Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.05.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ, 1946 Margrét Werner Hann rann upp sem hinn fegursti júní morgun; himininn heiður og blár, og glaða sólskin, og náttúran allt í kring yar svo heilnæm og hressandi. að hon- um var ómögulegt að vera inni. Uti í garðinum sungu fuglarnir; sumar fyðr- ildi og vipur flögruðu frá blómi til blóms, allt virtist að fagna og gleðja sig við vor- dýrðina. Ralph gekk dálitla stund um í garðinum, svo settiat- hann undir stórt Akasin tré. Sólarhitinn var mikill, svo hann hugsaði að fá sér dálítið af jarðar- berjum til að hressa sig á. Hann var að hugsa um hvort hann ætti að fara heim til sín, og biðja ráðskonuna um að færa sér þau, eða fara lengra inní garðinn, þangað sem hann vissi að var stórt jarð- arberja beð, og tína þau sjálfur; svo hann valdi það síðara, og það varð til að ákveða auðnuskifti hans. III. KAFLI Jarðarberjareiturinn var stór um sig. Langt burtu milli beðanna sádiann unga stúlku, sem var að tína þroskuðu jarð- arberin í stóra körfu, sem var skreytt með grænu laufi, svo hann gekk til henn- ar. “Eg vildi gjarnan fá fáein af þess- um jarðarberjum,” sagði hann vin- gjarnlega við hana. Hún leit á hann, uppliti, sem hann gleymdi aldrei. Óaf- vitandi tók hann ofan fyrir henni; hon- um fanst það sjálfsagt; hún var svo ung, svo feimin, svo fríð, að annað hefði ver- ið ófyripgefanleg ókurteisi. “Fyrir hvern ertu að tína þessi jarð- arber?’ og undraðist hver hún væri. Stúlkan stóð upp og heilsaði honum svo yndis- og hæversklega. “Eg er að tína þessi ber fyrir ráðs- konuna á herragarðinum, herra minn,” svaraði hún, með svo aðdáanlega blíð- um og hljómfögrum málróm. “Má eg leyfa mér að spurja hver þú ert ” spurði hann. “Eg er Margrét Werner,” svaraði hún, “dóttir Werners dyravarðar hér á herra- garðinum.” “Hvernig getur það verið?” eg hef aldrei séð þig hér áður,” sagði hann. “Það er vegna þess að eg hef altaf verið hjá móðursystir minni í Lille Val- ley,” svaraði hún. “Eg kom heim til for- eldra minna í fyrra.” “Nú skil eg það,” sagði Ralph. “Viltu gefa . mér fáein of þessum jarðar- berjum?” spurði hann. “Þau líta svo vel út.” . Hann settist á bekk í garðinum, og horfði á hana. Hennar fallegu hvítu hendur voru svo mjúkar, þegar hún hreifði þær til að tína berin. Hún var ekki lengi að búa til dálitla fallega körfu úr grænum laufum, sem hún fylti með berjum, og færði honum. Nú sá Ralph fyrst andlit hennar og vaxtarlag, og það var sú sjón sem varð svo örlagarík fyrir hann. Hún var dálítið feimin og ófram- færnisleg, en svo fögur og rjóð í andliti, hún líktist full þroskuðum rósa knapp, varirnar svo aðlaðandi og blómlegar. Augun voru stór, dökk og geisluðu sem stjörnur, tennurnar snjóhvítar og smá- ar, og skinu sem perlur; hárið var dökkt, mjúkt og glóandi. Hún var svo yndisleg og aðlaðandi, að Ralph varð strax ást- fanginn af henni. “Kannské að það sé vegna þess að þú hefur tínt þessi ber, að mér þykja þau svo góð,” sagði hann. “Sestu niður sem snöggvast, Margrét — sestu hérna í skuggann undir epla- tréð.” Hún varð alveg eldrauð í andliti og horfði í gaupnir sér. Hann hafði marg- oft áður séð fríðar ungar stúlkur, en engin þeirra hafði haft svo mikil áhrif á hann sem þessi, unga stúlka, Margrét Werner, dóttir ótigins alþýðumanns. Þeim mun meir sem hann virti hana fyrir sér, þeim mun aðdáanlegri varð hún í augum hans. Hún hafði ekki hina fínu og æfðu framkomu, sem dætur stórhöfðingjanna, en hún hafði hina eðlilegu og tilgerðarlausu framkomu og fegurð, sem honum féll betur í geð. Ralph sat nú hinn rólegasti, eins og hann hefði bara gleymt sér við að borða jaröarberin, en aðal áhugamál hans var að virða ungu stúlkuna sem bezt fyrir sér. Hún leit ekki á hann, né sagði eitt einasta orð. Sólargeislarnir féllu á and- lit hennar, millum eplatrés greinanna; svo hann sá sem bezt andlits fegurð hennar, og gat ekki haft augun af henni. Að sitja þarna og horfa á þessa fríðu stúlku var svo þægilega hugljúft, en það var ekki rétt. Ralph, hinn ríki erfingi að Elmwood, hefði ekki átt að tala við dóttir dyravarðarins, og Margrét Wern- er, hefði átt að vita betur, einnig fyrir sína persónu. En þau voru bæði ung. “Margrét Werner,” sagði hann — “hvað nafnið þitt er fallegt! Það hæfir þér svo vel; það er svo hljómfagurt, og Margrét þýðir perla.” Hún brosti og varð glöð við að heyra það sem hann sagði; svo fór hann með fornt og merkilegt kvæði fyrir henni. “Hverng líkar þér þetta kvæði?” spurði hann. “Agætlega,” svaraði hún. “Sá maður sem hefur ort það, hlýtur að vera nafn- frægt skáld, og að hugsa sér, að þú skul- ir getað munað hvert orð!” Þessi umsögn hennar gladdi hann; svo fór hann með fleiri kvæði fyrir hana, sem hún hlustaði hugfangin á. Ralph gleymdi alveg sjálfum sér; hann hugsaði bara um þessa fallegu stúlku sem sat hjá honum. Allt í einu heyrðist klukkna hringing frá herragarðinum, og Margrét stóð upp í skyndi. “Klukkan er eitt!’ sagði hún. “Hvað á eg að gera? Mrs. Norton verður svo fjarska reið við mig.” “Reið!” endurtók Ralph, því hann sá strax að hann hafði tafið fyrir henni. “Reið við þig? Fyrir hvað?” “Hún er að bíða eftir því að eg komi með jarðarberin,”- svaraði hún, “og eg er ekki nærri búin að fylla körfuna enn.” Honum fanst það óhugsanlegt að neinn þyrði að verða vondur við þessa fögru og barnslegu stúlku. “Eg skal hjálpa þér,” sagði hann. Hann kraup niður hjá Margréti við jarðarberja beðið og tíndi berin með henni í ákafa, svo þau höfðu fylt körf- una á augnablikinu. “Nú þarftu ekki að vera hrædd við Mrs. Norton, eg býst við að þú verðir nú að fara, þó það sé slæmt að verða að fara úr þessari sólskins dýrð inn í skuggalegt eldhús,” sagði hann. “Já,” sagði hún, einarðlega, “fyrir mitt leyti vildi eg heldur vera hréna úti; en eg hef svo mikið að gera.” “Kemurðu hingað á morgunv?” spurði hánn. ‘Já,” svaraði hún, “eg verð á hverjum degi, þessa vikuna að tína jarðberin fyr- ir ráðskonuna.” “Vertu sæl, Margrét; eg skal sjá þig aftur,” sagði hann. Hann rétti henni hendina, og hennar smáu fingur titruðu í hendinni á honurn. Hún var svo sæl, en einnig óttaslegin á sama tíma, svo yndisleg en þó svo feimin og föl. Hann gat á þessari stundu þrýst henni að hjarta sér. og sagt henni að hann elskaði hana; en hann var of mikið prúðmenni til að gjöra slíkt. Hann laut ofan að litlu hendinni hennar og kysti á hana. Svo tók hún berjakörfuna og hraðaði sér á stað. “Það eru heimskulegar siðvenjur, alt þetta tilgerðar tildur með uppeldi kvenna,” hugsaði Ralph. “Hvað hafa þessar fínustu stássmeyjar að bjóða sem tekur fram slíku andliti sem henn- ar? Hjarta þessarar stúlku er svo hreint sem döggvuð lilja; hún hefur ald- rei, það er eg viss um, reynt til að fá menn til að dáðst að sér með því að skreyta og mála andlit sitt., Hún er sálin í öllum sínum náttúrlega yndis- leik.” í staðin fyrir að hugsa um sjálfan sig og hvað hann hafði hagað sér heimsku- lega þennan morgun, og að það væri skylda sín að gleyma þessari stúlku fyrir fullt og allt, lét hann sig dreyma um þetta fríða andlit sem hann hafði séð, og varð ástfanginn í. Margrét fór með jarðarberin til Mrs. Norton, en fékk engar ákúrur; svo fór hún heím til sín. Á leiðinni heim þurfti hún að ganga gegnum listigarðinn; enn fór hún sömu leiðina, sem hún hafði farið um morguninn? Hvað var sem var því valdandi, að henni fanst nú hvert lauf og hvert blóm, fegurra en áður? Henni fanst eins og hinn fagurblái him- inn brosti við sér, henni'fanst hvert blóm fagna sér, og söngur fuglanna fegurri en vanalega og hafa nýja mein- ingu. Hvað gat þetta verið? Hún hafði meiri hjartslátt en hún hafði nokkurn- tíma áður haft; hún var kafrjóð í and- liti, og úr augum hennar skein einhver æsing sem aldrei áður hafði átt sér stað. Af hyerju safaði allt þetta? Hún •kom að læknum í listgarðinum, og sett- ist á bakkan, sem var alþakinn fjólum. Henni fanst niðurinn í læknum eins og ljúfur og mildur söngur — um ást og æsku, fegurð og hamingju — já, unað og æsku, og hljómurinn af straum- skvaldrinu í læknum gagntók huga hennaf, og hrærði við hjarta hennar. Mundi hún nokkurntíma geta gleymt þessu fríða andliti sem horfði svo virl- gjarnlega á hana? Hann hlaut að vera betri en aðrir menn, og hann hafði hrós- að henni og sagt, að nafnið hennar væri svo hljómfagurt. Hvað þess’ háttsetti aðalsmaður var alúðlegur og fallegur! Hún sat þarna við lækjarniðinn og dreymdi um hann; hún ætlaði að sjá hann aftur; hún gat ekki hugsað sér að nokkurn tíma kæmi sá tími sem húri sæi hann ekki framar. Næsta dag skini sólin aftur og fuglarnir syngju, þá skyldi hún sjá hann aftur. Margrét gat ekki gert sér þess ljósa grein, hvernig þessi dagur leið. Móðir hennar, Mrs. Werner, horfði áhyggju- full á þessa sína fríðu og elskulegu dótt- ir, og hugsaði hve fljótt þetta fríða and- lit mundi tapa fegurðinni, við stöðuga vinnu og erfiði, sem var óhjákvæmilegt fyrir hana til að vinna fyrir sér. Það fyrsta sem Margrét gerði er hún kom heim, var að fara inn í herbergi sitt og loka hurðinni; hún setti spegil útí gluggann og fór að athuga andlits fegurð sína. Hún vildi sjá hvers vegna Ralph Cunning dáðist svo að andlits fríðleik hennar, og hún undraöist yfir þeim nýju áhrifum sem hún var vald- andi. Svo setti hún spegilinn á borðið fyrir framan sig, og fór að athuga nán- ar útlit sitt. Hún sá að hún var fríð; andlitsliturinn var fínn og líflegur, eins og rós; varirnar broshýrar; dökk dreym- andi augu, skær eins og perlur, augna- hárin löng og silki-mjúk. Útlit hennar bar engan vott um gáfu, enga sál, enga hærri menningu; það var ekkert annað en hið ytra sem hvílir á blómknappnum er hann er rétt að því kominn að sprynga út. Margrét skildi það ekki. Hún hafði aldrei hugsað mikið um hvernig hún liti út. Hún hafði verið hjá ráðsettu bænda- fólki, þar sem hún heyrði aldrei nein skjallyrði, og henni var því ókunnugt slíkt tal. Nú var það henni hin stærsta gleði, að skoða sitt fríða andlit, en þó hálf fyrirvarð hún sig fyrir þennan barnaskap. Það leið að kvöldi; skuggarnir lengd- ust, en hún veitti því enga eftirtekt. Hugur hennar var allur bundinn við það sem skeð hafði um morguninn, og það sem ske mundi næsta morgun. Heima á Elmwood var Ralph og dreymdi, næst- um án þess að vita áf, einungis um hana. Hann hafði mætt fríðri stúlku á fögr- um vormorgni, og hann skoðaði það sem sérstakt hamingju tilfelli. Hann gat ekki látið mynd hinnar fríðu stúlku hverfa sér úr hug, og hugsaði til með fögnuði, að sjá hana daginn eftir. Honum kom engin ógöfug hugsun í hug, og hann hélt ekki að hann hefði breytt óhyggilega. Hann hafði farið með fallegt kvæði, fyrir fríða unga stúlku, svo óvenjulega fríða, og ímyndað sér að það hefði verið góðra gjalda vert af sér að gera það. Næsti morgun rann upp eins fagur og daginn áður, og aftur fór Margrét að tína hin rauðu jarðarber. Hún heyrði Ralph koma, heyrði fótatak hans, og roðnaði útundireyru. Hann nefndi ekki að þetta væri svo sem að óvörum að hann fann hana þarna; það var efti,r umtali þeirra í gær. i “Góðan daginn, Margrét,” sagði hann, “þú lítur út eins ljómandi eins og sólin og eins fögur og blómin. Settu niður körfuna, eg kom með ljóðabók, og eg skal lesa upphátt nokkur kvæði fyrir þig. Svo skal eg hjálpa þér til að tína berin. Margrét lét ekki lengi standa á sér; hún settist hjá honum, og svo voru þau alsæl í draumalandi sínu. Hann las kvæði fyrir hana, en af og til leit hann af bókinni til að horfa á tilheyranda sinn. Hún veitti því litla eftirtekt, sem hann var að lesa, henni var nóg að heyra málróm hans, sem hljómaði í eyrum hennar sem indælasta músík. Hún hafði aldrei áður heyrt slíkan mál- róm. Loksins lét hann bókina aftur, og hann var að hugsa um hvað þessi unga stúlka hefði í huga. Svo fór hann að tala við hana um hennar daglegu störf og líf, skemtanir hennar og vini. Eftir því sem hann talaði lengur við hana, var hann hrifnari af henni; hún var ekki gáfuð, og hafði ekki lag né æfingu til að svara fljótt, né viðeigandi í sam- tali, en ást hennar og aðdáun á náttúr- unni gaf orðum hennar skáldlegan blæ. Hún virtist að þekkja alla leyndardóma trjánna og blómanna; hún hafði svo alöggt auga fyrir öllu því fagra í nátt- úrunni. Hún hafði ekki séð málverk, og ekki lesið bækur og þekkti ekkert inní hina fögru list, en fegurð, og sér- staklega náttúrufegurð, var hennar insta eðli. Þetta var alveg nýtt fyrir Ralph að heyra. Hann hafði heyrt fínar og hátt- standandi konur og meyjar tala um alla hluti sem þeim var eiginlegt og sem þær dáðust að, en hann hafði aldrei heyrt þær minnast á að þsér gætu heyrt “músík í falli regndropanna”: og held- ur ekki um hina ýmsu eiginlegleika blómanna. Einu sinni gleymdi Margrét feimninni, er Ralph sagði eitthvað sem hún hló að, sem svar við því sem hann sagði. Hversu skær og mildur hláturinn var — eins og hljómur frá silfur klukku! Þetta kvöld, er hann fór að sofa, blandaðist þessi skæri hlátur inn í drauma hans. IV. KAFLI Ralph flýtti sér á hverjum morgni út í aldingarðinn, þangað sem jarðberja- beðin voru, þar sem Margrét var að tína þau. Eftir því sem þau mættust oftar, varð hún ófeimnari, og hló og tal- aði við hann, eins og hann væri bróðir hennar. Það var eins og honum fyndist hennar barnslega undrun, sem hún lét í ljósi, og sú aðdáun sem hún sýndi honum, hafa einhver aðlaðandi áhrif á sig, ásamt hennar þögulu ást. Honum fanst það svo gaman að sjá hana bregða litum; hann hafði gaman af að sjá hana líta feimnislega í gaupnir sér, en líta svo aftur brosandi á sig. Áður en hann vissi af var hann orð- inn ástfanginn. Fyrst hafði hann bara ætlað sér að vera bara stöku sinnum með henni, því hann dáðist að fegurð hennar og eðlilegheitum; svo fór hann að langa til að lesa upphátt fyrir henni; honum fanst að með því væri hann að gera gott verk fyrir hana. En eftir þvi sem lengur leið, varð hann meir ást- fanginn í henni; hún hafði sigrað hjarta hans, og hún var fyrsta stúlkan sem hann hafði elskað. Það var aldeilis merkilegt að enginn vissi hið minsta um þessi stefnumót, hins háborna óðals ervingja og hinnar ómenntuðu og fátæku stúlku. Það bár- ust því engar sögur út um þau, og þau fundu heldur ekki til neins sem særði þau, eða hindraði þau í þessu ástar ævintýri þeirra, sem þó varð næstum til þess að leiða þau að barmi glötunar- innar. Það voru enn þrír dagar þar til lá- varður og lafði Cunning áttu að koma heirn. Sir Thomas á Trottenham Hall bauð Ralph að heimsækja sig, og vera einn dag hjá sér, og þar sem Ralph hafði enga sanngjarna afsökun, þáði hann boðið. ‘Eg hef ekki tækifæri til að sja. þig á morgun, Margrét,” sagði hann viö hana. “Eg þarf að fara burtu.” Hún leit á hann, hrygg í hug. Heilan dag án þess að sjá hann! Það greip hana sár kvíði fyrir því að þessir ham- ingjudagaí væru nú búnir að vera, og það mundi líða að því að hún sæi hann ekki framar. Hún fölnaði í andliti, og móða kom fyrir augu henni. “Margrét!” sagði Ralph, “hvað er að þér; hví líturðu svona aumkunarlega^ út?” . ,. Hún ansaði honum engu, en sneri ser frá honum. Hann tók í hendur hennar og sagði: “Ertu svona kvíðm fyrir aö eg fer í burtu einn dag?” En hún var svo hrygg og aumkunarleg, að hann bjóst ekki við neinu svari frá henm. “Eg sgal sjá þig aftur,” sagði hann; Eg skal sjá þig á hverjum degi.” “Og líka seinna,” sagði liún og leit a hann tárvotum augunum. Ralph svaraði því engu og þagði um stund Hann hafði aldrei hugsað um þetta “seinna.” Það yrði ekki hægt að vera altaf að tína jarðarberin — Það yrði ekki altaf sumar. Faðir hans kæim nú strax heim, og svo yrði hann að fara í ferðalag utanlands; það var þegar ráð- gert. Hvar mundi Margrét þá verða'.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.