Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MAÍ, 1946 ----------ILogfaerg--------------♦ GefiB út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í 'argent Ave., Winnipeg, Manitoba j Utanáskrift ritstjórans: j EDITOR LOGBERG j >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. , Ritstjóri: ELNAR P. JÓNSSON • Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada PHONE 21 804 »---------------------------------♦ Sjómannablaðið Víkingur Sú stéttin í íslenzku atvinnulífi, sem þyngstum Grettistökunum hefir lyft, hefir tíðum verið sjómannastéttin, þó ekki hvað sízt síðan nokkru eftir alda- mótin, er togaraútgerðin kom til sög- unnar; sjávarútvegur íslenzku þjóðar- innar, með öllum þeim nýtízku tækjum, sem nú eru við hendi, er orðinn risavax- in atvinnugrein, sem eykst með ári hverju; sjórinn umhverfis ísland, sem oft og einatt hefir verið líkt við gull- kistu, hefir verið örlátur við þá, “sem þorðu að koma og reyna,” og þeir hafa jafnan verið margir, er eigi skorti hug- rekki til fangbragða við Ægi. — Til stuðnings við íslenzka sjómenn, og þeim til menningarauka, er gefið út í Reykjavík afar-vandað mánaðarrit, sem nefnist Sjómannablaðið Víkingur; mun það naumast of mælt, að tímarit þetta sé meðal ágætustu tímarita, sem út eru gefin um þessar mundir; og þótt það sé einkum helgað málefnum sjó- manna, hefir það margháttaðan annan fróðleik til brunns að bera, sem allan almenning varðar; það flytur fjölda rit- gerða eftir ýmissa af snjöllustu fræði- mönnum og skáldum íslenzku þjóðar- innar, auk spaugilegra sagna og fróð- leiksmola, sem lúta að lífi sjómanna. Fyrir skömmu hefir íslenzkri sjó- mannastétt verið sýndur með því mik- ill sómi, að ríkið hefir látið reisa sjó- mannaskóla, eða byggingu yfir þá fræðslustofnun, sem mælt er að gangi næst háskólabyggingu íslands að stíl- fegurð og fullkomnun; hin vaska sjó- mannastétt er löngu makleg slíkrar sæmdar, og hvers konar annars vegs- auka, er henni má falla í skaut. Á íslandi er nú árlega haldin vegleg hátíð, sem nefndur er Sjómannadagur; er þar mikið um dýrðir, þar sem beztu menn þjóðarinnar flytja ræður og mörg ágæt kvæði eru ort. Kvæði það, sem hér fer á eftir, og Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum er höf- undur að, er helgað Sjómannadeginum og birt í Víkingi í febrúar-mánuði síð- astliðnum: HETJUR HAFSINS (Tileinkað Sjómannadeginum) Friðar morgun skín á láði og legi lýsir röðull yfir nýjum degi, vakir í loftinu vor. Óðum laégist sérhver alda á sjónum, sumarið vekur blóm í högum grónum. Gleymast hin gengnu spor. I dag er hátíð hafsins vökumönnum, hvíldarstund er tekin dags frá önnum og sungið sigurlag. Fleyin bundin bíða upp við sandinn, burt er vetur, glaður sérhver landinn, þennan dýrðardag. Þið voruð stríðsmenn gegnum allar aldir ykkar sigrar verða aldrei taldir, né vegnir á rétta vog. Af öllum hetjufórnum sem þið færðuð frelsishugsjón göfga endurnærðuð, við aflknúin áratog. Er hungurvofan hart að dyrum barði, þið hungrið södduð löngu fyrr en varði, dróguð úr djúpinu björg. Svo oft úr hjörtunum hjálp ykkar máist, en höfðingja tildur í annálum skráist, þess dæmi munum við mörg. Við umheiminn tengduð þið eylandið hvíta með afltaug, sem framtíðin má ekki slíta, þó allt sé á flugi og ferð. Er drápsvélar störfuðu á láði og legi þið leiðina þrædduð um hranna vegi þó brysti brynja og sverð. Þið djarfhuga sveinar með drottinn í stafni á djúpið þið lögðuð í frelsisins nafni, þótt holskeflur hryndu um fley. Þið voruð einingar bundnir bandi að bjarga ykkar kæra fósturlandi, þær fórnir fyrnast ei. í sólríkri minning sagan geymir, hvern son, er liðinn í hafinu dreymir um ástvini eina á strönd. Drottinn strjúki burt trega tárin tíminn lækni blæðandi sárin, og rétti þeim hjálparhönd. Margt er það til, sem djúpið dylur dauðann og lífið eitt fjalborð skilur, djarflega er sífellt sótt.— Með samtökum, trausti á eigið aflið oftast vinnið þið hættutaflið í blindhríð og brimi um nótt. Frelsisins unga, birtandi bjarmi, bægi frá ykkur slysum og harmi, hvar sem þið siglið um sjá. Árvöku lífverðir lands og þjóðar lýsi ykkur öllum vættirnar góðar þó lyfti sér hafaldan há. Lifið vormenn, vermi ykkur blærinn, vaxandi auðlindir gefi ykkur særinn, blessist sú bjargráða leit. Nú hvíslar á hafinu báran við blæinn blessaða vorlanga sjómannadaginn. T(1 hamingju hugdjarfa sveit! Núverandi ritstjóri áminsts Sjó- mannablaðs, er Gils Guðmundsson magister, ágætur fræðimaður og snjall rithöfundur; þetta tímarit verðskuldar fyllilega nokkura útbreiðslu vestanhafs. Æskulýðssamtök á Bretlandi Þjóðlega Æskulýðshreyfingin í Bret- landi (National Youth Movement) hóf göngu sína í byrjun stríðsins, en þó var enginn hernaðarkeimur af þessari hreyfingu, hvorki starfsaðferðum eða markmiði. Þetta má teljast sannað af þeirri staðreynd, að það eru fræðslu- nefndirnar og kennararnir, sem bera alla ábyrgðina af starfinu. Sarf hreyfingarinnar er fyrst og fremst það að samræma og aðstoða hin mörgu æskulýðsfélög, sem áður voru starfandi í landinu, en sem ekki gátu notið sín til fulls, bæði vegna þess að þau vantaði peninga og af því að þau höfðu ekki færa menn til að leiðbeina sér um starfið. En nú starfar “Þjóðlega æskan” á sama grundvelli og aðrar mentastofnanir, og ríkisstjórnin veitir fræðslunefndunum og félögunum styrk, sem nemur helmingi af kostnaði til á- halda, umsjónar, kennara og því um líks. Þessar fræðslunefndir eiga hver á sínum stað að skipa starfsnefndir úr ungmennafélögum, og stuðla að því að koma upp miðstöðvum fyrir allt félags- starfið, en það nær til unglinga frá 14 til 20 ára, og aðalverkefnin eru félagsmál og aukin heilsuvernd. Þessar nefndir sjá ekki aðeins um sínar eigin mið- stöðvar, heldur hafa þær líka samvinnu við og hjálpa hinum mörgu eldri ung- mennafélögum í umdæminu, sem hafa kynnst því hvers unglingarnir einkum þarfnast. Ástæðan til þess að breska stjórnin hefir horfið að því, að dreifa starfsem- inni á sem flesta ábyrga aðila er sú, að hún er mótfallin allri miðskipun (cen- tralization) slíkra mála og telur hana skaða framtak og sjálfstæði einstak- lingsins. Fyrirskipun, sém gefin sé út af einni miðstjórn í London geti ekki átt við allsstaðar í landinu og mundu í í mörgum tilfellum drepa allt félagslíf í stað þess að efla það. Hitt beri að leggja áherzlu á, að unglingarnir læri að hugsa og starfa sjálfstætt, en ekki að skipa sér undir merki múgsálarinnar. En hinsvegar óski unglingarnir oft hjálpar og leiðbeininga, og þá eigi sú hjálp að vera til taks og leiðbeina ungl- ingunum um, hvernig þeir geti sem bezt þroskað þá hæfileika, sem þeir eru bún- ir, hver um sig, svo að þeir geti síðar tekið fullan þátt í félagslífi , fræðslu og menningarstarfi, hver í sínum verka- hring. ötjórnin metur einstaklingseðlið mik- ils. Hana langar ekki til að gera úr æskulýðnum vélar, sem steyptar séu í ákveðnu móti. Þessvegna styrkir hún og hvetur allskonar félög unglinga til þess að starfa að sínum eigin hugðar- Minningar Guðsþjónusta í Selkirk-söfnuði. Þann 5. maí, við einkar há- tíðlega guðsþjónustu í kirkju Selkirk safnaðar, var vígður “Memorial Window,” helgaður minningu þeirra hermaima úr söfnuðinum, sem létu líf sitt í hinu fyrra og síðara alheims- stríði. Af hundrað og þrjátíu, sem á “Honor Roll” eru, voru þeir átta að tölu, sem ekki áttu afturkvæmt úr þessu stríði; en ellefu féllu í hinu fyrra stríði. Stór hópur afturkominna her- manna var viðstaddur guðsþjón- ustuna, ásamt ástvinum sínum, voru þeir heiðurs gestir dagsins. Söfnuðurinn fjölmennti mjög, kirkjan þéttskipuð. Hinir ungu “Vetérans” gengu í fylkingu inn í kirkjuna; var*það fagurt lið. Þessi minningargjöf er kirkj- unni gefin fyrir forgöngu og at- beina “Soldiers’ Welfare” klúbbs safnaðarins. En sá félagsskapur hafði af beztu getu fylgt eftir með gjöfum og umönnun hin- um mörgu er í stríðinu þjónuðu úr söfnuðinum, víðsvegar * um heim. Við þetta tækifæri flutti Hon. J. O. MacLenaghen, At- torney General í Manitoba-fylki aðalræðuna. Umtalsefni hans var: “The True Meaning of De- mocracy.” Bæði í ræðu hans og einnig í “dedication” ávarpi sóknarprestsins, var heimkom- inna hermanna minnst, og fórn- fúsri þjónustu þeirra í þarfir lands og þjóðar. Þessi “Memorial Window” er hægra megin altaris í kirkjunni. Að guðsþjónustu endaðri, var öllum kirkjugestum boðið af “Soldiers’ Welfare” klúbb til veitinga í samkomuhúsi safnað- arins.— Við téða guðsþjónustu var sagt frá $50.00 gjöf Próf. O. T. Anderson í Winnipeg, til sjóðs- myndunar fyrir “Memorial Win- dow” í þakklátri minningu um stofn-meðlimi og frumherja safnaðarins. — Myndi sá gluggi verða hinu megin altarisins. S. Ólafsson. Gjafir í námssjóð Miss Agnes Sigurdson— Mr. and Mrs. Skúli Benjamin- son, $10.00; Mr. and Mrs. S. Gud- munds, Berkeley, Cal., $5.00; ís- lendingadagsnefndin, Hnausa, $25.00; Miss Inga Johnson, $5.00; Mr. A. M. Freeman, $5.00; Miss Jennie Johnson, $10.00. Áður kvittað fyrir $1,764.75. F. h. nefndarinnar. G. L. Johannson, féhirðir 4- Gefið í byggingarsjóð Bandalags Lúterskra kvenna — Mrs. Guðlaug Hornfjörð, Les- lie, Sask, $5.00; Lutheran Ladies’ Aid, Baldur, Man., $10.00; Mrs. Anna Duncan, Sinclair, Man., $10.00. Frá Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, $50.00; Miss Thea Herman, $5.00; Miss Ruth Benson, $1.00; Mr. and Mrs. G. M. Bjarnason and family, $5.00. Kærar þakkir. Hólmfríður Daníelson, 869 Garfield St., Winnipeg. efnum. Það gerir ekekrt til þó að þessi félög hafi t. d. trúmál eða stjórnmál, atvinnumál eða menningarmál, sem aðal-við- fangsefni eða einka verkefni á stefnuskrá sinni. Stjórnin heimt- ar aðeins að tilgangur félagsins miði að “fullkominni líkams- og andlegri þróun unglinsins, sem geri hann hæfari borgara en ella mundi.” — Að þessu marki vill stjórnin hafa samvinnu við æsku- manninn og styrkja hann. 1 Stóra Bretlandi er engi kvöð á unglingunum að ganga í þessi ungmennafélög. Þeir eru hvattir til að gera það, og sýnt fram á að þeir muni hafa gagn af því, en ráða svo alveg sjálfir hvort þeir gera það eða ekki. LJÚKA PRÓFI VIÐ HÁSKÓLANN í SASKATCHEWAN Fjórir nemendur af íslenzkum ættum útskrifuðust af Fylkis há- skólanum í Saskatoon, 10. maí. Bachelor of Arts— Lily Guðrún Kristjánson, Wyn- yard. Sask. Willis Merwyn Johnson, B.S.A. Beadle, Sask. Bachelor of Science ih Mechan- ical Engineering— Harold Arnason Westberg, Wallwort, Sask. Bachelor of Science in Agricul- ture (í Vélafrœði) — Einar Sigurjón Jónasson, Gimli, Man. Barbara Rose Ólafson frá Unity, Sask., hlaut scholarship í öðru ári í Household Science. Fróðleikskorn frá ungum skáta: Til þess að bjarga manni úr vök, skal taka 2 eða 3 vasaklúta og binda þá saman og taka svo dreng og ýta honum út að vök- inni. Kastið drengnum og vasa klútnum í vökina og dragið svo báða upp. VornY Foð(f£r TH/S JUNE 15 ÍS THE LAST DAY TO MAKE YOUR ENTRY 1 NATIONAL BARLEY CONTEST $25,000.00 in Cash Prizes Get your Entry Form NOW! All bonafide farmers in Canada’s Malting Barley areas may compete in this Contest. WESTERN DIVISION PKIZES Manitoba, Saskatchewan and Alberta (including Peace River Block in British Columbia). 4 Interprovincial Grand Prize Awards First Prize $1,000.00 15 P rovincia I P rizes 120 Regional Prizes Ask your Elevator Agent or Agricultural Representative for full details on areas eligible and all other information, or write to: NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE MANITOBA: Provincial Chairman, c/o Extension Service, Dept. of Agriculture, Winnipeg. SASKATCHEWAN: Provincial Chairman, c/o Field Crop Com missioner, Regina. ALBERTA: Provincial Chairman, c/o Field Crop Commissioner, Edmonton. The National Barley Contest is being sponsored for Seed and Malting Quality Improvement by the Brewing and Malting Industries of Canada. MEIRI ARÐUR af MJ0LKUR KÚM með MASSEY-HARRIS EQUIPMENT Massey-Harris No. 9 Rjóma skilvinda Auðfylt, auðsnúin, auð- hreinsuð, fimm renslu- túður skilja mjðlkina n&kvæmar, og veitir meiri arð. Rjómi er peningar. Massey- Harris No. 9 skilvinda miðuð við .02 af 1% er ekta peninga- safnari. Auðveld í snúningi og auðhreinsuð. Frábært efni, fyrirmyndar gerð og sann- gjarnt verð, gerir þessa skil- vindu að beztu kaupum, sem hugsanleg eru. Massey-Harris Rite- Way mjólkurvél Helztu mjðlkur fram- leiðendur hafa kosið þeása skilvindu í 25 ár vegna ylirburða hennar og hins lága reksturs- kostnaðar. MASSEY-HARRIS C0MPANY LIMITEÐ STOFNAÐ 1847 Toronto - Moncton - Brandon - Saskatoon - Yorkton Edmonton Montreal - Winnipeg - Regina - Swi/t Current » Calgary ► Vancouver

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.