Lögberg - 14.11.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.11.1946, Blaðsíða 1
 PHONE 21 374 >iot& V>tv o'vU'A ,neTS Xjíi'11' •pxj'B- ® A Complete . Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1946 Cleaning Institution NNÚMER 45 SONGSKR A KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR WINNIPEG CIVIC AUDITORIUM '18. — 19. nóvember Söngstjóri-. SIGURÐUR pÓRÐARSON Einsöngvarar: STEFAN ÍSLANDI og GUÐMUNDUR JÖNSSON Píanisti: FRITZ WEISSHAPPEL I. Iceland (Island) ...............Sigfus Einarsson The Motiher Tongue (Móðurmálið) Sv. Sveinbjornsson Kytie ................y,....Sigurdur Thordarson Soloist — Stefan Islandi Templehill (Kirkjuihvoll) Bjarni Thorsteinsson Burn Ye Beacons (Brennið þið vitar).Pall Isolfsson II. My Old Kentucky Home ............Stephen Foster (arr. by. S. Thordarson) Song of Spring (Varsang) ...........Prince Gustaf Cradle Song (Vögguljóð) Franz Schubert (arr. by Pritz Baselt) Nursery Rhyme ....................Edvard Grieg The Norsemen (Norronafolket) .....Edvard Grieg Soloist — Gudmundur Jonsson III. Lullaby (Vögguvísa) Sigurdur Thordarson My Little Sister (Sáuð þið hana systur mína) ............................... Pall Isolfsson The Harp (Gígjan) Sigfus Einarsson IV. The Desert (Förumannaflokkar þeysa) ...........................Karl O. Runolfsson She Sleeps in the Calm of Twilight (í rökkurró hún sefur) .Bjorgvin Gudmundsson The Ohampagne Song (Champagnegaloppen) ...............................II. C. Lumbye Londonderry Air ......................Old Irish (arr. by S. Thordarson) Soloist — Gudmundur Jonsson Pioneers (Landnemar) .......Sigurdur Thordarson Gifting. Laugardaginn, 9. nóv. s. 1., voru gefin saman í hjónaband, þau William Taylor Harriott og Oddný Hjörleifson. Brúðgum- inn er af skozkum ættum; hann er mælingamaður og vinnur hj.á stjórn Iþessa fyrkis. William innritaðist í flugher Kanada í býrjun stríðlsins. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jófi Hjör- leifsonar á Winnipeg Beach. Svaramenn voru Roy, bróðir brúðgumans, og Thedma John- son. Giftingin fór fram á heim- ili foreldra brúðarinnar. Á eftir var setin vegleg veizla. Séra Skúli Sigurgeirson gifti. Heimili ungu hjónanna mun verða fyrst um sinn að Daupbin, Man. -f Séra Marinó Kristinsson prestur að Valþjófsstað í Fljótsdal, flytur að forfalla- lausu prédikunina í Fyrstu lútersku kirkju á sunnu- dagskveldið þann 17. nóv , kl. 7. Séra Marinó er með- limur Karlakórs Reykja- víkur. VINNA KOSNINGAR Auk þeirra Johnsons dóms- málaráðherra og Freemans M. Einarssonar, nóðu eftirgreindir Islendingar kosningu til hlutað- eigandi embætta í Norður Dak- ota, við kosningarnar þann 5. yfirstandandi mánaðar: J. M. Snowfield, ríkislögsókn- ari, í Cavalier County, kosinn í tólfta sinn í röð með miklu afli atkvæða; Fred S. Snowfield, Pembina Ooumty, endurkosinn gagnsóknarlaust fyrir fimta kjör- tímabi'l, sem ríkislögsóknari.; Oscar B. Benson, ríkislögsókn- ari, endurkosinn í fimta sinn fyr- ir Bottineau County, og John B. Snydal, hlllaut kosningu sem County Cimmissioner fyrir Pem- bina County, einnig með mikl- um meirihluta. Hon. Guðmundur Grímsson héraðsdómari í Rugby sendi Lög- bergi skeyti um kosningu á- minstra íslendinga, og kann blað- ið honum beztu þakkir fyrir hug- ulsemina. -f Karlakór Reykjavíkur í Dakota Báran efnir til heiðurssam- sætis fyrir Karlakór Reykjavík- ur í Gardar samkomuhúsinu á föstúdaginn 15. nóv. n. k., kll. 8 e. h., þegar söngflokkurinn kem- ur í sveitina. Á laugardaginn syngja þeir í Cavalier kl. 8.30 e. h. og dvelja svo fram á sunnu- dag. Verða þeir þannig gestir Is- lendinga yfir tvo daga. HINIR FJÓRIR STÓRU Utanríkisráðherra fundur stór- veldanna fjögra, Bretlands, Rússlands Bandaríkjanna og Frakklands, stendur yfir í New York þessa dagana. og er það Síður en svo, að allir séu á eitt sáttir um þau mál, sem þar eru á dagskrá; meðal annars eru harla skiptar skoðanir um það, hvernig ráðið skuli fram úr Tri- este deilunni. Friðarþingið í París gekk þannig frá, að þessi mikilvæga hafnarborg yrði fyrst um sinn undir yfirnáðum sam- einuðu þjóðanna; þessu mót- mæltu Júgóslavar, og þóttust frá sögulegu sjónarmiði séð, eiga fult tilkall til borgarinnar, og Rússar fylgja þeim að mál- um; en á hinn bóginn eru Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar á einu máli um það, að viturleg- ast sé, eins og nú horfi við, að sameinuðu þjóðirnar í einingu hafi yfirráð iborgarinnar með höndum. -f Mælir með herskyldu Forsætisráðiherra Breta, Mr. Clement Attílee, hefir lýst yfir því, að ihann muni í náinni fram- tið, leggja fyrir þingið frumvarp um almenna herskyldu manna á aldrinum frá átján til tuttugu og eins árs; er svo tilætlast, að menn á þessu aldurskeiði, gefi sig við átján mánaða heræfing- um; sýnt þykir, að frumvarp þetta muni sæta nokkurri mót- spyrnu af hálfu verkamanna- flokksins, sem er sá flokkur, er stjórnin styðst við. -f Róstur á Spáni I lok fyrri viku var ærið róstu- samt í Madrid og víðar á Spáni. Franco-stjórnin skelti allri skuld- inni á Kommúnista og aðra vinstrimenn, og lét ihandtaka nokkuð á þriðja hundrað manna, sem sakaðir eru um að hafa ver- ið valdir að óspektunum, hvað sem hæft er í því eða ekki. -f SÆMD VERÐLAUNUM Miss Claire Howard Þessi unga stúlka vann 1944 Toronto Conservatory of Music silfur medalíuna fyrir bezta frammistöðu í Manitoba í Grade 10 píanóleik; nú vann hún ný- lega við hljómlistadeild Mani- toiba háskólans, University Wo- men’s Club námsverðlaunin fyrir tækni sína í áminstri grein. Miss Howard er dóttir L. G. Howard póstmeistara í Selkirk, og MrS. Howard, sem áður var Elín Ásmundsson. Lögberg sam- gleðst Miss Howard yfir sigrum hennar. BANDARÍKJA- KOSNINGARNAR Frá þVí var stuttlega skýrt í fyrri viku hér í blaðinu, að Re- publicanaflokkurinn hefði unnið ákveðinn sigur í kosningunum til þjóðþingsins í Wasihington, sem haldnar voru á þriðjudaginn þann 5. þ. m., þó eigi væri þá við hendi fullnaðarúrslit í öllum ríkjUm; nú er það ómótmælan- lega komið á daginn, að Repub- licanar fengu 'hreinan meirihluta í báðum þingdeildum, og ráða yfir í öldungadeildinni fimmtíu og einu sæti af rnutíu og sex; einnig fengu þeir kosna ríkis- stjóra og aðra háttsetta em- bættismenn í fjölda hinna ein- stöku ríkja. Einn af flokksbræðrum Tru- mans forseta, Senator J. Wil- liam Fulbright frá Arkansas, hefir stungið upp á því að for- seti skipi þegar útanríkisráð herra úr flökki Republicana, og láti af embætti honum í vil. Ekki hefir Mr. Truman látið enn sem komið er látið í ljós skoðanir sín- ar varðandi uppástungu Senator Fulbrights, þótt þeir sem næst forseta standa, telji embættisaf- sögn af ihans hálfu, með öllu ó- hugsanlega. -f Skógargræðsla Nefnd sú, sem fyrir hönd fylkisstjórnarinnar hefir verið að atjiuga skilyrðin fyrir skóg- græðslu í Manitoba, hefir nú skilað áliti sínu og mælir fast- lega með því, að hafizt verði þegar handa um framkvæmdir þessa nauðsynjamáls, því á þessum vettvangi athafnalífsins sé ætíð verkefni fyrir hendi; í nefnd þessari áttu sæti prófess- or J. H. EIlis, jarðvegsfræðingur við Manitoiba háskólann, C. B. Gill skógræktarstjóri og F. W. Brodrick fyrrum prófessor í nytjajurtafræði við háskólann. -f VINNUR VERÐLAUN Miss Thora Ásgeirsson Miss Thora Ásgeirson, sem orðin er þegar kunn af tækni sinni í píanóleik og næmri tón- túlkun, hefir nýverið unnið tvenn verðlaun við hljómlistar- deild Manitoba--háskólans, Wed- nesday morning Musicale og Jóns Sigurðssonar félags verð- launin. Lögberg flytur Miss Ásgeirs- son innilegar hamingjuóskir í til- efni af þeirri maklegu sæmd, er henni hefir fallið í skaut. KOSINN Á RÍKISÞING Freeman M. Einarsson Við nýlega afstaðnar kosning- ar í Bandardkjunum, var Free- man M. Einarsson, sem búið hef- ir um lagt skeið rausnarbúi í grend við Mountain, kosinn á ríkisþingið í North Dakota af hálfu Republicana; er hann sæmdarmaður og hygginn vel. Sýknaður Átján ára pJltur, Telephore St. Cyr í St. Eustacehéraðinu hér í fylkinu, var 1 haust sakaður um að hafa myrt frænda sinn, Modest St. Cyr, 47 ára að aldri; fyrir réttinum sannaðist það að af hálfu piltsins var um sjálfs- vörn að rsfeða; sýknunarúrskurð- ur kviðdómenda tók aðeins eina mínútu. -f Varar við verðbólgu Mr. Donald Goidon formaður verðlagsnefndarinnar canadisku flutti í fyrri viku ræðu um verð- lagsihorfur í landinu; lagði hann ríka áherzlu á það, hve brýn nauðsyn væri á skipulagsbundnu hámarksverði lífsnauðsynja, að minsta kosti fyrst um sinn, til þess að fyrirbyggja dýrtíð og verðbólgu ENDURKOSINN Hon Niels G. Johnson Við hinar almennu kosningar í Bandaríkjunum þann 5. þ. m., var Hon. Niels G. Johnson dóms- málaráðherra North Dakota rík- is, endurkosinn í það embætti með afarmiklu atkvæðamagni; hann er skarpgáfaður maður, sem nýtur almenns trausts. SIGURFÖR KARLAKÓRSINS Hér fara á eftir blaðaummæli um sigurför Karlakórs Reykja- vdkur í Bandaríkjunum: “Islenzku söngvararnir sanna frægð sdna í verki, sem hópur í fremstu röð söngfélaga ver- aldar; för þeirra um Bandaríkin á engan sinn líka; söngflokkum, söngstjóra og einsöngvurum hefir verið ákaft fagnað, hvar sem þeir hafa komið fram; vek- ur þetta þær vonir, að flokikur- inn láti brátt til sín heyra aftur í þessum bæ. — Charlotte öb- server, 14. okt. 1946.”— “Karlakór Reykjavíkur hafði djúp áhrif á samkomugesti með seiðmagni sinu í meðferð tóna. Bassaraddirnar eru fegurri en orð fá lýst, djúpar og silkimjúk- ar. Söngurinn heillaði áheyrend- ur sína. — Galveston Tribune, 23. október, 1946. HUGSAÐ HEIM 17. júní, 1946. Vakti mig af vökudraumi Vorsins blær, er lék um brár; Loftið fyltist gleði og glaumi; Glóðu á velli daggar tár. — Eða var það móður mundin Mjúkt er strauk um hár og kinn? Vildi hún enn þá, örmum bundinn, Að sér vefja drenginn sinn? Kenni eg ilminn klæða þinna, Kenni eg vögguljóðin þín. Alt vill mig nú aftur minna Á æskuleiki og gullin mín. Töfrum slíkum minning magnar Mína sálu þessa stund; Lyftir upp úr legi þagnar Ljóði til þín, feðra grund. Heitar eins og Hjálmars bænir Hjartans óskir flyt eg þér: Vötnin þín og vellir grænir Veiti friði skjól hjá sér; Sel þú ei við gullsins gróða Gæfu þinnar lykla vald: Ber þú hátt á þingum þjóða Þinn hinn hreina, hvíta fald. A. E. KRISTJÁNSSON. ♦ -f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.