Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. MAÍ, 1946
5
/ililJGAMAL
GVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
JONAS GOODMAN
F. 23. apríl 1873—d. 22. marz 1946
PEYSUÞVOTTUR
Peysur eru fallegar flíkur og
fara mörgum vel; þær eru líka
mikið notaðar nú við “suits,” sér-
staklega ef svalt er í veðri. En
ipeysur eru líka dýrar flíkur;
þessvegna er nauðsynlegt að
kunna að fara með þær. Það er
ergilegt þegar peysa, sem maður
hefir keypt dýru verði, eða eytt
mörgum frístundum í að prjóna,
'hleypur í görfdul við fyrsta þvott
og maður verður eins og strengd-
ur köttur þegar maður fer í hana
aftur.
Þetta þarf alls ekki að koma
fyrir ef peysan er varlega þveg-
in. Galdurinn er aðallega sá, að
nota mátulega heitt vatn og
rétta sápu, og forðast að nudda
peysuna.
Áður en þú þværð peysuna
skaltu mæla hana á alla vegu
og skrifa málið niður; þó er enn
betra að leggja hana á stórt blað
og draga með blýant í kringum
hana. Gott er að þræða tvinna
í snúningana að neðan, framan
á ermum og í hálsmálið og
forða þannig því að þeir víkki.
Þvottavatnið og skolunar vatn-
ið verður að vera jafnheitt, því
snögg hitabreyting þæfir ullina.
Vatnið má ekki vera heitara en
80 til 100 stig Fahr. Ef þú hefir
ekki hitamælir, skaltu skvetta
nokkrum vatnsdropum innan á
álnliðinn; ef þú finnur ekki til
hita, er vatnið ekki of heitt.
Blandaðu góðri sápu í nóg af
vatni og hrærðu þangað til sápu-
froðan en um tvo þumlunga á
þykkt. Þvoðu peysuna undir
yfirborði vatnsins, með því að
■kreista hana varlega. Varastu að
lifta henni upp úr vatninu og
dýfa henni aftur og aftur, því
þá vill ullin þæfast.
Peysan er skoluð á sama hátt,
úr mörgum vötnum, sem eru
jafnheit þvottavatninu. Þá er
kreist úr henni mesta vatnið, en
síðan vafin þétt innan í hreint
handklæði og látin liggja um
stund. Síðan er hún látin á borð
eða slétta plötu og teigð þannig
að hún nái sinni réttu stærð og
lögun. Þarna er hún látin liggja
þar til hún er þur. Þegar þú
ferð í hana aftur, ber ekki á
öðru en hún sé eins og spán ný.
Húsráð.
Ef bursta á háruga flík, er
gott að strjúka fyrst yfir burst-
ann með votum klút, þá nást
hárin betur.
+
Óhrein föt, t. d. verkamanna-
föt, er gott að leggja í bleyti i
grænsápuvatn, blandað svolitlu
af salminakspíritus og terpentín-
olíu. Eftir þvottinn verður að
skola fötin vel, svo að terpentín-
lyktin hverfi.
+ N
Ef súpan verður of sölt, er
reynandi að setja hráa, sundur-
skorna kartöflu út í súpupottinn.
Kartaflan dregur í sig nokkuð
af seltunni.
+
Heimilið er fangelsi ungfrúar-
innar, vinnustaður húsfreyj-
unnar.
Bernhard Shaw.
ÍSLENSKA LISTAKONAN
í HOLLYWOOD
Hollywood hefir lengi haft
niikið aðdráttarafl fyrir lista-
nienn heims. Þangað hafa menn
sótt auðlegð og frægð. Þaðan
hafa aðrir flúið slyppir og snauð-
lr, eins og gengur.
í mörg ár hefir einn af nafn-
kendustu íslenzkum myndlista-
mönnum verið þar vestra: Frk.
Nína Sæmundsson. Hún hefir
aflað sér þar f jár og frama. Hún
hefir m. a. gert myndir af mörg-
um leikara, þeirra er almenn-
ingur um víða veröld þekkir úr
kvikmyndum. — Eðlilegt að
þeim sé umhugað um að myndir
þeirra geymist í varanlegra efni
en áspólum kvikmyndanna. Þar
hefir m. a. stúlkan úr Nikulásar-
húsum, frk. Nína Sæmundsson,
hlaupið undir bagga.
Liðin eru 20 ár síðan frk. Nína
kom hingað til lands. Þá var hún
hér einn sumartíma—, 1926. Þá
kom hún frá Höfn og hafði með-
ferðis myndastyttuna “Móður-
ást” sem Reykvíkingai hafa
lengi haft fyrir augum 1 garð-
inum við Lækjargötu. Héðan
fór hún til New York, var þar
um tíma. Þá gerði hún mynd-
ina á forhlið hins mikla Waldorff
Astoria-gistihúss. Þangað hafa
margir íslendingar komið. —
Þar blasir mynd Nínu við augum
er að gistihúsinu kemur. Eg
þekki landann illa ef honum
finnst ekki hann sjálfur hafi
hækkað um hálfan þumlung við
það, að myndin sem prýðir inn-
ganginn er eftir íslenzka lista-
konu.
Svo langt er umliðið síðan frk.
Nína var hér heima að viðbúið
er að yngri lesendurnir viti lítil
deili á þessari ísl. listakonu er
unnið hefir lengi hinumegin á
hnettinum.
Hún er sem sagt frá Nikulásar-
húsum í Fljótshlíð, fædd þar og
þar ólst hún upp. Þegar hún var
átján ára að aldri veiktist hún
alvarlega.. Frænka hennar,
Helga Guðmundsdóttir að nafni,
er búsett var í Höfn, bauð henni
til sín þangað, m. a. til þess að
hún gæti notið þar lækninga.
Er hún ’hafði náð heilsu þótti
rétt að hún notaði tækifærið, úr
því hún væri komin til útlanda
að læra eitthvað nytsamt, er hún
gæti gert sér að atvinnu. Hún
hafði altaf verið lagin í hönd-
unum, og tók því það ráð að
•læra tannsmíði.
Er hún hafði lokið því námi
að mestu veiktist hún að nýju.
Þá þurfti hún langa sjúkrahúss-
vist. — Þar kyntist hún jóskri
konu. Tókst kunningsskapur
með þeim. Bauð hún Nínu til
sín út á Jótland, er hún væri
orðin ferðafær.
Á Jótlandi kyntist Nína
danskri listakonu er var myiíd-
höggvari. — Hafði hún ekki áður
haft nein kynni af myndlist.
Þessi viðkynning hreif hana,
gagntók hana. Hún fékk sér leir
og fór að móta myndir. Hún mót-
aði m. a. barnshöfuð. Þetta verk
hennar vakti mikla athygli. Hún
fór með það til kennara við Tekn-
iska skólann í Höfn, H. Grön-
vold. Hann var ágætur kennari.
Hann spurði hana hvar hún
hefði lært. Hún sagði sem var,
að hún hefði engrar tilsagnar
notíð. Þetta varð til þess, að
kennarinn studdi hana til náms,
svo og frænka hennar, Helga
Guðmundsdóttir. — Síðan gekk
hún á Lista-akademíið í Höfn í
fjögur ár. Var Utzon Frank aðal-
kennarinn hennar. Hann örfaði
þenna nemanda sinn mjög til
sjálfstæðra verka og jók á sjálfs-
traust hennar. Frá Höfn fór hún
að afloknu námi til Róm og Par-
ísar. Dvaldi lengi í París. Þar
gerði hún myndina Móðurást.
Hugmynd sína að þeirri mynd
fékk hún frá skáldsögu Sigríðar
Undset, Jenny.
Með hækkandi sál 22. marz s.l.
seig síðasti blundur á brá sonar
frumbyggjans og sjálfs landnáms
mannsins Jónasar (Helgasonar)
Goodman, á St. Lukes spítalan-
um i Bellingham, Washington.
Fæddur var hann á Ölvalds-
stöðum í Borgarhreppi 23. apríl
Nokkru eftir að hún kom til
New York, gerði hún m. a. mynd
af Vilhjálmi Stefánssyni, er
siðar var gefin hingað. En þá
fyrst vakti hún almenna eftir-
tekt vestra, er hún sigraði í sam-
kepni þeirri, er stjórnendur Wal-
dorff-Astoria gistihússins gerðu
um mynd, sem prýða skyldi að-
alinngang að stórhýsi þessu.
Eftir nokkurra ára dvöl í New
York fluttist hún til Hollywood.
Þar gerði hún mynd af Leifi
Eiríkssyni, sem sett var í “Grif-
fith Park” á “Eiríkshátíð” er þar
var haldin. Aðra standmynd og
stærri hefir hún gert er táknar
Prometheus í West Lake Park.
Hún hefir, sem fyr segir mótað
fjölda mynda af kvikmyndaleik-
urum í Hollywood. Eitt sinn er
hún hafði ekki líkamsþrek til að
fást við að móta myndir eða
höggva í stein, tók hún að mála.
Hefir hún fengið góða dóma fyr-
ir mörg málverk sín.
Nýlega hefir frk. Nína fengið
langtum meira verkefni en
nokkru sinni áður er mun end-
ast henni í mörg ár til úrlausnar.
Olíukongur einn í Houston í
Texasfylki, Mr. McCarthy að
nafni, hefir ákveðið að reisa
mörg stórhýsi utan um fagurt
torg í borg þessari. Hin fyrir-
huguðu stórhýsi eiga að vera
fyrir útvarpsstöð, gistihús og
leiguhús með dýrindis íbúðum.
Forstöðumenn þessa mikla bygg-
ingafyrirtækis hafa ráðið frk.
Nínu Sæmundsson til þess að
gera þar ýms listaverk. Hefir
hún þegar mótað hafmeyju, sem
á að prýða tjörn eina utanvið
veitingasali gistihússins. En inn-
anveggja á hún að setja þar upp
mikil útskorin þil, þar sem mynd-
irnar eiga að tákna sögu Hous-
ton-borgar, og landnámsmanns-
ins Houston er var fyrsti forseti
Texasfylkis. En Nína hefir iðk-
að tréskurð jafnhliða annari
myndagerð.
Eftir 20 ára fjarveru er von á
frk. Nínu hingað heim í sumar.
Þó hún hafi lengst af dvalið er-
lendis frá því hún v'ar 18 ára,
hefir hún aldrei hugsað sér að
slíta tengslin við ættjörðina. Hún
er íslenzkur ríkisborgari, og
segir að engin breyting verði á
því, frekar en hinu, að hún alla
daga líti á sig sem íslending.
(Að nokkru eftir “Tidens Kvind-
er) — Lesbók Morgunbl.
1875, sonur hjónanna Helga Guð-
mundssonar og Helgu Eyvindar-
dóttur, hún var frá Gerðubergi í
Dalasýslu. Ungur að aldri flutt-
ist hann með foreldrum sínum
til Elk Rapids, Michigan, og
tveim árum seinna til Rauðár-
dalsins, þar sem nú er Hallson-
bygð í norðanverðu Pembina
héraði í N. Dakota. Árið 1887
fluttist hann með foreldrum sín-
um til landnáms í hinu nýja ís-
lenzka landnámi í Mouse River
dalnum, vestantil 1 Dakota-rík-
inu. (Sjá O. Thorgeirson, Alm-
anak, 1913). Þar var hann önn-
ur hönd föður síns við búskapinn
þar til hann var lögaldra er hann
sjálfur nam land þar og sama
ár giftist heitmey sinni Sigríði
dóttur Þórðar Benediktssonar
(Benson). Það var 16. marz 1896.
Heimili sitt settu þau við ána
skamt frá heimili foreldra brúð-
gumans og bjuggu þar uns þau
aftur námu land í sandhæðunum
austur af bygðinni 1905.
Árið 1897 tóku ungu hjónin
til fósturs ungan svein, bróður
brúðarinnar, Kristinn Sigurlaug
að nafni, tveggja ára, og ólu upp
til fullorðinsaldurs. Sjálf áttu
þau eina stúlku barna, Maríu
Sigríði að nafni. Eftir 10 ára
dvöl á hinum nýju löndum sín-
um, eða 1915, misti Jónas konu
sína, en hélt þó áfram búi sínu
með syni og dóttur þar til 1922
er hann leysti upp bú sitt. Dótt-
inin giftist árið eftir Mr. Edward
A. Nelson, og búa nú sæmdarbúi
við Brainerd, Minn., en sonur-
inn sjálfstæður leitaði gæfunnar
út á við. Eftir þetta vann Jónas
sem lausamaður víðsvegar, en
mest þó í gömlu bygðinni. Vetr-
unum eyddi hann oft hjá dóttur
sinni en kom með farfuglunum
til heimabygðarinnar til starfs.
Liðu svo árin þar til síðasta haust
að bera fór á krankleik hans
sem svo leiddi til bana, eins og
áður var getið. Banameinið var
krabbi.
Jónas var vel meðalmaður á
hæð, frekar grannvaxinn, kvik-
ur í spori, fljótur í snúningum
og röskur í verki. Svipur hans
var léttur og hreinn. Kátur og
reifur í tali, með margt spaugs-
yrði eða frásögur á reiðum
höndum. Fróður um margt*fyrir
lestrarlöngun og sjálfmentun
var hann góður gestur hvar sem
hann kom. Þrátt fyrir örðuga
lífsreynzlu gat hann miðlað gleði
þar sem hann vann að iðn sinni,
smíðum, enda sóttu menn eftir
honum öðrum fremur, ekki að-
eins vegna frábærs dugnaðar,
heldur líka vegna persónu hans
sem færði með sér hressandi and-
rúmsloft. Hann vildi lifa og
deyja sólarmegin í lífinu og
f. f. I ■ ■ N( I V
Skemtiferð 24. maí til Lockport
pú getur ekki skemmt þér og fjölskyldu þínni betur 24 mal, en
að taka þér ferð með skemtibátnum Keenora, norður eftir hinni
straumlygnu Rauðará oíí njóta hins fagrra útsýnis og ferska lofts.
Keenora fer frá, bryggjunni við Redwood-brúna kl. 2 e. h. og kemur
til baka kl. 8 e. h. Farseðlar til sölu á staðnum. Hinar reglubundnu
sunnudaga skemtiferðir til Lockport hefjast 2. júní n.k.
Ferðir til Norway House
FyrStá ferð Kéenora tii Nörway House í ár, hefst 25. maí n.k.
pessl sex daga sigling 4 Winnipegvatni um hásumar er ein sú bezta
og heilsusamlegasta skemtun, sem fólk getur veitt sér. auk hins
breytilega og fagra útsýnis er auganu mætir 4 þeirri ferð. Skipið
Keenora fer 1 þessa fyrstu norðurferð frá byrggjunni við Redwood Ave.
ibrúna, kl. 2.30 4 laugardaginn 25. mai n.k.; kemur til Selkirk kl. 6.30
e. h., heldur svo til Warren’s Landing og Norway House og annara
víðkomustaða. í heildarfargjaidi innifelst fæði, svefnherbergi og
önnur þægindi, sem slikar ferðir vanalega veita,
Stöðugar vikuferðir til Norway House með Keenora hefjast I 4r
2. júni næstkomandi.
THE SELKIRK NAVIGATION CO. LTD.
Redwood Ave., Winnipeg Phone 55 100
hvorki sitja í skugga né kasta
skugga á vegferð annara.
Yfir síðustu dögum hans var
birta þrátt fyrir aðdraganda
hinstu stundarinnar og það var
bjart kveðjudaginn er jarðarför-
in fór fram frá kirkju Melank-
ton safnaðar í Upham, N. Dakota,
og heimabygðin var þar öll að
kveðja hann og veita hinstu að-
hlynningu. Það var 26. marz.
Kveðjumálin flutti sr. E. H. Fáfn-
is. Jónas var lagður til hvíldar
í Melankton grafreit og minning
hans mun lengi vara hjá öllum
sem þektu.
E. H. Fáfnis
“Jón hefir ekki komið heim
tvo daga. Áhyggjufull. Er hann
hjá þér?” stóð í fimm skeytum,
sem kona Jóns sendi kunningj-
um hans.
Skömmu seinna kom eigin-
maðurinn heim, og ekki leið á
löngu, þar til símsendillinn kom
með fimm svarskeyti. Þau voru
öll á eina leið:
“Já, íón hérna.”
FISHERMEN!
GRAYMARINE
DISTRIBUTORS
At Your Service
• GRAYMARINE ENGINES
• MARINE HARDWARE
• MICHIGAN PROPELLERS
• PUMPS - SHAFTING
And all other things marine
•
DEFFERRED PAYMENTS IF
DESIRED
Call, Write, or Wire
PRATT MARINE
& Manufacturing Ltd.
290 Fort St. Ph. 98 626
DON’T BE FOOLED !
What The I.T.P.A. Is After
Wasn’t it P. T. .Barnum, the Prince of showmen and the
rnaster of humbug, whó declared as the result of his extensive
experience “The people like to be fooled”? As a matter pf fun we
imagine that fooling, like nonsense, is “now and then, relished by
the wisest men,” but we have grave doubts about relish for the kind
of fooling which the Income Tax Payers Association is trying to
put over. “Tax co-operatives and save yourselves $50” it says to the
people, which would, æe imagine be quite satisfactory to the person
whoseincome tax was so much below $50 as to leave the government
owing him the difference.
Professor J. L. McDougall of Queens University, says the
I.T.P.A. or those who speak for it, “has informed a special com-
mittee of the Senate that if co-operatives, crown companies, gov-
ernment and municipally owned corporations were taxed on the
same basis as other businesses, they would pay up to 125 millions
of dollars in Income and Excess Profits Taxes annually.” There
is nothing ambiguous about the statement, but it is not true. Pro-
fessor McDougall may be anxious to support his client, the I.T.P.A.,
but not so anxious as úto risk his reputation as an economist by
making such a rashly positive statement. What Professor
McDougall did say the Senate Committee was this:
“What is the sum total of the tax exemption granted? An
answer to that question now by anyone involves a guess rather
than an estimate but I suggest that $100,000,000 is probably the
lower limit. How much higher it might go is a much more diffi-
cult question to answer, but the upper limit could hardly be less
than $125,000,000.” Later, in examination, the Professor admitted
that his guess at that toal amount of income exempt from taxation
\/as “rather weak.”
In the hands of the I.T.P.A. the Professor’s “rather weak . . .
guess, rather than an estimate” becomes a definite and positive
computation about which there isn’t a particle of doubt, and which
means $50 a year less tax for every individual income tax payer
in Canada. „
And now how is that $100 million to $125 million to be raised.
Professor McDougall submitted a table of exempt organizations
with the amounts he thought could be collected from them. Here
are some of them:
Provincial Liquor Control Boards $37,433,705
Canadian National Railways ................. 9,671,308
Toronto Transportation Commission 4,331,907
Ontario Hydro Electric System 3,300,000
Quebec Hydro Electric System 5,328,401
The Three Wheat Pools ........................ 4,934,853
Many people would have little objection to the grabbing of
$37 millions out of the profits of liquor commissions, and only the
thought that it would have to be replaced in the provincial
revenues by higher provincial taxation might give them pause.
It is certain that the people of Ontario would protest violently
against the appropriation of revenues of the Hydro Commission,
and the people of Winnipeg would certainly have something to
say about the grabbing of funds of the Winnipeg Hydro. And
then just think about robbing the Manitoba Telephone System
to the tune of a million odd dollars and making it up by increasing
provincial taxes, and all to satisfy the lust of a few people for
the destruction of the co-operatives built by the people themselves
for their own benefit.
And just fancy the Dominion Government taxing the surplus
of its own railway — taking revenue from one department of the
Government and handing it to another, a process which the
I.T.P.A. following its distinguished Professor of Economics de-
scibes as a reduction of taxation.
Let us make no mistake about this campaign of the I.T.P.A.
It is designed specifically to destroy the co-operative movement;
all the rest of its twaddle is intended to cover up its real purpose.
It knows that its proposals to tax provincial, muhicipal ahd other
public institutions would raise insuperable constitutional issues
and that no Dominion Government would give a thought to them.
But it drags them in to give its purposes an appearance of im-
partiality, while it keeps the co-öperatives in the most prominent
position in its propaganda. \
The I.T.P.A. doesn’t care two hoots about equity in taxation,
but it does care about the preservation of business at more than
cost, and it does want the more for the business man. The I.T.P.A.
is out to save profits, not to save the people from injustice.
— The Manitoba Co-operator.
Manitoba Pool Elevators
Winnipeg, Maniloba