Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.05.1946, Blaðsíða 2
2 L.OGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAÍ, 1946 ALSBATURINN Eftir KRISTJÁN ELDJÁRN Víkingi þykir mikils um það I vert að geta flutt lesendum sín- um ritgerð þá, sem hér fer á eftir. Væntir blaðið þess, að sjó- mönnum muni þykja nokkurs virði að kynnast gerð elzta skips- ins, sem fundist hefur á Norður- löndum, ekki sízt þegar svo vel og greinilega er frá því sagt, sem hér er gert. Höfundur ritgerðar þessarar, Kristján Eldjárn, fornminjafræð- ingur, er -ungur menntamaður^ sem mikils má af vænta. Hefur hann dregist á það að rita nokkr- ar greinar fyrir Víking um skip fornmanna á Norðurlöndum, þar sem lýst væri í höfuðdráttum þróun skipasmíða allt frá Als- bátnum og til víkingaskipa á borð við Orminn langa. Eru les- endur beðnir að fylgjast vel með greinaflokki þessum. Hann mun verða bæði fróðlegur og skemm- tilegur. Ritstj. “Þú forna, danska frægðar- leið, ó fríði sær,” segir Matthías í þýðingu sinni á konungssöng Dana eftir skáldið Jóhannes Ew- ald. Skáldið segir nú reyndar “dþkkbrýnda haf,” en ekki “fríði sær,” eins og Matthías hefur neyðzt til vegna rímsins. En sama er. Manni skilzt, að skáld- ið er að stæra sig af afrekum þjóðar sinnar á hafsins leiðum, hvort lýsingarorð sem notað er, enda eiga sjálfsagt bæði vel við. O, jæja nú á dögúm eru Danir víst frægastir fyrir alisyínflesk og Karlsbergsöl en hetjudáðir á höfum úti. Og samt hefur skáldið mikið til síns máls. leið- ir hafsins hafa frá alda öðli verið alfaraleiðir hinna norrænu þjóða og eyjaland eins og Danmörk gat jafnvel ekki byggzt fyrr en til voru fleytur sem fært var á yfir sundin. Og jafnskjótt og þjóðir þesar urðu þess umkomnar að smíða haffær skip, snéru þær stöfnum þeirra til framandi stranda og ógnuðu með flotum sínum voldugum þjóðlöndum svo mjög, að þeim hefur aldrei síðan tekizt að gleyma þessari gullöld norræns valds né heldur að gera nokkuð þvílíkt aftur. Þetta var víkingaöldin, hin mikla land- vinningaöld Norðurlandabúa, sem hófst um 800e. Kr., þegar þeir eignuðust fyrst haffærandi skip. En forfeður vorir höfðu dval- izt langar stundir á Norðurlönd- um, þegar hér eh komið sögu. Ef fornfræðingum skjátlast ekki mjög, hafa hinir fyrstu steinald- armenn farið að tínast til Norð- • urlanda um 10,000 f. Kr. Þegar vikingaöldin hefst, hafa norrænar \)jóðir verið til í 10—11 þúsund ár, og allan þennan tíma hafa þær átt báta og skip, verið fiski- menn, farmenn og jafnvel sjó- ræningjar með ströndum fram. Sjórinn og skipin hafa verið þeirra hálfa líf. í hinum miklu forgripasöfnum á Norðurlondum eru geymdar þúsundir og aftur þúsundir fornminja frá hinni löngu forsöguöld. En þetta eru nær eingöngu munir úr ófor- gengilegum efnum. Tinnan, sem steinvopnin eru úr, er óbreytan leg, bronsið geymist yfirleitt sæmilega í jörðu, jámið til muna verr, en þó betur en trjáviður Það er tilviljun ein og slympi- lukka, að jarðlögin séu þannig í eðli sínu, að þau geti geymt forna trémuni öldum og ára- þúsundum saman. Bátar og skip voru oftast úr tré, og þess vegna getum við pælt hina löngu leið gegnum öll steinaldarsöfnin og bronsaldarsöfnin án þess að finna aðrar siglingaminjar en í bezta lagi ár eða þóftu eða þá frum stæðar skipamyndir bronsald- armanna. Og við höldum áfram inn í járnöldina, sem hefst um 400 f. Kr.j og þá loksins, loksins verður fyrir okkur fyrsta fley- ið, sem aldirnar hafa leyft okkur Norðurlandabúum af hinum mikla, forsögulega flota, Als- báturinn. Hann fannst þar sem heitir Hjortspringmýri á eynni Als við austurströnd Suður- Jótlands, var grafinn upp aí dönskum. fornfræðingum 1921 22 og er nú til sýnis í danska þjóðminjasafninu. Hjortspringmýri er örlítið mýrardrag, umlukt af ávölum, svipmjúkum hæðum, nálega kringlótt, 45—50 m. í þvermál. Hún er 42 m. ofar sjáverfleti, en niður að ströndinni eru 3 km. Aiðri í mýrinni fannst báturinn og allt, sem honum fylgdi, brot- ið og bramlað og svo meyrt, að varla mátti drepa á það fingri, en samt tókst að taka þetta allt upp og skeyta það saman að nýju, svo að nú vitum við ná- kvæmlega, hvernig þetta skip hefur verið, sem fyrsti kapítul- inn í sögu skipanna í Nörður- löndum fjallar um (sbr. mynd- ina ofan við greinina). Eftir nútíma mælikvarða er báturinn af vanefnum og lítilli kunnáttu gerður. Hann er 13,25 m. langur milli stafna og aðeins 2 m. breiður miðskips. Dýpt hans er 0,68 m. um miðjuna, en 0,77 m. til endanna, og má af þessu sjá, að stafnarnir rísa, þótt lítið sé. Skilur þar mikið á milli hans og víkingaskipanna frægu “með gapandi höfði og gínadi trjónu.” Þessir lágreistu stafnar eru eitt þeirra einkenna, sem sýna hið frumstæða stig, sem Alsbáturinn stendur á og ófullkomna tækni tímans. Efnið í bátnum er lindi- tré, og er skrokkurinn allur gerð- ur úr aðeins fimm plönkum, ein- um botnplanka, tveimur hliðar- plönkum og tveimur borðstokks- plönkum. Borðþykktin er að- eins 1,5 cm. Tré þau, sem plank- arnir hafa verið unnir úr, hafa verið geysistór. Á plönkimum eru engin samskeyti stafna í milli. Botnplankinr. er um 50 cm. breiður um miðjuna, en mjókkar til endanna. Það hefur auðsæilega verið hið mesta tækn- ilega vandamál, að ganga frá stöfnunum, svo að tryggilegt væri. Botnplankinn, sem kem- ur í kjalar stað, er ekki látinn sveigja upp á við til endanna og mynda stefnin. Sú list hefur ver- ið óþekkt á þessum dögum. í stað þess hafa báðir endar báts- ins, barki og skutur, verið smíð- aðir í einu lagi, holaðir út úr stórum trjástofnum og festir hvor á sinn enda botnplankans. Við þessa tvo eintrjánings enda eru svo hliðar og borðstokks- plankar festir. Fram og aftur af barka og skut ganga tvö spjót eða ranar, annað niðri við botn, hitt í borðstokkshæð. Þau eru töluvert löng, sveigjast upp á við og mjókka til endanna. Á einum stað eru þau tengd sam- an með lóðréttri fjöl. Til hvers skyldi nú þetta sérvizkulega og fánýta hrófatildur vera? Ef til vill er það ekki annað en skraut- verk, en hugsanlegt er einnig, að það séu úreltar leifar frá eldri bátagerðum, sem verið hafa fyr- irrennarar Aisbátsins. Á brons- öldinni hafa menn haft báta, sem búnir voru álíka stafndjásnum, sem sjá má af bátamyndum þeirra á bergflötum víða um Norðurlönd. Bönd bátsins eru örmjóar hesli- greinar, bundnar við oka, sem skornir eru innan á borðunum. Og hér er komið að einu aðal- einkenni bátsins: í samskeytum hans er hvergi nagli, hvorki járn né annar málmur hefur verið notaður til bátssmíðarinnar. I ytri menningu hefur leitt af Barki, skuj.ur og borðin fimm þessari kólnun, og sér þeirra hafa verið saumuð saman með staði enn. Þá t. d. fóru ger- harðtvinnuðum ullarþræði og manskir menn að klæðast bux- rifurnar þéttar með viðurkvöðu. um, og síðan hafa flestar þjóðir Þófturnar eru reyrðar við efstu heims tekið það eftir. En sem okana innan á borðstokksplönk- sagt: keltneSka járnöldin var unum. Þær eru tíu talsins, svo tímabil hallæris og þrenginga á að 20 manns hafa getað setið Norðurlöndum. Þetta skín út úr undir árum í einu. En ræði eru öllu því, sem hún hefur eftir sig engin, af því að bátnum hefur I látið, og fornleifafundurinn frá verið róið með litlum, lausum Als sýnir þetta glöggt. Allt er árum, sem haldið hefur verið þar óbrotið og fátæklegt, úr efni- ujtanborðls í tveimur höndum, við, sem framleiddur hefur verið án þess að nokkur viðspyrna innanlands. Járnið er sennilega væri á borðstokknum (“paddle”- unnið úr dönskum mýrarrauða, árar). Margar slíkar árar fund- en hefur verið dýrt og notað með ust í mýrinni, og þar fannst einn- mikilli sparsemi. Er einkenni- ig stutt og breið, sterkleg ár, leg tilviljun, að þessi tími skuli sem vafalaust hefur verið fest hafa leitt okkur að jafn merkileg- á aðra bátshliðina sem stýri. Ekki um minjagrip og Alsbátnum. er auðséð, hvað er aftur og hvað þag gæti nú virzt torráðin er fram á bátnum, því að hann gáta, að herskip með rá og reiða, er eins til beggja enda, en við VOpnum 0g verjum, skuli finnast annan endann fannst stafnlok, t,rotig 0g bramlað í mýrarpytti pallur, sem felldur hefur verið g ^ landi uppi. Og enn und- niður í stafn bátsins, eins konar ariegra er þetta, þegar það kem lyfting fyrir stýrimann. Sá end- ur { jjÓS( að skipið er frá hinum inn hefur þá verið skutur. Imesta fátæktartíma, þegar lífs- Þetta er nú Álsbáturinn. En baráttan krafðist allra tækja, hann var ekki einn síns liðs í sem til voru. Engu hefur verið Hjortspringmýri. Þar var einnig fleygt, sem nothæft var, mundi aragrúi annara hluta. Flestir maður ætla, og allra sízt heilum þeirra eru vopn og verjur, en það skipum og ágætum vopnum. En sýnir, að bátur þessi hefur verið þessi fornleifafundur á sér svo herskip. Þarna voru t. d. 50 skild- margar hliðstæður frá fornöld ir, ferhyndir, með skjaldarbólu Norðurlanda, að hann veldur og mundriða úr tré. Enginn nagli engum heilabrotum að þessu er í þeim fremur en bátnum, leyti. Alsbáturinn með öllum út- járnið var of dýrt til að sóa því búnaði sínum er fórn til guðanna í slí'kt. Úr því voru smíðuð vopn, eða guðsins, sem tignaður hefur enda fundust þarna í mýrinni verið á keltnesku járnöldinni. ekki minna en 138 spjótsoddar, 8 Við vitum, að á bronsöldinni var eineggjuð sverð eða söx og slit- sólar- og himinguð æðstur goða ur af hringabrynjum. Auk þessa eða jafnvel eini guðinn. Hafa fundust ýmsir hversdagslegir stundum fundist bronsmyndir í smáhlutir, sem of langt yrði upp jörðu, er sýna hina logagylltu að telja, og beinagrindur úr hesti sól aka í vagni, er sólfákurinn og hundi, sem báðar báru merki dregur. Slíkir fornmunir tala banahöggsins. skýrt á þagnarmáli sínu. Sól Rannsókn og lýsing Alsbátsins guðinn er guð bændanna, sem hefur gefið okkur nákvæma rækta jörðina. Hann ræður fyrir mynd af forsögulegu, norrænu sól, regni og vindum og þar með fari. En til þess að sú mynd komi gróðri jarðar. Ekkert er liklegra, okkur að gagni i sögu skipanna en að þessi guð hafi einnig ver- á Norðurlöndum er nauðsynlegt ið tignaður á keltnesku járnöld- að ganga úr skugga um, hve inni. Einnig þá voru Norður- gamall báturinn er. Bronsöld landabúar bændaþjoðir, sem allt lauk á Norðurlöndum um 400 sitt áttu undir skini sólarinnar. f Kr Þá hófst járnöldin, og það Hjortspringmýrin hefur verið er augljóst, að báturinn er frá heilagt vé sólguðsins. Þar hafa því tímabili, af því að með hon- menn blótað hann til heilla ser, um fundust gripir úr járni. Hann mýkt -hug hans með fornargjof- er því ekki eldri en frá 4. öld f. um og fært honum þakkarforn- Kr., og satt að segja er ekki unnt ir, þegar allt lék í lyndi. Alsbuar að kveða nánar á um aldur hans hafa fært honum þessa miklu en að telja hann einhvern tíma fórn fyrir unmnn sigur í herfor frá fjórum síðustu öldunum fyr- eða happasæla vörn gegn vi - ir fæðingu Krists. En frá þessu ingum við strönd eyjannnar. Ef tímabili er hann, það sýna spjóts- til vill er báturmn sjalfur einmitt oddarnir og sverðin okkur. Þetta hluti herfangsins. Hinn rom- tímabil í fornsögu Norðurlanda verski sagnantan, Sesar, lysir er kallað keltnesk járnöld. Þá því hvernig Gallar fornuðu her- voru erfiðir tímar fyrir Norður- guðnum -herfangi sinu: “Ef þeir landabúa. Bronsöldin, sem ver- hljóta sigur, fórna þeir honum ið hafði glæsilegt tímabil, var | mönnum og skepnum, er þeir undir lok liðin, og menn voru hafa nað, en allan feng annan enn ekki búnir að ná fullu valdi láta þeir í einn stað, enda getur á hinum nýja nytjamálmi, járn- þar að líta, með ýmsum þjoð- inu Bronsið hafði verið flutt flokkum, heila hlaða af slikum inn, Norðurlandabúar höfðu rek- hlutum í helgireitum.” Hjort ið mikla og arðsama verzlun við springmýrin hefur emmitt verið þjóðir sunnar í álfunni. Þegar einn slíkur helgireitur. Þar var hér er komið sögu, hefur hin sólguðinum færð hm dyra forn, mikla landvinningaþjóð, Keltar, og enginn dirfðist að hafa a moti rofið ‘þessi gömlu viðskiptasam- því eða nema fornina a br^ bönd. Frumheimkynni Kelta er síðar, því að það voru helgispjoll talið hafa verið í löndunum við og griðrof við guð og menn. upptök Dónár. Á 5. og 4. öld f. En nú skulum við víkja aftur Kr. fara keltneskar þjóðir víða að Alsbótnum sjálfum og athuga um lönd og hleypa hálfri Ev- það stig í skipasmíðatækni, sem rópu í bál og brand. Ríki þeirra hann sýnir. Hann er lítill og frum náði yfir þvera álfuna, frá Bret- stæður í samanburði við dreka landi og alla leið austur til Litlu- víkingaaldarinnar, en vafalaust Asíu. Frá þessum ríkjum gerðu ber hann þó langt af fleytum þeir innrásir í ítalíu og Balkan. þeim, sem forfeður vorir hafa En afleiðingar þessara stórvið- notazt við í upphafi byggðar á burða fyrir Norðurlönd úti á Norðurlöndum. Langur þróunar- hjara veraldar urðu þær, að hin ferin liggur að baki Alsbátnum, gömlu verzlunarsambönd fóru en hann verður trauðlega rak- forgörðum. Keltar kipptu í einu jnri) af því að heimildir skortir. vetfangi fótunum undan nor- En getur Alsbáturinn sjálfur rænni verzlun og þar með nor- veitt nokkra vitneskju um þenn- rænni velmegun, en miðluðu an feril? Sézt á honum nokkurt litlu í staðinn. Þar við bætist, ættarmót, sem hann hefur af að á keltnesku járnöldinni forfeðrum sínum? Saumaskap- breyttist loftslagið á Norður- urinn gefur bendingu í rétta átt. •löndum mjög til hins verra. Hið f>ag er eitthvað óeðlilegt við að heita og hagstæða veðurfar, sem sauma trjávið, og upprunalegt ríkti á bronsöldinni, vék þá fyrir getur það ekki verið. Þetta hlýt- kaldri og úrkomusamri veðr- ur því að vera stælt eftir öðrum áttu. Fjölmargar breytingar í | iðngreinum, t. d. klæða- og skinnaiðninni. Skinnbátur, húð- keipar, eru mjög algengir hjá frumstæðum þjóðum, er við sjó búa, jafnvel enn í dag, og þeir geta verið ágæt för, sem taka trébátnum langt fram að lipurð í úfnum sjá. Kajakkarnir og konubátarnir grænlenzku eru ljós dæmi þess, hversu fullkomn- ir skinnbátar geta verið. Geta má þess og, að bátarnir, sem fyrstu landnámsmenn íslands, hinir írsku Papar, sigldu á hing- að til lands, voru litlir skinn- bátar, af sömu gerð og þeir smá- bátar, sem enn eru notaðir við strendur Irlands. Það er engin ástæða til að efa, að Norður- landabúar hafi haft slíka báta til fiskiveiða og siglinga með ströndum fram, auk þess, sem eintrjánungar hafa tíðkazt frá fornu fari. En skinnbátar og ein- trjánungar geta aldrei orðið annað en smáfleytur. Þegar stundir liðu fram og farið var að reyna að smíða stór skip, varð til hið samsetta tréskip. Alsbát urinn er árangur slíkra tilrauna, og honum bregður bæði í ættina til eintrjáninganna og skinnbát- anna, sem hann er af kominn. Hann er trébátur, samansettur úr eins fáum stykkjum og fram- ast er unnt, með stöfnum, sem holaður er úr í einu lagi. Að þessu leyti kippir honum í kyn- ið til eintrjánunganna. Hins veg- ar er hann saumaður saman, en ekki negldur, og sú aðferð er komin frá skinnbátagerðinni. Þess vegna heita naglarnir enn þann dag í dag “saumur,” Við sjáum þá, að smiðir þeir, sem smíðuðu Alsbátinn hafa fært sér í nyt þá reynzlu og þekkingu í bátasmíðum, sem Norðurlandabúar höfðu háð sér á mörgum áraþúsundum. Og Úrangurinn er skip, sem ekki er haffærandi, hefur ekki þolað þunga sjói og sjálfsagt aðeins haft til siglinga með ströndum fram í góðum veðrum. Þróunin fór hægt á þessum tímum. En þegar miðað er við það stig, sem tæknin var á, þegar Alsbáturinn var gerður, er hann furðu góður og bendir fram á við að því leyti, að hann býr yfir þróunarmögu- leikum, sem vel hafa notið sín á næstu öldum. Það sézt á næst- elzta skipinu, sem geymzt hefur, Nydambátnum. En 'þó að járnnegld skip ryddu sér bráðlega til rúms og engum dytti í hug að sauma saman her- Skip eða önnur stórskip, hefur hin gamla, ódýra bátasmíð, för með veikum viðum og saumuð- um borðum, ekki lagzt niður. Hún hefur lifað hjá fátækri al þýðu langt fram eftir öldum. Þannig er t. d. sagt í sögu Inga konungs um Sigurð slembi, er hann hafði vetursetu norður á Hálogalandi árið 1138—39: “Þann vetur er sagt, að Sigurður léti Finna gera sér skútur tvær inn í fjörðum og væru sini bundnar og enginn saumur, en viðjar fyr- ir kné, og réru 12 menn á borð hvorri . . . Skútur þær voru svo skjótar, að ekkert skip tók þær á vatni, svo sem kveðið er: Fátt eitt fylgir furu háleyskri, svipar und segli sinfcundið skip. Af þessari frásögn sézt, að á 12. öld kunnu Finnar (þ. e. Finn- lappar) ertn að búa til skip, sem sett voru á sama hátt og Als- báturinn, og það góð skip og •hraðskreið. Annars staðar í byggðum norrænna manna hefur þessi tækni einnig lifað. Járnið var dýrt og sums staðar ófáan- legt. Grænlendingar hiþir fornu voru öðrum fremur illa staddir að þessu leyti, enda björguðust þeir við járnlaus skip. 1 annál- um segir svo árið 1189: “Ás- mundur kastanrassi kom af Grænlandi úr Krosseyjum og þeir 13 saman á því skipi, er seymt var trésaumi og bundið sini. Hann kom í Breiðafjörð á Islandi.” Frásögnin ber það með sér, að nokkur tíðindi hafa það iþótt, að hafskip væri “bundið sini,” enda sigldi Ásmundur þessi af landi héðan árið eftir, sjálfsagt áleiðis til Noregs, og Týndist þá skipið. En samt verður að telja, að órofin ættar- tengsl séu milli hins ævagamla Alsbáts og skips Ásmundar af Grænlandi, sem fórst árið 1190, og það er vafalaust, að bátar af sama sauðahúsi hafa viðgengizt enn lengra fram á aldir, m. a. hér á íslandi. M sjóminjasafn- inu í Krónborg í Danmörku á að vera geymt líkan af íslenzk- um fiskibát, sem saumaður er saman eins og Alsbáturinn, en ókunnugt er mér um aldur hans. Þannig hefur hin gamla báta- smíð lifað í kyrrþey árum og öldum saman, eftir að farið var að smíða hin glæsilegu skip, sem gerð voru eftir’ nýjum aðferð- um, á grundvelli nýrra uppfinn- inga, og sköruðu að öllu leyti langt fram úr gömlu bátunum. Á stórum, sterkbyggðum 'haf- skipum 'komu landnámsmennirn- ir til Islands, og á þeim 'héldu þeir uppi siglingum til útlanda. En þeir fluttu með sér þá kunn- áttu að gera járnlausa báta, þeir lumuðu á hinum æviforna arfi bátasmíðanna, sem gerðu Als- bátinn um 200 fyrir Kr., og á- vöxtuðu hann í nýja landinu. Verkmenning sú, er landnáms- mennirnir fluttu með sér til ís- lands, á sér rætur óralangt aftur í forsögu Norðurlanda. Kristján Eldjárn. — Sjómannablaðið Vikingur. Amerískt orustuskip getur far- ið frá vesturströnd Bandaríkj- anna til suðvesturhluta Kyrra- hafsins og sömn leið til baka aftur án þess að taka eldsneyti. Á þessari siglingu eyðir skipið 750,000 gallónum af brennslu- olíu — en það væri nóg til að hita upp meðalheimili í hálfa öld. DON CARLOS BORÐ- OG DANS-SALURINN þar sem menn njöta bezt reiddu máltíöa, sem fáanlegar eru I Winnipeg og skemta sér viS dansleik undir forn-evrópiskum áhrifum. — Smekk- góðar og lystugar máltðir, sem Mr. Tony Lago, fyrrum yfirmatreiðslu- maður á Fort Garry hótelinu framreiðir. — Um þægindi og þjónustu sér yfirframmistöðumaður okkar, Mr. Peter Smith, sem áður var i þjónustu Marlborough hótelsins. Fyrir dansinum spilar DON CARLOS og hornleikaflokkur hans, Maxine Ware aðstoðar. Um músik við máltíðir á sunnudögum sér Harold Green’s String Trio. ’ Don Carlos er vel þektur á meðal fslendinga. Hann hefir spilað 4 Gimli við ýms tækifæri og nú ávalt fyrir The Icelandic Canadian Club, þegar þeir þurfa á hljómsveit að halda. aicymiO ekki staOnum — Don Carlos Kastalinn — 650 Pembina Highway SlMI 44 597 — kallið upp i tfma, til að tryggja yður pláss.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.