Lögberg - 14.11.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1946
UPPVINDAR
Menntaskólinn annist vörn og gróanda
íslenzkrar menningar
r
Höfundur þessarar greinar
er Wolfgang Langewiesche,
flugmaður og rithöfundur
Hann gerir hér grein fyrir því
hvernig ýms snögg veðrabrigði
verða.
♦
Gustur fer milli ihúsraðanna.
Slitur af gömlu dagblaði sveiflast
úr göturæsinu upp á gangstétt-
ina, tekst svo á loft og skrúfar
_ sig hærra og hærra, þangað til
það er komið á móts við þakskegg
húsanna. Þar sveimar það flatt
í loftinu dálitla stund og svifur
svo upp fyrir húsin og hverfur.
Fyrir svo sem einum manns-
aldri hefði þetta verið talinn
mjög ómerkilegur atburður, en
‘hann er það ekki nú, á dögum
fluglistarinnar.
Þessi einfaldi og hversdagslegi
afcburður, er gott dæmi um einn
af eiginleikum loftsins. Það eru
sem sé til vindar, sem ekki blása
úr neinni átt, hvorki frá suðri
hé norðri, hvorki frá austri né
vestri, heldur beint upp í loft.
Þessir uppvindar eru lausn á
mörgum gátum, sem menn hafa
verið að glíma við. Hvernig
stendur t. d. 'á því að örn eða*
máfur geta svifið tímunum sam-
an á útþöndum vængjum, án
þess að hreyfa þá? Svarið er, að
fuglarnir eru þar sem uppvindur
blæs, og láta hann bera sig alveg
eins og pappírsblaðið barst upp
á milli húsanna. Uppvindarnir
eru líka ráðningin á þeirri gátu,
hvernig hægt er að komast hátt
í iibft upp á svifflugu, sem ekki
er annað en eftirlíking á fugli
með útþanda vængi.
Uppvindar hafa einnig miíkla
þýðingu fyrin veðráttuna. Þeir
gefa skýringu á því hvernig á
því stendur, að stundum er heið-
skírt, stundum dimmviðri og
stundum rigning. Þeir skapa
skýin, sérstaklega þau þykku,
hvítu ský, sem oft sjást hnykl-
ast á loftinu seinni hluta dags á
sumrin. Og þrumuveður er ekki
anrtað en óvenju æstur upp vind-
ur; regn og hagl. Þrumur og
eldingar er ekki annað en af-
leiðing af þessum lóðrétta stormi.
Uppvindarnir orsakast af hita.
Á einhverjum stað hitnar -loftið
og leitar upp á við. Þér hafið
sjálfsagt séð tíbrá á sólbeitum
sumardegi. Þetta er ekki annað
en ótal heitar loftbólur, sem
stíga upp frá heitri jörðinni, sér-
staklega þar sem sendið er. Og
þær eru undirrót uppvindanna.
Á slíkum sumar sólskinsdög-
um þegar loftstraumurinn er
sem mestur beint upp, mundu
slíkir uppivindar, ef þeir væru
sýnilegir, líta út eins og margra
kílómetra háir stólpar ó váð og
dreif eða eins og ógurlegir trjá-
stofnar í gisnum skógi. Einn er
máske beint upp af borg, þar
sem hann sogar til sín heita loft-
ið af malbikuðum götum og hús-
aþökum; annar rís beint upp af
sólbökuðum klettum; hinn þriðji
upp af sandfláka. Hver sá stað-
ur, sem tekur betur við sólar-
hitageislunum en aðrir staðir,
kemur af stað slíkum uppvindi.
Þessir vindar ná aldrei yfir stórt
svæði, heldur eru þeir tiltölu-
lega grannir Lpftstrókar og vind-
hraðinn er mikill.
Þegar flugvélar detta.
Á slíkum sólskinsdögum lenda
flugvélar í mörgum slíkum strók-
um. Farþegunum finst þá að
flugvélin verði fyrir höggi að
neðan. En þegar flugvélin kem-
ur út úr stróknum og loftstraum-
urinn hverfur skvndilega, er það
alveg eins og hún ætli að hrapa.
Þetta hefir verið kallað “tóm-
loft” eða “loftgöt.”
Þá mó segja að i gufuhvolfinu
sé reglubundnar lofthræringar,
og af þeim stafar það, að oft á
mánuði koma kaldir .loftstraum-
ar frá pólnum inn yfir löndin,
þar sem áður hefir verið sól og
sumar og loftið því heitt. Kalda
loftið hlýnar þar sem það fer
yfir jörðina og afleiðingin verð-
ur sú að margir uppvindar mynd-
ast. Á slíkum dögum er ein-
kennilegt að horfa ó reyk upp úr
vebksmiðjum. 1 stað þess að
spinna sig þráðbeint upp í loftið,
slitnar hann sundur í smáglefsur,
sem verða eins og hnettir og
stíga upp í hóloftin. Vegna þessa
er oft bjart yfir verksmiðju-
borgum ó slíkum dögum, þótt
reykurinn sé engu minni en
endranær. Og þess vegna er oft
svalt þótt bjart sé veður.
Á hinn bóginn kemur það líka
fyrir, að heitur loftstraumur
leitar norður á bóginn. Það loft,
sem næst er jörðu, kólnar, verð-
ur þyngra en hitt og staðnæmist.
Þá myndast engir uppvindar. A
slíkum dögum slær reyknum
niður, svo að borgirnar fyllast
af honum. Þá legst benzínsvækj-
an af bifreiðunum niður að götu.
Það er oftast slíkt loftslag sem
veldur hinni illræmdu Lundúna-
þoku.
Hemlar í loftinu.
Þegar jörðin er heit, en loftið
niður við hana kalt, myndast
uppvindar. En svo er máske enn
hlýrra loft hærra uppi, og þá
staðnœmast upipvindarnir við
það. Þetta kallast öfugstreymi,
því að venjan er sú að loftið
kólnar meira og meira eftir því
sem hærra dregur. Það er þetta
öfugstreymi, sem mest áhrif
hefir ó veðráttuna á Atlantshafs-
strönd Ameríku á sumrin. Þá
er mollulegt á morgnana, dá-
lítið léttara loft og bjartara um
miðjan daginn, en drungalegt og
mollulegt aftur ó kvöldin. Öfug-
streymið heldur gufum og reyk
niðri. Það er að eins um miðjan
daginn að jörðin hitnar svo, að
uppvindar geta myndast og
hneinsað loftið dálítið.
Á mótum öfugstreymisins er
lioftið oft tilsýndar eins og sjór,
sjeð úr flugvjel; eða þá eins og
grátt teppi, sem er þanið milli
himinskautanna.
Öllum uppvindum eru sett tak-
mörk. Þegar hinar heitu loftból-
ur fljúga upp í loftið einns «g
flugbelgir, rekast þær á miklu
kaldara loft og fletjast þá út, en
við það minkar hitinn í þeim.
Þannig er það altaf með loftið,
það hitnar þegar því er þjappað
saman, en kólnar þegar það þyn-
nis. Þannig verður uppvindur-
inn að samlaga sig kaldara lofti
og við það missir hann kraft sinn
— venjulega svo sem hálfan an-
nan kiílómeter frá yfirborði jarð-
ar. Og gott er það. Ef allir upp-
vindar gætu haldið áfram enda-
laust, mundi gufuhvolið ekki
vera annað en þrumur og elding-
ar, og jörðin óbyggileg.
Stundum eru uppvindar mett-
aðir af gufu, sem þeir taka með
sjer frá jörðunni. En þegar þeir
koma svo hótt að þeir fara að
kælast. Þjettist gufan og verður
að dögg. Hver daggardropi er
sins og frum eind og margar
þúsundir þeirra þárf í einn regn-
dropa. En þessar miljónir vatns-
einda, sem dansa þarna í upp-
vindunum — það eru skýin.
Leiðarvísir siglingamanna.
Á heitum sumardegi hrannast
oft ský inni yfir landi, en bjart
og heiðríkt er til hafsins að líta.
Þetta stafar af því að jörðin er
íieit og þar myndast uppvirndar,
en sjórinn er kaldur og þar eru
engir uppvindar.
í þessu höfum vér einnig ráðn-
inguna á því, hvernig eyjabúar í
Kyrrahafi gótu siglt hiklaust
hundruð kílómetra millá eyja, ón
aess að hafa leiðarstein. Sól-
steikt eyja er hitablettur í köldu
hafinu. Þess vegna myndast þar
uppvindur, sem hleður saman
skýjum yfir eynni. Eyjan sjálf
er máske ekki sýnileg úr litlum
bát fyr en komið er svo að segja
fast að henni. En skýin yfir
henni geta menn eygt í 150 kíló-
metra* fjarlægð, og siglingalistin
er ökki önnur en sú, að stefna á
þau.
Uppvindar, sem orðnir eru að
skýjum, eru enn uppvindar. Ský-
in eru að vísu dimrn og svört, en
þau eru þó hlýrri en loftið um-
hverfis, og halda áfram að hækka.
En stundum tekst þetta ekki.
Skýin missa vætu sína, eða rek-
ast á öfugstreymi og eyðast.
Aftur á móti sameinast stundum
ský frá mörgum uppvindum,
svo að úr verður ein breiða, sem
skyggir jörðina. Þá er upp-
streyminu lokið.
Þegar uppvindar hafa myndað
ský, kemur það stundum fyrir,
að frá þeim sjálfum streymir
hiti. Það er sólarhiti sem leysist
úr læðing. Mörgum dögum áður
hafði sólarhitinn valdið uppguf-
un niðri á jörðu og uppvindur
tók gufuna með sér. Og í guf-
unni helst sólarhitinn enn. En
þegar skýin koma í kaldara loft,
verður mikil umbreyting. Gufan
þjappast saman í rigni>nguv en
hitinn úr henni fer út d loftið.
Hér er ástæðan til þess að öfug-
streymið dugir ekki altaf sem
bemill. Hinn leysti hiti vatns-
gufunnar kemur í veg fyrir á-
rekstur.
Þrumuveður.
Stórkostlegasta afleiðing upp-
vindanna er þrumuveðrið. Af
jörðu séð er þrumuveður einn ó-
skapnaður, lág kolsvört ský,
sviptivindar, rigning, haglél, eld-
ingar og þrumur. En séð úr loft-
inu er þetta ein heild — ógurlegt
skýjabákn hlaðið geysilegum
krafti. Ástæðurnar til þeirrar
mögnunar eru margar, en aðal-
ástæðan er sú, að loftið í ský-
þykninu er rakt og heitt. En það,
sem kernur á stað gauragangin-
um er hinn óstjórnlegi hraði upp-
vindsins. Gufan þéttist í regn-
dropa, en loftið kemur á móti
þeim með enn meiri hraða og
tvístrar þeim í smá agnir. Hið
sundur tætta regn hleðst af nega-
tivu rafmagni, en vætan í skýl
inu er hlaðin “positivu” raf-
magni. Og þegar hinum sundur
tættu regndropum slær aftur
upp í skýið, kemur útlausnin —
eldingin.
Oft kemur það fyrir, að hið
sundurtætta regn þyrlast upp í
gegnum skýin, upp í ískalt loft
og frýs, fellur svo niður en er
þeytt upp aftur og þannig geng-
ur koll af kolli. Þetta má sjá á
því að haglkornin, sem falla til
jarðar eru líkust lauk, hvert lag-
ið utan á öðru. Með þessu, að
vera svfeiflað hvað eftir annað
í gegnum rök skýin, taka utan
á sig vætu og frjósa á ný, verða
haglkornin stundum svo stór að
þau geta drepið sikepnur og
beyglað þök á bílum. En til þess
að þeyta slíku korni upp í gegn-
um skýin þarf vindhraða sem er
300 km. á klst. — beint upp í
loftið.
Slíkur ofsi getur hlaupið í
hinn sakleysislega gust, sem
gnípur blað af götunni og sveiflar
því upp fyrir húsin.
Lesb. Mbl.
MYNDARLEG GIFTING
Laugardaginn 2. nóv. voru gef-
in saman í hjónaband þau Ralþh
Arni Alfred og Lorraine Ruth
Johnsen, af Rev. Tucker í St.
Stephens Episcopal Church, 3533
N. Albany St., Chicago.
Brúðguminn er sonur Mr. og
Mrs. Oli Alfred, 3043 Rutherford
Ave., Ohicago, en brúðurin er
dóttir Mr. og Mrs. George John-
sen, 6951W. George Ave., Chi-
cago, norsk að ætt.
Á eftir var fjölmenn veizla í
the Lion Club, 4306 West North
Ave. Mun um 300 manns hafa
verið þar viðstatt.
Næsta morgun lögðu brúð-
ijónin af stað í tveggja vikna
::erð til New Orleans. Framtíð-
arheimili ungu hjónanna verður
í Chicago.
S. Á.
Ræða Sigurðar Guðmundssonar
skólameistara, við Menntaskóla-
hátíðina í gær
Herra forseti Islands, herra
rektor, virðulegir kennendur,
nemendur og gestir!
Eg kveð mér hér ekki hljóðs
sem gamall nemandi ;þessa skóla,
heldur sem fulltrúi bróðurstofn-
unar eða Litla bróður, eins og
vér kennarar Menntaskólans á
Akureyri köllum hann stundum
í gamni, þá er hans er minnst í
sambandi við Menntaskólann í
Reykjavik.
Við allit, sem af manni er getið,
stofnað eða stundað, loðir mann-
legur ófuillkomleiki. Þessi al-
kunnu sannindi gleymast einatt
á hátíða- og hrifnistundum, þá
er hollt getur verið að minnast
þeirra. Þá er fimmtugs-afcælis
þessarar stofnunar var minnst
í þessum sal fyrir nákvæmlega
hálfri öld, 1. október 1896, og
vér sumir hér viðstaddir mun-
um, fluttu þeir ræður, Hallgrím-
ur Sveinsson, biskup, og þáver-
andi rektor, Björn Magnússon
Ólsen. Biskupinn hvað nokkrar
“misfellur” hafa verið á starfi
skólans á liðnum aldarhelmingi.
Hinn stórlærði og skýri rektor
komst svo að orði, að saga skól-
ans sýndi, að “stundum hafi mik-
ið skort á, að skólinn næði hinu
háa marki sínu.” Báðum þessum
ræðumönnum hafði hér í skólan-
um gengið námið hið bezta.
Bisikupinn var 'hinn fyrsti nem-
andi, er hlaut hér ágætiseinkunn
við stúdentspróf. Ólíklegt er því,
að hér ihafi verið af kala mælt. 1
blöðum nálægt 1860 má þegar
finna, að skólanum er eitthvað
fundið til foráttu, t. d. að brögð
séu þar að ofdrykkju. Þar átti
skólinn við skæðan varg að berj-
ast, er var aldarandinn eða við-
horf hans við áfengisnautn. Þá
er eg renni huganum yfir skóla-
vist mína eins rólega og mér er
framast auðið, virðist mér skól-
inn á sálræna vísu hafa verið
helsti galdur, stjórn hans “hu-
mor”-lítil um of, lærisveinar og
kennendur hans voru skaðsam-
lega á öndverðum meiði. Eigi var
lögð nógu mikiL virðing á nem-
endur né nógsamlega kappkost-
að að snúa lötum og linum til
að draga af sér slenið, stæla þá
til átaka og harðvítugleiks í nám-
sókn og fræðastundum. Þar
skorti áreiðanlega alúð og ást-
úðroðnar viðræður og alvöru-
þrungna mælsku á einmæli eða
á tveggja málþingi. Þessi síðasta
athugasemd eða 'högl hennar
hæfa víst, að einihverju, enn alla
skóla lands vors, og því er þörf
á, að hún sé sögð í heyranda
hljóði. Af þeim, sem þjóðfélagið
kostar mestu til að mennta og
fræða, verður að krefjast mikils,
bæði á siðræna og félags-
lega vísu, neikvæða og jákvæða.
Því hvílir sú skvlda á mennta-
skólanum, að hafa vinsamlegt
eftirlit með nemöndum sínum og
leiðbeina þeim í því stríði, sem
erfiðast er, í baráttu ástríðu-
ríkra æskumanna við sjálfa sig.
Þar hygg eg, að menntaskólum
vorum sé að nokkru raunalega
áfátt, enda 'brestur þá enn að
nokkru skilyrði til slíks uppeldis-
starfs.
En allt fyrir þetta, sem nú var
talið, veit eg. að í stofum og
herbergjum þessarar stofnunar
hefir verið unnið margt dreng-
skaparverk, verið líknað og hjiálp
að, er í margskonar nauðir rak.
En slíkt hefir á stundum aldrei
orðið kunnugt, nema fáum ein-
um, eða það hefir sokkið í
gleymskunnar lygna hyl; en hins
vegar hafa verið varðveitt mörg
mistök og misfellur í manna
minnum, skjölum og skilríkjum.
Og einn sigur hefir þessi mikla
örlagasmiðja, lærði skólinn, unn-
ið. Hversu illa sem sumum braut
skráðum nemöndum kann að
hafa 'liðið í skóla hér, og hversu
sáran ósigur sem þeir þykjast
hafa beðið hér, kysi, að líkind-
um, mjög fáir stúdentar, að þeir
hefði aldrei vitjað hans.
Og hvað sem líður öllum á-
göllum og “misfellum,” sem Hall-
grímur biskup drap á, var það
þjóðar- og menningarhamingja,
að lærði skólinn eða hinn al-
rnenni menntaskóli var til ;í land-
inu. Mér var sagt frá því í sum-
ar norður í Skagafirði, að á döf-
inni væri að reisa turn við hlíð
hinnar fornu dómkirkju á Hól-
um og láta efst í honum loga
ljós, er lýsti um Hjaltadal. Aðrir
kveða lijósið eiga að falla á stöp-
ulinn. Mér virðist Bessastaða-
skóli og hinn lærði skóli hafa
verið stöpull, er birtu lagði frá
—þó að dauf væri á stundum—
um menning vora og þjóðlíf. Frá
flutningi hans til Reykjavíkur
haustið 1846 og fram að 1911, er
Háskóli íslands var settur á stofn,
var hann konungur Islenzkra
skóla, þó að stöku þeirra hafi, ef
til vill, verið honum fremri í sinni
grein, sem ekkert verður fullyrt
um. Prestaskólinn og læknaskól-
inn voru að vísu nokkrum fetum
hærri. En þessara skóla gætti
meira í höfuðstað vorum og þjóð-
lífi. Hann var gildari drangur,
stórum aðsópsmeiri, fjölmennari,
og yfir bonum hvíldi virðuleikur
margra alda, að svo miklu leyti
sem nokkrum eða nokkru fær á
annað borð virðing hlotnast, virð-
ing í voru fámenna þjóðfélagi.
Þess gerist eigi þörf að skýra,
hvílíikur miðgarður slík stofnun
befir verið í menningnarsókn
þjóðar vorrar. Um 80 ára skeið,
frá 1887 til 1927, að þeim árum
meðtöldum, voru, að kalla, allir
íslenzkir stúdentar brautskráðir
í iþessum sal.
Og þessi skóli hefir um alllangt
skeið verið, á beina vísu eða ó-
beina, vagga og fóstra íslenzkrar
aiþýðumenntunar. Ekki þarf
langt að rekja til að finna þar
upptök hennar eða foreldri. Þeir
eru áreiðanlega ekki margir, hin-
ir óskólagengnu vor á meðal, er
gnæfðu yfir fjöldann á 19. öld,
sem hafa ekki í fyrstu notið
styrktar og .lteiðsagnar stúdenta
frá Reykjavíkurskóla eða Bessa-
stöðum. I hinum merku heima-
ýistarskó(lum lísienzkra presta,
sem einskis styrks nutu af al-
mannafé, hafa fleiri numið en
þeir, er urðu svokallaðir lærðir
menn. Af því skólastarfi er ó-
skráð mikil saga og merkileg. Sá
alþýðumaður, er hæst ber að
makleikum í bókmenntum vor-
um (Step'han G. Stephansson),
hafði mikið álit á heimakennslu
íslenzkra klterka og kvaðst hafa
haft mikið gagn af kennslu ís-
lenzks dalaprests, er hann dvald-
ist hj'á um skeið, áður en hann
fluttist til Vesturheims. Það voru
stúdentar úr þessum skóla, er
voru frumkvöðlar eða stofnend-
ur hinna merku gagnfræðaskóla
í Flensborg og á Möðruvöllum,
þeir Þórarinn prófastur Böðvars-
son og Arnljótur prestur Ólafs-
son. Og fyrstu forstöðumenn
þeirra og höfuðkennarar voru
ntemendur hans.
Og aldrei má gleyma, hvern
þátt Bessastaðaskóli og þessi
skóli eiga í viðreisn og varð-
veizlu íslenzkrar tungu Hér hef-
ir íslenzk tunga verið varin. Þessi
skóli hefir verið virki og vígi
móðurmáls vors. Hér hefir þess
verið griðlaust krafist, að nem-
endur rituðu íslenzka íslenzku,
að þeir að þessu leyti stunduðu
hreinleik móðurmáls vors. Og
sú viðleitni hefir orðið sigursæl,
haft mi'kinn árangur, enda veittu
íslendingasögur, þjóðsögur og
ljóðmenntir þar sterkan stuðn-
ing, “enn sem forðum.” Stúdent-
um héðan hefir auðvitað mis-
jafnlega tekist um hreint málfar,
og þá htefir greint á um, hvað
telja skyldi gildi íslenzku. En
þeir eru ekki margir stúdentarn-
ir úr þessum skóla á 19. öld og
frá fyrstu tugum þessarar aldar,
er hafa eigi viljað rita móður-
mál vort hreint og íslenzkt. Með
þennan .áhuga sinn hafa þeir far-
ið um land allt, út um strendur
og fram í djúpa dali, blásið hon-
um í ung brjóst, þar er þeir
ræddu og fræddu, ‘leiðíbeindu og
leiðréttu. Eg men enn, hve mér
þótti það merkilegt, er einn nem-
andi þessa skó'la leiðrétti einn
hinn fyrsta íslenzku-stíl minn og
fræddi mig á, að orð, er eg not-
aði þar, væri eigi islenzkt og því
eigi hæft ritmáli. Mér finnst vel
fara á að minnast þess hér, að
um 70 ár voru hér tveir kennarar
á verði um hreinleik móðurmáls
vors, Halldór Kr. Friðriksson, og
nemandi hans, Pálmi Pálsson,
sem báðir voru þéttir menn og
drjúgir í góðri merkingu, en á-
unnu sér stundum “spott og ó-
þökk” fyrir áhuga stundað starf
í Þegjandadal mannlegs erfiðis.
Vera má, að vandlætingu þeirra
á hreinleik málfars hafi fylgt sá
annmarki, að eigi hafi verið, sem
skyldi, glætt skyn á list og lifi í
stílfari og hve nauðsynlegt sé, að
hverjum ritandi manni sé mikið
og mikilvægt niðri fyrir, svo að
úr ritsmíð hans verði ritgerð
merk. Tíminn var krappur, er
þeim var ætlaður. Því varð sumt
mikilvægt að sitja á 'hakanum.
Sennilega hafa báðir þessir
kennimenn orðsins borið meira
skyn á góðan stíl en sumir nem-
endur þeirra hugðu. Um annan
þeirra, Pálma Pálsson, er mér
það kunnugt af margra ára sam-
vinnu í prófum og prófdómum,
að hann bar glöggt skyn á stál,
meira en eg ætlaði, áður en eg
varð samikennari og samverka-
maður hans.
Að lokum flytieg Menntaskól
anum í Reykjavík árnaðaróskir
og þökk frá Menntaskólanum á
Akureyri. Porstöðumenn og 'höf-
uðkennarar Gagnfræðaskólans á
Möðruvöllum og Akureyri voru
nemendur Ihans. Hinir fyrstu
bókfræðakennarar Menntaskól-
ans á Akureyri voru allir læri-
sveinar þessa Skóla. Héðan kom
hinum endurreista Hólaskóla það
lið, er hann fékk eigi starfað né
dafnað án. Áhuga lærða sikól
ans á málvörn og þjóðvörn fluttu
þeir með sér til Eyjafjarðar;
“Fiora íslandS” hins listfenga
skólamanns og skólameistara,
Stefáns Stefánssonar, með hag-
leik hennar og smekkvísi í orða-
vali og orðasmíð er óbrothætt
merki slíks. Svo undarlegt sem
það kann að virðast, þakka eg þá
mótspyrnu, sem þessi skóli veitti
stofnun menntaskóla norðan-
lands. Eftir þVí sem mannlegu
Skapi er farið, var sl'í'kt eðlilegt,
auðskilið. Um 80 ára skeið hafði
þessi skóli verið einráður um,
hverir urðu stúdentar á landinu.
Sigur verður og því aðeins sigur,
að mótstöðu sé við að fást. Slíkt
sést yfir í móði sóknar og sennu,
en skilst á stundum, er með ró-
semd er litið yfir lokið stríð. And-
staða og viðnám veittu verðmæti,
hvöttu til vöndunar á umsjá með
nýgræðingnum, hinum norð-
ltenzka menntaskóla, til að kref j-
ast vinnu og námraunar af hálfu
nemenda. Banvænt eitur var og
eigi í þeim sverðseggjum, er
beitt var í bardaganum. Voru og
sumir kennarar þessa skóla þeg-
ar í stað hlynntir stofnun mennt-
askóla nyrðra. Og andstæðingar
vorir í þessari stofnun reyndust
oss drenglyndir andstæðingar.
Með báðum menntaskólunum er
nú hafin vinsamleg samvinna,
skemmtileg samvinna. Eg óska
þess, að lokum, að slík samvinna
megi ávallt ríkja meðal mennta-
skólanna beggja, í Reykjavík og
á Akureyri, vinni skólunum báð-
um og þjóð vorri gróða og gagn.
Eg óska þessum aldargamla
skóla, að hann verði af nemend-
um sæll, og honum sækist giftu-
samlega róðurinn á hinum forna
miði: að annast vörn og gróanda
íslenzkrar tungu og íslenzkrar
menningar. Eg óska kennurum
hans, að þeir — Jíkt og kveðið
(Frh. á bls. 3)