Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGLNín 23. MAÍ, 1946 3 Róið til fiskjar á Faxaflóa Það mun ekki óvarlegt að full- yrða, að þótt allir skilji mikil- vægi sjávarútvegsins, viti til- t|lulega fáir hvernig veiðarnar fara fram í raun og veru. Margt hefir verið skrifað um togara- veiðar, en minna um það, hvern- ig smærri skipin veiða, til dæmis vélbátarnir. Um daginn gafst mér tækifæri til þess að komast á sjó með vélbát héðan úr Reykj- avík og vona eg, að einhverjum þyki fróðíeiku): og skemmtun að því að lesa um þá ferð.—H. P. Mig hafði í rauninni lengi langað til þess að komast í róður, en líklega hefði aldrei orðið af því, ef eg hefði ekki einu sinni minnzt á það við kunningja minn, Halldór Benediktsson stýrimann á vb. Ásgeiri, að gaman gæti verið að fá að komast á flot með honum. Þótt eg nefndi þetta við hann, bjóst eg eiginlega ekki við því, að hann tæki mig — rótgróinn landkrabbann — mjög hátíðlega. En það hlýtur hann að hafa gert, því að síðdegis á föstudag — 15. þ- m. — náði hann í mig, þegar hann var nýkominn úr róðri og sagði, að nú væri annaðhvort að hrökkva eða stökkva. “Nú er gott veður og svo er sílið (loðnan) komið, svo að eitthvað getur dregið úr afia- hrotunni. Það er ekkert gaman fyrir þig að fara út, ef ekkert veiðist.” segir Halldór — eða Dóri, eins og hann er jafnan kallaður, hvort sem er á sjó eða landi. Eg segist láta hann vita fyrir kl. 8. hvort eg geti farið og geri það, segist vera til.í allt — eða því sem næst. “Vertu kominn niður eftir tíu til fimmtán mínútum yfir níu,” segir Dóri þá. “Það getur verið að við róum klukkan hálftíu.” Eg fer heim og leita uppi flíkur, ,sem eg get verið í á sjónum. Þær verða að vera hlýar og mér verð- ur að vera sama um, þótt ein- hver blettur falli á þær. Menn fara ekki í kjól og hvítu á sjóinn. Á tilsettum tíma — eða jafn- vel fyrr — er eg kominn niður á bryggju. Dóri fer með mig fram í lúkar og þar eru fyrir þrír bát- verjar — Gugni Bjarnason véla- niaður, Valmundur Þorsteinsson naatsveinn, sem einnig vinnur á þilfari, og Ólafur Ásgeirsson há- seti. Mér er boðinn kaffisopi. Dóri spyr mig nú, hvar mynda- vélin sé — það geti enginn blaða- uiaður farið á sjó, án þess að hafa uiyndavél með. Eg fer undan í flaemingi og segi, að mér hafi ekki gefizt tími til að ná í vél- iua, sem blaðið á, en verði ekki farið fyrr en hálf-ellefu, þá ^kreppi eg upp í bæ eftir henni. Skipstjórinn, Karl Sigurðsson, er í landi og bátsverjar vita ekki uaeð vissu, hvort róa á klukkan hálf-tíu eða hálf ellefu. En þegar klukkan er orðin hálf-tíu, er út- s®ð um, að róðrartími breytist ®kki fyrr en næsta kveld og að enn er klukkutími til brottferð- arstundar. Við Dóri förum upp í bæ, ná- Uln okkur í bíl og leitum uppi Þorstein Jósepsson blaðamann. Hann hefir ljósmyndatökur að heimilisiðnaði. Eg bið hann að Játa mig fá myndavéhna og kenna mér á ihana í hasti, því að aetli eg út á sjó og mynda- y^lalausum verði mér ekki vært a bátnum, það sé eg búinn að síá. Þorsteinn gerir þetta fyrir mig, ®ldu!r tveggja mínútna nám- eið í ljósmyndatöku og svo er aldið um borð aftur. Skipstjórinn. Þegar um borð er komið, för- um við Dóri niður í káetuna, þar sem hann, skipstjórinn og Guðni vélamaður sofa. Eg hafði spurt Dóra, er hann sagði mér, að nú yrði eg að fara í róður, hvort hann hefði talað um það við “karlinn.” Já, hann kvað það vera í lagi, en eg á eftir að hitta þann, sem fyrir Ásgeiri ræður, og það vil eg gera, áður en eg slæ því föstu, að allt sé “í lagi.” Þegar við sitjum þarna í sam- ræðum, kemur maður niður. Það er skipstjórinn. Hann er hærri en meðalmaður, þrekinn og þéttvaxinn, og eins og flestir hugsa sér íslenzka sjómanninn. Hann heilsar mér alúðlega, rétt eins og við séum fornvinir og mér líkar strax prýðilega við hann. Eg sé, að það muni ekki vera oflof, sem eg heyrði menn ihans tala um hann fyrst, er eg kom um borð, að hann væri alltaf jafn-rólegur og hryti aldrei styggðaryrði af vörum í garð manna sinna. Það eru góðir kostir. Festar leystar. Karl fer nú upp og festar eru leystar. Bátarnir fara frá bryggju og út áytri höfnina um klukkan hálf-ellefu. Á ytri höfn- inni á að bíða í tíu mínútur eða svo, því að klukkan 10.40 á að gefa rautt ljósmerki uppi á hafn- arhúsinu. Þá mega bátarnir taka sprettinn. En merkið kemur bara aldrei og hefir ekki komið í langan tíma. Fyrir þremur vikum bilaði nefnilega peran og ný hefir ekki verið fengin á staðinn. Karl lítur því við á armbandsúrið sitt og þegar klukkán er áreiðanlega orðin tín mínútur yfir hálf, setur hann á fulla ferð og stefnir til hafs. Við förum ekki fulla ferð nema litla stund, rétt meðan við erum að komast framarlega í bátakösina, því að vélin er ný og ekki búið að tilkeyra hana til fulls. Stutt á milli. Fyrsta kastið eru bátarnir að heita má í einum hnapp, en þó má strax greina. hverjir muni vera hraðskreiðastir. Alls eru þarna tíu bátar. Næstir á undan okkur eru fjórir bátar, einn á bakborða en hinar þrír á stjórn- borða. Þeir sigla svo nærri hver öðrum, að hver meðal-langstök- kvari hefði átt að geta stokkið milli þeirra án þess að leggja mikið að sér. Við “hlaupum í skarðið”, bregðum okkar á milli bátanna þreggja á stjórnborða og þess eina á bakborða. Það getur þó verið áhættusamt að fara þann- ig að, því að Karl segir mér, að að stundum eigi það sér stað, að kappið sé svo mikið, þegar hald- ið er á miðin, að gangminni bátur beygði fyrir hraðskreiðari bát til að tefja hann. Þegar gang- meiri bátur dregur annan gang- minni uppi, á sá gangmeiri altaf sökina, ef eitthvert óhapp kemur fyrir. Og því erum við í gildru — milli tveggja elda, ef einhver finnur upp á því að gera okkur grikk. En engum er slíkt í huga og við erum senn komnir framhjá þessum bátum og eru þá aðeins tveir á undan okkur, Jakob og SvanuT. Karl skipstjótri segir mér, að Svanur sé gangmesti báturinn, sem gerður er út héð- an, því að hann gengur á við togara. Business and Professional Cards Teygist úr lestinni. Það fer ekki hjá því, að nokk- uð teygist úr lestinni fyrsta sprettinn út á milli eyja, en þeg- ar við erum komnir kippkorn fram úr mestu þvögunni, er vél- in látin ganga lítið eitt hægar. Hálfa mílu fyrir utan baujuna á Akureyjarrifi er loggið látið fara. Nú skal “stíma” í þrjá tíma og er stefnan tekin rétt fyrir sunnan Snæfellsjökul. “Við” ætlum að sigla um 27 mílur og leggJa lóðirnar á rúmlega 100 m. dýpi. Þá erum við um það bil beint út af Mýrunum. í fyrri róðrum var farið heldur lengra, eða alt að 40 mílur. Meðan út er siglt, eru jafnan ekki aðrir uppi en skipstjórinn og vélamaðurinn. Hinir sofa ag það ætla eg líka að gera, en lang- ar svo ekkert til þess, fer aftur upp í brú og þar hangi eg lengst- um. Nóttin er björt og fögur, svo björt að hægt er að sjá móta fyrir Snæfells jökli. Á vinstri hönd sjást ljós Hafnarfjarðar- bátanna en til hægri eru Ákur- nesingar. Ásgeir. Það er líklega rétt að nota út- stímið til þess að koma því að, sem eg hefi fengið að vita um hann Ásgeir. Fyrir um 70 árum, var keypt hingað til lands skip, sem Rósa- munda hét. Þegar hingað var komið, var nafni þess breytt í Fönix. Reyndlist þtetta mesta happafleyta og bjargaði mönn- um oftar en einu sinni úr sjáv- ar háska. En svo fór, að elli og lasleiki urðu til þess, að Fönix sökk við Þingeyri. Honum var svo náð upp aftur 1941 og var ætlunin að gera við hann, svo að hann gæti erm siglt um höfin. Var farið með hann til fsafjarðar, þar sem Marzel- íusi Bernharðssyni skipasmíða- meistara var falið verkið. En þegar til átti að taka, reynd- ust viðir skipsins svo fúnir, að ekki var viðlit að haga endnr- byggingunni, svo sem til var ætl- azt í upphafi og var þá nýtt skip byggt, en notazt við eitt eða tvö bönd og sitthvað fleira úr F|n- ix, til að njóta happanna, sem því skipi höfðu fylgt. Ásgeir er 63 rúmlestir, renni- legur bátur. Eigandinn er nú Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar- maður hér í Reykjavík. Á útleið. Eins og eg sagði áðan, var eg lengstum í brúnni á leiðinni út og rabbaði við skipstjórann. Eg kemst að því, að hann er fer- tugur að aldri og hefir verið skip- stjóri síðan hann var 18 ára, en sjóinn hefir hann stundað síðan fyrir fermingu. Hann er frá Vestmannaeyjuh og segir mér, að oft hafi þar verið teflt djarft við að komast fram úr bátum, þegar 80 bátar í kös ruddust út úr höfninni. Þá var hver smuga notuð. Eg fæ það líka upp úr Karli, að meðan hann réri í Eyj- um, fékk hann einu sinni stærsta þorsk, sem þá hafði fengizt hér við land. Sá guli vóg hvorki meira né minna en 106 — hundr- að og sex — pund og var gotan , ein 14 pund. Þenna þorsk fékk Karl í net. Það er kannske ekki hægt að metta 5000 manns með .veim slíkum fiskum, en marg- ir ættu að geta fengið bita! Karl hefir alltaf verið aflakló og tvisvar hefir hann verið afla- kongur á síld. Þarna á bátnum eru tveir út- gerðarmenn. Valdimar mat- sveinn á bát, sem gerður er út frá Patriksfirði, og Ólafur há- seti — hann segist vera sá eini á Ásgeiri, sem er ekki einhvers- konar yfirmaður — á bát norður á Skagaströnd við Húnaflóa. Lagt. Undir klukkan tvö breytir Karl nokkuð afstöðu sinni til bátanna, sem á undan eru, áður en byrj- að er að. leggja. Þeir eru þrír á undan, því að Skíði hefir farið fram úr okkur á leiðinni. Menn eru nú ‘““ræstir” og svo er tekið til við að leggja. Fyrst fer endabaujan — með tveimur flöggum — út og legu- færi, en síðan tekur línan sjálf að renna út. Hver lóð er 70 faðmar á lengd og eru 100 önglar á henni. Fjór- ar lóðir eru í stampi og kallast ýmist bjóð eða stampar. Eru lóðirnar hringaðar niður í stamp- inn svo að þær renni greiðlega út, en þegar lagt er, stendur stampurinn undir lagningsrenn- unni (“kallinum”) sem er aft- ast á skipinu, stjórnborðmégin. Rennan er líka oft nefnd “Torfi” eftir Torfa Halldórssyni (á Þor- steini) alþekktum lagningsmanni frá þeim tíma, er rennan var ekki til. — Stamparnir eru stjórn- borðsmegin, á útstíminu, og fær- ir ein maður þá aftur til þess, sem við “Kallinn’ stendur og hnýtir saman hvert bjóð og ból- færin, sem eru milli hverra tveggja bjóða. Bólfærunum og baujunum er komið fyrir bak- borðsmegin og eru þar tveir menn, sem kasta þeim útbyrðis og taka við stömpunum sem tæm- ast. Við erum með 39 bjóð. Venju- lega eru þau 38, en að þessu sinni hefir einu verið bætt við fyrir ráðskonuna. (Á hennar bjóð komu 66 þorskar og ein ýsa). Ráðskonan sér um matseld fyr- ir landmennina. Lóðin rennur út svo greitt, að beitan fýkur af sumum önglunum, þegar þeir sveiflast yfir ‘“kallinn,” og rign- ir henni yfir okkur. En það er ekki nefa lítill hluti beitunnar, sem fer forgörðum, því að vel er beitt og þarna er um hvorki meira né minna en 15,600 öngla að ræða. Þar verður nóg eftir handa þeim gula að narta í, þótt nokkrir önglar verði berir. Bátarnir eiga að leggja beint af augum og í sömu stefnu, til þess að ekkert samkrull eigi sér stað. En á því vill stundum verða misbrestur og lendir þá oft í flækju. Framh. Barnaskólastúlka gefur eftir- farandi upplýsingar um mann- inn: Maðurinn er eina skepnan sem getur kveikt ljós, og hann er líka eina skepnan, sem snýtir sér. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur i augna, eyma, nef og kverka s}úkdóm,um. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portag-e & Main Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laugrardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. , íslenzkur lyfsali Pðlk getur pantaB meðul og annaC með pðsti. Pljðt afgreiBsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 31 400 Electrical Appliances and Radio Service Purniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. PRINCE/Í MESSENGER SERVICE ViC flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smserri IbúCum, og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radlo Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries i Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu meO nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 55 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative . Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Slmi 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suBur aí Banning) Talslmi 30 877 ViCtalstími 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offiee Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. SkrifiO eftir verOskrá Gillis Quarries, Limited 1400 SPRUCE ST. SlMI 28 893 Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO. bifreiCaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesaie Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HEEMENN ! ! KAUPIÐ INNANHÚSMUNI í HÚS YÐAR MEÐ ÖRYGGI. Ef þið þurfið að kaupa innanhús muni ýðar áður en þér fáið inn eign yðar hjá land- i stjóninni borgaða þá getum við fullnægt þeirri þörf. Innanhúsmunirnir fluttir heim til yðar tafarlaust Þér munuð verða ánægðir með vörutegundirnar margbreyttu í búð vorri, þjónustu vora og hina fljótu afgreiðslu til heimila yðar á öllu er þér kaupið í búð vorri. REID FURNITURE UMITED 490 PORTAGE AVENUE (Rett fyrir vestan “The Mall”)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.