Lögberg - 14.11.1946, Blaðsíða 6
c
En það var ein manneskja sem sér-
staklega veitti eftirtekt þeirri breytingu
sem var orðin á Beatrice. og það var
systir hennar. Hún saknaði hins glaða
lundarlags, hinna fljótu svara og spaug-
sömu orða, sem hafði gert heimilið svo
anægjulegt; aftur og aftur hugsaði hún
með sjálfri sér, að það væri eitthvað
mjög alvarlegt sem þjáði systir sína.
Lilian hafði sitt eigið leyndarmáþ en
hun hafði ekki einu sinni þorað að
hvisla því að sjálfri sér. Frá bernsku
arum sínum var hún vön að láta Bea-
trice ávalt sitja í fyrirrúmi. Ekki af því
hún væri höfð útundan, en Beatrice var
avalt veitt allt sem hún vildi, án undan-
færslu eða tregðu, og með sínu mikla
hfsfjön og glaðværð dró hún allra at-
hygli til sín; svo Lilian var minni eftir-
tekt veitt og gaumur gefinn.
Lilian var bæði fríð og yndisleg, svo
mild og með aðdáanlega fagurt gult hár.
Andlitsdrættir hennar voru svo hreinir
°S gáfulegir, að það hefði vel mátt hugsa
sér að hún væri engill. Hennar fjólu-
bláu augu svo mild og fögur, og hennar
hvíta og fagurkúpta enni bar þess ljós-
an vott, að á bak við það lá heill heim-
ur djúpra hugsana.
Fegurð hennar var að flestu ólík syst-
ur hennar; hún tók engan með áhlaupi,
eins og sagt er, en smátt og smátt vann
hún hjörtu allra sem kynntust henni.
Hún var mjög djúphugsandi, og
frábitin öllu yfirlæti og stolti.
Vndisleg, róleg og jafn óspilt af upp-
hefð og meðlæti, eins og af sorg og mót-
læti, hún var þolinmóð, með hógvært
lundarlag; engin hafði séð Lilian nokk-
urntíma önuga né hasta í orði við nokk-
urn mann; öll tilvera hennar var friður
og ró. Hún var gædd góðum gáfum. Hún
hafði fjörugt og lifandi ímyndunarafl,
sjaldgæfan og fagran ímyndunar hæfi-
leika; en kannske var hennar bezta
gáfa í því fólgin, að hún hafði svo inni-
lega og djúpa samhygð með öllu sem
hrærðist í náttúrunni. Þegar Cuming
lávarður vildi hafa reglulegt glaðværðar
samkvæmi, sendi hann eftir Beatrice;
það var engin sem gat látið tíman líða
eins fljótt og hún. Þegar hann óskaði
hygginna og viturlegra ráða og sam-
hygðar, þá sendi hann eftir Lilian. Það
var ómögulegt annað en öllum þætti
vænt um hana.
Lewis Dare elskaði hana mjög ynni-
lega. Það sem hann furðaði sig á, var
að nokkur maður yrði skotinn í Bea-
trice, fremur en Lilian. Stundum hugs-
aði hann, að hún væri sérstaklega af
forsjóninni ætluð sér — hún var svo
sterk, þar sem hann var veikur fyrir;
hennar rólega, blíða þolgæði, batt eða
hélt geðofsa hans í skefjum; hennar
blíða lítillæti sefaði og niðurbældi yfir-
læti hans og stolt.
Hún hafði miklu meiri áhrif á hann,
en hann vissi um — eitt orð af vörum
hennar var honum næg aðvörun. Hann
eiskaði hana sökum hennar fögru og
göfugu hugsana, og eigi síður fyrir
hennar hreina og saklausa hjartalag,
sem enginn skuggi var á — hjarta sem
hinn spilti heimur hafði aldrei sært né
skemmt.
Lewis Dare hafði einkennilegar í
myndanir um kvenfólk. Móðir hans
hafði verið, á ungum árum, aðdáanlega
fríð, og mikið hneigð fyrir samkvæmis
og félags lífið. Það eina sem hún hafði
innrætt honum var, hvernig hann ætti
æfinlega að vernda sem bezt andlits
fegurð sína, læra siði og venjur hins
fína samkvæmislífs og halda sig að því.
Hún hafði verið mjög hámóðins frú, en
ávalt verið í peninga þröng. Það kom
stundum fyrir að sonur hennar varð
alveg sturlaðfur, er hann hugsaði til
þeirrar undirferli og óvönduðu meðala,
og bragða, sem hún beitti til, að geta
haldið stöðu sinni og áliti í félágslífinu.
Þegar hann kom til aldurs, og sá dá-
lítið meira af heiminum, fékk hann hinn
mesta óbeit á því. Þær konur og stúlk-
ur sem tilheyrðu flokki móður hans,
voru allar í endalausu kappi um að vera,
hver um sig, stærsta stjarnan. Hann
vissi að á meðal þeirra var nóg af öfund,
afbrýðissemi, hneyksli og lýgi. þar til
hann fór að hugsa, hvort allt kvenfólk
væri þessu líkt. Hann var sjálfur sið-
ferðisgóður og heiðarlega innrættur
maður. Hann hataði allt fals og svik.
Hann hafði skapað sér ákveðna ímynd-
un um kvenfólk, og ákvarðaði að lifa og
deyja ógiftur, nema hann fyndi stúlku
sem svaraði til hugsjóna hans
Lilian Cuming gerði það. Hann veitti
henni nána eftirtekt; hún var sönn og
einlæg eins og bjartur dagur. Hann
heyrði hana aldrei segja neitt ósatt orð
— ekki einu sinni neitt af þessum fölsku
og ósönnu afsökunum, sem- er svo oft
gert í félags og samkvæmislífinu. Hann
hugsaði með sér, að ef nokkur stúlka
væri fullkomin, þá væri það hún. Allt
sem hann hafði nokkurntíma dreymt
um eða vonað, það fann hann sameinað
í henni. Hann ákvað með fullri alvöru,
að hann skyldi reyna að vinna ást henn-
ar.
Fyrst skildi hún hann ekki, en smátt
og smátt fór hann að leggja merki til
þess að hennar unga hjarta vaknaði til
meðvitundar. Það var svo fögur ástar
þróun, eins og nokkur getur hugsað sér.
Við að heyra fótatak hans eða málróm,
roðhaði hún í andliti, og augu hennar
blikuðu. Þegar hann slóð hjá henni og
reyndi að lesa duldust hugsanir henn-
ar, gat hún sagt eitt eða tvö orð, og
hraðaði sér svo burt frá honum. Ef
hann reyndi ti að fá hana ti að ríða út
eða ganga með sér, bað hún hann að
afsaka sig, og hún leit niður fyrir sig, og
varir hennar titruðu. Hún vissi varla
hvaða breyting var að verða á sér —
því heimurinn og allt í kringum hana
vav allt í einu crðið svo fallegt og glans-
andi. óljós innri gleði, innri sæla hreifði
sér í, hennar göfuga hjarta. Hún þráði
hann, og þó var henni hálf óljúft að
hann væri hjá sér. Þegar hann var ná-
lægt henni, skulfu hennar nettu hend-
ur, og hiti og roði kom í hennar yndis-
lega andlit. Samt virtist hún vera svo
ólýsanlega sæl.
Lewis Dare veitti þessu öllu eftirtekt,
og hann var alveg undrandi yfir, að
þessi hreina og saklausa stúlka skyldi
elska sig. Hvað hafði hann, nokkurn-
tíma unnið til þess að fá slíkan dýrgrip?
Með kynningunni við hana, fór hann
að bera virðingu fyrir öðru kvenfólki. í
henni hafði hann fundið hugsjón sína.
Ef það skyldi nokkurntíma ske, að hann
yrði fyrir vonbrigðum hjá henni, þá
mundi hann álíta að allt í þessum heimi
væri bara fals og tál; en það gæti aldrei
skeð.
Hvernig átti hann að segja, að hann
elskaði hana? Það væri sama sem að
hræða óttasleginn fugl með því að reyna
að ná honum og setja hann í búr. Hann
stóð feiminn og óframfærinn frammi
fyrir hennar sæta sakleysi.
En það kom að því, að hann ákvað að
segja henni það sem honum lá þyngst
á hjarta — er hann fann að hann hafði
enga löngun til að lifa, ef hann ynni
ekki ást hennar; hann vissi að það yrði
aldrei um það að tala, að hann elskaði
aðra stúlku en hana.
Lewis Dare var ekki laus við að vera
dálítið afbrýðissamur af Beatrice; en
hann kom til að líða fyrir það síðar.
Hann ímyndaði sér að hún bæri af Lil-
ian. Hann hélt, ef hann talaði um ást
sína á Lilian við Cuming lávarð, mundi
hann vilja að báðar systurnar giftu sig
sama daginn, og þá yrði aðdáunin öll
með Beatrice, en hans fríðu og blíðu
brúður yrði minni gaumur gefinn.
“Það skal aldrei ske,” hugsaði hann;
“Lilian skal hafa sinn eigin heiðursdag
og sína aðdáun, án þess að þurfa að
metast um það við neina aðra. Hún
skal þá ein njóta aðdáunarinnar.
Hann hugsáði sér að minnast ekki á
neitt um ást sína á Lilian, við lávarð-
inn, þar til Beatrice væri gift, sem átti
að ske bráðlega; því jarlinn virtist ekki
að geta verið eina stund burtu frá henni.
Svo þegar þau væru gift og farin frá
Elmwood, þá nyti Lilian ástar og aðdá-
unar allra óskipt. Það var ekkert ann-
að en stórlæti og metnaður, sem kom
honum til þessa.
Lilian gat ekki dulið ást sína. Hún lét
í ljósi að hún elskaði Mr. Dare: hann
var í hennar augum ekki líkur neinum
öðrum. Hver var eins fríður og riddara-
legur? Hún gat ekki varist þess að
horfa á hann og virða hann fyrir sér;
málrómur hans hljómaði svo milt í eyr-
um hennar, og hafði svo mikil áhrif á
hana, og hún var altaf að hugsa um
hvort honum mundi ekki lítast á sig.
Hún skildi ekki, eða hugsaði ekki útí,
að hún var á vissum svæðum honum
fremri; hún hafði enga hugmynd um,
að hann leit upp til hennar, sem hug-
sjónalegrar kvenlegrar fyrirmyndar.
Hann var altaf í kringum hana og sýndi
henni alla umhyggju og kurteisi; hann
leitaði ráða hennar og samhygðar. Það
var eins og honum lægi ávalt orð á vör-
um, sem hann virtist að vilja segja, en
sagði ekki. Hún lagði hvað eftir annað
þá spurningu fyrir sig, hvort hann elsk-
aði sig.
Hún fékk nú bráðlega vitneskju um
það. Af orðum Cuming lávarðar skildi
Lewis Dare að gifting Beatrice ætti að
fara fram í nóvember. Þá ákvað hann
að sín gifting skyldi fara fram að vór-
inu, þegar blómin og allur gróður stæði
í blóma sínum, auðvitað yrði hann fyrst
að fá samþykki hennar til að verða
konan sín.
Ágúst mánuður var liðinnn og haust
blærinn á blómunum og laufum trjánna
gáfu glögt merki um árstíða skiftin.
Það var einn dag í september, að Lil-
ian stóð einsömul á bakka hins djúpa
og blikandi stöðuvatns. Mr. Dare sá
hana þar, og hraðaði sér til hennar.
“Hvað ert þú að hugsa svo alvarlega
um, Lilian?’’ spurði hann. “Þú lítur út
eins og þú sért svo áhyggjufull og sorg-
mædd.”
“Eg er að hugsa um Beatrice,” svar-
aði hún. “Hún virðist að vera svo breytt,
svo allt öðru vísi en áður. Eg get ekki
skilið hver orsök getur verið til þess.”
“Eg skil það,” sagði hann. “Hún er
nú að því komin að breyta um lífshætti,
frá því sem hún hefur vanist. Hún er
nú að fara inní nýjan heim; svo stór
tilbreyting getur valdið alvarlegum
hugsunum.”
“Hún elskar jarlinn,” svaraði Lilian
henni fanst hún ennþá heyra orð syst-
ur sinnar, er hún sagði: “Eg elska hann
svo heitt, Lilian.” — “Hún getur ekki
verið vansæl.”
“Eg meina það heldur ekki,” svaraði
hann, “en þungar hugsanir og fálæti
stafa ekki ávalt af því að maður sé van-
sæll. Æ, Lilian, mér þykir undarlegt ef
þú hefur aldrei getað getið þér til um
hvaða hugsanir fylla huga minn og
hjarta? Eg efast um að þú vitir hversu
mikið eg elska þig. Nei, snúðu þér ekki
frá mér, og láttu þér ekki bregða svona
mikið. í mínum augum ert þú hin sann-
asta og göfugasta stúlka í heiminum.
Eg elska þig svo heitt, Lilian, að allar
hugsanir mínar og óskir dvelja hjá þér.
Eg verðskulda ekki að vinna ást þína,
eg veit það, þú ert mér svo miklu æðri;
en ef þú vildir reyna, gætirðu kai^nske
gert mig að þeim manni sem þú vildir.
Heldurðu að þú gætir látið þér þykja
vænt um mig?”
Roða brá fyrir í hennar fríðu og sak-
leysislega andliti, og hún leit framan í
hann; hann las útúr hennar blikandi
augum, hversu glöð hún var. En hún
gat ekki sagt neitt; það var sem oröin
dæu út á vörum hennar. Hann tók um
hendur hennar og þrýsti þeim milli
handa sér. Eg vissi að eg myndi gera
þér bilt við, Lilian,” sagði hann blíðlega;
“fyrirgefðu mér, ef eg hef komið ógæti-
lega fram, að ætlast til þess að þú tækir
mér strax. Reyndu fyrst hvort þú getur
látið þér þykja vænt um mig, er tímar
líða. Eg er viljugur til að bíða og reyna
að standast það próf. og eg mundi álíta
þeim biðtíma vel varið. Heldurðu að
þér muni nokkurn tíma geta þótt vænt
um mig?”
“Mér þykir vænt um þig, nú strax,”
sagði hún hiklaust.
“Lofaðu mér þá, að þú viljir reyna að
elska mig, viltu gera það? Eg skal gera
alt sem þú óskar eftir; eg vil reyna að
gera mitt bezta til að vera eins góður og
göfugur og mér er mögulegt, eins og þú
ert, þó eg geti það ekki nema að hálfu
leyti. Elskaðu mig, mín dýrmæta Lil-
ian — líf mitt og framtíð er undir þínu
svari komið.”
“Eg elska þig,” sagði hún, og hún
vissi hversu mikið þetta orð meinti.
Á þeirri hendi hennar sem hann hélt
í, sá hann fallegan hring; það var stór
perla sett í gull umgerð. Hann dró
hringinn af fingri hennar.
“Eg ætla að taka þennan hring, Lil-
ian,” sagði hann, “og þegar Beatrice er
gift, og farin héðan, ætla eg að biðja
Cuming lávarð um samþykki hans, að
þú verðir konan mín. Eg vil ekki gera
það núna; við höldum trúlofun okkar
leyndri um stund. Tvær ástasögur á
sama tíma, er of mikið. Þú lærir að
elska mig, og þegar vorið kemur, gerir
þú mig kannske eins sælan, eins og
Beatrice hefur gert Markham lávarð.
Eg ætla að geyma hringinn, Lilian; þú
ert perlan mín, og hringurinn minnir
mig á þig. Til þess að gera mig alsælan
verðurðu að segja, að þú sért í fyllsta
máta ánægð.”
“Eg skal segja meira en það,” svar-
aði hún, með ánægju brosi á andlitinu,
“eg er nú þegar búin að læra meira en
helminginn af því sem þú beiddir mig
að læra.”
Hann kysti á hendi hennar, en hann
þorði ekki enþá að kyssa á hennar
blómlegu varir. “Eg get ekki þakkað
þér nógu mikið, Lilian,” sagði hann í
klökkum róm. “Eg skal lifa fyrir þig,
Lily, og í gegn um allt mitt líf skal eg
auðsýna þakklæti mitt. Eg vildi óska
að það væri ekki svo langt til vorsins.
Heldurðu ekki að þú verðir búin að læra
til fulls, það sem eg bað þig um?”
34. Kafli
Jarlinn var lengur en ráð var gert
fyrir burtu frá Elmwood. Breytingar og
fyrirkomulag hinna nýju byggingá, tók
lengri tíma, fyrir hann að ákveða, en
hann hafði gert ráð fyrir. Það liöu full-
ar þrjár vikur áður en hann gat komið
aftur til Elmwood, til kærustunnar
sinnar.
Þrjár vikur liðu og ekkert hafði skeð.
Beatrice hafði vonað og beðið hvern
dag, þar til hún var orðin alveg veik af
hræðslu; hún var engu nær en áður, að
komast útúr sínum torveldu kringum-
stæðum. — Hún hafði ekkert getað
fundið, né hugsað sér neitt ráð til þess
að geta losnað við Hankins.
Þegar jarlinn kom til baka, varð hann
óttasleginn, að sjá hina miklu breytingu
sem hafði orðið, á andliti Beatrice; en
hann huggaði sig við þá hugsun, að hún
elskaði sig svo mikið og hefði tekið svo
nærri sér burtuveru hans. Hann kysti
hana hvað eftir annað, en fölvinn hvarf
ekki af andliti hennar, svo hann ásetti
sér að fara aldrei framar frá henni.
Allir á Elmwood fögnuðu komu jarls-
ins, því hann var hvers manns hugljúfi,
og fjölskyldan naut sín ekki án hans.
Sama dagin og hann kom, átti hann tal
við Cuming lávarð, og óskaði eftir að
giftingin gæti farið fram, eins fljótt og
mögulegt væri. Hann sagði að sér hefði
liðið illa að vera burtu þá Beatrice, og
að sér sýndist hún svo föl og þreytuleg.
Hann spurði lávarðinn hvort hann vildi
tilsetja dag í nóvember, eða kanské í
enduðum október.
“Það er best að dóttir mín til taki
tíman sjálf,” sagði lávarðurin; “eg sam-
þykki þann dag og tíma, sem hún tiltek-
ur.”
Jarlinn fór inn í samkvæmissalinrc
þar sem hann hafði skilið við Beatrice,
og sagði henni hvað faðir hennar hefði
sagt. Hún brosti, en hann sá að varir
hennar titruðu.
Einungis fyrir mánuði síðan hefðu
hin ástríðuþringnu ástar orð hans hljó-
mað sem indælasta músík í eyrum
hennar; nú bara hlustaði hún á það sem
hann sagði, og reyndi til að líta út eins
og hún átti að sér, en í hjarta hennar
var einhver efi og hræðsla.
“Þann 14. október,” gat hún loksins
sagt.
“Þetta er ágætt,” sagði hann himin-
glaður, “eg fer nú og segi föður þínum
frá þessu. Segðu nú ekki seinna að þú
hafir farið að hugsa þig betur um, og
þurfir að fresta því, eins og sumar stúlk-
ur gera- Beatrice, segðu við mig: Her-
bert, eg lofast til að giftast þér 14.
október.”
Hún endurtók orðin eftir honum.
“Það verður þá nærri því kominn
vetur,” sagði hann; blómin verða föln-
uð og dáin og laufin fallin af trjánum;
það getur, samt sem áður, enginn
sumardagur verið svo fagur fyrir mig,
eins og dagurinn sem þú giftist mér.”
Hún horfði á eftir honum er hann fór
út úr herberginu, og gaf frá sér lágt og
sársaukakent hljóð.. Verðum við nokk-
urntíma gift. Hún stóð upp og gekk út
að glugganum og horfði á trén og grænu
laufin, sem lágu visnuð á jörðinni í
kringum þau, mundi hún nokkurntíma
verða kona Markhams jarls. eða mundi
hið dimma hneysu- og sorgarský verða
fallið yfir hana, sem um alla tíð hyldi
hana fyrir augum hans?
Nei, ef hún bara hefði verið hyggn-
ari, verið framsýnni! Hve heimskulegt
og hættulegt þetta æfintýri hafði verið,
sem henni hafði einu sinni þótt svo in-
dælt! Hefði hún bara sagt föður sínum
frá því!