Lögberg - 13.06.1946, Page 7

Lögberg - 13.06.1946, Page 7
LÖGBKRG, FIMTUDAGIMN 13. JÚNÍ, 1946 7 ÁRSÞING BANDALAGS LÚTERSKRA KVENNA Tuttugasta og annað ársþing B.L.K. var haldið dagana 31. maí til 2. júní 1946, í Argylebygð. Þingið var sett af forseta, Mrs. Ingibjörgu J. Ólafsson, í kirkju Immanuels safn., Baldur, kl. 3 e- h. 31. maí. Einn starfsfundur °g einn skemtifundur voru haldn- ir í Baldur, enn tveir starfsfund- ir og einnskemtifundur í Glen- b®ro. Kvenfélögin í bæjum þessum með aðstoð kvenfélag- anna á Brú og Grund, fram- reiddu máltíðir og kaffi báða dagana. Hafið þökk fyrir, Ar- gylebúar, fyrir indælu máltíð- irnar, fyrir gestrisnina á heim- ilum ykkar, fyrir keyrzluna, fyrir hlýju og vingjarnlegu við- tökurnar á allan hátt. Skemtifundirnir bæði kvöld- in voru fjölsóttir og reyndust einkar ánægjulegir og uppbyggi- legir. Bandalagið er mjög þakk- látt þeim sem svo mikið á sig lögðu til þess að skemta þar. Þær sem fluttu erindi voru: Mrs. Sig- ríður Ragnar, N. Dakota, um “Framfarir Kvena á íslandi;” Miss Grace Dolmage frá “Child Guidance Clinic”, Winnipeg, um ýms vandamal í sembandi við uppeldi barna; Mrs. Hrund Skúl- ason, Geysir, um “Landnámskon- ur Nýja Islands;” og Mrs. Fjóla Gray um “Hugsjónir Sumarbúða B.L.K.” þeir sem skemtu með sÖng og hljóðfæraslætti voru: Mr. Arni Sveinson, Baldur; Miss Betty Peterson, Baldur, Mrs. Ester Ingjaldson,Wpg., Séra Egill Eafnis, N. Dakota, og sex litlar stúlkur sem sungu svo vel í Glen- boro. Þær, sem aðsoðuðu við hljóðfærið voru: Mrs. Albert Sigmar, Mrs. Rawlings og Mrs. Eafnis. Afar fjölmenn guðsþjónusta fór fram á sunnudaginn 2. júni, í kirkju Frelsis safn., Grund, þar sem sameinaðir söngkraftar Ar- gyle bygðar, undir forustu Mr. Arna Sveinson, tóku þátt í hátíð- legri athöfn. Séra Sigurður Olaf- sson prédikaði og mintist starfs Bandalags Lúterskra Kvenna með hughreystandi orðum. Öll- um gestum var veitt kaffi. Þetta þing var það fjölmenn- asta sem hefir verið í sögu Band- alagsins. Full þingréttindi höfðu eftirfarandi konur: 27 fulltrúar frá 15 kvenfélögum, 10 meðlimir stjórnarnefndar, 9 meðlimir sum- arbúðanefndar, og 7 prestskonur, þær Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, Mrs. Ingiríður Jónsson, Mrs. Lilia Eylands, Mrs. Sigríður Sig- urgeirson, Mrs. Ingunn Martein- son, Mrs. Ellen Fafnis og Mrs. Sigrún Thorgrímson. Skýrslur vor lesnar frá 12 kvenfélögum, en 21 alls tilheyra Bandalaginu sem telja yfir 600 meðlimi. Tvö félög höfðu beðið um inngöngu á árinu, þau “Sigurvon” í Húsa- vík og yngra kvenfél. Selkirk safn., og voru þau viðtekin og boðin velkomin á þinginu. 1 byrj- un þings las skrifari heillaóskir frá Dr. H. Sigmar, Vancouver. Öll þingstörf fóru vel og greið- lega fram undir forustu forset- ans, Mrs. Olafsson. Hin ýmsu mál á dagskrá voru rædd og af- greidd á svipaðan hátt og að undanfömu en aðal málefnið var: Sumarbúðir Bandalagsins, og vil eg hér gefa ágrip af því sem gjörst hefir því viðvíkjandi. Þessum sumarbúðum, sem nú eru í smíðum, var gefið nafn á þinginu, nafnið “Sunrise Camp” Lutheran Women’s League, og var það samþykt í einu hljóði. Öllum fanst það nafn til'hlýðilegt vegna þess að staður þessi verð- ur aðsetur að mestu leyti hinnar yngri knyslóðar. Þessi “Sunrise Camp” verður opnaður 1. júlí og fer þar fram starfsskrá, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði og þar er einnig skýrt frá gjaldinu sem samþykt var á þinginu að setja hverjum hóp sem þar mun dvelja í sumar. Sunnudaginn þann 7. júlí fer fram vígsla sum- arbúðanna og eru allir boðnir og velkomnir þangað. Kaffi- veitingar verða þar fyrir alla. Allir sem munu dvelja í þess- um sumarbúðum, hvort sem það verður langt eða skamt, mega eiga von á góðri umönnun á all- an hátt, jafnt andlegum sem lík- amlega. Færir leiðtogar munu sjá um það að allir hafi þar skemtilega dvöl jafnt sem upp- byggilega. Þar sem almenningur hefir í mörgum tilfellum lagt þá spurn- ingu fyrir meðlimi B.L.K., hvort börn úr öðrum trúarflokkum mættu dvelja í sumarbúðunum, þá var sú samþykt gjörð í einu hljóði á þinginu að bjóða alla vel- komna, sem vilja koma og vera í lúterskum Camp, hvaða trúar- flokki sem þeir tilheyra. En, auðvitað þeir sem sækja “Leader- ship Training Course” 9. —19. júlí, eða “Sunday School Teachers Rally,” 5. til 7. júlí, verða að tilheyra lúterskum trú- arflokki. Umsóknir um dvöl í sumar- búðunum skulu sendar til: Mrs. A. H. Gray, 1125 Valour Road, Winnipeg. Fimm byggingar verða tilbún- ar í enda þessa mánaðar, allar nema minningarskálinn, sem ekki verður mögulegt að Ijúka við vegna skorts á efni. Þessar byggingar eru kostaðar af eftir- fylgjandi bygðarlögum: 1. Borðstofa og eldhús (í einu lagi) — Islendingar í Winnipeg. 2. Annar svefnskálinn — Norð- ur Nýja ísland undir umsjón kvenfélaganna í Arborg, River- ton, Geysir og Víðir, sem stofn- uðu minningarsjóð, sem nefnist “Blómsveigur Landnemans.” 3. Hinn svefnskálinn — Gimli og Mikley. 4. Sjúkrahús — Langruth. 5. Hús fyrir starfsfólk — kost- að úr aðal-byggingarsjóði B.L.K. Minningarskálinn, sem bygður verður seinna, er áætlað að muni kosta um $2,700, en í minningar- sjóðnum eru nú aðeins $1,685, en það er óðum að bætast við hann. Sumarbúðanefndin og bygg- inganefndin, báðar undir for- ustu Mrs. A. H. Gray, Wpg., hafa sýnt frábærlegan dugnað og sjálfsafneitun í því að koma í framgang öllu, sem að lýtur býggingu og útbúínaði sumar- búðanna, á s.l. ári. Yfirsmiður- inn, Mr. Sveinn Pálmason, með góðri aðstoð Mr. Hrólfs Sigurðs- sonar, hefir sýnt mesta dugnað og framsýni í framkvæmd á verkinu. En á bak við alt er stjórnandi hendi Mrs. Ólafsson, forseta B.L.K., sem umsjón hefir með öllu viðvíkjandi sumarbúð- unum og starfsskrá þeirra. öll kvenfélög vinna af kappi að safna peningum til þessa fyrir- tækis og frjálsar gjafir koma úr öllum áttum. Kvenfél. Sigurvon í Húsavík stofnaði sjóð í minn- ingu um landnema á því svæði, og á þeim sjóð, sem nú er orðinn allstór, að verða varið til þess að innleiða ljósin í sumarbúðirn- ar. Á þinginu voru afhentar tvær rausnarlegar gjafir — $100 War Bond í minningarsjóðinn, frá Kvenfél. Framsókn, Gimli, til minningar um nokkra fallna hermenn þaðan. Og á skemti- fundinum í Glenboro, þá voru tekin samskot, að upphæð $100, sem gefnir voru í aðal bygging- arsjóðinn. Séra E. H. Fáfnis tal- aði máli B.L.K. áður en samskot- in voru tekin og hvatti fólk til ríflegra gjafa. Þannig greiðist-vegurinn sum- arbúðamáli þessu, og enn er tækifæri til þess að veita því styrk, ekki einungis með því að gefa peninga heldur einnig með því að gefa ýmsa rnuni, smáa eða stóra, sem nauðsynlegir eru til starfsins. Féhirðir minninga- sjóðsins er Mrs. Anna Magnus- son, Box 296„ Selkirk, Man. Fé- hirðir aðal byggingasjóðsins er: Mrs. G. W. Finnson, 505 Beverley St.„ Winnipeg. Þeir sem ein- hverja muni hafa til þess að gefa skulu tilkynna Mrs. A. H. Gray, 1125 Valour Road, Wpg., eða af- henda þá Mr. Pálmasyni,*! Sun- rise Camp, Húsavík. Kosningar embættismanna fóru fram sem fylgir: Heiðursforsetar: Mrs. Rúnólf- ur Marteinsson, Winnipeg; Mrs. Finnur Johnson, Winnipeg; Mrs. Hansína Olson, Winnipeg; Mrs. Erika Thorlakson, Seattle, Wash. Forseti — Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, Selkirk. Vara-forseti — Mrs. Þjóðbjörg Henrickson, Winnipeg. Skrifari—Miss Lilja Guttorms- son, Winnipeg. , B. v. skrifari — Mrs. Anna Magnuson, Selkirk. Féhirðir — Mrs. Gunnl. Jó- hannson, Winnipeg. Vara-féhirðir—Mrs. E. W. Perry. Meðráðanefnd — Mrs. A. S< Bardal, Winnipeg; Mrs. J. S. Gillies, Winnipeg; Mrs. B. Bjarnarson, Langruth; Mrs. Anna Austman, Víðir; Mrs. G. A. Erlendson, Árborg; Mrs. C. Nord- man, Cypress River. Árdís-nefnd: Ritstjórar — Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, Selkirk; Mrs. Margrét Stephensen, Win- nipeg. Ráðskona •— Mrs. Finnur Johnson, Winnipeg. Til aðstoð- ar — Mrs. M. M. Jonasson, Ár- borg, Mrs. Loa Olafsson, Árborg. Sumarbúðanefnd — Mrs. A. H. Gray, Winnipæg; Mrs. J. Terge- sen, Gimli; Mrs. Florence Paul- son, Winnip>eg; Mrs. S. Sigur- geirson, Gimli; Mrs. K. Sigurð- son, Sandy Hook; Mrs. H. Hall- son, Riverton. Mrs. Paul Ander- son, Glenboro; Mrs. K. Thor- steinson, Baldur; Mrs. J. Finn- bogason, Langruth; Mrs. G. W. Finnson, Winnip>eg. Mrs. H. G. Henrickson, Winnip>eg; Mrs. S. Arason, Husavík; Miss M. Hall- dorson, Gimli; Mrs. B. S. Benson, Winnipeg; Mrs. C. Ólafsson, Winnipeg; Mrs. F. J. Gislason, Morden; Mrs. Ólöf Corigal, Sel- kirk. Kosnar erindrekar á næsta kirkjuþing voru þær: Mrs. G. A. Erlendson, Árborg; Mrs. S. Sig- uxgeirsson, Gimli. Kosnar í milliþinganefnd til þess að yfirfara lög Bandalags- ins: Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, Mrs. A. H. Gray, Mrs. B. S. Ben- son, Mrs. H. G. Henrickson, og Mrs. V. J. Eýiands. Fulltrúar á þinginu voru sem fylgir: 1. Kvenfél. Herðubreiðarsafn., Langruth — Mrs. J. Finnboga- son og Mrs. Guðný Johnson. 2. Kvenfél. Stjarnan, Árnes — Mrs. M. Einarsson. 3. Kvenfél. Fríkirkjusafn., Brú — Mrs. T. H. Hallgrímson. Kvenfél. Frelsis safn., Grimd— Mrs. Kristín Christopherson. 5. Kvenfél. Glenboro safn. — Mrs. Kristín Oleson. 6. Kvenfél. Selkirk safn. — Mrs. Thora Oliver, Mrs. Sigríður Sæmundson. 7. Jr. Ladies’ Aid, Selkirk — Mrs. Nellie Hoffman, Mrs. Ólöf Corrigal. 8. Kvenfél. Framsókn, Gimli — Mrs. J. Tergesen, Mrs. Helga Johnson. 9. Kvenfél. Guðbrands safn., Morden — Mrs. Louise Gislason, Miss Oddný Gislason. 10. Freyja, Geysir—Mrs. Pearl Wold, Mrs. Ethel Thorsteinson. 11. Baldursbrá, Baldur — Mrs. Kristín Sveinson. 12. Undína, Hekla — Mrs. K. Tomasson. 13. Kvenfél. Árdalssafn., Ár- borg — Mrs. M. M. Jonasson, (Frh. á bls. 8) MINNISBLAD FYRIR ÞÁ, SEM SELJA VILJA ÍSLENZKAR BÆKUR, TIMARIT, BLÖÐ, SMÁPÉSA OG ANNAÐ SEM KOMIÐ HEFIR UT Á ISLENZKU Vil meðal annars kaupa þessar bækur: Bólu-Hjálmars saga Saga Mera-Eiríks Árbækur Ferðafél. íslands Þyrnar, I. útg. Minningarrit Möðruvallaskóla 1901 Bréf og ritgerðir St. G. St., I. bindi Sýslumaðurinn í Svatrárbotnum Kvæðakver Halld. Kiljan Laxness Árferði á Islandi í 1000 ár. Ferðabækur Þorv. Thoroddsen. Lýsing Islands, Þorv. Thoroddsen. Munkarnir á Möðruvöllum. Svartar fjaðrir, I. útg. Blanda, I. og II. bindi. Rit, Jónas Hallgrímss. 1. og 5. bindi. íslenzkar gátur, þulur og skemtan- ir, 1.—2. hefti. Vorljóð Gunnars Gunarssonar. Sagnir Jaboks gamla Þjóðsögur Jóns Þorkelssdnar 1899. Sögur af ýmsu tagi e. Austmann. Æfisaga Jóns Indíafara. Friðþjófsaga, allar útg. Perlur, tímarit. Ferðaminninga Sv. Egilssonar, 1. bindi, 3. hefti. Ljóðabækur Bólu-Hjálmars Drauma-Jói. Tyrkjaránið á Islandi. Tyrkjaránssaga Björns á Skarðsá. Annálar Björns á Skarðsá. Biskupasögur Sögufél. Biskupasögur Bókm.fél. Huld, gamla útgáfan. Ben Húr. Skúli Magnússon. Oddur lögmaður. Þjóðsögur Odds Björnss. Sögusafn Þjóðólfs, I.—III. hefti. Hlín, 2. árgangur. Sýslumannaæfir 1.—4. bindi. Göngu-Hrólfs ríma e. Bólu-Hjálmar Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1862 til 1864. Islenzk æfintýri 1852, safnað af Jóni Árnas. og Magnúsi Grímss. Alþýðubók Þór. Böðvarss. Smásögur e. Halldór Kiljan. Alþýðubók Halld. Kiljan. Vestfirzkar sagnir, prentað á ísa- firði 1909. Sögusafn Isafoldar, 4. ár. Almanak Þjóðvinafélagsins 1827— 1927. Sögur og kvæði, Jóh. M. Bjarnason, Wpg. 1892. Parmes loðinbjörn. Hnausaför mín. Elinóra, Gunnst. Eyjólfss. Tíund, Gunnst. Eyjólfss. Sögur og kvæði, Sig. Júl. Jóh. 1.—2. Dægradvöl Gröndals. Dægradvöl Guðm. Péturss. Gamlar sögur, S. Sigurjónss. Dalurinn minn. Fríða. Saga Páls Skálholtsbiskup»s. Sagan af Fastusi og Ermenu. Á Eyrinni. Hellismannasaga 1889. Valið. Alfred Dreyfus. Bessi gamli. Elding, Torf. Hólm. Ævintýri e. Torfh. Hólm. Draupnir 1.—12. T. Hólm. Góðir stofnar, J. Trausti. Gull, E. Kvaran. Gestrisni. Mannamunur, J. Mýrdal. Ólöf í Ási. Saga hugsunar minnar. Smásögur Jóns Trausta Sögur frá Síberíu. Upp við fossa. Tólf sögur, Guðm. Friðj. Þúsund og ein nótt, elzta útgáfan. Þúsund og ein nótt, II. ágúfa, 1.—2. bindi. Þjalar-Jóns saga. Enskubók Jóns Hjaltalíns. Fréttir frá íslandi. Hvers vegna? Vegna þess. Dýravinurinn 1.—16. h. Flóra íslands, I. útg. Jarðabækur Árna Magnússonar. Minningarrit íslenzkra hermanna. Vestan um haf. Píslarsaga séra Jóns Magnússonar, 1,—3. Sjálfstæði Islands 1809. Sig. Breiðfjörð e. S. G. Borgfirðing. Sögur og kvæði e. E. Ben. Vogar, e. E. Ben. Hafblik e. E. Ben. Hrannir e. E. Ben. Æfintýri H. C. Anderss., 1. bindi. Minningarrit séra Jóns Bjarnas. Markland. Bútar úr ættarsögu. Rannsóknarferðir. Manitoba. Brot úr landnámssögu Nýja íslands, 1,—3. Minningarrit 50 ára landnáms Isl. í N. Dakota. Jökulgöngur, e. St. G. St. Alþingisrímur e. Vald. Ásmundss. Andra rímur. Þjóðræknisrímur e. S. B. Blandon. Sagan af Nikulási leikara. Leikrit Sveins Símonarsonar, öll. Rímur af Ármanni og Helgu. Rímur af Þórði hreðu. Rímur af Gústav Adólf. Islendingatal. Úti á víðavangi, St. G. St. Andvökur 1.—-3. bindi. Rímur af Jóhanni prúða. Sagan af Starkaði Stórvirkssyni. Þögul leiftur. Prentsmiðja Jóns Matthíassonar í Wynyard. Ætarskrá Steinunnar Jónsdóttur. Kvæði og sögur, Jóhann G. Sig- urðsson. Kvæðabók Brynjólfs Sveinssonar. Kvæðab. Ben. Gröndals. Kviðlingar Káins. Kvistir, Sig. Júl. Jóh. Ljóðmæli Matth. Joch. 1.—ö. bindi. Nýgræðingar, A St. Johnss. Njóla Björns Gunnlaugss. Ljóðabækur Jóns á Bægisá, 1.—2. bindi. Nokkur smákvæði e. Ólöfu á Hlöð- um. Nokkur ljóðmæli e. Guðm. Ólafsson. Smástirni (úr öldinni). Smámunir, Sig. Breiðfj. Veiðiförin, Jónas Daníelsson. Ljóðabók Þorskabíts. Brennubragur Lúðvíks Kristjánss. Vesturheimsk Krossmessuljóð, e. Lúðvík Kristjánsson. Ljóðmæli Gunnars Gíslas. Hagalagðar, Júlíana Jónsd. Ljóðmæli, S. E. Bened. Úrvalsljóð e. Jónas Hallgrímss. Hjálmarskviða o. fl. Tíu leikrit Gutt J. Gutt. Ljóðmæli Jóns Stefánss. Morgunn. Eimreiðin. Iðunn (gamla og nýja). Heimir. Öldin. Syrpa. Breiðablik. Saga Þ.Þ.Þ., 1.—2. árg. Dagskrá 1.—2. Vínland 1.—7. Gimlungar, 1.—2. Framfarir 1.—3. Freyja 1.—13. Leifur. Selkirkingur 1.—3. Dagsbrún, 1.—4. Svava, 1.—10. Kennarinn, 1.—8. Bergmálið 1.—5. Baldur, 1.—8. Skuggsjá, 1.—3. Almanök Ólafs Thorgeirss. 1.—52. Úr heimahögum, Guðm. á Sandi. Fjórar ritgerðir, e. Guðm. Friðj. Alaskaför Jóns Ólafss. Æskan, 1.—20. Unga Island, 1.—10. Dalarósir, Guðm. Hjaltas. Fingrarímið. Fornmenjar, S. J. Jóh. íslendingar í Vatnabygðum. Leikrit og ljóð, Sig. Péturss. Presturinn á Vökuvöllum. Piltur og stúlka, Maður og kona. Sálmar og kvæði Hallgr. Péturss. 1.—2. bindi. Sagan af Sigurði frækna. Sagan af Vilmundi viðutan. Snót (gömlu útgáfumar). Sagk Natans Ketilss. Lófalestur, St. Sigfúss. Ljóðabækur Bólu-Hjálmars. Munið að glata aldrei gömlum, íslenzkum bókum, blöðum, tímaritum, smápésum eða öðru því, sem prentað hefir verið á íslenzku, sem þið kunnið að eiga, en viljið láta af hendi, Er kaupandi að öllu slíku, jafnvel þó að um stór bókasöfn sé að ræða. Skrifið eða talið við mig sem fyrst, eftir að þið hafið lesið auglýsinguna. og eg mun svara yður um hæl. BJCCNSCN’S BCCI\ STCCE 702 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA, CANADA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.