Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 5
I
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. MAÍ, 1946
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÁHRIF KVENNA í U.N.O.
Öll iþau mál, sem rædd eru á
ráðstefnu hinna sameinuðu þjóða
(U.N.O.) varða konur engu síður
en karlmenn. T^lgangur U.N.O.
er sá að skapa frið á jörðu og
gera öllum mögulegt að lifa 'eins
og mönnum sæmir. Vissulega
'hlýtur slíkt að vera konum eins
mikið áhugamál og karlmönnum.
En þrátt fyrir það, áttu aðeins
fimm konur sæti á fyrsta fundi
U.N.O.
Mrs. Roosevelt átti þar sæti
fyrir hönd Bandaríkjanna og
Ellen Wilkinson, mentamálaráð-
herra fyrir hönd Bretlands. San
Domingo sendi kvenfulltrúa,
Minerva Bernadina, sem er jafn-
framt forseti Inter-American
Women’s Commission. New Zea-
land sendi Miss Jean Mackenzie;
hún hefir starfað fyrir New
Zealand stjórnina í 27 ár og hefir
verið í Canada, Englandi og
Australíu sem stjórnarerindreki.
Hin fimta og síð asta er Mrs. Ura-
lova, sem í átta ár hefir haft
yfirumsjá yifir mentamálum í
einu af Soviet ríkjunum.
Hverri þjóð er -leyft að hafa
fimm fulltrúa á fundum U.N.O.
Þegar búið verður að skipuleggja
þessi alþjóða samtök að fullu og
farið yerður að reyna af alvöru
að ráða fram úr hinum mörgu
mismunandi vandamálurn( er
vonandi að konum verði gefin
kostur á að ræða málin frá sjón-
armiði kvenna, og þær fari að
eiga !hlut að máli í því að ákveða
hvernig við eigum að fara að
því að skapa /hinn nýja og betri
heim, sem allir eru að vonast
eftir.
Viðtal við Mrs. Roosevelt
Eins og að ofan er getið var
Mrs. Roosevelit ein af fulltrúum
á UNO fundinum í London. Hún
tók þar oft til máls og var ekki
feimin við að láta skoðanir sín-
ar í ljósi, en hún gerði rneira;
hún lét ekki sitja við fundar-
setur og ræðuhöld eins og oft
vill verða fyrir blessuðum karl-
mönnunum; hún ferðaðist meðal
thins hrjáða fólks og athugaði
líðan þess, og fyrir henni vakti
strax þetta: Hvað er hægt að
gera til þess að hjálpa þessu bág-
stadda fólki? Hvaða stefnu á að
taka í dag, á morgun — ekki
seinna en í næstu viku?
Mrs. Roosevelt er feona raun-
sæ og kjarkmikil og vill að geng-
ið sé hreint og beint að verki án
þess að tefja tímann óþarflega
í bollaleggingum og formsatriði.
Hún gerði þá þegar ráðstafanir
til þess að hún gæti persónulega
dregið nokkuð úr hinni ógurlegu
eymd, sem ríkir handan við haf-
ið.
Nýlega áttu ritstjórar Ladies’
Home Journal, þau Bruce og
Beatrice Gould, viðtal við Mrs.
Roosevelt um ferð hennar til
Evrópu. Þau hittu hana á heim-
ili hennar í New York og gæddi
hún þeim á te og rabbaði við
þau um UNO ráðstefnuna eins
°g væri hún að segja þeim frá
skólaráðsfundi. Ekki lét hún
bera annað á borð en smurt
brauð og smákökur, hefir senni-
iega ekki hjarta til þess að hlaða
borð sitt allskonar kræsingum,
eftir að sjá hið hungraða fólk i
Evrópu.
“Engin getur gert sér í hugar-
lund hið þræðilega ástand Evr-
ePu, sem efeki hefir sjálfur séð
þpð,” sagði Mrs. Roosevelt. “Þótt
^blk sjái myndir af hinum eyði-
legðu borgum þá verða það að-
eihs myndir í huga þess, nema
það hafi sjálft staðið mitt í rúst-
unum; þessvegna er það hlut-
verk okkar, sem farið hafa til
Evrópu og Asíu, að reyna að
vekja samúðarríkan skilning
hinna, svo þeir skilji með hjart-
anu hve hjálparþörfin er átak-
anleg og aðkallandi.
1 Evrópu borðar fólkið aðeins
þetta: í morgunmat er dálítið
af gráu brauði, bolli af sætu
gerfikaffi með könnumjólk út í.
í miðdegisverð. skál af súpu sem
búin er til aðaillega úr kartöfl-
um og í henni flýtur ofurlítið
af garðmeti og svo annar biti af
brauði. I kveldverð er þriðji
brauðbitinn framreiddur og það
er venjulega alt. Þar er ekkert
kjöt, engir ávextir, engin fita,
ekkert smjör, engin fersk mjólk,
engin egg og oft ekkert salt.
Auk matar og fata, vantar
marga hluti, sem nota þarf dag-
lega, svo sem skrifpappír og blý-
anta fyrir skólabörnin, títu-
prjóna, nálar og tvinna og hár-
nálar fyrir þá fullorðnu.
Við leggjum þessu fólki til
nokkurn mat gegn um UNRRA;
en við leggjum ekki fram eins
mikið eins og við gætum og ætt-
um að gera. Við sem þjóð erum
eyðslusöm; við gætum sparað
miklu meira en við gerum eða
höfum nokkurn itíma gert, án
þess að finna einu sinni til þess;
alt sem þarf er dálítil aðgæzla
og umhugsun. ,
Setjum svo að við ásettum
okkur að láta alt sem við eigum
koma að sem mestum notum, þá
myndum við skoða öll fötin í
klæðaskápnum okkar, taka þau
sem við aldrei notum sjálf, láta
gera við þau ef þess þarf, og
senda þau yfir hafið. Engri
konu mun finnast hún leggi hart
að sér, þótt hún gefi kjól eða
kápu sefn hún hefir ekki klætt
sig í í heilt ár; en slík gjöf myndi
koma sér afar vel í Evrópu.
Hvað fæðu viðkemur, gætum
við allar lært að fara betur með
mat. Það er ekki í raun og veru
nauðsynlegt að við borðum þrjá
til fjóra rétti í máltíð; flest okkar
gætu feomist eins vel af með tvo
rétti í miðdegisverð eins og fjóra
rétti. Ef við ilétum okkur nægja
það, piyndum við bjarga mörg-
um mannslífum í Evrópu, og það
án þess að leggja mikið að okkur.
Eg vildi óska að sparneytni
yrði tízka í þessu landi eins og
á sér stað handan við hafið hjá
því fáa fólki, sem gæti veitt sér
meir en sinn skerf. Hvergi í
Englandi fékk eg fleiri en þrjá
rétti í máltíð, jafnvel ekki við
matarborð Englands konungs.”
(Framhald)
SUSAN ANTHONY
(Framh.)
En þær gáfust ekki upp.
Smátt og smátt fengu þær í
lið með sér fleiri ágætar konur,
er voru nafnkunnar þar í landi.
Um skeið gengu allar bandalags-
fconur 1 karlmannabuxum, “til
þess að bjóða öllum hleypidóm-
um karlmannanna byrginn og
koma vitglóru inn í kollinn á
þeir,” sögðu þær. Þetta vakti
óskaplegt hneyksli meðal karl-
mannanna, en til þess höfðu þær
líka ætlast. Ekkert hafði til
þessa vakið meiri athygli á hreyf-
ingunni! — Þær byrjuðu samt
að ganga í pilsum aftur eftir
nokkurn tíma, en baráttukjark-
ur þeirra var óbilandi eftir sem
áður. Og fremst í flokki þeirra
var Susan Anthony, “Napóleon
kvenréttindastefnunnar” var hún
kölluð. Vissulega hafði hún
marga hæfileika Napoleons, efeki
grimmd hans að vísu, en skipu-
lagningargáfuna, þrekið og fast-
heldnina við hugsjónir sínar. Því
meiri mótstöðu, sem hún mætti,
því fastari var hún fyrir. Lags-
konur hennar, Elízabet Stanton
og Ernestine Rose heltust úr lest-
inni sökum aldurs og lasleika og
nú ferðaðist hún ein um landið
og gegndi sömu störfum og þær
þrjár höfðu áður haft með hönd-
um. Með óþreytandi elju og æf-
ingu var hún nú orðinn góður
ræðumaður. Hún unni sér engr-
ar hvíldar og þol hennar á ferða-
lögum var næstum ótrúlegt. Oft
ferðaðist hún dögum saman í
misjöfnu veðri að vetrarlagi( beið
oft lengi á köldum brautarpöll-
unum eftir járnbrautarlestum,
hélt fundi á afs'kekktum stöðum
í slæmum húsakynnum og boð-
aði konum þar kenningu sína
um jafnrétti kvenna og karla.
Eitt sinn gat hún þess í bréfi, er
hún skrifaði á ferðalagi, að “nú
sæti lestin föst í 11 feta djúpri
fönn.” En einhvernveginn komst
hún til ákvörðunarstaðar síns og
hélt þar fyrirlestur um kvöldið
eins og hún hafði áformað. Aftur
og aftur biilaði heilsa hennar, en
starfi sínu hélt ihún samt áfram í
hálfa öld.
Susan Anthony lifði það að sjá
nokkurn árangur af starfi sínu.
Eitt sinn hafði hún verið tekin
föst og látin í fangelsi fyrir að
reyna að kjósa, en nú var hún
ekki lengur skotspónn almenn-
ings. Bandaríkjakonurnar dáðu
hana og karlmennirnir litu jafn-
vel á hana sem höfuðpersónu í
sögu Ameriku. Vissulega kemur
hún þar mjög við sögu. Árið
1865 opnaði fyrsti háskólinn í
Bandaríkjunum dyr sínar fyrir
konum, og að 15 árum liðnum
höfðu 154 háskólar farið að dæmi
hans.
Vegna bættra menntunarskil-
yrða tóku konur nú að gegna
ýmsum embættum, er þær höfðu
ekki gegnt áður. Árið 1850 voru
mjög fáar kennslukonur í Banda-
ríkjunum, en um aldamótin 1900
vofu 'tveir-þriðju hlutar kennara-
stéttarinnar konur.
Um sama leyti voru réttindi
giftra kvenna stórum bætt. Gift-
ingin var nú álitin samningur
milli- tveggja jafn rétthárra að-
ila. — Alilt þetta lifði Susan
Anthony. Og til síns banadæg-
urs barðist hún fyrir lokasigrin-
um. 84 ára gömul fór hún til Ev-
rópu. í Þýzkalandi hélt hún
marga fyrirlestra og skrifaði
blaðagreinar á vegum kvenna-
sambandsins þar.
Æskufjörið brann enn í æð-
um hennar. Hvemig ferðu að
því að halda allri orku þinni
fram á elliár?” spurði góðvinur
hennar hana. “Með því að berj-
ast fyrir óvinsælu málefni,” svar-
aði hún.
Hún dó 86 ára gömul. Var hún
þá að koma úr veizlu, er haldin
var .henni til heiðurs á afmælis-
degi hennar. Þar hélt hún síð-
ustu ræðu sína, er var þrungin
jafn miklum eldmóði og áhuga
og allar hinar. “Við hljótum að
sigra” voru síðustu orðin í ræð-
unni.
Þetta er í fáum dráttum saga
Susan Anthony, en hennar ættu
állar feonur, ihvar sem þær eru
í heiminum, að minnast með virð-
ingu og þakklæti.
S. 7.
HJÓNAVÍGSLUR
framkvæmdar af
séra Sigurði Ólafssyni
Gefin saman í hjónaband í
Lútersku kirkjunni í Selkirk, af
sóknarpresti, þann 3. maí, War-
wick William Squires, R.C.M.P.
Constable, og Liliian Clara Thor-
steinson, bæði til heimilis í Sel-
kirk. L. J. Carswell, R.C.M.P., og
Evelyn G. Friðfinnsson aðstoð-
uðu við giftinguna. Meðan á skrá-
setningu stóð söng Mrs. R. Corri-
gal einsöng. Mrs. W. Vogan lék
á orgelið. Að giftingu afstaðinni
naut stór hópur skyldmenna og
vina ríkulegra veitinga á heimili
foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs.
W. P. Thorsteinson, í Selkirk.
Þann 3. maí, síðdegis fór fram
gifting að heimili Mr. og Mrs.
S. Stephanson, Queen Ave.( Sel-
kirk, þegar sóknarprestur gifti
Óla Árna Johnson frá Riverton,
og Joyce Zabrika, sama staðar.
Svaramenn voru: H. C. John-
son bróðir brúðgumans, og Mrs.
S. Stephanson, systir hans. Mrs.
B. Sigurgeirsson lék brúðar
“mareh.” og Mrs. B. Stephanson
söng einsöng. Margir vinir voru
viðstaddir og nutu veitinga, að
giftingar athöfninni aflokinni.
Heimili nýgiftu hjónanna verð-
ur í Riverton.
Þann 4. maí voru gefin saman
í hjónaband að heimili sóknar-
prestsins íslenzka í Selkirk, Jó-
hann A. S. Arason frá. Gimli,
Man., og Laura Lillian Thordar-
son, sama staðar. Miss Grace
Helgason og Mr. Walter Stevens
aðstoðuðu við giftinguna. Heim-
ili ungu hjónanna verður á
Gimli.
Þann 4. maí gifti séra Sigurð-
ur Ólafsson( að heimili sínu í
Selkirk, Man., Karl Herbert Ein-
arson frá Gimli, Man., og Freda
Bender, 545 Bonnar Ave., North
Kildonan, Winnipeg. Systir brúð-
gumans( Miss' Ósk Steinunn Ein-
arsson frá Winnipeg, og bróðir
brúðarinnar, Mr. F. Bender, 545
Gólfteppi
var fyrst farið að nota í Evrópu
árið 1255. Það var spænsfeur bisk
up, sem fyrstur þorði að stíga
þetta róttæka skref. — í Eng-
landi varð Elízabet drottning
fyrst til þess að kaupa teppi á
gó'lfið.
+
Viðloðan
Þegar tvö gleraugnagler eru
slípuð nákvæmilega flöt og flet-
irnir svo lagðir saman, er sam-
dráttur glerjanna svo mikill, að
maður getur efeki losað þau hvort
frá öðru, þótt beitt sé ölium
kröftum.
Bonnar Ave., North Kildonan,
Winnipeg, aðstoðuðu við gift-
inguna. Heimili ungu hjónanna
verður í Winnipeg.
DÁNARFREGN
Þann 30. Apríil andaðist á Al-
menna sjúkrahúsinu í Selkirk,
Man., Ole Engelstad, 345 Clande-
boye Ave., Selkirk( eftir eins
dags dvöil þar. Hann var fæddur
í Mannenstad, í Noregi, 13. júlí
1890, sonur hjónanna, Lars og
Matthilda Engelstad. Tuttugu og
eins árs að aldri fluttist hann til
Bandaríkjanna. Þar giftist hann
árið 1917, Miss Marie Lindholt.
Þau komu til Canada og settUBt
að í Selkirk fyrir rúmum tutt-
ugu árum síðan. Allan þann
tíma var hann starfsmaður á
“Hospital for Mental Diseases”
hér í bæ, og gat sér hinn bezta
orðstýr fyrir starf sitt og fram-
komu alla. Hann var hinn vand-
aðasti í allri umgengni og ágæt-
ur borgari í hinu nýja landi, sem
hann unni hugástum.
Heimili þeirra hjónanna var
hið fegursta úti og inni, hlyntu
þau að því með sameinuðum hug
og höndum.. Auk éiginkonu
hans er syrgir hann sárt, eru
tveir bræður hans á lífi hér í
landi: Ludvig, Lake Alma, Sask.,
og Christian, New Westminster,
B.C. Systir hins látna, Mrs. Jó-
hann Enger, er í Noregi. Útförin
fór fram frá Lútersku kirkjunni
í Selkirk, laugardaginn 4. maí,
að viðstöddum mannfjölda. Sókn-
arprestur jarðsöng.
S. Ólafsson.
V Ritstjórinn( um leið og hann
fleygir frá sér bunka af hand-
ritum í blaðakörfuna: “Það hefði
verið einhver munur að vera
ritstjóri í Babylon á þeim tímum
þegar menn skrifuðu verk sín á
múrsteina.”
“Hvers vegna?”
“Jú, þá hefði maður þó haft
eirahverja ánægju af því, að
henda handritunum aftur í haus-
inn á höfundunum.”
❖
Turgenjef sagði:
“Ættjörðin getur verið án
hvers okkar, sem vera skal, en
enginn ofekar getur verið án
ættjarðarinnar. Vei þeim, sem
enga ættjörð á. Heimsborgara-
hátturinn er núll. Utan þjóðern-
isins er hvorki til list, sannleikur
eða líf — þar er ekki neitt.”
DO YOU WANT TO BUY A CAMERA?
HERE IS A CLIX DE LUXE THAT WILL
Make 16. Snaps with
a 127 size Film good
Clear Photos which
can be Enlarged up
to Post Card size, witli
Carrying Case that
hangs around Neck.
OnV4-95
You Can Buy 3 Rolls
From Us (Size 127)
Mailed to you $1.00
s
HEADQUARTERS FOR CANDID CAMERAS
HAPIRA STUDIO
228 SELKIRK AVE., WINNIPEG, MAN.
s
PIGOTT TRUCK & TRACTOR (0., LTD.
E. G. PIGOTT
President
N. N. PIGOTT
Secretary-Treasurer
]\^R. E. G. PIGOTT, sem í sextán ár hefir tekið ákveðinn þátt í
vörubíla verzlun 1 Vestur-Canada( hefir verið skipaður einka um-
boðsmaður á vörubílum GENERAL MOTORS PRODUCTS OF
CANADA fyrir Winnipegborg, og Allis-Chalmers Diesel Crowler
Tractors og Road MaChinery. Mr. Pigott hefir þegar hafið verzlun
sína að 543 Fortage Ave.. Auk nýrra vörubíla og tractora, er deild
í hinu reisulega verzlunarhúsi Mr. Pigott undir stjórn Mr. Jack
King, þar sem gert er við, ekki aðeins G.M.C. vörubíla, heldur allar
tegundir vörubíla, fljótt og ábyggilega.
í annari sérstakri deild, í þessu stórmyndarlega verzlunar-
fyrirtæki er að fá parta í alla G.M.C. vörubíla, og alt, sem þeim
bíl-um tilheyrir, ásamt pörtum í tractora þá, sem þetta nýja félag
verzlar með og öðru því, sem tractorunum heyrir til; sú. deild, sem
í alla staði er hin fuil'lkomnasta, er í umsjá og undir stjórn Mr.
Dave Lawson. Lítið inn til okkar þegar þið eruð á ferðinni í borg-
inni, eða gangið fram hjá.
PIGOTT TRUCK & TRACTOR
COMPANY, LIMITED