Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAÍ, 1946 « Margrét Werner “Ralph, viltu ekki hugsa þig betur um hvað þessi ást hefur að þýða fyrir þig, en þú skalt ekki gleyma því að eg virði mikils hreinskilni þína og sann- leiks ást. Yfirsjónin, þegar alt er athug- að, er að miklu leyti mér að kenna. Eg mátti vita að eins ungur maður og þú, mundir gera eina eða aðra vitleysu, þeg- ar þú varst látinn sjálfráður. Og þú hefur gert það. Segðu ekki meira að þessu sinni; eg neita þér um samþykki mitt, í eitt skifti fyrir öll, og vonast til að þú viljir gefa mér drengskaparlof- orð þitt um, að mæta þessari stúlku aldrei framar. Við skulum tala um þetta mál seinna.” Þegar Ralph var farinn út, litu hjón- in hvort á annað. Lafði Cuming var ná- föl í andliti. “Ó, Herbert, hvað hann er göfugur og hugaður,” sagði hún. “Veslings drengurinn minn; hváð hann var upp með sér af þessu meiningarlausa til- tæki sínu! Eg sé framá að það verður erfitt að fá hann til að breyta áformi sínu!” “Ó, ekki held eg það,” sagði lávarð- urinn. “Ethel Newton kemur hingað bráðum, og þegar Ralph sér hana gleym- ir hann þessari stúlku.” “Eg held að það sé betra að setja sig ekki á móti vilja hans,” svaraði iafðin; lofaðu mér, Herbert, að taka þetta mál að mér. í fyrramálið skal eg fara og sjá Mr. Werner, og leiða honum fyrir sjónir að hann verði að senda stúlkuna í burtu. Svo förum við með Ralph utan- lands, og innan fárra mánaða verður hann búinn að gleyma henni.” Nóttina eftir, leið lafði Cuming illa. Hún var kvíðin, og er hún sofnaði dreymdi hana erviða og óþægilega drauma. Hún var friðlaus af ótta sem ásókti hana. “Það hlýzt eitthvað illt útaf þessu,” sagði hún við sig sjálfa — “sorgir og óhamingja — eg finn það á mér.” Daginn eftir fór hún til herbergja dyravarðarins, og spurði eftir Margréti. Henni fanst nærrí því að hún gæti fyr- irgefið glapræði sonar síns, er hún sá þessa fríðu stúlku, með þykkar svart- ar hárfléttur, sem láu ofan á snjóhvítan háls hennar og herðar. Hún var í sann- leika yndisleg og prúð í framkomu, en þó alls ekki hæf til að verða lafði Cum- ing. Hún var svo yndisleg, eins og vilt Þlóm, en hún hafði engan hærri sið- menpingarblæ á sér. Hún stóð þar, kafrjóð í andliti, utan við sig aumkunar- lega ráðalaus fyrir framan hina tignu lafði. “Þú sjálfsagt veist hversvegna að eg er komin til að tala við þig, Margrét,” sagði lafðin, vingjarnlega. “Sonur minn hefur sagt mér frá kunningskap sínum við þig. Eg er komin hér til að segja þér, að sá kunningskapur verður að vera upphafinn Eg vil ekki særa þig né hryggja, en þú getur gert þér grein fyrir því með þinni eigin góðu skyn- semi, að þú verður aldrei viðurkend sem tengdadóttir mín né Herberts lá- varðar. Eg vil ekki tala u mþína lítil- mótlegu stöðu, og ætterni; en þú ert svo ólík syni mínum að uppeldi; þú stendur honum jekki jafnfætis í neinu. Hann yrði þess brátt var, og yrði svo leiður á þér.” Margrét sagði ekkert, en fór að gráta, svo tárin runnu ofan eftir kinnunum á henni. Nú var enginn sem gat kyst þau af. Hún steinþagði, og þegar lafðin óskaði eftir að tala við föður hennar, hljóp hún í burtu, hún hvorki vildi né gat hlustað á meira. “Eg veit ekki hið minsta um þetta, mín góða lafði,” sagði dyravörðurinn, einarðlega, sem var enn meira hissa en herra hans, Herbert lávarður. “Mr. Gregory Thomson óskaði að giftast dóttir minni, og eg hef sagt að hún skuli giftast honum. Mér hefur aldrei komið til hugar að hún þekkti unga herrann á Elmwood, og hún hefur aldrei nefnt hann á nafn, svo eg»hafi heyrt.” Elrindi lafði Cuming hafði hepnast betur en hún bjóst við. Werner og kona hans voru auðvitað dálítið hreykin af því að dóttir þeirra hafði unnið ást hins tilkomandi lávarðar á Elmwood, en þau litu brátt á þetta frá skynsamlegu sjón- armiði, og sáu hversu ólík afstaða þeirra var, og þá óhamingju og sorg sem slíkt gæti valdið. Þau lofuðust til að vera góð við Margréti, og vinna að því með stillingu að þetta mætti gleymast, áður en þau gerðu nokkra tilraun til að neyða hana til að giftast Gregory Thom- son. Þegar lafði Cuming stóð upp til að fara, lagði hún 25 punda bankaseðil í hendi Werners og sagði: “Sendu Mar- gréti til Little Valley; þetta borgar fyr- ið það sem það kostar.” “Það get eg ekki gert,” svaraði Wer- ner og neitaöi fyrst að taka við pening- unum. “eg get ekki selt ást Margrétar.” Að endingu rétti lafði Cuming hon- um sína fínu og mjúku hendi, og Mr. Werner hneigði sig djúpt fyrir henni. Fyrir sólarlag þetta sama kvöld, hafði Werner farið með Margréti til Little Valley, þar sem hún átti að vera, þangað til Ralph væri farinn utanlands. Nú virtist í nokkra daga, sem allt væri komið í gott lag aftur. Þeim feðg- unum lenti saman í harðri deilu, er Ralph vissi að Margrét var farin í burtu. Ralph áleit það að senda hana í burtu væri blátt áfram trygðarof, og hann sagðist skyldi finna út hvar hún væri, og hann skyldi giftast henni við fyrsta tækifæri, er hann hefði náð myndugs aldri. Faðir hans hélt bara að þetta væri heimsku tal, sem meinti ekki meir en barnslega óstillingu drengs sem hefði mist leikfang sitt, sem hann hefði haldið mikið uppá. Honum fanst sér ómögulegt að taka þetta sem alvöru. Þessi saga hefði getað orðið öðru- vísi, ef Ralph, særður af hinni köldu fyrirlitningu föður síns, hefði ekki mætt Gregory Thomson. En þeir mætt- ust næsta dag við hlið sem var milli skógarins og þjóðvegarins. Hliðið var lokað fyrir þeim, og hvorugur vildi opna hliðið fyrir hinum. “Eg hef dálítið mál að gera út um við þig, herra minn,” sagði Gregory, ergelsislega. “Dúfur para sig aldrei saman með örnum. Ef þú vilt gifta þig, þá veldu þér konu af þinni stétt, og lof- aðu mér að fá Margréti Werner.” “Margrét Werner er mín,” svaraði Ralph með þjósti. “Hún skal aldrei verða þín,” svaraði Gregory. “Sjáðu til, herra minn, eg hef elskað Margréti síðan hún var lítið barn. Þá bjó faðir hennar í nágrenni við heimili mitt. Eg hef elskað hana alla mína æfi — eg held að eg hafi ald- rei elskað neina aðra stúlku Þrengdu þér ekki inn milli mín og þeirrar stúlku sem eg elska. Veröldin er stór, og þú getur valið þér aðra — rændu mig ekki minni kæru Margréti.” Á andliti mannsins var sorgblandinn tignar svipur, sem hrærði við tilfinn- ingu Ralphs. “Eg kenni í brjósti um þig.” sagði Ralph, “ef þú elskar Margréti; því hún á að verða konah mín.” “Aldrei!” hrópaði Gregory. “Úr því að þú vilt ekki taka til greina hrein- skilningsleg og einlæg orð mín, þá skal eg bjóða þér byrginn. “Eg skal fara til Little Valley, og skilja aldrei við Mar- gréti fyr en hún er orðin konan mín.” Þeir deildu um þetta, með mörgum bituryrðum, en Gregory hafði í ógáti sagt frá því leyndarmáli sem Ralph þráði mest að vita, hvar Margrét væri niður komin. Það er sorgleg saga og þó er það ekki svo sjaldgæft. Ást og afbrýði sviftu nú hinn unga aðals erfingja allri sannri dómgreind; hann gleymdí alveg að gæta skyldu sinnar og heiðurs. Und- ir því yfirskyni að hann væri að fara til að finna skólafélaga sinn, fór Ralph til Little Valley. Faðir hans sá hann fara í burtu, en hann var alls óhræddur, því honum ko mekki í hug, að hann vissi hvar stúlkan var. Þetta tiltæki Ralphs var mjög van- hugsað, og leiddi af sér sorg og mæðu. Því verður ekki með orðum lýst, en þegar Ralph sá nú Margréti aftur, var sem hann tapaði allri sómatilfinningu og gleymdi öllum skyldum. Hann bað hana að giftast sér strax, leynilegri giftingu. Hann hafði sagt henni, að þegar þau væru gift, þá mundi faðir sinn fyrirgefa sér, og allt yrði gott og friðsamt. Hann trúði því fastlega, og Margrét hafði engan annan vilja en hans. Hún gleymdi öllum þeim aðvör- unum sem lafði Cuming hafði gefið henni; hún hugsaði aðeins um Ralph og ást hans á sér. Svo þau voru gift í lítilli kirkju í Morton, 20 mílur frá Little Valley; og engum var kunnugt um þetta leyndarmál þeirra. Það var engin ástæða, engin afsök- un fyrir þessu tiltæki, svo óheiðarlegu, svo óheilbrigðu — Það var ekkert sem var þessu til afsökunar fyrir hann, nema það, að hann var svo ungur, og hafði altaf verið sjálfráður um hvað hann gerði. Nú var Margrét Werner orðin IV^argrét Cuming. Ralph skildi nú strax við sína ungu konu; hann kom öllu fyrir, sem hanh hélt, á sem beztan hátt. Nú ætlaði hann að fara heim, og reyna á allan hugsanlegan hátt, að fá föður sinn til að gefa samþykki sitt. Ef hann væri ófáanlegur til þess, þá mundi hann með tíð og tíma finna ráð til að komast slysalaust útúr þessu. Hann hugsaði sem svo: Látum það koma sem koma vill, Margrét var nú hans; ekkert gat nú framar aðskilið þau. Það var aðallinn málsins fyrir honum. Jafnvel þó það versta kæmi fyrir, og að faðir hans ræki hann í burtu. þá gat það þó ekki varað nema um stund, og þá naut hann samt sem áður þeirrar hamingju að geta verið hjá Margréti. Hann kom heim til Elmwood, og þó hann eins og færðist undan að líta á föður sinn með einurð, sá lávarðurinn þó að sonur sinn var nú miklu ánægð- ari og rólegri í útliti, og hélt að nú væri hann alveg búinn að gleyma þessu ást- ar æfintýri við Margréti. Þau komu sér saman um að Margrét skyldi vera í Little Valley, þar til hún fengi skeyti frá Ralph. Hann gat ekki skrifað henni, og hún ekki til hans, en hann lofaði henni, og trúði því sjálfur, að hann gæti bráðlega tekið hana heim til sín á Elmwood, sem sína löglega við- urkendu konu. VI. KAFLI Það var indælan morgun, seint í ágúst I mánuði. Á akrinum sveigðust hinar gullnu kornstengur ofurlítið, fyrir hlýj- um morgunblnum. Kjarrviðurinn var alþakin blómum, og ávaxtatrén svign- uðu undir þunga ávaxtanna, bæði per- um og eplum. Náttúran var svo ólýsan- lega fögur þennan morgun. Inni í borðstofunni á Elmwood sat | Herbert lávarður við ríkulegt morgun- verðar-borð. Hann var að lesa bréfin sem pósturinn kom með þá um morg- uninn. Lafði Cuming leit svo yndislega út í nýjum morgunkjól, en Ralph var I áhyggjufullur á svipinn. Hvað eftir annað var hann að velta fyrir sér í hug- anum, hvernig hann ætti að segja föð- ur sínum frá giftingu sinni. Hann þráði að geta og meiga vera hjá sinni elsku- [ legu Margréti, og hann fann að hann þurfti að búa sig undir það hræðilega illviðri sem hann yrði að mæta, áður en hann kæmi heim með hana. “Hér eru góðar fréttir,” sagði móðir hans; lafði Newton og Ethel ætla að koma, og Sir James kemur tveimur dög- um seinna. Þær koma á morgun.” “Það er gott að heyra,” sagði lávarð- urinn, mjög glaður við að heyra þetta. “Við megum biðja lafði Thottingham að koma hér til að mæta þeim. Ralph stundi við Foreldrar hans voru svo altekin með hug og sál í félagslíf- inu; það átti að verða miðdags sam- kvæmi, og svo stór dansleikur, sem átti að bjóða á öllu heldrafólki í nágrenn- inu. “Ethel líkar svo vel fjörugar skemt- anir,” sagði lafði Cuming, “og við verð- um að skemta henni eins crg mögulegt er.” Ralph sat og hugsaði með sjálfum sér: “Þetta allt verð eg að þola og taka þátt í, stórum samkvæmum, stórum miðdegisveizlum, og dönsum, meðan hjarta mitt þráir mína ástkæru ungu konu. Og svo, ofan á allt þetta, hve- nær fæ eg svo tækifæri að tala við föð- ur minn? Eg skal reyna að tala við hann í dag.” Þegar miðdagsveizlan var úti, stakk Ralph uppá því við föður sinn, að þeir skyldu fá sér sígar og ganga útá sval- irnar. Það var þar sem samtalið fór fram milli þeirra, sem sagt er frá fyrst í þessari sögu. Það var þar, sem lávarð- urinn tók af öll tvímæli og sagði sína óhagganlegu meiningu. Ralph þótti meir fyrir undirtektum föður síns, en hann vildi viðurkenna. Einu sinni var það rétt komið fram á varir hans að segja föður sínum að hann væri giftur Margréti, og ef faðir hans hefði verið æstur og reiður, hefði hann gert það; en lávarðurinn var svo rólegur og sanngjarn, að hann gat ekki fengið sig til þess. Nú í fyrsta sinn fann hann hversu það var allt satt sem faðir hans hafði sagt. Ekki fyrir það að hann elskaði Margréti minna, né iðraðist hinnar heimskulegu og fljótfærnislegu giftingar, heldur það sem faðir hans benti honum á, og hann gat nú séð og yfirvegað með sinni heilbrigðu og góðu dómgreind, að jöfnuður var nauðsyn- legur. Hér var svo stór forskil á stétt- um og lífsvenjum; það var sem hann gerði sér nú fyrst grein fyrir því. Það gafst ekki mikill tími til yfir veg- unar. Lafði Newton og Ethel dóttir hennar áttu að koma daginn eftir. Aftur tók lafði Cuming þátt í þessu máli, og mildaði það eins og kænn stjórnmála- maður, svo allt gekk slysalaust af, að því sinni. Um kvöldið sagði móðir hans við Ralph: “Ralph, eg veit að ungur maður sem þú, kærir sig ekki um að umgangast eldri dömur, en eg verð að biðja þig að gera undantekningu á því með lafði Newton. Hún sýndi mér svo mikla alút og góðvild á Pine Hall, og þú verður að hjálpa mér til að endurgjalda það. Eg skoða hver alúðlegheit sem þú sýnir henni og dóttir hennar, eins og þú sýndir mér það.” Ralph brosti að því sem móðir hans sagði, og lofaði að hann skyldi gera sitt bezta í því. “Ef hann fæst til að vera mikið með Ethel,” hugsaði móðir hans, “þá er eg viss um að hann fer að elska hana, og þá er öllu borgið.” Ralph var ekki inni þegar gestirnir komu; þeir komu fyr en búizt var við. Móðir hans og lafði Newton höfðu far- ið saman inn.í lestrarsalinn, svo Ethel var ein í samkvæmissalnum, og þar mætti Ralph henni. Þegar hann opn- aði hurðina, sá hann bara hvíta kjól- ermi. Hann hélt að móðir sín væri þar, og gekk svo hiklaust inn; en hann varð alveg hissa á því sem hann sá. Einu- sinni á öld, ber kannske fyrir augu manns, ung stúlka, eins og Ethel New- ton, hin hreinasta og eðlilegasta mynd grískrar fegurðar, róleg, fín, ljóshærð stúlka, með ljósar augabrýr, og svo fag- urt hár, sem skein eins og silki, og lá.í digrum fléttum utanum höfuð hennar. Hún var há vexti, og svaraði sér vel, og hún var svo prúð og siðlát, að það ver auðséð að hún hafði notið hins bezta uppeldis og umgengni. Hún stóð upp er Ralph kom inn og leit sínum mildu augum rólega á hann. Hún roðnaöi ofurlítið í andliti, er hún mintist hvað lafði Cuming hafði sagt henni um son sinn. Hún vissi að bæði móðir sín og móðir hans vildu, að hún giftist Ralph. “Eg bið fyrirgefningar,” sagði hann. “Eg hélt að lafði Cuming væri hér inni.” “Hún er í lestrarsalnum,” sagði Ethel, með brosi sem gerði hann ráðalausan. Hann hneigði sig og fór út úr salnum. Þetta var þá Ethel Newton, þessi fall- ega stúlka, sem hann hafði kviðið svo fyrir að mæta. Hún var mjög fríð — hann hafði aldrei séð andlit sem henn- ar, en það vakti enga ástar tilfinningu í huga hans, né honum kæmi í hug að bera hana saman við sína fátæklegu, fríðu Margréti. Hann var gæddur lista- manns sál, og hafði talverða þekkingu og æfingu í sjálfri listinni. Hann hugs- aði um þetta gríska andlitslag, á sama hátt og hann hefði hugsað um íagurt málverk, eða fallega myndastyttu; en hann hugsaði ekki um hið viðkvæma og elskandi hjarta, sem sló í brjósti Ethel Newton. Ralph var auðvelt að opna hið stóra píano, eftir miðdagsverðinn, og leggja músik bækurnar fyrir framan Ethel, sem fór að leika á það, og hlusta alveg ósnortin á það sem hún spilaði. Hann hafði yndi af að horfa á og virða fyrir sér fríðleik og fegurð hennar, þar sem hún sat í kvöldsólar skininu, í snjóhvít- um knipplingakjól. Hann dáðist að hennar fögru og ávölu herðum, og fínu höndum, sem voru skreyttar perlu arm- böndum. Á brjóstinu hafði hún fagra rós. Ethel Newton hafði margt við sig, annað en fríðleik og fegurð. Málrómur hennar var fagur, mildur og þó einarð- ur. Hugsun hennar og innræti, brá oft fyrir á andliti hennar, og það var fögur sjón að sjá varir hennar hreifast af mildu brosi, sem varpaði sólskini til þeirra sem íxjá henni voru. Vesalings Ralph stóð þar og veitti hverjum drætti í andliti hennar nána eftirtekt, sem virtist að skifta blæ við hvert orð sem hún sagði; að hlusta á hana tala var útaf fyrir sig hin stærsta nautn. Mæðurnar litu hvor til annarar og brostu; og lávarðinum fanst sem þungri byrði væri létt af sér. Lafði Cum- ing bað Ethel að syngja; hún var í að- dáunarhrifningu yfir yndisleik Ethel.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.