Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN, 9. MAÍ, 1946 ,----------HogticrB----------------------- i Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í 'argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjórans: | EDITOR LOGBERG • >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. | Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON i Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram j The “Lögberg" is printed and published by , The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada. i PHONE 21 804 , | Lækningamiðálöðin í Manitoba Eftir P. H. T. Thorlakson, M.D., formann bráðabyrgðarnefndarinnar. Flutt á fundi Young Men’s Section, Board of Trade, Winnipeg, 11. marz 1946. Vestur Canada nýtur um þessar mundir tímabils vonbirtu, hagsældar og margháttaðrar þróunar. Eðlileg þróun þjóðarinnar hafði truflast af völdum viðskiftakreppu, ofþurka og styrjalda um sextán ára tímabil. Þetta flókna og örðuga ástand, sem við horfðumst í augu við, var árangur af samtvinnuðum, þremur meiriháttar áföllum, sem skéð höfðu á hlutfallslega stuttu tímabili; þessi áföll, hvert um sig, höfðu stund- um gagnstæðar afleiðingar á efnahag- inn. Hvert útaf fyrir sig var alvarlegt, truflandi og stundum eyðileggjandi. En þrátt fyrir þetta ríkir bjartsýni og vel- megun í vesturlandinu; fólkið er von- bjart, glaðvakandi og fullvitandi þess að framundan bíði mikil tækifæri til samfélagslegra og fjárhagslegra um- bóta. Vér höfum enga ástæðu til að kvarta yfir framleiðslu-magni gróður- moldarinnar, og þótt fjárhagslegur arð- ur af skógartekju, fiskiveiðum og nám- um, þoli ekki að öllu samanburð við aðrar framleiðslu greinar, þá er hann þó fullnægjandi, sé viturlega með nátt- úru-fríðindin farið og allra ráða gætt þeim til verndar. Mestu auðæfi Vesturlandsins eru þó fólgin í framsóknarhug fólksins, sem þar býr, sem er reiðubúið til mikilla á- taka til að sigrast á örðugleikum, lætur ekki vonbrigði á sig fá, og skipuleggur og byggir fyrir komandi dag. Þetta í sameiningu, auðæfi landsins og fram- tak fólksins,, gefur góða ástæðu til þess að horfast í augu við framtíðina með öruggri von og trúnaðartrausti. Samt sem áður, ættuð þér, sem hagsýnir iðju- höldar, að kynna yður vandlega sér- hvert það fyrirtæki eða stofnun, er krefst stórra útgjalda af almennu fé. Lækningamiðstöðin í Manitoba er al- mennings fyrirtæki, sem innibindur margar stofnanir er beita sér fyrir þeim málum er lúta að heilbrigði, sjúkdóm- um og fræðslu fyrir lækna, hjúkrunar- konur og aðstoðar sérfræðinga. Stofn- unin hefir hlotið fylgi margra mannfél- agssamtaka í borgipni og út um sveitir, og var löggilt með sérstakri löggjöf á fylkisþinginu 7. apríl 1946. í fram- kvæmdarnefnd eiga sæti fulltrúar úr bæjarstjórninni í Winnipeg, háskóla- ráði Manitoba- háskólans, læknadeild hans, héraðsmála sambandinu í Mani- toba, frá heilbrigðis og velferðarmála ráðherra fylkisins, bæjarstjórninni í St. Boniface, barna spítalanum, St. Jo- seph’s spítalanum, heilsuhæla-nefnd- inni, St. Boniface spítalanum, stofnun- inni sem vinnur að lækningu og rann- sókn krabbameins, Almenna spítalan- um í Winnipeg, læknafélagi fylkisins og úr sjúkrahúsa samlaginu í Manitoba. Sérhver þessara stofnana, sem telj- ast til lækninga-miðstöðvarinnar, mun á næstu fimm til tíu árum, leggja fram sinn sérstaka skerf henni til þróunar. Undirbúningurinn að aðal stofnun- inni hefir veri^ skipulagður. Sérhverri ofangreindra stofnana, er að mestu Ijóst hvernig starfsemi hennar skuli hagað. Einungis framkvæmdarstjórn sérhverrar einkastofnunar um sig, get- ur kveðið á um tíma og fjárframlög til sinna nýju bygginga innan vébanda Lækninga Miðstöðvarinnar sjálfrar. Sérhver stofnun út af fyrir sig áskilur sér að eiga óbundnar hendur. Nálægð þessara stofnana hver við aðra hjá læknaskólanum, veitir ekki einungis öllum aðiljum auðveldara að bera ráð sín saman og hagnýta sw starfsemina á sviði rannsókna og sjúkr- askoðunar, heldur mun það á sínum tíma spara allmikið fé í höfuðstól og reksturskostnaði. Ein hitunarmiðstöð og orkustöð, eitt þvottahús, sameigin- leg innkaup á dýrum efnum og áhöldum, mun lækka kostnaðinn. Hve fyllilega þessar mismunandi stofnanir sameina og samræma krafta sína, er komið und- ir stjórn hverrar út af fyrir sig, en ekki utanaðkomandi áhrifum. Framkvæmdarnefnd Manitoba Lækn- inga-miðstöðvarinnar starfar sem sam- ræmandi eining og skiftir sér aðeins af þeim málum, sem eru fríviljuglega lögð fyrir hana af hluteigandi stofnunum; hún getur ekki stjórnað eða takmarkað starfsemi þessara stofnana, sem eru innan vébanda Lækninga-miðstöðvar- innar. Þetta eru grundvallar atriði sem verða að vera skilin og viðtekin. Þau eru mikilvæg fyrir tvær ástæður: Fyrst, þær stofnanir, sem flytjast inn í lækn- ingahverfið, halda áfram, án hindrunar, að ákveða sínar eigin gjörðir; í öðru lagi, með þessu fyrirkomulagi, mun ekki þurfa að efla til feykilegrar fjársöfnun- ar fyrir allar hluteigandi stofnanir í senn. Almenningur fær að athuga fjár- beiðnir fyrir sérhverja stofnun og dæma um þörf þeirra. Framför á sér stað smátt og smátt, eftir því sem ástæður leyfa og réttlæta. Þróunin verður skipu- leg og hægfara, og mun e.t.v. standa yfir í mörg ár. Aðalatriðið er ekki það, hve fljótt okkur miðar áfram, heldur hitt, að við höldum í rétta átt. Aldrei á ný, í okkar tíð, mun veitast tækifæri til þess að sameina í eitt, öll þau tæki til sjúkra skoðunar og fræðslu, sem fyrir hendi eru, í því augnamiði að háskólinn geti lagt fram sem stærstan skerf til þess að byggja öfluga kenslu- stofnun með nútíma fyrirkomulagi og stutt þannig starfsemi og ráðagerðir Heilbrigðisdeildar fylkisins. Þarna verð- ur mögulegt fyrjr læknanema, sem koma aftur til framhaldsnáms, að hag- nýta sér hin mikilvægustu tækifæri sem þetta umhverfi hefur að bjóða hvað snertir aðferðir við sjúkra-skoðun, varnir gegn sjúkdómum og lækninga- aðferðir. Þar eð fylkisstjórnin hefir mikinn áhuga fyrir því að veita fólki út um sveitir sem bezta læknisaðhlynn- ingu, ætti hún tafarlaust að íhuga þá ráðagerð, sem miðar að því að bæta að- stöðuna fyrir læknanema og veita tæki- færi til framhaldsnáms í læknisfræði. í mörg ár hafa spítalar okkar verið starfræktir í þágu sveitanna og borg- anna og sjálfrar stjórnarinnar fyrir minna en það, sem svarar kostnaði. Af- leiðingin er sú, að sá spítali, sem leggur fram stærstan skerf til aðhlynningar fátækum og veitir mestu möguleikana til þess að æfa og fræða læknanema, er tilneyddur að starfa með árlegum tekju- halla. Þetta er ekki einungis rangt frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, heldur er hér gagngjört hallað á sérstaka stofn- un; þar er ekki hægt að gera nauðsyn- legar umbætur, kaupa eða endurnýja nauðsynleg áhöld, og starfsfólki er borg- að of lágt kaup. Þetta heggur í sjálfan grundvöll góðrar sjúkraaðhlynningar, starfhæfni til sjúkraskoðunar og ör- uggra spítala starfsvenja. Auðsjáanlegt er, að þessu verður að breyta og borga verður spítölunum starfskostnað þeirra. í þessu sambandi, er athyglisvert að Ontario fylkið hefir ákveðið að borga frá byrjun janúar 1946, allan kostnað við starfrækslu almennings-deildanna í spítölunum í fylkinu. Þessi ráðstöfun hefir hafið þá spítala sem veita fræðslu í sambandi við læknaskólana á hæsta stig. Þið hafið vafalaust áhuga fyrir því að vita hvað gert hefir verið í öðrum fylkjum Canada á sviði spítala reksturs. Nova Scotia hefir veitt fé til þess að reisa nýja byggingu fyrir Victoria Hosp- ital í Halifax, sem er einn af elztu spít- ölum í Canada. Ontario fylkið hefir veitt eina milljón dollara til þess að reisa spítala fyrir sjúk börn. New Brunswick er að veita fé til spít- ala bygginga í Fredericton borginni. Alberta veitir Almenna spítalanum í Calgary fjárhagslegan stuðning til bygginga þar. Mér skilst að Saskatchewan fylkið veiti stuðning við að reisa nýjar bygg- ingar fyrir Almenna spítalann í Regina. British Columbia er að veita háskóla þess fylkis stórt* fjárframlag til þess að reisa nýja læknabyggingu; eg held að það sé ennfremur að veita Almennaspít- alanum í Vancouver fjárstyrk .til þess að stækka hjúkrunarkvenna- bygging- una. Stúlkan sem lifði tvisvar / Fyrir tuttugu árum síðan fædd- ist í Delhi á Indlandi meybarn, er gefið var nafnið Shanti Devis, Ekki var fæðing hennar á neinn hátt söguleg né frábrugðin því, sem venja er. En ekki liðu langar stundir fram, þangað til foreldrar henn- ar fóru að taka eftir ýmsu óvenj- ulegu í fari hennar. En það var þó ekki fyrr en hún fór að tala, sem foreldrar hennar ókyrrðust að mun. Hún nefndi þá oft stað; er hún kallaði Muttra, þar sem hún þóttist hafa átt heima í fyrri tilveru. Shanti hélt þvi sem sé fram með óbifanlegum sannfær- ingarkrafti, að hún hefði áður lifað hér á jörðu — og það fyrir skömmu síðan. Þegar stúlkan óx upp, tók hún að hafa orð á fleiru úr fyrri tilveru sinni. Kvaðst hún þá hafa heitið Ludgi. Þegar hún var níu ára, sagði hún foreldrum sínum frá því, að í fyrra lífi sínu hefði hún verið gift og átt þrjú börn. Nefndi hún nöfn þarnanna og sk rði frá háralit þeirra og augnalit. Tóku foreldrarnir henni óstinnt upp þetta hjal og ávítuðu hana harð- lega. Kvöld nokkurt, þegar Shanti var að hjálpa móður sinni við að elda kvöldmatinn, var barið að dyrum. Stúlkan snaraðist þegar til dyra ótilkvödd, en það var annars ekki vani hennar. Móðir hennar fór að grennslast eftir, hvað um væri að vera og sá þá, að Shanti stóð í dyrunum og starði á komumann. — Hvað vill hann, Shanti? spurði móðirin. Það veit eg ekki, svaraði stúlk- an. — En hann er frændi manns- ins míns oig átti lika heima í Muttra. Móðirin, sem þótti leitt að ó- kunni maðurinn skyldi heyra þennan þvætting í stúlkunni, skipaði henni að fara aftur inn í eldhúsið og gaf sig á tal við komumann. Sér til mikillar undrunar komst hún þá að raun um það, að maðurinn var raun- verulega frá Muttra og var þarna kominn þeirrá erinda að hitta föður Sharuti. Og iþótt hann ekki bæri kennsl á Shanti, staðfesti hann það, að frændi sinn í Muttra hefði misst konu sína af barns- förum. Hún hafði heitið Ludgi og var látin fyrir tæpum tíu ár- um. Með nokkurun semingi skýrði nú móðirin ókunna manninum frá fullyrðingum dóttur sinnar. Varð að ráði, að hann skyldi láta frænda sinn koma til Delhi^ svo Eg hefi skýrt frá þessum á- kvörðunum stjómanna í öðrum fylkjum titl þess að sýna fram á tvennt: 1. Að spítaiar geta ekki verið starfræktir á fullkom- inn hátt nema því aðeins að þeim sé greidd nægileg þóknun fyrir starf sitt. 2. Að aðrar fylkisstjórnir hafa gleggra en Manitoba stjórnin skilið þörfina á því að veita spítölum stuðning, sérstaklega þeim spítölum; þar sem læknafræðsla fer fram, Það er áríðandi að taka það fram, að fram að þessu hafa full- i trúar Manitoba Lækningamið- stöðvarinnar ekki farið fram á það við Manitoba stjórnina, að hún taki á sig nýjar fjárhags- legar skuldbindingar, né það að hún auki við tölu spítala-rúma í Winnipegborg. Vér höfum, hinsvegar, farið fram á við fylk- istjórnina, að hún ræki þær skuldbindingar sem hún tók á sig fyrir mörgum árum; sem sé, að sjá um það, að tækifæri og tæki til ssj úkraskoðunar og rannsókna séu fullnægjandi í kensluspít- ölum sem tengdir eru við Mani- toba háskólann. Hin fjárhags- lega ábyrgð i sambandi við ment- un og æfingu læknanema, ætti óneitanlega að hvíla á einstakl- ingunum og fylkisstjórninni; en ekki á einka-líknarstofnunum. (Framhald) að úr -því fengist skorið, hvort Shanti bæri kennsl á hann. Shanti var að sjálfsögðu ekki skýrt frá þessari ráðagerð. Mað- urinn og börn hans þrjú komu á tilsettum tíma, og Shanti var skipað að fara til dyra, þegar bar- ið var. Og vissulega stóðst hún prófið. Jafnskjótt og hún hafði opnað dyrnar og litið á komu- mann kastaði hún sér í fang hans og hrópaði: — Maðurinn minn er kominn til mín aftur! Börnin þekkti hún ekki, en minntist þess, að hún hafði látist, er hið þriðja fæddist. Foreldr- arnir og maðurinn frá Muttra voru harla ráðvillt og sneru sér til prests eins í þessum vand- ræðum sínum. Atburður þessi spurðist brátt víða og vakti at- hygili. Nefnd viísindamanna var sett á laggirnar til að skera úr því, hvort hin framliðna Ludgi væri raunverulega endurhold- guð f Shanti. Ákveðið var að fara með stúlk- una til Muttra, til þess að ganga úr skugga um, hvort hún þekkti sig á fyrra heimili sínu. Fregnin um komu hennar spurðist þang- að, og fjöldi fólks safnaðist sam- an á járnbrautarstöðinni, þegar hennar var von. Þegar lestin rann inn á stöðina, þekkti Shanti undir eins mág sinn og tengdamóður. Veifaði hún þeim, stökk af lestinni jafn- skjótt og hún nam staðar og heilsaði tengdafólki sínu á Mutt- ra-mállýsku. I Delhi hafði hún einvörðungu talað hindúa mál- lýsku. Síðan var bundið fyrir augu hennar og því næst stigið upp í vagn. Var henni sagt að segja ökumanninum til vegar. Gerði hún það, lýsti leiðinni til heim- ilis síns og musteri, er fram hjá skyldi aka. Á leiðinni vissi hún alltaf hvar hún var stödd og sagði loks ökumanninum að nema staðar, er komið var í þrönga 'götu og sagði: — Hér er það. Hér er gamla heimilið mitt. — Bindið var nú tekið frá aug- um hennar, og Shanti sá gamlan mann, sem stóð við húsvegginn og reykti pípu sína. — Þetta er tengdafaðir minn, sagði hún þá undir eins. Vísindamönnunum þótti þetta meira en lítið kynlegt. Þeir spurðu manninn; sem Shanti taldi sig hafa verið gift, í þaula, en hann var næsta ráðvilltur. Shanti var ekki lík konu hans í útliiti, sagði hann. En hún hafði sama málróm, sama skapferli og sömu framkomu. -— Ef það er satt, að Ludgi sé endurholdguð í henni, er Shanti Devis að vissu leyti móðir barna minna, sem eru miklu eldri en hún sjálf, lauk hann máli sínu algerlega ráðþrota. Vísindamennirnir voru mjög fámálir um þetta, og enginn vissi, hvað til bragðs skyldi taka með stúlkuna. Endirinn varð þó sá, að hún var látin vera áfram hjá foreldrum sínum. (Heimilisblaðið) Manninn langaði til að gleðja konu sína, svo að hann keypti blómvönd og konfektkassa. Þeg- ar heim kom, afhenti hann henni hvort tveggja og sagði: Farðu í sparikjólinn þinn, heillin, við skulum fara í leik- húsið í kveld. Konan fór að kjökra og sagði: Eg hélt það hefði verið nóg, að barnið datt niður sitigann og eg brenndi mig á annarri hendinni, en svo kórónar þú þetta með því að koma heim fullur. + Carlyle sagði: “Það er dökkur blettur í sól- skininu þínu — gættu að hvort það er ekki skugginn af sjáifum þér.!” Hver fann: KAFBÁTINN? Hugvitsmennirnir fóru snemma að glíma við það viðfangsefni, að smiða skip, sem gætu siglt í kafi og ráðist óséð að óvinum sínum. Þannig bauð Fulton bæði Frökkum og Bretum að smíða handa þeim kafbát. en boðinu var ekki sinnt. Það er Irlend- ingurinn Jo-hn P. Holland, sem er höfundur kafbátsins. Hann hugsaði sér iþetta skip sem dráps- vél fyrst og fremst, eins og Ful- ton. Hann hataði England eins og flestir írlendingar gerðu í þá daga, og hafði hugsað sér að kaf- báturinn gæti orðið tæki til að útrýma flotaveldi Englendinga. Fór hann nú til Ameríku og fékk stuðning hjá írskum sjálfstæðis- miönnum þar, en tilraunir hans mistókust flestar og varð hann að athlægi. Loks tókst honum að smíða kafbát, árið 1898, og keypti Bandaríkjaflotinn hann. Bretar fóru nú að veita málinu athygli og keyptu sérleyfi til að smíða kafbáta eftir fyrirmynd Hollands. — Báturinn, sem hafði átt að gera útaf við yfirráð Breta á hafinu, varð nú merkur þáttur í sjóveldi þeirra. — Síðan hafa margvíslegar umbætur verið gerðar á kafbátunum, og aldrei hefir það sést eins vel og í heims- styrjöldunum tveimur hve skæð- ir þeir eru. En það eru Þjóð- verjar en ekki Bretar, sém hafa beitt þessu vopni mest. Fálkinn. Með— LJÓN - FlLA - SEJA - ÚLFALDA HUNDA - HESTA . LOFTLElKI FlFL og TRÚÐARA ÖLL SÆTI TÖLUSETT Aðgöngumiöar 25c, 50c, 75c, $1.00 Miðasala frá 4. til 18. mai hjá Winni- peg Piano Co., og i Amphitheatre. SÝNINGAR FYRIR BÖRN: Laugard.morgun 11. maí 10 f.h. Húsið opnað kl. 9 f.h. • AUKASÝNINGAR— miðvikud. og báða laudard.2.15 KVÖLDSÝNINGAR .........8.15 wX/WlWiUZiOá’iíiL'é HELPUSHELP CP/PPÍED CH/LDPEH HAMBLEY CANADA’S LARGEST HATCHERIES Four hatches each week. R.O.P. Sired Leghorn Pul- lets, also Government Ap- proved New Hampshires for PROMPT DELIVERY Rush your order TODAY! Send deposit or payment in full. ORDER FROM NEAREST BRANCH PRICES TO MAY 25TH F.O.B. MAN. and SASK. BRANCIÍES Hambley Approved White Leghorns— 100 50 25 White Leghorns .$14.25 $ 7.60 $4.05 W. L. úullets . 29.00 15.00 7.75 W. L. Cockerels . 3.00 2.00 1.00 Hambley Approved — Every Bird Banded Pullorum . Tested Select^ Government Approved Malc.s. New Hampshires 8.10 4.30 New H. Pullets ... 26.00 13.50 7.00 Barred Rocks ... 15.25 8.10 4.30 B. R. Pullets ... 26.00 13.50 7.00 Rhode Island Reds . ... 15.25 8.10 4.30 R. I. R. Pullets ... 26.00 13.50 7.00 Black Minorcas ... 16.25 8.60 4.55 Blaek Min. Pullets. ... 31.00 16.00 8.25 Black M. Cockerels. ... 5.00 2.75 1.50 White Rocks .. 16.25... .. 8.60 4.55 White Wyandottes . ... 16.25 8.60 4.55 Light Sussex ... 18.50 9.75 5.10 R.O.P. Sircd White L/cghorns— White Leghorns ... 15.75 8.35 4.45 White L. Pullets ... 31.50 16.50 8.40 W. L. Cockerels ... 4.00 2.50 1.50 Hambley’s Spec’l Mating, Approved from flocks headed with 100% 2nd Generation Pedigreed Males. New Hampshires .. 16.75 8.85 4.70 New H. Pullets . 29.00 15.0.0 7.75 Barred Rocks .. 16.75 8.85 4.70 Barred R. Pullets .. .. 29.00 15.00 7.75 Rhode Island Reds .. .. 16.75 8.85 4.70 Rhode I. R. Pullets . .. 29.00 15.00 7.75 HAMBLEY ELECTRIC HATCHERIES Winnlpeg, Brapdon, Portage. Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton, Swan Lake, Boissevain, Dauphin_ Abbotsford, B.C., Port Arthur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.