Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946 7 Giiimlaugur Marlno Maxon sem álitið var að kæmi frá loft- fari þessara ungu manna. Það sýndi að eittlhvað 'hafði komið fyrir flugvél þeirra og að þeir væru nauðuglega staddir. Lofts og sjávar björgunartækjum og aðferðum var samstundis hrund- ið af stað. En það kom fyrir ekki. En þar sem að um þessar slóðir voru þá miklar skipaferð- ir, bæði vina skip og óvina kaf- bátar, en sem öll urðu að gæta hinnar mestu varúðar, og algerð- ar loftskeyta þagnar öryggis niður, en þar er nú bærinn Shau- navon. Það skorti því réttan mánuð á að hann yrði 32 ára að aldri er hann fórst. Sæmundur faðir hans var son- ur Magnúsar Sæbjörnssonar og konu hans Bjargar Ögmunds- dóttur, er bjuggu að Hóláhúsum á Húsavík. Magnús var tvígift- ur og með þessari seinni konu sinni átti ihann fjögur börn er ÖIl fluttu vestur um haf: Ses- elíu, gift Jóhanni Gottfred; Sig- urbjörgu, gift Jóni J. Vopna í Winnipeg; Árna, er lézt ókvænt- ur vestur við haf; og Sæmund föður þess er hér er getið. Rakel, móðir Marinós var dótt- Gunnlaugur Marino Maxon Merkileg eru oft forlög imann- anna og ein'kennileg, stundum tvinnast afdrif þeirra niður ald- irnar. Fyrir réttum þúsund ár- uim síðan rak Gunnbjörn son Úlfljóts 'kráku vestur um haf, og só hann þá land um leið og hann fann Gunnbjarnar Sker. Eiríkur hinn rauði Þorvaldsson, þá hann hafði verið gjörður út- lægur af íslandi, leitaði þessa og fann það, og kallaði það Græn land. Sonur hans Leifur fann Vínland Hið Góða seinna á heimleið úr þessari ferð, auðn- aðist honum að bjariga Þóri og hans mönnum, er þeir höfðu brotið skip sitt á skerjum. Var Leifur af þessu nefndur “hinn heppni.” Þar sigldi Þorfinnur Karlsefni. Um Grænlands haf sigldu margir Islendingar og Norðmenn. Og báru þar margir beinin á marar botni, enda hefir löngum um þær slóðir verið við óveður og úlfinn sjó að sigla. Og þessir forn Islendingar og Norðmenn sem sigldu höfin um þær mundir voru frumherjar að því er hafsiglingar snertir. Fram lands er Gunnbjörn hafði séð, að þeirra tíð hafði bátum verið siglt aðeins meðfram ströndum landanna. Það voru víkingarn- ir sem fyrstir lögðu út á höfin, svo sögur fari af, og gjörðust þeir þannig frumiherjar 'hafsigl- inga fræðinnar. Vafalaust hefir hugur, þor, og dirfska oft bætt úr þegar þekking og kunnáttu skorti. Næstum þúsund árum síðar leggur annar siglinga frumherji, loftsiglingafrumherji yfir hafs- vegu, atf stað frá þessu sama Grænlandi á leið til þessa sama íslands. Hann hafði komið frá hinu sama landi, Vínlandi hinu Góða. Þar hafði hann alið allan aldur sinn. Hann var afkoma- Islendinga sem þangað höfðu flutt seint á síðustu öld. Nú^var hann í ihernaði. Hann var á her- loftsiglingum yfir Norður At- lantshaf eftir ná'kvæmlega slóðum og forn-íslendingar höfðu farið a bátum sínum fyr á öld- um. En loftsiglingar yfir höfin voru aðeins fárra ára gömul vís- indagrein. Þessi ungi maður, af þessum sama litla íslenzka þjóðstofni, fljúgandi að átthögum forfeðra sinna, frumherji eins og þeir, um hina nýju veraldar vegu síns tíma, var Flying Officer Gunn laugur Marino Maxon, R.C.A.F., frá Selkirk í Manitoba. Hann var sonur þeirra Sæmudar heit- ins Magnússonar Maxon og konu hans Rakelar Gunnlaugs dóttur Oddson tfrá sama bæ. Marino Var í flugher Canada, en var um þessar mundir á leigu til þess Brezka. Hann tilheyrði 45. flokki (Group), Atlantic Transport Commjnd. Þeir voru að ferja ný loftskip yfir Atiants hafið frá Ameríku til vígstöðv- anna. Hann hafði oft flogið þessa sömu leið við loftskipa flutning. Hann ilagði af stað senmma morguns þess 11. febrúar 1945 frá Grænlandi áleiðis til íslands. Með honum var annar unigur maður af enskum ættum, Pilot Officer J. M. Squance, P-C.F. Marino var siglingastjór inn (Navigator). Seinna um morguninn kom loftskeyti fram Hans lund var svo einlæg, og ylrík og þýð að enginn sem þekti mun gleyma; og myndin er fögur og minningin blíð sem móðir og vinirnir geyma; og hjartanu svalar þótt sorgin sé stríð þær samveru stundir að dreyma. Þeim finst sem þau iheyri hans hjartkæra róm, þó ihorfin sé samveru gleðin. En þungt er að una þeim örlaga dóm sem ástvina hópnum er kveðinn: Að fá efcki að leggja á leiðið hans blóm og laga um síðasta beðinn. En bylgjunar sungu hans útfarar óð, og ólgandi hatfið var gröfin. En blómunum fegri er geislanna glóð sem glitrar um háreistu tröfin; og móðirin finnur það, harmandi hljóð, að hjartað er dýrasta gjöfin. Og sonur og móðirin bundu þau bönd sem bylgjan og dauðinn ei slítur. Og kærlei'kans heimur á heiðrífcju lönd sem hugurinn fagnandi lítur; og síðar á eilífðar alsælu strönd hver ástvinur gleðinnar nýtur. —KRISTJÁN PÁLSSON. His Iflother Of all the dear ones that she had He seemed the dearest of them all; He had those heart borne graces that A widowed mother’s heart enthrall. So thoughtful, kind and gentle, he, So self-effacing to her need; And to her word he hearkened well And gave it every thoughtful heed. Ah, cruel the day he flew away To serve, as others, in the War; And cruel the anxious, newsless weeks When secret missions took him far. Mid tearing fears and prayertful hopes Three long and dreadfilled yeans she bore; And then the cruellest blow of all — They told her he was lost, —no more ! What words can paint the piteous woe, The weary anguish of the wait, The strangling fears that overwhelm, An aching hopes, that alternate? • At length a cable, coucihed in terms Of kindness, told her as she read: In spite of widespread search and long. He now was given up for dead. So he was gone, her dearest dream. The dreaded hour now struck clear ! — Wihat grief some weary hearts must bear Whilst others seldom shed a tear ! Yes, he is gone — the World mives on; Time speeds us to our several fates. — She knows, indeed, it cannot be, And yet, until khe dies, — she waits — KRISTJÁN J. AUS^MANN. í sömu sveit. Kona Gunnlaugs, en móðir Rakelar var Guðný Ólöf Sigtfússdóttir Kristjáns- sonar og konu hans Ólafar Dav- íðsdóttur. Ólöf var móðursystir Mr. G. A. Dalmans kaupmanns Minneota, Minn. Þeir giftust systrum bræðurnir Gunnlaugur og Thorsteinn Oddson. Þegar Marino var tveggja ára fluttist hann með foreldrum sín- um tii Selkirk og átti þar síðan heima. Hann gekk á barna- og miðskóla í Selkirk við góðan orðstír. Hann innritaðist í Flug- her Kanada í marz mánuði 1942 og hafði því verið í þeirri þjón- ustu full þrjú árin er hann fórst. Hann lærði til flugs í Brandon, Man., og Regina. Þar næst var hann valinn til þess að nema lpftsiglingafræði (Nagivation). Það nám stundaði hann í Pierce, Alberta. Þá er hann útskrifað- ist í marz 1943 var hann gjörður Pilot Officer. Það má benda á það, að um þetta leyti -hlutu fyrirliðatign (P.O. aðeins þeir sem fremstir og gagnvænlegast- ir þóttu úr ihverjum flokk við flugskóla hersins. Og eins má benda á, að til loftsiglingafræði- náms voru valdir þeir sem skör- uðu tfram úr sem gáfna, hugvits og og stillingar menn. En þeim hæfileikum var Marino gæddur í fullum mæli. Honum var skip- að í 45. Flokk Group Atlantic Transport Command, og stjóm- aði ihann loftsigling loft-fara sinna víðsvegar um heim. Hann var í förum til Suður Ameríku, til Afríku, til Indlands og víðar. Sökum öryggis krafa mátti hann aldrei segja mikið um það hvar hann fatfði verið að fljúga, og fréttist þá ekki af honum löng- um, fyr en hann var aftur kom- inn á bækistöð sína. Nú var hann orðinn Flying Officer. 1 maí 1944 var hann aftur settur til náms, og nam nú þráðlausa firðritun (Wireless Telegraphy). Því námi lauk hann í október 1944, og fór svo aftur að fljúga. Nú flaug hann Norður Atlantshafs leiðirnar, þar sem hann að lokum týndi lífi sínu. Marinó átti þrjár systur og þrjá bræður á lífi. Systurnar eru: Mrs. R. Barnson, New Westminst er, B. C.; Mrs. P. Howard, Sel- kirk, Man.; og María Guðrún, heima hjá móður sinni í Selkirk. Bræðurnir eru, Raymond, Friðr- ik, og Victor. Raymond var í Kanada hernum frá 1941 og er nýlega kominn heim. Friðrik var Sergeant í Kanada flughern- um, en Victor Corporal í Kanada hernum. Þeir eru nú komnir heim úr herförum sínum. Friðr- ik settist að í Vancouver, B. C., en Victor er heima. Marino var harmdauði öllum sem þekktu hann. Hann var framúrskarandi hugsunarsamur um alla sem hann umgekkst, en þó sérstaklega hugsunarsamur um móður sína. Föður sinn misti hann árið 1931, en hann var þá 19 ára gamall. Varð hann brátt aðal stoð móður sinnar er hún var orðin ekkja. Það er hart að sjá að ba’ki þessum gáf- aða og góða unga manni. Það er sárt að sjá þetta unga mannslíf slokkna þegar í blóma æsku sinn- ar, er lofaði svo miklu. En dags- verkinu var lokið. Það hatfði, að sönnu, ekki verið langt; en það hafði verið mikið dagsverk — stærra og þýðingarmeira dags- verk fyrir Land hans og Lýð en flestum auðnast að vinna á mörg- um tugum ára um friðartíma- skeið. Það má segja um háhn að hann vissulega igatf líf sitt til þess að aðrir mættu lifa. Meiri -kær- leika hefir engi maður. Meira dagsverk er ómögulegt að vinna. Kristján J. Austmann. RÚSSAR SEGJA NEI Nýlega bauð Hákon Noregs konungur Winston Churchill fyr- verandi forsætisráðherra Breta, heim til Noregs og tók Church- ill boðinu með þökkum. Það var tekið að undirbúa komu Ohurch- ill til Noregs, þegar einn góðan veðurdag, að sendiherra Breta í Osló var tilkynt af stjórninni í Noregi að það yrði að fresta heimsókn Churchill, því stjórn- in vildi með engu móti móðga sambandsþjóð siína, Rússa. -f ♦ ♦ FRAKKLAND Ráðstefna hefir að undanförnu staðið yfir í París á milli um- boðsmanna hins nýstofnaða Viet- nam lýðveldis í Indo-China, en sem því miður hefir nú slitnað upp úr. Tilgangur ráðstefnu þeirrar var tvennskonar. Fyrst að ákveða hvort Vietnam ætti að öðlast rétt til að senda konsúla og sendiherra til annara þjóða sem sjálfstjórnarríki. Annað, að ákveða um hvort Cochin-China ætti að teljast með Vietnam eða ekki. Vietnam menn kröfðust þess að svo væri, en umiboð menn Frakka þverneituðu þeirri ósk. Allir umboðsmennirnir frá Vietnam gengu út þegar að ráð- stjóri Frakka í Indo-China lýsti yfir því, að ákveðið hefði verið að efna til ráðstefnu í Indo- Ohina til þess að ákveða hvað gjöra skyldi í sambandi við Codhin-Ohina, án nokkurs tillits til þess sem leiðtogar Vietnam- manna segðu. -f -f -f UNGVERJALAND 6. ágúst s. 1. kom járnbrautar- lest til Budapest. Til að sjá var ekkert einkennilegt, eða mark- vert við hana^annað en það, að með henni voru 33 alvopnaðir Rússneskir og Bandaríkir her- menn. En þegar betur var eftir grenslast kom í ljós að þrír vag- nar í lest þessari voru hlaðnir með gulli — 2669 gullstöngum og 490 sekkjum úttroðnum með gull penningum í allt $32,000, 000.00. Var þetta gullforði ung- verska þjóðbankans, sem Þjóð- verjar hertóku. Fúuga þessi kom frá eftirlitshéruðum Bandaríkja- manna frá Iþýzikalandi og af þeim fundin og semd. -f -f -f FRAKKLAND Það er talið víst að Frakkar muni hafna boði Bandaríkjanna að styðja að sameining og að sameiginlegri þýzkri stjórn í umsjónarumdæmunum þremur á Þýzfcalandi: því Bandaríska, Brezka og Franska. Aftur á móti segjast þeir ætla að mynda þrjú stjórnarumdæmi innan síns um- sjónarhéraðs, og eiga Þjóðverjar að skipa þær stjórnir allar. Stjórnarskrá fyrir slíkri þjóð- félagsskipun segja Frakkar að verði samin, eftir að allsiherjar kosningar innan þeirra umdæm- is sem fram eiga að fara í nóv- ember nk., eru um garð gengnar. Dr. Maurice Ernest í London, sem myndaði 100 ára klúbbinn, er átti að hjálpa öllun) sem í hann gengu til að ná 100 ára aldri, var lífsnautna maður. Uppáhalds saga hans var atf manni, serp endilega vildi verða hundrað ára gamall, og fór til læfcnis, til skratfs og ráðagerða í því samfoandi. Læknirinn seg- ir við hann: “Þú verður að hætta að dnefcka, reykja og elta kvenn- fólk. “Heldurðu að eg geti þá náð hundrað ára aldrinum?” spurði maðurinn. “Nei,” svaraði læknirinn, “en þér finnst það.” vegna, ver lengi sterk von um að til þeirra spyrðist síðar. En það kom aldrei nein frétt af þeim fram. Nú var enginn Leifur hepni fyrir. Það var að lokum útskurðað að þeir hefðu farist. Öryggis vegna hefir aldrei feng- ist gleggri lýsing af afdrifum þeirra. Gunnlaugur Marino Maxon var fæddur 12. marz 1913 nálægt Pol- son P. O. í Saskatchewanfylki Það pósthússnafn var síðai lagt ir Gunnlaugs Oddsonar smiðs, er lengi bjó í Selkirk. Hann var bróðir Thorsteins heitins Odds- sonar, fyrrum fasteignasala í Winnipeg, og seinna í Los An- geles, og frú Maríu G. Árnason í Minneota, Minn. Þau voru börn Odds Þórðarsonar, bónda á Keld- unesi, ættuðum úr Hörgárdal í Eyjarfjarðar söslu; kona Odds var Guðrún Snorradóttir bónda á Stórubrekku í Hörgárdal, Guð- mundssonar bónda í Fornhaga IMPORTANT NOTICE to a11 Farmers entered in $25,000.00 National Barley Contest Sponsored by the Brewing and Malting industries of Canada BARLEY QUOTA INCREASED to producers of malting barley Under new instructions issued by the Canadian Wheat Board “there may be delivered from each farm, covered by a delivery permit book, one full carlot of barley accepted by a maltster or shipper and upon which a premium is to be paid for malting purposes. This means that while the general barley quota remains at ten bushels per acre contestants in the National Barley contest and producers of malting barley obtaining a premium can ship up to one full carlot. A premium ot five cents per bushel will be paid on carlots of barley selected for malting. Address all correspondence to NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE 206 GRAIN EXCHANGE WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.