Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 9. MAÍ, 1946 7 Sagnir og sýnir (Sagnirf skráðar af síra Jóni Thorarensen) • VIÐVÖRUN Haustið 1911 var eg búinn að íá loforð hjá foreldrum mínum um það að fara til Reykjavikur og læra sund. Var dagur og stund ákveðin, er leggja skyldi af stað. Hlakkaði eg mikið til ferðarinn- ar, því að mig hafði snemma langað til þess að læra sund. Daginn áður en leggja átti af stað, var farangur minn hafður til reiðu. Eg vaknaði snemma um morguninn, er við áttum að , fara, og vildi fá ferðafötin mín. Þá mælti móðir mín: “Það er óþarfi hjá þér, Björgvin minn, að biðja um ferðafötin þín, því eg læt þig ekki læra sund að þessu sinni. Eg varð alveg undrandi og fyrir miklum vonbrigðum og spyr: “Hvers vegna fæ eg ekki að fara?” Þá mælti hún: “í nótt dreymdi mig, að kom til mín maður, sem mig hefir oft dreymt áður, en eigi haft nein kynni af hér í heimi, og hann mælti við mig þessar Ijóðlínur: “Ekki skyldi unglingstetur undir haust og 'kaldan vetur sundið læra, hann sonur þirnn. Styrkjast höfuð og brjóst þarf betur, % bilað flest við ofraun getur. Svona, lærðu nú sannindin. Eg vil geta þess, að síðar var mér Ijóst, að mér var það fyrir beztu, að eg fór efcki hina fyrir- huguðu ferð. (jFrásögn Björgvins Fi lippus- sonar jrá Hellum). + Englabörnin Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja á Hellum, var Ijósmóðir í Land- sveit í fjöldamörg ár. Hún var svo lánssöm í starfi sínu, að engin kona dó af barns- förum, er hún var sótt til. Þegar hér var komið sögu, var Ingibjörg orðin allt að því .elli- hrum og átti erfitt með ferða- lög. Um þetta leyti bar svo við, að kona ein í sveitinni átti von á barni, og taldi héraðslæknir það vera einungis fyrir lækni að bjarga henni. Nú var það nótt eina þetta sumar, að Ingibjörgu dreymir, að hún sé sótt og komin inn í baðstofu til konunnar, er minnzt hefir verið á. Er þetta stór bað- stofa, og sér hún konuna liggja innst að austanverðu, en ellefu lítil börn liggja sofandi í rúm- um víðsvegar um baðstofuna. Sér hún, að konan er mjög kval- in og komin að því að eiga barn- ið. Þykist hún nú fara að hjálpa konunni, og tókst henni að bjarga henni og ná barninu. En þá brá allt í einu svo við, að öll börnin vöknuðu í baðstofunni og risu UPP og urðu ásamt þvi nýfædda að skínandi björtum englum. Baðstofan, sængurkonan og allt annað hvarf, en hún sá þau líða upp ti'l himins og hverfa uppi í heiðríkjunni. Var svo draumur- inn ekki lengri. — Nú vikur sög- unni til konunnar. Morguninn nftir var hún orðin veik og mað- or hennar riðinn af stað eftir laekni. Litlu seinna þennan niorgun kom móðir sængurkon- unnar frá næsta bæ til þess að hjúkra dóttur sinni á meðan. t’ogar hún kom, sýndist h^nni dóttir sín vera komin í opinn dauðann. Þá mælti hún við sjálfa sig: “Ingibjörg á Hellum tók á móti 11 börnum hjá mér, °g allt fór vel. Eg læt nú sækja hana, hvað sem öðru líður. Og svo fór, að Ingibjörg var sótt þennan morgun frá þeim mæðg- Urn í skyndi. Þegar hún kom til sængurkonunnar; var hún að- Iram komin. Þrátt fyrir alla erfiðleika, er þarna voru, bar *ngibjörg gæfu til þess að bjarga konunni og ná barninu, er kom liðið. Leið konunni eftir vonum vel, þegar læknirinn fcom. Fór svo Ingibjörg heim. Nokkru síðar bað Ingibjörg dóttur sína, Vilhelmínu á Hellum, að fara fyrir sig yfir bók, sem hún átti og hún hafði skrifað öll börn í, er hún hafði tefcið á móti, frá því er hún byrjaði fyrst ljós- móðurstörfin. Kom þá í ljós, að á öllurn þeim árum, sem hún hafði gegnt því starfi, hafði hún auk þeirra barna, er fæddust lif- andi, tekið á móti ellefu and- vana fæddum börnum áður, og var þetta síðasta barnið, sem hún Jtók á móti á ævinni. Stóð heima talan við litlu börnin, er hún sá í svefninum breytast í engla og hverfa uppi í blárri heiðríkjunni. (Frásögn Björgvins Filippus- stmar frá Hellum). + Konan á skipinu. Árið 1904 var eg stýrim^ður á Esther. Þegar fiskitíminn var Lúinn um haustið, lágu skipin á Reykjavíkurhöfn til hreinsun- ar, áður en þeim var lagt í vetr- arlegu. Kvöld eitt Iþetta haust bar svo við, að maður sá, er Björn hét og var með mér á Esther, bað mig að koma með sér um borð í skipið Verðandi, sem lá hér úti á höfninni. Við fórum út á skipið kl. átta um kvöldið. Var þá orðið dimmt. Þegar upp á þilfarið kom, beið eg aftur á skipinu um stund, þar sem eg þelkkti engan um borð, en félagi minn fór fram í lúkar til þess áð tala við kunningjana. Var hann svo lengi, að loks tók mér að leiðast, svo að eg labbaði fram á skipað og fór niður til mannanna. Eg gekk niður lúkarsstigann þannig, að eg sneri baki að stiga- num, þar ti'l er eftír voru tvær tröppur. Þá sneri eg mér við, það blöstu við mér opnar dyr, sem hægt vor að fara um úr lúknar- um og aftur í lest. Sé eg þá í loftinu yfir vatnskassanum' í lestinni koma í ljós eins og stóra brjóstmynd af ungri stúlku, og skín ljósið úr lúkarnum, sem fremur var dauft, beint framan í hana. Xemur mér strax í hug, að hér sé eitthvað óvenjulegt að birtast mér. En þar sem eg hafði heyrt talað um áður, að sæi mað- ur eitthvað slíkt, mætti hann ekki líta af því, þá gaf eg mér ekki tíma til þess að heilsa, svo að eg gæti gengið úr skugga um, hvort þetta væri missýning, og hafði eg ekki af henni augun. Sá eg nú konu þessa mjög vel. Hún var á að gizka rúmlega tví- tug, með móleit augu, mjög fög- ur, fagurt nef og dökkjarpt hár. Var hið fegursta samræmi í and- liti hennar og hún með fríðustu konum, er eg hefi séð. Þegar eg hafði virt hana vel fyrir mér og ekki litið af henni að minnsta kosti í tíu mínútur, þá yrði eg á mennina í lúkarnum og lit snöggvast af stúlkunni, sem við það hvarf og sást ekki síðan. Segja þá mennirnir við mig: “Á hvað varstu að horfa?” Eg lýsti sýninni fyrir þeim og spyr þá um leið, hvort þessi stúlka hafi sézt hér fyr. Kváðu þeir svo vera. Sögðu þeir það vera munnmæli, er gengið hefðu milli manna, að þá er skipið var byggt og því hleypt af stokkunum, hefði það fallið á hliðina og dóttir eigandans orðið undir því og látizt. Varð svo þetta skip ekki gam- alt hér við land, en talið var, að innviðir úr því hefðu verið not- aðir í annað skip minna, sem byggt var hér, og var það í al- mæli, að eftir það hefði þessi fagra stúlkt sézt á því skipi. Eg hefi nú stöðugt stundað sjó á þilskipum í 51 ár, og eí þetta eina einkennilega atvikið, sem fyrir mig hefir komið á þessum tíma. Þess skal getið, að það var að- eins í þetta eina skipfi, sem eg kom um borð í skip þetta. (Frásögn Guðmundar Guðna- sonar, skipstjóra í Reykjavík). Fagra konan í Landssíma- húsfnu nýja. Fyrsta veturinn, sem eg vann í Landssímahúsinu nýja við Tihorvaldsensstræti, var það kvöld eitt, að eg var að fága gólfið í sjálfvirkustöðinni í hús- inu í vesturálmunni á annari hæð. Úr salnum liggja tvær tröpp- ur niður í vinnustofuna, og var eg fyrir neðan tröppurnar inni í stofunni að þrífa þar tiL Allt í einu finn eg, að einhver kemur aftan að mér, og verður mér lit- ið við. Sé eg þá konu standa á efri tröppunni og halla sér upp að veggnum. Kona þessi var há og grönn, andlitið fölileitt, frekar toginleitt og þó nokkuð feitlagið, augun dökk og Ijómandi, hárið fagurt, glóbjart og mikið, greitt beint aftur og vafið í hnút í hnakkanum. Hún var kjólklædd, og virtist mér kjóllinn vera úr rauðbrúnu flaueli og síður; hann var rykkt- ur uppi undir brjóstunum, en féll niður í djúpum fellingum. Kjóllinn ver efcki fleginn, en hálsmálið ferkantað með breið- um, gylltum rósaleggingum, og •voru þær einnig á kjólfaldinum, en miklu breiðari. Ermarnar voru langar og þröngar. Hendur hennar voru hvítar, fingurnir langir og fram- mjóir og með afbrigðum fagrir. Kona þessi var, í einu orði sagt, óvenjulega fögur og fyrir- mannleg. Hún hallaði sér upp að veggn- um og hélt með vinstri hendi kjólnum að sér. Eg virti hana fyrir mér um stund, og horfði hún rólega á mig. Á milli okkar voru eitt- hvað um þrír metrar. Allt í einu deplaði eg augunum og leit þó ekki af henni. Við það hvarf hún alveg og að öllu leyti á auga- bragði fyrir augunum á mér. Þessari fögru sýn fylgdu hin indælustu áhrif á undan og eftir. Þess skal að lofcum getið, að önnur kona, sem hefir verið í Landssímahúsinu, hefir séð þessa sömu konu og lýst henni fyrir mér, og hefir sú lýsing hennar varið á allan hátt ná- kvæmlega eins og sú, sem eg hefi hér frá skýrt. (Frásögn Sigurveigar Illugadóttur . — VÍSIR. NÝR DANSSALUR Don Carlos auglýsir í þessu blaði opningu á hinum veglega og rómantíska borð- og danssal sín- um að 650 Pembina Highway. Byggingin, sem er alveg ný, er í forn-evrópiskum kastalastíl, bæði að innan og utan, nema hvað hún er þeim fullfcomnari í því, að hún veitir öll nýtízku þægindi. Þar í Winnipeg en þó fyrir ntan Win- nipeg geta menn notið þeirra ágætustu máltíða, sem völ er á, í ró og næði, undir áhrifum þau- læfðrar hljómsveitar og í um- hverfi sem minnir á forna frægð er drengskapur riddaranna var í heiðri hafður. Þar geta menn stigið dans undir hinum róman- tiskUstu áhrifum þar sem for- tíðin blasir við auganu og sam- einast nútíðinni i draumkendri dáleiðslu. , Maðurinn, sem á þessa stofnun og starfrækir hana, Don Carlos, er íslendingum að góðu kunnur, bæði hér í bænum og á Gimli, þar sem hann hefir spiíkð með hljómsveit sinni. íslendingar, munið eftir Don Carlos kastalanum, þegar þið er- uð á ferð í borginni og þið sem í borginni búið, minnist þess, að þegar þið viljið hafa sérstaklega mikið við, þá er Don Carlos kast- alinn staðurinn, sem veitir ósk- um yðar fullnægju. Frá Vancouver, B.C. 1. MAÍ 1946 Nú er komið hér sólskin og sumar. Þess ver getið í dag- blöðunum nýlega, að það væru yfir þrjátíu ár, síðan það hefði verið eins mikil votviðra tíð eins og var hér síðastliðinn vetur og vor. Það er nú liðið og gileymt-, því allireru að baða sig í glaða sólskini nú á hverjum degi. Þann 16. marz lézt hér á St. Paul spítalanum, Carl Freder-. iok Frederickson, 58 ára gamall. Hann lifa auk ekkjunnar einn bróðir, Björn, og ein systir, Mrs. B. Hjálmarson í Regina, Sask. Ein systir, Mrs. B. Frederickson í Ottawa, tvær systur, Mrs. Thos. Gorvick, og Miss Ethel Frederickson d Sastkatoon, Sask. Fór jarðarförin fram frá útfar- arstofu Simmons og McBride, 20. marz. Dr. H. Sigmar þjón- ustaði við útförina. Carl Fred- erickson var mætur maður og vel látinn af öllum sem kyntust honum, og kom það bezt í ljós við jarðarförina. Það var efa- laust sú fjölmennasta jarðarför sem hér hefur verið hjá Islend- ingum. Þann 17. feb. lézt að heimili sínu í Vancouver, Mrs. Þóra Ingibjörg Paulson, 73 ára gömul. Hún var ekkja Sigfúsar Páls- sonar sem lézt fyrir mörgum árum síðan. Hana lifa tveir syn- ir, Lincoln í Vanoouver, Wash- ington Thorn í Pinniohe, Sask. og tvær dætur, Miss Rose Thorn og Mrs. Harry Crane, báðar í Vancouver. Dr. H. Sigmar þjón- ustaði við útförina. Nokkur fleiri dauðsföll hafa verið hér, en þeirra hefur áður verið get- ið í íslenzku blöðunum. Þann 29. Marz hafði kvenfél- agið “Sólskin” skemtisamkomu og dans. Á skemtiskránni var: 1. Violin solo, Mr. John Finnson; 2. Upplestur, Mrs. Carol Lee; 3. Einsöngur, Mrs. Anna William- son; 4. var leikur “Ræninginn,” sem hafði verið þýddur á is- lenzku úr dönsku. Leikendur voru: Mr. Einar Haralds, Mrs. Þóra Orr; Miss Phillis Sigurd- son; Miss Evelyn Askdal, og Mr. Hetrmann Eyford. Tókst þeim öllum vel og var því gefinn góð- ur rómur. Inntektir við þessa samkomu voru $108.00 og gen^ur allur ágóðinn í elliheimilissjóð- inn. Fólagskonurnar í “Sólskin” hafa beitt sér fyrir því að hafa spilasamkomu í heimahúsrun hjá sér, og hafa komið inn fyrir það $78.50. Á það einnig að ganga í elliheimilis sjóðinn hér í Van- couver. Með þessari starfsemi sýnir félagið lofsverðan áhuga fyrir þessu velferðarmáliefni, hefðum við haft fleiri úr þeirra félagi í elliheimilis nefndinni, þá hefði því málefni verið kom- ið lengra á leið, en ennþá hefir verið gjört. Mrs. A. Le Messu- rier stýrði samkomunni í fjær- veru forsetans, sem er Mrs. Carl Frederickson. Á föstudaginn langa var mess- að á íslenzku í dönsku kirkjunni. Og var vel sótt. Á páskadaginn messaði dr. H. Sigmar á þremur stöðum, í Vancouver, Blaine og Point Roberts. í Vancouver buðu kvenfélágskonur safnaðarins öll- um viðstöddum kaffi og veit- ingar ,1 fundarsal kirkjunnar. Var það mjög rausnarlegt, og hafði Mrs. Jónína Johnston um- sjón á því. Norsk stúlka, Miss Harteiger frá Victoria, söng solo bæði við messuna, og líka niðri í veizlusalnum. Mr. Magnús Matthíasson og frú hans frá Reykjavík á íslandi, hafa verið að heimsækja kunn- ingja sína hér í Ameríku víðs- vegar. Hann er sonur séra Mat- thíasar Jochumsonar skáldsins fræga, en frú hans er dóttir Ein- ars Hi Kvarans, og er hún fædd í Winnipeg, og er því Vestur- Íslendingur. Hafa þau hjón ferð- ast víða bæði í Bandaríkjunum og í Canada. Hér í Vancouver hitti Mr. Matthíasson einn skóla- bróðir sinn frá ungdóms áfun- um, Júlíus Thórsson. Höfðu þeir báðir gengið á sama skóla á Akureyri um eitt skeið. Það þarf ekki að efast neitt um það, að Mr. og Mrs. Thorsson hafi tekið vel og myndarlega á móti þessum gestum sínum. Mr. og Mrs. Matthíasson voru við messu á páskadaginn, og kynti dr. Sig- mar þau í veizlusalnum, og margir notuðu tækifærið til að heilsa þeim hjónum og bjóða þau velkomin. Þau eru nú á heimleið aftur. Þann 14. apríl komu nokkrir vinir og kunningjar Ófeigs Sig- urðssonar saman í húsi Mrs. I. Jackson, í tilefni af því að þann dag var Mr. Sigurðsson 84 ára gamall. Voru þeir að árna hon- um allra heilla eins og lög gjöra ráð fyrir við slík tækifæri. Er Mr. Sigurðsson vel hress og heldur sér vel; hann er stálminn- ugur og kann því frá mörgu að segja sem drifið hefur á dagana. Mr. Sigurðsson á marga vini og kunningja víðsvegar, sem vilja óska honum til lukku og bless- unar í framtíðinni, á þessu 84 afmæli hans. Sumarmála samkomu hélt þjóðræknisdeildin “Ströndin,” á Swedish Hall, 23. apríl; voru þar samankomnir yfir 200 manns. Forseti Strandar, próf. T. J. Ole- son stýrði samkomunni. Á skemtiskránni var: Söngur, ræða, kvæði og upplestur. Skemtiskráin hófst með því að söngflofckur undir stjórn L. H. Thorlakson söng nokkur lög, þar á meðal “Vorið er komið” og “ísland ögrum skorið.” Mr. Thorlakson á miklar þakkir skilið fyrir áhuga sinn fyrir söng með- al Islendinga í Vancouver. Þar næst las Andrés Eiríksson upp hina bráðskemtilegu sögu Gests Páksonar, Uppreisnin á Brekku; Walter Johnson frá White Rock, B.C., söng þá þrjú lög, þar á meðal “Vorgyðjan svífur frá suðrænum geim.” Kvæði kvölds- ins flutti Ármann Björnsson, eitt af okkar beztu fckáldum á vestur ströndinni, og er það birt á öðrum stað í blaðinu. Þá var tvísöngur sunginn af Walter Johnson og Elíasi Breiðfjörð frá Blaine, Wash. Sungu þeir “Sól- setur ljóð” og “Eg veit ei af hversfconar völdum.” Er óhætt að segja að söngur þessara manna vakti aðdáun samkomu- gesta, og voru þeir margsinnis kallaðir fram. íslendingar eru söngelskir; og snertu þessir menn þá strengi í íslenzka eðl- inu. Undirspil bæði fyrir kór- sönginn og söng Walters John- son og Elíasar Breiðfjörðs lék Mrs. Henry Sumarliðason, og leysti það, eins og vant er, pfýði- lega af hendi. Mrs. Sumarliða- son er ævinlega boðin og búin til að aðstoða öll góð fyrirtæki, og stöndum við Vancouver Is- lendingar í mikilli þakklætis- skuld við hana. Ræðumaður kvöldsins var Dr. Ha'raldur Sig- mar, forseti kirkjufélagsins lút- erska, og prestur safnaðar þess í Vancouver. Er þetta held eg í fyrsta sinni sem dr. Haraldur hefir talað á samkomu í Van- couver. Var ræða hans bráð skemtileg, og skörulega flutt. Ekki skaðaði það heldur að séra Haraldur fór með nokkrar visur eftir K.N. og var eins og vant er hlegið dátt að þeim. Að iok- um söng Elías Breiðfjörð “Ætti eg hörpu” og “Bí, bí og blaka” og “Sólskríkjan.” Forsetinn þakkaði fólki fyrir að sækja svona vel samkomuna, og öllum þeim sem höfðu hjálpað til við þetta tækifæri. Líka gat forsetinn þess, að allur arður af samkomunni gengi til bóka- kaupa í bókasafn það sem Strönd- in rekur. Síðan fékk fólk sér kaffi og veitingar, svo var dans- að það sem eftir var kvöldsins. Margir létu í Ijósi ánægju sína yfir hvað þessi samkoma hefði verið slkemtileg, og það má með sanni segja að það var líf og fjör í Vancouver Islendingum þetta kvöld. ( Vonandi er að sem flestir land- Strandar. Hún getur orðið stórt ar í Vancouver gerist meðlimir og öflugt félag, talsmaður allra íslendinga þar ef.þeir styrkja hana vel. Þessi samkoma er víst fyrsta samkoma hér í Vancouver sem má með sanni segja að hafi verið al-íslehzk, þar var ekki eitt orð á skemtiskránni nema á íslenzku. Vonandi er að Strönd in geti haldið margar slíkar samkomur hér í framtiðinni. Nú er hér í undirbúningi að haldið verði skgargildi (picnic) 17. júní. Er ætlast til að öll ís- lenzku félögin í Vancouver sam- eini sig til að standa fyrir því. Verður seinna skýrt frá því, þegar búið'er að skipuleggja prógram dagsins. S. Guðmundsson. Orðið “mazda”, sem stendur á ljósaperum frá General Electric, er nafnið á ljósguði Persa til forna. DON CARLOS BORÐ- og DANS Salurinn Nýi borð- og danssalurinn að 650 Pembir|a Highway verður opnaður 3. maí næstk. þar sem menn njóta bezt reiddu máltíða, sem fáanlegar eru í Winnipeg og skemta sér við dansleik undir forn- Evrópiskum áhrifum. Smekk-góðar og lystugar máltíðir, sem Mr. Tony Lago, fyrrum yfirmatreiðslumaður á Fort Garry hótelinu framreiðir. Um þægindi og þjónustu sér yfirframmistöðumaður okkar, Mr. Peter Smith, sem áður var í þjónustu Marl- borough hótelsins. Fyrir dansinum spilar DON CARLOS og hornleika- flokkur hans, Maxine Ware aðstoðar. Um músík við máltíðir á sunnudögum sér Harold Green’s String Trio. Don Carlos er vel þektur á meðal Islendinga. Hann hefir spilað á Gimli við ýms tækifæri og nú ávalt fyrir The Icelandic Canadian Club, þegar þeir þurfa á hljóm- sveit að halda. — Gleymið ekki staðnum — DON CARLOS KASTALINN 650 PEMBINA HIGHWAY Þar er rólegt — þar er gaman. Þar eru Ijúffengastar máltíðir í Winnipeg. Sími 44 597 — kallið upp í tíma, til að tryggja yður pláss. E

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.