sjá. Maðurinn hennar stóð upp úr stól með strásetu, hneigði sig fyrir mér og settist aftur án þess að segja eitt ein- asta orð. — Þér verðið að hafa hgnn afsakaðan, sagði konan. Hann er heyrnarlaus — hann er átta- tíu og tveggja ára. Mér kom á óvart að heyra að aún talaði frönsku alveg eins og Frakkar gera. — Þér eruð ekki innfæddur Korsíkubúi? spurði eg. — Nei, við erum frá megin- landinu, en við höfum átt heima hérna í fimtíu ár. Það var eins og brotsjór skelf- ingar skylli yfir mig við tilhugs- unina um þessi fimtíu ár, sem þau höfðu dvalið í þessari skugg- alegu gjá, svo langt frá bæjun- um og þeim stöðum, sem menn- irnir lifa á. Gamall srnali kom inn og við settumst öll við borð- ið til að snæða kvöldmat; þetta var eiginiega einn réttur: súpa með kartöflum, fleski og káli, sem soðið var saman. Þegar við höfðum matast settist eg út við dyrnar. Eg var eins og hálf das- aður að sjá þessa auðn fyrir aug- um mér, og það kom yfir mig þessi angurværð, sem stundum grípur ferðamanninri á leiðin- legu kvöldi þar sem ömurlegt er umhorfs. Tilfinning um að lokin séu að nálgast, lok tilverunnar — að heimsendir sé í nánd. Allt í einu streymir meðvitundin um hina ógurlegu 'eymd lífsins inn yflr okkur; tómlætið yfir öllu, hinn dapurlegi einstæðingshátt- ur hjartans, hjartað sem er gabb- að og dregið á tálar af sinni eigin 'ímyndun fram á sjálfan grafarbakkann. Nú kom gamla konan til mín og með þeirri forvitni, sem finnst í hreinustu sálum fór hún að spyrja mig spjörunum úr. — Svo að þér komið frá Frakk- landi? — Já, eg er að ferðast til að hressa mig eftir veikindi. — Þér munuð vera frá París? — Nei, eg er frá Nancy. Þegar hún heyrði þetta var eins' og hún kæmist í ákafa geðs- hræring, en samt get eg ekki lýst eða skýrt hverning eg sá, eða réttara sagt fann^ æsinguna, sem hún komst í.- — Þér eruð frá Nancy, endur- tók hún hægt og seint. Maðurinn hennar kom fram í dyrnar og svipur hans var fá- skiftinn eins og venja er til á daufdumbu fólki. — Hugsið þér ekikert um hann, hélt hún áfram, — hann heyrir ekki til okkar. Svo hélt hún áfram eftir dálitla málhvíld: Þér þekkið víst fólk í Nancy? 7— Já, nærri því hvern mann. — Þekkið þér Sainte-Allaizes ? — Já, mjög vel. — Hvað heitið þér? Eg sagði henni það. Hún horfði rannsóknaraugum á mig. Með lágri rödd og eins og hún væri að seiða fram fortíðina, spurði hún: — Já, já, eg man þetta mjög vel. Og hvernig er það með Brisemaresnfólkið ? — Það er allt saman dáið. — Ó. Og þekktuð þér Sirmont? — Já. Sá síðasti þeirra er orð- inn hershöfðingi núna. Hún skalf af æsingi, af sárs- auka, af blendnum tilfinningum, sterfcum, heilögum, tilfinning- um sem ómöguiegt var að lýsa; hún brann eftir að rjúfa þögn- ina, og segja frá öllum þeim leyndarmálum, sem hingað til höfðu verið læst inni í hjarta hennar, og tala um mennina, sem ekki þurfti annað en nefna nafnið á til þess að sál hennar kæmist í æsing. — Henri de Sirmont. Já, eg veit það, sagði hún. Hann er bróðir minn. Eg starði f^rviða á hana. Allt í einu mundi eg það. Fyrir langa löngu hafði stærð- ar hneyksli orðið meðal fyrir- fólksin í Lorraine. Suzanne de Sirmont, falleg og rík stúlka, hafði strokið með undinforingja úr herdeildinni, sem faðir henn- ar stjórnaði. Þessi hermaður, sem var bóndasonur, en samt að- sópsmikill maður í bláa einkenn- ingsbúningnum sínum, hafði unnið hjarta dóttur ofursta síns. Vafalaust hafði hún fengið tæki- færi til að sjá hann, dázt að hon- um og verða ástfangin af honum, þegar hún var að horfa á her- sveitina ganga framhjá. En hvernig hafði hún getað fengið tækifæri til að tala við hann? Hvernig höfðu þau fengið tæki- færi til að hittast og koma sér saman? Og hvernig hafði hún vogað að segja honum að hún elskaði hann? Enginn vissi það. Og engan grunaði neitt. Þegar herskyldutíma hermannsins var lolkið, hurfu þau saman eina nó'ttina. Það var leitað að þeim, en ekki hafði það neitt upp á sig. Það heyrðist ekkert af þeim, framar, og fjölskylda hennar hélt að þau væri dauð. Og nú hafði eg fundið hana í þessum eyðidal! — Eg man vel eftir þessu, sagði eg. — Þér eruð ungfrú Suzanne. Hún kinkaði kolli. Tárin runnu úr augum hennar. Svo sagði hún og leit til mannsins síns, sem stóð þarna eins og stytta við þröskuldinn: — Og þetta er maðurinn minn! Þá skildi eg að hún elskaði hann ennþá, og að hún horfði á hann augum, sem ekki höfðu misst gljáann. — Eg er viss um að þið hafið verið hamingjusöm, vogaði eg að segja. Með rödd, sem kom beint frá hjartanu svaraði hún: — Já, mjög hamingjusöm. Hann gerði mig mjög hamingju- sama. Eg hefi aldrei iðrast neins. Eg horfði á hana með samúð og undrandi og dáðist að mætti ástarinnar. Þessi tigna, ríka stúlka hefði hefði strokist á burt með óbreyttum bónda, hún hafði stigið á hans spor. Hún hafði fórnað sér fyrir nýja til- veru, sem ekki fylgdu nein þæg- indi. Hún hafði tekið upp hið óbrotna líferni hans. Hún hafði gerst bóndakona; með húfu og í bómullarkjól. Hún sat á trjá- setustól við tréborð og borðaði súpu með kartöflum, káli og fleski, úr leirfati. Á nóttunni lá hún hjá honum á hjálmdýnu. Hún hafði aldre.i hugsað um neitt annað en elskhuga sinn. Og hún saknaði einskis, hvorki gimsteina, silkis eða lúxus stopp- aðra stóla, hlýindanna í vegg- fóðruöum stofum eða mjúkra legubekkja, sem eru svo góðir þreyttum limum. Hann ver henn- ar einasta ósk. Meðan hann var þarna krafðist hún einskis frek- ar af lífinu. Sem komung stúlka hafði hún fórnað al'lri framtíð sinni, heim- inum og þeim, sem höfðu alið hana upp og elskað hana. Svo höfðu þau tvö ein komið í þessa tryllingslegu gjá. Og hann hafði fullnægt óskum hjarta hennar, draumum þess, hinum endalausu þrám þess og ódauðlegu vonum. Hann hafði fyllt liíf hennar bless- un frá upphafi til enda. Hún hefði ekki getað orðið hamingju- samari en hún var. Eg lá vakandi og heyrði gamla hermanninn hrjóta, þar sem hann lá á hjálmdýnunni við hliðina á henni, sem hefði fylgt honum á heimsenda, og eg furð- aði mig á hinni merkilegu og þó einföldu sögu hennar, hamingju þeirra, svo fullkominni — en þó byggðri á svo litlu. Um sólarupprás tók eg í hönd- ina á gamla fólkinu og kvaddi. Hann sem hafði verið að tala þagnaði. , — Segið þið hvað sem þér viljið, sagði ein daman. hugsjón- ir hennar voru aumar. •— Þarfir hennar og óskir hræðilega frum- stæðar! Hún var þorskur! — Hvað gerir það til? sagði önnur konan. Hún var ham- ingjusöm. Korsíka hvarf í myrkrið, hún sökk hægt og hægt niður í sjó- inn aftur, eins og hún hefði bara verið að sýna sig til þess að sag- an yrði sögð um kröfulausu elsk- endurna, sem höfðu fengið hæli þar. Fálkinn. Konan mín er ófáanleg til að koma heim úr sveitinni. Það er alveg sama þótt eg skrifi henni, að eg þurfi nauðsynlega að fá hana heim. Fáðu einhvern nágrannanna til að ráðlegja henni það, lags- maður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.