Lögberg


Lögberg - 31.10.1946, Qupperneq 4

Lögberg - 31.10.1946, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1946 --------logberg--------------------- OefiO út hvem íimtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 'iargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjóra-ns: EDITOR LÖGBERG 595 Sargrent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 11 804 Eigi skal haltur ganga Það væri synd að segja, að vér, niðj- ar íslands í þessari álfu, þyrftum að láta reka á reiöanum, eða að alt gangi á tréfótum varðandi mannfélagsmál vor vegna skorts á verkefnum, því margt kallar að, sem í insta eðli er þess vert, að þreyta karlmannlega fangbrögð við, þótt vitaskuld sé það og verði ávalt aðalatriði, að teljast menn með mönn- um og ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. “Þar sem við ekkert er að berjast, er ekki sigur neinn.” “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir,” mælti Gunnlaug- ur Ormstunga við Eirík jarl. Það vakti athygli jarls, að Gunnlaugur hafði sull mikinn á fæti, en gekk óhaltur engu að síður; í orðum Gunnlaugs felst metn- aður og hetjulund, sem holt er að taka sér til eftirbreytni. Vér afkvistir íslands, sem fest höf- um rætur í landnámi Leifs heppna, eig- um heilög verðmæti að verja, þar sem í hlut eiga tunga vor og bókmentir; tung- an, sem svo er auðug, eins og Einar Benediktsson sagði, að hún á “orð yfir a-lt, sem er hugsað á jörðu.” Getum vér sætt oss við það, að æskufólk vort af íslenzkum stofni í þessu landi, kunni lítil sem engin skil á Snorra fortíðarinnar og Sigurði Nordal samtíðarinnar, þeim mönnum, sem hæzt hafa náð að sálrænni innsýn og ritsnild? Finnum vér ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart greindri og góðri æsku, sem í rauninni á heimting á því, að vér, með öllum hugsanlegum ráðum, veitum henni aðgang að þeim heilsu- brunnum, sem íslenzk bókmenning býr yfir? Er það ekki skylda vor, að skapa skilyrðin, sem til þess þarf, að æsku- lýður vor nemi íslenzku og fái þannig lykilinn að hinum óviðjafnanlegu bók- mentum vorum, fornum og nýjum? Nokkur viðleitni hefir að vísu verið í þá átt að svo mætti verða; má þar til- nefna starfrækslu laugardagsskólanna, þótt þeir séu langt of fásóttir; á þeim vettvangi þarf að kveikja nýjan eld, og það þarf í rauninni allsstaðar að kveikja nýjan eld á sviði mannfélagsmála vorra; enda er það ólíkt virðulegra og sam- boðnara norrænum hugsunarhætti að verða að lýsandi eldstólpa en ömurleg- ur og litdaufum saltstólpa; af andlegri nesjamensku, verður að taka við bar- áttumenning, grundvölluð á hugsjóna- ást og trúnaði við það, sem fegurst er og haldbezt í sögu og ljóði, í eðli voru og ætt; við það að sækja á brattann stælist baráttuhugurinn, en hann veik- ist að sama skapi við flótta og undan- hald.— Þar sem skilyrði ekki eru við hendi til íslenzkunáms, verðum vér að skapa þau. Hvar, sem því verður við komið, hvort heldur sem er á strætum eða gatnamótum, eða á mannfundum, eig- um vér að mæla á íslenzka tungu, jafn- vel við þá, sem eigi skilja hana nema að litlu leyti; þeir læra þá alt af eitthvað, er seinna getur komið að góðu haldi og orðið þeim til menningarauka; þetta fólk kann að heimsækja ísland seint og síðarmeir, og fagnar þá að sjálf- sögðu yfir því, að vera bjargálna í ís- lenzku; vér verðum að sanna í dagfari voru, að vér viljum eitthvað á oss leggja til verndar þeim menningarverðmætum, sem landnemakynslóðin flutti með sér af íslandi, unni hugástum og trúði oss fyrir; mönnum verður að skiljast, að það sé ekkert sáluhjálparatriði, að hætta að skilja og syngja — á íslenzku — “Alt eins og blómstrið eina”, eða “Ó, Guð vors lands”, að eigi séu tilnefnd fleiri íslenzk meistaraverk í ljóði. Mönnum verður að skiljast, að nú séu að gerast stórir hlutir í sögu hins unga, endurreista íslenzka lýð- veldis; mönnum verður meðal annars að skiljast, að sigurför Karlakórs Reykjavíkur um Vesturálfuna,’ sé ann- að og meira en skemmtiför; mönnum verður að skiljast hið víðtæka menn- ingargildi söngfararinnar, eigi aðeins fyrir heimaþjóðina, heldur og oss sjálf, er þangað eiga rætur að rekja. Nú er þörf mikilla átaka og djarf- mannlegrar forustu á vettvangi þjóð- ræknismála vorra; vér þurfum að hressa upp á ýmissar stofnanir vorar og veita í þær hollu lífslofti; vér þurf- um að leggja traustan grundvöll að nýj- um stofnunum og byggja ofan á hann varanleg menningarmusteri; vér verð- um nú þegar að hefjast handa um stofn- un kenslustóls í íslenzkri tungu og bók- menning við Manitobaháskóilann, því einmitt þar þarf hinn ungi mentalýður vor að eignast gróðrarstöð til þroskunar hæfileikum sínum og útsýnis yfir hærri sjónarsvið; skilyrðin í þessum efnum verðum vér umsvifalaust að skapa og horfa ekki í kostnað; frá slíkri kenslu- deild, þegar henni hefir verið komið á laggir, getum vér með nokkrum rétti vænst hollra forustumanna og kvenna starfsmálum vorum í framtíðinni til bóta og blessunar. “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.” í áminstum orðum Gunnlaugs felst lífsspeki, sem oss Vestmönnum er holt að leggja á minnið, í stað þess að sætta oss við lítinn og óverulegan hlut. með merki ættlerans, fremur en aðals- mannsins, um brá og enni Margþætt menning Það á að vera hlutverk skólanna, auk hinna venjulegu námsgreina, sem þar eru kendar, að búa nemendurna undir lífið, og gróðursetja í vitund þeirra og skapgerð sanna þjóðrækni og þegnhollustu; í mörgum tilfellum lánast þetta, en í öðrum ekki; og stundum fýk- ur það, sem lært hefir verið, jafnvel ó- trúlega fljótt út í veður og vind, svo að þess sjást naumast merki, er til þess kemur, að glíma við viðfangsefni hins daglega lífs; eitt veglegasta hlutverk skólanna ætti að vera það, að gróður- setja í hugum nemendanna almenna virðingu fyrir hugsjón bræðralagsins á þessari jörð, sem er og jafnan verður hyrningarsteinn að alþjóðafriði. Þótt bókfræðslan sé nauðsynleg, er hún þó ekki einhlýt; menningin er margþætt, og kemur fram í mörgum og mismunandi myndum; sérhver mynd hennar eða grein, á að setja á hana styrkan heildarsvip; menningin ein fær skapað samræmt þjóðfélag, þar sem öllum þjóðfélagsþegnum er gert jafn hátt undir höfði; þroskuð og innviða- traust menning lætur það ekki við- gangast, að þjóðfélagsþegnarnir hafist við í óhollum og vesældarlegum grenj- um; en vegna þess að menning er ekki allsstaðar þroskuð, gengst þessi ósómi við. Það er hlutverk menningarinnar, að ala upp sjálfbyrga einstaklinga, sem þora að horfast í augu við erfðileika, og láta einskis ófreistað til að sigrast á þeim; með sama hætti og þroskuð menning ein fær skapað þjóðlega ein^ drægni, getur hún jafnframt skapað alþjóðaöryggi þar sem alt annað bregst. Öll sönn menning stefnir að mann- félagsbótum hvar, sem er, og hvernig sem til hagar; hún fer ekki í mann- greinarálit, og lætur hvorki blekkjast af hnattstöðu né þjóðernislegri aðgrein- ingu; í augum hennar eru allir jafnir fyrir lögunum. Það er einnig hlutverk menningar- innar, að útrýma örbirgðinni úr mann- heimi, og veita sérhverju mannsbarni óhindraðan aðgang að fríðindum þess- arar fögru jarðar, leggja grundvöll að lífshamingju þeirra og skapa með þeim viðnámsþrótt. Þing sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir er háð í New York, má réttilega skoða sem mælisnúru á menn- ingu nútímans; lánist þeim aðiljum, sem þar eru að verki, að grundvalla varan- legan og tryggan alþjóðafrið, hefir nú- tímamenningin staðist prófið, en ann- ars ekki. Af héraði Nú er síðasti dagur júlí mán- aðar. Hann hefir verið svo góður, að þess er vert a® geta. Fyrstu vikuna var hlý vætutíð, svo tún- in spruttu óðfluga, og flestir létu sláttinn dragast vegna óþurk- anna, sem gen&ið höfðu um skeið. Mánudaginn 8. júlí rann svo á blásandi suðvestan byr og blik- andi sþlskin. ]purkurinn var kominn, os' hann var svo sem ekki óstöðugur, því hann hélzt óslitið í hálfan mánuð. Sólskin og suðvestan gola dag eftir dag, stundum á nóttunni líka. Léttir blikuteinar fyrir landinu, en dimmlblátt að líta til hafsins. Austurfjöl'lin skjöldótt af snjó- fönnum, sem fóru ört minkandi, spegluðu sig í grámensuðum fleti Lagarfljótsins þegar logn var á morsnana. Þa8 var oft furðulega fögur sjón. Nú var sláttuvéÞnum beitt á túnin í óða önn, og svo ljánum þar sem þær náðu ekki til, og taðan þornaði fyrirhafnarlaust. Hana þurfti stundum aðeins að garða 2—3var sinnum, os svo mátti aka henni inn. Aldrei þurfti að fanga hana upp, og varla að raka upp í garða- Þessi skjóta hirðing og sterki þurkur höfðu samt ill áhrif á hana. Háin verður eflaust lítil, einkum á þurrlendum túnum. Seinustu vikuna hefur samt veri8 dálítil úrkoma, svo háin réttir eitthvað við, en síðan hefir lítið verið hirt af heyi. Fyrst eg fór að skrafa um tíðarfarið í júlí, er réttast að minnast ofurlítið á aðra mánuði ársins. Vetuónn allur var hinn væs- asti. Kuldar nokkrir voru á Gó- unnni, en nægar jarðir, því aldrei kom snjór að neinu rási. Um sumarmál var hann allur burt úr byggð, og tók þá að «róa. Maí var sérlega góður, en helzt til þurr fyrir jörðina. Hinsvegar var hagstæð tíð á lambfé. Júní var frekar kaldur, og þokaði þá sprettu lítið. Bezta tíð yfirleitt það sem af er árinu og fénaðarhöld ágsét. Það má með tícindum telja hér á Héraði, að Búnaðarfélas Tunguhrepps hélt hátíðle^t 50 ára afmæli sitt 18. maí í vor- Hinn raunverulegi stofndagur þess var nokkuru fyr á árinu 1896, eða jafnvel fyrir áramótin, en af ýmsum ástæðum var af- mælinu frestað. Þetta var hið myndarlegasta hóf og fór vel fram. Það var haldið í nýjum húsakynnum, sem ungmenna- félagið hefir komið upp vi8 suð- urenda £>órisvatns, sem liggur milli Kirkjubæjar og Hallfreðar- staða. Auk sveitarmanna var boðið fyrst og fremst þeim, sem höfðu verið starfandi menn í félaRinu; meðal þeirra má nefna Pál Her- mannsson, fyrverandi Alþinsis- mann, sem bjó um skeið á Vífils- stöðum, og þá Bótarbræður eldri, Einar Eiríksson hreppstjóra í Fjallsseli í Fellum, og Gunnlaug hreppsnefndaroddvita á selbergi. Ýmsir fleiri voru þarna boðs- gestir, þar á meðal eg, sem þetta rita. Björn Sigbjörnsson bóndi á Litla Bakka setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Sigurjón Þórarinsson rakti síð- an sögu félassins í lan^ri og ítar- legri ræðu. Af um 20 bændum, sem höfðu tekið þátt í stofnun félagsins, upplýsti ræðumaður að tveir væru enn á lífi, en það eru þeir Ámi Árnason, sem þá bjó á Heykollsstöðum, en nú er hjá Jóhanni syni sínum í Blöndu- gerði, og þarna var viðstaddur, og Guðmundur Jónsson frá Hús- ey, sem býr vestur í Ameríku. Samþykkt var einróma að senda hanum skeyti í tilefni dagsins. Bjöm á Rangá hafði verið lengst í stjórn, um 40 ár. Árni í Blörudu- gerði þar naest. Björn hafði lengst af verið formaður sína stjórnar- tíð Næstur talaði Björn á Ransá os birti nokkrar tölur úr búnað- arsögu sveitarinnar. Sveinn Bjarnason bóndi á Hey- kollsstöðum mælti fyrir minni kvenna. Magnús Eiríksson á Geirastöðum fyrir minni Aust- urlands, og Skúli Sigbjömsson á Litla Bakka, fyrir minni gest- anna. Á milli ræðannna voru sungin ættjarðarljóð og þjóð- kvæði. Svo komu auðvitað flestir gestirnir með sínar ræður, þökk- uðu fyrir sig, og létu gamminn seysa. víða vesu eftir því sem andinn kom yfir þá. Veitingar voru ríkmannlega fram reiddar, súkkulaði og kaffi eða mjólk ef þess var óskað, en auk þess lífguðu Guðaveigar sál- aryl, og neytti þar hver að vild sinni. Þetta var reglulega á- nægjuleg stund fyrir alla við- stadda, og sveitinni til mikils sóma. Es minnist í þessu hófi einnk- um tvesgja manna, sem reynda1- voru á bak og burt, þegar búnað- arfélagið var stofnað, Halls Ein- arssonar á Rangá, sem var lát- inn, og Páls Ólafssonar skálds, sem var fluttur í burtu. Hallur var hinn stórbrotni athafna- maður, en þó einkum rómaður fyrir rausn og hjáipsemi. Pál þekkja allir af ljóðum hans; þau hafa reynzt svo léttfleyg, og munu verða langlíf. Eg hefi rek- ist á býsna marst af kvæðum éftir hann, síðan eg fór að tína saman fróðleik, kvæðum sem aldrei‘ hafa verið prentuð eða komið fyrir almenninRssjónir. Eitt slíkt kvæði las eg upp þarna; sem enginn hefir kannast við að hafa heyrt áður. Nú langar mig að vita hvort nokkur kannast við það vestra, og læt því kvæð- ið fljóta með- Svo verði5 þig bara að láta mig vita ef þið vit- ið einhver betri deili á kvæð- inu en eg. Kvæðið hefir nýlega fundist í gamalli Guðsorðabók í Dasverð- argerði í Tungu, sem mun vera úr búi Eiríks Eiríkssonar á Víf- ilsstöðum, en hann var fóstri Eiríks Sigfúsar, sem nú býr i Dagverðargerði. Kvæðið er ritað á lítið blað, svo engin lína er afgangs fyrir undirskrift eða yfirskrift, en Ei- ríkur hélt, er eg fékk kvæðið hjá honum í vetur, að það væri með Páls eigin hendi. Síðan hefi eg þóttst e'anga úr sku&ga um að svo væri. Sennilega hefur Páll skrifað Eiríki, og getið þar um kvæðið, sem þá hefir verið ný tilorðið, og stungið þvi svo innan í bréfið. Annars er ekki gott að segja hvernig það er komið í þessa gömlu bók. Að kvæðið sé eftir Pál, tel eg vafa- laust með öllu. Það hefir enea yfirskrift eða heiti hjá honum, en eg hefi leyft mér að kalla það “Þorra eftirmæli” og ekki þýkir mér ólíklegt að það sé um þorrann 1881. Kvæðið er svona : Hús og þekjur þorrinn skók, þá gekk flest í sundur. Heyin mín og töður tók, tannaði allt í sundur. Kjötið beinum fló hann frá, fákum, ánum, kúnum Holdin skildi ’ann eftir á einum hesti brúnum. Eitt hefir 'hann verkið verst vunnið Austurlandi: Hefur hann á fjöllin fest fannir ókljúfandi. Flesta brestur bændur mjöl og björg af ýmsu tagi, og þeim er öllum þrotið öl, os það var mér nú bagi. Þorrinn svona þurt os vott þreif úr bænda höndum. Engri skepnu gerði ’ann gott, gekk sem ljón með ströndum- Isum þakti eyjaband, allri björg að varna, NÍRÆÐISAFMÆLI í SEATTLE Kæri ritstjóri Lögbergs: Þtð er auðsætt af íslenzkum fréttum, austan hafs og vestan, að afmælisveizlur eru tíðar, einkum ef fólk hefur náð háum aldri, sem svo er kallað. Að fylla níunda tuginn þykir vel að verið, og sjálfsagt að minnast þess á viðeigandi hátt. Okkur Vestur-íslendingum er líka sér- staklega annt um minningvi land- nemanna — fyrstu kynslóðar í framandi landi — sem nú er óð- um að hverfa. I ágúst mánuði s.l-, átti mjög vinsæl kona hér í Seattle, níu- tíu ára afmæli- Hún er Helga Kristjánsdóttir SumarLiðasotn— ekkja Sumarliða gullsmiðs frá Æðey, lsafirði, sem margir kann- ast við, bæði hér í landi og heima á ættjörðinni. Af stórum barnahóp þessara ágætu hjóna eru tvær dætur á lífi: frú María Frederick í Se- attle, og frú Dora Lewis í New York. Frú Lewis er vfir Home Economics deild á Hunter Col- 'lege. Hún er víst eina konan af ísilenzkum ættum, sem talin er í “Wiho is Who” 1946 og ’47. — Einnig er hér vestra Árni, elzti sonur Sumarliða af fyrra hjóna- bandi, og börn hans og barna- börn. — Flest af skyldfólkinu og fjöldi vina, kom saman á heimili Fredericks hjónanna, þar sem Helga Sumarliðason á nú heima, til að minnast þessa merka áfanga, á hennar löngu og nýtu æfi- Sumir komu langt að — frú Lewis frá New York, aðr- ir frá ýmsum stöðum hér á ströndinni, þar á meðal systir afmælisbarnsins, frú Fríða And- enson. Fjórar kynslóðir voru mættar, því Dr. Ph'lip M. Fred- erick var nýlcominn iheim úr herþjónustu (síðast á Islandi), og hann á ungan son. — Blóm og gjafir og heillaóskir bárust víða að, og alt fór fram með gleði og viðhafnaéblæ. Dætur Helgu og ýmsir vinir fluttu ávörp, og fólk skemti sér lengi við söng og samræður og veizlukost. Margs var að minnast og þakka, því heimili hennar var um langt skeið orðlagt fyrir góðvild og ^gestrisni og mytndarskap sem henni var meðfæddur. Hún var þrek-kona, og hefui haldið sér afbragðs vél Hún fylgdist með öllu af gleði og áhuga- Allir voru einhuga í því að þakka henni af alúð fyrir liðna tíð, og óska henni allrar bless- unar. Vinsamlegast, Jakobína Johnson. Seattle, 23. okt. 1946. og hvergi sleppti ’ann hval á land, helvítið að tarna. Fari hann nú í fjandans rass og fái skjótann bana. Verði Góan verra skass, verður að jafna um hana. J>orrasárin Góa grætt eetur strax í vetur; Eins os slæman bónda bætt bezta kona getur. Sjálfur get eg sannað það, og sýnt á ýmsar lundir. Hefði eg ráðum hennar að hallast allar stundir, Hefði ’ún getað gert úr mér góðan mann um síðir. En Þorralundin leið og þver lan^t of sjaldan hlýðir. Þá eru kveðin Þorraljóð,. oe það í mestu bræði; verði blessu8 Góan góð, geri eg betra kvæði. Eg var í bólinu í dag, eitthvað eftir mig eftir sláttinn undan- farna daga. sVo reis eg upp í kvöld og hripaði þessar línur, ef einhverjir hefðu garnan af þeim vestra, sem kunnugir eru hér um slóðir. Takið viljann fyrir verkið. Skó^areerði, 31. júlí 1946. Gísli Helgason.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.