Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 1
I PHoiMii 21 374 4 Vl»^eA Ijau«4eT \r\j» ® A Complete Cleaninff Institution Cleaning’ Institution 59. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 23. MAÍ, 1946 NÚMER 21 ÍSLENZK KVENHETJA HNIGIN I VAL Handhæg söngbók Eftir prófessor Richard Beck Ein af kunnustu og merkustu frumherja-konum íslenzkum í þessu landi og sönn kvenhetja, frú Sigrún Jónína Júlíus, lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. B. S. Benson, 757 Home Street hér í borginni, á þriðjudaginn þann 14. þ. m., eftir því nær árs þunga vanheilsu; hún lá lengi á sjúkra- húsi í fyrra, en kom þaðan heim til dóttur sinnar í öndverðum nóvember mánuði og leið litlar þjáningar það sem eftir var æv- innar; enda var alt gert sem í mannlegu vaTdi stóð til þess að létta henni síðustu stundirnar og sporin; mun það jafnan til fyrirmyndar talið, hve kærleiks- ríkrar umönnunar hún naut af hálfu áminstrar dóttur sinnar og barna hennar, er vöktu yfir wlferð hennar nótt sem nýtan dag. Frú Jónina — hún var sjaldan nefnd sínu fyrra nafni — var fædd að Rauðá í Bárðardal þann 11. dag maímánaðar, árið 1862. Foreldrar hennar voru þau Jón Þorsteinsson frá Starastöðum í % Hörgárdal, og Sigurlaug Sæ- mundsdóttir, ættuð frá Engidal í Bárðardal. Jónína var tæp- lega árs gömul er hún misti föð- ,ur sinn; móðir hennar giftist aftur, og átti Kristján Kerne- sted; bjuggu þau fyrst á Vind- heimum á Þelamörk, en síðustu 9 árin á Islandi var heimili þeirra á Hólum í Hjaltadal, en þaðan lá leiðin til Vesturheims, og hingað komið í stóra hópnum svonefnda, er lenti við Gimli ár- ið 1876. Þau Kristján og Sigur- laug tóku sér bólfestu um þrjár mílur vegar suður af Gimli, þar sem nú heitir að Kjarna. Ekki fór Jónína með fólki sínu til Gimli, heldur staðnæmdist í Winnipeg, og þar má í rauninni segja að heimili hennar stæði í 70 ár, því þótt hún dveldi í nokk- ur ár hjá áminstri dóttur sinni og manni hennar, B. S. Benson lögfræðingi í Selkirk, var bú- slóð hennar öll í Winnipeg, og þar gaf hún sig eftir sem áður við mörgum hugðarmálum sín- um. Þann 12. júní 1880 giftist Jón- ína Jóni Júlíus, syni Jóns Jóns- sonar járnsmiðs á Akureyri og konu hans Þórunnar Kristjáns- dóttur, er ættuð var frá Finns- stöðum í Eyjafirði; var Jón gjörvulegur gáfumaður, bróðir Kristjáns N. Júlíusar skálds. Mann sinn misti Jónína 9. Sept- ember 1933. Þau hjónin urðu samferða frá Islandi, og þau urðu samferða í 'ástríku hjóna- bandi í fimmtíu og þrjú ár. Jón lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. B. S. Benson, 757 Home Street. Þeim Jóni og Jónínu varð fimm harna auðið; tvö þeirra dóu í harnæsku. Sonur, Norman að nafni, lézt 13 ára gamall árið 1909, en Jón Lárus, 21 árs að aldri, mistu þau 1913. Eina barn þeirra Jóns og Jónínu, sem lifir, er frá Flora Benson, ekkja eftir Björn S. Benson í Selkirk, og á heimili hennar seig þreyttum foreldrunum hinzti blundur á brá. Sorgir sínar, barnamissirinn °g missi eiginmannsins, bar frú Jónína sem hetja; henni var Frú Sigrún Jónína Júlíus heldur ekki fisjað saman; óbil- andi traust á handleiðslu Guðs, brynjaði hana gegn hverju, sem að höndum bar, og styrkti við- námsþrótt hennar. Flestir samferðamenn frú Jón- ínu, er með henni komu í stóra hópnum, höfðu safnast til feðra sinna á undan henni; hún var með þeim allra síðustu úr hópi þeirrar harðsnúnu kynslóðar, er nú hefir numið land hinum meg- in móðunnar miklu. Frú Jónína var hin mesta fríð- leiks kona og aðsópsmikil langt umfram það, er almennt gerist; í fasi hennar spegluðust í að- dáanlegu samræmi, hyggjuhrein- indi hennar og kjarkur; en það, sem jafnan vakti mest athygli mína í viðtali við hana, var hin sterka réttlætisvitund hennar og samúð með þeim, er háðu stranga baráttu við erfið lífskjör; öllum slíkum rétti hún örláta hjálpar- hönd, þótt eigi væri ávalt af miklu að taka; sannaðist þar sem oftar hið fornkveðna, hve góður vilji er sigursæll.( Það var tíðum á orði haft, og lifir í minningunni enn, hve nær- gætin þau frú Jóníná og maður hennar voru við umkomulitla innflytjendur af Islandi, hve þau leiðbeindu þeim af ráði og dáð, og aðstoðuðu þá varðandi atvinnu; heimili þeirra gat alt- af bætt við sig gestum; það var eins og það stækkaði eftir því, sem fleiri bar að garði; þannig er það jafnan þar, sem gestrisni hjartans ræður ríkjurh. Frú Jónína var búin styrkum forustu hæfileikum; hún og mað- ur hennar voru meðal þeirra, er grundvöll lögðu að Fyrsta Lút- erska söfnuði og kvöddu til prestsþjónustu dr. Jón Bjarna- son; hún kendi við sunnudaga- skóla safnaðarins og átti for- göngu um stofnun kvenfélags- ins; mörg síðustu ár ævinnar var hún heiðurs forseti þess; hún stóð framarlega í hópi þeirra kvenna, er börðust fyrir og hrundu í framkvæmd hugmynd- inni um stofnun elliheimilis; hún lifði það að sjá þann fagra draum myndbreytast í stað- reynd, og hún sá marga aðra drauma sína rætast, er horfðu til mannfélagsbóta; hún var, þótt eigi færi varhluta af sorgum, gæfukona, sem gengið hafði á guðsvegum langa og litbrigða- ríka ævi. Og nú er tjaldið fallið. Islenzka kvenhetjan úr Bárðar- dalnum hefir safnast til feðra sinna; hún er farin að heiman og heim. Lítt hafði frú Jónína af skóla- göngu að segja, en nam því fleira VASASÖNGBÓKIN. 300 söngtextar. Sjötta prentun. Útgefandi: Þórhallur Bjarn- arson, Reykjavík, 1944. Þ^ð er engin tilviljun eða tal- að út í bláinn, þegar sagt er, að menn “syngi sig saman,” því að ekkert sameinar hugi fólks fljót- ar eða betur á samkomum held- ur en sameiginlegur söngur hug- stæðra söngva. Sú hliðin á varð- veizlu vors íslenzka menningar- arfs vestur hér er því næsta mik- ilvæg, enda hefir henni verið verðugur gaumur gefinn í fræðslustarfsemi vorri, og með ágætum árangri, sem dregur at- hyglina að nauðsyn þess að 'leggja aukna áherzlu á hana í framtíðinni. Minnugur þess, og jafn minnugur hins almenna menningargildis söngsins, sem “göfgar og lyftir í ljóma,” eins og skáldið orðaði það réttilega, tel eg það drjúgum meir en ó- maksins vert að vekja eftirtekt söngelskra og þjóðrækinna manna og kvenna í vorum hópi á vasasöngbók þeirri, sem Þór- hallur Bjarnarson prentari gef- ur út, og orðið hefir svo vinsæl heima á íslandi, að sjötta prent- un hennar kom út 1944, og verð- ur hennar hér stuttlega getið. I þessari útgáfu. eru 300 söng- textar, og kennir þar því nægrar fjölbreytni. Skipar þjóðsöngur, eða öllu heldur þjóðsálmur Is- lendinga, “Ó, Guð vors lands” þar öndvegi, en síðan koma þjóð- söngvar Norðurlanda, ýmsa ann- ara Evrópuþjóða, Kanada og Bandaríkjanna, á frummálinu. Þá eru ýms minni, flest kunn og kær, og í þeim flokki “Þótt þú langförull legðir,” eftir Stephan G. Stephansson og “Minni Vest- urheims” (“Önnur lönd með ellifrægð sig skreyta”) eftir Einar H. Kvaran. Þá eru lofsöngvar og hvatn- ingarkvæði, þar á meðal hin ó- dauðlega “Lýðhvöt” Björn- stjerne Björnson, í þýðingu Matthíasar Jochumsonar, er hefst á eggjunarorðunum tíma- bæru: Að hrekjast af háum, en hýsast af þeim smá, af lífinu og sjálfri sér; hún var óvenju ljóðræn kona, en feg- ursta ljóðið var hennar eigin ævi. Trúnaður frú Jónínu við ís- lenzkan manndóm var eftir- breytnisverður; hollur ættar metnaður var henni í blóð bor- inn og varð henni samferða frá vöggu til grafar. Þessi merka landnámskona var kvödd í Fyrstu lútersku kirkju, kirkjunni sem hún unni og hafði helgað svo mikið af starfskröft- um sínum, á föstudaginn þann 17. þ. m., að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Valdimar Ey- lands flutti fögur og hrífandi kveðjumál. Mrs. Lincoln John- son söng unaðslega hið ógleym- anlega lag “Going Home,” en ágætur söngflokkur safnaðarins söng uppáhalds sálma hinnar látnu. Líkmenn voru: J. J. Bíldfell, G. J. Jóhannson, J. J. Swanson, S. O. Bjerring, J. S. Gillies og A. H. Gray. Jarðsetning fór fram í Brook- side grafreit. E. P. J. Merkur gestur að heiman Jónas Þorbergsson Hingað kom flugleiðis frá New York, á mánudagskvöldið, hr. Jónas Þorbergsson forstjóri ís- lenzka ríkisútvarpsins, og mun hann dvelja hér um slóðir fram í lok næstu viku. Jónas dvaldi um hríð í Argylebygð og Winnipeg fyrir rúmum þrjátíu árum; hann brá sér vestur til Baldur í heim- sókn til fornvina sinna. Jónas útvarpsstjóri er ættaður úr Laxárdal í Þingeyjarþingi; hann er maður' fluggáfaður og ritfær með ágætum; hann hafði með höndum um tíu ára skeið ritstjórn blaða á Akureyri og*í Reykjavík, og hlífði sér lítt. Lög- berg býður þenna góða gest vel- kominn til borgarinnar. Föstudaginn 24. maí, verður skemtisamkoma haldin í Arborg Hall. Dr. L. A. Sigurdsson sýnir hreyfimyndir. Einnig til skemt- unar verða þeir bræðurnir Her- mann og Thor Fjeldsted með tví- söng, og systkinin, Jóhannes Pálsson og Lilja Martin, með samspili. Samkoma þessi er und- ir umsjón fulltrúa Árdalssafnað- ar, og byrjar kl. 8.30 e. h. er heimslánið annað, sem hið nýja vænta má! Að verða af sínum svikinn, af sínum, einmitt þeim, á sannleikurinn annars að vænta hér ' heim? Þá er hér fjöldi þjóðlífs- og náttúrulýsinga, margar gamal- kunnugar, eins og kvæði Sig- urðar Jónssonar “Sveitin mín” (“Fjalladrottning, móðir mín”), sem nefnt hefir verið “Þjóð- söngur íslenzkra sveita,” “Fjall- ið Skjaldbreiður” eftir Jónas Hallgrímsson, “Á sprengisandi” eftir Grím Thomsen, “Skaga- fjörður” eftir séra Matthías, og “Við hafið” eftir Steingrím Thorsteinsson, að nokkur slík kvæði séu talin; en hér eru einn- ig kvæði hinna yngri skálda um þau efni. Hér eru margir fagrir svana- söngvar, “Sólskríkja” Þorsteins Erlingssonar, einnig fjölmörg vor og sumarkvæði. Leynir það sér eigi, hve vorelsk íslenzk þjóð er, því að hin djúpa vorþrá henn- ar speglast í ljóðum skálda hennar, sem eru með henni, eins og annarsstaðar, túlkar tilfinn- inga og hugrenninga hinna mörgu, er eiga ekki hæfileikann til þess að gefa innstu þrám huga síns flugfjaðrir lifandi ljóðmáls. Haustið og veturinn eiga hér einnig að sjálfsögðu sína söngva, sem og morgnar, kvöld og nætur, er löngum vekja skáldin til ljóða- gerðar með svipbreytingum síii- um og táknmyndum af lífinu sjálfu. - (Frh. á bls. 8) Mætur maður og vinveittur ísiendingum nýlátinn Nelson Barritt Síðastliðinn laugardag lézt hér í borginni Mr. Nelson Barritt, verkfræðingur í þjónustu fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, 63. ára að aldri, gagnmerkur maður og hvers manns hugljúfi; hann var fram úr skarandi vinveittur ís- lendingum og átti fjölda persónu- legra vina meðal þeirra í bygð- arlögunum við Winnipegvatn og Manitobavatn.. Útför Mr. Barritts fór fram á þriðjudaginn; meðal líkmanna voru þrír Islendingar úr Norður Nýja Islandi, þeir S. V. Sigurð- son, B. J. Lifman og Gísli Sig- mundsson. Högni Einarsson, 60 ára að aldri, þróðir Stefáns Einarssonar ritstjóra og þeirra systkina, er nýlega látinn hér í borginni. Út- för hans fór fram frá Sambands- kirkjunni á laugardaginn var; hann var greindur og vænn mað- ur. JAKOB THORARENSEN. Lesbók Mbls. URÐARKÖTT UJR Úr Mývatnssveit er mælt að liggi mikil undirgöng út- norður í Keldúhverfi, hvað er dagleið ströng. Eitt sinn, — herma annálar, sem engu skrökva að lýð, — bjóst að heiman bröndótt kisa frá bænum Reykjahlíð. Köttur þessi kyma leynda kanna réðist fús; húms á vegum hann í nesti hafði eina mús en einbeittur og ótvílráður út hann lagði í stríð við ægilega erfiðleika, um óralanga tíð. Eftir ár i Kelduhverfi kom hann loksins upp, ringlaður og raunalega rýr á lend og hup$. Kisa er frá; — en alt að einu alda fram á kvöld afrek hennar ætti að glæsa okkar söguspjöld.---- Þessu næst vor fræði fjalla um frelsara Þýzkalands, höfðingja, sem Hitler nefnist, hersnilling til sanns; en upp á tindum ævidáða eigi fór iþó hátt, svo þústaður af stríði og stormum stefndi í norðurátt. Fluggnoð hans við Leirhöfn liggur lömuð harla mjög; þar voru teknir þýzkir fangar, — það eru engelsk lög. En áður höfðu þeir af sér skilað ofan í regin gjá djásni heimsins dæmafáu, er dómana vildi ei sjá. Einmitt þar sem kattar kvölin kom upp áður fyr, þjóðveiðanna krympinn kisi kaus sér inngangsdyr. Slík urðu sköp hins fimbul-fræga, — fyrir því var dreymt, og veröldinni virðist orðin vonlaus endurheimt. Þarna í myrkum þarmi foldar þolir hann margs kyns hnjask, en mjakast þó til Mývatnssveitar með sitt hafurtask. Og eftir svo sem áratug, er aftur lifnar stríð, kemur hann ásamt ektakvinnu upp í Reykjahlíð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.