Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 7
LÖGBKRG, FIMTUDAGLNN 23. MAI, 1946
7
NOKKUR MINNINGARORÐ UM :
Kristján Tryggva Dínusson og
konu hans Hallfríði Guðbrandsdóttur
Þegar eg flutti með fjöiskyidu
minni til Norður Dakota haustið
1926 og tók við prestþjónustu
hjá hinu víðáttumikla íslenzka
lúterska prestakalli þar, var eg
flest öllum ókunnur um þær
slóðir. En smátt og smátt vannst
það að kynnast safnaðarfólkinu
og öðrum. Eins og vænta mátti,
kyntist eg yfirleitt fyrst þeim
sem voru tíðastir messugestir í
hinum ýmsu kirkjum sóknarinn-
ar. Péturssöfnuður í Svoldar-
byggð/Var einn af söfnuðum mín-
um. Hann var einna lengst frá
prestsetrinu og messur voru þar
ekki mjög tíðar. En bæði við
guðsþjónustur, prestverk og
heimsóknir, kyntist eg ýmsu
fólki þar furðu fljótt. Meðal
þeirra sem eg kyntist þar fljót-
lega voru hin mikilsmetnu og
góðu hjón, Hallfríður og Tryggvi
Dínusson. Þau voru tíðir messu-
gestir ásamt með fjölskyldu
sinni, og á heimili þeirra átti eg
við og við erindi. Tvær dætur
þeirra voru og líka í fyrstu ferm-
ingardeild minni frá þeim söfn-
uði.
Undireins og eg kyntist þess-
um hjónum og fjölskyldu þeirra
urðu þau mér kær. Og eftir því
sem við hjónin kyntumst þeim
meira, urðu þau okkur æ kær-
ari. Og vináttubönd tengdu
heimili þeirra og okkar ávalt síð-
an. Okkur fanst altaf mikið um
félagslyndi þeirra, góða hæfi-
leika, skarpa dómgreind og ein-
læga trúrækni.
Hallfríður Dínusson misti
heilsuna fremur ung að aldri.
Var hún um nokkurn tíma mikið
þjáð, og leiddi sá heilsubrestur
hana til dauða 21. dag júnímán-
aðar, árið 1942. Dó hún á heimili
elstu dóttur sinnar, og tengda-
sonar síns, þeirra Mr. og Mrs.
M. Björnsons, Cavalier. Var hún
lögð til hvíldar í grafreit Péturs-
safnaðar 24. júní, og gengdi eg
þá prestsiþjónustu við þá sorgar-
athöfn. Fjölda margir fylgdu
henni til grafar harmþrungnir.
Eins og vænta mátti ver fflessi
greinda og góða kona harmdauði
eiginmanni sínum og börnum og
öðrum ástvinum. Enda hafði
hún starfað bæði af miklum
dugnaði og mikilli ástúð bæði
heimafyrir og útávið.
Eftir lát konu sinnar bjó
Tryggvi áfram ó heimili sínu
hjá syni og tengdadóttur, þeim
Mr. og Mrs. K. D. Dínusson, sem
höfðu þá tekið við búforráðum
þar. Var Tryggvi sýnilega við
góða heilsu. Hann var svo sem
að sjálfsögðu harmilostinn, en
bar harm sinn í hljóði og með
sinni velþektu stillingu. Gekk
hann að störfum sínum heima-
fyrir og úti á vegum félagslífs-
ins, með sömu hógværðinni og
trúmenskunni sem áður, og var
altaf brosmildur og þýður í við-
móti. Átti eg þá enn með honum
ljúfar stundir bæði í kirkjunni
°g víðar. Kvaddi eg hann, eins
og marga aðra með sárum sökn-
uði er eg bjóst til að hverfa frá
Norður Dakota til hins nýja
starfssviðs míns í Vancouver,
B.C. Hlakkaði eg til að sjá hann
aftur er eg kæmi á þær slóðir.
En það átti ekki svo að vera; því
uieðan eg var á leiðinni vestur
andaðist hann sviplega á heim-
ilinu. Mun það hafa verið hjarta-
bilun er varð honum að bana.
MJög fús hefði eg viljað vera
viðstaddur þá athöfn er Tryggvi
var kvaddur í hinsta sinn af ást-
uiennum og vinum. 9n þess var
auðvitað ekki kostur eins og á
stoð. Hann var jarðsunginn af
oorskum nágranna-presti 27.
júlí 1945 Mikill fjöldi ástmenna
°g nágranna fylgdi honum til
grafar, hann var svo vinmargur
og mikilsmetinn af öllum sem
hann þektu. Og sízt kom mér
það á óvart er eg frétti að fjöl-
menni mikið hefði fylgt honum
til grafar.
Hallfríður sál. Dínusson fædd-
ist 17. marz 1875, að Gauksstöð-
um í Norður-Múlasýslu á íslandi.
Hún var ekki nema 9. vikna
gömul þegar foreldrar hennar,
Guðbrandur Erlendsson og Sig-
ríður Hávarðsdóttir, komu með
hana til Ameríku. Voru þau þá
um hríð í Nova Scotia og síðar í
Nýja íslandi um stund. En til
Norður Dakota fluttust þau^ ár-
ið 1881, og settust litlu síðar að
í Hallsonbyggð, og bjuggu þar
ávalt síðan. Eru ekki nema þrjú
syst'kina hennar á lífi nú af ell-
efu sem foreldrum þeirra fædd-
ust: Mrs. Einar Snydal í East
Lake, Colorado; Howard á föður-
leifð sinni við Hallson. N.D., og
Pétur í Seattle, Wash.
Annan dag maí mánaðar, árið
1896 giftist Hallfríður Kristjáni
Tryggva Dínusson í Svoldar-
bygðinni. Eignuðust þau hjón
níu börn: Guðný (Mrs. Matt
Björnson) og Pálína (Mrs. M.
Spatswood) í Cavalier, N.D.;
Sigríður (Mrs. M. Slettum),
Turtle Lake, N.D.; Lillian (Mrs.
Hilton Briggs), Stillwater, Okla-
homa; Kristín (Mrs. Schurman),
Walhalla, N.D.; Guðbrandur,
Hallsop, N.D.; Kristján Dínus í
Svoldarbygð, og William í Flor-
ida. Öll eru börn Hallfríðar og
Tryggva gift, og eru barnabörn
þeirra tuttugu.
1 grein sem birtist um Hall-
fríði í Cavalier Chronicle
skömmu eftir andlát hennar, var
meðal annars ritað á þesa leið:
“Hallfríður sál. var ástrík og
umhyggjusöm eiginkona og móð-
ir. Hún lagði óvanalega mikla
rækt við heimili sitt og fjöl-
skyldu. Lífsgleði hennar var
meðal annars í því fólgin að
flytja sem mesta fegurð inn í
heimilið og heimilislífið. Sí og æ
leitaði hún líka að tækifærum
til að auðsýna vinum, vanda-
mönnum og öðrum kærleiks-
þjónustu.
“Eitt aðal áhugamál hennar
utan heimilisins var íslenzka
lúterska kirkjan sem hún til-
heyrði frá barnæsku, og reynd-
ist ávalt trú. Trú sína sýndi hún
sífelt í verkum og framkomu.
Hún elskaði blómin og fuglana.
Endurkoma þeirra hvert vor
gladdi hana ávalt. Hlutdeild gaf
hún þeim er með henni voru í
þeim fögnuði, sem blómin og
fuglarnir og allt hið fagra í ríki
náttúrunnar veitti henni.”
Kristján Tryggvi Dínusson
fæddist í Þingeyjarsýslu á ís-
landi 30. apríl árið 1875. For-
eldrar hans voru Dínus Jónsson
og Kristín Andrésdóttir. Hann
var hið 5. í röðinni af 16 börnum
þeirra hjóna. Til Ameríku kom
hann með foreldrum sínum 8
ára gamall. Dvaldi hann með
þeim í Nýja Islandi um stund, og
síðar í Winnipeg, Manitoba. En
til Norður Dakota fluttist fjöl-
skyldan árið 1882. Land numu
þau í Svoldarbyggðinni, og
bjuggu þar ávalt síðan. Síðar
eignaðist Tryggvi þetta heimili
foreldranna, bætti við bújörðina
og bygði þar upp gott og fallegt
heimili.
Aðeins tvær systur lifa nú af
systkynum Tryggva sál. Dínus-
sonar. Eru það Jakobína kona
Halldórs Björnson í Blaine,
Wash., og Kristín kona Björns
Eastman við Akra, N.D.
Um giftingu Tryggva Dínus-
Varanlegt menningarstarf
Loka hátíð á námskeiði sem Ice-
landic Canadians hafa haldið í
vetur og vor var haldin í sam-
komusal Fyrstu Lútersku kirkj-
unnar á fflriðjudags kveldið var
eins og auglýst hafði verið; við
góða aðsókn og ágæta skemtun.
Hin ýmsu verkefni þeirra er þar
skemmtu voru leyst af hendi
með prýði.
Forsetinn, frú Hólmfríður Dan-
íelson setti aðalsmark þegar í
byrjun á samkomuna með
snjallri, vel fluttri og vel við-
eigandi ræðu. Aðal atriðið á
skemtiskránni var ítarlegt er-
indi er dr. Richard Beck flutti
um Islenzka skáldsagnar- og
leikrita höfundi síðari ára, sení
var fróðlegt og uppbyggilegt er-
indi. Um meðferð dr. Becks á
þessu mjög svo hugðnæma um-
talsefni og nálega ótæmandi and-
fegu auðsuppsprettu þarf ekki
að tala. Hann er svo vel heima
í bókmentunum Islenzku, svo
þektur ræðumaður og svo vel
máli farinn, að menn mega æfin-
jega eiga von á einhverju góðu
og skemtilegu frá hans hendi.
1 þetta skifti mintist hann
á tuttugu og eitt sagnskáld ís-
lenzk, allt frá Jóni Thoroddsen,
sem ef til vill 'hefir náð hæstum
tónum og fínustum dráttum í
íslenzkri skáldsagnar list, og alla
leið til sagnskálda samtíðarinn-
ar, og sjö leikrita skáld og er
það frítt lið og mikið, hjá ekki
fjölmennari þjóð en Islendingar
eru.
Öðrum verkefnum á þessari
^kemmtiskrá voru gjörð beztu
skil. Barnakór laugardagaskól-
ans, undir stjórn Mrs. G. J. John-
Son vakti yndi og ánægju sam-
komugestanna. Framsögn Bea-
trice Ólafson og Rade Calich var
vel af hendi leyst, svo voru ein-
söngvar ungfrú Ingibjargar
Bjarnadóttur, sem kemur einkar
vel fyrir og hefir fagra og skýra
söngrödd. Tvöfalda quartetteið
úr yngri söngflokk Fyrstu.Lút-
ersku kirkjuuunar gjörði sínu
hlutverki ágæt skil. Síðast á
skemtiskránni var forseti Þjóð-
ræknisfélagsins, séra Valdimar
J. Eylands. Þakkaði hann for-
göngumönnum námskeiðsins og
ungmennadeild Þjóðræknisfél-
agsins fyrir dugnað þann, fram-
takssemi og rækt við íslenzkar
menningarerfðir er komu svo
-------------------------*------
sonar og Hallfríðar Guðbrands-
dóttur, og um börn þeirra hjóna
hefir þegar verið ritað hér að
framan.
Tryggvi Dínusson var rösklega
meðal maður á hæð, fríður sýn-
um og bar sig vel. Ávalt var
hann snyrtilegur hvar sem hann
sást. Hann átti það sameiginlegt
með sinni ágætuN konu að vera
gestrisinn og góður heim að
sækja, og sífeldlega mjög 'hjálp-
samur við þá sem voru hjálpar-
þurfandi. Það átti hann og sam-
eiginlega með henni að vera trú-
rækinn, kirkjurækinn og skyldu-
rækinn á allan hátt. Vinsælda
naut hann líka í umhverfi sínu,
og víst átti hann enga mótstöðu-
menn. Er um hann var talað í
minni áheyrn var það ávalt með
hlýhug og vinsemd.
Börn sín ólu þau Hallfríður og
Tryggvi svo vel upp að orð var
á gjört. Enda höfðu þau mikið
barnalán. Af 9 börnum sem þau
eignuðust lifa átta foreldra sína.
Öll eru þau frábærlega myndar-
leg, vel gefin og vinsæl.
Marga ágæta og elskuverða
vini eignuðumst við hjónin á því
nítján ára tímabil sem við
dvöldum í Norður Dakota. 1
tölu þeirra ágætu og tryggu vina
voru þau Hallfríður og Tryggvi
Dínusson.
Guð blessi minningu þeirra.
H. Sigmar.
sýnilega og drengilega fram
hjá fólki því er lagði mikinn
tíma og erfiði í að undirbúa og
starfrækja þessi námskeið á með-
al fólks þess af vorri þjóð, sem
ekki hafa átt kost á að kynnast
sögu og menningarþroska stofn-
þjóðarinnar.
Námskeiðum þessum hefir ver-
ið þannig hagað að þau hefjast
með vetri, að íslenzku tímatali.
Námstundirnar hefjast með er-
indi sem þar til valinn maður
flytur, um eitthvert menningar
atriði snertandi menningarlíf
íslenzku þjóðarinnar eða ein-
staklinga hennar, sem sérstak-
lega hafa komið við þróunarsögu
þjóðarinnar. Þetta eru vanalega
klukkutíma erindi sem flutt eru
á ensku rnáli. Erindin sem flutt
hafa verið á þessu námskeiði sem
nú er ný útrunnið eru þessi:
“Freedom and Progress,” Capt.
W. Krisjánsson. “Take a Trip to
Iceland,” dr. Sig. Júl. Jóhannes-
son. “Jón Sigurdsson,” séra Rún-
ólfur Marteinsson. “Home Craft
and Social Custom,” Mrs. Albert
Wat'hne. “Industrial Progress,”
Grettir L. Jóhannsson. “Develop-
ment of Art in Iceland,” Gissur
Elíasson. “Davíð Stefánsson,”
Berþór E. Johnson. “Hannes Haf-
stein and the Realist Poets,” J. J.
Bíldfell. “Youth and Education,”
H. J. Lindal dómari. “Icelandic
Folk Lore,” Dr. K. J. Austman.
“Jón Vídalín,” Rev. V. J. Eylands.
“Modern Prose Writers and
Dramatists,” dr. Richard Beck.
Þegar erindum þessum hefir ver-
ið lokið, sem almenningur hefir
átt aðgang að og notað sér sæmi-
lega, þetta frá um 50—100 manns
í hvert skifti, hefir kensla í Is-
íenzku hafist í fjórum deildum,
sem hefir verið þó nokkuð sótt,
þó betur hefði mátt vera. Kenn-
arar hafa verið Miss Liljan Gutt-
ormson, Capt. W. Kristjánsson,
Mrs. Hólmfríður Daníelson og
Miss Stefanía Eydal. Þetta nám-
skeið er spor í rétta átt. Það
hefir eiginlega tvöfalda Þýðingu:
Fyrst að glæða skilning æsku-
lýðsins íslenzka á meðal vor á
verðmætum menningarþroska
ættfeðra hans, sem einnig er ein
af lyndum lífsþroska æskuiýðsins
ins sjálfs.. Annað, að kynna þau
verðmæti hér í hinu Kanadiska
og Bandaríska umhverfi voru og
þannig að færa út landamærin
andlegu, bæði að því er oss sjálfa
og stofnþjóð vora snertir. Til
þess arna þurfti kjark, viljaþrek
og vandvirkni sem forstöðu
fólk þessa máls og þessa nám-
skeiðs hafa sýnt að það á í ríkum
mæli, en þó einkum frú Hólm-
fríður Daníelson, sem eg hygg
að eigi megin þáttinn að upp-
tökum þessa ágæta máls og leitt
hefir þessa starfsemi og þetta
námskeið með aðstoð samhentra
samverkamanna framá þennan
dag.
Samþykt var að halda nám-
skeðinu áfram á næstkomandi
vetri.
1 veizlu sat rithöfundur hjá
ungri og fallegri stúlku. Hann
braut upp á ýmsum umtalsefn-
um, en samtalið gekk stirt. Loks
segir hann:
“Hafið þér nýlega lesið nokkr-
ar góðar bækur?”
Hún: “Já, eg las fyrir skömmu
ljómandi góða bók.”
Hann: “Hvað hét hún?”
Hún: “Nafninu á henni er eg
alveg búin að gleyma.”
Hann: “En um hvað var hún?”
Hún: “Ja, því miður man eg
það nú ekki.”
Hann: “Og hvað hét höfundur-
inn?”
Hún: “Höfundurinn? Það er
mjög kunnur maður. En eg man
ekki í svipinn nafnið hans.”
Eftir dálitla þögn segir hún
allt í einu: “Eitt man eg þó að
minnsta kosti. Bókin var í mjög
fallegu rauðu leðurbandi.”
J. J. B.
I BOÐI AFTUR !
í fyrsta sinn síðan árið 1942
SAMKEPPNl UM
EATON’S FYRIRMYNDAR
FLUGVELAGERÐ
sem allir Canadamenn, sem við fyrirmýndar flugvélagerö
fást, eiga kost á að taka þátt í.
11 SÝNINGAR! — $350.00 VERÐLAUNAFÉ
Sérstök sigurmerki veitt flugskóla nýsveinum.
Sérstök sigurvegara verðlaun $25.00 veitt þeim
sem fram úr skarar.
Munið eftir samkeppnisdeginum!
LAUGARDAGINN 10. ÁGÚST
Svæðið, sem samkeppnin fer fram á, ef veður leyfir er
KEEWATIN og REDWOOD
(fyrir norðan Logan Avenue)
Þátttöku eyðublöð, reglugjörðarbækur og allar upplýs-
ingar fást í “Hobby” deildinni í leikfanga-viðaukanum á
Donald stræti, Fyrsta lofti (Ground Floor)
NÚ ER TÍMI TIL AÐ HEFJAST HANDA
Þátttökubeiðni ekki veitt móttaka eftir kl. 5 e. h. á mið-
vikudaginn 7. ágúst. Kjóstu flugvélapartana úr hinu
mikla úrvali, sem fáanlegt er í EATON’S HOBBY SHOP.
Sendið þátttökubeiðni yðar til umsjónar-
mannanna snemma.
<**T. EATON
LITTLE GALLERY
MOVING
From EDMONTON to KENNEDY ST.
Saturday last day at old address
OPENING MONDAY,
May 20th
at temporary quarters
The Wishing Well
286 KENNEDV STREET
PICTURE FRAMING ORDERS TAKEN AT
20% OFF REGULAR PRICES
FOR ONE WEEK AT NEW ADDRESS
Balance of old Little Gallery stock
1/2 PRICE and less to clear
Gordon Smith Frame Co., Ltd.
THE LITTLE GALLERY
286 Kennedy Street